Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 1

Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 1
60. ÁRGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, 13. NÓVEMBER, 1947 NUMER 45 FRAMTIÐARINNAR Vera Stanley Alder: MENTUN Þegar við skyggnumst eftir breytingum þeim, er verða munu á mentamálum komandi tíma, verðum við að hafa nú- verandi fyrirkomulag til hlið- sjónar. Fram til síðustu tíma hefir til- gangur mentunar verið sá að skapa einstaklinga, sem eru eign ríkisins. Hver einstaklingur verður að fá uppeldi, sem býr hann undir að verða auðmjúkur þjónn, sem gerir vilja þjóðfé- lagsins eða landsins án þess að spyrja um ástæður eða tilgang. Það hefir ekki verið álitið hættu laust að veita honum nokkrar upplýsingar um það, sem kynni að vera utan þessara takmarka. Menn hafa lært að líta á málin frá sérgæðissjónarmiði. Erfiðar og þreytandi kringumstæður hafa gert þá að ósjálístæðum mönnum, sem taka við tilbúnum skoðunum. Lífsskilyrði síðustu ára hafa ekki hvatt einstakling- inn til að hugsa sjálfstætt. Að- eins hinir bezt gefnu hafa gert það. Af því leiðir, að ekki nema 1% af alþýðunni hugsar frum- lega. Lýðurinn hefri verið alinn upp við bannstefnur. Hugsjónum og hugmyndum hefir verið troðið upp á hann á vélræna vísu. — Næstum hver einstaklingur hef- ir verið STIMPLAÐUR. 1 fyrsta lagi er hann litaður af erfðavenjum og viðhorfi ætt- ingja sinna. Ber þar mjög á ætt- ardrambi og takmarkalausri græðgi, eigingirni og þröngsýni. Hver einstkalingur verður speg- ilmynd sinnar fjölskyldu. Jafn- vel þær beztu eru ekki hafnar yfir þessar venjur. Ofan á þetta bætast arfgengir kvillar, sem mataræði og aðrar lífsvenjur hafa skapað. í öðru lagi er hann fjötraður við kenningar hefðbundinnar mentunar. Hún hefir verið skipu- lögð af blindri hlýðni, sem kend er við þjóðernisást og gengur er- inda ríkisins. Honum er kend hlutdræg saga, þar sem hans eig- ið ríki eða land er hafið upp til skýja á kostnað annara landa og þjóða. Honum er kent að dá stríð og að skoða allar þjóðir utan ríkislandamæranna sem ó- vini, menn, sem standi á miklu lægra menningarstigi en hann, of honum óskylda. Þannig er klofnings- og ein- angrunar-kenningin sköpuð og henni viðhaldið. Einstaklingur- inn er látinn játast undir ýmsar teg. drottinshollustu. Hann á að sýna ættinni og fjölskyldunni drottinshollustu, trúnni og öll- um hennar kreddum og kenn- ingum. Ekki má skólinn hans verða útundan, því að hann er öðrum skólum fremri, enda keppinautur allra hinna, Land- inu verður hann að sýna drottin- hollustu starfinu, sem hann stundai-, hvert sem það er. Ekki má hann gleyma klúbbnum eða félagsstarfinu, sem er marghátt- að. Allra sízt má hann bregðast þeim pólitíska flokki, er hann þjónar. Þannig er hann umset- inn á allra hliðar af ásköpuðum skyldum, sem aðrir hafa bundið honum á herðar. Hvað eru svo þessar hollustur? Þær eru gamlar, troðnar hugs- anagötur, sem orðið hafa til næstum ósjálfrátt hjá þeim, sem vildu gera einstaklinginn sér undirgefinn. Hann þurfti að þræla fyrir þá, greiða þeim at- kvæði sitt við hverjar kosning- ar, gjalda þeim skatt og tryggja þeim margvísleg fríðindi. Sum ekki með öllu ósannjörn, önnur