Lögberg - 05.02.1948, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.02.1948, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. FEBRÚAR, 1948 --------í.oebErg--------------------- OaflQ út hvem ftmtuda* af THÍ COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Maniitoba Uta.n&akrlít rltstjöran*: KDITOR LÖGBERG nt Bargent Ave., Wínnipeg, Man Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON VerO $3.00 um árið—Borgist fyrirfram Th« “Lðg'b^rgr" 1* prlnted and pubilshed by Th* Columbia Pr«w, Limited, 695 Sargent Avtnut, Winnipeg, Manítoba, Canada Authorized as-S x;ond Ciass Maii. Poet Office Dept., Ottawa. PHONB II »04 Hinn mikli andi Síðastliðinn föstudag gerðust þau harmatíðindi, að hinn mikli hugsuður, hinn mikli andi Hindúanna á Indlandi, Mohandas K. Gandhi, var myrtur í borginni New Delhi, þar sem hann venju samkvæmt var að bænagerð; ungur, ofstopafullur trúbróðir hans, varð hinum mikla leiðtoga að bana; - kúlan úr byssu hans smjó í gegnum hinn holdgranna líkama þessa fágæta manns, eins og leiftur og örstuttu síðar var hann liðið lík; þess er getið til, að morðingjanum, sem nú hefir verið hand- samaður, hafi þótt Gandhi ganga of langt í samkomulagsátt við Móhameðs- trúarmenn, í stað þess að láta kylfu ráða kasti í blóðugu trúarbragðastríði. Mohandas K. Gandhi var rösklega 78 ára að aldri, er dauða hans bar að og hafði þá nýlokið fjórtándu eða fimt- ándu föstunni með það fyrir augum að koma á sáttum milli Hindúa og Móham- eðstrúarmanna; var hann þá harla að- framkominn, er foringjar beggja aðilja vitjuðu á fund hans, báðu hann að ljúka föstunni og hétu honum því, að gera alt, er í valdi þeirra stæði til að koma á innbyrðisfriði í landinu; þetta hefir ekki lánast enn, hvað sem síðar kann að verða. Öll ævi Gandhis var helguð sjálfstæð- isbaráttu Indverja; hann hataðist við vopnaburð, en hvatti jafnan þjóðbræð- ur sína til að beita óvopnuðum mót- þróa gegn brezkum yfirráðum, er hann þó, einkum á seinni árum, mat mikils á ýmsa lund; hann lifði það, að Indland fengi sjálfsforræði og hann fagnaði því manna mest; að fyrirmælum Gandhis, og að sið þjóðbræðra hans, var lík hans brent á báli, og var það elzti sonur hans, er bar eld að kestinum. Telja má víst, að Hindúar hefðu tek- ið Gandhi í dýrðlingatölu, en nú verður hann einnig hinn mikli píslarvottur þjóðar sinnar. Mohandas K. Gandhi, var um margt hinn sérstæðasti andans höfðingi sinn- ar samtíðar; hugsjónir þær, sem hann lifði og dó fyrir, munu lýsa óbornum kynslóðum langt fram í aldir. Lárus J. Rist: Synda eða sökkva. Endurminningar. 297 bls. Akureyri 1947 Fyrir aldarfjórðungi, eða því sem næst, heimsótti höfundur þessarar fal- legu og gagnlegu bókar, íslendinga í Manitoba og ferðaðist nokkuð um hin- ar íslenzku bygðir; hann átti tengda- foreldra í Brownbygðinni, þau Sigur- jón Bergvinsson og frú; var Sigurjón í röð hinna betri íslenzkra hagyrðinga vestan hafs. Lárus J. Rist var fyrir nokkru orðinn þjóðkunnur maður á Fróni áður en hann tókst áminsta vesturför á hend- ur vegna áhuga síns á líkamsment ís- lenzkrar æsku, einkum þó varðandi sundíþróttina; hafði hann aflað sér víð- tækrar fræðslu á vettvangi íþróttanna, þó einkum í Noregi, og tók þegar, er heim kom, til óspiltra málanna við hugðarefni sín, er