Lögberg - 29.01.1948, Blaðsíða 2

Lögberg - 29.01.1948, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. JANÚAR, 1948 Æfintý ri hjúkrunarkonunnar Togaraslrandið við Látrabjarg: Tólf mönnum bjargað fyrir einstakan fræknleik og hugprýði Um 30 manns unnu að björguninni á þriðja sólarhring Erlendur Guðmundsson þýddi. Við höfðum haft afar mikið að gera á sjúkrahúsinu, jafnt nætur sem daga. Veturinn hafði verið harður og langur og sem oft áð- ur, skilið eftir hungur og sjúk- dóma, svo sjúkrahúsið var ofhlað ið. Ofan á þetta bættust svo marg vísleg slys, sem jók á erfiðleik- ana. Kvöld nokkurt varð ég að fara yfir garðin til að sækja meðöl handa tveimur sjúklingum, í lyfjabúð sjúkrahússins. Þegar ég hafði fengið lyfin, sneri ég aftur sömu leið og hlakk aði til að vera laus við vinnu næstu nótt. Þegar ég kom heim hitti ég hjúkrunarkonu, sem vann í sömu sjúkradeild sem ég, hún stóð þar hjá tveim konum, grét önnur þeirra beizklega. “Æ, kæra Minni”, sagði hún. “Þetta er Mrs. Hooper, kona mannsins, sem lézt í morgun, hún mælist til þess að fá að sjá líkið. — Eg veit að þér eruð laus við vinnu í kvöld, en gerið mér þann greiða, að koma með mér til líkstofunnar. Nú samstundis hefir verið komið með mann fótbrotinn og qg verð að aðstoða læknirinn”. Eg kvaðst fús að verða við ósk hennar og gekk til dyravarðar- ins, til þess að fá lykilinn að lík- stofunni. Það var gremja í hon- um, því hann þóttist verða fyrir ónæði svona seint, en fór þó með okkur eigi að síður, og hélt á ljós beranum og lyklinum, svo sem var skylda hans. Eg gaf því engann gaum, þótt hann fitjaði upp á sig, en veitti vesalings konunni þeim mun meiri eftirtekt. Hún lýsti fyrir mér, hversu góður og útsjóna; samur hann hefði verið og hve framtíðin yrði raunaleg og kjör- in hörð. Við komum að dyrunum, dyra- gætir kveikti á ljósberanum og gekk inn, hann ætlaði að flytja líkið úr líkgeymslunni inn í kapelluna, þar sem ættingjar og vinir gætu séð líkið fyrir jarðar förina. Þetta var auðunnið, með því hverjar líkbörur voru á völt um, sem hann aðeins þurfti að ýta á undan sér. Að þessu afstöðnu lauk hann upp dyrunum og við gengum inn. Kapellan var skreytt nýjum hvítum rósum. Dyragætir lagaði ljósið á ljós- beranum, er lýsti dauflega, en ég fór með konunum þangað sem líkið var og lyfti upp líkblæj- unni. Konurnar voru svo gagntekn- ar af harmi og meðaumkun, að þær veittu mér enga eftirtekt og með því ég hafði í huganum lík af ungbarni inni í líkstofunni, er daginn áður hafði andast í faðmi mínum, gekk ég inn þangað, til að líta á það í síðasta sinni. Eg leitaði og fann það, kysti það á ennið, gekk svo inn í lík- sýningarstofuna sem nýlega hafði verið endurbætt, og ég ekki séð fyr. Eg var svo að reika þar inni og lýsti með ljósberanum upp um hvíta, nýmálaða vegg- ina, þá heyrði ég að hurð var skellt aftur. Þó í svipinn vissi ég ekki til hlýtar hvar það var, en þó setti að mér megna hræðslu og flýtti mér til kapellunnar, en það var um seinan, slgabrandur var fallinn að hurðinni og allt var sokkið í svarta myrkur. • Samstundis skildi ég hvað fyr- ir hafði komið; dyragætirinn hélt að é ghefði ætlað sér að sjá um