Lögberg - 29.01.1948, Blaðsíða 4

Lögberg - 29.01.1948, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. JANÚAR, 1948 --------HoBbcrg---------------------- 0«flS at hv©m fimtuda* af THI COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba UtanAakrlft rltatjörana: KDITOR LÖGBERG l»t Sargent Av»., Winnipeg, Ma.n Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fynrfran, Tha "Lögberír" la prlnted and pubilahed by Tha Columbia PreM, Llmited, 695 SargeiU Avanua, WinnJpa*, Manitoba, Canada Authorized aa-S x-ond Claas Mail, Poat Offiee Dept., Ottawa. PHONl Í1 »0* Fögur ummæli um Hjálmar A. Bergman Hér fara á eftir þrenn ummæli um mæli um hinn nýlátna yfirréttardóm- ara, Hjálmar A. Bergman, er bera því fagurt vitni hvers trausts og álits hann naut hjá s^,mferðamönnum sínum. Þegar Mr. Bergman var kjörinn heiðursdoktor í lögum við Manitobahá- skólann þann 15. október síðastliðinn, komst formaður háskólaráðs, Mr. W. J. Parker, þannig að orði: “Það er Ijúft hlutverk fyrir mig, að kynna Bergman dómara, sem nú er í þann veginn að verða sæmdur heiðurs- doktorsgráðu í lögum við Manitobahá- skólann; mann, sem vegna hæfileika sinna og kosta var þessarar viðurkenn- ingar löngu verður eins og mér er per- sónulega kunnugt um af margra ára samstarfi við hann í háskólaráðinu; en finni ég til undrunar yfir hinum mörgu sigrum hans á braut námsins og sér- fræðinnar, skilst mér í rauninni því bet- ur, hve óviðjafnanleg skarpskygni hans var á vettvangi umboðsstjórnar og hve glæsilegt menningartillag hans til sam- ferðasveitarinnar var. Hjálmar A. Bergman var fæddur að Garðar, North Dakota, árið 1881. Virð- ingarstigin á glæsilegum námsferli hans voru mörg; hann lauk stúdents- prófi 18 ára að aldri við Luther College í Iowaríkinu. Árið 1903 útskrifaðist hann með lofsamlegum vitnisburði í lögum frá North Dakota-háskólanum, og þó hann þá væri eigi nema 21 árs, hlaut hann þegar málaflutningsleyfi í fæðingarríki sínu og fékk brátt á sig mikið orð sem afburða lögfræðingur. Um haustið 1905 kom Mr. Bergman til Winnipeg. Ári síðar fullnægði hann þeim prófkröfum er voru gerðar og hlaut Bachelor of Laws gráðuna við háskóla Manitobafylkis. Þann 29. júní, 1907 kvæntist Mr. Bergman og gekk að eiga ungfrú Emilíu Sigurbjörgu John- son, er fædd var á sömu stöðvum og hann í North Dakota, og stofnuðu þá heimili í Winnipeg. í desembermánuði 1908 öðlaðist Mr. Bergman málafærslu réttindi í Manitoba, en 1920 var hann skipaður King’s Councel. Árið 1929 var hann kosinn forseti lögfræðingafélags- ins í Manitoba, en 1931 forustumaður í Law Society of Manitoba og gegndi þeirri sýslan allan tímann unz hann var skipaður í yfirréttardómara embættið, en það gerðist í marzmánuði 1944. Ábyggileik og trúnaði Mr. Bergmans við hinar siðferðilegu kröfur fræðigrein ar sinnar þarf ekki að lýsa; slík sér- kenni hans voru kunn um fylkið þvert og endilangt; hin borgaralegu störf hans voru ekki einskorðuð við hans sérstöku fræðigrein; hann tók virkan þátt í kirkjulegum málefnum og mál- efnum bæjarfélagsins, þótt mestan á- huga hefði hann jafnan á mentamálun- um. — Árið 1933 var Mr. Bergman skipaður í háskólaráð Manitobaháskólans og átti í því sæti fram í október 1946, er hann sagði því starfi af sér. Árið 1934 var hann kjörinn varaforseti háskóla- ráðs og gegndi því starfi fram