Lögberg - 29.01.1948, Blaðsíða 8

Lögberg - 29.01.1948, Blaðsíða 8
»; LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. JANÚAR, 1948 Ur borg og bygð íslenzkir sjúklingar, sem liggja á sjúkrahúsum hér í borginni, eða aðstandendur þeirra, eru vinsamlega beðnir að síma Mrs. C. Ólafson, Ste. 1 Ruth Apts., Maryland St., Phone 30 017, ef æskt er eftir heimsókn eða ís- lenzku blöðunum. Birt að tilstuðlan Djákna- nefndar Fyrsta lút. safn. ♦ Edwin Gordon Johnson og Anna Violet Sigurdson voru gef- in saman í hjónaband 14. des. s.l. af séra B. A. Bjarnason. Athöfn- in fór fram á heimili Mr. og Mrs. Gunnar G. Sigurdson í Riverton, Man., foreldra brúðarinnar. — Brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. Benedikt B. Johnson, sem búa í grend við Riverton. Thor Gunnar Sigurdson og Jóhanna Kristín Abrahamson voru gefin saman í hjónaband 16. desember s. 1. af séra B. A. Bjarnason á prestsheimilinu í Árborg. Brúðguminn er bóndi í Framnesbygðinni, sonur Thor- gríms sál. og Magnús Sigurdson, sem áður bjöggu á Storð þar í bygð. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Gúðjón — John — Abra- bíamson, í Árborg. Gefin voru saman í hjónaband 21. desember s. 1. Baldwin Aug- ust Jónasson og Florence Sin- clair. Séra B. A. Bjarnason gifti og fór athöfnin fram á heimili Mr. og Mrs. Jóhannes T. Jónas- son í Riverton, foreldra brúðgum ans. Brúðurin er frá Koostatak, Man. Foreldrar hennar eru Mr. og Mrs. Sinclair. ♦ Gefin voru saman í hjónaband 10. janúar s. 1. Frank Boundy og Mary Sorokowski. Séra B. A. Bjarnason gifti, og fór athöfnin fram á heimili Mr. og Mrs. Karl O. Einarson, í Árborg, Man., er Mrs. Emarson systir brúðgum- ans. Faðir þeirra, John Boundy, lifir í Árborg, en móðir þeirra er látin. Foreldrar brúðarinnar, einnig frá Árborg, eru Mr. og Mrs. John Sorokowski. Ingvar Sigurður Jóhannesson og Sigrid Árnina Johnson voru gefin saman í hjónaband 2. des- ember s.l. af séra B. A. Bjarna- son á heimili hans í Árborg, Man. Brúðguminn er frá Wyny- ard, Sask., sonur Mr. og Mrs. Bjarni J. Jóhannesson; en brúð- urin er dóttir Mr. og Mrs. Jens G. Johnson í Mikley. ■♦ Dánarfregn Vilhelm Lúðvik — Villi — Thordarson, 45 ára, yngsti sonur brautryðjendanna sálugu, — Bjargar og Erlendar Thorðarson ar, er um 20 ár^ skeið dvaldi á Gimli, Man., andaðist þriðjudag- ANYI - COAT IQC Dress IU "Cellotone" Dry Cleaned Dye it NO W ! Dyed the Darker Shades’. At Any Perth Carry and Save Store or Called for and Delivered Phone 37261 Perth’s inn 20. jan., við Portage La Prairie, eftir fleiri mánaða sjúk- dóm. Jarðarförin fór fram á föstudaginn, 23. janúar, klukkan 2 e.h. frá Bardal’s til Brookside. Syrgja hinn látna þrír bræður: Hannes, Haraldur og Friðrik, og ein systir, Clara, Mrs. H. W. Einarson. Þriðjudaginn, 20. jan voru gef in saman af séra Rúnólfi Mart- einssyni að 800 Lipton St., þau Ernest Alexander Whiteway frd. Berens River, Man., og Alice Soffía Magnússon frá Riverton ♦ Fulltrúanefndarkosning Ice- landic Good Templars of Winni- peg fer fram á Hecklu-fundi þann 9. febrúar næst komandi. Eftirfarandi stúkusystkini eru í vali: Beck, J. T.; Bjarnason, Guðm.; Butler, Mrs. Emma; Eydal S.; Gíslason H.; Isfeld, F.; Isfeld, H.; Johannson Mrs. G.; Magnússon, Arny; Magnússon Vala; Matt- hews, Mrs. S. ♦ Þau Ólafur Magnússon fyrr- um póstmeistari að Hayland, Man., og frú, sem nú hafa tekið sér bólfestu að Lundar, biðja Lögberg að flytja