Lögberg - 05.02.1948, Blaðsíða 7

Lögberg - 05.02.1948, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. FEBRÚAR, 1948 7 Margrél Indriðadóitir: Spjallað við gamlan Akureyring Heimsókn í íslenzka elliheimilið á Gimli Það var sólskin og hlýtt í veðri þegar við Ingibjörg Jónsson, kona Einars Páls, ritstjóra, kom- Um að “Betel”, íslenzka elliheim ilinu á Gimli. Gamla íólkið sat uti á svölunum og naut veður- blíðunnar. Eg spurði eftir Páli Magnússyni. Vissi að hann var gamall Akureyringur og ætlaði sð reyna að veiða eitthvað upp Ur honum um Akureyri “til forna”. — Hér er hann, var svarað þeg ar í stað, og lágvaxinn, knáleg- Ur maður, með glettnisblik í aug um, reis á fætur og gekk á móti ^oér með útrétta hönd. Eg sagði til nafns míns og gat Þess um leið að ég væri frá Ak- Ureyri. Æ, blessuð dúfan, ertu frá A-kureyri! Komdu margblessuð °g gjör svo vel og fáðu þér sæti Mér hafði aldrei áður verið tek ið svu vel vegna þess eins, að ég væri Akureyringur, svo að nær ®t, að mér hlýnaði um hjarta- rmturnar. Eg þáði boð Páls og við tylltum °kkur niður. farið í skemmtiferðir um helg- ar — í Skóginn eða að Goðafossi. Við fórum alltaf ríðandi, auðvit- að. Oft var skilin eftir lögg í flösku uppi á Vaðlaheiðarbrún- inni, til þess að fá bragð í heim- leiðinni. Fjölbreytt hljómlistarlíf Eg heyri að þú hefir verið söngmaður góður? Ó-jæja. Eg söng heilmikið — en hvað vel veit ég ekki. Við Jón Laxdal, tónskáld, lærðum orgel- leik og tónfræði hjá Bjarna Kristjánssyni, skósmið. — Tveir kórar voru starfandi í bænum, karlakórinn “Hekla” og “Gýgja”, blandaður kór. Magnús Einars- son, organisti, var stjórnandi þeirra beggja. ■— Eg tónaði oft við aftansöng í kirkjunni, einn eða með öðrum. Einu sinni man ég að ég tónaði með Guðrúnu Guðmundsdóttur, sem gift var Guðmundi skósmið. Öðru sinni með Aðalsteini Friðbjörnssyni, mági mínum, sem var ágætur söngmaður. — Eg söng lengst af kirkjukórnum líka. Ljótur dansinn í Ameríku Spilaðirðu aldrei á dansleikj- um? — Eg lék bæði á harmoniku og fiðlu. Við Friðrik úrsmiður Þor grímsson skiptumst oftast á að leika fyrir dansinum. — Eitthvað þótti mér dansinn heima fallegri en hér. Þetta er enginn dans, þessi ósköp. Rétt með herkju- brögðum, að fólk mjakast úr sporunum. Og hreint gekk fram af mér, þegar ég sá auglýstan hér fjósdans, skömmu eftir að ég köm. Fór samt á einn slíkan dansleik fyrir tveimur árum og skemmti mér vel. Hefi alltaf gaman af að fá mér snúning. Var ekkert fleira sem þér þótti skrítið hér vestra? — Jú. Eg var stórhneykslaður þegar ég fór í fyrsta sinn í kirkju, og sá þá ganga með bauk og betla — í sjálfu guðshúsinu. Einnig þótti mér fyrsta aðfanga- dagskvöldið hér lítið hátíðlegt. Allar búðir opnar og allir skemmtistaðir — engin jóla- helgi. Hvernig stóð á því að þú fórst vestur? — Árið 1901 datt þetta í mig allt í einu. Eg hélt að það myndi ef til vill betri framtíð fyrir börnin hér. Eg kvæntist heima. Guðnýju Friðbjarnardóttur, dótt ur Friðbjarnar Steinssonar. Við eignuðumst 6 börn, sem öll