Lögberg - 05.02.1948, Blaðsíða 6

Lögberg - 05.02.1948, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. FEBRÚAR, 1948 VALD MYRKRANNA Eftir DERWENT MIALL J. J. BÍLDFELL, þýddi. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦J» Þar stansaði Montrose, tók skamm- byssu upp úr vasa sínum og hlóð hana með tveimur skotum. Kveldið var milt og hlýtt. Stjörnurn- ar voru að byrja að blika á himninum eins og demantar, en það var enn næg skíma, til að Montrose gæti greint and- litin á fólki, sem um veginn fór. — Hann stóð um stund hreyfingarlaus, við gat- ið, eða vindaugað á limagarðinum og horfði út á veginn. Hann var ákveðinn í því hvað gjöra skyldi; og alvörusvip- urinn á andliti hans var ákveðinn. Svo rétti hann sig upp, og var í þann veginn að láta skamihbyssuna í vasa sinn. — “Er nokkur annar vegur?” spurði hann sjálfan sig og hann hafði spurt sumu spurningarinnar í huga sér mörg- um sinnum eftiV að hann skildi við Mulready á gestgjafahúsinu og svarið hafði altaf verið hið sama. “Þetta er vissasti vegurinn. Maðurinn er of utan við sig til að hægt sé að sansa hann í kveld, en á morgun er það of seint. — “Maður, sem ekki er ákveðinn glæpa- maður að eðlisfari, er seinn á sér að ráðast í að drepa mann. En Montrose, sem vanalega var hinn mesti stillingar- maður, hafði að þessu sinni fallið undir áhrif vínsins, sem er skálkaskjól er veikbygðir menn leita í, á tímum hug- arangurs og mótlætis. Til þess að viðhafa almenna umsögn voru eldglæringar í augum Montrose, þar sem hann beið á bak við vindaug- að á trjálimagarðinum í rökkurró kveldsins. Hikið, sem á fyrirætlan hans kom, varði aðeins örstutta stund. Aftur varð hugur hans ákveðinn, og aftur horfði hann stöðugt út um vindaugað á garðinum. Hann var ákveðinn í að láta ekki smáatriði aftra sér frá að fram- kvæma það sem í huga hans bjó. Ætlaði þessi bið aldrei að taka enda? Nú, þegar að hann hafði ákveðið, hvað hann ætlaði að gjöra, þá vildi hann ljúka við verkið sem allra fyrst. Úti fyrir á veginum heyrðist fótatak Hann beygði sig út í vindaugað á garð- inum, hlustaði og hélt fingrinum á gikk skammbyssunnar. Fótatakið færðist nær og nær. Ja, svei! Þetta var þá bóndaræfill, sem kom slagandi eftir yeginum. Fugl flaug tístandi úr tré rétt hjá Montrose. Hann hrökk við, og blövaði í hljóði út af hugdeyfð sinni. — Hann tók úrið upp úr vasa sínum og leit á það. Tíminn var 9.26, en klukkan 9.45 átti járnbrautarlestin að fara frá Faring. — “Hann hefir ekki farið framhjá ennþá”, sagði Montrose við sjálfan sig. Aftur heyrðist fótatak á veginum. — Montrose leit út um opið á viðargyrðing unni í ákafri geðshræringu, og aftur hafði hann fingurinn á gikk skamm- byssu sinnar. Þetta var þá vinnuklætt ástapar, sem voru á skemtigöngu í kveldkyrðinni, sem óefað var að byggja kastala fram- tíðar sinnar og höfðu víst enga hug- mynd um, að þau væru eins nærri hlað- inni skammbyssu, eins og þau í raun og veru voru. Þau gengu mjög hægt eftir veginum — miklu hægara, hugsaði Montrose, en nokkur nauðsyn var til. Það var lífs- spursmál að enginn væri á veginum — enginn nema persónan sem átti að