Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 4

Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 4
36 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER, 1947 Mentun framtíðarinnar (Frh. af bls. 33) verður þetta aðeins undirbún- ingur til vitrænnar mentunar. Er lengra líður, verða gerðar þær kröfur til nemandans, að hann temji sér rökvísa hugsun, af ályktun og samanburði á gefnu efni, unz hann setur fram frumlega eða skapandi hugmynd um hið gefna efni. Smátt og smátt kemur skapandi hugsun í stað minnis, unz skilningshæfi- leikar mannsins hafa náð því stigi, sem okkur, er nú lifum, myndi lítt skiljanlegt. Margar tilraunir hafa þegar verið gerðar, sem miða í þessa átt, má þar benda á Pelmanisma og aðrar nýjar aðferðir til and- legs þroska. Þessu mætti lýsa þannig, að hinir sálrænu hæfi- leikar verði notaðir í stað heil- ans. Er tímar líða, komast allir upp á að neyta skapandi hugs- unar og þá getur hver einstakl- ingur leikið sitt hlutverk á sviði lífsins. Ekki verður það vanda- eða hættulaust að halda opnum huga fyrir þeim hlutum, er menn skynja vegna tengslanna við ljósvakarm. Hinn opni hugur getur að vísu tekið á móti hverju sem er, en hann getur einnig glatað öllu, sem honum berst. Hinn lokaði hugur, er ekkert vill taka til greina af dulfræðum, hefir sína ókosti, opni hugurinn hefir og sína ókosti, en þeir verða fólgnir í því, að allir vilja fást við að hlera eftir öllu, sem hægt er að fá vitneskju um. Þetta verður ástríða margra manna og ekki ósvipuð ofdrykkjuástríðu. Alls konar skygnitilraunir verða hafðar um hönd, einkum til að fræðast um aðrar og æðri ver- aldir. Þetta mun verða svo víð- tækt, að mentamálaráðin verða að taka í taumana á mjög alvar- legan hátt. Það er erfitt að segja fyrir um áhugamál manna í framtíðinni. Við, sem nú erum á lífi, fáum naumast skilið þá fjölbreytni, sem um verður að ræða. Og mörg þeirra eru þess eðlis, að trautt verða skýrð né skilin af þeim, er nú lifa. Enda eru enn ekki fundin þau verkfæri, sem notuð verða í þjónustu þeirra, en þau verða hvort tveggja: mörg og afar næm, enda verða þau notuð við svo fíngerð efni, að nútíðar- vísindaáhöld ná þar skamt á veg. Hugsanalestur og hugskeyta- sendingar verða almennar. Börn- in munu læra að senda hugskeyti, þegar á unga aldri, og einnig að taka á móti þeim. Sá tími mun koma, að erfitt verður að dylja hugsanir sínar, en langt inni í ókomnum tíma vex siðferðis- þroski mannanna svo mjög, að þeir hafa ekkert að dylja. Svo hugfangnir verða menn af sínum eigin gáfum og skilningi, og svo mikla unun munu þær rannsóknir færa þeim, að þeir munu vart sinna öðrum skemt- unum. Spurningin, sem efst verður í hugum manna, verður: “Hvað get eg gert með hugan- um- Get eg endurlífgað dánar skepnur með huggeislum, eða látið blómin mín vaxa eða taka á sig nýja liti? Get eg gefið ná- granna mínum meiri hugar- þroska en hann hefir og er ekki jafn mínum? Get eg sent yl- geisla velvildar og kærleika til fjarlægra mannflokka, sem enn sitja í rökkri fávísinnar og eru ekki komnir eins langt áleiðis og við? Framtíðarmenningin geymir mikinn'þekkingarauð, sem okkur dreymir ekki um. Hin