Lögberg - 12.02.1948, Blaðsíða 5
\
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. FEBRÚAR, 1948
VI I I VU VI
CVENNA
RiUtjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Gerið ekki gys
að börnunum
Kennari sá, er kendi okkur
kensluaðferðir í reikningi og
sögu mentamála við kennara-
skólann hefir jafnan verið mér
minnisstæður, ekki vegna þess,
hve góður kennari hann var, og
að okkur þætti vænt um hann;
þvert á móti; ég held flest náms
fólkið hafi fremur borið kala til
hans og jafnvel óttast hann, og
aldrei hafði ég, að minsta kosti,
nein not af þeim kensluaðferð-
um, sem hann var að kenna okk-
ur. —- Ástæðan fyrir þessu var
sú að hann átti það til að vera
afar hæðinn og neiðarlegur í
orði, og ef honum mislíkaði við
einhvern fyrir vankunnáttu eða
skilningsleysi, þá gerði hann gis
að honum eða henni.
Eg hugsaði oft um það seinna
hve illar afleiðingar framkoma
þessa kennara hefir haft, hafi
nokkrir af nemendum hans tek*
ið hann sér til fyrirmyndar, því
ein sú mesta synd, sem nokkur
kennari getur drýgt gagnvart
nemendum sínum, og þá sérstak
lega litlum tilfinninganæmum
börnum, er að auðmýkja þau og
gera þau hlægileg í augum skóla
systkina sinna. Börnin verða að
finna að kennarinn er vinur
þeirra, að þau sækja til hans
styrk og hrós fyrir það sem þau
gera vel; hann má ekki bregðast
þeim.
Ekki veit ég hvort nokkur
kennari iðkar enn þann sið að
láta barn standa í “skammar-
krók”, sem kallað var, eða setja
upp aula húfu, fyrir það að
kunna ekki lexíuna sem honum
var sett fyrir að læra, eða fyrir
óþekt. Sá kennari, sem þannig
niðurlægir barn í augsýn annara,
er ekki hæfur fyrir stöðu sína.
Margir foreldrar eru líka oft
sekir um það að vera sífelt að
finna að við börnin og gera lítið
úr þeim. Það dregur úr þeim
kjark og þroska að gera gis að
hugmyndum þeirra og starfi. —
Barnið nýtur sín aðeins, ef það
finnur sig ávalt umvafið ástríki
°g trausti foreldra sinna.
Kennara vanlar
Enn er mikil kennara ekla í
Canada; síðustu skýrslur herma
að 7,276 lærða kennara vanti.
318 skólar eru lokaðir, en við
uiarga skóla eru kennarar, sem
ekki hafa kennarapróf. — Hér í
Manitoba eru 800 slíkir kennar-
ar en 12 skólar eru lokaðir. Ekki
er útlit fyrir að þetta ástand fari
batnandi því aðsókn að kennara
skólum er ekki nægileg. T. d. eru
aðeins 435 nemendur í kennara-
skólum Manitoba fylkis þetta
ár. —
Ástæðan fyrir þessu er aðbúð
kennara á undanförnum árum;
kauPgjald lágt, staða þeirra háð
dutlungum skólanefnda; kenn-
arastöðunni ekki sýnd sú virð-
ing af almenningi, sem maklegt
er, og lítið tækifæri til að hækka
í stöðu eða bæta hag sinn. Fyrir
þessar ástæður sögðu margir
kennarar af sér starfi sínu á
stríðsárunum, þegar tækifæri
gáfust til annara starfa.
Á síðari árum hefir kaupgjald
kennara hækkað töluvert og
ungt fólk ætti að hafa það í
huga að kennarastarfið er laun-
að á margan annan hátt en í
peningum: í kennarastöðunni
veitist því óviðjafnanlegt tæki-
færi til að umgangast fólk og
skilja það; af reynslunni við það
að leiðbeina og segja til, fer
ekki hjá því að kennarinn engu
síður en nemandinn öðlist auk-
inn og glæddan þroska. Kenn-
arinn er altaf að læra og hann
má til að gera það eigi hann
ekki að dragst aftur úr og verða
að steingerfingi. Frá upphafi
kenslustarfsins er kennarinn,
sem slíkur, að miklu leyti sinn
eigin herra; hann greiðir úr sín-
um eigin vandamálum og dreg-
sínar eigin ályktanir í rekstri
skólans, er sker úr því hvert
kenslustarf hans lánast og hve
áhrifamikið það verður á fram-
tíð nemenda hans.