konumar, því hefði hann fylgt þeim út, slökkt á ljósber- anum og slagbrandað dyrnar. Það var hræðilegt. Eg barði með hnúum og hnefum, öskraði og æpti af öllu magni ,en það var enn hræðilegra en kæfandi þögnin. Því holhljóðið í veggjun um blandaðist saman og fram- leiddu svo ónotalegt bergmál eins og veggirnir vildu hæðast að örvæntingu minni. Eg féll á bæði kné mín og fól andlitið í höndum mér. Bygging þessi stóð talsverðan spöl frá öðrum húsum, og niður vindsins kæfðu hljóð mín svo þau heyrðust ekki. Þegar ég svo hugsaði um, hversu bergmálið léti illa í eyrum, áræddi ég ekki að halda ópunum áfram. Það var einning áreiðanlegt að eng- inn saknaði mín, því ég var laus við skylduvinnu þessa nótt, og allir héldu ég svæfi í herbergi mínu. Hvað átti ég að gera og hvað gat ég gjört? Mér fannst það ó- gerningur að dvelja þarna alla nóttina. Þeir, sem þekktu mig, á- litu mig kjarkmesta af öllum hjúkrunarkonurium, og mig minnir að ég léti það í ljós að ég yrði aldrei hrædd, en mér hafði aldrei komið í hug jafn hræði- legt ástand ástand sem það, að dvelja hjá þeim dánu yfir nótt. Loksins herti ég upp hugann, svo mér tókst að virða fyrir mér kringumstæðurnar. Hversu eru þeir ekki hamingjusamir sem í þrautum og þjáningum falla í yfirlið, og koma fyrst til sjálfs sín þá hættan er afstaðinn, að- eins ég gæti lagt mig niður á gólfið og sofnað, og jafnvel þó ég ætti enga von til að vakna aftur, þá kysi ég það fremur en að ala aldur minn yfir nóttina hjá lík- unum í líkstofunni. Eg leit eftir ljósberanum, gisk- aði mér til, hversu lengi lifði á honum, og hvort það entist alla nóttina; mér varð litið þangað er lág maður sorgmæddu konunn- ar, og mér flaug í hug að ýta bör- unum inn í stóru líkstofuna, en þar var dimmt og læsti svo hurð- inni á eftir mér. Eftir það var ég þó ein í kapellunni, hnipraði mig þar í eitt hornið, vafði um mig sjalið, og lét ljósberann standa við hlið mér. Til þess að gleyma ástandinu, fór ég að leita að einhverju skemmtilegu að hugsa um, en rakst ekki á neitt. Jafnvel hugs- unin um sumarleyfið er ég ætlaði að njóta úti á landinu, varð ekki að liði. Augun leituðu stöðugt dyranna, eyrun voru stöðugt til- búin að taka á móti hverju hljóði. Eg var lokuð úti frá heiminum. Fram er komið á Alþingi, svo sem Vísir hefir skýrt frá, frumvarp, sem flulí er af Pétri Ottensen, um það að reist verði 5000 mála síldar- verksmiðja á Akranesi. Skal byggingunni lokið fyrir 1. október 1948 í greinargerðinni fyrir frum- varpinu segir svo: Síldveiðarnar í innanverðum Faxaflóa á þessu og síðastliðnu ári hafa komið róti á hugi manna. Er það ekki að undra, að slík uppgripaveiði uppi í land- steinum hefir orðið útgerðar- mönnum og sjómönnum s t e r k hvöt og uppörvun til þess að koma bátaflotanum á veiðar. Hafa veiðar þessar, hvað afla- feng snertir, borið mjög glæsi- legan árangur. En það, sem á skortir, að þessi dýrmæti veiði- fengur geti orðið landsmönnum að þeim notum, sem efni standa til, eru erfiðleikar þeir, sem við er að stríða um hagnýtingu a f 1 a n s hér við Faxaflóa. Hér vantar alveg síldarbræðsluverk- smiðju. Eina úrlausnin í þessu efni hér er hagnýting á lýsis- o