Lögberg - 12.02.1948, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. FEBRÚAR, 1948
Spurning, sem mörgum er hugleikið að fá svarað:
Hver tekur við af Stalin?
Moloiov, Sjdanov, Malenkov eða Bulganin?
Eflir Waller Kolarz
Stórhýsi K. Á. tekið til notkunar
Eitt mesta og glæsilegasta
verzlunarhús á landinu utan Rvíkur
Viðtal við Egil Thorarensen kaupfélagsstjóra
Josep Vissarionvitsj Stalin er
voldugasti stjórnmálaleiðtoginn
í veröldinni. Þessvegna þykir
það miklu varða, eigi aðeins í
Rússlandi heldur um gjörvallan
heim, hver verði eftirmaður
hans.
Stalin er aðalritari kommún-
istaflokksins í Sovét-Rússlandi,
forseti ráðstjórnarsamkundunn-
ar, hæstráðandi hersins og æðsti
dómari í öllum vafamálum í sam-
bandi við kenningar Marx. Bæði
vinir og gagnrýnendur Sovétlýð-
veldisins eru sammála um að
engmn af samverkamönnum
hans geti hlaupið í skarðið fyrir
hann að öllu leyti. — Mennirnir
sem stjórna Sovét-samveldinu
með Stalin eru margir hverjir
duglegir leiðtogar og áhrifa-
miklir og leiknir leiðtogar, en
varla mun nokkurn þeirra langa
til að taka á sig þá feikna starfs-
byrði, sem Stalin hefir sem
flokksforingi, herstjóri og forseti
stjórnarinnar.
Það kemur kanske aldrei neinn
“Stalin nr. 2”, en hitt væri móðg-
un við þjóð, sem telur 200 miljón-
ir íbúa að neita því að hún eigi
til menn, sem hæfir séu til að
verða aðalritarar kommúnista-
flokksins, forsætisráðherrar eða
herstjórar.
Það eru vafalaust til menn,
sem geta farið í föt Stalins og
gegnt þeim störfum, sem hann
hefir á hendi, en sem andlegur
leiðtogi eða “kennari” og “leið-
arstjarna rússnesku þjóðarinnar”
eins og hann er kallaður í Sovét
samveldinu, er hann ef til vill ó-
bætanlegur. Ahangendur hans á-
líta hann einn af hinum 4 spá-
mönnum marxismans, ásamt
Marx, Engels og Lenin. Stalin
hefir gefið út fjórar bækur, sem
bæði eru notaðar sem kenslu-
bækur við háskólana og af smá-
um námsflokkum. Þessar bæk-
ur Stalins eru hugsjónagrunnur-
inn að baki starfsins hjá áróðurs-
mönnunum á sameignarbúunum
og meðlimum sovét-rússneska
vísindafélagsins.
"Moloiovismi” er ekki til
Stalinismi er orð, sem allir
kannast við, en hinsvegar er ekki
hægt að tala um molotovisma,
sjdanovisma eða malenkovisma,
og það er ósennilegt að þau orð
verði nokkurntíma notuð. Stalin
varð hinn mikli kennari Sovét-
samveldisins, því að sem stjórn-
málamaður kunni hann að sam-
eina kennisetningar pólitískri
framkvæmd. Hvert orð, sem Stal
in hefir skrifað hefir haft áhrif
á stjórnmálastarfsemina í Rúss-
landi, vegna þess að þau eru rit-
uð af manninum, sem ákveður
örlög Sovét-samveldisins. Auð-
vitað er mikið til af pólitísk-
heimspekilegum rithöfundum í
Rússlandi. Einn merkastur þeirra
munGeorgij Fedorovitsj Aleks-
androv vera, tengdasonur for-
sætisráðstjóra Ukraine og for-
stöðumanns útbreiðsludeildar
kommúnistafl., Nikita Krusjt-
sjev. Stalin hefir lyft mikið und-
ir Aleksandrov. Eitt árið lét
hann halda ræðuna á dánardegi
Lenins og er |>að talinn mikill
heiður. Hinsvegar er ekki gott að
segja hvort Aleksandrov verður
skapandi “teoretiker” á borð við
Stalin, eða hvort hann heldur á-
fram að vera útskýrandi, sem
beygir sig undir hinn klassiska
marxisma. ,
Verða efiirmennirnir
margir?
