Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 5

Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER, 1947 37 Höfuðbreytingin, sem verða inun á kensluaðferðum, verður nið nýja viðhorf. Venjan hefir verið, að eldri kynslóðin hefir látið börnin kynnast fjölda sögu legra atvika, unz þau hafa á end- anum mótast í minni þeirra, að meira eða minna leyti. Fullorðið fólk hefir vanið börnin á sama hátt og það hefir vanið dýrin. Alt hefri miðað að því að gera þau sem hæfasta borgara mann- félagsins. Sú hugmynd, að kenn- arinn kynni að geta lært eitt- hvað af lærisveinunum, hvort heldur dýrum eða börnum, hefir aldrei verið tekið með í reikn- inginn. Orsökin hefir orðið klofn- ingsstefna sú, er áður hefir verið nefnd og þróun þeirrar stefnu, að stjórnin eða ríkið væri einvalt frá æðsta og efsta valdsmanni niður til hins auðmjúkasta og einfaldasta barnakennara. Það hefir verið vegna skorts á ein- ingu, en nægta andleysis. En um leið og fjórðu stærðar við- horf skapast, kemur hin róttæka skoðanabreyting fram. Menn fara að skilja, að þótt líkami og heili barnsins sé nýr og ungur, geta sálin og yfirvit- undin verið þroskaðar. Menn fara að skynja, að uppeldið er hjálparmeðal, sem á að þroska veruleika, sem geta verið á öll- um aldri og af margvíslegum kostum. Barnið verður ekki að- eins skoðað sem jafningi, heldur einnig sem uppspretta margs- konar þekkingar, sem í einstöku tilfellum er meiri en þeirra, sem eldri eru, og tapað hafa þeim stillinæmleika, sem börnum er gefinn. Á þennan hátt þróast nýr og gagnkvæmur skilningur á milli barnsins og hins fullaldra manns. Menn gerðu vel að minn- ast þess, að barnið, sem er að hefja nám í dag, getur að fimtíu árum liðnum verið orðinn fræg- ur snillingur fyrir gáfur og hug- kvæmni o(g viðurkendú(r leið- togi. Vísirinn að hinum ágætu eiginleikum liggur falinn undir þröskuldi þriðju stærðar og kem ur í ljós, ef hans er leitað á rétt- an hátt. Hinn ópersónulegi kær- leiki, sem flytur okkur skilning og geislanir, leggur mönnum í hendur þann þráðarenda, sem rakinn verður til þeirrar giftu- samlegu þróunar, sem dagurinn í dag veit ekki nein deili á, vegna þess að menn skortir enn meðtækileika hins ópersónulega kærleika. Lítum einnig til dýr- anna. Sá tími kemur, að menn skilja, að dýrin hafa miklar gáf- ur, þótt þau hafi ekki manns- rödd né mæli á hans máli. Þetta dregur ekkert úr þeim gáfum og þeirri þekkingu, sem þau hafa á öðrum sviðum, en er okkur ókunn. Jafnhliða því að menn læra af barninu, munu þeir læra af dýrunum, fuglunum og skor- kvikindunum, og alt stefnir að því marki að nálgast hina instu leyndardóma lífsins. í framtíð- inni verður það hinn fullorðni, sem altaf verður að 'læra. Æsk- an og unglingsárin verða eink- um notuð til að þroska hinn sið- ferðilega þrótt. í stað þess að segja: “Þú verður að vera dug- legur að lesa og læra í skólan- um, svo að þú seinna meir verðir frí og frjáls,” þá verður barninu kent, að fyrsta sporið sé full- komin heilsa og líkamsrækt, á- samt hinum andlega þroska, svo að þegar námið er fullnað, þá geti það notið þeirrar þekking- ar, það hefir hlotið. Tíminn til að njóta þekkingarinnar verður miklu lengri en nú. Tíminn til að sjá fyrri lífsþörfum sínum hefir stytzt um helming, vegna vísindalegrar tækni, og frí- stundir almennings verða fleiri en svo, að hann kunni að nota þær að fullu fyrst í stað. Menn munu ekki eldast á sama hátt og nú, og þeir trúa því, að þekking þeirra og þroski verði ekki háð elli eða dauða. Áhugi þeirra og móttækileiki verður óslitinn og ómyrkaður til ævi- loka og þeir hafa jafnan nægan tíma til að afla sér þekkingar. Af því, er nú hefir verið sagt, verður það ljóst, að framtíðar- áhrif geislanna breyta öllum námsaðferðum, er áður hefir ver- ið beitt við börn og unglinga. Gagnkvæmur skilningur eldri og yngri verður ráðandi, og nám og heilsurækt verða skyldar grein- ar. Það, sem nú er kölluð trú, verður tilbeiðsla á skaparanum og mætti hans, sem birtist í öll- um hlutum og allri þekkingu, einnig í skólanámi, því að síð- ustu verður hin nýja menta- stefna í fullu samræmi við hina kristnu kenningu. Reynt verður að lokum að lifa samkvæmt hin- um tíu boðorðum, og dregur þá saman með kirkju- og kenslu- málum, svo að þau starfa í ná- inni samvinnu, og vísindalegar uppgöltvaniir verða þá skírðar úr prédikunarstólunum. Þegar það, sem hér hefir verið sagt frá, nær