Kennarinn mótar hugsjónir
æskunnar; hann kennir þeim
unga þann veg, sem hann á að
ganga og undir því hvernig
tiltekst um fræðsluna og andr-
úmsloftið í skólabekkjunum get-
ur framtíð mannkynsins verið
að mestu leyti komin næsta
mannsaldur.
Framkoma, sem
eyðileggur hjónabandið
Eflir dr. F. Miles.
Ef þér leikið eitthvað, sem hér
er sagt, er hjónaband yðar í
hættu
Þótt fáar konur vilji viður-
kenna það, eru þær margar, sem
hugsa sér að bæta mann sinn
eftir giftinguna. Það er eins og
kona nokkur sagði: “Hann er dá-
lítið hrjúfur á köflum, en ég
verð ekki lengi að bæta það”.
Hvers vegna konur giftast
manni, sem þær ætla sér að
betrumbæta eftir hjónavígsluna,
hefir altaf verið ráðgáta. Tvær
ástæður geta legið til þess. —
Það getur verið, að konan sé að
upphefja sjálfa sig með því að
benda á galla manns síns eða
það getur verið að hún vilji að-
eins sýna honum, að hún sé hon-
um fremr^.
Eins gæti það hugsast, að hún
hafi ekki nógu mikla persónu til
að bera — eigi ekki hæfileika
til að elska mann. Hún er að leita
að hálfgerðu barni, eða hálf
gerðum manni — einhverju, sem
hún getur hjúkrað, kennt eða
stjórnað.
Það er dagsanna að fáir eigin-
menn eru fullkomnir. Og það er
oft hægt að bæta þá með því að
konan sé þeim fyrirmynd. En
því miður vill það brenna við,
að margar konur gleymi því. —
Hversu oft hughreystið þér
mann yðar, eða dragið úr honum,
skammist af ástæðulausu og fá-
ið hann þar með til að sjá eftir
því að hann skyldi nokkru sinni
hafa gifst yður?
Hér fara á eftir 20 aðferðir
sem eru til þess fallnar að eyði-
leggja hjónabandið. Sumar þeir-
ra geta komið yður að liði, ef þér
viljið þá ekki fela sannleikann:
1) Segið honum, að hann “taki
yður sem sjálfsagðan hlut” í
hvert sinn, sem hann sýnir ann-
ari konu, eða einhverjum af fjöl-
skyldunni sjálfsagða kurteisi.
2) Fáið hann til að hætta að
lesa blaðið eftir matinn, eða venj-
ið hann af einhverju, sem hann
var búinn að venja sig á löngu
áður en hann giftist.
3) Sýnið greinilega afbrýði-
semi og “eignarrétt” í hvert sinn
sem þið hittið einhverja, sem
hann þekti áður en þið giftust.
4) Rífist og skammist svo alt
ætlar um koll að keyra, ef hann
hættir við einhverja fyrirfram-
ákveðna skemtun til þess að hitta
húsbónda sinn.
5) Sýnið kaldhæðna kurteisi,
ef hann dansar við einhverja
aðra 4-dansleik.
6) Minnið hann á að það sé
meira gaman að fara í dýrt veit-
ingahús, ef hann stingur upp á
því að sjá kvikmynd, sem hon-
um hefir lengi langað til að sjá.
7) Leyfið fólki úr yðar fjöl-
skyldu að ráða og ráska á heim-
ili ykkar, en segið fjölskyldu
hans að þeim komi ekki ykkar
heimili við.
8) Minnið hann á hvað það sé
leiðinlegt að gera verkin heima
og það sé þó munur að þurfa
ekki að gera annað en að fara
í skrifstofuna á hverjum morgni.
9) Hættið að halda yður til,
eftir að þér hafið “klófest hann”.
10) Hættið að fara á snyrtistofu
nema einu sinni í mánuði, 1 stað
einu sinni í viku áður.
11) Hættið að halda við andlit-
inu, nema þegar þið ætlað að
fara í bóð, eða hitta annað fólk.
12) Verið eins druslulegar og
þér getið á meðan hér eruð að
vinna húsverkin og skiftið ekki
um föt fyrir kvöldið, vegna þess,
að “það kemur enginn í heim-
sókn.”
13) Látið, sem yður komi
hreint ekki neitt við heimilisút-
gjöldin.
14) Sýnið hvað yður þykir
drepleiðinlegt að vera ein heima
hjá honum.
15) Eyðið tímanum með að
segja honum slúðursögur af ná-
grönnunum en skrúfið frá út-
varpinu, þegar hann byrjar að
segja frá skrifstofunni.