Flestir þeir, sem fróðir þykjast
um rússnesk mál hafa aðhyllst þá
kenningu, að eftirmaður Stalins
verði ekki einn heldhr verði þeir
margir. Þessi skoðun er ekki
sprottin af núverandi ástandi í
Rússlandi, en styðst við það lög-
mál sögunnar, að menn eins og
Stalin, sem mynda skóla í orði
og verki, eigi sjaldan jafningja
sinn að eftirmanni. Vitanlega eru
ýmsar undantekningar frá þessu
lögmáli. Stalin var sjálfur þess-
konar undantekning er hanrwtók
við af Lenin, sem var hinn mikli
skipulagsstjóri rússnesku bylt-
ingarinnar og stofnandi sovétrík
isins, en einmitt af þessu er það
miður sennilegt að Sovét-sam-
veldið geti boðið fram þriðja
manninum í heimsbroti á sömu
öldinni, eða að heita má á sama
mannsaldrinum.
Stalin sjálfur, sem þekkir sögu
Rússlands eins vel og hann þekk-
ir viðfangsefni þjóðnýtingarinn-
ar, veit vel að tveir mestu stjórn
málamenn Rússlands fyrir bylt-
inguna, Ivar grimmi og Pétur
mikli, sem eins og Stalin sjálfur
framkvæmdu endurreisnarstarf-
ið innanlands og lögðu ný lýðlönd
undir rússneska veldið, fengu að
eftirmönnum óverðuga, fáfróða
og sérstaklega ómerkilega stjórn
endur.
Að vísu eru völdin ekki arf-
geng í Rússlandi, eins og þau
voru á dögum keisaranna. Hin-
ir komandi stjórnendur eru vald-
ir af hópi duglegra og reyndra
manna. Það er engín hætta á að
“erfiðir tímar” komi yfir Rúss-
land vegna fráfalls Stalins, eins
og eftir dauða ívars grimma,
heldur hitt að eftirmaðurinn
verði maður, sem komandi kyn-
slóðir líta á sem miðlungsmann.
Stalin, sem hefir mikla ábyrgð
artilfinningu, hefur eflaust hugs-
að þetta mál vel — hver eigi að
taka við. Annaðhvort er hann nú
að þjálfa eftirmann sinn eða að
hann er að reyna ýmsa “fram-
bjóðendur” áður en hann afræð-
ur hver koma skuli.
Ó-Rússneskir koma ekki til
greina
En hvort sem hann hefir þegar
kjörið eftirmann sinn eða ekki,
þá fer hann að minnsta kosti
eftir ákveðnum reglum. — Hann
kýs tilvonandi valdsherra Sovét-
Rússlands úr hópi þeirra 13
manna, sem vinna með honum í
stjórnmálaskrifstofunni — ráðu-
neytinu. Hann kýs fremur mann,
sem hefir mikla lýðhylli en þann,
sem vinnur í kyrþey og lætur lít
ið bera á sér, og sennilega kýs
hann rússneskan mann en ekki
fulltrúa frá hinum löndunum í
Sovét-sambandinu. Þó er þetta
örðugt, Stalin er sjálfur Georgiu-
maður. En þegar hann varð
fremsti maður Rússlands var af-
staða lýðveldanna innbyrðis laus
ari í böndum en nú. Þess vegna
var hagnaður að því að láta ó-
rússenskan mann taka við forust
unni. Nú er öðru vísi ástatt. —
“Hin órjúfanlega eining frjálsra
lýðvelda”, eins og komist er að
orði í sovét-rússneska þjóðsöngn
um, er nú á föstum grunni, og
Stalin, sem hefir hrósað Rússum
sérstaklega fyrir afrek þeirra í
styrjöldinni, mun varla tilnefna
ó-rússneskan mann til nokkurs
af þeim embættum, sem hann hef
ir nú. Þetta veldur því að 4 úr
ráðuneytinu koma ekki til
greina, nefnilega, Beria sem er
Georgiumaður eins og Stalin,
Anastas Mikojan, sem er Armeni
og fjármálafræðingur og ef til
vill sá í stjóminni sem getur tal-
að ensku, forsætisráðstjóri
Ukraine Nikita Krusjtsjev, og
L. M. Kaganivitsj, úkrainskur
Gyðingur, sem einu sinni var
hægri hönd Stalins og nú er aðal-
ritari. kommúnistaflokksins í
Ukraine.