g fiskimjölsverksmiðjunni á Akranesi til síldarvinnslu. Síld- arbræðsla í þessari verksmiðju hefir gengið ágæta vel, en afköst hennar eru svo lítil, að það nær skammt til þess að vinna úr hinu mikla aflamagni. Svo er það með þessa verksmiðjur, sem nú er verið að reisa við Faxaflóa, að þær eru reistar fyrst og fremst Skyldi qg lifa af nóttina? Það var grimmdarlegt að enginn skyldi verða til að ljúka upp fyr- ir mér. Hvað var þetta? Það var stóra klukkan við innganginn og enn var löng stund til miðnættis. Ekki get ég dæmt um hvort ég sofnaði eður ekki, en er ég stóð upp úr einhverju móki, fundust mér liðnir margir klukkutímar. í staðinn fyrir daufa ljósið frá ljósberanum, skein nú glóbjart tunglskinið, og mér var hroll- kalt. Samt fannst mér að eitt- hvað annað en tunglskinið og kuldinn hafa vakið mig, en ég vissi ekki hvað það var, en ég vissi að ég hafði legið í svefn- móki marga klukkutíma. En hvað var þetta? Eg heyrði hljóðstunu, úr líkstofunni. — Eg hné aftur ofan í hornið, gagntek- in af skelfingu. Svo varð þögn, en svo kom aftur stuna og and- varp. Eg hlustaði og var sem á nálum. Það var ekkert drauga- legt við þetta og líkast því að það kæmi frá mannlegri veru sem þjáðist. Þegar ég hafði komist að þessari niðurstöðu, var hugrekki mitt komið aftur. Eg stóð upp, tók ljósberann og hugs aði um það er fyrir augum kynni að bera er ég kæmi inn í líkstof- una; gat það verið einhver af verkafólkinu sem lokað hafði verið inni sem ég, eða hvað gat það verið? Eg lauk svo upp hurðinni og rýndi inn í svart myrkrið í lík- stofunni, þar heyrðist engin stuna og var í vafa um, hvort ég skyldi snúa mqr, en þá heyrði ég veikt hljóð og gekk þangað hljóð lega. Eg lýsti allt 1 kring með ljósberanum, en sá í byrjun ekk- ert. — Mikil skelfing! Þá hreyfðist ein líkblæjan, hún var breidd yfir lík sem lág á steinborði. Eg færði blæjuna til hliðar, og tvö augu störðu á mig. Hversu lengi ég stóð þar, veit ég ekki og verður aldrei skýrt. Loks rak líkið upp titrandi and- varp, það snerti mig sem raf- magnsstraumur. Þar var þó sýni- legt lífsmark og ég tók þá ná- köldu hönd í lófa mína. til lýsisbræðslu og fiskimjöls- vinnslu og eru bundnar við þá vinnslu frá áramótum og til vetr- arvertíðarloka. Á því tímabili geta þær ekki sinnt síldarbræð- slu, það samræmist ekki því höf- uðviðfangsefni, sem þeim er ætl- að að inna af hendi í sambandi við þorskveiðarnar. Svo bætist það hér við, að alla tækni skortir gersamlega við affermingu síld- arinnar. Það ráðið, sem grípa hefir orðið til, til þess að gera allan síldarfenginn verðmætan, er að senda síldina til Siglufjarð- ar og bræða hana þar. Þetta er vandræðaráðstöfun, sem er bæði mjög kostnaðarsöm o g hefir valdið miklum töfum við afgreið- slu veiðiskipanna. Hefir mikil veiði farið forgörðum af þessum sökum. Þetta ástand er því eng- an veginn við hlítandi. Eigi verð- ur tölum talið það tjón, sem þjóð- in hefir beðið við það þessi tvö veiðitímabil, a ð engin síldar bræðsluversmiðja er við Faxa- flóa. Með þessu frv. er lagt til, að reist verði á Akranesi 5000 mála síldarvesksmiðja með fullkom- num útbúnaði, þróm og fljótvirk- um löndunartækjum. Ráð