Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 6

Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 6
38 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER, 1947 AHUGAMAL IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON “Kona mannsins móðir” Á þessu sextugasta afmæli Logbergs og þriðja afmæli Kvennadálks blaðsins, vil ég nota tækifærið til þess að senda hug- heilar kveðjur til lesenda og votta þeim þakkir fyrir hin mörgu vinsamlegu ummæli um kvennadálkinn, sem honum hef- ir borist síðan hann hóf göngu sína. Þeim, er fundu upp á þeirri nýjung að stofna til kvennadeild ar í blaðinu er mikil ánægja í því, að þessi tilraun skyldi mæl- ast eins vel fyrir og raun er á. Eg er þeim konum sérstaklega þakklát, er hafa lagt til lesmáls deildarinnar. Hinar ágætu grein ar þeirra Kristínar í Watertown, Andreu Johnson, Marju Björns son, Rannveigar K. G. Sigbjörns son og Rannveigar Schmidt hafa verið fræðandi og skemmti- legar og gert þessa'deild blaðsins tilbreytingameiri, heldur en hún annars hefði orðið. Fleiri grein- ar frá þeim, myndu vera vel Hamingjuóskir til LÖGBERGS á sextíu ára afmælinu 1888-1948 B.JOHANNESSON JEWELLERS SELKIRK MANITOBA Hamingjuóskir til LÖGBERGS á sextíu ára afmælinu 1888 • 1948 fee/Upmati Saleá. & £esio4ce GIMLI MANITOBA þegnar, og skemmtilegt væri að fá greinar frá fleiri konum — og körlum líka. Þeir hafa marg- ir sagt mér að þeir lesi ávalt kvennadálkinn og hafi ánægju af því. Eg hefði óskað að geta samið yfirlit yfir það, sem konur hafa ritað í blaðið á þessum 60 árum, en það yrði löng og vandasöm greinargerð og verður því að bíða sjötugasta afmælisins. Kon- ur hafa, af og til, frá byrjun látið Hamingjuóskir til ' LÖGBERGS á sextíu ára afmælinu 1888,- 1948 B & B MEAT MARKET C. BJORNSSON LUNDAR MANITOBA Hamingjuóskir til LÖGBERGS á sextíu ára afmælinu 1 888 - 1 948 <~>Lan)ji)e LOVISA BERGMAN PHONE 21 102 630 NOTRE DAME AVE. nokkuð til sín heyra, enda geta engin þau mál, sem rædd hafa verið í blaðinu, verið konum ó- viðkomandi; öll þau mál, er mannkynið snerta, eru áhugamál kvenna. Á fyrstu árum blaðsins var þó óvanalegt að konur voguðu sér fram á ritvöllinn. Þá ríkti sá hugsunarháttur að konur hefðu annað þarfara að gera en að lesa bækur, og því síður væri það köllun þeirra að taka ♦ ♦ ♦ . ♦ ♦ ♦ Húsmóðirin Við daglega umhyggju alls, fyrir óskir og löngun og þörf að beita sér eins og bezt er unnt og búa’ undir framtíðarstörf, breiða ástúðar yl og ljós yfir allt sitt starfaskeið; slík er húsmóður önn. Hún er allra þjónn og alvöld drottning um leið. Þegar mey gefur manni hönd •bg máttur og ást eru tengd; þegar elskandi hjörtu binda sín bönd í bráð og um ævilengd, þá er heimilisríkið reist. Hún er rós, hún er ljósgjafinn hans og vígir og nærir hinn eilífa eld á altari hjónabands. En verkahringurinn vex og viðkvæmnin djúp og heit. Á móðurskauti hið brosandi barn um blíðuna eina veit. Við móðurbrjóstin það býr og baðast af hjartans yl. Meðan brosið og tárið er barnsins mál því bregst ei, hún kann á því skil. Hún hreyfir heimilið allt. Sem hverfist stjörnur um sól, hver vindur um hana sinn verkahring, hún veitir þar yl og skjól. Og barn og þerna og þjónn, hvert þurfandi bæjarins líf, hjá henni þarfanna fullnægju fær og forsjá, vernd og