16) Neitið algerlega að setja
yður inn í tómstundadund hans,
svo sem íþróttir og þess háttar.
17) Munið eftir að segja hon-
um, að þar sem þér hafið búið
til matinn, sé ekki ofverkið hans
að þvo upp diskana.
18) Mælið ykkur mót við kunn-
ingjana án þess að spyrja hann
ráða.
19) Gætið þess að hafa aldrei
neitt til af mat, er hann getur
náð til að fá sér aukabita.
20 Látið yður aldrei detta í
hug sú spurning, hvort hann
myndi kæra sig um, að þér skift-
uð um framkomu í einu eða
neinu.
Ef þér gerið eitthvað af þessu,
þá lítur illa út. Sumt kann að
koma fyrir einstaka sinnum óaf-
vitandi. En sé það vani, þá líður
ekki á löngu, þar til hjónabandið
fer út um þúfur.
Einar Guðmundsson
1859—1946
Nýj u almenningsvagnai nir aka
Milli Rvíkur og Hafnarfjarðar
Póst- og símamálastjórnin hef-
ir nú tekið til notkunar fimm
hinna stóru og fullkomnu al-
menningsvagna, sem halda uppi
ferðum milli Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar. Alls verða 8 slík-
ir vagnar á þessari leið, auk
þriggja tengivagna.
1 gær bauð Póst- og símamála
stjórnin samgöngumálaráðherra
nefndamönnum í viðskiptanefnd
og meðlimum fjárhagsráðs, auk
ýmissa annara, að aka í einum
þessara vagna. Voru gestirnir
sammála um að vagnar þessir
væru hinir ákjósanlegustu í alla
staði.
1947
Snemma á umliðnu ári — 1947
— varð hið opinbera að taka við
rekstri áætlunarvagnanna á leið
inni milli Reykjavíkur og Hafn-
arfjarðar. Var þá strax horfið að
því að útvega nýja og hentuga
vagna fyrir þessa mannflutninga
og voru þeir pantaðir frá Skoda-
verksmiðjunum í Tékkóslovakíu.
Nokkrir af þessum vögnum eru
nú komnir og er verið að taka
þá í notkun.
Lýsing á vögnunum
Vagnar þessir eru af gerðinni
Skoda 706—RO og eru bygðir
fyrir 42 farþegar í sæti og auk
þess eru stæði fyrir 20 farþega
í hverjum þeirra. — Auk þess
verða tengivagnar fyrir 35 far-
þega hver, sem tengja má aftan
í aðalvagnana þegar umferðin er
rmkil.
Burðarmagn hvers vagns er 8
tonn og orka vélarinnar, sem er
diesel-vél, er 145 hestöfl. Vagn-
arnir eru tæpir 11 metrar á
lengd og 2,50 metrar á breidd.
Vega þeir tómir 814 tonn. — Á
klæði á sætum er úr leðri. Sér-
stakt öryggisgler er í öllum rúð-
um, svonefnt perlugler. Er það
þannig, að ef rúða brotnar fer
hún öll í smákorn, sem ekki er
hægt að skera sig á. Loftræsting
er mjög fullkomin í vögnunum.
Er óhreina loftið sogað út úr
þeim og hreinu lofti dælt inn í
staðinn. Bifreiðarstj. situr í sér-
stökum klefa og geta farþegar
ekki haft truflandi áhrif á hann
við starf hans. Hurðir eru opn-
aðar og þeim lokað með þrýsti-
lofti og stjórnar bifreiðarstjóri
því. í þaki vagnanna eru sérstök
öryggisop. Sárabúnaður til slysa
aðgerða er í sérstöku hólfi í
hverjum vagni. — Slökkvitæki
fylgir einnig hverjum vagni. —
Póst og farangursgeymsla er
fram í klefa bifreiðarstjórans
og auk þess eru hillur í vögnun-
um fyrir smápakka eða öskjur.
Smíði vagnanna hefir gengið
mjög greiðlega og hafa umboðs-
menn verksmiðjanna, Tékk-
neska bifreiðaumboðið h.f., sýnt
bæði áhuga og dugnað við að
flýta sem mest smíði þeirra og
flutningi til landsins.
Braga Hlíðberg var vel
fagnaðí Bandaríkjunum
Eins og skýrt var trá í blaðinu
á sunnudag, er hinn kunni har-
monikusnillingur,- Bragi -Hlíð-
berg, komin h e i m , að loknu 9
mánaða náskeiði í harmoniku
leik vestur í Bandaríkjunum.
