Lögberg - 05.02.1948, Blaðsíða 5

Lögberg - 05.02.1948, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. FEBRÚAR, 1948 5 Má merkilegt heita, að hann- yrðakonur landsins skuli ekki hafa fyrir löngu tekið sér fyrir hendur að kynna vefnað hennar fyrir þjóðinni, og hve fáar ís- Afmæli Eg átti afmæli á sunnudaginn. í*að er nú svo sem ekki í frá sögu færandi, allir eiga afmæli einhverntíma á árinu. Samt sem áður er það nú svo, að hverjum einum finst afmælisdagur sinn frábrugðin öðrum dögum, og ekkert gleður afmælisbarnið eins hjartanlega eins og árnaðarósk- ir ættingja og vina þann dag. Eg fór að reyna að rifja upp hve- nær hinir og aðrir kunningjar mínir ættu afmælisdag og komst að raun um að ég mundi aðeins örfáa, þó veit ég, að þeir hljóta að hafa eins mikla ánægju af því að munað sé eftir afmælis- degi þeirra og ég hafði. Þegar maður byrjar nýtt ár ævinnar, ákveður maður að bæta ráð sitt á ýmsan hátt; ég ásetti mér að finna út um afmælisdaga vina minna og muna þá framvegis. — Það er ekki lengi verið að því að síma eða senda póstspjald með árnaðaróskum, en slíkt hlýjar fólki um hjartarætur og styrkir vináttu böndin. Margir eru þannig gerðir, að þeir eru ávalt að hugsa um að gleðja aðra, með því að sýna þeim vinahót á þennan hátt; slíkt fólk varpar ósjálfrátt bjarma á lífsbraut samferða- fólksins. Kona nokkur sagði mér ágæta hugmynd: Hún gefur aldrei jóla- gjafir. í stað þeirra, gefur hún mttingjum sínum og vinum af- mælisgjafir. Þannig gefst henni ekki einungis meiri tíma til þess að velja eða búa til gjafir, sem eru beztar við hæfi móttakanda, heldur eru þær betur þegnar Þegar þær eru ekki aðeins hluti af jólagjafaflóði. Þar að auki er u^eira gaman og ekki eins þungt ® Pyngjunni, að kaupa þær smá saman. » Til er fólk, sem vill alls ekki, að verið sé að minna það á, að sefiárin séu að líða fram hjá, og sagt er að kvennfólkinu sé alls ekki vel við það, að nokkur sé að grenslast eftir því, hve gam- alt það sé. Vitanlega ættu allir að taka slíkt til greina. Frá sál- fræðilegu sjónarmiði séð, er ekki að vita, að það sé holt fyrir fólk að vera að hugsa of mikið um, að það sé að eldast, en afmæli verður maður þó að eiga. Mað- Ur getur ávalt hugsað sér að mað ur sé 50, 60 eða 70 ára ungur. Sinn siður er í hverju landi. A íslandi er fólk ekki að hafa fyrir því að leyna aldri sínum. f^ar hikar enginn við að spyrja fólk, hvað það sé gamalt, og þar er algengt að fólk haldi meir UPP á afmæli sitt en hér, sérstak ieSa> þegar það fyllir einhvern fuginn. í dagblöðunum birtast ttiyndir og sagt frá því að þessi kona eða maður verði 40, 50, 60 eða 70 ára þann dag. Þá er siður að afmælisbarnið hafi “opið hús”. Ættingjar og vinir leggja eið sína þangað til að óska af- ^ælisbarninu til hamingju og drekka skál þess, annað hvort 1 kaffi eða öðrum hressandi drykkjum. Fólk tefur aðeins stutta stund, en ef afmælisbarn- lð er vel þekt og vinsælt er sfraumur gesta allan daginn og völdið. Ef veitt er coctail, kem- Ur það stundum fyrir að einstaka gestir verða fremur þaulsætnir, °g hefir þeim í.spaugi verið gef- |ð^heiti og þeir nefndir “setulið- lð . En þetta kemur sjaldan fyr- lr, og þessi vinamót eru frjáls- ^annleg og reglulega skemtileg. VEISTU —? , ' að ef þú þarft að reka nagla 1 Vegginn til að hengja upp ^yndir eða annað, er gott ráð IWENNA INGIBJÖRG JÓNSSON að líma lítinn heftiplástur á vegginn og reka nagglann í gegn