Lögberg - 29.01.1948, Blaðsíða 6

Lögberg - 29.01.1948, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIM'i UDAGINN 29. JANÚAR, 1948 VALD MYRKRANNA Eftir DERWENT MIALL J. J. BÍLDFELL, þýddi. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Það er ekki neinum vafa bundið, að Montrose hefði getað framkvæmt þá löngun sína að koma Mulready í burtu að því er til líkamlegra burða hans kom, en konu sinnar vegna stilti hann sig og umbar Mulready með eins mik-- illi hógværð og honum var unt. Eftir alt þá var vera gestsins á heimilinu meira þreytandi fyrir konuna hans, en hann, því eins og Lesbia hafði sagt, þá minti Mulready frúna altaf á sorgaratburð- inn mikla í lífi hennar, og þess vegna vildi hún að Mulready færi sem fyrst í burtu frá Breiðavatni. En hafði hún nokkra aðra ástæðu til þess að óska að hann færi sem fyrst í burtu af heimil- inu? Það var spurningin sem Montrose var altaf að spyrja sjálfan sig að, og grunurinn um það, að þessi ófágaði gest ur hefði náð einhverju valdi yfir konu sinni sem gerði honum mögulegt að fiðra sitt eigið hreiður á hennar kostn- að. Hann vissi, að lögfræðingafélagið Bowles og Mulready var ekki í miklu áliti á meðal þektra lögfræðifélaga í borginni, en samt virtist Mulready hafa nóg fé til að eyða, og tapa, því hann spilaði iðulega fjárhættuspil við menn sem áttu yfir miklu fé að ráða og tap- aði tíðum stór-upphæðum og borgaði þær möglunar- og tafarlaust eins og slíkt væru smámunir einir fyrir hann. “En það er máske fé skjólstæðinga hans sem hann leikur sér þannig með”, hugsaði Montrose. “Það er ekki ólíklegt að hann komist undir hendur laganna. Hann er Hrafn sem er að reyna að vera páfafugl, og við vitum hvernig sá leikur vanalega endar”. Mulready hafði verið tíu daga í heim- sókn sinni á Breiðavatni þegar upp úr sauð. Montrose, sem hafði brugðið sér til bróðurins , að líta eftir veðreiðahesti, er hann átti og verið var að temja með hestur bróður hans, óom heim til sín áður en á honum var von og gekk hvat- lega til lestrarsals síns og opnaði án þess að gjöra vart við sig. “Það er betra barns þíns vegna”, heyrði hann Mulready segja. Montrose gekk snúðugt inn í herbergið. Hér var þá nokkuð sem hann gat fest fingurnar á. Mulready hafði í hótunum við konu hans með óþolandi ribbalda orðum. — Sumir menn verða háværir og hrotta- legir þegar þeim rennur í skap. Mont- rose var ekki- í þeirra tölu. því reiðari sem hann varð, þeim mun kald-rólegri varð hann. Hann gekk rólega þangað sem Mulready sat. Einblíndi Mulready á Montrose og á hestakeyrið sem hann hafði í hendinni, og var ekki laust við að um hann færi geigur ragmennisins. Frú Monrose sat skammt frá Mulready og voru augu hennar tárvot og grát- þrungin. — Þögn, þung og djúp, ríkti í salnum í nokkrar sekúndur. Montrose leit til konu sinnar, og svo á Mulready, og þau öll þrjú sem þar voru inni, fundu til þess að árekstur var óumflýjanlegur. “Hvað er það, sem konunni minni er betra að gjöra barnsins síns vegna?” spurði Montrose í föstum og ákveðnum rómi. — “Eg — var að ráðleggja —”, byrjaði Mulready. “Fyrirgefðu aðdróttunina”, bætti Montrose við. Frú Montrose varp öndinni mæðulega og sagði: “Willie, Willie, gjörðu það mín vegna að segja ekki meira”. Montrose sló keyrinu nokkrúm sinn- um á fót sér og Mulready stóð upp af stólnum sem hann hafði setið á og setti hann fyrir framan sig og greip báðum höndum um bak stólsins. Ástæða hans fyrir þeirri breytingu var auðsæ. Hann óttaðist að Montrose mundi berja sig með keyrinu, og þá mundi stóllinn reyn- ast handhægt vopn til varnar. “Mamble, viltu segja mér hvað þessi maður hefir verið að segja við þig?” spurði Montrose. í stað svars, setti ákafan'grát að frú Montrose og Mulready fór að ókyrrast. “Hundurinn þinn”, mælti Montrose og sneri sér að Mulready, ég skyldi gefa þér