Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 3

Lögberg - 13.11.1947, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER, 1947 35 vér höfum viljað koma í fram- kvæmd, og 'myndi seint hafa náðst samtök um þau út um byggðir vorar, ef blöðin hefðu eigi verið fyrir hendi. — Hafa þau einnig stórum og á margan hátt stutt að því að halda vak- andi þjóðernisvitundinni, að ó- gleymdu því mikilvæga atriði, hvers virði það hefir verið fyrir viðhald íslenzks máls vestan hafs, að blöðin hafa barið að dyr um þúsunda íslenzkra heimila viku hverja, en eigi gerist þörf að fjölyrða um það, hve nátengd tungan og þjóðernisvitundin eru. Ennfremur hafa vestur-ís- lenzku vikublöðin eigi unnið ó- merkilegt verk í þá átt að varð- veita þjóðernisvitundina og bók- menntahneigðina, með því að flytja lesendum sínum á liðnum áratugum mjög margt af því feg- ursta og verðmætasta, sem rit- að hefir verið í óbundnu máli eða ort á íslenzka tungu vestan hafs. í því hefir einnig falist bæði varðveizla menningarerfðanna íslenzku og hvatning þeim öllum, sem fengist hafa við bókmennta leg störf vor á meðal að ein- hverju leyti. Er hér því um að ræða, þegar alls er gætt, sérstak lega mikilvæga hlið á starfsemi vestur-íslenzku blaðanna, bein- an skerf þeirra til bókmennta og menningar. Og sannfærður er ég um það, að drjúgum hefði orðið fátæklegra um að litast í vestur- íslenzkum bókmenntagróðri — þó hvergi nærri sé allt kjarn- gresi eða góðgresi á akrinum þeim — ef dálkar blaðanna hefðu eigi staðið opnir þeim, er við rit- störf hafa fengist. Þeir myndu miklu fremur hafa trénast upp í þeirri viðleitni sinni, ef eigi hefði verið í skjól blaðanna að venda um að koma kvæðum þeirra, sög um eða öðrum ritsmíðum fyrir sjónir almennings. Vestur-íslenzku vikublöðin hafa einnig áreiðanlega glætt þjóðernismeðvitund vor íslend- inga hér í álfu, með fréttum sín- Arnaðar óskir til blaðsins Lögbergs á Sextugasta aldurs afmæli þess. Að efla þekking drengskap og dug, er þarft og göfugt starf. Það er ósk vor að hinir mörgu íslenzku viðskifta vinir vorir, og allir íslendingar, megi sem lengst að því verki vinna. SÍMI 98 511 THE WINNIPEG PAINT & GLASS CO. LIMITED Selja alt sem til bygginga heyrir 179 Notre Dame Ave. East Winnipeg, Canada Þegar Jólin koma F¥RIR nærri tvö þúsund árum síðan — á hinni fyrstu jólanótt—boðaði blik Betlehems stjörnunnar hinn dýrðlegasta viðburð í sögu mannanna. Vitringarnir þrfr biðu á verði, trúfastir. Trúin í hjörtum mannanna þá nótt var fölskvalaus — ósigrandi. Látum oss endurvekja þá trú, svo menn allra þjóða geti sameinast í að leggaja varan- legan friðargrundvöll. KRISTILEGAR HUGSANIR BORNAR FRAM AF VINI. Sagnakver sr. Skúla Gíslasonar í útgáfu próf. Sigurðar Nordals Það telst jafnan til bókmenta- viðburða, er bók kemur á mark- aðinn frá dr. Sigurði Nordal, prófessor. Innan fárra daga koma Þjóðsögur Skúla Gíslasonar frá Breiðabólsstað, sem próf. Sig- urður Nordal hefir tekið saman. Það er alment viðurkent af fræði- og bókamönnum, að eng- inn var jafningi Skúla við að skrá sögur og sagnir er alþýðan hafði á vörum sínum, þó ekki sé meira nefnt, sem dæmi, en sag- an um Galdra-Loft, sem Skúli hefir gætt slíkum lífskrafti, að hún er líkleg til að lifa meðan ís- lenzka er töluð. Prófessor Sigurður skrifar ítarlegan formála að bókinni og segir þar m. a.: Þegar eg var að leita sýnishorna úr þjóðsögum í íslenzka lestrarbók, 1924, rifjað- ist þetta enn upp fyrir mér. Af 10 sögum, sem eg valdi að lok- um, voru 4 skrásettir af séra Skúla, og hafði mig langað til að taka fleiri af sögum hans, þótt úr miklu og góðu eftir aðra menn væri líka að velja. Þá kom það og fyrir, að mér virtist við nánari athugun, ein setning í sögunni um Andarímur og Hallgríms- rímur, vera lokleysa. Eg vissi, að frumhandritið mundi vera til. Þar voru í einu lagi sögur þær, sem séra Skúli hafði sent Jóni Árnasyni. Lokleysan reyndist ekki annað, en afleit prentvilla, sem auðgert var að leiðrétta. En eg átti bágt með að slíta mig frá kverinu og skildist við það ein- ráðinn í því, að koma því ein- hvern tíma á prent í heilu líki. Sá ásetningur hefir verið geymd- ur, en ekki gleymdur. Og nú hefi