um hann; það varnar því að nagglinn sprengi út frá sér veggfóðrið eða viðinn í veggn- um — — ef þú átt marga staka eyrna hringi, getur þú búið til falleg- an skrautgrip úr þeim, sem fara vel saman, og prýtt treyjuna, jakkann eða belti þitt með hon- um — — að ef þú burstar “suede”- skóna þína með vírbursta yfir gufu, þá yngjast þeir að útliti. — að ágætt ráð, til þess að muna afmælisdaga ættingja þinna og vina, er að senda nöfn þeirra og afmælisdag, ásamt 10 cents fyrir hvert nafn, til Mrs. W. R. Pottruff, 59 Hespeler Ave., Winnipeg, ph., 501 811 og Mrs. F. Thordarson, 996 Dominion St., Winnipeg, phone 35 704. — Þær munu sjá um að nöfnin verði á mánaðartöflunni, sem yngra kvennfélag Lúterska safn- aðarins er að útbúa og út kemur í September. — Engin ártöl! — Kvenréttindi og hlaupár Árið 1616 gekk svohljóðandi lagaboð í gildi á Englandi: Hvert skipti, sem hlaupár er, skal hver ógift kona hafa lög- fulla heimild til að tjá ást sína þeim manni, sem hún kýs sér að eiginmanni, og má hann ekki taka málaleitun hennar með fyrirlitningu né spotti. Löngu fyrr — 1288 — hafði verið gefin út svohljóðandi til- skipun í Skotlandi: Á stjórnarárum hennar há- tignar Margrétar drottningar, skal hver ógift kona í Skotlandi, hvort sem er af háum eða lágum stigum, hafa frelsi og fullan rétt til þess að biðja þess manns, sem henni bezt fellur í geð, á því ári, sem hlaupaár nefnist, og skal hann taka sér hana til ekta- kvinnu, eða að öðrum kosti greiða henni skaðabætur í pen- ingum. En geti hann fært sönn- ur á, að hann sé heitbundinn annarri konu, skal hann laus allra mála. Þessu lík lagaboð hafa verið gefin út í fleiri löndum. -f Heilræði: Ef hættu ber að höndum Séstaklega verður að gæta varúðar þar sem börn eru á heimili að þau nái ekki voðann, því farið getur svo að t j ó n i ð verði óbætanlegt. Það er t. d. mikil áhætta að láta börn vera ein heima, jafnvel þótt þau séu nokkuð stálpuð. Skæri, hnífar, rakblöð og prjónar eiga aldrei að vera í barnhöndum, ekki held- ur eldspýtur, b 1 e k eða meðöl. Sjóðandi vatn og opnir gluggar geta einnig talist með voðanum. Komi eitthvað fyrir er sjálf- sagt að vitja læknis svo f 1 j ó 11 sem auðið er, því fæstir geta sagt um hve mikið hefir að orðið og hvernig skal meðhöndla. Aðeins á augnablikinu er þess að gæta, að t.d. logi í fötum manns, skal vefja hann teppi til að slökkva, en ekki hella vatni yfir logann. Ekki má draga af honum fötin heldur klippa. Brunabindi eða vismutsalve er nauðsyn að eiga á hverju heimili. Hrökkvi brennisteinn af eldspýtu á hendi manns er gott að dýfa henni ofan í sterkt sódavatn, því að sódinn leysir upjp foáflórið og sviðinn hverfur. Stórir skurðir eða stungur, eru aðeins læknameðfæri, en á með- an laáknis er biðið, er rétt að leggja höndina eða fótinn hátt og binda fyrir ofan sárið með Á þriðjudaginn þann 29. júlí 1947 lézt hér í borginni eftir langa og stranga sjúkdómslegu, Loftur málarameistari Matthews 49 ára að aldri, vinsæll maður og í orðsins sönnustu merkingu góður drengur. Loftur Ingvar Hallgrímsson Matthews var fæddur að Hjálm- arsströnd í Loðmundarfirði í Norður-Múlasýslu 25. mars 1898. Voru foreldrar hans þau Hall- grímur Metúsalemsson og Kriktj ana Júlía Vigfúsdóttir, búandi hjón á Hjálmarsströnd, en það- an fluttust þau brátt til Seyðis- fjarðar. Loftur fluttist með fjölskyldu sinni vestur um haf árið 1913, og varð Winnipegborg fyrsti