Lögberg - 05.02.1948, Blaðsíða 1

Lögberg - 05.02.1948, Blaðsíða 1
Cleaning Insiiiution PHONE 21 374 vlc& Cleaning Insiiiuiion 61. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 5. FEBRÚAR, 1948 NÚMER 6 Einn hinn mesti leiðtogi og aðalsmaður í ríki andans myrtur Síðastliðinn föstudag gerðist það harmsefni í borginni New Delhi á Indlandi, að Mohandas K. Gandhi, “hinn mikli andi” í sjálfstæðisbaráttu Indverja, eins og hann alment var kallað- ur, var skotinn til bana, er hann venju samkvæmt var að daglegri bænagerð. Svo má segja að lið- inn sé mannsaldur frá þeim tíma, er nafn þessa sérstæða höfðingja í ríki andans komst á hvers mann varir vegna þeirrar einstæðu aðferðar, er hann beitti í baráttunni fyrir sjálfsforræði þjóðar sinnar; vopn hans voru hvorki af stáli ger, né heldur byrgði hann útsýn með púður- reyk; grunntónninn í vitundarlífi hans var trúin á mannhelgina og eilífðarréttlætið, óhvikul vissa um það, að sérhver framtíðar- sigur yrði að vinnast með rökum og vopnum andans; hann stóð í órjúfandi samböndum við hin æðri máttarvöld og sótti þangað heildarsýn yfir viðhorf viðfangs- efna sinna, skilning og endur- nærðan þrótt; hann stóð langa ævi í brjóstfylking sannleikans með sigurvissu hins guðlega manns fagurmótaða um brá og enni. Ævi indverska leiðtogans, sem myrtur var svona rétt fyrir mannleg leiðarlok, var lærdóms rík fyrir samtíðina, þótt vænti megi að árangurinn af göfugu lífsstarfi hans nái enn fastari tökum á þeim kynslóðum, sem eru ófæddar og landið eða lönd- in, eiga að erfa. Nýr og fullkominn bílvegur Mannvirkjaráðherra fylkis- stjórnarinnar í Manitoba, Mr. Errick Willis, kunngerði þann 27. janúar, s.l., að stjórnin hefði nú bundist fastmælum um það, að leggja hinn nýja og full- komna bílveg milli Winnipeg °g Emerson vestan verðu Rauð- ar; togstreita yfir því hvar veg- urinn skyldi lagður, hefir tilfinn anlega hamlað framkvæmdum í þessu nauðsynjamáli; jafnskjótt °g snjóa leysir í vor, verður hafist handa um undirbúning að lagningu vegarins; áætlað er að það kosti fylkissjóð $4.681,000 að fullgera veginn. Utflutningsbann í efri málstofu þjóðþingsins í Washington hefir verið lagt fram frumvarp til laga, er í þá att gengur, að Bandaríkin banni með öllu útflutning hverskonar olíutegunda fyrst um sinn þaðan landi. Canada kaupir árlega bgrynnin öll af olíu í Bandaríkj- Unum, og myndi það því óhjá- hvaemilega hafa alvarleg áhrif á iðnframleiðslu canadisku þjóðar- lnnar ef aðflutningsbann á olíu að sunnan kæmi til fram- kvæmda. Verzlunarmálaráðherra sam- bandsstjórnarinnar, Mr. Howe, skýrði frá því í þinginu, að canadisk stjórnarvöld reyndu alt, sem í þeirra valdi stæði til að afstýra áminstu útflutnings- banni. Fögur kirkjuathöfn Við afar fjölmenna guðsþjón- ustu í Fyrstu lútersku kirkju, er þeir séra Eiríkur Brynjólfsson og séra Rúnólfur Marteinsson, tóku þátt í, gerðist sérstæður og sögulegur atburður í sögu safn- aðarins, en þá skírði séra Eirík- ur yngri son þeirra hjóna, sem hlaut í skírninni nafnið Guð- mundur, sem er nafn móðurföður hans; frú Brynjólfsson hélt syni sínum undir skírn, en skírnar- vottar voru systir séra Eiríks og systir frúarinnar, A. S. Bar- dal, Elín Sigurðardóttir úr Reykjavík, Miss Dolores Ey- lands, Dr. W. Wengel og Lincoln Johnson forseti Fyrsta lúterska safnaðar. Mrs. Lincoln Johnson söng fagran einsöng, og söng- flokki