Lögberg - 05.02.1948, Blaðsíða 2

Lögberg - 05.02.1948, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. FEBROAR, 1948 TÖÐUGJALDADAGURINN Eftir PALMA í>ó að ég hefði verið mjög hrif- inn af tilhugsuninni um það, að töðugjaldadagurinn væri bráð- lega væntanlegur, gat ég ekki leynt því fyrir sjálfum mér, að kúturinn hans pabba míns árið áður, hafði orðið mér að miklu áhyggju-efni við sama tækifæri. Eg vissi að þessi kútur var nú aftur fullur af brennivíni, og að pabbi minn geymdi hann upp á loftinu yfir smíðaherberginu sínu. Það var heldur ekki nein- um vafa bundið, að hann mundi aftur verða opnaður á hinum eftirþráða töðugjaldadegi. Auð- vitað var honum nú Guð-velkom ið, að taka sér í staupinu, á þess- um degi, en að tæma kútinn til botns, fanst mér að mundi ekki verða honum til góðs. Þessar ályktanir dró ég frá því ,að síð- astliðið sumar, hafði hann orðið sjúkur og rúmfastur á eftir töðu- gjaldaglaðværðinni. — Reyndar var ég aldrei á því hreina, hve mikið pabbi gamli hafði drukkið, því gestir höfðu komið, sem höfðu ekki farið án þess að hafa verið gefið í staupinu. Sérstak- lega var það þó Hinrik frá Tindum sem hafði fengið drjuga sopa úr kútnum. En það var nú annað mál: — Þræta hafði komið upp á milli karlanna um það, hvort brenni- vín væri betra eða verra, ef það væri keypt úr tunnum á kútinn eða þá í tilgerðum flöskum. — Pabbi gamli hafði haldið því fram, að tunnu-brennivínið væri betra, en Hinrik bar á móti því, og hélt fram flösku-brennivín- inu. Að lokum fór svo, að Hin- rik bauð pabba að fylgja sér yf- ir hálsinn og smakka á flöskunni sinni, svona aðeins til saman- burðar. Þetta var nú góð tillaga, og svo fylgdi pabbi gamli Hinriki yfir að Tindum til þess að smakka á flöskunni hans. Ekki leiddi þetta þó til samkomulags, því þegar pabbi hafði smakkað á flöskunni hans Hinriks, þóttist hann hafa óhrekjandi sannanir um það, að brennivínið í kútnum væri betra, og til þess að sanna það bauð hann Hinriki að fylgja sér til baka, og smakka nú aftur á kútn um. . Þessu ferðalagi héldu þeir svo áfram það sem eftir var af deginum fram á miðja nótt, án þess að hafa komist að neinni niðurstöðu né samkomulagi um það, hver þeirra hefði betra brennivín. Eftir hverja ferð, höfðu þeir að meira eða minna leyti gleymt því, hvernig bragð- ið var að kútsbrennivíninu, eða þá flöskubrennivíninu, og svo komust þeir að þeirri skynsam- legu niðurstöðu, að mætast á miðri leið á milli bæjanna, og taka sér sameiginlega sopa úr kútnum og brennivínsflöskunni til náins samanburðar. En þarna fundust svo báðir karlamir stein sofandi, morguninn eftir, og auð- vitað var ekki deigur dropi eftir í flöskunni né kútnum. En afleiðingarnar urðu ekki góðar. Pabbi minn hafði orðið dauðveikur, og ég hafði verið hræddur um það, að hann mundi aldrei komast til heilsu aftur. Og þó ég nú fagnaði komu töðu- gjaldadagsins sem hátíðar, var ég samt mjög kvíðafullur vegna kútsins. Veðrið hafði verið gott alla vikuna en nú var fimtudagur. — Það voru því beztu útlit fyrir það, að taðan af túninu mundi verða að fullu hirt fyrir næst- komandi sunnudag, en það var dagurinn sem mamma hafði sett fyrir “töðugjöldin”. Hún hafði verið önnum kafin við undir- búning fyrir þennan dag, en þrátt fyrir það, hafði hún