mjög, en tilgangur allra þeirra er hinn sami. Þriðja áhrifavaldið er hag- fræðileg nauðsyn. Einstaklingur nútímans er al- inn upp við ótta og ævilangan kvíða. Hann verður að horfast í augu við þá skyldu að sjá fyrir sér og sínum í því þjóðfélagi, sem leggur honum alls konar skyldur á herðar, en hefir þó ekkert með hann að gera. Tii- heyri hann þeim flokki manna, sem er sæmilega fjáður og lifir af tekjum sínum, þá ber hann stöðugan kvíðboga fyrir því, að sér takist ekki að varðveita tekju- stofn sinn, annað hvort vegna takmarkaðs fjármálavits eða vegna þeirra kvaðagjalda, sem það opnibera leggur honum á herðar og hrifsar af honum með réttu eða röngu. Auk alls þessa eru fjármál heimisns þannig, að enginn sér hvað framundan muni vera á þeim vettvangi. Þannig eru lífsskilyrði hinna megandi og hinna snauðu undir sama áhrifavaldi, þar sem óttinn ríkir og ræður yfir hugum og hjörtum allra manna. Ótti þessi er ævilangur, því að undir flest- um kringumstæðum er hann orðinn hluti af hugsun og við- horfi hvers manns. Þessi geig- væni ótti er arfur og kynfylgja, er sköpuð er af klofnings- og einangrunar-stefnunni, sem skap- að hefir böl þjóða, stétta og fé- laga og komið á samkepni, ó- jöfnum eignarrétti á landi og lausafé og komið í veg fyrir al- menna vellíðan í nægtafullum heimi. Vegna þessa fyrirkomulags er einstaklingurinn alinn upp í þrælslegum félagshring, sem fyrirmunar honum að hugsa skarpt og rökrétt, en það er ein- mitt þessi tegund hugsunar, sem heiminn skortir einna mest. — Einstaklingurinn er fyrst ment- aður og agaður til að skoða sig sem handbendi ættar sinnar og fjölsykldu, en þar næst sem einkaeign lands síns og ríkis, en honum hefir aldrei verið kent, að hann væri félagi hins mann- lega alheimsþjóðfélags, sem ætti hlutdeild í fylstu mannréttind- um og þjóðfélagserfðum. Föðurlandsást hefri blásið mörgum manni stórhug í brjóst og gert líf hans auðugra og fyllra. Þrátt fyrri það er hún ekki ann- að en trygð við hugsjón. En hvort trygðin er bundin við föð- urlandið, álfuna eða alt mann- kynið, skiftir ekki jafnmiklu máli og við í fyrstu ætlum. Mis- munurinn er þó sá, að hið síðar- talda er miklu víðtækara og lík- legt til mikilla hagsbóta fyrir allan heiminn. Eiginhagsmuna- s t e f n a föðurlandsástarinnar myndi hverfa, ef trygðin væri bundin við allan heiminn. Þess vegna er alheimsstefnan miklu nær kristindóminum en föður- landsástin, sem hingað til hefir verið svo mikið á orði. Hin bætta menning og ment- un mun þokast áfram jafnhliða öðrum framförum, sem koma munu og gerbreyta lífi og lífs- venjum allra manna. Áhugi allra verður undra mik- ill fyrir alheimsstjórn, og sam- runi alþjóðamálefna verður að veruleika á fjöldamörgum starfs- sviðum. Það kemur í ljós, að því fleiri landamæragirðingar, sem hverfa úr sögunni, því meiri verður samvinna og eining þjóð- anna og þær munu menta sig til þess að geta framkvæmt þetta á sem breiðustum grunni. Veraldarsaga, hagfræði og al- þjóðaskyldleiki verða fræðigrein- ar þeirra tíma og þeirra manna, sem þá verða uppi. Takmark fullrar mentunar verður að kunna að meta og skilja gildi allra þjóða. Ein alþjóðatunga verður sú fræðigrein, er hvert barn verður