á árið 1944, er hann var kosinn forseti þess. Eg tel mér það til forréttinda að hafa átt þess kost ,að starfa í háskólaráði með Mr. Bergman og kynnast hinum óeigingjarna og óþreytandi eldmóði hans, ásamt þeim djúpsæja skilningi, er fram hjá honum kom við lausn hinna flóknustu vandamála háskólans á þeim árum, jafnvel þótt heilsufar hans væri slíkt, að læknar óttuðust um að hann ofreyndi sig. Er Mr. Bergman var skipaður í há- skólaráð 1933, var háskólinn ekki nándar nærri eins samræmdur og hann er nú; grundvallarlög voru endurskoð- uð 1913, og í samræmi við ýmissar laga- breytingar á eftirfarandi árum, varð læknaskólinn að sérstakri deild við háskólann, og hið sama varð um land- búnaðarháskólann að segja; að sumu leyti vanst þetta á vegna þróunar um- boðsstjórnarinnar, en að öðru leyti með samningu nýrra grundvallarlaga; svo má segja, að núgildandi háskólalöggjöf eigi Mr. Bergman að miklu tilveru sína að þakka, því hann vann að löggjöf- inni með slíkri nákvæmni, er einkendi öll hans ævistörf; við undirbúning á- minstrar löggjafar, ráðfærði Mr. Berg- man sig vikum saman við háskólaráð og forseta háskólans, auk þess sem hann gerkynti sér háskólalöggjöfina í Canada yfirleitt; þegar frumvarpið um hina nýju háskólalöggjöf kom fyrir þing, var það samþykt án raunveru- legra breytinga. Sem formaður eignanefndar á þessu tímabili, tók Mr. Bergman á herðar sér að samræma og vernda sjóðstofnanir háskólans og gætti jafnframt hags- muna stofnunarinnar varðandi skatta. Sem meðlimur háskólaráðs gekk Mr. Bergman jafnan hlutdrægnislaust að verki með ákveðið markmið fyrir aug- um og gerði óhikandi ákvarðanir sínar eftir að hafa komizt að þeirri niður- stöðu, sem bygð var á sannmati hvers máls og hann taldi því fyrir beztu; hann átti og sæti í sérstakri nefnd háskóla- ráðs, er vann að því af mikilli kostgæfni að útvega háskólanum tvo forseta, þá Dr. Sidney Smith og núverandi forseta Dr. Truman. Á þenna hátt og á óteljandi aðra vegu, vann Mr. Bergman að því yfirlætislaust með kostgæfni og af óeigingirni, án viðurkenningar af hálfu almennings, að auka á veg vorrar æðstu mentastofn- unar og fylkisins í heild. Herra Kanzlari! Eg tel mér það mik- inn heiður, að kynna yður Mr. Justice Hjálmar A. Bergman, sem kjörinn hefir verið heiðursdoktor í lögum við háskól- ann”. Á ritstjórnarsíðu sinni birti Winnipeg Tribune þann 21. þ. m., svolátandi um- mæli um Bergman yfirréttardómara: “Við fráfall Bergmans dómara hefir Canada orðið á bak að sjá þjóðkunnum lögfræðingi og umhverfi hans starf- sömum mentafrömuði og manni, er átti mikinn þátt í að hefja menningu og heill almennings í hærra veldi. Fyrir 40 árum öðlaðist Mr. Bergman málafærsluréttindi í þessu fylki og fékk brátt orð á sig sem forustumaður í fræðigrein sinni; hann var skipaður King’s Councel 1920 og var forseti lög- fræðingafélags Manitoba í tvö ár. Árið 1931 var hann kjörinn forustumaður í Manitoba Law Society og gegndi þeim starfa fram að þeim tíma, er hann var skipaður dómari í yfirrétti 1944. Þann stutta tíma sem hann sat í dómarasessi ávann hann sér víðtæka viðurkenningu fyrir heilsteypta dómgreind, ákveðna óhlutdrægni og óbrigðula kurteisi gagn vart þeim öllum, er fyrir honum fluttu mál. — Að líkindum var Mr. Bergman þó kunnastur í Winnipeg vegna starf- semi sinnar í þágu