Lögberg - 05.02.1948, Blaðsíða 3

Lögberg - 05.02.1948, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. FEBRÚAR, 1948 3 •Ævintýrið um kæliskápakónginn "WENNER-GREN Hver er hann, þessi dularfulli maður, Axel Denner-Gren — maðurinn, sem braust úr fátækt og varð hæsti skattgreiðandi í Svíþjóð? — Græddi á kæliskáp- um og ryksugum, hvarf til Ameríku á skemmtisnekkju sinni þegar styrjöldin hófst, var sakaður um kunningsskap við Göring, var kunningi hertogans af Windsor og er nú sestur að í Mexíkó? Hér er svarið við þess- um spurningum. Þetta var skömmu eftir 1930. átti að vera frumsýning á Metropolitan-óperunni og aðal- ritstjórinn í milljónablaðinu Daily News kallaði á samkvæm isfréttamann sinn og skipaði fyrir: “Þú átt að ganga úr skugga um hve mikið af money er í leik- húsinu, Dick!“ sagði hann. — Taktu með þér ljósmyndara, mann sem kann piltana í Wall Street utanað, tískufræðing og skrautgripakaupmann. Þeir eiga að virða hve mikið leikhúsgest- irnir leggja sig á”. Útsendararnir snuðruðu inn- au um kjólklæddu herrana og gimsteinabrúðurnar í flegnu ^jólunum í “foyer” Metropolitan ieikhúsinu, og reiknuðu og reiknuðu. Þarna var ein Morgens ^rú, sem lagði sig á svo eða svo margar milljónir, þarna var Vanderbilts og þarna var Astors. Gimsteinakaupmaðurinn renndi ^eikhúskíkinum sínum yfir geisl- andi demanta og rauðgljáandi rú úína. Allt í einu var eins og eld- mgu hefði slegið niður í honum. ^ann starði og starði. Hver var Þessi kona? Dökk yfirlitum og með gráhærðum herramanni með stálblá augu. Hún var með gimsteina fyrir að minnsta kosti núlljónafjórðung dollara. Blaðamaðurinn, sem átti að vera fróður um Wall Street, vissi ekki hver hann var, sam- kvmmisblaðamaðurinn kannað- ekki við andlitið á henni. Með aðstoð stúlkunnar sem seldi nðgöngumiðana upplýstist það °ksins að konan með alla gim- steinana var frú Marguerite V^enner-Gren, og kjólklæddi n^aðurinn var maðurinn hennar, smnski kæliskápakóngurinn. í dag fellur það í hlut Svía að sPyrja hvort Axel Wenner-Gren sé fugl eða fiskur. Einn dag í s®piember 1946 stóð þessi 65 ára 1 juhöldur á sænskri grund aft- ^5’ í fyrsta sinn eftir stríðið. — nnn kom að tollborðinu í r°mma með rauða rós með bandf í hnappagatinu, r°sti til blaðaljósmyndaranna, en virtist vera ergilegur yfir toll oðuninni. — Er það nokkur Urða? sagði einn blaðamaður- nn' í töskunni hans er ásök- Uíl um að hann sé nazisti og að ann sé vinur Görings. Og fjögra ara vist á svartalista Bandaríkj- njanna, “friðartilraun” sem mis- st og flótti frá Svíþjóð í byrj Un stríðsins . . . Það má finna nunna! Byrjr utan lúxusbifre: gg6l?ners'Grens, Rolls Royce, jónninn opnaði dyrnar, bi J°rinn ók af stað og græni vag nn rann áleiðis til Laboratori* a en, þar sem hús Wenne rens beið með 42 herbergi, ö s Ve| ný-ryksuguð. En Svíi nrðu: — Er samviska Wenne 0„reris yirkilega jafn tandurhv i _ mBskápamir hans — er a q95 , hans jafn flekklaust eii S gólfin> sem ryksogin hafa v< /noð Electrolux? ba ^eSS ^a svar við þesj „ar a^ fa staðreyndir. Þetta i ^nnleikurinn um • • • • sjálfan hann. um ^eonard Wenner-Gren er hef' 1-84 cm' a hæð' ^ann vj *r mJog ljósblá augu, sem oft m *as* ^arræn- Yfirleitt virðist mnðurinn