eru fædd heima og skírð af sr. Matthíasi. Biður að heilsa AkureyTÍ Hefir þig aldrei langað heim? — Jú, mig hefir alltaf langað til þess að skreppa heim. Kunn- ingjarnir á Akureyri eru víst farnir að týna tölunni. Axel Schiöt er góður vinur minn. — Sendir mér alltaf bækur og blöð annað slagið. — Aðrir kunningj- ar, sem ég -man eftir í svip, eru Jóhann Thorarensen, Björgvin Guðmundsson, tónskáld, Gunn- laugur Tryggvi, Lárus Thoraren- sen og Kristján Helgason hjá Kea. Þú skilar kærri kveðju til þeirra — og til Akureyrar, fyrir míg. Hver veit nema ég eigi ein- hverntíma eftir að koma þangað. Hver veit, Páll minn? Mbl., 25 sept. WENNER-GREN (Frh. af hls. 3) kattarklær — aðeins átta eintök til í heiminum, — og Haringen var í sannleika Paradís dýranna. Þar spásséruðu tignarleg rádýr um garðinn, þar skriðu fjarlend- ar nöðrur um sandstígana, en “minnsti api heimsins brölti á gimsteinaskrýddum handleggj- um frú Marguerite. Þegar júnísólin fór að ylja kom það fyrir að fólki var boðið rádýraveiðar, en vegna þess hvé húsmóðirin var mikill dýra- vinur var ekki leyft að skjóta dýrin heldur aðeins að hlaupa með kvist í héndinni og segja “hviss!” hviss!” og þá hlupu dýr- in inn í runnana. I höllinni þarna sem Sóti bjó hittu í þetta skipti alvarlegan fjármálafursta, sem með djúpri Kassandraraust skýrði þeim frá að hann væri sænskur, og undir núverandi kringumstæðum, sem væru alvarlegri en flesta grunaði, vildi hann vera nálæg- ur, ef á þyrfti að halda . . .” En strax 17. mars gátu blöðin skýrt frá því, að vegabréfaskoð unin á Billtofta-flugvelli hefði stimplað passa Axels Leonard Wenner-Grens til útlanda. “Stór vægilegt tilefni”, sagði hann. Og þegar stórvægilega tilefnið varð staðreynd, 9. apríl, var Sví- inn, sem vildi vera nálægur, ef á þyrfti að halda, kominn aftur til Bahamaeyja, á rólegan stað, á 12. öld og bæði Gustav Vasa og þar sem flugfiskarnir léku sér fæddur f Indriðahúsi Þú ert fæddur og uppalinn Akureyri? ~~ Já, rétt er það. Er fæddur arið 1864 í Indriðahúsi, sem svo Var kallað, og var skajnmt fyir- lr sunnan gömlu kirkjuna. For- eldrar mínir voru Magnús Jóns s°n, ættaður af Siglunesi, og Guðrún Jónsdóttir, ættuð úr ^kagafirði. Á Akureyri dvaldi e§ þar til ég fór til Ameríku 1901. 300 íbúar — ^ hús á Oddeyri Hvernig var umhorfs í bænum a þeim árum? ~~ Eg man fyrst eftir Akureyri l^gar þar bjuggu einar 300 sál- Nú kváðu íbúarnir vera um 000. Þá tilheyrði Oddeyri ekki Akureyrarbæ. Mig'minnir að þá afi aðeins verið tvö hús þar: Gránufélagshúsið og Lundur. ótin tengdi saman Oddeyrina innbæinn. Þá var aðalbærinn |nni í fjörunni. Á Torfunefinu, Par sem hjarta bæjarins er nú, v°ni grútarhúsin. óþefinn úr Peim lagði um allar jarðir. — a þurfti maður ekki að klífa 112 -?. þrep til þess að komast 1 guðshús. Þá var enginn Lysti- gurður, og mjög lítið um allan Irjágróður. — Barnaskólinn, sem fg gekk í, var í Indriðahúsi. — ^nnari minp var Halldórsson. Man því miður ekki fyrra nafn nans.