lutu að því að byggja upp í landinu hrausta og áræðna æsku; framan af mun hann hafa átt við nokk- urt tómlæti að búa af hálfu samferða- manna sinna, sem voru auðsjáanlega lítt gefnir fyrir nýjungar; altaf átti hann þó nokkura trausta fylgismenn, er komu auga á það mikla, menningarlega gildi, sem starfsemi hans hafði til brunns að bera og veittu honum dyggi- lega að málum; og nú er svo komið, að Lárus J. Rist hefir áunnið sér alþjóðar viðurkenningu fyrir umfangsmikið og merkilegt brautryðjendastarf. Frásögn höfundar um heimsóknina til íslendinga í Manitoba, er einkar vingjarnleg og laus með öllu við öfgar; þeirra íslendinga, sem minst er í þar að lútandi kafla bókarinnar, er getið af hlýleik og fullri sanngirni; en skemtileg- astar og auðugastar að fróðleiksgildi, eru þó lýsingar höfundar á örðugum- aðstæðum uppvaxtaráranna sem og því, hvernig fram úr réðist þegar mest skygði í álinn. í inngangskafla bókarinnar, “Fyrstu veraldarkynnin’’, kemst höfundur svo að orði um þá leiki, sem mest tíðkuð- ust, er hann enn var í bernsku: “Leikir drengjanna voru ekki marg- breytilegir, ýmiskonar eltingaleikir og smá-bardagar. Mikið var um leiki, sem nefndust klink og stikk, og voru vanda- samari en svo, að ég gæti verið með í þeim að nokkru ráði. Voru það nokkurs- konar fjárhættuleikir, en gjaldmiðilinn voru hnappar og tölur. Þeir strákar, sem duglegir voru, gengu því oft með hálf-fulla vasa af þessu verðmæti. Leikföng yngri krakkanna voru eink- um skeljar og ýsubeins-fuglar og smá- holt. Og svo var það rituveiðin, sem var ginnandi fyrir hina eldri, en hún var ginnandi fyrir hina eldri, en hú nvar meira en leikur, því að sum heimili höfðu verulegar tekjur af þessum veiði- skap strákanna. Eg eignaðist grind, en svo var snaran kölluð, sem ritan var veidd í, en veiddi aldrei nema fáar, vegna þess hve ég var óburðugur, og varð því undir í samkeppninni”. Þannig var þá háttað æsku Lárusar J. Rist, er síðar varð einn hinn kunnasti íþróttafrömuður íslenzku þjóðarinnar, og nú hefir með samningu áminstra endurminninga, skapað sér virðulegan sess meðal samtíðarhöfunda þjóðar sinnar; þessi bók er hvorttveggja í senn hollur fræðilestur um merkan kafla í menningarsögu íslenzkrar samtíðar, og skemtilestur, sem eigi auðveldlega gleymist. Nú er hann að hauðri hniginn sem sízt mátti missa sig Gamall maður staulast hrumum fót- um um hljóðlát stræti þegar árroðinn bregður birtu á skýin. Hann er á leið til bænahalds við elfar bakkann. Þarna, í fersku morgun-skini, við árstrauminn sem minti á mátt og endurlífgun, hafði þessi öldungur, um ára skeið, flutt guði lífsins og ljóssins bænir sínar. — Þær bænir voru altaf um betri jörð, bygða og ræktaða af greindara, göfugra mannkyni, sem stofnað gæti og starf- rækt friðar-ríki farsældarinnar á jörð- inni. Þarna hafði hann fundið sig í sam- ræmi við þau máttarvöld sem ávaxta vilja alla iðju til láns og gengis fyrir alla heimsbúa. Þarna gerigur gamall maður, sem vildi öllum vel en engum ílt. Þarna gengur hetja sem engar ógnanir fengu beygt né fangelsi helsað. Þarna fór friðflytjandi, sem sigraði hersveitir með krafti kærleikans ,sem yfirbugaði of- beldið með ofbeldisleysinu, heimskuna með heilbrigðum rökum, hatrið með fyrirgefningu. Þarna fór alfrjáls andi sem aldrei