safnaðarins tókst einnig með ágætum. Að lokinni guðs- þjónustu og hinni eftirminni- lega fögru skírnarathöfn, buðu prestshjónin hinum mikla mann- fjölda til ánægjulegrar og rík- mannlegrar skírnarveizlu í sam- komusal kirkjunnar, þar sem hvorki skorti gleði né góðan fagnað; bauð séra Eiríkur gesti velkomna með sínu hlýja og laðandi viðmóti; auk hans tóku til máls frú Lovísa Guðmunds og Lincoln Johnson. Blandaður söngflokkur undir stjórn séra Eiríks skemti með því að syngja nokkur íslenzk lög. Fjársöfnun hafin til kaupa á björgunarflugvél Sama kvöldið og fréttin barst um hina frækilegu björgun á skipshöfn enska togarans ‘Dhoon’ undir Látrabjargi, voru saman komnar nokkrar brezkar og ís- lenzkar konur hér í bænum. — Barst þá 1 tal sú hugmynd, að íslendingar þyrftu að eignast flugvél, sem heppileg væri til björgunar á sjó og landi, t. d. helicopter. Konurnar létu ekki sitja við orðin tóm, heldur lögðu fram sinn skerf til þess að leggja und- irstöðu að almennri fjársöfnun til þess að kaupa slíka vél, og var ákveðið að afhenda Slysa- varnafélagi Islands það fé, sem þarna kom inn, allt að einu þús- undi króna, og fara þess á leit við félagið, að það gengist fyrir fjáröflun í þessu skyni, svo hefj- ast mætti handa um að koma þessari hugmynd í framkvæmd. Allir landsmenn munu vera sammála um nauðsyn þessa máls, og er það gleðilegt, að þeg ar skuli vera hægt að gefa fólki kost á að leggja fram fé til kaupa á hentugri vél til björgunar. Að sjálfsögðu mun félagið beita sér fyrir söfnun þessari og taka á móti gjöfum frá almenn- ingi. Alþbl., 22. des. Sagan um Jón Gerreksson komin út Skáldsaga Jóns Björnssonar um Jón Gerreksson Skálholts- biskup er nýlega komin út hjá Helgafelli í íslenzkri þýðingu höfundarins sjálfs, en Jón vann að sögu þessari í mörg ár og frumsamdi hana á dönsku. Skáldsaga þessi er 333 blaðsíð- ur að stærð, í stóru broti og prentuð á drjúgu letri og því með stærstu . skáldsögum íslenzkra höfunda. Skáldsagan um Jón Gerreks- son var þriðja sagan, sem Jón Björnsson samdi á dönsku, og vakti hún mikla athygli í Dan- mörku og víðar á Norðurlönd- um og hlaut góða dóma í blöð- um og tímaritum. Þetta er önn- ur skáldsaga Jóns, sem kemur út á íslenzku, en hin fyrri var Heiður ættarinnar, ein af skáld- sögunum í bókafl. Nýjum penn- um. Auk skáldsagnanna hefir Jón hlotið vinsældir fyrir barna bækur sínar, en hin kunhasta þeirra, Leyndardómur fjallanna, kom út fyrir skömmu í íslenzkri þýðingu á vegum Draupnisút- gáfunnar. Alþbl., 22. des. Fyrrum dómari látinn Síðastliðinn laugardag lézt að cimili sínu í Burlington, Ont., avid Bruce Harkness, fyrsti órnari í unglingarétti Manitoba ylkis, nálega áttræður að aldri; raman af fullorðinsárum sínum §egndi hann prestsembætti og varð landskunnur fyrir afskipti Sln af mentamálum. á kornhlöðum Blaðið Winnipeg Tribune s ýrði frá því á laugardaginn þ. • janúar s.l., að sameinuðu korn óðufélögin í Manitoba og Uni- ed Grain Growers félagið, hefðu eypt kornhlöður Reliance korn aupafélagsins í Sléttufylkjun- Um fyrir $3.750.000. Hugulsemi við Mr. King Einn af Liberalþingmönnum Quebec-fylkingarinnar í sam- bandsþinginu, hefir sýnt Makenzie King þá hugulsemi að stinga upp á því, að hann verði hinn fyrsti al-canadiski land- stjóri í Canada, eftir að hann láti af forustu Liberalaflokksins og forsætisráðherraembættinu; — þetta lætur óneitanlega