Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 7

Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER, 1947 39 gamli hugsunarháttur ríkti var ekki að búast við því að margar konur iðkuðu ritmennsku. Smám saman fór að birta til; smágreinar, sögur og kvæði eftir konur birtust einstöku sinnum í blöðunum, og svo verður vestur- íslenzk kona svo djörf að gerast ritstjóri að kvennréttindablaði. Árið 1930 hafa þrjár V.-ísl. kon- ur getið sér þann orðstýr fyrir ritstörf sín, að þær fá sæti í bók- inni Vestan um haj. Á yfirstand andi tíma gefa hin tvö kvennfé- laga samtök íslenzkra kvenna út ársrit og konur leggja mikið til lesmáls Icelandic Canadian. Þótt konur hafi ekki og muni sennilega aldrei gefa sig eins mikið að ritstörfum eins og karl- menn, þá er ekki þar með sagt að þær séu eftirbátar þeirra í því að hugsa fagrar hugsanir og klæða þær í viðeigandi búning. Móðirin, sem hefir alið upp barn sitt þannig, að það verður að hraustum, göfugum og menntuð um manni, hefir gert meira en en að yrkja fögur ljóð. Húsmóð- irin sem hefir skapað fagurt og friðsælt heimili, oft af litlum efnum, hefir afkastað meiru en að skrifa skáldsögu. Móðurleg umhyggja hinnar góðu húsmóð- ur fyrir þeim, sem minnimáttar eru og bágt eiga, er fegurri og lærdómsríkari en nokkur blaða- grein. Allir þeir, er lifa göfugu lífi, eru með athöfnum sínum að yrkja fögur ljóð. Störf húsmóðurinnar eru unn- in í kyrrþey og láta lítið yfir sér; það lætur heldur ekki mikið yfir sér hið undursamlega, fagra og spaklega ljóð eftir Sigurð Jónsson, sem helgað er þessu viðkvæma nafni — hús- móðirin. Hamingjuóskir til LÖGBERGS á sextíu ára afmælinu 1888 - 1948 R. E. HELGASON M.D. GLENBORO MANITOBA Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1 888 - 1 948 SIHLI CAf E GIMLI MANITOBA Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1 888 - 1 948 (®. Sc |r. Caslj jitcrre General Merchants LUNDAR MANITOBA Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 North American Lumber & Supply Company, Límited F. L. BISHOP, Manager Lumber Dept. L. G. CURTIS, Manager Hardware Dept. SELKIRK MANITOBA GOLFBORGIN Golf-samband Bandaríkjanna tilkynti nýlega að það hefði gert ýmsar breytingar á leikreglum í golfi. En þá kom heldur en ekki hljóð úr horni. Allir íbúarnir í þorpi nokkuru, sem heitir St. Andrews, og er á austur strönd Skotlands, risu upp sem einn maður og mótmæltu þessu kröftuglega. Ástæðan er sú að golfleikurinn var fundinn upp í St. Andrews fyrir 500 érum og þar voru fyrstu leikreglurnar settar. Allar breyt- ingar, sem á þeim hafa verið gerðar síðan, hafa verið gerðar í St. Andrews og öll golffélög um víðan heim tóku þær breytingar upp. Það þótti svo sem sjálfsagt að þeir í St. Andrews hefði einka- rétt á því að fyrirskipa leikregl- urnar. Þangað til nú að golf- menn í Bandaríkjunum þykjast geta sagt fyrir um það hvernig leikreglurnar eigi að vera! Er ekki von að þeim í St. Andrews sárni? Ameríkumenn eru að reyna að breyta leikreglunum þannig að leikurinn hafi æsandi áhrif á á- horfendur, segja þeir. En þetta er á móti eðli golflistarinnar. Leikurinn er fyrir þá, sem iðka hann, en ekki fyrir áhorfendur. Alt er komið undir drengilegum leik. Þegar þeir í St. Andrews tala um golf, þá gera þeir það af hrifningu og metnaði. Því að það er eigi aðeins að þorpið sé vagga golflistarinnar, heldur lifir það svo að seja á henni. Þar eru nú um 8000 íbúar, en allan þann tíma, sem hægt er að leika golf, eru þar hálfu fleiri menn, því að þangað sækja áhugamenn um golf úr öllum álfum heims. Hver einasti þorpsbúi, karlar, konur og börn, leika golf. — Börnunum er kent það um leið og þau læra að ganga. í öllum búðargluggum ber mest á golfútbúnaði. Gisti- húsin eru sniðin til þess að taka á móti golfleikurum og í göngum þeirra og anddyrum verður varla þverfótað fyrir kylfum og knött- um. Margir stórir golfvellir eru þarna og fram að þessu hafa allir þorpsbúar fengið að æfa sig þar ókeypis. Og þeir þykjast ekki halda heilsu nema þeir æfi sig á hverjum degi, það er að segja virkum degi, því að á sunnudög- um er bannað að leika. En þá ganga menn fram og aftur um golfvellina með golfpoka sína á bakinu. Þeim finst þeir ekki vera fullklæddir nema kylfupokinn sé með. Þeim er jafn eðlilegt að bera hann eins og skólasveinum að bera kensulbækur. Kaupmennirnir í St. Andrews hafa einkennilega verzlunarsiði. í hvert skifti sem kappleikur er haldinn — og það er oft — þá loka þeir búðum sínum og draga fyrir gluggana. Engum dettur í hug að verzla meðan á