hjálp- að við heyþurkinn. Eg man eftir því, að ég var að rifja flekk á norðurhluta túnsins, þegar ég tók eftir því, að maður kom gangandi suður yfir mýrina í áttina til mín. Það var auðvit- að sjaldgæft að gestir bæru að garði um miðja viku, þegar allir voru uppteknir við vinnubrögð. Einnig þótti mér það mjög at- hugavert, hvernig komumaður þessi hagaði ferðum sínum. Hann nam við og við staðar, og starði niður fyrir sig. Sveiflaði hann höndum sínum í allar áttir og hélt svo áfram um stundarsakir og nam svo aftur staðar. Þar sem þessi aðkomumaður var ekki langt frá mér, er ég hafði lokið við að rifja flekkinn, ásetti ég mér að bíða eftir hon- um, til þess, að svala forvitni minni um það, hver þessi ein- kenriilegi maður væri. Eg þurfti ekki lengi að bíða, því strax og hann kom auga á mig, gekk hann beint og hiklaust í áttina til mín. Þrátt fyrir sumarhitann sem þá var, sá ég að aðkomumaðurinn hafði þykka skygnishettu á höfði sér og rauðröndóttann ullarklút um hálsinn. Á fótum sér hafði hann verpta leðurskó og sokkar hans voru utanyfir buxnaskálm- umum hans og náðu til knés. — Hann var gráklæddur og voru föt hans talsvert slitin, en þó gata laus eða óbætt. Þegar hann var í 20 feta fjar- lægð frá mér, ávarpaði hann mig á venjulegan hátt og byrjaði svo strax á því að segja mér frá ferð- um sínum. Hann hafði komið frá næsta bæ, og svo hafði hann lagt langa lykkju á leið sína, því hann hafði séð naut sem var að róta upp moldarbarði, og hafði hann óttast að þetta naut mundi ráð- ast á hann, ef að það kæmi auga á hann. Svo leit hann heim að bænum og upplýsti mig um það, að hann hefði ákveðið að dvelja nokkra daga hjá foreldrum mín- um og hvíla sig. “Þú ert sonur Jóns og önnu”, sagði hann, “og ég þekki alt móðurfólk þitt mjög vel. Einar móðurafi þinn frá Bólu, var ágætis skáld og fræði- maður. Það var sagt um hann, að hann hefði “vitað lengra en nef hans náði”, því hann var mjög forspár, og hann var kallað- ur galdramaður”. Við gengum nú áleiðis til bæjarins og á leið- inni talaði hann án afláts og skifti oft um efni, svo það var stundum ekki auðvelt fyrir mig að fylgjast með því sem hann var að segja. Það var ekki fyr en ég var kominn heið að bænum, að ég kom því við að spyrja hann að nafni. Hann nam staðar og starði undrandi á mig, eins og hann gæti ekki áttað sig á því, hvort ég væri með fullu viti. Svo sagði hann: “Eg hélt að allir þektu Símon Bjarnason! Eg er Simon Bjarnason”. Eg roðnaði og leit leit niður fyrir fætur mínar. Eg hlaut að vera framúrskarandi fá- fróður, að hafa spurt þennan mann að nafni, en satt að segja var ég engu nær, eftir að hann hafði sagt mér hver hann væri. En Simon virtist fljótlega fyrir- gefa mér fávizku mína og hélt áfram: “Auðvitað ert þú ungur. Eg hefði átt að taka það til greina. En ég taldi víst að þú hefðir heyrt það, að ég væri á ferðinni og þá að sjálfsögðu mundi líta inn til foreldra þinna. Eg er viss um að þú hlýtur að hafa heyrt getið um Símon Dala-skáld”. Nú opnuðust himn- arnir fyrir mér. Eg hafði marg- sinnis heyrt getið um Símon Dala skáld, en ég hafði aðeins þekt hann með því gerfinafni. — Eg kunni þar að auki fjölda margar af umferðavísum hans sem hann hafði gert við ýms atvik og einn- ig hafði ég lesið margar rímur eftir