hámarki sínu, og, kirkja og skóli verða samtaka um að slá stryki yfir kreddur, þröngsýni, flokkadrætti, eigingirni og alla Arnaðaróskir í tilefni af 60 ára afmæli Lögbergs flytur Heimskringla því og þeim sem að því standa árnaðaróskir sínar, með þökk fyrir það sem vel hefir verið unnið og ósk jum gengi og gæfu í framtíðinni. Virðingarfylst THE VIKING PRESS LIMITED WINNIPEG MANITOBA Ungir brezkir vísinda- menn í hrakningum á vatnajökli Sex manna leiðangur frá Ox- ford hreppti illveður uppi á jöklinum Sex ungir Bretar, allir vís- indamenn frá Oxfordháskóla, hafa í sumar verið hér á landi og unnið að jarðfræðirannsókn- um. Gengu þeir meðal annars á Vatnajökul, þar sem þeir lentu í allmiklum hrakningum vegna illviðra, er þeir hrepptu. Þessir ungu menn, sem einnig voru við Heklu, eru nú á heimleið, og hefir brezki sendiherrann boð inni fyrir þá í dag. Foringi leiðangursmanna er grasafræðingurinn Fred F. Whitehead frá New College í Oxford. Hinir leiðangursmenn- irnir, sem flestir eru 22—24 ára gamlir, eru þessir: Alan Treloar, Charles Swithinbank, Pete Phizackerley, Philip Heckett og Hilary Morris. Leiðangursmenn höfðu bæki- stöð í byggð, en fóru svo upp á klofningshyggju, en verða sam- taka um alt, sem stuðlar að snilli og hamingju, þá er mikils fagn- aðar að vænta og nýr grund- völlur fenginn til að byggja framtíðarhamingju kynslóðanna á. Friðgeir H. Berg þýddi —Stígandi. Vatnajökul, þar sem þeir hrepptu svo vond veður — þetta var fyr ir miðjan ágúst — að þeir urðu að vera dögum saman í tjöldum sínum, og komust aðeins um 10 km. á 12 dögum. Einn Bretinn, Alan Treloar, kenndi lasleika vegna vosbúðar uppi á jöklin- um, og var ákveðið að senda hann aftur til byggða. Gengu þeir 75 km. á 25 stundum og segjast leiðangursmenn, en þeir voru þrír í heimferðinni, ekki hafa lent í erfiðari fjallgöngu Gengu þeir í súld og regni svo að skyggni var innan við 100 metra. Héldu þeir áfram, þegar dimma tók og komust að ísrönd- inni, en lentu þá í ýmiskonar torfærum, söndum, ám og hraun um. — Er þeir höfðu gengið um 60 km., hallaði undan fæti og komu þeir þá að vegi, sem þeir gengu eftir, þar til þeir rákUst á jeppa. Voru Islendingar í hon- um og rýmdu þeir fyrir hinum ungu Bretum og óku þeim til Kálfafells. Þar var náð í lækni fyrir Treloar, og lá hann þar um hríð og hvíldist eftir vos- búðina. Alþbl. 7. sept. Leiðréllingar Smáprentvillur hafa slæðst inn í greinina um rit Jónasar Hallgrímssonar. — Þær, sem nokkru varða, eru á blaðsíðu 11, miðdálki, 28 línur, talið of- an frá: Þá sé ég nú betur, les þá sé ég nú beiur, o. s. frv. — Áframhald af 36. línu hefir fall- ið burt: eru óbeinlínis að meira eða — lesist: eru óbeinlínis að meira eða minna leyii ætijarð- arsöngvar. í sama dálki, 7 línur að neðan, stendur: Sem augu og eyru ber, lesist: sem fyrir augU og eyru ber. Á bls. 12, 16. lína að neðan stendur: sem sem, les: svo sem; fáum línum ofar stend- ur í ljóðlínu sólarijald les salar- ijald. Heili mannsins minkar stöð- ugt eftir að hann hefir náð 20 ára aldri. You like it... it likcs you • Fresh up with 7-Up .. . the merry, sparkling drink that puts a smile on your face .. . a lilt in your laugh. Sip it slowly r . . taste each sip . . . the happy, wholesome family fresh-up. BRITISH COLUMBIA ÓSKAR TlL HAMINGJU Islenzka vikublaðinu LÖGBERGI í tilefni af demantsafmœli þess Á sextíu árum verður fréttablað annað og meira en algengur fregnmiðill, er lesendurnir hlaupi yfir í flýti, það verður stofnun, óaðskiljanlegur hluti af þeirra daglega lífi, það skrásetur dyggilega hamingju og sorgir, sigra og ósigra hlutaðeigenda, og eilífð þeirra atburða, er skapa sögu. ísland var bygt fyrir meir en þúsund árum. það hefir viðhaldið sínu forna alþingi, og brent í blóð og hug þjóðarinnar, sjálfstæðis vitund og trausta skapgerð. Komu þeirra og störfum hafa ungu þjóðirnar, sem íslendingar hafa valið sér að kjörlöndum fagnað, vegna órjúfandi hollustu þeirra við það alt er að sönnum framförum lýtur. British Columbia telur meðal borgara sinna fjölmennan hóp íslendinga, og enginn þjóðflokkur hefir lagt fylkinu til veglegri menningarskerf. Vorar hugheilustu árnaðaróskir fylgja Lögbergi í framtíðinni um margra ára framhalds þjónustu fyrir Island og íslenzka mannfélagið vestan hafs. THE GOVERNMENT OF THE PROVINCE OF BRITISH COLUMBIA -----------------■

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.