Lögberg - 29.01.1948, Blaðsíða 1

Lögberg - 29.01.1948, Blaðsíða 1
61. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 29. JANÚAR, 1948 NÚMER 5 \ VETTVANGUR STJORNMALANNA í*au tíðindi hafa gerst, að í fyrri viku lýsti forsætisráðherr- ann í Canada, Mr. King, yfir því að hann hefði í hyggju, eða jafn- vel ráðið það við sig, að draga sig í hlé af vettvangi stjórnmál- anna áðúr en langt um liði, og mælti jafnframt með að Liberal- ar kveddi til almenns flokksþings til að velja eftirmann sinn; kunn gerði Mr. King þessa fyrirætlun sína í veizlu mikilli í Ottawa þar sem saman voru komnir forvígismenn flokksins úr öll- Um fylkjunum; það þykir nokk- urnveginn einstætt að áminst flokksþing verði haldið í ágúst- mánuði næstkomandi og þá sennilega í Ottawa. Af pólitískum eyktamörkum að ráða, virðist flest benda til Fallegt tímarit J óla-hefti tímaritsins Nord- Norge — Norður-Noregur, — sem gefið er út í Grand Forks, N. D., barst Lögbergi nýverið í hendur vandað mjög að hinum ytra frágangi og fjölbreytt að efrú í bundnu máli og óbundnu; meðal ágætustu ritgerðanna í aminstu tímariti ber að telja þá Um norska prestahöfðingjann og skáldið Petter Dass, en á síðast- hðnu ári voru liðin 300 ár frá þess, að núverandi utanríkisráð- herra, Louis St. Laurent, verði kjörinn leiðtogi Liberalflokksins og taki þá jafnframt við forsætis ráhðerraembættinu. Mr. King var kjörinn forustu- maður Liberalflokksins árið 1919 og hefir á næsta sumri haft stjórnarforustuna með höndum í tuttugu ár; mun hann nú al- ment viðurkndur sem einn allra glöggskygnasti og mikilhæfasti stjórnmálamaðurinn, sem þjóð þessi hefir eignast. I áminstri veizlu flutti Mr. King eina af sínum snjöllustu ræðum; lét hann meðal annars þess getið, að eins skjótt og þing kæmi saman, yrði sett á fót þingnefnd úr öllum stjórnmála- Verkföll í Þýzkalandi Svo má segja að alt logi í verk föllum víðsvegar um Þýzkaland eins og sakir standa, þótt mest kveði að þeim í hinum auðugu Ruhr-héruðum, þar sem nálega þrjátíu þúsundir kolanámu- manna hafa lagt niður vinnu vegna ófullnægjandi fæðis, að því er nýjustu fregnir herma; verkfall uppskipunarmanna stendur og yfir í Hamburg og er sömu ástæðum um kent. flokkum með það fyrir augum, að grafast fyrir um rætur hinnar vaxandi dýrtíðar og finna leið til til úrbóta í því efni. Mr. . King var alt annað en bjartsýnn á viðhorf heimsmál- anna; hann hvatti almenning til óskipts stuðnings við sameinuðu þjóðirnar, deildi þunglega á kommúnismann og jafnaði hon- um saman við Nazismann og aðrar álíka ofbeldisstefnur. Þann 22. þ. m. héldu Liberal- Progressive stjórnmálasamtökin í Manitoba, ársþing sitt hér í borginni við ágæta aðsókn og vaxandi áhuga; aðalræðumaður var Louis St. Laurent utanríkis- ráðherra; er hann mælskumaður mikill, rökfastur og manna ein- arðastur; lagði hann í ræðu sinni mikla áherzlu á nauðsyn cana- diskrar þjóðeiningar, kvaðst fús til að takast á hendur forustu Liberalflokksins ef fram á slíkt yrði farið, að því skilyrði við- bættu, að öll þjóðernisbrot innan vébanda flokksins yrði á eitt sátt um valið. Afnáms á banni krafist Heilbrigðismálanefnd Winni- peg-borgar hefir sent fjármála- ráðherra sambandsstjórnarinnar, Mr. Abbott, erindisbréf þar sem þess er krafist, að bann það, eða í tilfellum hömlur, sem fyrir skipað hefir verið gegn innflutn ingi ferskra ávaxta, verði numið úr gildi hið bráðasta; þeir, sem umráð hafa yfir sjúkrahúsum borgarinnar, telja það næsta varhugavert, ef eigi séu ávalt til taks ferskir ávextir handa sjúkl- ingum. Bevin harðorður Utanríkisráðherrann brezki, Mr. Bevin, flutti í lok fyrri viku í þingi harðorða ræðu um á- sælni kommúnista í Evrópu og sagði að það yrði aldrei liðið, að ein þjóð fengi þar með öllu yf- irhönd. KVEÐJA Inga Johnson, d. 3. jan. 1948. Á björtum væng kom boð til þín. — Um borg og sléttu vetrarlín, um lund og garð hið ljósa traf, en loftið dimmblátt stjörnuhaf. Þú kvaddir alt með ást og