hann. Eg starði á hann undr- andi og stamaði feimnislega: — “Auðvitað hefi ég heyrt getið um Símon Dala-skáld — en ég vissi ekki að hann væri Bjamason”. — Símon hló. Augu hans voru á- kaflega fjörleg þegar vel lá á honum. “Þú hélzt líklega að ég væri sonur Bólu-Hjálmars’, sagði hann; “margir hafa getið þess til. En þetta álit á víst rót sína að rekja til þess tíma, er ég var tek- inn fastur í Reykjavík, og orti mig út úr fangahúsinu þar. — Eg hafði verið á dálitlu slarki og var auðvitað fullur. Eg sagði þeim að ég væri sonur ’Bólu- Hjálmars, því allir þektu Bólu- Hjálmar. Hann var kraftaskáld. Eg gerði þá þessar vísur: “Sonur Hjálmars ef ég er sem allan tálma greiðir, skulu álma hlynir hér Heljar skálma leiðir. Svo að kvarti sveina val síst með hjarta linu: Ilt og margt ég yrkja skal inn í svartholinu”. Svo dansaði Símon í kringum mig glaður yfir því, að hafa ryf j- að þetta atriði upp í huga sínum. “Þeir voru hræddir við Bólu- Hjálmar og létu mig fara, en vísurnar bárust um alt landið, og oft síðan hefi ég heyrt þess getið til, að ég sé sonur Bólu- Hjálmars”. Auðvitað tóku foreldrar mín- ir vel á móti Símoni og það var engin þörf fyrir hann að biðjast gistingar. Hann var talinn góður gestur. Daginn eftir meiddi ég mig í fæti og varð ófær til verka. Þrátt fyrir eymslin og heltina varð það nú bót í máli, að ég gat ver- ið með Símoni allan daginn. — Símon var að mínu áliti yfirnátt úrlegur maður. Á þeim dögum, hvað mig snerti, var skáldskap- ur Símonar alveg óviðjafnanleg- ur. Engin þjóð heimsins hafði mann sem gat staðið honum á sporði. Að geta kastað öllum hugsunum sínum fram í fögrum stuðlum, var list sem fáir kunnu. Eg hafði margsinnis reynt að gera vísu sjálfur, en það hafði altaf verið örðugleikum bundið, en stundum hafði mér þó tekist það nokkurnveginn. En nú var ég með Símoni og svo gengum við báðir út á túnið og settum okkur niður undir einum bólstr- inum þar. Símon var í bezta skapi og svaraði öllum spurn- ingum mínum með mestu ná- kvæmni. Eg varð mjög hrifinn af þolinmæði hans og vizku. Fyrir þessar ástæður þótti mér sjálfsagt, að ég yrði að gera vísu um hann. Hann var Skagfirðing- ur og auðvitað var það mjög á- ríðandi að það birtist í vísunni. Miðstuðull vísunnar varð því að ríma við skaga, og svo var nafn Símonar alveg nauðsynlegt. Hér var því úr vöndu að ráða, en að lokum, eftir miklar áhyggjur og umsvif, varð eftirfarandi vísa til: Símon fagurt blys sitt bar, bjart um haga jarðar; ýmsir braga öðlingar, eru Skagafjarðar. Eftir að ég hafði haft vísuna yfir með sjálfum mér, til þess að fullvissa mig um það, að allir stuðlarnir væru nákvæmlega réttir, herti ég að lokum upp hugann og hafði vísuna yfir. Þó að þessi vísa hefði nú ekki mikið til brunns að bera, nema ef til vill rímið, hældi Símon mér mjög mikið fyrir vísuna, og svo gerði hann á augabragði þrjár vísur um mig með svipuðu sniði. Nú fanst mér ég vera mikill maður, þar sem Símon hafði ekki ein- ungis hælt mér, heldur einnig gert vísur um mig. Nú fór ég að segja Símoni frá ýmsum kviðlingum sem ég hafði heyrt og virtist hann fylgj- ast vel með flestu því sem ég var að segja honum. Svo varð löng þögn og Símon fór að raula vís- ur fyrir munni sér eins og venja hans var, þegar hann var einn. Eg