Ef ó-rússnesku mennirnir
koma ekki til mála eru það níu
menn, sem gætu komið til greina.
Af þessum níu má eflaust draga
“sérfræðingana” frá — Nikolaj
Vosnesenskij, 44 ára, sem er
höfundur fimm ára áætlunarinn-
ar og yngsti meðlimur ráðsins, og
svo hinn gamla bolsjevika
Andrejev, sem síðari árin hefir
ekki skipt sér af neinu nema
landbúnaðarmálefnum. Líka má
sleppa þeim mönnum, sem hafa
formleg völd fremur en raunveru
leg, nefnilega forseta Sovét-sam-
veldisins, Sjvernik og A. N.
Þeir “fimm stóru”, sem þá
verða eftir eru Molotov, Sjdanov,
Malenkov, Vorosijlov og Bulgan
in. Það getur verið að Stalin vilji
skipta á fleiri en einn þessara
manna ábyrgðinni, sem nú hvíl-
ir á honum einum. Þegar hann
tók við stjórnarembættinu í ráð-
stjórnarsamkundunni 1941, þá
var það fyrst og fremst vegna
styrjaldarinnar, og fróðir menn
staðhæfa að hann muni segja
þessari stöðu lausri, undir eins og
hann telur það fært. Ef Stalin
segir þessu embætti af sér, þá má
ekki skilja það svo, sem hann ætli
að draga sig út úr stjórnmálun-
um, heldur að hann telji ástandið
í heiminum orðið svo öruggt að
ekki þurfi á sérstakri árvekni að
halda.
Moloiov — Hamarinn
Stalin var fyrrum ekkert um
það gefið að hafa mannaskipti í
forsetaembættinu. Hann lét
Molotov gegna þessari stöðu frá
1930 til 1931, og það er hugsan-
legt að hann vilji láta hann taka
við henni aftur, því að mjög vel
hefir farið á með þeim bæði á
stríðsárunum og eftir stríðið. —
Það virðist svo sem Stalin hafi
viðurkent nafnið “bezti vinur
leiðtoga vors” sem sovét-blöðin
nota að jafnaði um Molotov. Að
Stalin fráskildum er Molotov eini
frægi sovétleiðtoginn, sem kunn
ur er um allan heim undir kenn-
ingarnafni sínu, sem hann notaði
forðum til þess að leyna sig lög-
reglu zarins. Nöfnin, sem Stalin
og Molotov hafa valið sér,
geyma að heita má sama hugtak-
ið — vald, orku og traustleik. —
Stalin þýðir “stálmaðurinn” og
Molotov er dregið af rússneska
orðinu molot, sem þýðir hamar.
En réttu nafni heitir Molotov
Skrabin og hljómar það kanske
betur í rússneskum eyrum, og
meðfram vegna þess að eitt af
mestu tónskáldum Rússlands,
skyldur Molotov, hét einnig
þessu nafni. Almenningur þekk-
ir lítið til fjölskyldna sovétleið-
toganna yfirleitt en konu Molo-
tovs kannast flestir við. Hún er
rauðhærð og heitir Pavlina
Sjemtsjusjina og hefir gegnt
mörgum opinberum embættum
Nú er hún forstjóri ilmvatnaiðn-
aðarins í Rússlandi og ráðstjóri
fyrir fiskveiðarnar.
Að áliti fróðra manna er Molot
ov sjálfkjörinn til þess að verða
formaður ráðstjórnarinnar eftir
Stalin. öðru máli gegnir um að-
alritara kommúnistaflokksins. —
Þar koma einkum tveir menn til
greina, sem sé Georgij Makismial
anovitsj, Malenkov og Andrej
Aleksandrovitsj Sjdanov. Báðir
njóta þeir trausts Stalins og sitja
í mikilsverðum embættum.
Malenkov — voldugur, ekki
Malenkov var að heita mátti ó-
kunnur umheiminum þangað til
1939, þegar 18. þing kommúnista
flokksins kaus hann forstöðu-
mann “Kadre-deildar” miðstjórn
arinnar. í því embætti féll það
í hans hlut að búa hinn mikla
starfsmannaher samveldisins und
irstöður sínar, og hann ákveður
jafnframt hverjir eru ráðnir í
allar ritarastöður kommúnista
flokksins um allt Rússland. Hann
stjórnar þannig allri flokksvél-
inni. Þegar Rússar tala um
“malenkovtsy” þá eiga þeir við
menn/ sem eru á vegum Malen-
kovs og hlýða skipunum hans.