hafði gengið til samninga við Satan. Þess vegna var hann frjáls í fengelsum og voldugastur sem dæmd- ur glæpamaður, dæmdur af rangsnúnu réttarfari sinnar samtíðar. Þarna fór heilsuvana gamalmenni, smár vexti og óásjálegur að ytri sýn, maður með mittis skýlu og stafprik í hendi, maður, sem ekkert átti nema sjálfan sig og lét sér þau auðæfi nægja. Samt var hann stór- veldi nláttugri miklu en flest eða öll stórveldi. Hann var dáður meir en kon- ungar, hyltur meir en herforingjar, virtur meir en auðmæringar og þeim auðugri, því hann átti óskifta vináttu og traust svo að segja allra manna í öllum löndum. Áhrifa hans gætti um víða veröld og orð hans máttu sín meira en nokkurs annars manns í sam- tíðinni. Fyrir hann hefðu þúsundir manna fórnað lífi sínu af fúsum vilja. Þarna fór maður aldinn að árum en ungur samt, því andi hans nærðist af ódáins veigum guðinnblásinna hug- sjóna og bætilyfjum óslökkvandi manná star. Sál hans safnaði geislum sannleik- ans við hvert fótmál á æviskeiðinu, þessvegna óx honum vizka og máttur með degi hverjum. Allan ábata sinnar margbreytilegu lífsreynslu geymdi hann í grandvöru hjarta. Frá þessum auði ljóss miðlaði hann öðrum ljósi. — Fögur sál er eins og hinn himinhreini regndropi sem klýfur sólarljósið í hið fjölþætta geislarof friðarbogans. Hann afsalaði sér heimsins gæðum til þess að þjóna þörfum mannanna. — Hann vildi lauga þá hreina af fáfræði og fordómum, af heimsku og hatri, af fé- girnd og ranglæti, af hégómaháttum og stærilæti. Til þess að vera annara kennari varð hann fyrst og fremst að þjálfa sjálfan sig í þessum dygðum. Milljónirnar elskuðu hann sem ást- kæran föður eða hugljúfan bróður. — Þess vegna var hann voldugasti maður veraldarinnar í sinni tíð. Þetta litla sem ennþá er til af heilbrigðu mannviti hall- aðist að honum og hylti hann sem spá- mann verðandans. Mörgum fanst jarð- vistin viðunanlegri meðan iljar hans tróðu svörðinn. Meðan heilbrigðar sál- ir fyrir finnast bregður þó altaf fyrir bjarma af vonum. Það sem er háleitt og fagurt hreppir eðlilega hatur þess lága og ljóta og djöfulæði heimskunnar leitast altaf við að slökkva það ljós er ber moldvörpum mannlífsins ofbirtu í augu. Það er eðlislögmál heimskunnar að hata ljós- ið, ofbeldisins að ofsækja friðflytjend- ur, afturhaldsins að fyrirlíta framsókn- ina. Þess vegna hefir þyrnibraut mann- lífsins varðast leiðum öðlinganna sem mennirnir myrtu. Fátt er jafn hættu- legt sem að vera framfaramaður og frjálslundaður í hugsun hverri. Of- stækisæði múgheimskunnar stendur altaf reiðubúið til áverka við þann sem vogar sér að leita að nýjum og betri leiðum til guðríkis. Framfarirnar liggja aðallega í því að nú hefir tækniþekking- inn búið heimskuna betri vopnum, þess vegna er hernaðar-hneigðin altaf að verða ægilegri með hverjum áratug. Ein vasa-skammbyssa í vitfyrrings hendi, örsnögg krampakend hreifing í stjórnlausu taugakerfi, þrjú skot og vitrasti og bezti maður veraldarinnar hnígur í blóð sitt helskotinn. Vitringur- inn fékk hægan beð í andlitinu, hann hallaði höfði að hjarta æskunnar við barm sonar dóttur sinnar, meðan hel- myrkrið seig á brár sjáandans. Það er erfitt að sætta sig við þá hugs- un, að brjálæðis aðkast hins óða manns hafi gjörsamlega útþurkað slíkan per- sónuleika. Meðan