Manitobaháskólans; fylkisstjórnin skipaði hann í hið nýja háskólaráð 1933, er stofnunin átti við einna örðugastar aðstæður að glíma; eitt megin viðfangsefni hins nýja há- skólaráðs var það, að samræma stofn- anir háskólans, og átti Mr. Bergman í því efni mikilvæga forgöngu; hann átti einnig að mestu frumkvæði að því, að semja fyrir háskólann ný grundvallar- lög til þess að unt yrði að hrinda aðkall andi umbótum í framkvæmd, og í því felst jafnframt fagur vitnisburður um hans frábæra starf, að þingið skyldi fallast á grundvallarlagafrumvarp hans að segja breytingalaust. Starf Mr. Bergmans í forsæti háskóla ráðs, gleymist þeim eigi, er með honum unnu, því hann átti í rauninni bróður- hlutann í samræmingu og vernd hinna ýmsu sjóðeigna háskólans. Mr. Bergman var enginn sjálfsauglýs ingamaður, og einmitt af þeirri ástæðu er almenningi síður kunnugt um endur- bótastarf hans varðandi mentamál fylkisins en vera ætti. Eins og svo margir menn af íslenzk- um uppruna, var Mr. Bergman trúr þjónn fylkisins, sem hann hafði gert að aðsetri sínu um fjörutíu og tveggja ára skeið. Og þótt hann væri önnum kaf- inn við sín daglegu sérstörf, átti hann samt allt af tíma afgangs til að miðla samferðasveit sinni örlátlega af sínum miklu hæfileikum. Mr. Bergman lézt í rauninni fyrir ald- ur fram á 67. aldursári; fráfall hans er tap fyrir borgina og fylkið”. Þann 21. þ. m. flutti Winnipeg Free Press eftirfarandi ritstjórnargrein um Bergman yfirréttardómara: “Aðeins þrír mánuðir eru liðinir síð- an Mr. Justice Bergman var sæmdur heiðursdoktorsgráðu í lögum við Mani- tobaháskólann; Það var síðasti opinberi heiðurinn, sem honum veittist í lifanda lífi, sem þá var hröðum fetum tekið að fjara út; við þau tímamót í miðjum október, var manngildi og lífsstarf hans formlega viðurkent; úr þessu er nú litlu við að bæta að öðru leyti en því að leggja enduráherzlu á gildi þeirrar þjónustu, er Hjálmar A. Bergman veitti þessu fylki; að hann væri einn af lærð- ustu og skarpskygnustu lögfræðingum, er almenningi sennilega all-vel kunn- ugt; um hæfileika hans sem dómara verður ekkert staðhæft með sömu vissu vegna þess, hve tiltölulega stutt- ur sá tími var sem hann sat í dómara- sessi, eða frá því 1944, en meiri hluta þess tímabils fór heilsu hans hnign- andi. Það skiptir meira máli allan al- menning, hver áhrif Mr. Bergman hafði á endurskipun Manitobaháskólans, er stofnunin átti við alvarlegustu aðstæð- ur að stríða í sögu sinni; viturlegar ráð- leggingar Mr. Bergmans ásamt hans látlausu elju, stuðluðu mjög að því að fleyta stofnuninni gegnum brim og boða og hefja hana til vegs; að þessu vann hann sérhlífnislaust í samræmi við þann skilning, er hann lagði í borg- aralegar skyldur; hann gerkynti sér há- skólalöggjöf hinna ýmsu fylkja í Cana- da með það fyrir augum að komast nið- ur á traustan grundvöll varðandi sam- ræmingu læknaskólans og landbúnaðar háskólans við aðrar deildir háskólans sjálfs; og löggjöf í þessa átt, er Mr. Berg mann átti frumkvæði að og samdi, náði svo að segja óbreytt samþykki fylkis- þings. — íslenzka mannfélagið er ekki eitt um það, heldur gera það allir íbúar Mani- tobafylkis jafnt, að finna til metnaðar yfir afreksverkum Bergmans dómara í þágu kjörfylkis síns”. Minningarorð um Rebekku Florence Zeuthen Rebekka Florence Zeuthen, fasdd Helgason, andaðist 