Lögberg - 12.02.1948, Blaðsíða 6

Lögberg - 12.02.1948, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. FEBRÚAR, 1948 0 VALD MYRKRANNA Eftir DERWENT MIALL J. J. BÍLDFELL, þýddi. Vertu ekki að gjöra gis að þessu, Freddie, en segðu mér, hvað ég á að gjöra”, mælti Drake. “Þú skilur upplag og eðli glæpamanna”. “Jæja,” sagði lögfræðingurinn ungi, glaðlega. “Það fyrsta sem ég mundi gjöra er að leita Mulready uppi”. “Já?” “Fyrst mundi ég gefa honum á hann, og svo krefjast skýringar. Ef að ég væri ekki ánægður með skýringar hans, þá fengi ég hann lögreglunni í hendur. — Þetta er annars einkennilegt bréf, það er eins og höfundur þess hafi verið þreyttur þegar hann lauk við bréfið. — Fyrsta setningin er rituð í föstum og á- kveðnum verzlunarmanna stíl. Mið- partur bréfsins er lausungslegri, og síð asta línan er blátt áfram óhæfilegt gleiðgosa Þár, og mér finst að maðurinn hafi mist pennan, eða ekki haft vald á honum, eftir að hann skrifaði nafnið sitt. Þessi smekklegi blikblettur var ekki settur á bréfið, af ásettu ráði”. “Heldurðu að þetta sé virkilega al- varlegt?” spurði Drake. “Eg er ekki taugaveiklaður sjálfur, en ég vildi síður að eitthvað óvænt kæmi fyrir við giftinguna”. “Nei, vissulega ekki”, sagði Wayne. “Þú verður að komast að með vissu, hver þessi vingjarnlegi kunningi þinn er, og fá hann í hendur lögreglunnar, ef hann er nokkuð vafasamur. Eg skyldi far ameð þér n ústrax í dag og athuga náungann sjálfur, en annirnar, minn kæri Archie. Embættisannirnar banna mér það. Há-yfirdómarinn hefir biðið mig um álit mitt í sambandi við sér- stakt atriði hegningarlaganna, og rit- stjóri Times hefir biðið mig um álit mitt um, hvaða stefnu að blað hans eigi að taka í Mansjúríu-málunum. Eg skal koma með þér á þriðjudaginn, en á með- an skal ég minna þig á það sem stendur í kvæðinu “Það er bjórgnæpa í bænum” — There is a Tavern in the town — en það er ekki minst á í því kvæði, að ein- mitt um þetta leytið sit ég mig þar nið- ur, og sutra mitt vín, í sálinni glaður og reifur, yfir dilka kjöts-steik, kartöflum og “Cauliflower”, eins og William framisttöðumaður kemst svo heppilega að orði. Komdu, Archiel, og legðu þig einu sinni niður við einfaldan mat, stál- hníf og gafal, áður en þú tekur þátt í Sybasitic — ríkmannlega — húshald- inu á Breiðavatni. Til þess að lengja þetta ekki meirg, látum okkur fara og matast”. Ungu mennirnir tveir gengu ofan stigana, máðu og gömlu í hinni sögu- ríku byggingu og Archibald Drake, sem hlustaði á gamanyrði sem flutu fyrir- hafnarlaust af vörum vinar hans, Wayne, gleymdi þessu einkennilega bréfi, sem hafði verið honum óþægileg ráðgáta síðustu dagana. XI. KAPÍTULI Leyndarmálið skýrt Maður, áhyggjufullur, gekk fram og aftur um járnbrautarpallinn á Water- loo járnbrautarstöðinni og hélt sig nærri hliðinu sem vissi út að einu járn- brautarsporinu, því hann hafði leitað sér upplýsingar um frá hvaða palli, eða stétt, í allri þeirri ys, þys og mannþyrp- ingu, að lestin til Faring færi. Hann tók úr sitt hvað eftir annað upp úr vasa sín- um og leit á það, og á milli þess hafði hann augun á fólkinu sem var á hlaup- um fram og til baka til að komast út í vagnlestirnar sem biðu á sporunum við pallana. Þjónar ýttu hjólsleðum sínum á hraðri ferð fram hjá honum. Herramenn sem ætluðu til Aldershot, sjómenn sem voru á leiðinni til Portsmouth, bændur sem voru á leiðinni til Hampshire og kerlingar sem mest hugsuðu um að verja hatta-hylki sín frá skemdum, fóru í straumum fram hjá honum. Að síðustu stóð hann grafkyr, eins og steinn sem hafaldan síður alt í kringum. Hann leit á klukkuna og svo aftur á mannþvöguna með þykkju svip. Að síðustu kom sólbrendur, hraust- legur