án- ingarstaðurinn; ekki varð við- dvölin þar þó löng í það skiftið, heldur varð brátt haldið norður að Manitobavatni og bú reist í bygðarlögunum í grend við Lundar. Hallgrímur faðir Lofts lézt 1919, en tveimur árum síðar fluttist fjölskyldan til Winnipeg og tók Loftur þá að leggja fyrir sig málaraiðn og fékk brátt á sig orð fyrir dugnað og smekkvísi í þeirri grein, enda var hann um alt hinn samvizkusamasti starfs- maður og dró sig lítt í hlé. Þann 6. dag desembermánað- ar 1924 kvæntist Loftur og gekk að eiga ungfrú Ingu Árnason, ættaða frá Glenboro, hina mestu röskleika- og myndarkonu; varð sambúð þeirra hin ástúðleg- asta. Þau Loftur og frú Inga eignuðust þrjú börn; þau mistu ungan dreng en á lífi eru Velma — Mrs. J. A. Sweet -r- og Douglas í heimahúsum. Auk ekkju sinnar, áminnstra barna og móður, lætur Loftur eft ir sig systkini, Gunnar í Regina, Sask., Björgu á Akureyri, Guð- rúnu Jónasson, Vigfús, Maríu Jóhannsson og Ottó, öll í Winni- peg, og Nönnu í Reykjavík. Loftur Matthews var hvers manns hugljúfi' hann var góð- viljaður maður og' félagslyndur, er taldi ekki eftir sér nein þau spor, er verða máttu samferða- sveit hans til gagns og gleði; hann unni mjög söng og var gæddur tærri tenórrödd; hann var dyggur félagi Karlakórs Is- Júlíana Sveinsdóttir hefur um lagt skeið verði í fremstu röð íslenskra málara. Hefur hún í mörg ár verið b ú s e 11 í Dan- m ö r k u , og mun ætla sér að dvelja þar framvegis. — Þar í landi hefur hún fyrir löngu hlot- ið almenna viðurkenningu, bæði sem ágætur málari, og fyrir framúrskarandi vefnað sinn. 1 fyrra hlaut hún ferðastyrk klút eða sokk til þess að minka blóðrennslið. Smáskeinur og skurðir eru hreinsaðir með bór- vatni, og borið joð kringum sár- ið, sem svo er smurt með zink- salve og bundið um með sára- bindi. Vilji blæða mikið er gott að þvo sárið úr heitu vatni. Sé hætta á að börn hafi sopið með- öl eða annað hættulegt er sjálf- sagt að vitja læknis, en reyna má að fá þau til að kasta upp með því að kitla hálsinn með fingrunum og leggja hitapoka á holdið. Við blóðnösum er ráð að leggja klút vættan í köldu vatni eða ediksblöndu við hnakk ann, beygja höfuðið aftur á bak og stinga bómull í nösina. Mulið álún — 1 teskeið í bolla af vatni — er sogið upp í nefið og stöðv- ar það vel blóðnasir. Stingist fiskbein í hálsinn á manni er ágætt að sjúga safann úr hálfri sítrónu, því sítrónusaf- inn mýkir beinið og er þá auð- veldara að ná því. Kartöflubiti er góður til að reka beinið niður um hálsinn. Loft Matthews Loftur Matthews lendinga í Winnipeg um langt skeið, og lét sig heldur aldrei vanta í söngflokk Fyrsta Lút- erska safnaðar við guðsþjónust- ur. Loftur Matthews var glað- sinna maður; skapgerð hans svip merktist af bjartsýni og trú á lífið; en inn í glaðværð hans fléttaðist draumræn viðkvæmni, er gerði hann þeim mun hjart- fólgnari öllum, sem við hann komust í kynni. Er ég nú í fáum orðum minn- ist vinar míns Lofts Matthews, flögra um huga minn eftirfar- andi ljóðlínur Guðmundar Guð- mundssonar: Eg elska þig hljómandi hlátur — Það er gullstöfum leiftrandi letrað hvert blað í lífssögu þess, sem var glaður og kátur. Loftur Matthews var ástríkur eiginmaður og hjartfólginn öllu sifjaliði sínu; hann lætur eftir sig ljúfar endurminningar í hug- um allra, er með honum áttu samleið. Útför Lofts fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju að viðstöddu fjölmenni, þ. 