Lögberg - 29.01.1948, Blaðsíða 7

Lögberg - 29.01.1948, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. JANÚAR, 1948 7 FRA ISTANBUL OG ANKARA Bréfakaflar frá frú Guðrúnu de Frontenay í*6gar de Foníenay sendiherra °9 frú hans fóru héðan vorið 1946, kom það iil orða að þau s^ndu Morgunblaðinu fregnir af v©ru sinni með Tyrkjum. Nú hef- ir Morgunblaðið fengið bréf frá sendiherranum, þar sem hann l®iur vel yfir líðan þeirra þar syðra. en þykir hann hafa verið illa fjarri Heklugosinu og þeim nátiúruviðburðum öllum. Hann ^iður blaðið að flytja öllum kunn ln9ium og vinum kveðjur þeirra l'ióna og láia þá jafnframi viia að póslgöngur þangað suður efi- lr séu sæmilegar, og færi batn- ®ndi. Bréf eru þetta 10—13 daga a leiðinni milli Reykjavíkur og Ankara en blaðasendingar um brjár vikur. ^rn Fonieney hefir seni kunn- Í^gium sínum hér all-mörg frélla réf síðan þau hjón komu suð- Ur iil Tyrklands. Hér birlasi n°kkrir kaflar. sem ialasi hefir *il að Morgunblaðið birii og eru iil Vilhjálms Þ. Gíslasonar skólasijóra og konu hans. Ankara 10. mars. Hér erum við í dásamlegri vor Hðu, líkast hásumri á íslandi °S njótum sólarinnar og hins l®ra fjallalofts. Við erum öll við goða heilsu. Faeðan er þrungin fjörefnum, grænmeti og ávext m í miklu úrvali. — Við borðum avexti með hverri máltíð Preytumst aldrei á því. og en og Hér er lífið með því móti, að veizslur eru fínar og all-fjöl- ^ennar °S glaumur og gleði, en a milli rólegt, eins og maður Vaeri uPpi í sveit. Fer ég því oft snemma að hátta, enda þarfnast j^aður meiri hvíldar hér eima, loftið er svo sterkt eitt. Við lifum yfirleitt mjög eilsusamlega. Það eina, sem ég efi áhyggjur af, er vatnið. Það fr. Sv° hart og loftið svo þurt, að onundið þornar, hversu vel sem a því er hlúð. miskunnarlausar nrukkur setjast í það. Erfitt mál Okkur líður öllum ágætlega. ..höfum sigrast á byrjunar- 0r ugleikunum^ fyrst og fremst erfiðleikum málsins. Tyrknesk- an var algerlega óskiljanleg, og J°ldi af annarlegum og ókunn- nöfnum, sem við þurftum að ®ra, og þau eru snúin. Samt ®rði ég fljótt þau nauðsynleg- stu og nú er ég farin að kunna rafl í málinu. Maður fær ótrú- Q6ga fljótt æfingu í því að skilja S gera sig skiljanlegan. Við ^o um t. d. eldabusku, sem skil- r ekkert nema tyrknesku og ég Seri það stundum að gamni mínu sk'/a*a kana íslenzku, hún efi1 Ur kana eins vei og dönsku a frönsku. — Franska er ann- s mest töluð hér meðal út- mganna. margir lífinu hér með ró og jafn- aðargeði. Veizlur Eg nefndi veizluhöld og mann- fagnað. Tyrkir kunna vel að halda veizlur og gleðjast. Þeir eru fyrirmannlegir og kurteisir, og við höfum hitt hér margt lærðra og gáfaðra manna. Við höfðum t. d. þann heiður, að hafa utanríkisráðherrann og frú hans og fleiri stórmenni í veizlu á dögunum. Við höfum auðvitað tekið á móti mörgum gestum, svona um 80 manns í hvert sinn, og svo smá miðdegisveizlur og hádegisboð. Eg verð að segja að heimili okkar er ekki síður ÍS' lenzkt en danskt. Hér eru marg' ar myndir frá íslandi og spyrja því margir um það, en fáir hafa kunnað nokkur skil á landinu eða haft um það einkennilegar og fjarstæðar hugmyndir, og undrast það að svo fámenn þjóð skuli vera