var að hugsa um það, hvort ég ætti að þora að segja honum frá einu leyndarmáli mínu, sem ég hafði ekki einsinni þorað að minnast á við mömmu mína. Það var ef til vill synd að tala um þetta leyndarmál og því lá það mjög þungt á huga mínum. Að lokum styrktist áræði mitt svo mikið ,að ég afréð að leysa frá belgnum. “Símon, — ég veit nokkuð”, sagði ég. Hann leit upp og hætti að raula. “Hvað þá?” spurði hann. “Passíu-sálmarnir?” Símon starði undrandi á mig. “Hvað gengur að þeim?” “Hefir þú lesið þá?” spurði ég. Nei, það hafði hann ekki gert. Hann hafði aðeins heyrt þá sungna. “Rímið er ekki gott. Eg hefi fundið þar margar bragarvill- ur”. Eg var víst blóðrjóður, og ég hélt höfðinu lágt. “Það er ómögulegt! Hallgrím- ur Pétursson var ágætis skáld”, sagði Símon, og það var auðséð á honum, að hann hélt að ég væri of ungur til þess að dæma um slíka hluti! Það særði til- finningar mínar, og ég gat ekki skilið í því, hvers vegna Símon gat látið sér detta í hug, að ég gæti farið með rangt mál eða verið ósanngjarn í dómum mín- um. Hafði ég ekki gert góða vísu um hann fyrir stundu síðan? Eg sótti því Passíusálmana. Eg hafði markað margar línur sem mér þótti vera stirðar og ekki rétt rímaðar, sem ég las nú og virtist bráðlega, að hann féllist á skoð- anir mínar. En þegar við kom- um að einu erindi í bókinni þar sem “stoð” og “Guð” var rímað saman, þá spratt Símon upp og veifaði höndunum í allar áttir og hrópaði: “Nú er ég alveg hissa yfir Passíusálmunum! ” Þar sem ég hafði nú sannað mál mitt ,varð ég talsvert hróð- ugur yfir þessu. Eg varð nú á- ræðisfullur og öruggur. Eg spurði Símon því, hvort hann hefði lesið Davíðssálmana í Biblíunni. Símon starði imdrandi á mig. Nei, hann mundi ekki eft- ir því, hvort hann hefði lesið þá. Eg hallaði mér upp að bólstrin- um og sagði mjög spekingslega: “Davíðssálmarnir eru miklu verri en Passíusálmarnir. Þeir hafa hvorki rím ná stuðla. Það er enginn efi um það, að Hall- grímur Pétursson var miklu meira skáld en Davíð konung- ur!” Símon hló. Samræðurnar féllu nú niður, og Símon fór aftur að raula vís- ur fyrir munni sér. Mér þótti ákaflega leiðinlegt að hlusta á hann, mest vegna þess, að kvæðastemman hans var í mesta lagi mjög óviðfeldin. Eg ásetti mér því að fitja upp á nýju um- talsefni til þess að brjóta þessa endalausu suðu í honum. “Við ætlum að halda “töðu- gjöldin” á sunnudaginn kemur”, byrjaði ég. Hann hætti að kveða og leit upp. “Töðugjöldin”, sagði hann. “Þá ber nú vel í veiði, hvað mig snertir”. “Mamma hefir bakað sæta- brauð, og svo ætlar hún að hafa rúsínu-velling og svo er nú kút- urinn hans pabba fullur”. Það lifnaði yfir Símoni: “Svo pabbi þinn hefir fullan kút?” spurði hann áhyggjufullur. Það var auðséð á honum, að kútur- inn og það sem í honum var, mundi verða tekið fram yfir sætabrauðið og vellinginn. “Já, það er nú vandinn”, sagði ég, “það er altof mikið af brennivíni í honum”. Símon hló. “Það er aldrei of mikið af því góða”, sagði hann. “En pabbi verður veikur ef hann drekkur of mikið”. — Svo sagði ég honum hvað hefði kom- ið fyrir, við sama tækifæri, síð- astliðið sumar. Símon hlustaði alvarlega á mig en sagði ekkert. Svo fór hann aftur að kveða. En nú stóð mér á sama ym kveð- skap hans. Eg var að hugsa um A förnum vegi