^ — Hann var bróðir sr. aníels Halldórssopar. Var sér- ega góður skrifari. Rithönd aiira þeirra, sem lærðu hjá hon- Urn> er auðþekkt hvar sem er. Smíðaði hús og skip Við hvaða störf fékkstu aðal- iega? , ,7~ ^míðar. Eg lærði að smíða lú Jóni Stefánssyni, föður vövu leikkonu. Hann / var væntur systur minni. Eg vann ®ði við báta- og húsa-smíðar. ar t. d. við að byggja konsúls- usið á Oddeyri. Við Bjarni eitinn Einarsson byggðum í fé- agi 3 skip á Oddeyrartanga. — au hétu Áki, Anna og Fling. l’uð voru góð skip. Klúbba-veiurinn Hvað um skemmtanalífið í Þann tíð? , ~~ Hlessuð vertu, þá var nú líf 1 tuskunum. Alltaf dansað í verri viku. Þá borgaði' kven- e kið inngangseyri fyrir sig. — erir það kannske enn. — Eg það hafi verið veturinn JOHN FOSTER DULLES held ’86 sem kalaður var klúbba-vet- Ameríski sljórnmálamaðurinn. sem hefir vakið feikna gremju franskra kommúnista vegna þess að hann lalaði ekki við þá Fyrir nokkru síðan var skýrt f^á því í útvarpsfréttum, að Bandaríkjamaðurinn John Dul- les væri í Frakklandi og hefði rætt þar við forustumenn allra stjórnmálaflokkanna, nema kom- múnista. Vakti þetta talsvert umtal og deilur þar í landi, því að kommúnistar töldu það merki um ameríska íhlutun, að Dulles skyldi ekki tala við þeirra flokk eins og hina flokkana. 1 ýmsum blöðum var hent nokkuð gaman að þessu, þar sem kommúnistar, sem mest hafa hamast gegn Bandamönn- um, þóttust móðgaðir yfir því, að Bandaríkjamaður vildi ekki tala við þá. Utanríkismálin ofar innanlandsdeilum John Foster Duller er 57 ára gamall og myndi nú vera utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, ef Thomas Dewey hefði unnið for- setakosningarnar 1944. — Fyrir kosningarnar gerði Dewey Dul- les að aðalráðunaut sínum á sviði utanríkismála og síðan hefir verið litið á Dulles sem einn helzta formælenda repu- blikana á því sviði. Roosevelt skipaði hann því einn af fulltrú- um Bandaríkjanna á stofnþingi sameinuðu þjóðanna og síðan hefir hann jafnan átt sæti á þingum þeirra. Hann hefir líka jafnan verið einn af fulltrúum Bandaríkjanna á öllum meirihátt ar stórveldaráðstefnum, sem hafa verið haldnar síðan stríð- inu lauk. Þannig er hann nú einn af ráðunautum Marshalls á utanríkisráðherrafundinum sem nú er haldinn í London. Dulles hefir notið þeirar við- urkenningar, að hann setji utan ríkismálin ofar flokkadeilum í Bandaríkjunum og hefir það vafalaust átt þátt í því trausti, sem Bandaríkjastjórn hefir sýnt honum til að líta óflokkslega á þessi mál. Föðurafi hans var utanríkismálaráðherra Benja- mín Harrimans, eins of forsetum republikana, en móðursystir hans var gift Robert Lansing, sem var utanríkismálaráðherra Wilson, þannig fékk Dulles í uppvextinum náin kynni af þeim mönnum, er fremst stóðu í báðum flokkunum á sviði utan ríkismála. strax á námsárum hans að utan- ríkismálum, en hann stundaði lögfræðinám við ýmsa hásókla í Bandaríkjunum og um skeið við Sorbonneháskólann í París. Að náminu loknu hóf hann líka strax afskipti af utanríkismál- um, jafnhliða því, -sem hann gerðist einn af eigendum og forstöðumönnum