ró, því alúð þér í huga bjó, og háleit von og heiðrík sýn. — Og helg er vinum minning þín. Jakobína Johnson. Seattle, Washington. lasðingu þessa merka andans manns, er á sinni tíð innti af hendi sérstætt og mikilvægt brautryðjanda-starf í bókment- Um hinnar norsku þjóðar; var afmælis hans fagurlega minst glæsilegum hátíðahöldum, einkum í Norður-Noregi. Rit- gerðin er eftir dr. Richard Beck. í hefti þessu er einnig að finna ^ýyrta grein um Noregs-vininn ^r. Richard Beck, þar sem lýst er margþættri og áhrifaríkri starfsemi hans í þágu norskra menningarmála og norskra þjóð- ræknissamtaka víðsvegar í Bsndaríkjunum; er það ritstjórn °rd-Norge, er að grein þessari stendur. ^ing kemur saman Að afstöðnum þingmanna- undi stjórnarflokkanna, sem haldinn var í þinghúsinu á Imtudaginn var, kunngjörði arson forsætisráðherra að ylkisþinginu í Manitoba yrði stefnt til funda á þriðjudaginn þann io. febrúar næstkomandi. kki er vitað um þau löggjafar- uýmæli, sem lögð kunna að verða yrir þing að öðru leyti en því s®m víst er talið, að verkamála- raðherrann Rhodes Smith, leggi ram tillögur um víðtækar breyt mgar á verkamannalöggjöfinni; enn er einnig flest á huldu um tramkvæmdir varðandi nýja jördæmaskipun. Þessi glæsilega, íslenzka stúlka Miss Dolores Swanson, var ný- lega kosin drottning fyrir Winni pegborg á Carnival, sem nýlega var haldið hér; hún hefir vakið á sér mikla og víðtæka athygli vegna frábærra leikni sinnar í hinni hollu og fögru skauta- íþrótt. — Miss Swanson er dóttir þeirra Mr. og Mrs. J. W. Swan- son, 184 Niagara Street í þessari borg. Símskeyti frá íslandi Hámarksverð smjörs Reykjavík, 17. jan. 1948. Eftirfarandi símskeyti barst þeim stjórnarnefndarmönnum Eimskipafélags Islands vestan hafs, Ásmundi P. Jóhannssyni og Árna G. Eggertsyni áminstan dag: Stjórn og framkvæmdastjóri Eimskipafélags Islands ásamt forseta Islands, samankomnir á Reynistað á afmæli félagsins, senda yður hugheilar kveðjur. Guðmundur Vilhjálmsson. Samkvæmt tilkynningu frá fjármálaráðherra sambands- stjórnarinnar, Mr. Abbott, hefir hámarksverð smjörs fyrst um sinn verið fastsett 71 cent á pundið; einnig verður hámarks verð sett á kjöt þótt fullnaðar- ákvæði þar að lútandi séu enn eigi við hendi. — Skoðanir sýn ast vera harla skiptar um nota- gildi þessara nýj,u ráðstafana, og þykir mörgum þær koma eftir dúk og disk. FJÓRAR ÍSLENZKAR KYNSLÓÐIR Hér getur að líta fjórar íslenzkar kynslóðir, sem komið hafa við sögu íslenzka landnámsins vestan hafs; á mynd- inni sézt formóðirin, frú Guðríður Sigurdson, sonur hennar Ingimundur, sonur hans John Kenneth, og dóttir hans Beverley; maður Guðríðar var Jón Sigurdson. — Frú Guð- ríður er ættuð frá Hamrakoti í Andakílshreppi í Borgar- fjarðarsýslu, og hefir dvalið í 50 ár í þessu landi; framan af dvaldi Sigurðson-fjö.lskyldan í Brandon, en stundaði búskap við mikla rausn í Bowsman-sveit í Manitoba frá 1914—1940. Á jarðhitasvæðinu í Mos- fellssveit eru nú 50 sekl. Valnið hefir aukist síðustu daga Síðustu daga hefir vatnsmagn- ið á jarðhitasvæði Reykjavíkur- bæjar í Mosfellssveit aukist all- verulega. En sem kunnugt er, hefir að undanförnu verið unnið að jarðborunum eftir heitu vatni á jörðunum Reykjahlíð og Varmalandi. Það er að Varma- landi, sem vatnsmagnið hefir aukist svo, að nú lætur nærri að Reykjavíkurbær eigi í Mosfells- dal um 50 sek. lítra. Borholurnar Þegar síðast var skýrt frá þeim árangri, sem náðst hafði við boranimar, var vatnsmagn- ið í minni borholunni, að Varma- landi 23 sekl. Nú síðustu daga hefir vatnsmagnið aukist all- verulega. Um síðustu helgi var vatnið mælt í þessari holu og kom þá í ljós að það hafði auk- ist um 7 sekl., eða í samtals 30 sekl. — Vatnsmagnið í borholunni í Reykjahlíðarlandi er enn hið sama, 12 sekl. Vatnið í þessum tveim holum er um 87 gráðu heitt. Góður árangur Það mun láta nærri sanni, að það vatn, sem bærinn hefir nú umráð yfir á jarðhitasvæðinu í Landskjálftar Hér og þar