verða þátttakandi í sorgarleiknum fyr- irhugaða. Montrose var dauðhræddur um að þessir lallandi elskhugar, mundu ekki verða komnir nógu langt í burtu, áður en hann þyrftí að skjóta. Aftur varð þögn. Montrose þurkaði svitann af andliti sér. Honum fanst hit- inn alveg óþolandi. Hann tók úrið upp úr vasa sínum aftur og leit á það. — Klukkan var meira en hálf tíu. “Hann getur ekki ætlað sér að ná í þessa járn- brautarlest”, hugsaði Montrose, en rétt í því heyrði hann einhverja hreyfingu á veginum álengdar. “Fjandinn hafi það. Það er þá vagn sem kemur”. f Hjólahljóðið færðist nær, ljósin á vagnlömpunum blikuðu í myrkrinu og vagn kórónu gistihússins þaut framhjá í fartinni og í honum sat Anthony Mul- ready. — Montrose tók skotin úr skammbyssunni og sneri heimleiðis. Hr. Mulready hafði ekki treyst sér til að ganga á vagnstöðina og það bjargaði lífi hans. X KAPÍTULI Bréf frá Mulready Um sama leyti og frú Montrose var að samningagjörð við manninn, sem hún sagði að væri sérfræðingur í lögum Bandaríkjanna, var Constance Bryden önnum kafin í að sinna fólki sem talaði við hana af mikilli þekkingu um fína borða, brjóstlín, belti, híalín, kjólaefni og ótal undursamlega hluti, sem jafn erfitt er að gjöra sér grein fyrir og flókn ustu lögum. Hún var mæld og mæld af ungfrú Primmer, sem í rauninni var nú ekki svo ung og aðstoðarmeyjum henn- ar, sem allar komu til Laurels á morgn- ana. Þessar athafnasömu konur störfuðu í dagstofunni og þar ægði saman títu- prjónum, tvinnaspólum, pappír-sniðum og mesta kynstri af alla vega litlu kjóla efni og skemti Ledo sér sérstaklega við að elta tvinnakeflin úr einu horni í ann- að í stofunni og hrista þau í kjafti sér eins og rottur, þegar að honum tókst að ná í þau. Constance ætlaði að gifta sig snemma í júlí mánuði, því þá stóð til að Archi- bald Drake fengi frí og það hafði komið upp fjöður og fit á athafnalífinu á Laurels. Það var í rauninni umrótunar- tímabil í húshaldinu þar, sem undir vanalegum kringumstæðum hefði al- deilis ekki liðist. í sannleika sagt, þeg- ar að fimmti dagur vikunnar kom voru húsmunirnir í bláu stofunni ekki einu sinni viðrað, né heldur dyr, eða glugg- ar opnaðir, en slíkt hafði ekki komið fyrir í tuttugu og fjögur ár. Þar inni lágu kvennkjólar og annar ókláraður kvennfatnaður sem ekki mátti hreifa. Ungfrú.Bryden skoðaði nýtízku kjóla myndir og verzlunarskrár, í stað þess að lesa Times, eða ræður eftir séra Pusey. Ungfrú Livinia var öll á hjólum fram og til baka í húsinu og húsþernurnar, sem allar voru í blóma aldursins, og allar voru vongóðar um tilhugalíf og trúnað- arvin, gátu ekki um annað talað en: — “Herra minn, eru ekki kjólarnir dásam- legir, og gátu aldrei á því þagnað. — Nokkurrar konur komu í heimsókn til Laurels-systranna og Constance á þessu undirbúnings- og eftirvæntingar- tímabili. Ein af þeim sem sýndi Con- stance sérstaka vináttu, var Lesbia Paine, sem tókst, undir yfirskini vináttu merkja sinna, að blinda alla nema föð- urbróður sinn fyrir öfundareldi þeim, sem brann í sálu hennar út af að hafa tapað, í samkeppninni við Constance, allri von um að ná