þekts lögfræði firma í New York. Þannig sat hann sem fulltrúi Bandaríkjanna annan friðarfundinn í Haag, sem var haldinn 1907, og 1917 sendi Wilson hann til Panama til þess að koma á samvinnu Mið-Amer- íkuríkjanna um varnir Panama- skurðarins. Hann var fulltrúi Bandaríkjanna á friðarfundin- um í Versölum og var þá einn af helztu ráðgjöfum skaðabóta- nefndarinnar. Á árunum milli styrjaldanna var hann ráðunaut ur ýmsra Evrópuríkja og Suður- Ameríku-ríkja í sambandi við ýmsa fjárhagslega viðreisnar- starfsemi. Stundum fékkst hann við þessi störf sem fulltrúi Bandaríkjanna, en stundum leit- uðu umrædd ríki beinnar aðstoð ar hins kunna lögfræðifirma hans. Á þennan hátt aflaði Dul- les sér óvenjulega mikillar yfir- litsþekkingar um utanríkismál, einkum þó varðandi hina fjár- hagslegu- og efnahagslegu hlið þeirra. Urinn. Þá var dansað á hvérju kvöldi frá kl. 8—12. Aldrei leng- Ur' ~~ Á sumrin var venjulega Eftirsóttur ráðunautur Hugur Dulles hneigðist líka F riðarstef nuskrá kirkj uf élaganna Dulles hefir látið fara frá sér nokkur rit um utanríkismál og nefnist það kunnasta þeirra, er kom út 1938, “War, Peace and Change”. Rit þetta er að mestu leyti fræðilegar og heimspekileg- ar hugleiðingar um þessi mál. Á stríðsárunum tók Dulles þátt í samvinnunefnd ýmsra kirkjufé- laga, er vann að því að semja einskonar friðarstefnuskrá, er síðar kom út undir nafninu “The Six Pillars of Peace”. Rit þetta vakti mikla athygli, en Dulles er talinn einn aðalhöfundur þess. Meginstefna þess gengur í svip- aða átt og Atlantshafsyfirlýsing þeirra Roosevelts og Churchills, en ýms atriði eru þar færð í raunhæfari búning. M. a. er kraf izt alþjóðlegs eftirlits með vopna framleiðslu og viðskiptasamn- ingum, er geta orðið fjárhags- legri endurreisn og friðnum til hindrunar. Krafist er sjálfstjórn ar fyrir allar undirokaðar þjóð- ir og fulls trúarbragða- og skoðanafrelsis. Hugsj ónamaður Síðan þetta gerðist, hefir Dul- les tekið þátt í ýmsum ráðstefnu um kirkjulegra samtaka, þar sem friðarmáíin hafa verið rædd. Hin kirkjulegu og kristindóms- legu viðhorf hans eru líka talin legu sjónarmið eru líka talin að hafa mótað viðhorf hans í utan- ríkismálum og hann er því talinn meiri hugsjónamaður en flestir þeir Bandaríkjamenn, er láta til sín taka á því sviði. Hann hef ir jafnan haldið fram eindregið rétti smáþjóðanna og hann hefir lagt til, að neitunarvaldi stór- veldanna í öryggisráðinu yrði breytt á þann veg, að ekkert ríki gæti beitt því í máli, er snerti það sjálft. Hann hefir jafnan verið í hópi þeirra manna, sem einna eindregnast hafa beitt sér gegn einangrunarstefnunni í Bandaríkjunum. Um það verður lítið spáð, hvort það hefði reynst heppilegt fyrir alþjóðamálin, að úrslit for- setakosninganna 1944 hefðu orð- ið þau, að stjórn utanríkismál- anna hefði lent í höndum Dul- les. Margir telja þó líklegt, að þau hefðu þá fengið meiri hug- sjónablæ, líkt og var hjá Wilson. Hitt er annað mál, hvort það hefði leitt til betri árangurs, eins og allt er í pottinn