sjálfstæð. Já, hér er margt um dýrðir hjá höfðingjum og fulltrúum lands og þjóðar. Við vorum nýlega í veizlu hjá ráðherra. Þar var eitt af þeim fallegustu matborðum, sem ég hefi séð, knipplingar, silfurdiskar, fögur glös, gull- skraut. Flest af þessu var gamalt, frá tímum hinna miklu soldána. Kræsingar voru miklar og fal- lega framreiddar, svo að unun var á að horfa. — Tyrkir eru á- gætir matreiðslumenn. Eg efast um, að nú sem stendur, á þess- um tímum skorts og ömurleika, sé eins vel borðað í nokkru landi og í Tyrklandi. Hér eru líka margir feitlagnir og þykir ekki löstur eða óprýði, hvorki á konum né körlum. 9inu A tori Her er yfirleitt dýrt að verzla, n®gt að fá mikið og margt. ^ eykvfking^r mundu njóta þess geta keypt hér í Ankara, en o sérstaklega í stóra basarnum 1 Istambúl. ®g er rétt í þessu að koma úr erzlunarferð á torginu. — Það ^ afar skemtilegt, stórt torg, um ^nseg^ af grænmeti, ávöxt- > grjonum og baunum s,em ég , ann ekki nafn á, lifandi hæns, krydd O. s. frv. j Hiistjórinn okkar og Eric litli ara með ,sá fyrrnefndi túlkar og la Par mér við kaupskapinn. — Qarna er mikið líf, hróp og köll g Ur miklu að velja. Þar er argt mismunandi fólk saman °mið, vel klætt eða illa til fara. Vergi hefi ég séð eins fátæklega ^ ®tt fólk, garmarnir stagbættir, 0 a bót ofan, og bera ekki leng r bæturnar. Þetta er ein hlið nísins er ein og'þessu líkt er eitthvað Konungsmóltökur Fyrst ég á annað borð er farin að tala um veizlur, verð ég að segja frá þeirri, sem forsætisráð herrann hélt fyrir konunginn í Transjordaníu. Hún var það fullkomnasta, sem landið gat veitt. Boðið var milli 400 og 500 manns, borgin öll upplýst, ljóskastarar á fallegustu bygg- ingunum og minnismerkjunum. Þegar gestirnir gengu inn í mót- tökuherbergið var sterkum ljós- um varpað á þá ,svo að demant- ar og djásn kvennanna glitruðu og glömpuðu á móti orðum karl- mannanna. Konur þessa lands eru mjög skrautgjarnar og skart miklar, elska sterka liti og allan íburð. — í veizlunni var borðað af gulldiskum og allur borðbún- aður hinn fegursti, frá soldána- tímanum. Konungurinn og fylgd arlið hans var í arabiskum bún- ingum og eru þeir fagrir og taka sig vel út. I hádegisverði hjá persneska ambassadornum hitti ég Sara- joglu, fyrverandi forsætisráð- herra, hann var borðherra minn. Hann er óvenjulega gáfaður og skemtilegur maður. Hann hélt uppi samræðunum við borðið á svo meistaralegan hátt, að ég hefi sjaldan eða aldrei heyrt annað betra. Vona að sjá hann bráðlega hér hjá okkur. Tyrkir eru, held ég, yfirleitt gáfaðir. — Þeir eru skemtilegir, margir spilamenn góðir og bridge mikið spilað. Við Bosporus Uskudor 13. júlí. Við höfum verið í Miklagarði. Það er mikil og fögur borg, með fjörugu og glæsilegu lífi og menningu, listum og bókment- um og fornum minjum.