Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 8

Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 8
40 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER, 1947 MINNING ARORÐ: Kristín Guðnadóttir Sigvaldason 1872—1947 Andaðist að heimili sínu í Argylebygð 19. júlí s. 1. eftir tveggja ára mikla vanheilsu. — Fædd að Máskoti í Reykjadal, Suður-Þingeyjarsýslu, 17. sept. 1872, dóttir Guðna Jónssonar og konu hans Sigríðar Kristóphers- dóttir; höfðu foreldrar hennar búið þar í 30 ár og eignast 10 börn. Til Canada kom Kristín með foreldrum sínum og 5 bræðr um 1893, fjögur börnin dóu ung. Tóku þau sér bólfestu í Argyle bygð. — Átti fjölskyldan frekar erfitt fyrstu árin og undi lítt hag sínum, en eftir þriggja ára veru festu þau kaup á landi og breytt- ist þá hagur þeirra mjög til hins betra. 8. ágúst 1901 giftist Kristín Einari Sigvaldasyni og settist að á heimilí hans, er hann hafði þá keypt; hafa þau búið þar síðan með tilstyrk sona sinna er reynst hafa þeim framúrskarandi vel. Þau eignuðust 5 drengi. Þórhallur Einar býr á landi foreldranna, Jón Pétur starfar á Englandi, Kjartan Ingólfur, á heima í Dauphin, Man., Sigurður Baldur Aðalsteinn, bóndi í Ar- gyle, Guðni Norman, dó mánað- ar gamall 16. júlí 1914. Kristín sál. var ágætum gáfum gædd, viðmótið hlýtt og aðlað- andi, skýr og greind í tali, djarf- mælt og hreinskilin og duldi eigi skoðanir sínar um menn og mál- efni. Hún elskaði land feðra sinna og æskustöðvunum unni hún heitt. Útsýnið óviðjafnan- legt fram til jökla og út til hafs og Másvatnið spegilfagurt blasti við auga, vatnið veiðisæla, er færði svo marga bjöfg í búið. Slíkar minningar heilla hugann og gleymast seint. Hún unni þjóðlegum fræðum og var vel heima í sögu þjóðar- innar; var mjög ljóðlesk og kunm fjölda af kvæðum; voru þeir Matthías, Steingrímur og Krist- ján Jónsson, skáldin er hún unni mest; “Skáldum sínum má þjóð in aldrei gleyma, hún á þeim svo mikið að þakka”, sagði hún oft. Hún las blöðin og fylgdist vel með viðburðum dagsins. Gestris in, fróð og skemtileg heim að sækja. Heimilið stundaði hún af al- úð og nærgætni, var mjög vand- virk, hreinlát og reglusöm. Hún var andvíg trúmáladeil- um, en hélt fast við þá trú er henni hafði verið innrætt í æsku. Voru foreldrar hennar mjög trúhneigð og ræktu vel trú sína, iðkuðu þau húslestra á hverjum sunnudegi, voru þeir Jón biskup Vídalín og Pétur biskup lesnir sitt árið hver. Kristín sál. var mjög vina- vönd og trygglynd og brást aldrei neinum er hún batt úináttu við. Hún var ástrík eiginkona og móð ir, áminnandi og leiðbeinandi ástvinum sínum. Skilnaðurinn var þungbær en minningin um kærleika hennar og fórnfúsu lund lifir í þakklátum hjörtum ástvinanna til æfiloka. Útförin fór fram frá lútersku ldrkjunni í Baldur. — Séra Eric Sigmar jarðsöng. Þeir vitru sögðu Tómas Sæmundsson: — “Vel getur því ekki reitt af, ef menn leiða allt hjhá sér, sem ónæði og áreynslu kostar, því að lífinu er samfara stríð og erfiði: án þess er það afbreytingalaust og sælulítið. Alla framför verður að kaupa með fyrirhöfn, því að hún reynir á manninn og eflir með því þrótt hans, veitir hon- um það, sem hann keppist eft- ir, og gleður hann, þegar hann hefir öðlast það. Eða hvernig fer, þegar ekkert er aðhafst, þeg ar menn undir eins framan af ævinni vita ekki, hvað þeir ætla sér, þegar mók eða værð kemst á sálina og því er slegið á frest til morguns, sem vinna átti í dag, til næsta ársins, sem þetta árið mátti af koma. Fer ekki oft svo, að dagurinn er lið- inn fyrr en tekið er eftir eða að minnsta kosti sá kafli hans, þá hægast var að vinna, en verkið er óunnið, sem gjöra átti, svo að það vereður aldrei gjört?” ♦ Páll J. Árdal: “Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, — að heilsast og kveðjast. — Það er lífsins saga”. Einar Ól. Sveinsson: “Til þess að breiða út kenningar þarf að skilja þá, sem við þeim eiga áð taka”. Benedikt Gröndal: “þeir níða mest, sem ekkert gjöra sjálfir”. Ben. Þ. Gröndal: “Ef þú, mað- ur, ekki sífellt iðja nennir, á lastasoði letinnar þú líf þitt brennir”. Samtíðin. Bernard Shaw hafði einu sinni boðið kunningja sínum heim eina kvöldstund. Skáldið sat og sagði sögur í sífellu, en frúin sat hjá og prjónaði af kappi. Loks tók Shaw ofurlitla málhvíld, og gesturinn notaði tækifærið til að ávarpa frúna, og spurði hvað hún væri að prjóna. “Æ, það er ekki neitt sérstakt”, hvíslaði húhn. “En skiljið þér, ég hefi heyrt þessar sögur að minnsta kosti tvö þúsund sinn- um, og ef ég hefði ekki hendurn- ar og hugann við prjónana, gæti vel farið svo að ég tæki fyrir kverkarnar á honum Bernard og kyrkti hann”. 4Heð aðdáun og virðingu fyrir hinum framliðnu frumherjum, stofendum Lögbergs,og heillaóskum til blaðsins á 60 ára afmæli þess. Lengi Lifi LOGBERG! ★ Breidfjord Store KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, Forstjóri GARDAR — NORTH DAKOTA "1 Co*tcyiGÍulatio*tir “lx#erg;” D. F. Ferguson, President of the Success Commercial College, and the members of his staff. desire to congratulatel the officials and directors of ^Logberg/7 on its Diamond Jubilee Anniversary. For 39 years the Success Commercial College has been using "Logberg" as an advertising source through which to reach the parents and young people of Wesiern Canada. The results have been most satisfactory and we are pleased to slate that, among approximate- ly 65,000 students who have enrolled in the College during that period oí years, more than 4,000 have been Icelandic-Canadians. These young men and women have given a fine account of themselves in the business world and we are always proud to have with us the sons and daughters of the Icelandic pioneers who have done so much lo help build Canada. TFiere is no doubt that Logberg wi remain a great force in successfully moulding the destinies of thousands of young people yet to come in Western Canada, and we extend our best wishes that the success of this worthy publication will continue permanently. COMMERCIAL COLLEGE PORTAGE AVE. at EDMONTON ST. WINNIPEG MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.