á Filippseyjum hafa landskjálftar gert alvarlega vart við sig og valdið miklu tjóni; mælt er, að nálægt hundrað manns hafi látið lífið af þessum ástæðum. Mosfellssdal sé um 50 sekl. Þyk- ir sá árangur,- sem þegar hefir náðst mjög góður. Hitaveitan hefir fullan hug á að beisla vatnið þarna og munu frara- kvæmdir væntanlega hefjast næsta vor, eins og þegar hefir 1 verið skýrt frá hér í blaðinu. Mbl. 23. des. Ein fastan enn Hinn víðfrægi, andlegi höfð- ingi Indverja, Mohandas K. Gandhi, tók sér það fyrir hend- ur að fasta á ný með það fyrir augum, að reyna að koma á friði milli Hindúa og Móhameðstrúar manna; reyndu læknar alt, sem í þeirra valdi stóð, til að koma í veg fyrir þetta tiltæki, en alt kom fyrir ekki, því Gandhi sat fastur við sinn keip; hann er nú hniginn all-mjög að aldri, og létu læknar hans þá skoðun í ljós, að þetta gæti auðveldlega orðið síðasta fastan, nema því aðeins, að hann lyki henni innan fárra daga; en hvað sem því líður, er hitt víst, að friðarhorfurnar inn- byrðis eru engu vænlegri en áð- ur, nema síður sé, því síðustu fréttir herma, að á sunnudaginn þann 11. þ. m., hafi 1.300 manns látið líf sitt í Bannufylki í hjaðningavígum milli áminstra flokka. Auk þess voru 700 fluttir í sjúkrahús, en 600 ókomnir fram. — Mohands K. Gandhi, er nú kominn fast að áttræðu. Á sunnudaginn lauk Gandhi föstunni, með því að leiðtogar Hindúa og Móhameðstrúar- manna höfðu heitið honum því, að koma á friði í landinu. ísfiskur seldur fyrir 1.6 miljón I síðastliðinni viku seldu sjö togarar ísfisk á markað í Bret- landi. Þessir togarar lönduðu samtals um 23 þús. kits fiskjar og og samanlagt söluverð nam því sem næst kr. 1.622.164. Afla og söluhæstur togaranna er Ak- urey frá Reykjavík. Togararnir eru þessi: Vörður sem var með 4043 kits er seldust fyrir 7406 sterlingspund, Júpíter var með 2617 kits og seldi fyrir 8476 pund, Haukanes með 1781 kits er seldust fyrir 5566 pund, Ingólfur Arnarson landaði 4299 kits og seldi fyrir 11585, Kald- bakur seldi 4176 kits fyrir 11.015, Helgafell frá Vestmannaeyjum seldi 1725 kits, fyrir 4941 pund og Akurey sem var með um 4400 kits seldi fyrir 13931 sterlingspund. Mbl., 24. des. Álitlegur skildingur Frá því hefir nú verið skýrt, að verksmiðjur Canadian Nati- onal Railways í Transcona, fái í ár $4.5000.000 til starfrækslu sinnar; er þetta talið fullnægj- andi til þess, að verksmiðjurnar starfi af fullum krafti þetta ár án þess að fækka þurfi starfsliði. Sigurður Júl. Jóhannesson Iæknir áttræður Eg heyri að þú sért áttatíu ára og ekki mun ég fara að rengja það því tíminn hann er pipur við að pára og punktum, kommum, strykum raða á blað, Sem áður var þó eins og drifhvít mjöllin; en átta tugir það er nokkurt skeið — þeir reyna að brjótast áfram yfir fjöllin en ógnarfjöldi hrekst af réttri leið. Þér fræðadísin lækniskunstir kendi og kvæðagyðjan lét þig hampa sér, þú hefir leyst þitt lífsstarf vel af hendi, að launum hlotið bezta “character“, en stríðið risti rúnir þér á enni og regin hafa mildi í svip þinn fest og sagan lifir, lýsir íturmenni, sem líknaði þeim sjúku og hreldu bezt. Eg sendi þér nú óskir yfir sundið um ótal jarðnesk gæði og meira til, þú hefir sjálfsagt yl og angan fundið í Austanblæ, sem kann á flestu skil Eg veit að margir hugsa til þín heima og hólminn vonar að þú munir sig. Um Borgarfjörðinn bjartar dísir sveima og Baulu langar til að finna þig. Ing. Gíslason. ío Dr. Sigurður Júlíus Johanntsson Eighty years of age today, rts always been his plan N to freely give his service and be a friend to man. Though noted as a poet a doctor first is he: A noble Science, practiced with true nobility. Hands now gnarled and aged still willingly extend to help the sick and needy, Counting every man a friend. The lure of gold and silver the doctor always spurned. — He has the wealth of Midas in gratitude he’s earned. Arthur Reykdal.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.