— Hér eru æfintýralegar og fagrar hallir, eins og úr 1001 nótt. Nú erum við flutt ‘hingað — til Uskudor— yfir sundið, Asíu- megin við Bosporus. Búum í gömlu, fallegu tyrknesku húsi. sæll garður, alltaf hægt að finna svalan stað, svo hitinn kvelur okkur ekki. Húsið stendur hátt, útsýnið er með því fallegasta, sem hægt er að sjá. Beint á móti okkur blasir við gamla Con- stantínopel, með Sofiu mosk unni, Ahmed soldáns moskunni, gömlu soldánshöllinni og mína- rettum út um allt. Um sundið er mikil skipaferð og margt um báta, pramma og skemmtisnekkj ur. — Ferðasaga Ankara, 11. nóv Mig langar til að segja ykkur frá ferðalagi, sem við fórum seinni partinn í maí í vor. — Við lögðum af stað kl. 5 um morg' uninn, 2 bílar. Við vorum nokkr- kunningjar saman, útlendir diplomatar og tyrkneskur Amb- assador, sem var heima um tíma. Það var dimmt, þegar við lögð um af stað, en brátt tók að daga og Anatólska hásléttan, ber og hrjóstug með háum fjöllum og löngum, hreinum línum, birtist okkur. Þegar sólin reis úr viðum, vorum við stödd á háu fjalli. — Sólargeislarnir gyltu landslagið dásamlegur friður og tign ríkti yfir öllu. Það var eins og helgi- athöfn, sólin með sínum lífgef- andi geislum vekur jörðina af svefni. Allt andar friði og sam ræmi. Við ókum áfram yfir fjöll og dali, gegnum smáþorp með litl- um leirkofum og fátæku fólki. Brátt fór landslagi ðað breytast. Það varð gróðursælla og betur ræktað. Man ég eftir einu smá- þorpi í fögrum dal, fjöllin voru dumbrauð með gisnum trjá- gróðri og minnti það mig á mál- verk eftir Ásgrím Jónsson, eins og hann málaði síðustu árin, sem ég var heima. Þegar við vorum komin hálfa leið að hafinu varð allt í einu gróðursælla, dalir, vel ræktaðir, með ám, sem gáfu skil- yrði fyrir gróðri. Allstaðar, þar sem vatn er, er gróður. allskonar blómum og svo hafið. fegurð gaf það alls ekki eftir frönsku Miðjarðarhafsströndinni og hafði það fram yfir, að það var ósnert af mannahöndum. — Eg man að ég sagði: “Enginn garðyrkjumaður gæti búið til svona fallegan garð„ hvað mik- ið sem hann reyndi”. Náttúran er öllum fremri, ef hún fær að vinna í friði. Við ókum í tvo tíma á þessum vegi fram með hafinu og komum svo til Yalova, sem er snotur, lítill hafnarbær. “ISLENZK RÉTTRITUN” Við Marmarahaí Næst, þegar við stönsuðum, fundum við að loftslagið var breytt. — Við fundum angan af hafinu. En sú dásemd, eftir sjö mánuði í þurru fjallalofti. Þeir, sem alltaf búa við sjóinn, eiga erfitt með að ímynda sér, hvað breytingin er mikil. — 1 Ankara er afar þurrt, til dæmis, þegar við hengjum þvott til þerris, þornar hann á einum til tveim tímum. Svo komum við til Ismit, sem liggur við Marmarahafið, en hún er talsverð iðnaðarborg. — Þar biðu okkar tveir menn, sem áttu að fylgja okkur, því að við höfð- um fengið sérstakt leyfi til að aka veg, sem annars er lokaður almenningi, vegna þess að þar hefir herinn lokað svæði. Þetta var skínandi fallegt landslag, hæðir, þaktar skógi, Heilsuböð við heilar laugar Þaðan fórum við og skoðuðum Yalova böðin, en þau lét Ata- Turk byggja. Þar eru heitar lind ir, sem eru notaðir til heilsubæt- andi baða og til drykkjar í lækn ingaskyni gegn sjúkdómum. Þar er geisistórt og viðhafnarmikið gistihús með nýtízku aðferðum í sambandi við böðin og væri of langt mál að fara að lýsa því. Þarna var íbúð, sem Ata-Turk hafði notað og stóð hún auð. Hann hafði einnig sitt eigið bað Lyfta gekk niður í kjallarann en þar var stór, hringmynduð laug úr marmara með öllum inn réttingum til baða. — Allt stend- ur þetta óhreift Forsetinn einn getur notað þetta, ef hann kem