einhver trú varir um guðlegt ætterni andans verður ekki erfitt að hugsa sér “ljósið frá Indlandi” sem lýsandi blys einhvers staðar guðs í geim. Ódauðleika hugsjóninni hrakar þegar menningin tekur að leggja meiri rækt við maskínuna en manneðlið. Þá gengur okkur ver að trúa á ódauðleika andans af því við finnum svo sem enga sál í þeim svona flestum. Ef allir bæru svip guðdómsins í eiginveru eitthvað álíka og Gandhi myndi okkur prestun- um auðveldast starfið — en eftir á að hyggja þá myndum við líka afleggjast því ef syndin hyrfi af sviðinu myndi presturinn afklæðast hempunni, hans yrði þá engin þörf framar. En Gandhi heldur áfram að lifa og starfa í vorri veröld — meðal þeirra að minsta kosti sem ennþá hafa ekki lagt fullan trúnað á framfarir fyrir þjóð- ernis og stétta hatur né endurfæðingu heimsins fyrir atom sprengjur. Meðan ljóssæknar sálir leita sannleikans og menn ala von um endurbætur fyrir mannlífsbetrun, á meðan munu orð hans og andi lýsa þeim er leita guðs- ríkis. Á meðan árdagsljóminn minnir á kraft ljóss og lífs, munum við með hon- um krjúpa í bæn um betri heim. Á með- an æskan geymir göfgandi hugsjónir í óspiltu hjarta, mun hún halla honum sér að hjarta, í hugsun sinni, og af hon- um læra, hversu kærleikurinn, réttvís- in og sannleikurinn má miklu megna til lífsins betrunar. Lundar, 1. febrúar 1948. H. E.Johnson. Síðan eru liðin 50 ár. Börnin voru mér frábærilega góð, og ég á margar dýrmætar endurminn- ingar um þau frá þessum sam- verustundum. Að sum þeirra hefðú geymt einhvern yl til mín, eftir öll þessi ár, hefði mér þótt yndislegt, en að þau færu að senda mér kveðju og gjöf, eftir hálfa öld, gat auðvitað ekki átt sér stað; en einmitt þetta ó- hugsandi skeði. Á afmælinu mínu í síðastliðnum nóvember- mánuði, fékk ég frá þessum fyrr- verandi skólabörnum mínum fagurt spjald með nærri 60 nöfnum þeirra ásamt þessu ávarpi: “Til vinar okkar og gamla skólakennara, séra Rúnólfs Marteinssonar, frá nokkrum af skólabörnum hans”. “Elli, þú ert ekki þung anda Guði kærum. Fögur sál er ávalt ung undir silfur hærum”. “Guð blessi ykkur bæði”, — konuna mína og mig. — Þessu fylgdi 60 dollara gjöf. Þetta eru mér óskiljanleg gæði, og þó svo dýrmæt, að þeg- ar ég þakka, þakka af hjarta, finst mér orðin veik og vanmátt- ug. Guð almáttugur launi þessa dásamlegu trygð, þennan gim- stein kærleikans. Af guðlegum hreinleik hafi ðþið gefið; í hjartans einlægni færi ég ykk- ur þakkir og bið Guð að blessa ykkur öll um tíma og eilífð. Hugmyndin um þessa gjöf kom frá Mrs. M. F. Björnsson, á Mountain, í Norður-Dakota, og kom hún þessari hreyfingu á stað, en sérstaka hjálp fékk hún frá Mrs. T. Steinólfson, Mrs. Sigríði Hallgrímsson, Mrs. Rósu Jóhannesson, og Mr. H. B. Grímson í Dakota-bygðinni, og Mrs. L. Gíslason að Brown, Man. Það hefir ekki verið lítið verk að ná sambandi við alt þetta fólk: í N.