ráðningu með keyrinu sem ég held á, ef ég vissi ekki að slíkt varðaði við lög, og að þú mundir nota þér þáð til inn- tekta á einn, eða annan hátt. En eitt get ég gjört og ætla að gjöra og það er, að reka þig út úr húsi mínu samstundis”. “Willie!” stundi frú Montrose upp. — meira gat hún ekki sagt sökum æsingar- ástands þess sem hún var í. Hr. Mulready sem stóð á bak við stól- inn og var orðinn sannfærður um að hann þyrfti ekki að óttast hirtinguna sem honum stóð stuggur af um tíma, herti nú upp hugann og hreytti illkvitn- islega út úr sér: “Húsið þitt, hr. Montrose? Mér hefir skilist að þú værir með það, og alt ann- að, upp á náð konu þinnar kominn. Eg veit ekki hvað það er, sem að ég hefi sagt þér til móðgunar, og þér skal aldrei haldast upp að vaða yfir mig með yfir- gang og óþokka — nei, aldrei skal þér takast það!” Það voru nokkrar fljótar sviftingar. Stóll féll á gólfið og Montrose greip helj- ar taki í hnakkadrambið á Mulredy. — Lögfræöingurinn stimptist við, bölvaði og hótaði, en Montrose rak hann á undan sér eins og fis til dyranna, með grimmilegum ánægjusvip á andlitinu út af hinni ómannborlegu aðstöðu Mul- ready. — Þegar út úr lestrasalnum kom rak hann gest sinn svo að segja í fang- ið á Daniels vínráðsmanni sínum, sem rétt í því að þeir komu út í ganginn fyr- ir utan lestrarsalinn, var að ganga á milli borðstofunnar og eldhússins og sem eðlilega varð ekki lítið forviða á að sjá einn af húsgestunum þannig leikinn af húsbónda sínum. ✓ “Þú þekkir andlitið á þessum þorp- ara, Daniels”, sagði Montrose og hristi höfuð Mulready framan í vínráðsmann- inn, til þess að hann gæti betur munað eftir því. “Gefðu öllum þjónum á heim- ilinu fyrirskpun um að láta hann aldrei koma hér inn fyrir húsdyr síðar”. Án þess að gefa Daniels nokkurt tækifæri til að svara þessari einkenni- legu fyrirskipun nokkru, hélt Montrose ferð sinni áfram og rak Mulready blót- andi og hótandi til dyra kastalans. — Á leið þeirra í gegnum kastalann, urðu tveir þjónar varir við ferð þeirra og Lesbia, sem kom út úr hliðar-herbergi, þegar hún heyrði stimpingarnar, og stundi þungann, er hún sá hvað um var að vera. Þegar út úr dyrum kastalans kom, slepti Montrose takinu á Mulready og mælti: “Farðu! Ef þú kemur hingað aftur, þá húðstrýki ég þig”. Mulready sneri sér að Montrose, öskurauður, og hvæsti: “Þú, umkomulausi alsleysingi, sem þiggur náðarbrauð þitt frá hendi veg- lyndrar konu þinnar —”. Lengra komst málsnild Mulready ekki, því Montrose greip aftur í háls- málið á honum og hratt honum fram af húströppunum, og rétt í því, bar séra Willoughby þar að, og skildi auðvitað ekkert í þessum viðskiftum. Hr. Mulready reis á fætur, lagaði á sér kragann og leit þangað sem fjand- maður hans stóð, öskugrár í framan. “Fyrir þetta skaltu borga, hrópaði hann. “Þú skalt borga”, endurtók hann og steitti hnefann í áttina til Montrose í hinum grimmasta hefndar hug. — Montrose, á meðan að þessu fór fram hafði kallað á eina af þjónum sínum til sín og beðið hann að sækja hatt Mul- ready, sem eftir hafði orðið í bókahlöð- unni og þegar að þjóninn kom með hatt- inn, henti Montrose honum á eftir eig- andanum, sem svo hafði sig á burtu. “Eg var að reka þennan mann í burtu af heimilinu”, mælti Montrose og sneri sér að Willaughby, “fyrir að misbjóða henni dóttur þinni”, en gaf tengdaföður sínum lítið meiri upplýsingar um, hvað fyrir hafði komið. Séra Willoughby var ljóst að hann hefði heimsótt Breiðavatns-fólkið á óhentugum tíma. Kvaddi eftir litla bið og fór. Eftir að hann var farinn fór Montrose á fund konu sinnar sem enn sat inni í lestrasalnum; eftir hálfan klukkutíma kom hann út aftur og bar þá andlit hans vott um geðshræringu, sem honum var mjög ótítt að sýna. Honourable William Montrose leit út eins og maður sem óttinn hefir gripið á vald