vel í eyra, en hvers ætti þá Alexander vísigreifi að gjalda, sem enn hef- ir hvergi nærri hálfnað land- stjóratímabil sitt hér? Ætlar Quebec að veita honum heim- fararleyfi upp á eigin reikning? Félag mjólkurframleiðenda í vikunni, sem leið hélt félag mjólkurframleiðenda Manitoba- fylkis ársfund sinn, við mikla að- sókn og fjörugar umræður; á fundinum kom það meðal ann- ars í ljós, að á árinu, sem leið nam verðmagn mjólkurafurða innan vébanda fylkisins frek- lega 32 miljónum dollara. ÞRJÚ KVÆÐI Eftir Kristján Einarsson frá Djúpalæk H Ö N D Höndin er blá og bólgin, bognir fingur og hnýttir, kartnögl sprungin í kviku, knúar marðir í sárum. Sótið situr í sprungum, sigg eru hörð i lófa, höndin er velkt í vosi, veröld tók fast á henni. Þó hefir engin önnur ' innilegar né hlýrra verið lögð yfir ljósa lokka mína en þessi. Æ V I N T Ý R I Heyr ævintýrið eina um orminn milli steina, sem lá í mosans ló í leiðslukenndri ró og dreymdi daggarhreina drauma. En feigðin bjó í skóg. Því lítil telpu-táta á tölti var með dáta að skoða blóm í skóg. Hún skríkti, söng og hló, og lézt ei vilja láta sig leiða, en vildi þó. í skóg. Pg orminn áður en varði hún undir hæli marði. En mosans mjúka ló tvö mannsbörn að sér dró. Og undir grónum garði hún gaf sig dáta og hló. í skóg. M O R Ð Á hverjum morgni mætti ég honum, manninum með gráa hárið, signar axlir, bogið bak. Það var eins og fúaflak flyti hjá í morgunsárið. En sú kvöl, að mæta manni, mánuð, ár á sama vegi, döprum manni, er dagur rann. Og ég fór að hata hann, heiftin óx á hverjum degi. Hvílík raun, að mæta manni, morgun hvern, já ævinlega sama manni á sömu stund. Og ég skaut ’ann eins og hund. Augun voru djúp af trega. Hvalf jarðarsíld seld til Þýzkalands Þjóðverjar sækja hana sjálfir og verðið er nálægt 50 krónur fyrir mál Nú er búið að semja um sölu á verulegu magni af Hvalfjarð- arsíld til Þýzkalands, ef sú veiði heldur áfram. Stendur til að síldin verði flutt út ísvarin með togurum, sem Þjóðverjar senda hingað sjálfir til að sækja hana. Hefir íslenzk samninganefnd verið í London að semja um fisk- og síldarsöluna. Er hún skipuð sendiherrunum Stefáni Þorvarðs syni og Thor Thors, og Sigur- steini Magnússyni ræðismanni, og auk þeirra taka þátt í viðræð Frá Ottawa Síðastliðinn laugardag var frumvarpi sambandsstjórnar um sparnaðarráðstafanir varðandi amerískan gjaldeyri, vísað til nefndar með 14 atkvæða meiri- hluta; megin andstöðuflokkar stjórnarinnar, C.C.F. og íhalds- menn, ásökuðu stjórnina um það, að koma ekki fram með frumvarpið fyr en eftir dúk og disk, eftir að óhægra væri að koma við sparnaðarráðstöfunum, en ella myndi verið hafa; fram- sögumenn Liberala töldu slíkar ásakanir rakalausar firrur. — Mr King lýsti yfir því á mánudag- inn, að stjórnin hefði ákveðið að skipa þingnefnd úr öllum flokk- um til þess að íliuga dýrtíðar- unum Björn Ólafsson, Kjartan Thors og Davíð Ólafsson. Ekki er blaðinu fullkunnugt um verð það, sem fæst fyrir síld ina, en þó mun það ekki verða mikið undir 50 krónum fyrir málið við skipshlið. Ef að þýzku flutningaskipin geta tekið við síldinni beint úr bátunum, ætti enginn aukakostnaður að þurfa að leggjast á síldina. Fyrstu skipanna, er sækja síld, er von í næstu viku. Tíminn, 18. des. málin og koma fram ábyrgð á hendur þeim, sem sekir kynnu að hafa gerst um okurgróða. Frumvarp um lífeyri Rétt fyrir