Bæjarbúar kynntust Braga
fyrst fyrir einum 12 árum síðan,
en þá hélt hann sína fyrstu op-
inberu hljómleika. Þá vakti leik
ur hans þegar mikla athygli. —
Bragi er nú talinn einn okkar
bestu harmonikuleikara.
í aprílmánuði 1947 innritaðist
hann að námskeiði í harmonikku
leik, við einn þekktasta harmon-
ikkuskóla Bandaríkjanna, The
American Accordian School í
San Francisco. — Naut hann þar
kennslu hinna færustu manna.
Bragi lætur mjög vel yfir nám-
inu. — Nokkrum sinnum lék
Bargi opinberlega í borg álíka
stórri og Reykjavík og tóku á-
heyrendur honum még vel.
Eins og gefur að skilja, hefur
Bragi Hlíðberg mikinn hug á að
halda harmonikkuhljómleika hér
í bænum, fen að svo stöddu er allt
óráðið hvenær úr þessu getur
orðið. En víst er að mörgum bæ-
jarbúum þætti fengur í því, að
fá að heyra nú til hins snjalla
harmonikkuleikara.
Bragi Hlíðberg er nú 24 ára.
Foreldrar hans eru Jón Hlíðberg
húsgagnasmiður og kona hans,
Kristín Hlíðberg, fædd Stefáns-
dóttir.
Mbl. 13. jan.
“Hver sem mér hlýðir, byggir
hús á bjargi
þótt bylji veðrin, eigi sakar það;
í stormagný og strauma þungu
fargi
V. Briem.
Þessar línur túlka vel og
túlka rétt, sálarlíf, framkomu
og breytni þessa vinar og sæmd
ar manns, og sem mér er svo
ljúft að minnast. Hann hafði
ætíð að bakhjarli það djúp-
stæða traust á almættinu, sem
mýkir erfiði lífsins og sem
skapar það leiðar ljós, er lýs-
ir fram á varanlegan og ríkan
hugsjóna-farveg lífsins.
Einar Guðmundsson var
fæddur á Svarthamri í Álfta-
firði, 9. október, 1859. Foreldr-
ar hans voru þau Guðmundur
Jóhannesson og Fríðgerður
Gunnlaugsdóttir. Árið 1883 gift
ist Einar Guðbjörgu Guð-
mundsdóttur frá Eyrardal. —
Hann kvaddi vini og vanda-
menn á gamla landinu árið
1897 og fór með konu sína og
börn alfarinn til Canada, fyrir j
heitna landsins; eftir eins árs
dvöl í Winnipeg var ferðinni j
haldið áfram til Gimli, þar'
sem Einar átti heima til æfi-
loka. Þau eignuðust fjögur
börn: Jón, giftur Sigríði Pét-
urson, bæði dáin; Guðmundur,
dáinn 1942, var kvæntur Pálínu
Johnson, er lifir mann sinn, og
Kristinn, giftur Alice Shiswell,
á heima í Winnipeg og starfar
fyrir stjórn þessa fylkis. Fjórða
barnið dó í æsku á Gimli. — Sjö
barnabörn lifa afa sinn.
Einar, eins og margir fleiri,
átti um sárt að binda á árinu
1919, þegar hann misti eiginkonu
sína og Jón elsta son sinn með
stuttu millibili. Þetta voru hin
þyngstu áfelli fyrir þennan frið-
sama og góðviljaðd mann, og
stórt skarð var höggvið í fylk-
ingu bæjarbúa, því þessi fjöl-
skylda hafði ætíð verið samstæð
á athafnasviði kristilegrar fram-
gegni — hún var sterkur stólpi
kirkju sinnir. Árið 1942 varð
fyrir Einar sál., tímabil sárs sökn
uður og sorgar er hann misti
og tengdadóttir sinni hafði Einar
átt heimili um langt skeið.
Einar heitinn var afar vinsæll
maður og ábyggilegur í alla staði.