-Dak., Californíu, Vancouver, Saskatchewan, Mani toba og víðar. Eitthvað af þessu fólki naut kenslu minnar í Garðar héraðinu, meðal annara Mr. Grímson. Mrs. Björnson skrifaði mér yndislegt bréf um leið og hún sendi mér gjöfina. Hvernig fæ ég þakkað þetta alt? — Rúnólfur Marteinsson. Frá Blaine, Washington 2 1. janúar, I 948 Kæri ritstjóri Lögbergs! Úr bygðarlagi þessu er í raun- inni fátt að frétta annað en það, að við búum hér flestir við regn og rósemd á þessum tíma árs. Það sem ég ætlaði sérstaklega að minnast á, var elliheimilið hér fyrir íslendinga, sem Þjóð- ræknisfélagið Aldan beitti sér fyrir að stofna. Nú er búið að kaupa lóð fyrir bygginguna, 2Vz ekru á ágætum stað í bænum; svo var til ætlast, að framkvæmdir yrðu hafnar í haust, er leið, en vegna votviðra varð því ekki komið við, en í vor verður vafalaust tekið til óspiltra málanna. Fjársöfnun í stofnsjóð elli- heimilisins hefir í rauninni geng ið frábærilega vel, því 30 þús- und dollara hafa þegar safnast, og verður ekki annað sagt en slíkt sé góð byrjun þó byggingin kosti auðvitað nokkuð meira, þar sem alt byggingarefni er nú í svo háu verði. Nú hefir elli- heimilið verið löggilt og gengur undir nafninu The Icelandic Old Folks Home. Það gengur kraftaverki næst, hversu mikil fjárframlög stofn- uninni hafa þegar borist, þar sem hún er með öllu “gróða- vonlaus”, eins og Stephan G. Stephansson komst að orði. Við heyrum oft og iðulega margt og mikið sagt um eigin- girni nútímamanna; en á því leikur þó enginn vafi, að það fólk, sem leggur fram fé og fyrirhöfn í þágu áminstrar stofn unar, gerir það ekki í eigin- gjörnum tilgangi, heldur með það takmark eitt fyrir augum, að búa nokkrum samlöndum sínum, að loknu dagsverki, tryggan og ljúfan dvalarstað þar sem þeir fái notið ævisól- setursins í dýrðlegum friði. Virðingarfylst Hannes Teitsson- Fágæt trygð Einn dýrmætasti gimsteinninn sem finst á lífsleið mannanna er trygð. Það er vinátta, sem endist. Á þessu hausti veittist mér trygðarvottur, svo fágætur, að með öllu hefði ég talið það ó- hugsandi, að slíkt gæti komið fram við mig. Til þess að gjöra skiljanlegt það sem ég vil segja frá, neýðist ég til að þreyta menn með ofur- lítilli skýringu. — Á árunum 1892—97, var ég við barnaskóla kenslu í íslenzku bygðinni í Pembina County, í Norður- Dakota. Að vetrinum til stund- aði ég nám við Gustavus Adolp- hus College, í Saint Peter, í Minnesota, og síðar við presta- skólann lúterska í Chicago, en vann mér inn lífeyri við skólann með kenslu á sumrin. Fyrir að- stoð skólabróður míns og vinar, B. J. Brandsonar, sem síðar varð hinn góðfrægi vestur-ís- lenzki læknir, veittist mér fyrst kostur á þessu tækifæri til kenslu. Eg kendi í Garðar-skóla héraði svö sumur, 1892 og ’93, og svo í Eyford-héraðinu þrjú sum- ur, og einn vetur, er ég var milli skóla, mentaskóla og presta- skóla. Börnin í Eyford-héraðinu kvaddi ég í ágúst, 1897. Á þeirri kveðjustund, flutti Sigurbjörn Guðmundsson, sem átti börn í skólanum, mér þetta kvæði: Þú beindir okkur braut á ljóssins slóðir, svo blítt og rétt með hlýjan kærleiksvott. Þú varst sem faðir eða bezti bróðir, og baðst og hvattir alt að stunda gott. Þér fylgdi æ hin frjálsa og sanna gleði, þú félagsskap vorn allan hefir bætt, og ætíð hér með hlýju vinar geði þú hefir bæði leitt og stutt og frætt. Við kveðjum þig með hjörtun beygð af harmi, þú hefir liðna tíð með blómum skreytt, þín endurminning blíð í vakir barmi og burtu hana máð ei getur neitt. Farðu vel þú mentavinur mæti, er mest úr bættir, vorri fróðleiks þörf. Farðu vel og Guð þín jafnan gæti og gefi blessist öll þín lífsins • störf.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.