vinum sínum í Hayland og Vogarbygðum, hjartans þakklæti fyrir ógleym- anlegt kveðjusamsæti, sem þeim var haldið í tilefni af burtför þeirra, ásamt mörgum og verð- mætum minjagjöfum; þau biðja þessu góða samferðafólki bless- unar guðs í bráð og lengd. ♦ Mr. B. Eggertsson kaupmað- ur að Vogar, kom til borgarinn- ar á mánudaginn og dvaldi hér fram á miðvikudag. ♦ Mr. Albert E. Ford, sem kunn- ur er vítt um þetta land vegna auglýsingastarfsemi sinnar í þágu margra dagblaða, hefir verið ráðinn auglýsingastjóri dagblaðsins The Winnipeg Citizen, sem ákveðið er að hefji göngu sína þann 1. marz næst- komandi. Mr. Ford er kvæntur íslenzkri konu, Valdheiði, dóttir þeirra Mr. og Mrs. Jóhann Briem, merkra landnámshjóna í Nýja íslandi. ■♦ Á fyrsta fundi hins eldra kven félags Fyrsta lúterska safnaðar á yfirstandandi, var tilkynt að eftirgreindar konur tækju að sér forustu þessara deilda: No 1 — Mrs. Gunnlaugur Jó- hannsson. No 2 — Mrs Sigurbjörn Sig- urdson. No 3 — Mrs. Jóna Sigurdson. No 4 — Mrs. Fred Stephen- son. — Næsti fundur félagsins verður haldinn í fundarsal kirkjunnar þann 12. febrúar næstkomandi á venjulegum tíma. * Mr. P. Anderson kornkaup- maður lagði af stað suður til Miami, Florida ásamt frú sinni á sunnudaginn var; munu þau hjón dveljast í tvo mánuði þar syðra. ♦ Mr. Sveinn Einarsson frá Calder, Sask., hefir dvalið í borginni nokkra undanfarna daga. •♦ Mr. C. Tomasson frá Heckla var staddur í borginni í vikunni sem leið. ♦ Gefið til Sunrise Lutheran Camp Capt. og Mrs. J. Sigurdur, $5.00, í minningu um séra Stein- grím og frú Eríku Thorlákson. Kvennfélagið ísafold, Vidir, $10.00, í minningu um Einar Johnson, Vidir. — Meðtekið með innilegu þakklæti. Anna Magnússon 13296, Selkirk, Man. •♦ Þakkarorð til Mikleyinga Þegar við hjónin vorum á ferð í Mikley síðastliðið haust, komu MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Ensk messa kl. 11 f. h. — Is- lenzk messa kl. 7e. h. — Börn, sem ætla að sækja sunnudaga- skólann, eru beðin að mæta í kirkjunni kl. 12,15. — Ávarp og söngur. Brezki sendiherrann þakk- ar björgun áhafnarinnar af “Dhoon’' Brezki sendiherrann í Reykja- vík, herra C. W. Baxter, hefir fært utanríkismálaráðherra þakk ir fyrir björgun skipverja á brezka togaranum Dhoon með erindi því sem hér fer á eftir: “Eg hefi fylgst vel með þeim fréttum, sem til Reykjavíkur hafa borist um strand brezka togarans “Dhoon” á eyðilegum stað á ströndum íslands og finn mig knúinn til að votta yður, herra ráðherra, aðdáun mína og landa minna á hinum óbilandi kjarki, sem íslenzku björgunar- sveitirnar sýndu, er þeim tókst að forða lífi 12 skipverja. Séra Eiríkur Brynjólfsson. ♦ Gimli prestakall 1. febrúar: Messa að Gimli kl. 7 e.h. — 8. febrúar: Messa að Mikley kl. 2 eftir hádegi. — Allir boðnir velkomnir. Skúli Sigurgeirsson. •♦ Árborg-Riverion presiakall 1. febrúar: — Árborg, ensk messa kl. 2 eftir hádegi. — 8. febrúar: Riverton, ensk messa kl. 2 eftir hádegi. B. A. Bjarnason. Lúierska kirkjan í Selkirk Það er aðalsmark allra sjó- mensku þjóða, að gera alt, sem hægt er, til að bjarga nauðstödd- um sjómönnum. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem brezkt skip strandar við ísland, enda hafa Islendingar aldrei hikað við að leggja líf og limi í hættu við björgunartilraunir, en kjarkur sá, manndómur, þrek og íþrótt sem í ljós kom að þessu sinni, hefir sjaldan átt sinn líka. Eg þykist vita, að þetta mikla afrek muni lengi í minnum haft með þakklátum huga í Bretlandi og að það muni eiga sinn þátt í að tengja þjóðírnar enn traustari vináttu böndum. Sunnudaginn 1. febrúar. Ensk messa kl. 11 árdegis. — Sunnu- dagaskóli kl. 12 á hádegi. Ensk messa kl. 7 síðdegis. — Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. nokkrir fornvinir okkar saman á heimili Mr. og Mrs. M. Benson og afhentu okkur höfðinglega peningaupphæð sem gjöf frá Mikleyingum, ásamt hlýlegu og vel-sömdu ávarpi, sem Mr. V. Johnson flutti. — Nú biðjum við Lögberg hér með að flytja þess- um góðu vinum okkar hjartans þakkir og guð að gefa þeim marg ar glaðar og góðar stundir. Riverton, Man., 12. jan. 1948. Mr. og Mrs. Th. Daníelsson. ♦ Dr. Guðmundur G. Thorgrím- sen, læknir í Grand Forks, N.- Dakota, var nýlega kosinn for- seti Læknafélags Grand Forks héraðs. Hann er sonur séra Hans B. Thorgrímsen, hins góðkunna klerks frá fyrri árum, sem nú er látinn fyrir nokkrum árum. Richard Beck. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson —Longfellow íslendinga— Þökk fyrir sönginn, Sigurður sem var löngum þíður. Heyrnar-göngum greiðugur. Geisla-spöngum fegraður. Bögubósi. 8. janúar 1948. •♦ Sænskur ekkjumaður með fjögur börn vill fá íslenzka ráðs- konu við allra fyrstu hentug- leika; góð aðbúð, gott kaup. — Upplýsingar veitir Mrs. Cooney, 575 Furby Street, sími 33398. ♦ The Annual meeting of the Jon Sigurdson Chapter IODE, will be held at the home of Mrs. E. Isfeld, 668 Alverstone St. on Thursday eve., Feb. 5th at 8 o’clock. Eg mun að sjálfsögðu senda ríkisstjórn minni ítarlega skýrslu um málið, en hitt þykist ég vita, að stjórnin muni nú þeg- ! ar vilja að ég, án þess að bíða formlegra fyrirmæla, láta í Ijós innilegustu þakkir hennar til allra, sem þátt tóku í björguninni einkum til mannanna í slysa- varnasveitunum og allra þeirra sem lögðu líf sitt í hættu til að bjarga hinum brezku sjómönn- um og einnig hinna, sem aðstoð- að hafa þá og hjúkrað þeim, eftir að þeim hafði verið bjargað. — Þætti mér vænt um að skip- stjóra og skipverjum á varð- skipinu “Finnbirni” væru einnig færðar slíkar þakkir. — Þeir héldu vörð nótt og dag í þeirri von að hægt mundi að koma við björgun frá sjó. Loks vil ég þakka Slysavarnafélagi Islands, sem átti upptökin að björgunar- tilraununum”. Mbl., 20. des. 1947. Einkalíf Napóleons (Frh. af bls. 4) Einkalíf Napóleons er skemti- leg og fróðleg.bók, sem samein- ar beztu kosti sagnrits og skáld- sögu. íslendingar hafa frá fornu fari haft sérstakt yndi af ævisög- um og persónusögu, og þarf því ekki að efa, að bókin hljóti mikl ar vinsældir hér. Frágangur allur er góður, og hún er prýdd fjölda mynda af ættingjum Napóleons og öðrum samtíðar- mönnum. Þýðing Magnúsar Magnússonar er góð, eins og vænta mátti. Ólafur Hansson. Herra Björn Jónsson læknir frá Akureyri kom hingað flug- leiðis síðastliðinn laugardag til framhaldsnáms í skurðlækning- um við Almenna sjúkrahúsið fyrir milligöngu Dr. P. H. T. Thorlakson. Hon. J. S. McDiarmid Tourist Campaign Opens The Hon. J. S. McDiarmid, Minister of Mines and Natural Resources, has just announced the opening of a campaign de- signed to encourage all Manitoba citizens to become boosters for the Tourist Business. “This drive”, Mr. McDiarmid statet, “has two objectives: first, to gain the support of the people of our Province in the task of pub- licizing Manitoba’s tourist at- tractions; secondly, to