Jólin nálgast — þess þarf eng- inn að ganga dulinn. Hvarvetna er önn og ys — á heimilunum, í verksmiðjunum og í búðunum. Alsstaðar er meira en nóg að gera fyrir jólin. Ríkisútvarpið byrjaði líka flutning jólakveðjanna í gær- kveldi — óvenjulega snemma óþarflega snemma mætti jafnvel segja, því að fáir munu kjósa að fá jólakveðjuna sína þremur dögum fyrir jól, þó að Grænlend ingar verði að sætta sig við það. En hvað um það — það fylgir sami hugur kveðjunum, þótt ríkisútvarpið íslenzka sé kanske helzt til snemmbært í þetta skipti. Og fyrstu kveðjurnar þrjár, sem fluttar voru 1 þetta ' skipti, voru frá þremur ágætum íslendingum í Vesturheimi — Ásmundi P. Jóhannssyni í Winni peg, Gunnari Pálssyni í New York og Richard Beck í Grand Forks. Allir þessir menn eru vel flestum Islendingum hér heima kunnir, enda tengdir Islandi böndum órjúfandi tdyggðar. Mér þótti það gaman, að fyrsta jólakveðjan, sem flutt var skyldi einmitt vera frá Ásmundi P. Jóhannssyni. Eg þykist hafa nokkurt hugboð um það, hvaða tilfinningar liggja bak við hin einföldu orð kveðjunnar. — Eg vona, að allir, sem til þekkja og hana heyrðu, hafi móttekið hana eins og bar. Ásmundur P. Jóhannsson er Húnvetningur að ætt, og er einn þeirra mörgu íslendinga, sem ungir fóru févana vestur um haf. Hagur hans rýmkaðist, þeg- ar fram í sótti. En hann gleymdi aldrei landinu sínu gamla, og og hefir á ótal vegu verið einn af þess traustu hjálparhellum og ágætu málsvörum og fulltrú- það, að ef til vill mundi Hinrik ekki hafa flösku þetta sumar og svo mundu þeir verða þrír um kútinn, pabbi minn, Símon og Hinrik, og svo mundu gestir koma, sem líka mundu fá sopa úr kútnum. Það mundi hjálpa til þess, að pabbi mundi ekki drekka of mikið. En Símon hætti alt í einu að kveða. “Hvar er kúturinn”, spurði hann. Eg sá á augabragði við hvað hann átti, og mér kom ráð til hugar: Hvemig væri, ef að ég léti Símon taka sér fáeina sopa úr kútnum. Það mundi verða stig í þá átt, að pabbi minn mundi ekki eiga kost á því, að drekka of mikið, og eftirköstin mundu því ekki verða svo vond. En Símon virtist lesa hugsanir mínar. Hann beygði sig yfir mig og sagði: “Einn eða tveir sopar af góðu brennivíni mundi koma sér vel einmitt núna”. Hann sletti tung- unni í góminn og það hlakkaði í honum. Hann þurfti ekki að biðja mig um þetta tvisvar sinn- um. Eg sótti kútinn og Símon tók við honum feginsamlega. En ég hafði gleymt kopar-ílátinu sem pabbi minn hafði altaf með sér þegar úr kútnum var drukk- ið. Símoni tókst fljótlega að ná tappanum úr honum, en það var nú ekki alt þar með búið. Þegar hann vildi fá sér sopa úr kútn- um, varð hann að drekka af lögg hans og þar sem hann gat ekki haldið kútnum nógu stöðugt, streymdi mesti hlutinn af brenni víninu niður báðum megin við munnvik hans. Símon drakk brennivínið eins og vatn en þeg- ar ég benti honum á það, að hann spilti svo miklu af því nið- ur í föt sín kom honum ráð til hugar. Hann lagði sig niður á bakið og hélt munninum opnum, svo hélt hann kútnum hér um bil í 8 þumlunga fjarlægð yfir sér og svo lét hann brennivínið streyma af lögg kútsins í munn- inn á sér. Á milli drykkja var Símon ákaflega fjörugur og talaði í stuðlum og vísum. Bráð- lega fór ég að óttast að hann um. Hann er einn þeirra Vestur