og vel vaxinn maður út úr farbréfa skrifstofunni og Montrose, því það var hann sem hafði verið að vakta ferða- fólkið og klukkuna, gekk í veginn fyrir þennan nýkomna mann og heilsaði Archibald Drake, sem hafði slitið sig í burtu frá Ferdinand Wayne. “Þetta er ágætt”, mælti Montrose. “Við getum orðið samferða. Eg var að bíða eftir þér, því ég þóttist viss um að þú mundir koma með lestinni sem kem- ur klukkan fjögur. Það er skásta dag- lestin og er þá ekki mikið sagt. Eg varð að skreppa til borgarinnar í verzlunar- erindum í morgun. Er nokkuð að frétta spurði Montrose er þeir gengu saman úr að járnbrautar lestinni. “Nei”, svaraði Drake og brosti. “Eg var í þann veginn að spyrja að sömu spurningunni. Þú kemur frá höfuðstaðn um”. “Nú, jæja”, svaraði Montrose létti- lega og settist niður í hornsæti í reyk- ingar vagninum. Það á stórkostleg giftingarathöfn að fara fram innan þriggja daga, svo þú sérð að við stönd- um ekki í stað í þessum parti landsins. Eg sá brúðurina í morgun, þegar ég ók eftir Há-stræti og hún leit út eins fal- lega og ánægjulega eins og nokkur æskumær getur litið. Eg held að það séu nú aðal fréttirnar”. Drake hló léttilega, og lestin rann á stað út af stöðinni. Þeir Montrose og Drake voru einir í vagnherberginu og eftir að hafa talast við um stund, kveiktu þeir í vindlum og sátu þegjandi. Drake horfði út um vagngluggann og dreymdi ljúfustu dagdrauma. Lestin bar hann hratt í áttina til unnustu hans, þar sem hún brunaði fram hjá reykháfum húsa, sem voru þéttsetin fólki, svo fram hjá strjálbygðari pört- um í útjaðri borgarinnar — eftir græn- um grundum, í gegnum furuskógarbelti og á milli djúpra sandbakka — og hver mílan sem að baki var, færði hann nær Constance, en sólin baðaði haf og hauð- ur í aftangeislum sínum. Það var engin furða þó að hinn ungi sjómaður væri sæll og fyndi til þess að indælt væri að lifa slíka stund sem að hugurinn hvarflaði til, þegar skýin skygðu á gleði lífsins á komandi árum og að hann þá gæti hvílst við hina und- ur fögru Eden-mynd sem augum hans mætti nú. Lestin þaut hljóðlega áfram og inn í jarðgöng. Drake leit til Montrose og sá a ðhann horfði alvarlega á sig sem vakti hann upp af dagdraumi sínum og til á- kveðnari hugsana, svo þegar lestin kom út úr jarðgöngunum og þaut áfram á milli grenitrjánna, sagði hann: “Vel á minst, Montrose. Eg fékk ein- kennilegt bréf frá Faring þegar ég var í Valetta um daginn. Máske að þú getir gefi ðmér upplýsingar um leyndarmál- ið sem það flytur”. “Leyndarmál!” endurtók Montrose. “Hvað meinarðu? Þetta er að verða blátt áfram spennandi”. “Þetta er bréfið sem ég fékk”, svar- aði Drake kæruleysislega, og rétti hon- um bréfið. “Það er ærið einkennilegt og undirskriftin er Mulready”. Montrose hleypti brúnum eins og hann yrði hissa. “Mulready”, endurtók hann. Tók bréfið og las það tvisvar. Svo leit hann upp með undrunarsvip á andlitinu. “Þetta er einkennilegt”, sagði hann svo — “mjög einkennilegt. Það var ein- mitt erindi mitt til Lundúna í morgun að grenslast eftir Mulready — herra Anthony Mulready félaga í lögfræðifé- laginu Bowls og Mulready, — eða rétt- ara sagt sem var félagi í því firma til skamms tíma”. “Það skýrir málið lítið fyrir mér”, svaraði Drake. Montrose var að lesa bréfið í þriðja sinn. “Þorparinn”, tautaði Montrose, “að leyfa sér að rita hótunarbréf til vinar míns!” Það var illilegur svipur á andliti Montrose á meðan að hann athugaði undirskrift mannsins sem hafði sýnt konu hans hina mestu ókurteisi. “Óþokkinn!” tautaði Montrose aftur og Drake skildist að hann myndi hafa styrka stoð í Montrose til þess að mæta vélráðum höfundar bréfsins, hver hezlt sem þau væru. “Hver