ur þangað. Þetta er stærsta og íburðarmesta baðhótel Tyrk- lands. Þar eru heitu böðin og Marmarahafið nálægt, svo hægt er að taka sjóböð. Þangað fóru í fornöld stórmenni frá Mikla- garði til að leita sér heilsubóta. Sagt er að hin fræga keisarafrú Þeodosia hafi farið þangað með föruneyti sínu og var það um 4 þúsund manns. Umhverfi er þarna fagurt, en nokkuð innilok að, þar sem þetta er í dal. Þar hlýtur að vera mjög heitt á sumrin. Kvöldfegurð En ferðinni var heitið lengra, svo að eftir tveggja tíma dvöl var aftur lagt af stað. Var nú far ið að halla degi og við fórum aftur inn í landið. Sáum við sól- ina eldrauða og stóra hníga í hafið. Kvöldroðinn gyllti him- inn, haf og hæðir. Kvöldkyrðin ríkti yfir öllu. Við vorum nú orð in þreytt og hætt að tala mikið saman. Það var orðið dimmt og vegurinn snerist í ótal bugðum, óendanlegur, að því er mér virt- ist, upp og niður hæðir. Við sá- um ekki lengur landslagið. — Seinna ók ég oft þennan, sem er skínandi fallegur og liggur um eitt af gróðursælustu héruðum landsins. En í birtunni frá bílljós unum tók ég eftir trjánum með- fram veginum. Þau urðu svo lif- andi, voru ekkert sérstaklega stór, en bolirnir svo einkenni- lega myndaðir, teygðir og snún- ir. Þetta voru olíuviðartré. Að lokum komum við um 11-leytið að áfangastaðnum. Undir þeirri fyrirsögn, er grein Lögbergi 15. jan., eftir P. B., skynsamleg og skilmerkileg eins og vænta mátti. í endi greinar- innar, skilst mér, höfundurinn mælist til að fleiri leggi hér orð belg. Og fyrst það yrðu einu rit aunin fyrir þessa ágætu hug- vekju, ætti enginn að telja eftir sér að verða við ósk hans. En þó ég taki hér í sama streng og P.B., get é gekki lagt þá alvöru og vit til málánna sem grein hans á skilið. Og er vonandi að aðrir verði til þess, rrtenn og konur sem eiga mun hægra um tungu- tak en ég, og sem geta samvizku- samlega ritað heilar blaða-opn' ur, og jafnvel bækur og samið tvítugar drápur án þess að binda sig við málfræði og svokallaða réttritun. Því þannig er flestum löndum íslenzkan í blóð borin. Eins og bone-setters meðal Mennóníta, sem setja beinbrot án þess að hafa hugmynd um hvernig beinið er skapað eða hvort það er brotið, en eru bone- setters af guðs náð. Já, það má svo heita, að heill mannsaldur sé liðinn, síðan um- ferðarkennari á íslandi sagði mér til í íslenzkri réttritjm. Og þó sú tilsögn væri stopul og ég aðeins barn að aldri, gleypti ég í mig heilmargar réttritunar- Jæja, nú er bezt að slá botninn í þetta, þó að margt sé enn ósagt. Hér er svo margt að sjá, fróðlegt og fallegt. En alltaf leitar samt hugurinn heim. Eg bið kærlega að heilsa öllum vinunum í Reykjavík. Mbl., 24. des. Marmari við Lýsuhól í Staðarsveit Um allar jarðir, svo að segja, því Hér er þægilegt, ströndin alveg er nú ver og miður. Samt taka ' fyrir neðan húsið, stór, skugg- Borað hefir verið eftir heitu vatni að Lýsuhól í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Hugmyndin var að fá þar nægilegt heitt vatn til upphitunar skólahúsi. Af jarð- myndunum í yfirborði var álitið að þarna myndi vera allmikill jarðhiti fyrir. 