Malenkov vann þrekvirki í stríð-
inu. Sem meðlimur hervarna-
nefndarinnar hafði hann á hendi
umsjón flugvélaframleiðslunnar.
Malenkov er voldugur en ekki
sérlega vinsæll. Hann er harðvít-
ugur maður og duglegur, en ekki
neinn hugsuður, sem gæti haldið
ræður eða skrifað greinar, sem
talið væri að hefðu sögulega
þýðingu. Sjdanov, keppinautur
Malenkovs, er alt öðru vísi. Hann
er líka dugandi skipulagsm., en
auk þess hæfur til að verða
“æðstiprestur” fyrir Lenin-Stal-
inkenningarnar.
Sjdanov hefir gegnt mikils-
verðri stöðu sem ritari flokksins
í Leningrad — þeirri stöðu
fylgja jafnan mikil áhrif innan
flokksins og miklu meira álit en
maður skyldi halda, eftir stærð
Leninumdæmisins. En Lenin-
grad er ekki aðeins “borg Len-
ins”, vagga byltingarinnar, held-
ur einnig höfuðstaður norður-
veldis Sovét-samveldisins, og þar
sameinast allt starf í þágu þess
hluta Rússlands, sem liggur að
íshafinu.
Sjdanov —- her- og stjórnfræð-
ingur—
Sjdanov, sem tók við af Kirov,
hafði yfirumsjón með vísinda-
og at atvinnumálastarfsemi norð
ursvæða Rússlands. Hann fór
sjálfur norður á Kolaskaga, sem
talið er að síðar verði málm-
bræðslu-miðstöð Rússa. Lega
Leningrad var þannig, að Sjdan
ov varð að starfa jöfnum hönd-
um sem hermálafræðingur og
stjórnmálamaður. Á stríðsárun-
um var það Sjdanov hershöfðingi
sem undirbjó vörn Leningrad, og
hann var líka nærstaddur þegar
Rússar brutust gegnum Manner-
heimlínuna í vetrarstríðinu við
Finnland 1939-’40. Sem ambassa-
dör undirskrifaði hann vopna-
hléssamningana við Finna og hef
ir einnig haft afskipti af Finnum
síðan. En þó að Sjdanov virðist
bera af Malenkov í augum fjöld-
ans, þá hefir þetta ekki rýrt vald
Malenkovs í flokksstjórninni á
nokkurn hátt. Hvort Stalin velur
Malenkov eða Sjdanov veltur
fyrst og fremst á því hverja eigin
leika hann álítur nauðsynlegri í
þessa stöðu. Undir forustu Mal-
enkovs yrði flokksvélin öflugt
vopn í höndum ríkisins. Undir
stjórn Sjdanovs yrði hún ekki
síður áreiðanlegt vopn, en verka
eins vélrænt og fast á línunni.
Fulltrúi járnmannanna
Að því er kemur til hinnar
þriðju stöðu Stalins, æðstu yfir
stjórnar hersins, þá er meining-
armunurinn enn meiri milli hins
gamla og vinsæla herstjóra, Kle-
ment Vorosjilov marskálks, og
hinnar upprennandi stjörnu,
Nikolaj Tleksandrovitsj Bulg-
anin.
Klement Vorosjilov hafði einu
sinni alveg sérstaka aðstöðu
meðal ráðunauta Stalins og á
fundum í “politibureau“ kvað
hann oft hafa andmælt Stalin
kröftuglega. Stalin hefir jafnan
talið Vorosjilov einn af allra nán
ustu vinum sínum, og hefir aldrei
amast neitt við því að “Klem”,
sem hann er venjulega kallaður,
sé hylltur í söng og aðdáunarljóð
um. Vorosjilov varð ráðstjóri
fyrir hervarnirnar og hæstráð-
andi rauða hersins árið 1925. —
Hann var oft kallaður “fulltrúi
járnmannanna” vegna þess, hve
hann var fastur fyrir og trygg-
ur. Hver einasti nemandi í
Sovét-samveldinu þekkti nafnið
Vorosjilov og hafði lesið hið
fræga “bréf til Vorosjilovs”, þar
sem lítill drengur biður Vorosjil-
ov að skipa bróður sínum í fyrstu
víglínu.