í Archibald Drake. Henni sveið það sáran, að hafa borið minni hlutann í þeim viðskiftum við Constance. Frú Montrose kom einu sinni, fáum dögum eftir að Anthony Mulready fór, og rann útlit hennar Constance, sem lífs gleðin lék við, mjög til rifja, því það leyndi sér ekki, að vonargleði sú, sem fæðing barns hennar hafði veitt henni, fór þverrandi en þunglyndis köstin lögð- ust aftur yfir hana með ofur þunga. Það virtist eins og að uppfylling æsku drauma hennar hefði haft bölvun eina í för með sér, og að auðurinn sem hún nú átti yfir að ráða, hefði orðið henni byrði, en ekki blessun. “Við ætlum að taka okkur frí og fara til Miðjarðarhafslandanna eftir að þú ert gift”, sagði frú Montrose, “því ég er ekki vel frísk. Willie hlær að mér, en ég er sannfærð um, að skógurinn í kring- um Breiðavatnskastalann sé altof þétt- ur, til þess að þar sé heilsusamlegt að búa. Eg skrifaði Archibald og bauð hon- um að vera hjá okkur þangað til að þið giftið ykkur. Hvenær áttu von á að hann komi?” “Innan tveggja vikna frá deginum í gær“, svaraði Constance. Hún hafði tal- ið dagana fram að þeim tíma sem hún átti von á Drake, eins og skólabörn telja dagana fram að sumarfríi sínu. Frú Montrose brosti. “Eg vona að þú verðir mjög ham- ingjusöm,” sagði hún. “Hann virðist vera ágætis maður og ég hefi það á til- finningunni, að Breiðavatn heyri hon- um til og að sá tími komi að hugur hans liggi þungt til okkar. Jæja, ég hugsa að þess verði ekki langt að bíða, að þú verðir húsmóðirin á Breiðavatni”. “Ó, segðu ekki þetta”, sagði Con- stance, því það gat ekki fram hjhá henni farið, að frú Montrose ætti við sinn eig- in dauðdaga og að hans mundi ekki langt að bíða, “og láttu þér ekki til hug- ar koma að Archibald beri hugar- þykkju til þín, því ég veit að hann gjörir það ekki. Kastalinn er mikils til of stór, fyrir okkur til að búa í, og ég mundi týna sjálfri mér í honum. Það var mála sannast, að Constance öfundaði frú Montrose ekkert af “hús- inu mikla”, því hin bjarteygða, unga húsmóðir þess hafði ekki átt neinni lífs- gleði eða gæfu þar að fagng. í þessar tvær vikur, sem eftir voru þar til giftingin átti fram að fara, var fjöður og fit uppi á hlutunum á Laurels. Ung- frú Pimmer var að reka smiðshöggið á handaverk sín þar. Livinia þaut áfram og aftur um húsið, og þjónustustúlk- urnar hlógu dátt og dreymdu á milli um sína eigin loftkastala. Á Breiðavatni var alt hljóðara í hús- um. Heilsu frú Montrose fór hnignandi. Lesbia var í vondu skapi og hr. Mont- rose var þungbúinn og þögull. “Eg vona að það verði tekið vel á móti hr. Archibald þegar að hann kemur”, sagði Daniels vínmeistari við ráðskon- una, þegar að þeim tíma kom, að von var á Lautenant Drake til Breiðavatns. “Já, giftingin kemur þeim öllum í gott skap”, sagði frú Praudhay. Tíminn leið fljótt, og giftingin átti að fara fram, eftir þrjá daga. Við verðum nú í svip að hverfa í burtu frá Laurels og til Lundúna þar sem sól- in helti geislum sínum inn um glugga á efri hæð hinnar fornu Temple-bygging- ar og féllu geislar hennar á stórum blett um á þráðberan tyrkneskan gólfdúk á bökin af röðum af