sitt. IX KAPÍTULI Kórónu-gistihúsið Hr. Mulready gekk ofan stiginn langa, ofan að staðar-hliðinu, og var í hinu versta skapi. Hann bölvaði Montrose biturt, óg hann bar þyngri hug til hans, en hann hafði borið til nokkurs manns áður. Hann hafði síst átt von á slíkri meðferð frá þeim kald- lynda manni sem naumast skifti sér af honum, og sem virtist láta sér lítt við- komandi hvað kona hans aðhafðist á meðan að hún gaf honum næga pen- inga til að vasla með. Þetta hafði því komið Mulready mjög á óvart og hann var sár gramur, og það sem verst var, að hann hafði verið gjörður að athlægi og svívirtur fyrir augum vinnufólksins á Breiða- vatni. Svo hann ásetti sér að hefna sín grimmilega, og að Montrose skyldi fá að sjá eftir þessu frumhlaupi sínu. Hann var enn í æstu skapi er hann gekk út um kastala hliðið og eftir veg- inum fram hjá kirkjunni og til Kórónu gestgjafahússins. Þar bað hann um prívat herbergi og fékk það, og gekk þar fram og aftur um gólf og horfði með starandi augum í kringum sig en sá þó ekkert, ekki einu sinni úttroðna fuglshami á veggjunum, eða myndina af George konungi III., sem þar hékk ásamt mynd af drottningu hans. Hann vissi naumast af sjálfum sér, þar til að þjónn kom inn til hans með skrif- pappír og vatnsglas af brennivíni og sódavatn. Mulready drakk úr brennivínsglas- inu í einum teig og bað um annað. — Þegar þjónninn færði honum það, sett- ist hann niður við borðið sem stóð við gluggann í herberginu ,ög fór að skrifa. Hann skrifaði stanslaust um stund, svo leit hann upp og sat hugsi um stund með endann á pennaskaftinu upp í sér. “Nei”, sagði hann við sjálfan sig. — “Þetta dugir ekki, ég verð að gjöra þetta torskildara. Það dugir ekki að gjöra það of ljóst, ef ég skyldi þurfa að breyta um skoðun. Hann lagði bréfið frá sér og bað þjóninn að færa sér meira brennivín, sódavatn og vindil. Á meðan að hann var að tæma vínglasið og reykja vindilinn, gekk hann aftur og fram um gólfið í herberginu. Vínglösunum sem hann pantaði hjá þjóninum fór fjölgandi, því það tók all-mikið af sterku áfengi til að friða hinn órólega huga hans svo að hann gæti náð jafnvægi hugsunar sinnar, og hjá honum þegar að henni kom, og hann hélt áfram vínnautninni, svo að síðustu, þegar að hann lauk við bréfið sem hann var að skrifa, þá gjörði hann það með þoku kendri hugsun, og syngjandi höfuðverk. Mulready hringdi herbergis-bjöllunni. Hann ávarpaði þjóninn sem inn kom og spurði: “Hafið þið sjóforingjaskrá?” “Já, herra”, svaraði þjónninn sem áleit það hina mestu ókurteisi að við- kenna að Kórónu-veitingahúsið hefði ekki á reiðum höndum, hvað helst svo sem gestir þess þyrftu á að halda. Ef að Mulready hefði spurt um, hvort til væru hvítir fílar, þá hefði svar þjónsins að líkindum verið hið sama; hann hefði aðeins komið til baka eftir stutta stund og tilkynt gestinum, að maður- inn í no. 4 hefði farið út með hann. En það vildi nú svo til að sjóforingja-skrá- in var til, sem þjónninn furðaði sig þó á, og hann tók hana og afhenti hr. Mulready með nokkrum myndugleika svip. — “Er það nokkuð annað sem þú þarfn- ast?” spurði þjónninn. “Já”, svaraði Mulready. “Sendu létti vagn eftir farangri mínum upp að Breiðavatni undir eins”. Svo fór Mulready að athuga sjó- foringja-skrána og rendi augunum upp og ofan registerið. “Eg skal láta þá skrækja”, tautaði hann. “Eg hata hvern einasta og einn þeirra. Hér kemur það Drake. A. S.- 459. Það er maðurinn sem ég er að leita að, yfirlætis merkikerti, sem sagði mér, að leggja höfuðið á mér í bleyti, Drake, A. S.’