búið. Dulles er stór maður og mynd arlegur, en hægur í framgöngu og berst lítið á. Ræðumaður er hann ekki sérstakur. Kunnugir segja, að hann vinni sér fyrst við nánari kynningu traust og hylli þeirra, sem hann umgengst. Tíminn, 12. des. Þeir VITRU sögðu: Walter Winchell: “Guð skap- aði konuna gersneydda hæðni, til þess að hún elskaði karlmann inn í stað þess að draga dár að honum”. Lady Astor: “Við kvenfólkið tölum mikið, en samt segjum við ekki helminginn af því, sem vitum”. Nicholas Murry Butler: “Á mörgum legsteinum ætti að standa: Andaðist þrítugur, var grafinn sextugur”. Samuel Butler: “Listin að lifa er í því fólgin, að við kunnum að draga fullnægjandi ályktanir af ófullnægjandi forsendum”. Ian Hay: “Ef okkur auðnaðist að gefa heiminum eina bók eða jafnvel eina línu eða hugsun, er megni að auðga samtíðarmenn okkar og gera þeim lífið léttara, höfum við ekki unnið fyrir gýg”. Samtíðin. Jóhann III., er usagðir hafa dval- ið, eru nú rómversk böð, keilu- braut og sundlaug, og í garðinum endurspeglast grasið í demants- skæru vatni sundlaugarinnar. — Innrétting hallarinnar var feiknadýr, eigi síður en í húsinu í Djurgardsbrunnviken, þar sem egyptsku stoðirnar í ársalnum kostuðu 250.000 krónur. 1 svefnherbergi á annari hæð, með stórum marmaraarni og veggmálverkum í Watteau-stíl stendur rúm frú Marguerite í Lúðvíks 16.-stíl, eins og altari á upphækkuðum palli. Tjaldhim- inn er yfir, með ísaumuðum myndum af amorínum og rósum. Undir rúminu eru tuttugu morg unskór. Svefnherbergi Wenner- Gren er hinsvegar tiltakanlega íburðarlaust. Vorið 1939 fóru erlendu sam- böndin að gefa merki um að fjár málastormar væru í aðsigi, vegna stjórnmálalegrar ókyrrðar. Hinn 14. maí var það tilkynnt í Stokk- hólmi að kæliskápaforstjórinn hefði sagt af sér formennskunni í Elektrolux, og um sumarið sáu Stokkhólmsbúar að Southern Cross — hin skrautlega skemmti snekkja Grens, sem hafði kostað fyrri eiganda sinn, enskan lá- varð um tíu milljónir — var að búast í ferðalag. Síðustu dagana í ágúst var samfeld runa af bif- reiðum ýmissa verslana að “Southern Cross”, með allskonar varning, vistir, olíu og ýmsa einkamuni. Og þegar herir Hitlers réðust austur yfir landa- mæri Póllands, hafði “Southern Cross” létt akkerum, til “þess að komast úr hljóðmáli frá Bofors- fallbyssunum”, knúð áfram af 60 tonnum af olíu, sem Wenner- Gren hafði tekist að næla í rétt áður en útflutningsbannið og skömmtunin var tekið upp. — Tveimur dögum eftir að Levin- son landshöfðingi hafði hvatt almenning til að spara olíu og bensín, sótti Wenner-Gren um 260 tonn af olíu í viðbót en var neitað. Við sólbakaðar Bahamaeyjarn ar lét hinn norræni peninga- fursti varpa akkerum og steig í land og lét nú staðar numið á óðalssetri sínu, sem heitir hinu ævintýralega nafni "Shangri- La. Breytti hann landinu í skemmtigarða í jarðneskum Edenstíl. Hann rak tilraunastarf- semi og framleiddi nýjar teg undir ávaxtatrjáa og skammt frá bústaðnum var gert skipu- lag að stórum, alþjóðlegum “Wenner-Grenbæ, sem