gömlum og snjáðum lögfræðibókum, sem drengur, er stóð sjáanlega mjög óþolinmóður fram við herbergisdyrnar, var að reyna að lesa nöfnin á. Þetta var a ðverða óþolandi. Tommi Bulger beið eftir honum ofan á götunni og var nú máske orðinn hund- leiður á biðinni og hann hafði komið Tommi Bulger sem var sendur til Farringdon-strætis, til að bíða eftir sér, á meðan að hann skryppi upp á loft í Temple-byggingunni, sem ekki tæki sig meira en mínútu, svo þeir gætu orð- ið samferða eftir endilöngu Fleet- stræti. — Mínútan hafði liðið fljótt og nú var hann búinn að standa þarna í tuttugu mínútur, og enn hélt Mayne á- fram að skrifa. Einu sinni hafði hann lagt frá sér pennann, en það var þá til þess að troða tóbaki í reykjarpípu sína og kveikja í henni. Öðru sinni stóð hann upp frá skrifborðinu og gekk út að her- bergisglugganum og dróg niður glugga- blæjuna til að byrgja fyrir geisla, sem skein inn um gluggann og beint á skall ann á honum, þar sem hann sat við skrifboroðið. Satt að segja þá virtist hr. Ferdinand Mayne lögfræðingur og rithöfundur hafa steingleymt drengn- um, sem beið við dyrnar.’ Að síðustu virtist Payne hafa lokið verki sínu. Hann númeraði blöðin sem hann hafði skrifað á, leit upp og sá drenginn sem við dyrnar beið. “Drengur minn”, mælti Wayne, færðu þetta með allri virðingu þeim sem situr í sæti fyrirlitningarinnar og segðu hon- um að hann þurfi ekki að vonast eftir meiru handriti frá mér þar til á fimtu- daginn og að lesendur hans verði að bíða eftir meiri vísdómi um hinn undur- samlega og töfrandi tví-meðil — gull og silfur með eins mikilli þolinmæði og þeir geti. Ef að þú kemur aftur fyrri partinn í næstu viku og berð hér að dyr- um, þá er það til ónýtis, því ég verð ekki heima. — Eg verð í burtu úr þessari miklu borg. Eg ætla að vera svaramað- ur — fidus Achates, manns sem sjálf- viljuglega ætlar að láta leggja Hymen hlekki á sig, og á meðan, verður penni minn hinn ólati, að hvíla sig. “Gleymdu ekki að skila þessari orð- sendingu minni”, sagði Mayne, um leið og hann fékk drengnum handrits- böggulinn, sem brosti góðlátlega að glettni lögmannsins, saug duglega upp í nefið og flýtti sér á dyr, til að vitja um Tommi Bulger, sem að hann vissi að mundi vera orðinn sárleiður á biðinni. Við útidyrnar rak hann sig nærri á mann, mikinn vexti, sem var að ljúka upp útidyra hurðinni. “Sæll!” sagði komumaður, er hann kom inn í herbergið og sá rithöfundinn sem var nýbúinn að senda frá sér grein sína, er var um efni sem komumaður bar lítið skyn á. Hann sat þar snögg- klæddur, með fæturnar upp á stól. Hann reis skyndilega á fætur. “Sæll og blessaður, Archil”, sagði hann. “Eg átti ekki von á þér svona snemma. Varaðu þig, sestu ekki á stól- inn þarna, annar bakfóturinn er bilað- ur. Ef að þú situr vel framarlega í hæg- indastólnum þarna, þá verður þú ekki var við að fjaðrirnar séu brotnar. Jæja, vinur, hvernig líður þér? Ertu búinn að kaupa hringinn og draga peningana þína út úr bankanum? Það er engin á- stæða fyrir þig að roðna, vinur. — Það hafa betri menn en þú gengið þennan sama veg á undan þér”. Archibald Drake