vera reikull í ráði. - Göngulag hans er einkennandi fyrir hann, það er eins og hann hafi ekki takmark. Hann er lík- astur manni sem gengur í svefni og er úti á þekju, fjarri raun- veruleikanum. Hann er mjög blátt áfram klæddur, gagnstætt því sem er um frúna, en höfðing legur er hann með platínugljá- andi hárið, sem einu sinni var gult eins og á sænskum sveita- strák. Hann er með tiginn, fág- aðan kaupsýslumannasvip, og engin harka í andlitsdráttunum, og andlit hans í dag gæti vel hafa verið á enskum lávarði, sem aldrei hefir gert aðra lík- amshreyfingu til að afla sér brauðs en að sveifla handleggjun um til að kasta flugu fyrir lax. í viðræðum — líka þegar talað er um kaupsýslu — virðist hann vera undarlega fjarhuga, en ef til vill stafar þetta af því, að hann er sljóvur í minni. — Þetta batnaði nokkuð við aðgerð, sem gerð var á mænunni á honum í Berlín fyrir rúmum 20 árum, en þó er honum bagi að því. Wenner-Gren getur aldrei sagt hreint nei við nokkurn mann. Það hefir valdið honum ýmis- konar óþægindum, að ekki sé minnst á hvaða óþægindum það hefir valdið öðrum. Vilji maður gera viðskipti við kæliskápa- kónginn er vissast að hafa öll plöggin sér, tilbúin til undir- skriftar. Geri maður munnleg- an samning og komi aftur eftir nokkra daga til að fá hann stað- festan, getur hann haft til að segja: — Já, það var þetta. Eg hefi verið að hugsa um það, og ég held að ég vilji ekki fást neitt við það. Wenner-Gren er “self-made- man”. Faðir hans rak lítilsháttar viðskifti með timbur og seldi námustaura, og Axel Leonard gekk í skóla í Uddevalla þangað til hann varð 16 ára. Þá afréð hann að verða kaupsýslumaður. Hann vann á skrifstofu í Göte borg og skrifaði farmskírteini. í Greifsvald nam hann tungumál og verzlunarfræði og í Berlín tók hann próf í Verzlunarháskólan- um. Þannig var menntun hans háttað þegar hann sótti um stöðu á Berlínar-útibúi sænsku skilvindusmiðjunnar AB Sepera tor, 21 árs gamall. Hann var ellefu daga að reyna að ná tali af forstjóranum. Tólfta daginn fékk hann. að kom ast inn. — Þér voruð iðinn við kolann! sagði sá almáttugi. — Eg ætla að verða hér á rápi þangað til þér hafið reynt mig, var svarið. Wenner-Gren fékk stöðuna. — Hann var þarna í tvö ár, síðar gerðist hann umferðasali fyrir ýms smá verzlunarfyrirtæki. — Tuttugu og sjö ára steig hann á land í dokkunum í New York með tvö hundruð krónur upp á’ vasann. Þá voru erfiðir tímar, alla vantaði atvinnu. Wenner- Gren varð að ráða sig sem verka mann í U.S.A.-verksmiðju síns gamla firma, Separator. — For- stjórinn var sænskur og Wenner Gren, sem fékk að hafa tal af hinum, ráðlagði honum að selja vélar til Evrópu og fékk talið hann á það, og gerðist nú sjálfur sölumaður á ný. Pantanirnar frá Evrópu fóru að berast. Wenner- Gren reyndist vera duglegri sölu maður en austurlenskur bazar- gyðingur; hann var meistaraleg- ur sölumaður. .... hvernig fór svo? Það bar við einn dag í Wien — þeirri Wien sem enn dansaði og hló — Wenner-Gren hitti hina ævintýralegu ástmey, sem réð framtíð hans. Þetta var ryksuga. Hann var ástfangin við fyrstu sýn, sendi ameríkönsku verk- smiðjunni skeyti og varð einka- sali í Evrópu fyrir Santos Staupsauger AG, með