point out the fact that the tourist business is of real value to everyone in Manitoba”. “Right now, despite the sub- zero temperatures, we can all do an important publicity job for our summertime visitor industry. We can write to our friends out- side the Province, and urge them to come to Manitoba this sum- mer.. We can also send the names and addresses of our friends, who are prospective visitors, to the Travel and Publicity Bureau, Legislative Building, Winnipeg. The Provincial Travel Bureau will be pleased to forward to these prospective visitors help- ful, interesting vacation litera- ture”. I “Many of us, who do not deal directly with our tourists, fail to realize that everybody benefits from the tourist business. For example, the farmer who seldom sells the tourist anything di- rectly, nevertheless, benefits in an important way. Surveys have shown that about 19c of every aourist dollar goes for taxes — thereby reducing the tax bill we all have to pay”. Mr. McDiarmid also pointed out that competition in the visi- tor industry would be especially keen this year. Some Canadian Provinces and many foreign countries áre now carrying out or have planned extensive advertising programs in the United States. R. E. Grose, director of the Travel and Publicity Bureau, said that because of the current American dollar shortage, the Manitoba visitor industry is of special importance this year. “An aggressive publicity cam- paign has been planned”, stated Mr. Grose, “but it is up to each citizen to get behind the tourist industry. . . ‘Be a booster for the Tourist Business’ ”. GAMAN 0G ALVARA Keller prófessor var orðlagð- ur fyrir gleymsku og viðutan- hátt. Eitt sinn, er hann var á leið heim til sín gleymdi hann, hvar hann átti heima. Prófessor- inn vék sér því að manni á göt- unni og spurði hann að því, hvort hann vissi hvar Keller prófessor ætti heima. — En þér eruð sjálfur Keller prófessor, sagði maðurinn undr- andi. — Það veit ég vel, sagði Keller, ég var ekki að spyrja yður að því hver ég væri, heldur hvar ég ætti heima. Vristín Svíadrottning sló eitt sinn hinum fræga málfræðingi Vossius gullhamra með því að segja að hann vissi ekki einungis hvaðan öll orð væru runnin, heldur vissi hann einnig, hvert þau færu. — Heldurðu að það sé satt, að maður geti orðið vitlaus af ást? — Já, annars myndi enginn gifta sig. Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta, en dapurt geð skrælir beinin. — Salomon. Minnist BETEL í erfðaskrám yöar TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur. THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED FUNDARBOÐ til vestur-íslenzkra hluthafa í h.f. Eimskipafélagi íslands Útnefningafundur verður haldinn að 910 Palmerston Avenue, fimtudaginn 26. febr. kl. 7 e. h. Fundurinn útnefnir tvo menn til að vera í vali sem kjósa á um á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður í Reykjavík í júnímánuði næstkomandi, í stað hr. Ás- mundar P. Jóhannsonar, sem þá verður búinn að út- enda sitt tveggja ára kjörtímabil. Winnipeg, 28. janúar, 1948. Ásmundur P. Jóhannson, Árni G. Eggerison, K.C. KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ISLANDI Gerið svo \tel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, enu vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐM UNDSSON HOLTSGATA 9, REYKJAVIK

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.