\ Hann fletti upp blaðsíðunni sem til- tekin var í regestrinu. “Láttu mig sjá”, tautaði hann. H. M. S. Sharpnel ”Eg kæri mig ekki um nafn kafteinsins; Hér kemur það. Lautenant Archibald S. Drake. Með hótunum um hefnd á hendur Montrose-hjónunum og öllu þeirra skylduliði og fyrirlitningar bríxlum í sambandi við Archibald Drake, skrifaði hann utan á bréfið sem hann hafði ver- ið að skrifa til Drake,, Lautenants á H. M. S. Sharpnel. Setti bréfið innan í um- slagið og féll svo steinsofandi fram á borðið. Kveldið var hlýtt og glugginn í her- bergi hans var opinn, að öðru leyti en því að vírnet var fyrir glugganum að ut- an. En undir glugganum að utan lá Há- stræti sem var steinlagt. Hr. Mulready hafði ekki sofið þannig lengi, þegar að maður stansaði úti fyrir glugganum og gægðist inn um vírnetið. Það var Mont- rose, sem hafði getið sér þess rétt til að hann mundi geta náð fundum Mul- ready á gistihúsinu. Hann leit á Mul- ready, þar sem að hann svaf, sá sjóliðs- foringja-skrána og skrifpappír á borð- inu og gekk hratt inn í gestgjafahúsið. Hr. Montrose var of hátt settur í tignarstiga lífsins, til þess að nokkrar athugasemdir yrðu gerðar við athafnir hans á gestgjafahúsinu. Ef að hann óskaði eftir að fara inn í einkaherbergi manna, þá var það ekki á valdi þjón- anna að synja honum þess. Hann gekk því rakleitt að herbergisdyrunum þar semg Montrose svaf inni, opnaði þær, gekk inn ,og lét dyrnar aftur á eftir sér. Montrose var í æstu og órólegu skapi er hann gekk inn herbergisgólfið og þangað sem lögfræðingurinn svaf fram á borðið. Montrose tók í öxlina á hon- um og hristi hann, en Mulready muldr- aði eitthvað í barm sér. “Drukkinn!” tautaði Montrose við sjálfann sig. “Eg verð víst að bíða þar til að rennur af honum. Skyldi hann vilja hlusta á heilræði? Ef ekki —”. Montrose tók að ganga fram og aft- ur um herbergisgólfið og var mjög eirðarlaus. “Það væri betra fyrir hann sjálfann, ef hann fengist til að hlusta á heilbrigða skynsemi”, hugsaði Montrose með sjálfum sér. Hann gekk að borðinu og leit á pappírsblöðin sem voru dreifð út um það, en gat ekki fundið neitt sem Mulready hafði skrifað, nema part af bréfi til hans sjálfs, með sundurlaus- um aðdróttunum og hótunum. Montrose tók það bréf, reif það í smátætlur og fór út úr herberginu. “Eg er hræddur um að hr. Mulready líði ekki vel”, sagði Montrose við gest- gjafa hússþjónanna, og spurði: “Ætlar hann að fara til borgarinnar í kvöld?” “Hann sagðist ætla að fara með síð- ustu járnbrautarlestinni”, svaraði einn af þjónunum. “Hann hefir pantað'kveld- verð klukkan sjö, og bað mig að sjá um að farangur sinn yrði sendur á vagn- stöðina. Sjálfur sagðist hann ætla að ganga þangað.” “Það er ágætt”, sagði Montrose, “þú þarft ekki að geta um að ég hafi komið. Eg þurfti sem sé, að tala við hann áður en hann færi í burtu, en ég get skrifað honum um erindið“; og Montrose gekk út auðsjáanlega í þungum þönkum. Á sínum tíma vaknaði Mulready og var klukkan þá orðin nærri sjö. Svefn- inn hafði jafnað hann, og hann las yfir bréfið sem hann hafði skrifað Laute- nant Drake, sem hafði legið undir höfð- inu á honum á meðan að hann svaf. — Hann stakk bréfinu í vasa sinn og sett- ist svo einsamall að kveldverði. Klukk- an níu um kveldið borgaði hann reikn- ing sinn við gestgjafahúsið og tók að búa sig til burtferðar á járnbrautar- stöðina. Hér um bil um sama leyti gekk mað- ur út á kastalasvalirnar á Breiðavatni og eftir að líta nákvæmlega í kringum sig, eins og til að ganga úr skugga um, að enginn hefði orðið var við sig, gekk hann niður kastalatröppurnar og gekk hratt eftir kastala-stignum, út um kastalahliðið og út á flötina grænu í skemtigarðinum. Það var farið að skyggja af nóttu og hann gekk hratt, unz hann kom að garði sem lá meðfram vellinum. Hann hljóp meðfram garðin- um, og þegar garðurinn þraut, þá með- fram limgarði. Montrose, því þetta var hann, hélt áfram fram með limgarðin- um, þar til að hann kom að opi, sem út um mátti sjá brautina sem lá frá Kór- ónu-gistihúsinu og til bæjarins.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.