að læra jafnhliða sínu móður- máli. Þetta er nauðsyn, og senni- legt er, að þetta mál verði enska. Námsgrein sú, er mest rækt verður lögð við, verður alþjóða- hagfræði. Undir þá námsgrein falla aðrar skyldar greinar, með- al þeirra matvæladreifing, og þá verða allar tegundir þeirra toll- frjálsar og munu þá allir fá nægju sína. Nákvæm athugun á áhrifum tungls og sólar á jurta- gróður verður yfrirskipuð, því að öll ræktun verður stór þáttur í lífi allra þjóða eins og ætíð áður. önnur mikilvæg námsgrein mun fjalla um fjármál. — Mynt- slátta og seðlaútgáfa verður eitt aðalviðfangsefnið, og á þeim vettvangi verða reyndar margar nýungar og áhrifaríkar. Niður- staða þeirra tilrauna verður vöruskáftaverzlun á víðtækum grundvelli. Beinn gróði og vext- ir af peningaverzlun verður ekki vel liðinn, en nýjar aðferðir ryðja sér til rúms og nýr reikningur verður notaður. Hann verður ekki bygður á samlagningu eða frádrætti, heldur því sem nefnt verður lágrétt dreyfing. Frumspeki (metaphysics) verð- ur lögboðin námsgrein-, sem fel- ur í sér meginatriði þróunarinn- ar og þeirra vísinda, er að henni lúta. Þá munu margir námsmenn sökkva sér niður í sálarfræði og það verður ljóst, að mannshug- urinn er orkugjafi, sem getur haft áhrif á efnið, og mun þessi nýja fræði viðurkend í skólun- um. Þá munu sveiflur og lífs- geislanir verða mjög yfirgrips- mikil námsgrein, ásamt alls kon- ar rafsegul-fyrirbrigðum, er skiftast munu í margar lærdóms- greinar. Menn munu læra að þekkja skyldleika sveiflanna, en um það lögmál höfum við áður lesið í sambandi við íhuganir og hugbeitingar, en þar er sagt, að hugsunin geti skapað form, sé hún nógu sterk. Formið eða myndina mótar hugurinn í ljós- vakann, sem tekur á móti hugar- sveiflunum. Ef hugsuninni er haldið stöðugri, fæst vitneskja um það, sem eftir er leitað. Gáfa þessi verður nefnd “stillinæm- leiki”. Hennar mun gæta mjög hjá börnum. Þetta verður ein af þeim miklu breytingum, sem eru í vændum í framtíðinni. í stað þess að troða nemandann fullan af þurrum þekkingarmolum, verður hann sjálfur látinn skýra frá óþektum hlutum. Hann verður- sá, er hlerar eftir vísd^mi ljósvakans og ritar jafnóðum niður það, sem hann kemst á snoðir um. En til þess að ná þessum lærdómi, þarf mikla æfingu og leikni, en þó (Frh. á bls. 36) Hamingjuóskir til LÖGBERGS á sextíu ára afmælinu 1888 - 1948 DR. L. A. SIGURDSSON 53 MEDICAL ARTS BLDG. WINNIPEG, MAN. Hamingjuóskir til LÖGBERGS á sextíu ára afmælinu 1888 - 1948 Plumbing & Heating O. K. HANSSON 163 SHERBROOK ST. PHONE 72 051 f Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 Sargent Taxi Ltd. FRED BUCKLE 629 ELLICE AVE. WINNIPEG, MAN. Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 Thomas P. Hillhouse BARRISTER SELKIRK MAN. Hamingjuóskir til LÖGBERGS á sextíu ára afmælinu 1 888 - 1 948 Salame eMalldotean WINNIPEG MANITOBA Congratulations to LÖGBERG on ils sixfieth anniversary 1887 - 1947 co VLO 383 Portage Ave. (Cor. Edmonton) Winnipeg, Man. ESTABLISHED 1903 Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 Modern Laundry Ltd. 309 HARGRAVE STREET PHONE 93 177 WINNIPEG, MAN.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.