hlíf. Og gest og gangandi ber að garði, og fram er reitt það allt, sem göfgann og gjafmildan hug fær glatt, að þreyttum sé veitt. En hún, sem stjórnandi stóð við störfin hinn langa dag, hún vakir, þá heimilið hvílist í kyrrð unz komið er öllu í dag. Er sótt herjar grannans garð, sem geigvænum örlögum verst, þá réttir hún þangað hjálpandi hönd, sem húsmóðir önnur berst við sjúkdóm, sorgir og skort. Ef sigur ei vinnst við það, v gengur móðirin áður svo önnum þrengd, þar öðrum í móður stað. Er sigur á sólheitan dag, slær silfurblæ lokkana á, og ró býr og festa í fasi og svip, en friðarmildi um brá. Og æskunnar óróa blóð og æskan með fljótræðis brek til hennar sækir sitt hald og traust og huggun, ráð og þrek. Við daglega umhyggju alls fyrir óskir, löngun og þörf hún beitir sér eins og bezt er unnt og býr undir framtíðar störf. Hún vinnur sín verk í kyrrð, hún vinnur þau löngum duld. Við hana eru allir að endi dags — allir í þakkarskuld! Sigurður Jónsson. ♦ r Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 Sargent Florists 739 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. sér penna í hönd og láta í ljós sjálfstæðar hugsanir. í fallegri smágrein, er Dr. Sig- urður Nordal skrifar um fóstru sína látna, minnist hann aldar- háttarins á uppeldisárum henn- ar á þennan hátt: “Hún — fóstra hennar — unni vafalaust fóstur- dóttur sinni mjög og vildi henni gott eitt, en hún var ströng kona, vinnuhörð og fastheldin við þær skoðanir um verksvið kvennfólksins, sem hún var alin upp við. Á efri árum sínum sá hún eina af vinnukonum fóstur- dóttur sinnar sitja og lesa í Passíusálmunum. Hún greip bók ina af henni og varð þetta að orði: “Láttu engan mann sjá þennan ósóma til þín”. Það var ekki af því að hún hefði ímug- ust á sálmunum. Hún var guð- hrædd kona. En henni þótti ós- vinna að sjá kvennfólk lesa bók. Sennilega hefir minna borið á þessum hugsunarhætti á Islandi, um það leyti að vesturferðirnir hófust, enda hefir þetta atvik þótt í frásögu færandi, vegna þess að það þótti óvanalegt, jafn- vel fyrir það tímabil. Eg man eftir mörgum landnámskonum, sem voru mjög bókhneigðar. Þó þær hefðu lítinn tíma til að liggja í bókum að staðaldri, þá tóku þær sér oft bók í hönd og lásu þá sér til gagns; flestar virt- ust stálminnugar á það, sem þær höfðu lesið. Ekki eru margir áratugir síð- an að ég, í fyrsta sinn, hlýddi á konur flytja ræður opinberlega; voru það tvær konur er kapp- ræddu. Kappræðuefnið var vita- skuld, jafnrétti kvenna. — Þetta tiltæki þeirra þótti næsta furðu- legt og jafnvel hneykslanlegt í augum hinna afturhaldssömustu í byggðinni. Meðan þessi alda- Frh. á næstu bls. Hamingjuóskir til LÖGBERGS á sextíu ára afmælinu 1 888 - 1 948 Sargent BicycleWorks 675 SARGENT AVE. WINNIPEG. MAN. Hamingjuóskir til LÖGBERGS á sextíu ára afmælinu 1888 - 1948 Riverton Co-op. Creamery Ass’n. Limited RIVERTON MANITOBA JULIUS MAASS, Manager Congratulations to LOGBERG on its sixtieth anniversary 1888 1948 From The MetropolitanTheatre 285 Donald St. Winnipeg, Man. A Famous Players Theatre -----.-----------------------— Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 Maryland & Sargent Service Station Cor. MARYLAND and SARGENT PHONE 37 553

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.