mánaðarmótin af- greiddi neðri málstofa brezka þingsins við þriðju umræðu frumvarp stjórnarinnar um 200.000 ensk pund árlegan líf- eyri til Elizabetar ríkisarfa og manns hennar Philips hertoga af Edinburgh; frumvarpið sætti allsnarpri mótspyrnu af hálfu hins róttækara fylkingar-arms verkamannaflokksins, er taldi fjárhæðina óþarflega háa; talið er víst, að lávarðadeildin af- greiði frumvarpið umræðulaust. Ur borg og bygð Deildir eldra kvennfélagsins Númer 1 og 2 efna til “Silver Tea” og sölu á heima tilbúnum mat, í neðri sal Fyrstu Lútersku kirkju, fimmtudaginn 19. febrú- ar, eftir miðdaginn og að kveld- inu. — Heimsækið konurnar og komið með vini ykkar. ♦ Heimilisiðnaðar-félagið heldur næsta fund á þriðju- dagskveldið 10. febrúar, að heim ili Mrs. A. R. Clark, 684 Gar- field St., fundurinn byrjar kl. 8 eftir hádegi. Til kaupenda Lögbergs, sem skipta um heimilisfang Langt of oft kemur það fyrir, að kaupendur blaðsins, sem skipta um heimilisfang sendi nýja áritun, en nefni eigi þá póststöð, er þeir fluttu frá; þetta veldur oft óþörfu vafstri á afgreiðslu, leiðir til þess að stund um eru tvö blöð í sömu viku send sama kaupandanum, og ger- ir það að verkum að ekki er hægt að leiðrétta áskrifendalistann fyr en seint og síðar meir eftir óþarfa fyrirhöfn. — Þeir kaup- endur, sem skipta um bústað, eru því hér með vinsamlegast ámint- ir um, að gera afgreiðslu blaðs- ins eigi aðeins aðvart um sinn nýja bústað, heldur einnig hver áritun þeirra var næst á undan. -♦ Mr. Sam Brand kom austan frá Toronto á fimtudaginn var á leið til Vancouver, þar sem húnn mun dvelja í óákveðinn tíma. — ♦ Rev. R. Marteinsson will speak on his early mission work for the Icelandic Synod, at the meeting of the Junior Ladie’s Aid of the First Lut- heran Church on Tuesday, Feb. 10., at 2.30 p.m. in the church parlors. í öndverðum janúarmánuði síð astliðnum lézt í Reykjavík As- geir Ingimundsson Blöndahl, 67 ára að aldri, ættaður úr Húna- þingi; hann dvaldi um all-langt skeið vestan hafs, lagði fyrir sig málaraiðn; hann kom hingað vestur um haf fyrir ári síðan í heimsókn til barna sinna, sem öll eru búsett vestan hafs og annara samferðamanna og vina, og sýnd- ist þá upp á sitt bezta. — Ásgeir heitinn var vel gefinn um margt, söngfróður og vel ritfær; hann var gleðimaður og skemtinn í sinn hóp, en þó harla þunglynd- ur annað veifið; krabbamein varð honum að bana. Mr. og Mrs. Th. J. Gíslason frá Morden voru stödd í borginni í byrjun vikunnar á leið suður til Chicago í heimsókn til ættingja og vina; þau ráðgerðu að verða nálægt þriggja vikna tíma að heiman. Jackson, Mich., 30. jan. 1948. Kæri ritstjóri! Við sem lifum svo langt frá slagæðum íslenzkra viðburða, vit um ekki fyr en seint og síðar- meir hvað er að gerast ykkar á millum sem lifa nálægt hjartanu. Fyrir einhverjar ástæður hefir Lögberg stundum komið í mínar hendur þremur vikum á eftir tímanum. Á síðustu blöðum blaðsins sé ég að allir hafa “skotið að Baldri hinum góða”, okkar ágæta Dr. Sig. Júl. Jóhannes- syni, í tilefni af 80 ára afmæli hans. Mig langar því til að senda honum mitt skeyti og það á ekki að verá Mistilteinn. Skeytið er svona: Elli flýir — ársól skín, örvun nýja sporsins: Átta-tíu árin þín anda hlýju vorsins. Með hughlýrri kveðju til þín herra ritstjóri, er ég þinn í einlægni A. Pálmi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.