settist niður á stól sem í virðingarskyni var nefndur hæg- indastóll, og hlóg, eins og þeir hlægja, sem vel eru ánægðir með hlutskifti sín, félaga sína og lífið í heild. “Eg kom til Chatham í gærkveldi”, sagði hann, “og mér datt í hug að heilsa upp á þig um leið og ég fór fram hjá”. “Það var rétt af þér að gjöra það. Á ég að þjálfa þig í giftingarsiðunum nú, eða bíða síðari tíma með það?” Drake hlóg. “Fyrst skulum við minnast þessarar alvarlegu stundar”, sagði Mayne og tók vínglas sem fóturinn var brotinn af, leit á það, og sagði: “þú getur ekki sett þetta frá þér”, rétti honum gamlan glerbolla og spurði: “Viltu þetta heldur? Eg hefi orðið að selja vínglösin mín og Kína-leirtauið, til þess að leysa frakk- ann minn úr lánstofunni og kaupa mér nýjan pípuhatt. Hérna, gerðu svo vel. Við drekkum minni brúðúrinnar!” Eftir að þessari siðvenju var lokið, var Wayne reiðubúinn að tala alvarlega um hlutina. “Eg skrepp hingað aftur á þriðjudag- inn”, sagði Archibald. “Eg verð að koma við á flota-skrifstofunni og kem svo hingað og tek þig með mér”. “Það er ágætt, vinur. Eg skal yera búinn að útvega mér skínandi hvítt brjóst, alt stífað og í lagi. Eg á von á að þeir kref jist fínustu máltíða og borðsiða þarna á Breiðavatni, og þar sé nýtt kjöt á borðum á hverju kveldi og auðmjúkir hofsveinar fylli bjórglösin jafnóðum og þau eru tæmd. Heyrðu Archill, það var ljóti snoppungurinn fyrir þig, að John föðurbróðir þinn skyldi hafa svift þig erfðaréttinum að Breiðavatni”. “En ég lít ekki þann veg á það”, svar- aði Archibald Drake kæruleysislega. En vel á minnst”, bætti hann við. “Eg hefi fengið einkennilegt bréf — hótunar- bréf. Það kom einhver með það um borð með póstinum í Waletta. Hérna er það”. Og Drake rétti Wayne bréfið sem hljóðaði þannig: “Kæri herra. — Mér skilst að þú mun- ir koma hingað innan skamms, til þess að gifta þig, og mér mun veitast sú á- nægja að ná sambandi við þig áður en gifting þín fer fram, og muntu þá verða þess vísari að ósegjanlega þýðingar- miklar fréttir bíða þín á giftingardegi þínum, sem koma þér mjög á óvart. — Þér er því betra að búa þig undir veru- legan árekstur; en um það hvers eðlis hann er, segi ég ekki meira að þessu sinni. Yðar þegnskyldugur A. Mulready”. # “Hvað heldurðu um þetta?” spurði Drake. Hr. Wayne skoðaði bréfið nákvæm- lega. “Hvaðan kom þetta bréf?” spurði hann. “Það bar Faring póstmark”. “Áttu nokkra fjandmenn í Faring?” spurði Wayne. “Ekki sem ég veit um”, svaraði Drake. "Þekkirðu þennan yðar þegnskyldug- an A. Mulready?” “Eg hefi aldrei heyrt um hann áður”. “Jæja, þeir sjálfsagt þekkja hann í Faring og þú getur ónýtt ráðabrugg hans, hvað svo sem það er”. “Bréf þetta er mér hin mesta ráð- gáta”, sagði Drake. “Skriftin er góð, en annar frágangur —” “Þú meinar að málfræðin, og setn-^ ingaskipunin sé ekki í samræmi við hinar fullkomnustu málfræðireglur vor- ar? Eg veit ekki. stíllinn er frumlegur, og það er mikilsvirði. Mér fellur endur- tekningin vel í geð — að gifta sig — að gifta sig. Hann leggur þó sannarlega áherzlu á það atriði”.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.