skrifstofu í Berlín. En það varð að breyta þessari ameríkönsku ryksugu og bæta hana. Sven Carlstedt verkfræð- ingur, viniír Wenner-Grens var rétti maðurinn til að gera þetta, og árið 1913 kom fyrsta sænska ryksugan á markaðinn. Nú var stofnað félag. Elektro Mekan- iska AB, með 16.000 kr. höfuð- .stól. Ryksugurnar voru smíðað- ar af AB Lux og Wenner-Gren pantaði 100 stykki, til þess að selja í Þýzkalandi. En hann hafði ekki peninga til að leysa út nema fjórar, þeg- ar þær komu. Hann og Sven Carlstedt fóru strax á stúfana til þess að selja þær. Og fyrir and- virðið leystu þeir út nýjar ryk- sugur. Umsetningin tvöfaldaðist eins og sáðkorn, einn varð tveir, tveir urðu fjórir — og þegar kirkjuklukkurnar hringdu inn vopnahléð og verksmiðjublístr- urnar vældu 11. nóv. 1918 gat Wenner-Gren keypt rúman helming hlutabréfanna í AB Lux og breyttist nú úr aðalum- boðsmanni í forstjóra. Árið eftir, 1919, sameinaðist hann félögin sín tvö, og nú fædd ist heimsfirmað Elektrolux. — Hlutabréfin voru tvö þúsund, á 60 krónur. Af þeim átti Wenner- Gren sjálfur: 1196. Ein af frumreglum Wenners- Grens var sú, að greiða ávallt sem allra lægstan ágóða af hlutafénu. Jafnvel á “gullasj- öldinni”, vék hann ekki irá þessari reglu, en lét sér nægja mjög lágan ágóða, en lagði þess í stað áherslu á að víkka markað- inn. í því tilliti var hann einstak ur í sinni röð. Sú saga fréttist að ljóshærða Svíanum hefði tekist að selja páfanum í Róm ryksugur. Vatí- kanið hefði þurft á einhverju til að halda til þess að geta losnað við sópana, og nú þyrptust allir heimsins ryksuguagentar að Páfagarði, þar á meðal Wenner- Gren. Keppinautarnir sátu um kardinálana og héldu fyrirlestur um ágæti syksuganna sinna. En Wenner-Gren hafði hægt um sig, beið þangað til honum fannst tími til kominn, en þá gerði hann tilboð: að hann skyldi ryk- sjúga Páfagarð alveg ókeypis í heilt ár! Eftir þennan reynslu- tíma var Elektrolux-ryksugan vitanlega alveg ómissandi í Vatíkaninu og síðan hafa ein- göngu sænskar ryksugur verið notaðar þar, eða svo er sagt. . . milljónirnar hans Wenner- Grens. Það verður aldrei upplýst hvort Vatíkansagan sé sönn. En svo mikið er víst að viðskiptin gengu prýðilega. Undir eins eft- ir eitt ár, 1920, gat Wenner-Gren aukið hlutafé Elektrolux úr 120.000 upp í 3.960.000, og á tíu árum 500-faldaðist hlutaféið og varð 60 milljón krónur. Árið 1939 var sá skriður kominn á að nettóhagnaðurinn fyrir árið var orðinn 2—3 sinnum meiri en allt hlutaféð var árið 1920. Því að 1939 græddi Elektrolux 9.152.222 krónur. Persónulegar eignir forstjór- ans uxu að sama skapi. Árið 1929 hafði hann efni á að kaupa freskó eftir hinn fræga ítalska málara Tiepolo fyrir 50.000 kr. og “Tilbeiðslu hirðanna” eftir Botticelli fyrir 25.000. í húsinu í Laboratoregaten varði hann 10.000 sterlingspundum til að dubba upp eina af minnstu stof- unum, og í Haringe, 17. aldar höllinni, sem hann keypti af Ivari Kreuger, safnaði hann mál Verkum eftir Rubens og Rem- brandt. Árið 1937 hafði hann grætt 65 milljónir, aðeins á verð hækkun hlutabréfa sinna, og 1935 var hann orðinn hæsti skattgreiðandi í Svíþjóð. Fólk fór að spyrja: Er Wenner Gren ný útgáfa af Kreugerteg- undinni? — Nei, svöruðu