er þessi Mulready?” spurði Drake. “Hverslags maður finst þér hann vera eftir bréfi hans að dæma?” spurði Montrose. “Mér finst, eftir bréfinu að dæma, að hann muni vera klaufi að skrifa, sem riti einkennilega hendi og endurtaki sjálfan sig klunnalega”, svaraði Drake. “Rétt. Hann var drukkinn þegar að hann skrifaði þetta bréf. Hann var staddur í Kórónu-gistihúsinu þegar að hann skrifaði það, stuttu eftir að ég rak hann í burtu frá Breiðavatni fyrir hrottaskap er hann sýndi konunni minni. Eg fékk annað samskonar bréf frá honum, og ég get fullvissað þig um að ég legg ekkert upp úr hótunum hans”, sagði Montrose. “Svo þér finst að þetta sé hótunar- bréf?” spurði Drake. “Já; en hann er máske búinn að gleyma því öllu núna, því hann hefir nóg annað til að hugsa um. Bréfið er mein- laust, eins og skrugguljós í skýi sum- ars”.— “Eg er enn í þoku”, sagði Drake. — “Hefi ég nokkurn tíma mætt þessum Mulready?” “Já, á dansleiknum hjá okkur, — litli maðurinn, dökkleiti og drukkni”. “Ó!” sagði Drake um leið og hann fór að ranka við sér. Eg man eftir honum. Mér fanst hann vera illa vaninn óþokki og ég var vondur við hann”. Montrose brosti og sagði: “Hann hefir þá víst ekki gleymt því, eða hafði að minsta kosti ekki, þegar að hann skrifaði bréfið, þú getur verið viss um það. Mín meining er að hon- um sé illa við þig sjálfann, en sérstak- lega þó vegna þess, að þú ert venslað- ur konunni minni. Hann er lögfræðing- ur og hafði einhverja umsjón með eign- um hennar í Bandaríkjunum, en hann var ágengur og ókurteis við hana, og til að koma að kjarna málsins, þá rak ég hann burt af heimilinu. Svo herrann skundaði til Kórónu-gistihússins, lagði sjálfan sig í bleyti í brennivíni og skrif- aði hótunarbréf í allar áttir og á meðan að hann var í þeim ham, þá hefir hann sjáanlega munað eftir þér. Það er ekki minsti vafi í mínum huga að hann mundi gjöra þér, og öðrum vinum mín- um alt það ilt sem hann gæti með hinni mestu ánægju. En ég ímynda mér að hann sé ekki óttalegur lengur. Eg frétti í dag að hann hefði verið rekinn úr lög- mannafélaginu fyrir að eyða peningum sem honum hafði verið trúað fyrir, og það er sennilegast að hann sé farinn úr landi burt. Hann er óþokki og ég vona bara að hann hafi ekki gert neinar skammir af sér í sambandi við eignir konunnar minnar. Því miður hefi ég ekkert vit á viðskiptum svo ég hefi ekk- ert skift mér af þessum málum sjálf- ur”. — Drake tók bréfið og lét það í vasa sinn, og þessar hótanir, eða dylgjur, Mulready gleymdust í bili, því járnbraut arlestin var að hægja á sér. Hún skreið yfir brúna sem hann kannaðist svo vel við. Kirkjuturninn sem hann mundi svo vel eftir, kom í ljós, og — jú, þarna stóð hún bláklædda stúlkan, á biðpallinum og alt í kringum hana kassar og búnk- ar af alslags sveita-vöru eins og tíðkast á járnbrautarstöðvum í sveitum. Hr. Montrose talaði við járnbrautar- stöðvar-meistarann á meðan að Archi- bald Drake heilsaði ástmey sinni. Xn. KAPÍTULI Daginn áður Það var daginn fyrir giftingardaginn. Ungfrú Primmers hafði lokið verki sínu og Constance dreymdi ekki lengur um nælur og kjólaefni. Tedo gat ekki leng- ur skemt sér við tvinnakefli og borða. Bryden-systurnar og þjónustustúlkur þeirra gengu um íbygnar oð fyrirmann- legar, og pósturinn kom hvað eftir ann- að til Laurels með bögla og bréf. En þrátt fyrir komu pórstmannsins var hljótt um á Laurels, eftir ys og þys und- anfarinna daga. Daginn eftir átti aðal- athöfnin að fara fram, og nú sat eldri Bryden systirin við gluggann á setustof unni og lézt vera að lesa viðeigandi hús- lestur. En í sannleika sagt, þá var eldri Bryden-systirin í all-súru skapi út af fréttum er henni hafði borist þá