2. ág., þar fluttu kveðjumál þeir séra Eiríkur Brynjólfsson og séra Philip M. Pétursson, en Karlakór Islend- inga í Winnipeg, er Loftur árum saman svo dyggilega taldist til, jók á feugrð kveðjuathafnarinn- ar með mildum söng. mikinn úr sjóði Tagea Brandt. Er sú viðurkenning aðeins veitt konum þeim, sem skara fram úr í list eða iðngrein einhverri. En nú í ár fékk hún heiðurspening Akademísins í Höfn, þann, sem kenndur er við hinn fræga mál- ara Eckersberg. Er að veiting þeirri mikil fremd. Viðurkenn- ingu þessa hlaut hún fyrir mál- verk, sem hún sýndi á Charlott- enborgarsýningunni, og er frá V estmannaeyj um. Á vorsýningu Charlottenborg- ar, hinni síðustu hafði Júlíana heiðurspláss fyrir myndir sínar er vöktu mikla athygli. Og eins á haustsýningunni. Frumdrög að flestum þessum myndum gerði hún hér heima sumarið 1946, en þá var hún hér um tíma, m.a. á Þingvöllum, í boði ríkisstjórnar- innar. 1 Hafnarblöðunum var lokið miklu lofsorði á myndir hennar á haustsýningunni, sem og myndir hennar á sýningunni í vor. Segir svo m.a. í Berlinga- tíðindum: Myndir eftir Júlíönu Sveinsdóttur á sýningunni eru á sérstökum vegg, af svipmiklu landi frá Norðurhafseyjum, klettar, bláir, en grænn sjór með dimmum alvöruþrungnum litum benda til ætternis málarans. List Júlíönu Sveinsdóttur hefur tekið framörum á síðustu árum. Með myndum þessum skipar hún sér á bekk með bestu málarakonum í Danmörku. í Politiken er m.a. sagt, að myndir hennar séu einar þær kjarnmestu á sýningunni. í nokkur undanfarin ár hefur frk. Júlíana átt sæti í dómnefnd Charlottenborgarsýninga. — En ekki hefur hún þó viljað taka við þeim sérréttindum, að mynd- ir hennar væru Undaþegnar úr- skurði dómnefndar. Hún á einn- ig sæti í skólaráði Akademísins. Er af þessu augljóst hve mikils álits hún nýtur meðal danskra listamanna. Listasafn ríkisins í Höfn keypt eina af myndum hennar á haust- sýningunni. En aðra k e y p t i Carlsbersjóðurinn. — Fleiri myndir hefur listasafnið keypt. Frk. Júlíana sigldi til lista- náms skömmu eftir að hún hafði lokið námi hér á Kvennaskól- anum. Við teikninám í skólan- um kom það í ljós, að hún átti óvenjulega auðvelt með að gera uppdrætti af þeim hlutum, sem hún hafði fyrir uagum. Var það m.a. fyrir áeggjan frk. Ingibjarg- ar Bjarnason, forstöðukonu skól- ans, að hún lagði út á listabraut- ina. Eins var faðir hennar, Sveinn Jónsson, kaupmaður, mjög áfram um, að hún fengi notið hæfileika sinna til fulls, og þroskað þá. Sjálf fann hún ekki ákveðna köllun hjá sér fyrstu árin til þess að gerast myndlistamaður. Með dugnaði sínum og óbil- andi þrautseigju braust hún á- fram og fann brátt sjálfstætt listform sitt, m.a. í túlkun hinna stórbrotnu svipbrigða í íslenskri náttúru. Yfir myndum hennar er jafnan háleit kyrð einfaldleik- ans, er beinir huga áhorfandans að ákveðnum svipeinkennum er hún greinir frá með óbrigðulli smekkvísi. Meðan Júlíana stundaði mál- aranám á Akademíinu naut hún einnig leiðbeiningar í myndvefn- aði hjá frk. Astrid Holm, er þá var kennari í þeirri listgrein, og færari öllum þar í landi í þeim efnum. En meðan Júlíana hafði ekki hlotið almenna viðurkenn- ingu, sem málari, greip hún oft til þess, að vinna fyrir sér með vefnaði. Allt, sem hún óf, og hún hafði til sölu, seldist fljótt, því þar helst í hendur smekkvísi og traust vinna. En vefnaður frk. Júlíönu er ekki eins mikið kunnur hér á landi eins og myndlist