er fyrir því gert, að kost- að verði kapps um að hafa verk- smiðjuna fullbúna fyrir næsta haust. Með tilliti til þeirra erfið- leika, sem nú eru á því að útvega vélar, má á það benda, að norður á Siglufirði eru nú geymdar nýj- Verið óhræddur sagði ég í svo stiltum róm en nokkru sinni áð- ur. Eg geri fyrir þig alt hvað ég get, og tók af mér sjalið og sveip aði hann í svo sem þann er vakn- ar upp frá dauðum, mátti það sín mikils, því það var þykkt ullarsjal. f Aðeins að það drægist ekki lengi að einhver kæmi, og ég gæti borgið lífi hans til þess tíma. “Hvar er ég?” spurði hann loksins og leit undrandi í kring- um sig. Eg þorði ekki, eins og nú stóð á, að segja honum eins og var, en sagði að hann væri á sjúkra- húsinu og myndi brátt koma til heilsu. Hann sagðist hafa gengið langa dagleið í mikilli ófærð og orðið svo þreyttur, að hann hefði neyðst til að setjast fyrir, þótt hann vissi að slíkt var hin mesta hætta, ef hann sofnaði. “Það er undur að ég skyldi bjargast”, sagði hann. — Eg þagði. Eftir þetta leið tíminn hraðara en ég hafði hugboð um. Mér til undrunar slóg kl. 6 og þá byrpaði vinnan á sjúkrahúsinu. Mín yrði saknað og farið að leita. Mér var ákaflega kalt og ég var veik. Nú gat heldur ekki lið ið langur tími til þess okkur yrði bjargað. Þeim hlyti að detta í hug að leita í líkgeymslustof- unni. Margskonar hugsanir þyrl uðust í gegnum huga minn. Eg var í einskonar óráði. Loksins heyrði ég að lyklinum var snúið í skránni og einhver sagði: “Nei, hér getur hún ekki verið, dyragætir”. Það snerist allt í hring fyrir mér, ég hvorki sá né heyrði fleira. — Eg lá veik í margar vikur eftir þessa nótt. Mér var hjúkrað enkar vel og allir hrós- uðu stillingu minni í þessum hræðilegu kringumstæðum. Mér var sagt að maður sá, sem vakt- ur var upp af skyndauða, hefði náð sér og þóttist standa í mik- illi þakkarskuld við mig. Atburður þessi vakti mikla eftirtekt, og gaf efni í mikið um- tal um “stöðvaðan andardrátt”. “Það voruð þér sem björguðuð lífi hans”, sögðu vinir mínir, hjúkrunarkonurnar; það hefir og maðurinn einnig sagt oft, því ég er konan hans. ar og fullkomnar vélar til síldar- bræðslu með öllu tilheyrandi, sem eru bygðar fyrir 5000 mála afköst á sólarhring. Eru vélar þessar eign Óskars Halldórsson- ar útgerðarmanns, og er engan veginn loku fyrir það skotið, að ríkisstjómin gæti komizt að sam- komulagi við Óskar um kaup á vélum þessum eða að samningar tækjust milli hans og ríkisstjórn- arinnar um byggingu og rekstur verksmiðjunnar á þeim grund- velli, að hann legði til vélarnar. Væri það mikilsverður þáttur í skjótri lausn þessa nauðsynja- máls, að samningar gætu tekizt milli fyrrgreindra aðila um það, að vélar þessar fengjust í þessa fyrirhuguðu verksmiðju v i ð Faxaflóa. Eg hefi valið verksmiðjunni stað á Akranesi. Sá staður liggur mjög vel við með tilliti til veiði- svæðanna í Faxaflóa. Þar er landrými nóg, hafnarbætur hafa verið þar miklar gerðar á undan- förnum árum, og verður þó enn um bætt á næsta sumri. Afgreið- sluskilyrði eru þar því hin æki- legustu. Það verður því tæplega bent á annan stað hér við flóann, sem jafnódýrt og hagstætt sé að