um morguninn. Hún hafði kynnst hr. Mul- ready þegar að hann hafði dvalið á Breiðavatni, og svo hafði hann heimsótt Bryden-systurnar á Laurels og komið þeim til að kaupa 200 punda virði af hlutum í gullnámu sem hann var einn af ráðamönnunum fyrir. Nú hafði hún frétt a ðhlutirnir í námunni voru ekki tíu centa virði, og að Mulready væri þorpari, sem væri búið að reka úr lög- fræðingafélaginu. “Eg sé eftir að mér varð á að minnast á þetta svo að hún Constance heyrði”, sagði ungfrú Bryden við systur sína. — Mér er ant um að hugur hennar sé hlýr og hreinn og a ðenginn skuggi dragi úr gleði hennar nú sem stendur”. Og ung- frú Cecila Bryden leit út um stofu- gluggann og út í garðinn þar sem Con- stance stóð undir Júdasartré og brosti bríðlega framan í unnusta sinn. “Við getum ekki haft sólskin án skugga”, sagði Livinia og varp öndinni mæðilega, því hún var að hugsa um að þær systur yrðu nú að hætta við sumar- frí í Sviss, sem þær höfðu verið lengi búnar að hlakka til og bíða eftir, en sem 200 punda tapið gerði óframkvæman- legt. — “Eg eðlilega hélt, að Mulready væri strangheiðarlegur maður, af því að hann var vinur frú Montrose, annars hefði hann aldrei komið inn fyrir dyr hér á Laurels”. “Eg held að hann hafi lent í alvarlegt orðakast við hr. Montrcse, áður en hann fór frá Breiðavatni”, sagði ungfrú Livinia. “Er það svo! Og hver var svo góður að segja þér það?” spurði systir henn- ar. — Ein af undirþjónustustúlkunum á Breiðavatni, hún María —” byrjaði yngri Bryden-systirin. “Livinia! Eg er aldeilis hissa á þér, að þú skulir vera að gefa vinnufólkinu und- ir fótinn með að slúðra”, sagði^ eldri systirin og hélt áfram að lesa húslest- urinn í nokkrar mínútur, svo leit hún upp kuldalega. “Hvað sagði María?” María hafði heyrt söguna um burtför Mulready frá Breiðavatni, sem í sann- leika var söguleg og hún hafði heldur engu tapað í meðferðinni. “Þessi ungi Mulready var auðsjáan- lega útsmoginn fantur”, sagði ungfrú Bryden, “og hr. Montrose komst að því. Við höfum verið glaptar, Livinia”. Það má segja það til réttlætis hr. Mulready, að hin eldri ungfrú Bryden var ekki ófús á að ljá honum eyra; henni hafði fundist að hann var aðlað- andi og skemtilegur, þegar að hún kyntist honum á dansleiknum á Breiða- vatni, og samtal þeirra þar hafði ein- hvern veginn borist að verðbréfakaup- um. Hr. Mulready sem altaf hafði annað augað á verzlunartækifærum, gjörði sér sérstakt far um að koma sér í mjúkinn hjá ungfrú Bryden. Hann sagði henni að hann hefði með höndum félag sem þyrfti á auknum höfuðstól að halda, og að fólk sem ætti fé á banka og fengi ekki nema 3 prósent í vöxtu af því ætti að nota sér slíkt tækifæri, ekki síst þeg- ar um litla eða enga hættu væri að ræða. Svo Mulready fékk 200 pund af peningum ungfrúarinnar til að ávaxta, en þau viðskifti kröfðust þess að hann heimsækti þær í Laurels tvisvar, eða þrisvar. — 200 pund voru töpuð og Mulready hafði komið sér út úr fleirum húsum í Faring, en á Laurels. “Hann var samvizkulaus maður”, sagði Livinia; “en eins og þú sagðir, þá skulum við ekki vera að fjasa um óhöpp í dag — það er seinasti dagur- inn sem Constance verður hér hjá okkur”. Tár drupu niður kinnar Liviniu, ekki þó sökum skaða þess sem systurnar höfðu orðið fyrir, heldur sökum þess að bróðurdóttir þeirra var að fara í burtu frá þeim og í gegnum tárin sá hún þau Constance og Drake undir Judasar- trénu. Constance var í sjöunda himni. Það hafði að vísu hryggt hana að heyra um tap föðursystra sinna, en þær sýndust ekki taka það mjög nærri sér, svo hún sá ekki neina ástæðu til að vera að ergja sig neitt sérstaklega út' af því.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.