fengið að tóra svo lengi und- ir guðsþolinmæði, að úr því hefir orðið, þótt dregist hafi þetta á langinn”. Séra Skúli á Breiðabólsstað, var engu að síður víðkunnur prestur en fræðimaður, eins og segir í ævisögukafla próf. Nor- dals um Skúla, en þar segir Nor- dai á þessa leið: Skúli Gíslason var tvímæla- laust einn af mestu skörungum íslenzkrar prestastéttar um sína daga, lærður guðfræðingur, skyldurækinn og röggsamur í embætti og annálaður kennimað- ur. Einkum urðu margar útfara- ræður hans mönnum minnisstæð- ár, og það var við eitt slíkt tæki- færi, sem sér-a Birni Þorvalds- syni í Holti undir Eyjafjöllum varð að orði: “Mikið er að nokk- ur maður skuli vera prestur nema hann séra Skúli”. Hann var óhvikull í rétttrúnaði, svo sem Matthías kvað: Var trúlyndur sá er tísku smáði hvanngrænn kvistur Krists' í lundi. Og hann var í ræðum sínum sem annars hispurslaus, hrein- skilinn og berorður, svo að fólki þótti stundum nóg um. En allir sem til hans þektu, vissu vel, að “hans náttúra var miklu betri en stór orð”, eins og Jón lærði kvað að orði um Staðarhóls-Pál. I bókinni eru alls nokkuð á annað hundrað sögur. Er útgáfa próf. Nordal hin fegursta og vandaðasta á allan hátt. — Hall- dór Pjeturss., teiknari, hefir gert fjölda af heilsíðumyndum í bók- ina, en útgefandi er Helgafell. —Mbl. 14. sept. um og frásögnum um menn og konur af vorum stofni, hvort heldur er af eldri eða yngri kyn- slóðinni, sem skarað hafa fram úr á einhverju sviði eða unnið sér á annan hátt til frægðar og varpað ljóma á ættstofninn. En það er heilbrigð sjálfsvirðing að fagna yfir slíkum afrekum. Og hafi það, eins og örn skáld segir eflaust réttilega, gefið metnaði heimaþjóðarinnar flugfjaðrir, að frétta um dug og dáð frændanna hérlendis, þá ætti það eigi síður að gefa heilskyggnum metnaði sjálfra vor byr undir vængi. — Megum vér í því sambandi vel minnast orða Stephans G. Stephanssonar: “Og orð þín þarf hér eggjansterk, því oss er skipað mikið verk: við fósturlandsins frægðarstarf, með föðurlandsins sæmd í arf, af höndum inna æviþraut með alþjóð fyrir keppinaut”. Skerfur sá, sem vestur-ís- lenzku vikublöðin hafa lagt til íslenzkrar þjóðræknis- og menn- ingarviðleitni hér í álfu, er því auðsjáanlega harla margþættur og víðtækur, þó að fljótt hafi orðið að fara yfir sögu. Hafa blöðin einnig og ritstjórár þeirra, löngum verið ótrauðir málsvar- ar íslands og íslenzku þjóðarinn- ar. Alkunnugt er það, hversu skeleggur núverandi ritstjóri Lögbergs hefir reynst í þeim efnum, og er ástæða til að víkja að því nánar annars staðar í af- mælisblaði þessu. Má hið sama segja um konu hans, frú Ingi- björgu Jónsson, eins og ræður hennar og greinar í kvennadeild hennar í blaðinu bera fagurt vitni. En svo horfið sé aftur að gildi vestur-íslenzku vikublaðanna fyrir þjóðræknisstarfsemina í heild sinni hér vestra, þá myndi sú viðleitni fljótt standa æði höllum fæti, ef þeirra missti við; gegnir sama máli um alla ís- lenzka, félagslega viðleitni vora, hverju nafni, sem hún nefnist, því að hún grundvallast jafnan á samtökum og samvinnu að einhverju marki, sem því aðeins verður náð, að unnt sé að sam- stilla hugi manna um áhugamál- in. Minnugir þess, ættum vér að stuðla að því með öllu móti, að vestur-íslenzku vikublöðin eigi sem lengst líf fyrir höndum, því að tilvera vor, sem þjóðernislegr ar heildar, innan þess þjóðfélags sem vér erum hluti af, er drjúg- um undir því komin, að blöðin haldi áfram að tengja oss stofn- þjóð vorri og sameina oss inn- byrðis hér í dreifingunni. Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 Karsin Radio Electric KARSIN BROS., Proprietors ARBORG MANITOBA Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1888 - 1948 STAR GARAGE PHONE 149 SELKIRK, MAN. Congratulations to LÖGBERG on its sixtieth anniversary 1 888 - 1 948 J. D. FOODS 861 Sargenl Ave. Phone 22 169 Cor. Sargent and Lipton ííinlœg ar árnaðar oskir til Lögbergs á sextíu ára afmœli þess Á MENNINGAR OG ÞRÓUNAR BRAUT ÍSLENDINGA í ÁLFU ÞESSARI. THOMAS JORDAN Go+UsiactoA. HENSEL NORTH DAKOTA Stóriðjuhöldur og samverkamaður fslendinga í North Dakota

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.