setjast að með fyrirtæki þessarar tegundar. Það orkar ekki tvímælis, að hér er um mikið og aðkallandi nauðsynjamál að ræða, sem eng- an veginn má skella skolleryum við. Síldarafurðirnar eru verð- mestu og eftirsóttustu verðmæt- Eitthvert stólfeldasta björg- unarafrek, sem sögur fara af við strendur íslands, átti sér stað, er 12 skipbrotsmönnum var bjarg- að nú um helgina úr brezka togaranum, er strandaði aðfara nótt föstudags fram undan Geld- ingsskorardal nálægt Látra- bjargi. Fréttir af þessari björgun hafa verið að berast annað slagið síð- an togarinn strandaði, en vegna þess, hversu strandstaðurinn er einangraður, hefir ekki verið hægt að fá nákvæmar frásagnir jafnóðum og atvikin hafa átt sér stað. Tíminn átti tal við sýslu- manninn á Patreksfirði í morg- un, og gat hann látið í té hinar fyrstu heildarupplýsingar um björgunina, sem til þessa hafa fengizt. Voru 7 skipbrotsmenn þegar komnir til byggða, en 5 eru nú á Ieiðinni, eftir að hafa verið í tjaldi á bjargbrúninni frá því í gærkveldi. Skipsins leiiað og björgun undirbúin. Það var ekki fyrr en á laugar- dagsmorgun, að björgunarstarf- ið gat hafizt. Allan föstudaginn var flaksins af skipinu leitað og fannst það ekki fyrr en komið var fast að myrkri, svo að ekki var unnt að hefja björgunar- starfið þá. Það voru menn frá Hvallátrum, þeir Hafliði Hall- dórsson og Þórður Jónsson, á- samt fleiri mönnum, sem fyrstir fundu togarann, brugðu þeir við skjótt og söfnuðu að sér liði frá næstu bæjum við strandstaðinn, en hann er langt frá öllum mannabyggðum. Höfðu þeir kom izt á strandstaðinn með nauð- synlegustu björgunartæki snemma á laugardagsmorgun- inn. Björgunin heísi Þar sem skipið strandaði, eru sæbrattir hamrar um 200 metra háir. Á miðri leið niður í fjöru er klettastallur. Urðu björgunar mennirnir að nota handvað til að komast niður á stallinn, en það- an urðu þeir að síga um 80 metra niður í fjöruna. Fjórir menn fóru alla leið niður í fjöru. Voru það þeir Hafliði Halldórsson og Þórður Jónsson á Hvallátrum, Bjarni og Andrés Karlsson í Kollsvík. Höfðu .þeir með sér línu, línubyssu og björgunarstól. Tókst þeim strax að skjóta línu út í togarann, en hann er skorð- aður á réttum kili milli tveggja hleina, um það bil eina skips- lengd frá fjöruborðinu. Vindur var hvass af suðri og rigning, ásamt stórsjó, sem braut yfir skipið öðru hverju og í kringum það. Þrátt fyrir þessa erfiðu aðstæðu tókst að bjarga 12 mönnum úr skipinu á tiltölulega skömmum tíma, en þrír skip- verjar höfðu drukknað, er skip- ið strandaði. Voru það skip- stjóri, stýrimaður og einn háseti. Komizt upp á bjargið Þótt mennirnir væru komnir upp í fjöruna, var erfiðasti þátt- ur björgunarinnar eftir — að koma þeim upp á bjargið. Voru þeir að sjálfsögðu þjakaðir eftir in, sem Islendingar framleiða nú og senda á erlendan markað. Það má því ekki henda okkur í þriðja sinn, þegar slíkur afli berst upp í hendurnar á okkur, að við séum þess vanbúnir að nýta hann til þess ýtrasta. í frv. er ríkisstjórninni veitt heimild til þess að taka allt að 8 millj. kr. lán til þessara fram- kvæmda, og er sú f járhæð miðuð við það, að ríkið standi eitt að byggingu