í hvaða landi öðru, sem vera
skyldi mundi Vorosjilov hafa
misst vinsældir sínar og mögu-
leikana á því að fá að halda áfram
herstjórn, fyrir það að mistakast
að stöðva innrás Þjóðverja 1941,
þegar hann var herstjóri á norð-
urvígstöðvunum. En enginn
kærði sig um að hugleiða afdrif
Gemelins í Frakklandí í maí
1940. Það er öðru vísi ástatt í
Sovét-Rússlandi, þar sem menn
eins og Vorosjilov — eða Bud-
jenny, marskálkurinn á suður-
vígstöðvunum, sem var enn ó-
heppnari — eru hetjur úr bylt-
ingunni og gegna jafnframt trún
Kaupfélag Árnesinga
hefir nú tekið hið nýja og
veglega hús sitt að Selfossi
til notkunar að öllu leyti.
V a r vefnaðarvörudeild
kaupfélagsins opnuð í hin-
um nýju húsakynnum í
fyrra dag, en áður var búið
að taka í notkun efri hæðir
hússins, og auk þess sölu-
búðir fyrir b æ k u r, búsá-
h ö 1 d , rafmagnsog bygg-
ingavörur og matvörur.
Talandi lákn um
máti samtakanna.
Kaupfélag Árnesinga hefir nú
leyst húsnæðismál sitt á h i n n
myndarlegasta hátt með bygg-
ingu stórhýsis, sem gnæfir yfir
Selfossþorp og setur svip sinn á
þorpið, sem að mestu leyti er
bygt upp í kringum kaupfélagið
og starfsemi þess, sem nú er orð-
in mjög fjölþætt og umfangs-
mikil.
Er þetta m i k 1 a átak Kaup-
félags Árnesinga talandi tákn um
samtakamátt samvinnufélagan-
na og sýnir glögglega hvers þau
eru megnug.
Smekklegasta
vefnaðarvörubúð landsins.
Það er meira virði en margur
hyggur í fljótu bragði að sam-
vinnufélögin hafi fallegar og að-
laðandi búðir og skrifstofur, því
að í hvert sinn sem félagsmenn
koma í slíkar búðir, fá þeir nýja
sönnun fyrir mætti samtakanna
og úrræðum samvinnunnar. —
Kaupfélag Árnesinga hefir nú
tekið til starfa í húsnæði, sem fé-
lagsmennirnir geta verið stoltir
af og bent öðrum á sem fyrir-
mynd. Þar er nú sennilega
smekklegasta vefnaðarvörubúð
á landinu, og ennfremur er
bókabúðin fullkomnari en áður
hefir þekkzt hér á landi. Hinar
deildirnar eru einnig eins full-
komnar og bezt verður á kosið.
Lýsing á húsinu
Tíðindamaður Tímans fór
austur að Selfossi í fyrradag og
var viðstaddur, er hin nýja vefn-
aðarvörudeild var opnuð. Fjöldi
til þess að fagna þessum áfanga
félagsmanna kom langa vegujað
í starfsemi félagsins.
Við tækifæri átti tíðindamað-
urinn eftirfarandi viðtal við Eg-
il Thorarensen kaupfélagsstjóra.
— Hvað er húsið stórt og til
hvers ætlið þið aðallega að nota
það?
— Fyrst og fremst verður hús-
ið notað fyrir verzlanir og skrif-
stofur. í kjallara eru geymslur,
uppvigtun og járnvörudeild. Á
fyrstu hæðinni eru svo aðalsölu-
búðirnar — vefnaðarvörudeild,
aðarstöðum í flokksstjórninni. —
Samt er aðstaða Vorosjilovs ekki
sú sama og áður. Að vera stadd-
ur í Budapest sem formaður her-
málanefndar bandamanna, þeg-
ar ófriðnum lauk, er niðiprlæging
sem seint verður út skafin.
Þar sem Vorosjilov fór út kom
Bulganin inn. Stalin lagði sífelt
á hann meiri og meiri ábyrgð
viðvíkjandi málefnum hersins. —
Bulganin var áður borgarstjóri
í Moskva. Árið 1944 tók hann við
stöðu Vorosjilovs sem meðlimur
herráðs Sovét-samveldisins. Ar-
ið 1942 varð hann hermálaráð-
herra og auk þess vara-forsætis-
ráðstjóri. Stalin fól honum líka
hin pólsku vandamál með því að
skipa hann fyrsta fulltrúa Sovét
samveldisins hjá hinni pólsku
Dráðabirgðastjórn. Ef Bulganin
verður líka gerður meðlimur
“politibureau” — en það þykir
ekki ólíklegt — þá er hann kom-
inn fram úr Vorosjilov.