sálrænu áhrif litanna verða mikið við- fangsefni vísindanna, og hvernig nota megi þá til lækninga og skreytingar. List framtíðarinn- ar verður til vegna vitrænna á- hrifa í stað tilfinninga. Bilið á milli þessara tveggja áhrifa er í snöggu bragði ekki svo auðsætt. Tilfinningaáhrifin eru þriðju stærðar; þau stafa frá líkama og heila. Þau eiga einnig rætur að rekja til fegurðar, ástar, þján- ingar og hreysti, en það eru eig- inleikar, sem einnig tilheyra dýr- unum. Hin vitrænu áhrif eru fjórðu og fimtu stærðar, og eru fremur runnin undan rifjum or- sakanna en afleiðinganna, hin- um fólgnu öflum, sem form og hugmyndir eru sprotnar af og eru uppbyggjendur alheimsins. Svipaðar breytingar verða í hljómfræði|. Hin nýja tegund hennar talar til hugans og sálar- innar í stað tilfnininganna og sýnir það líf, er fólgið er undir líkamlegu formi og þá veruleika, sem eru aðall hinnar fjórðu stærðar og útgeislunar hennar. Forsmekkur hinnar nýju tón- listar hefir nú þegar borist okk- ur með verkum ýmissa tónskálda, meðal annara Ravel o. fl. Þau tónaform, sem lýst hafa lífi þriðju stærðar fram til þessa, eru að víkja fyrir tónveerkum, er 1 ý s a frumefnageislunum og frumefnaverum náttúrunnar, og hvernig hinir ýmsu geislar ganga hver í gegnum annan út frá hugs- un guðs, til skógardísanna, og frá geislum hnattanna til geislasviðs dauðlegra vera. Tónlist Wagners mun lifa lengst þeirra tónverka, sem tilheyra þriðju stærðar tíma- bilinu, vegna þess að hann reyndi að lýsa geislatilbrigðum og gera mikilfengleik alheimsins skilj- anlegan með tónmyndum. Það, sem mesta furðu mun vekja, verða nýjungar í ilmefna- gerð. Það er nú þegar á vitund manna, að vissir tónar eru ná- skyldir vissum litum og ilman, og mun það verða undirstaða fram- tíðarvísinda, sem háð eru skiln- ingi og smekkvísi. í framtíðinni verður tónlistin iðkuð við til- svarandi lit og ilm. Að hlusta á tónlist í umhverfi, sem er í sker- andi ósamræmi við þetta tvent, Hamingjuóskir til LÖGBERGS á sextíu ára afmælinu 1888 - 1948 D. J. LINDAL Ford Sales and Services—Garage Repairs to all Cars LUNDAR MAN. Congratulations to LÖGBERG % on its sixtieth anniversary 1 888 - 1 948 COMMERCIAL SECURITIES CORPORATION LIMITED C. H. McFADYEN, Manager 362 MAIN STREET WINNIPEG Íslenzkir Byggingameistarar Ve|ja TEN-TEST i dlar sinar byggíngar Þessi Insulaling Board skara fram úr að gæðum . . . Seld og notuð um allan heim— Fyrir nýjar byggingar, evo og til aCgerða eða end- urnýjunar fullnægir TEN-TEST svo mörgum kröf- um, að til stórra hagsmuna verður Notagildi þess og verð er ávalt edns og Vdra ber. Og vegna þess að t>að kemur f stað anntara efna, er ávait um auka- sparnað að ræða. TEN-TEST hefir margfaldan tílgang sem insuiating board. Pað veítir vörn f.ytir of hita eða kulda, og tryggir jöifn þægindi hvernig sem vlðrar. pessar auð- meðförnu plötur tryggja skjótan árangur og lækka innsetningarverð. I sumarheimilum eða borgarbýlum, skrifstofum, fjöl- mennisfbúðum, útvarpsatöðvum, samkomusölum og hötelum, tryggir TEN-TEST lífsþægindi, útilokun hávaða, og fylgir yfirleitt fyrirmælum ströngustu by ggin garlistar. Útbreiðsla og notkun um