verksmiðjunnar. VlSIR, 25. NÓV. dvölina á skipinu um meira en sólarhrings bil frá því það strandaði, auk þess sem þeir voru óvanir björgum. Varð að draga þá einn og einn í einu með handafli upp á bjargsylluna, sem fyrr er getið, en síðan að hjálpa þeim með aðstoð hand- vaðs af syllunni og alla leið upp, en sú leið er mjög torfarin, m. a. vegna svellalaga, sem þar eru. Varð auðvitað maður að fylgja þeim. Var þetta allt hin mesta karlmennskuraun. Sjö komusl upp á laugardag Alls voru á bjargsyllunni níu menn, sem unnu að því að draga skipbrotsmennina upp þangað. Tókst þeim að ná sjö upp á stallinn á laugardaginn, meðan enn var svo ljóst af degi, að unnt var að athafna sig við björgunina. Um nóttina urðu þeir að láta fyrirberast á stallin- um allir saman, en 5 skipbrots- menn og þrír Islendingar urðu að dvelja í fjörunni. Höfðu þeir ekkert afdrep þar, en eitthvað höfðu þeir fengið af þurrum fötum og matvælum. Mun vistin þar hafa verið þeim öllum held- ur daufleg, þótt skipbrotsmenn irnir væru sloppnir úr bráðasta lífsháskanum. Hjálparleiðangrar villast Á laugardaginn lögðu af stað frá Rauðasandi og Patreksfirði flokkar manna, er höfðu með- ferðis ýmislegar nauðsynjar til aðstoðar björgunarleiðangrinum. En þeir komust ekki á slysstað- inn þá um kvöldið, því að sum- ir villtust af leið, en aðrir gátu ekki haldið áfram ferð sinni vegna svartaþoku, er skall á um það leyti, sem leiðangrarnir fóru af stað, hver frá sínum stað. — Komust fjórir af þessum leið- angursmönnum að Hvallátrum á laugardagskvöld og gistu þar um nóttina. I gær komst aðstoð- arleiðangurinn á slysstaðinn og gat fært þeim, er þar biðu, ýms- ar nauðsynjar, er komu sér vel. Björgun þeirra síðustu í gærdag var öllum bjargað, er á klettasillunni voru, alla leið upp á brún og síaðn farið með þá til byggða. Komust þeir þang- að seint í gærkveldi og mun hafa liðið sæmilega eftir ástæð- um. En að sjálfsögðu voru þeir allþjakaðir eftir svo marghátt- aða hrakninga og vosbúð. Þá var eftir að bjarga þeim 5, sem orðið höfðu að láta fyrirber ast í fjörunni sunnudagsnóttina, ásamt íslendingunum, sem þar voru. Tókst að bjarga þeim öll um upp á efstu brúnina í gær kvöldi, en er það var búið, var orðið svo áliðið, að ráðlegt þótti að bíða morguns, heldur en halda til byggða. Var því gist í tjöldum á bjargbrúninni í nótt. í morgun fóru þeir svo af stað til byggða, og munu því vera um það bil að komast alla leið að Hvallátrum nú eftir hádegið. Óviðjafnanlegt afrek Björgunarafrek þetta er óvið- jafnanlegt. Um 30 manns munu hafa unnið að björguninni næst- um þrjá sólarhringa. Fyrir utan sjálft björgunarstarfið, sem unn- ið var á slysstaðnum, ber líka að minnast alls þess erfiðis, er fjöl- margir aðrir lögðu á sig björg- unarsveitinni til aðstoðar. Eru það mikil og góð laun, sem allir þeir að björguninni unnu, hafa hlotið með því að hinir 12 brezku skipbrotsmenn eru nú allir á lífi við sæmilega líðan. En á slíku virtist svo lítill mögu- leiki, fyrst er skip þeirra strand- aði, að næstum var talið óhugs- andi. Tíminn, 15. des. 5000 mála síldarverksmiðja á Akranesi

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.