10. des. síðastliðinn eftir þunga legu í sjúkrahúsi í Minneapolis. Rebekka fæddist, 18 des. 1916 í Framnesi, Nýja íslandi, dóttir hjónanna Þórðar Heígaconar frá Brúarfossi á Mýrum og Halldóru Geirfinnsdóttur, Gunnarssonar - bróður Tryggva Gunnarsson- ar, — frá Raufarhöfn. Lifa þau hjón Rebekku ásamt fimm systr- um hennar, Mrs. Regínu Erick- son í Minneapolis, Mrs. Feirtru Erickson, Mrs. Helgu Shields, Mrs. Ingiríði Mc Donald í Van- couver, British Columbia, og Mrs. Halldóru Bradley í Pendic- ton, British Colupibia. Var Re- bekka heitin yngst þeirra systra. Hún ólst upp í Framnesi, Mani- toba og gekk þar í skóla, en fluttist til Winnipeg með foreldr- um sínum, er þau hættu búskap, og nokkrum árum síðar — 1940 — til Vancouver. Þar vann hún við stórt verzlunarfyrirtæki um nokkurra ára skeið og ávann sér þar hylli allra þeifra, er með henni unnu, enda var hún með afbrigðum hugþekk stúlka. Sumarið 1946 urðu tímamót í lífi Rebekku. Þá fór hún í heim- sókn til systur sinnar í Minnea- polis og kom ekki framar til Van- couver, því að þá um sumarið kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Leon Haraldi Zeuthen, sem einnig er af íslenzku bergi brotinn, sonur Mr. og Mrs. Fritz C. Zeuthen, Minneapolis. — Voru þau vígð í hjónaband 3. sept., þá um haustið, að heimili systur Rebekku. Gæfan brosti við hinum ungu hjónum, unz Rebekka veiktist í maímánuði fyrra árs. Háði hún langt veikindastríð, sem um stund virtist ætla að ljúka með sigri hennar. En á síðastliðnu hausti brá til hins verra, og varð engum vömum við komið. — Rebekka lézt aðfaranótt hins 10. desember, sem fyrr segir. Eigin- maður hennar studdi hana af mikilli fórnfýsi í baráttu hennar til hinztu stundar. Útför hennar fór fram laugardaginn 13. des., að viðstöddu miklu fjölmenni. Á hinni stuttu ævi sinni færði Rebekka meiri birtu og yl inn í líf ástvina sinna og samvistar- manna en flestum okkar auðn- ast á löngum lífsferli. Hún var gædd flestum þeim eiginleikum, sem konu mega prýða. Hún var óvenjulega glæsileg kona, há vexti og fríð sýnum. Glaðvær var hún og fjörmikil, og var jafnan glatt á hjalla í kringum hana. Hún hafði til að bera ríka góðvild og samúðartilfinningu; og hjálpfýsi hennar og örlæti var einstakt. Trúmennsku henn- ar og skyldurækni við störf var við brugðið. Foreldrum sínum og systrum var Rebekka hin ást- ríkasta dóttir og systir og eigin- manni sínum góð eiginkona í hvívetna í hinni stuttu sambúð þeirra. Hin sterka og heilsteypta skapgerð hennar kom bezt í ljós í hinu stranga veikindastríði, sem hún háði með stakri hug- prýði og stillingu. Rebekka var ein af þeim, sem trauðla verður gleymt. Hún vann hylli og vináttu allra, sem urðu á vegi hennar á lífsleiðinni, við fyrstu kynni og vann sífelt á við nánari kynningu. Ber þeim, sem þekktu hana bezt, saman um, að hún hafi verið fá- gæt kona. Eiginmanni sínum, foreldrum, systrum og öðrum vandamönnum skilur hún eftir fagrar og hugnæmar endur- minningar, sem lýsa munu þeim fram á ófarinn veg, unz þau finnast aftur á landi lifenda handan við gröf og dauða. Viss- an um þetta er þeim öllum hinn mesti styrkur. Drottinn blessi minningu hennar. Vilhjálmur Þ. Bjarnar. Einkalíf Napóleons Octave Aubry: Einkalíf Napoleons. — Magnús Magnússon íslenzkaði. Útgefandi: Prentsmiðja Austurlands, Sevðisfirði 1946. Æfisagnaritun