verða skyldi athvarf menntaðra flótta manna frá Evrópu. Samtímis gerði hann út fornfræðaleiðang- ur til Lima, til þess að grafa upp horfna bæi frá Inka-tímunum. Hertoginn af Windsor og frú hans voru. heiðursgestiroir í Ba- hamaparadís kæliskápakóngsins. Ameríkönsku blöðin sögðu að “almenn gremja yrði yfir því að hertoginn af Windsor sæist í ferðalögum með nánum vini Görings”. Veturinn 1940 fór Wenner- Gren frá Bahamaeyjum og í byrjun marz var hann kominn til Svíþjóðar. Blaðamennirnir og skjaldbökumar skriðu í kór- allasandinum. Hann starfaði nú meðal annars að því að finna nýj ar aðferðir til þess að geyma humar! .... nazislahneigð Wenner- Grens í janúar 1942 var Wenner- Gren skráður á svarta listann, bæði í Bandaríkjunum og Bret- landi. Þar með var hann sviftur verzlunarmöguleikum við þessi ríki. Hann var sakaður um að hafa smyglað milljónum sterl- ingspunda til Suður-Ameríku fyrir Hermann Göring, útvarps- gárungarnir hæddu hann og spottuðu og blöðin kölluðu hann njósnara. Hver var ástæðan til þessara Gróusagna, sem vissulega voru lygasögur? Wenner-Gren hefir aldrei verið nazisti, og staðhæf- ingin um að hann væri vinur Görings hefir eigi við annað að styðjast en að þeir voru mál- kunnugir. Hinsvegar sakfeldi Wenner-Gren sig í augum vest- urveldanna með því að reyna að bjarga friðnum á síðustu stundu — eins og annar Svíi, Birger Dalerus gerði líka. — í ágúst 1939 tók hann lestina til Berlín til þess að ná tali af Gör- ing. Á þeirri reiprennandi þýzku sem hann hafði lært á námsárun um ,talaði hann við hann á máli, sem hann skildi: hann lagði á- herzlu á nauðsyn þess að eðlilegt ástand yrði í heiminum, svo að hægt væri að gera verzlun og græða peninga “yfir landamær- in”. Hann talaði eins og heims- fursti þegar ríki hans er að riða. En þetta mistókst. Þegar hann fór aftur frá Svíþjóð í marz 1940 hitti Wenner-Gren einka- sendiherra Roosevelts, Summer Wells, um borð í Atlantshafs- farinu Rex. Wenner-Gren gerði ítrekaðar tilraunir til að komast samband við hann og bauðst til að verða milliliður milli Was- hington og Karinhall, sem var landsetur Görings. En Summer Wells þóttist sjá gegnum sátta- semjarann og hinn duglega kaupsýslumann, sem reyndi að verzla með stjórnmál á sama hátt og með ryksugur og kæli- skápa. Suður í Mexico á sænski kæli- skápakóngurinn silfurnámur, sementsbræðslur og banka, sem styrkir allskonar smáverksmiðj- ur. Og hálftíma bílakstur fyrir utan Cuernavaca liggur Rancho Corés, hið mexikanska ævintýra slot hans, með ferstrendum for- garði, hátiðasal fyrir 500 mann^ og norrænum gildaskála með eikarbitum undir loftinu. Hverjar eru framtíðaráætlan- ir hans? Hann ætlar ekki að taka við stjórn fyrirtækja sinna aft- ur, heldur láta til sín taka á öðru sviði: hann vill beina öllum kröftum sínum að nánari sam- vinnu Norðurlanda, innan UNO. Bandaríki Norðurlanda eru draumur hans og hefir hann áð- ur talað því máli og skrifað um það blaðagreinar og bók. Fálkinn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.