þeir, sem bezt vissu, — hann er jarð- bundnari, missir aldrei fótfest- una eins og Kreuger gerði. Einn af viðskiptavinum hans lýsir honum þannig: 1 rauninni er einskonar radar- tæki innan í Alex. Hann finnur á sér fyrr en allir aðrir hvar hægt er að gera hagkvæm við- skipti. Þannig var með ryksug- una og með kæliskápinn, sem hann keypti einkaleyfið á fyrir gífurlega fjárupphæð, og varð að leggja 30 milljónir í áður en fyrirtækið fór að gefa arð. Annars er þessi “radar” hans ekki aðeins á viðskiptasviðinu. Einu sinni voru krónprinsinn og Curman fornmenjavörður gestir hans á Haringe; þar átti að taka upp haug, sem geymdi ösku lát- ins hermanns, Curman sagði til hvar grafa skyldi — um það bil í miðjan hauginn. Wenner-Gren var á annari skoðun. Fyrst var grafið eftir fyrirsögn vísinda- mannsins, Curmans, en ekkert fannst. SVo var reynt eftir til- vísun Wenner-Grens og þar fannst öskukerið. Eftir stríðið, þegar milljóna- mæringurinn fór að athuga fjár- hagsástæður sínar, á skrifstofu Bert Liljas, umboðsmanns síns í Pungstradgardsgaten, hafði hann ekki ástæðu til annars en að vera ánægður. Að vísu stend- ur ekki annað eftir en sótugir múrarnir af verksmiðjuútibúinu í Tempelhof við Berlín — vélar og birgðir hirtu Rússar, og þetta hefir allt verið afskrifað. En að öðru leyti voru reikning- arnir hagstæðir: í Svíþjóð hafa yfir 200.00 fjölskyldur — tíunda hver — keypt sér kæliskáp, ryk- sugurnar eru ekki lengur taldar lúxusvara, og 80 prósent af öll- um þvottavélum í Svíþjóð eru frá Elektrolux. Sérleyfagjöldin frá Ameríku höfðu hækkað um mun og í Montreal í Canada og Melboume — Ástralíu — var verið að stækka verksmiðjurnar. 1 Buenos Aires kælir senor Diego drykkina sína í kæliskáp frá S.A. Elektrolux Aparatos Domesticos, og í Bogotá ryksjúga Columbiastúlkurnar heimilin sín með vélum frá S.A. Electrolux Casa Sueca Cia Ltda. Nýtt tíma- bil fer í hönd hjá hinum 41 dótt- urfélagi Aktibolaget Elektrolux. Og Archimedes-utanborðs- hreyflarnir tifa létt síðan ben- sínið var látið laust. Bofors send ir vopn til Argentínu og Cellu- losebolaget gaf af sér 3.500.000 króna néttóhagnað í fyrra. Nokk- ur hluti af þessu og margt fleira rennur ínn í bankareikning Wenner-Grens til að aðstoða hann í að lifa því lífi, sem hann telur að milljónamæringar eigi að lifa. . ... og hvernig lifir hann? Alex Wenner-Gren er ófram- færinn. í samkvæmislífinu ber lítið á honum, hann talar lítið og gestir hans taka varla eftir að hann sé húsbóndinn á heimilinu. Hann heldur sig mest einhvers- staðar úti í horni eða hann ráfar um. Honum er meinilla við að halda ræður, jafnvel stutta ræðu yfir borðum er honum kvalræði og hann rekur oft í vörðurnar, þó að hann skrifi ræður sínar altaf fyrirfram. En þá ber meira á konunni hans, Marguerite Wenner-Gren, sem áður hét Gautier og var ameríkönsk söngkona og laumað ist einu sinni inn í Stokkhólms- óperuna og söng “Madame Butterfly”. Leikarinn og reviu- höfundurinn Karl Gerhard, sem lengi var hirðfífl í höll kæli- skápakóngsins í Haringe, segir að hún sé “grönn, kát Indíána- stúlka, sem vildi faðma að sér allan heiminn — helst vitanlega fína heiminn, ef hún væri ekki hrædd um að fólk mundi meiða