Vinsæld hans stafaði frá því ná-
búalega hugarfari sem hann bjó
yfir svo ríkulega. Þegar Einar
kom til Gimli; tveimur árum fyr-
ir aldamótin, var bærinn og
Nýja-ísland enn að mörgu leyti
háð erfiðleikum frumbýlings ár-
anna og þeir sem þar lifðu, máttu
yfirleitt sætta sig við efnaleg
þrengsli og önnur óþægindi sem
fylgdu frumbyggjara-lífinu; en
þrátt fyrir allar óhagsstæður
hafði Einar vel ofan fyrir sér og
sínum, því hann var ötull verk-
maður og með afbrigðum skyldu
rækinn heimilisfaðir. Auðvitað
var hann ekki einn með heimilis
ástæðurnar, þar eð að hans góða
og hjálpfúsa kona var annars
vegar því Guðbjörg heitin var
mesta dugnaðar heimilismóðir og
skörunglynd. Einar vann til
margra ára hjá C.P.R.-félaginu,
við bezta orðstýr.
| Til æfiloka hélt Einar því
þýða viðmóti og þeirri prúðmann
legu framkomu sem hafði fært
honum víðtækt vinfengi á hans
löngu lífsleið. Hann var alþýðu-
maður í fylsta skilningi orðsins
og tilheyrði þeim hópi er hefir
frá byrjun haldið á réttum kjöl
mannfélags-skipinu og sem
skipuleggur allar heillaríkar ráð-
stafanir fyrir áframhaldandi
tíma og komandi kynslóðir.
Einar var vistmaður á Betel,
um 4 ár og hafði búið við van-
heilsu, sérstaklega síðasta ár æf-
innar. Hann andaðist á Betel, 3.
október, s. 1., og var jarðsungin
af sóknarprestinum frá Lútersku
kirkjunni á Gimli, sem hafði ver
ið hans andlega heimili um hálfa
öld.
Margir voru vinirnir sem
fylgdu jarðnesku leifum þessa
öðlings til hinztu hvíldar.
S. S.
Giftum manni er ekkert meiri
ráðgáta en það, hvað piparsveinn
“Frú A: “Nú er ég búin að hafa
sömu vinnukonuna í tvo mánuði,
og enn hefur hún ekki sagt eitt
aukatekið orð.”
Frú B: “Eg held, að þér ættuð
nú bara að fara að lofa henni að
komast að.”
•
Hún: “Góði, kauptu nýia rottu-
gildru.”
Hann: “Hvað, ég sem keypti
gildru í vikunni, sem leið.”
Hún: “Eg veit, en það er rotta
í henni.”
“Er hún dóttir yðar ógift enn-
þá?”
»“Já, hún er nefnilega of
gáfuð til að vilja giftast manni,
sem er svo heimskur, að hann
tekur það 1 mál að giftast henni.”
Hann: “Og ertu nú komin með
einn nýjan hattinn enn? Hvar á
maður að fá peninga til að stand-
ast öll þessi útgjöld?”
Hún: “Ekki veit ég það, elskan.
Eg er svo blessunarlega laus við
alla forvitni, skilurðu.”
Guðmund son sinn. Hjá “Munda” sína.
Innköllunarmenn LÖGBERGS
Amaranth, Man. B. G. Kjartanson
Akra. N. Dak.
Backoo, N. Dakota Joe Sigurdson
Árborg, Man K. N. S. Fridfinnson
Árnes, Man M. Einarsson
Baldur, Man. O. Anderson
Bellingham, Wash Árni Símonarson
Blaine, Wash Árni Símonarson
Boston, Mass. Palmi Sigurdson
384 Newbury St.
Cavalier, N. Dak Joe Sigurdson Bachoo, N. D.
Cvpress River, Man. O. Anderson
Churchbridge, Sask S. S. Christopherson
Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson
Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodmundson
Garðar, N. Dak. Páll B. Olafson
Gerald, Sask. C. Paulson
Geysir, Man. K. N. S. Friðfinnson
Gimli, Man. O. N. Kárdal
Glenboro. Man O. Anderson
Hallson, N. Dak. Páll B. Olafson
Hnausa, Man. K. N. S. Fridfinnson
Husavick, Man O. N. Kárdal
Langruth, Man. John Valdimarson
Leslie, Sask. Jón Ólafsson
Lundar, Man. Dan. Lindal
Mountain. N. Dak. Páll B. Olafson
Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal
Riverton. Man. K. N. S. Friðfinnson
Seattle. Wash. J. J. Middal
6522 Dibble N.W., Seattle, 7, Wash.
Selkirk, Man Mrs. V. Johnson
Tantallon, Sask. ‘ J. Kr. Johnson
Vancouver, B.C. . F. O. Lyngdal
5975 Sherbrooke St., Vancouver, B.C.
Víðir, Man. K. N. S. Friðfinnson
Westbourne. Man. Jón Valdimarson
Winnipeg Beach, Man O. N. Kárdal
Walhalla, N. D Joe Sigurdson Bachoo, N. D.
\