1 einni borholunni sem þar hef- ir verið gerð, var komið niður á marmara, skamt neðan við yf- irborð. Var lag það um 4 metra á þykkt. Marmari ei^ krystall kolasúrt kalk. Hafa marmaramolar fund- ist hér og þar á landinu áður. En ekki er blaðinu kunnugt að nokk ursstaðar hafi marmari fundist svo mikill í stað, að nokkru veru legu nemi. Ekki er heldur vitað hve lag það, sem þarna fannst við borun, er stórt um sig. En áð- ur en það er vitað, er ekki held- ur hægt að segja neitt um það, hvort marmarafundur komi að nokkru gagni. Mbl., 9. des. þessi Maður nokkur hældi sér mjög af því, hve góðir stofnar stæðu að honum. Þreyttist hann aldrei á að vegsama forfeður sína. — Þú minnir mig á óupptekna kartöflu, sagði kunningi hans eitt sinn við hann. — Nú, hvernig ætlarðu að skýra það? — Það bezta af þér er grafið í jörðu. reglur og hlaut 6 við próf! — Og hélt ég þessar reglur vera eins- konar hæzta rétt tungunnar líkt og Helga-kverið var Krist- indómnum og margföldunar- taflan töluvísindunum. Réttrit- un sú sem mér var þannig kennd, munu hafa verið lík og sú, sem P. B. minnist á í upp- hafi greinar sinnar. Voru reglur þær sumar hverjar mjög ein- strengdar, og því auðvelt að fylgja þeim. T. d. mátti aldrei fella úr einn af tveimur radd- stöfum framan við eignarfalls s-ið, hvort sem mér féll það bet ur eða ver. Á þeim árum var ég gott barn og trúði öllu sem mér var sagt. Datt ekki einusinni hug að hnýsast eftir hvort rétt- ritun mín var í samræmi við það sem ég las í bókum. 1 þessu trúnaðartrausti rumskaðist ég fyrst í þessu landi, þegar ég sá J. Magnús Bjamason rita Geysis bygð — með einu g-i. — Þá mun ég hafa mist rétt-trúnað minn á íslenzkar ritreglur. Að minnsta kosti var ég til í alla vantrú í þessum efnum þegar kom í skóla til séra Friðriks Berg- manns. Enda mátti ég taka mig til og af-nema sumt gamalt en læra annað nýtt. Enn lærði ég ýmsar reglur, en nú voru taldar fram margar undantekningar, og voru þær oft mér óskiljanlegar. T. d. skyldi ég nú héðan í frá rita é í stað je og stundum í stað jö. í æsku var mér kennt að rita, gjöra, kjöi, smjör. Nú lærði ég að rita, kjöt, smjör, gera. Aldrei varð mér full ljóst, því þessi þrjú orð lutu ekki sömu lögum, en skildist þó, að væru þessar ágætu fæðutegundir ritaðar smér og ket, mundu þær missa næringargildi sitt! Að leggja þetta og annað á minnið, vor- kenndi séra Friðrik okkur ekki, og lá þó mikið við; gleymdum við boðorðum hans. “Að muna, að muna, þar á ríður lífið sjálft”, var slagorð hans. Ekkert minna! Minnisleysi dróg til dauða, ef það var þá ekki beinlínis dauða- sök. En ég átti bágt með að taka þessu alvarlega, fremur en öðru sem mér hefir verið kennt síðan um tvítugt. Eingin bylting gerð- ist í réttritun minni, en að eins glundroði, sem ég býst aldrei við að greiðist úr, og sem er í fullu samræmi við rit-regluleysi það, sem P. B. kvartar undan. — Tel ég þó víst að séra Friðrik var sér þess ekki meðvitandi, að hann væri að hræra í mér hvað íslenzkar ritreglur snerti, eins og hann hrærði í grautarpotti trn málanna. Var hann þó í orði kveðnu miklu ákveðnari og or- þodox í íslenzkunni, en í trúnni. T. d., var það ósvinna sem gekk glæp næst, að rita nokkra mynd sagnarinnar að hafa eins og hinn- ar, að hefja. Eins var hann rétt- trúaður á “hreint mál”. T. d. var sögnin að brúka óhæf, í flestum tilfellum og í rauninni hið mesta grófmæli. “Við eigum að brúka sögnina, að nola”. Jafnvel vörum séra Friðriks fór hreint mál” stundum út um þúfur. “Þetta er það svívirðileg- asta trikk, sem hér hefir verið leikið”, varð honum eitt sinn að orði þegar hann kom inn í kennslusalinn og sá togleðurskó með tveimur sykurmolum í, sem Fiddi Bjarnason hafði laumað upp á kennaraborðið. Eftir námið hjá Friðrik sat lít- ið í mér af ritreglum þeim, sem ég svelgdi á íslandi, nema sú, að aldrei skyldi rita einn eða fleiri hljóðstafi með breiðu hljóði fyr- ir framan ng og nk. Enn bar ég respekt fyrir þessu grundvallar- lögmáli, sem virtist eins ábyggi- legt og margföldunartaflan. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Ekki leið á löngu, að ég fór að efast um óskeikulleik ng-nk reglunnar. Eg fór að lesa Þor- stein Erlingsson. En eins og menn vita var hann svo viltur, að eingin bönd héldu honum, og þá ekki heldur ng-nk formúlan. 1 fyrstu fannst mér þetta brot Þorsteins jafn óguðlegt eins og innihald kvæða hans. En brátt spiltist ég af öllu saman, og hefi ekki verið hörundsár, í þessum efnum síðan, og stendur á sama þó mér verði á, að stafa sama orðið á fleiri en einn hátt. Og fylgja hér sumar ástæðurnar fyrir þessu kæruleysi mínu: l'. Helztu rithöfundar íslenzku þjóðarinnar virðast ekki binda sig við aðrar ritreglur en sínar eigin, og þær lauslega. T. d. virð ist Þ. E. hafa ætlað sér, að kasta z-unni út úr stafrófinu, þó sézt hún í Þyrnum — 1918 — blað- síðu 151. — “Og þér munu allir unna bezt”. 2. Prentvillur eru svo algeng- ar og sjálfsagðar í Vestur-ís- lenzkum blöðum og bókum, að prentaranum má reikna allar rit- villur til saka, þó höfundurinn sé valdur að þeim. Á hinn bóg- inn þýðir lítið að vanda sig, þeg- ar öllu er útdjöflað í prentuninni hvort sem er. 3. Orðabókarleysi. íslending- ar eru líklega sú eina menning- ar þjóð og bókmenta, sem ekki á sæmilega orðabók yfir móður- mál sitt. Cleasby er orðinn forn- gripur að innihaldi og eins þeg- ar til kaups og sölu kemur. Þá er Zoega bókin, sem ég heyri svo aldrei á minnst, að mér detti ekki í hug svar Árna gamla á Vigri, þegar séra Rúnólfur fór fram á, að hann gengi í Gimli- söfnuð. Nærri má geta hvort þjóðinni skortir lærdóm eða fé til að gefa út sómasamlega orða- bók. Hitt hugsa ég mér líklegra, að þeir sem mestu ráða um þessi efni, kæri sig ekki um að múl- ainda tunguna við dauðan bók- staf, heldur lofa henni að leika lausum hala í fullkomnu frelsi. En þá eru þeir, sem rita frjálsir að stafsetja skrif sín eins og þeim sýnist. En þó manni gremjist orðabókarleysið, er athugavert, að norræn tunga náði góðum þroska löngu áður en Cleasby og Zoega urðu til. 4. Nú orðið liggur mér í léttu rúmi, hverskonar ritreglum sá fylgir, sem eitthvað hefir að segja. Hitt þykir mér mun leið- ara, að þeir virðast oft hafa orð- ið sem lítið hugsa og loðið. Þess vegna get ég varla hugsað mér skrif eftir P. B. svo illa komið af prent og ritvillum, að mér væri ekki bein unun í að lesa það. 22. jan., 1948. J. P. Pálsson 1330 Hampshire Road, Victoria, B. C.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.