sig á demantabrynjunni hennar. Hún er alltaf alsett gimstein- um, en auk þess er það yndi henn ar að hafa mikið af einkennileg- um dýrum í kringum sig. Hún átti merkilegasta hund í heimi, af mexíkanskri dvergætt og með (Framh. á bls. 7) Business and Professional Cards Office Ph. 95 66S Kes. 404 319 NORMAN L.BERGMAN, B.A..LL.B. Barrister, Solicitor, etc. TRICK and BERGMAN 617 Mclntyre Block WINNIPEG CANADA Also 123 TENTH ST. BRANDON Winnipeg H. J. STEFANSSON IAfe, Accident and Health Insurance Representing THE GREAT-WEST LIFE ASSURANCE COMPANY Winnipeg, Man Phone 96)144 DR. A. V. JOHNSON Dentist 596 SOMERSET BUILDINO Telephone 97 932 Home Telephone 202 3’98 Taisimi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræðingur i augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum. 215 Medioal Arta Bldg. Stofutími: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK Sérfræðingvr í augna, eyma, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAJL, ARTS BLDQ Graham and Kennedy St. Skrifatofusími 93 851 Heimasími 403 794 EYOLFSON'S DRUG PARK RIVER, N. DAK. Islenzkur lyfsali Fólk getur pantaö meöul og annaö með póati. Fljót afgreiðsia. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur líkkistur og annaat urn Qt- farir. Allur útbönaöur sá. bezti. Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarða og legsteina. Skrifatofu talsímJ 27 324 Heimilis talsími 26 444 Geo. R. Waldren, M. D. Physieian and Surgeon Cavalier, N. D. 0,ffice Phone 95. House 108. PHONE 94 686 H. J. PALMASON and Company Chartered Accountants 606 CONFEDERATION LIFE BUILDING Winnlpeg, Canada Phone 49 469 Radio Service Specialiats ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Eciuipment System. 130 OSBORNE ST„ WINNIPEO PHONE 87493 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 7 VINBORG APTS. 594 Agnes St. Viðtalstlmi 3—5 eftir hádegl DR. E. JOHNSON ' 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. III Orflce Phone Res Phooe 94 762 72 40» Dr. L. A. Sigurdson 626 MEDICAL ARTS BLDG. Offlee Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlceknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIFHO Dr. Charles R. Oke Tannlceknir For Appolntments Phoue 64 666 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRU8TB BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 655 For Quick Reliahle Servioe J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja húa. Ot- vega peningalAn og eldsá.byrg8. bifreiCaábyrgC, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Löpfrœöingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG Portage og Garry St. Slmi 98 29l' CUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettlng 60 VICTORIA ST., WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Manaping Director Wholesale Distributors of Fr jsh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SIMI 95 227 Wholesale Distrihutors of FRESH AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, fram.kv.sti. Verzla í heildsölu meC nýjan og frosinn flsk. 303 OWENA STREET Skrifst.simi 25 365 Heima 55 462 Hhagborg u FUEL co. n Dial 21 331 r£.Fife 21 331

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.