kappleik stendur. Þá eru allir að horfa á leikinn — kaupmennirnir og búðarþjónarnir, eins og aðrir. Hinn núverandi golfmeistari í St. Andrews heitir Wilbie Auch- terlonie. Hann er nú 74 ára að aldri. “Menn verða aldrei of gamlir til þess að leika golf”, er viðkvæðið þar. Meðan á stríðinu stóð lögðust þó golfleikarnir í St. Andrews alveg niður. Menn voru hrædd- ir um að þýzkar svifflugur mundu nota vellina sem lend- ingarstöðvar, og þess vegna vorr reknir niður í þá staurar hingað þar sem kappleikar voru áður þreyttir. En nú hafa vellirnir verið opnaðir að nýju. Þorpið er fult af aðkomumönnum og gistihúsin eru full af fólki að nýju. Og þorpsbúar eru kátir út af því að fá svo marga gesti, því að í raun og veru lifa þeir á aðkomumönnunum.—Lesbók. vildi ekki koma innfyrir meðan eg biði.” Nú hefir frúin í mörgu að snú- ast, miklar bréfaskriftir og þarf oft að vera viðstödd við hátíðleg tækifæri og halda veislur. En um helgar fara þau hjónni altaf til “Chequers”, sveitabústaðar forsætisráðherrans. Frú Attlee hefir mjög gaman af að koma á þingið þegar fyrirspurnartími er þar. Attlee er 63 ára gamall og hefir setið á þingi síðan 1922 fyr- ir Limehouse-kjördæmi. í stjórn MacDonalds var hann vara-her- málaráðherra 1934, en síðan 1935 hefir hann verið formaður þing- flokks verkamannaflokksins. — Hann er lögfræðingur frá Ox- ford-háskóla og gegndi um hríð málaflutningsstörfum áður en hann fór að gegna opinberum embættum.—Fálkinn. Olympsleikj af áninn sem gert var ráð fyrir að hefði glatast er Berlín gafst upp, hefir nú fundist, óskemdur, og vérið sendur Olympsnefndinni í Sviss, sem sendir hann áfram til enska íþróttasambandsnis, er sér um leikinn á næsta ári. Fáninn hef- ir verið geymdur í Berlín síðan á síðustu Olympsleikjum, 1936. En enginn vissi hvar hann var, uns hann fanst í geymsluhólfi eins bankans í borginni. ♦ Bandarískar flugvélar af móð- urskipum skutu niður 6,184 flug- vélar í síðustu heimsstyrjöld. — Bandaríkin mistu af þeim flug- vélum 452. ♦ Dánartalan í Ástralíu var á s. 1. ári 28.62 af hverjum 1000 íbúum. Er það lægsta dánartala landsins til þessa. ATTLEE- ER HEIMAKÆR Þegar æðsti ráðunautur Breta- konungs Clement Richard Att- lee kemur heim til sín eftir dags- ins erfiði og sest inn í stofu á efstu hæð í Downing Street 10, fer hann að ráða krossgátur eða hann les upphátt fyrir fjölskyld- una. Því að hann er fyrirmynd- ar heimilisfaðir. Það var skömmu fyrir silfur- brúðkaup hans sem blaðamaður frá United Press hemisótti hann. Úr glugganum sá yfir “Horse Guards Parade” og í stofunni er mikið af blómum og myndir á veggjunum. Þar er Truman for- seti í silfurramma, stór mynd af George VI. og á útvarpstækinu er mynd af Attlee sjálfum. Ibúð- in er ekki stór og verður að ganga upp þrjá stiga til að kom- ast þangað og síðan um langan gang. Hún er alveg aðskilin frá móttökusölvmum á neðri hæð- unum. Attlee tekur aldrei vinnu heim með sér. Þegar hann er .heima hvílir hann sig og reynir að hugsa ekki neitt um “landsins gagn og nauðsynjar”. Og besta hvíldin er að lesa hátt í bók eða ráða krossátur. Þau hjónin eiga fjögur börn. Janet er elst, 24 ára, pg er að- stoðarstúlka við geðveikrahæli í London. Þá er Felicity, 21 árs. Hún er barnfóstra. Martin er til sjós og ætlar að verða skipstjóri og Alison er 16 ára og gengur á skóla í Salisbury. Áður en Attlee varð forsætis- ráðherra átti hann heima í litlu húsi í Stanmore, í útjaðri Lun- dúnaborgar. Hugsaði frú Attlee þá ein um heimilið og sömuleið- is eftir að maður hennar var orðinn forsætisráðherxa í for- föllum Churchills. En 26. júlí 1945 skifti um, er hún frétti að hún væri orðin for- sætisráðherrafrú eftir hinn mikla kosningasigur Verkamanna- flokksins. “Þá um kvöldið ók eg mann- inum mínum itil Buckingham Palace og honum var falið að mynda nýja stjórn. Eg sat kyrr í bílnum þangað til einhver kom út til mín og spurði hvort eg væri ekki frú Attlee og hvort eg Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 MODERN ELECTRIC W. INDRIDSON, Manager PHONE 356 SELKIRK, MAN. Hamingjuóskir til LÖGBERGS á sextíu ára afmælinu 1888 - 1948 W. A. Kernested ASHERN BARBER iAanitoba Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1 888 - 1948 Crescent Motor Service H. JOHANNSON, Proprietor ARBORG MANITOBA Hamingjuóskir til • LÖGBERGS á sextíu ára afmælinu 1888 - 1948 Lundar Bakery A. V. OLSON LUNDAR MANITOBA Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 Arborg Drug Store ZATOR BROS. ARBORG MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.