En þó að spurningin um eftir-
bókadeild, búsáhaldadeild og
matvörudeild. Auk þess eru á
þessari hæð afgreiðsla bifreið-
anna. Eru sérstakir skápar fyrir
hverja bifreið, og þangað sækja
bílstjórarnir pakkana, sem bænd
ur hafa pantað, og fara með þá
um leið og þeir sækja mjólkina.
1 gegnum pöntunardeildina eru
afgreiddar allar vörur, sem
bændur senda pantanir á. Þar
fer fram mestur hlutinn af við-
skiptum félagsins.
Reynt hefir verið að vanda
sem bezt til frágangs á öllu og
gera búðirnar sem haganlegast-
ar fyrir afgreiðslufólk og við-
skiptavini.
Á annari hæð eru svo skrif-
stofur félagsins. Á rishæðinni er
saumastofa, sem félagið rak áð-
ur í öðrum húsakynnum, og ann
ast hún eingöngu karlmannafata
saum. Á þessari hæð verður
einnig dömusaumastofa og stór
kaffi- og samkomusalur handa
starfsfólkinu.
— Hverjir gerðu teikningar
að húsinu og sáu um fram-
kvæmdir?
— Þórir Baldvinsson gerði út-
litsteikningu að húsinu, en aðrar
teikningar önnuðust húsameist-
ararnir Skarphéðinn Jóhannsson
og Halldór Jónsson, sem hafði
yfirumsjón með innsmíði. Yfir-
smiður var Guðmundur Eiríks-
son á Eyrarbakka, en húsgögn
öll í búðir og skrifstofur smíðaði
húsgagnavinnuverkstæðið Rauð-
ar-Á í Reykjavík.
Stærð hússins er 40x13%
metir.
Fjölþælt starfsemi K. Á.
— Hverjar eru nú helztu starfs
greinar Kaupfélags Árnesinga?
— Auk verzlunarresktursins
rekum við iðnað, bifreiðavið-
gerðarverkstæði, landbúnaðar-
vélaverkstæði, járnsmíðaverk-
stæði og saumastofu. — Við
þessi störf vinna hjá félaginu um
80 manns. Auk þess rekur félag-
ið all-umfangsmikla flutninga á
•landi og hefir í daglegri notkun
um 40 bifreiðar, bæði í suðurferð
um og einnig til mjólkurflutn-
inga frá bændum að mjólkurbú-
inu, og flytja þeir bílar um leið
vörurnar til bænda. Félagið rek-
ur einnig bú í Laugardælum, en
þá jörð keypti það fyrir nokkr-
um árum. Mun láta nærri, að
hjá félaginu vinni nú að jafnaði
um 200 manns.
Vörusala félagsins nam á sein-
asta ári rúmlega ellefu og hálfri
miljón króna og greiddi félagið
þá 10 prósent arð til félags-
manna sinna.
mann Stalins sé mikið rædd nú
þegar og hafi verið það í nokkur
ár, þá geta liðið mörg ár þangað
til nauðsynlegt verður að svara
henni. Stalin fer gætilega með
sig. Hann gegnir fyrst og fremst
störfum sínum sem æðsti maður
ríkisins en mun smám saman
dreifa núverandi störfum á herð
ar ýmissa nánustu starfsmanna
sinna.. Hann vill ekki hafa neitt
hlutverk á hendi lengur en nauð
syn krefur. — Það sást bezt í
vor, er hdnn skilaði af sér her-
málaráðuneytinu. Bæði 1943 og
1946 fór hann til Suður-Rúss-
lands, og það er sennilegt, að
næstu árin verði hann fjarver-
andi frá Moskva nokkrar vikur
árlega til þess að hvíla sig og
safna kröftum. Það er vel mögu-
legt að hann álíti, að því lengur
sem hann geti sjálfur starfað
sem “leiðtogi” og “kennari”, því
auðveldara og óflóknara verði að
ráða fram úr “ríkiserfðunum”.
Fálkinn.
Tíminn, 11. des. 1947.
i