hennar. lenskar stúlkur hafa notið leið- beiningar hennar í vefnaði. íslenska ullin hefur verði kon- um sú hjálparhella, sem gerði þeim kleift að varna því, að þjóð- in króknaði úr kulda. En ullin af íslenska fénu hefur aðallega verið álitin hæf í hin grófgerðari föt og skjólflíkur. Fyrir löngu hefir frk. Júlíana fært sönnur á, með vefnaði sín- um úr íslenskri ull, að hægt er að vefa hin lystilegustu klæði úr ullinni af fénu okkar. Og má vera að fleiri hafi gert hið sama. En teljast mun það til tíðinda, þegar ofnir eru dúkar úr ís- lenzkri ull, sem renna út til verslana í erlendri stórborg, til þess að gera úr þeim tískuklæðn ^ að fyrir hinar vandlátustu hefð- arkonur. í síðasta mánuði hélt félagið “Haandarbejdets Fremme” sýn- ingu í Kaupmannahöfn. — Þar sýndi frk. Júlíana nokkrar teg- undir dúka sinna, er hún hafði ofið úr íslenzku ullarbandi. — Dúkar þessir vöktu mikla at- hygli, og seldust allir strax. — Verzlunin Jac. Olsen, ein hin mesta kvenfataverzlun Hafnar, keypti m. a. stórköflótt efni, er frk. Júlíana hafi unnið og lét gera úr því yfirhafnarföt kvenna. Vakti sá tískuklæðnað- ur úr íslenzku ullarbandi mikla athygli í stórborginni. 1 bréfi, sem frk. Júlíana hefir skrifað um vefnað sinn er þarna kom fyrir almenningssjónir, seg- ir hún m. a.: “Nú getur maður með sanni sagt, að íslenzka ullin hafi sigr- að. Eg er búin að vinna úr ís- lenzkri ull í mörg ár, og hefi altaf verið hrifin af þeirri efnivöru. Hefi ég valið mínar eigin leiðir í vefnaðinum, og annari meðferð ullar og dúka, í litavali við þæfingu o. fl. Þegar maður vand ar sig og heldur áfram tilraun- um sínum í öruggri trú á góðan árangur að lokum, þá kemur að því, að allir hinir góðu eiginleik- ar íslenzku ullarinnar njóta sín: mýktin, hlýjan og léttleiki efni- vörunnar. Það hefði verið gam- an að sýna þessa dúka heima”. V. St. Mbl., 24 des., 1947. Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man. B. G. Kjartanson Akra, N. Dak. Backoo, N. Dakota .... __ Joe Sigurdson Arborg, Man K. N. S. Fridíinnson Árnes, Man. M. Einarsson Baldur, Man O. Anderson Bellingham, Wash Árni Símonarson Blaine, Wash Árni Símonarson Boston, Mass. 384 Newbury St. Palmi Sigurdson Cavalier, N. Dak. Joe Sigurdson Bachoo, N. D. Cypress River, Man. O. Anderson Churchbridge, Sask S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson Elfros, Sask. Mrs. J. H. Goodmundson Garðar, N. Dak Páll B. Olafson Gerald, Sask C. Paulson Geysir, Man K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man O. N. Kárdal Glenboro, Man O. Anderson Hallson, N. Dak. Páll B. Olafson Hnausa, Man. K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man O. N. Kárdal Langruth, Man. John Valdimarson Leslie, Sask Jón Ólafsson Lundar, Man Dan. Lindal Mountain, N. Dak. Páll B. Olafson Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal Riverton, Man. K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash. J. J. Middal 6522 Dibble N.W, Seattle, 7, Wash. Selkirk, Man Mrs. V. Johnson Tantallon, Sask. J. Kr. Johnson Vancouver, B.C. F. O. Lyngdal 5975 Sherbrooke St, Vancouver, B.C. Víðir, Man. K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man Jón Valdimarson Winnipeg Beach. Man. O. N. Kárdal Walhalla, N. D Joe Sigurdson Bachoo, N. D. E. P. J. júlIana sveinsdóttir - List hennar og vefnaður Nýtur mikils álits í Damörku

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.