hefir að undan- förnu verið mjög stunduð meðal flestra menningarþjóða.;— Hefir hún nú verið greind nær alger- lega frá öðrum greinum sagn- fræðinnar, enda verður persónu- saga aldrei nema lítill þáttur hinnar almennu sögu. í rauninni hafa flestar ævisögur öllu meira sálfræðilegt en sagnfræðilegt gildi. Margar hinna beztu ævi- sagna frá síðustu áratugum standa á ýmsa lund nær fögrum bókmentum en sagnfræði, þótt stuðst sé við sögulegar heimildir. Svo er um ævisagnarit Stefáns Zveigs og sum rit Lyttons Stracheys. Líku máli gegnir um rit Octaves Aubrys sem ritað hefir þessa merku bók um einka- líf Napóleons og fleiri rit svipaðs efnis. Napóleon Bonaparte, fátæki Korsíkupilturinn, Jakobíninn, hershöfðinginn, keisarinn, drott- inn hálfrar Evrópu, útlaginn á St. Helenu, hefir verið viðfangs- efni óteljandi sagnfræðinga og sálfræðinga, enda eru fárra ör- lög stórbrotnari og dramatískari en hans. Mat manna á honum og starfi hans hefir hins vegar frá öndverðu verið afar misjafnt, og svo er enn. Sumir hafa talið hann hugsjónamann og frelsis- hetju, aðrir samviskulausan tæki færissinna og ævintýramann og einn versta harðstjóra allra alda. Nú á dögurp eru þó flestir sagn- fræðingar og ævisagnaritarar horfnir frá þessum öfgum. Na- póleon var einkennilegt barn ó- venjulegra umbrotatíma, afburða ' maður á fjölmörgum sviðum, en ) þó með margar veilur og skap- bresti. — Flestir munu nú telja, að hann hafi meir látið stjórnast ^ af valdafýkn en hugsjónum, en þó stendur hann að skapgerð og innræti himinhátt yfir því sam- safni skriðdýra, hentisstefnu- manna og svikara, sem hann hafði í kringum sig. Octave Aubry tekur sér fyrir hendur að lýsa einkalífi Napóle- ons og sálarlífi, en ætlar sér eng- an veginn að lýsa stjórnmálasögu Napóleonsáranna, enda er það önnur saga. Rit þetta styðst í öll- um aðalatriðum við sögulegar heimildir, og er auðsætt að höf- undur hefir lagt mikið starf í að rannsaka ævi Napóleons. Þó lík- ist bókin um margt fremur sögu- legri skáldsögu en venjulegu sagnfræðiriti. Yfirleitt er bókin ágætlega samin og líkist um fjör og andríki ævisagnaritum Stef- áns Zveigs. Lýsingin á einmana, stolta og viðkvæma Korsíku- drengnum í herskólanum í Bri- enne verður ógleymanleg. Og á hátindi valda sinna og frægðar er Napóleon í rauninni sami litli Korsíkudrengurinn, fullur skap- brigða, harður og viðkvæmur, grimmur og mildur, hrokafullur og haldinn sárri vanmáttarkend. Fáir af harðstjórum veraldarsög- unnar hafa verið mannlegri en Napóleon og fáir eða engir þeirra eru geðþekkari, þrátt fyrir alt. Mikið er rætt um ástarævin- týri Napóleons og samband hans við konur, og er þar margt til tínt. Minnisstæðust verður lýs- ingin á Jósefínu, fyrri konu Napóleons, en engin kona mun hafa haft eins mikil áhrif á ævi hans og hún. Lýsingin á þessari lauslátu og eigingjörnu, en þó hjartagöðu konu, er snildarleg, alt frá því er Napóleon hittir hana sem hálfgerða vændiskonu í húsi Barras og þar til hún ör- vingluð og yfirgefin af flestum undirritar skilnaðarskrá þeirra. Hjónabandið við Napóleon var henni í fyrstu ekkert nema hags- munasamband, en tilfinningar hennar til hans breytast með tímanum í eins konar ást, að svo miklu leyti sem slík kona gat elskað aðra en sjálfa sig. (Frh. á bls. 8)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.