all an heim gegnum viður- kenda viðskiptamiðla, er trygging yðar fyrir skjótri, persónulegri afgreiðslu. Ráðgist við næsta TEN- TEST umboðsmann, eða skrifið oss eftir upplýsingum. £££. ten.tf st ENDURNÝJAR I Ih B 1 Wm ^0 ■ LÆKKAR KOSTNAÐ VIÐ HITUM INSULATING WALL BOARD INTERNATIONAL FIBER BOARD LIMITED, OTTAWA WESTERM DISTRIBUTORS: ARMSTRONG DISTRIBUTORS IIMITED WINNIPEG MANITOBA | eins og nú tíðkast, verður í fram- tíðinni talin villimenska. Blöndun ilmtegunda, lita og tóna verður gerða að vísindum, sem orka sem heilsulyf á vöðva og hugarsellur, og til margra annara hluta. Af þessu skapast mikil fegurð og gleði. Rannsóknir geisla og áhrif þeirra á kristalla og önnur form verða mjög eftirsótt vísindi. Þá verða geislasendingar hugans annað mikið rannsóknarefni, en þeir)ri grein mun fleygja svo fram, að hægt verður að kvik- mynda hugsunina. Jafnvel ótti og óbeit verða sýnilegir hlutir, einnig áhrif þeirra á líkamann. Þær myndir verða til þess, að menn fá meira vald yfir hugs- unum sínum og illum tilhneig- ingum. Ýmsir munu álíta, að sú mynd, er hér hefir verið dregin af menn- ingu framtíðarinnar, lýsi svo margbrotnum vísindum, að því- lík framför sé ekki á færi mann- kynsins, en eftir að nokkrar kyn- slóðir hafa gengið um garð, verð- ur mannshugurinn orðinn svo hlaðinn viti og orku, að nútíma- mentun vor þolir þar engan sam- anburð. Enda hafa þá allar þær kensluaðferðir, er við nú notum, verið fyrir löngu lagðar niður og nýjar komnar í þeirra stað. — Barninu verður sagt, hvað sé á- ríðandi að læra og hvers vegna það sé látið læra, og áhugi þess verður vakinn á þann hátt, sem ekki er enn þektur. Þegar þar er komið, verður barnið látið sjálf- rátt. Spurningar verða lagðar fyrir það, sem svarar þeim þanrþ- ig, að kennarinn auðgast að þekk- ingu! Og hann mun hlusta af athygli, svo að hann missi ekk- ert af þeim upplýsingum, er í svörum þess kunna að felast, því að fyrir gæti það komið, að við- tæki barnshugans reyndist næm- ara en kennarans. Orðin: “Og litla barnið skal leiða þá,” og einnig: “Unz þér verðið eins og lítil börn , hafa þá rætzt á vís- indalegan hátt. Hér hefir verið drepið á nokkr- ar helztu breytingar uppeldis- og mentamála, er koma munu í framtíðinni. Nokkrar þeirra verða komnar til framkvæmda áður en öldin er liðin. ith respect, and admiration for the de- parted pioneers, the original publishers of Logberg, and best wishes to the paper on its 60th anniversary Long May Logberg Live With our appreciation and kindest regards to all our customers. Johnson's Food Store Groceries and Locker Service Edinburg - North Dakota Gardar Johnson, Proprietor n n n n u n Rjúmabuis I Ashern Sem bændur sjálfir eiga og ráða yfir . . . flytur Lögbergi hugheiluátu hamingjuóskir i tilefni af sex- tíu ára afmæli þess, og biður hlaðinu blessunar i framtiðinni- Rjómabúið gripur einnig þetta tækifæri til þess að þakka islenzkum viðskiptavinum drengilegan átuðning á liðnum arum. n n n |j Ashern Farmers Creamery itd. n n n Grímur Jóhannesson, framkvæmdarstjóri ASHERN MANITOBA L'W n n n n n n n n n II n n n n n n n n n

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.