Islendinga, sem hvað oftast hef- ir vitjað gamla landsins, og ég hygg, að hann sé einn þeirra manna vestra, er allra bezt fylg- ist með hverju einu, er við ber hér heima. Það sætir undrum, hversu vel honum er kunnugt um allt, sem hér gerist, jafnvel hina smæstu viðburði. Það er því áreiðanlega oftar en á jólun- um, sem hugur hans hvarflar hingað heim yfir slétturnar og þetta þúsund rasta haf, sem skil ur löndin. Ásmundur P. Jóhannsson er nú orðinn aldraður maður og van- heilsa tekin að þjá hann.. Mér er ‘ þó ekki grunlaust um, að hann kunni að hugsa enn til íslands- ferðar og víst yrði honum vel fagnað. En hvað sem því líður, þá er ég viss um að jólakveðjan hans í gær hefir vakið í hugum margra þær öldur, sem ekki hafa brotnað fyrr í vesturborginni við Rauðá, þar sem hinn aldni Miðfirðingur situr á friðstóli. J. H. Tíminn, 22. des. 1947. Þeir VITRU sögðu: George Meredith: “Ef þú sigr- ast á óttanum við dauðann, ert þú orðinn eigandi að lífi þínu”. Höjberg-Christensen: „I tóm- stundum mínum leita ég hælis í þeirri einu tilveru, sem að mínu viti er fullkomin, en það er heim ur tónlistarinnar. Þegar við hlustum á Adagio eftir Beet- hoven eða Mozart, er sem hlið himinsins opnist fyrir okkur”. E. P.: “Jafnvel þótt þú sért á réttri leið, munt þú verða troð-N inn undir, ef þú tekur upp á því að hvíla þig á miðri leið”. Samtíðin. mundi tæma kútinn að fullu, en það var ekki ætlan mín, því pabbi gamli átti það sannarlega skilið, að fá sér í staupinu á töðugjaldadaginn. Það hafði að- eins vakað fyrir mér, að hann drykki ekki of mikið. En brenni- vínið tók fljótlega hald á Símoni. Hann varð fjörminni og svo fór hann að hixta og að lok- um lagði hann kútinn frá sér og fleygði sér flötum á grúfu niður undir bólsturinn, og þaðan hreyfði hann sig ekki það sem eftir var af deginum. Eg tók nú kútinn og lét tappann í hann og hristi hann. Eg gladdist við það, að talsvert var enn eftir í hon- um. Eg hrúgaði nú heyi allt í kringum Símon, og skildi svo við hann að ekkert sást af honum. Um kveldið var ég spurður hvar Símon væri, en ég lét fátt yfir því, en gat þess til, að hann gæti hafa farið til næsta bæjar. Um nóttina læddist ég svo út, til hans til þess ,að grenslast um, hvernig honum liði en hrotumar í honum fullvissuðu mig um það, að alt væri í lagi. Morguninn eftir þegar pabbi fór að binda heyið í bólstrinum og fann Símon þarna í heydyngj- unni, sá ég á svip hans, að hann var fljótur að geta þess til, hvað skeð hafði, en hann sagði þó ekkert. Hann tók Símon heim í bæinn og eftir að Símon hafði drukkið nokkra bolla af góðu kaffi, hrestist hann bráðlega. Daginn á eftir var sunnudag- ur; það var töðugjalda-dagurinn. Eg át mikið af sætum kökum og svo rúsínuvellinginn. En Símon, Hinrik og pabbi minn, sátu yfir kútnum og svo hafði Hinrik flöskuna sína með sér, og þar sem þeir voru nú þrír, var geng- ið til atkvæða um það, hvort brennivín væri betra í kútum eða í flöskum. Símon greiddi at- kvæði með kútnum svo Hinrik varð í minnihluta. Allir voru í bezta skapi í þessu samsæti, en seinna var ég hróðugur yfir því, og þakkaði sjálfum mér það, — og Símoni gamla, — að enginri þeirra var sjúkur daginn eftir töðugjalda-daginn í þetta sinn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.