Lögberg - 12.02.1948, Blaðsíða 3

Lögberg - 12.02.1948, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. FEBRÚAR, 1948 3 UNGMENNI er hægt að taka frá ættjörðinni, en ættjörðin verður aldrei frá honum tekin Eftir J. A. VOPNI Mér er í huga Vakurstaðir, Ljótstaðir og Torfastaðir í Vest- urárdal í Vopnafirði. Þessar þrjár jarðir áttu margt sameigin- legt. Þær eru einu jarðirnar í dalnum, sem eiga land þvert yfir dalinn báðu megin árinnar, og því landstærstu jarðirnar í sveit- inni. Bændurnir höfðu setið þar í marga ættliði hver fram af öðr- um og voru á víxl hreppstjórar sveitarinnar um eða yfir hálfa öld, að undanteknum 2—3 árum, sem Jósef Jósefsson frá Haugs- stöðum var þar hreppstjóri áður hann brá búskap og sigldi til Hafnar. Fjáreign á áðurnefndum þrem bæjum mun í góðum árum hafa verið til samans yfir 1000, og velmegun eftir þeirra tíma mæli- kvarða. Ljótsstaðir voru mjög ein- kennilega s e t n i r í mínu ung- dæmi. Þar voru tveir bæir kall- aðir Ú t b æ r og Frambær og bjuggu þar Björn Ásbjörnsson bróðir Sigurbjörns, sem flutti til Ameríku og settist að í Selkirk 1893 og tók upp nafnið Benson. Björn hafði siglt til Hafnar til að læra akuryrkju, kom með plóg og herfi en ekkert að hafst, en hann var jaryfkjumaður kallað- ur. Á hinum fjórða parti úr jörð- inni sem tilheyrði Ú t b æ , bjó Ágúst Jónsson hómópatalæknir, var mikið til hans sótt og lánað- ist oft vel. Lækningabækur hans voru á þýzku og þess utan kunni hann dönsku og íslenzku. Hann hafði oft pilta til kenslu að vetr- arlagi og nutum við Jón bróðir minn, tilsagnar hans í marga vet- ur. Einnig var Ágúst 1 æ k n i r skáld, og set eg hér ljóðabréf sem hann sendi föður mínum um eða eftir 1860: Allvel skyldi eg ala kýr ef eg kynni að búa. örbirgð gild nú leiða lífs lundu minni að kúga. Afli hrestur auðs-valdur, eg því kynni trúa, að þú sért bezti bjargvættur beggja minna kúa. Á eg að fara í fleiri lönd, að finna vini trúa, sem ei spara hjálparhönd hungur að lina kúa. Eða viltu vinur Jón, vel að baulum snúa; og heryra stiltan sorgarsón, sultar gauli kúa. Drynja þær um daga sjö, Draumar svæfa lúa. Kýrin segir bö, bö, bö, böl er æfi kúa. Frímann, sonur Ágústs, var í húsmensku hjá föður sínum, með stóra fjölskyldu, hann var járn- smiður og stundaði þá iðn á vetrum, en vann út um slátt á sumrum, vanalega hjá föður rm'num. Svo þarna voru í Útbæn- um, j arðyrkjumaður, læknir og járnsmiður, sem voru vanalega í hjá föður mínum á gaml- árskvöld til púnsdrykkju. — Krambænum fylgdi hálf jörðin, sem faðir minn bjó á, og vann hann ekki við annað en trésmíð- ar í smærri og stærri stíl, eftir eg man til. Afi minn, Jón Illugason, va úsmensku hjá föður mínum ^ar bókbindari. Hann átti st< ókasafn og þegar vantaði bl oða blöð í bók sem hann batt, ,att hann inn pappír og skrif: 1 það sem vantaði, því hann á oftast samstæða bók, og \ skrift hans eins læsileg eins Prent. f Frambæ á Ljótsstöðum var e§ fæddur 1. febrúar 1867, rétt J. A. Vopni fimm mánuðum eldri en fylkja- sambandið í Canada, sem lög gera ráð fyrir. Var eg skírður og gefið nafnið: Jakob Ágúst í höfuð á Jakob Liljendal; hann og faðir minn voru góðir vinir — kona Liljendal var ömmusyst- ir hinna velþektu Becks bræðra. — Seinna nafnið í höfuð á Ágúst lækni. Eitt af því fyrsta sem eg man nokkuð glögt eftir er þjóðhátíðin 1874. Það var kalt í veðri og að mestu sólskinslaust allan daginn. Snemma var farið á fætur og hestar allir reknir heim, því all- ir sem gátu fóru til messu, sem var fyrir miðjan dag. Aðrir gengu suður yfir hálsinn og yfir Hofsá, þar var áfangastaðurinn við svokallaða Hofshlöðu. Þar skyldi hátíðin haldin. Þar var eitt eða tvö tjöld til viðbótar við torfhlöðuna. Auðvitað fóru ræðu- höld og söngur fram undir beru lofti. Ræðumenn voru séra Halldór og synir hans: Jón, Ólafur og Þorsteinn, og Vigfús Vigfússon borgari. Þar var fólksfjöldi mik- ill og veitingar fóru þar fram, en ekki hægt að sinna öllum fjöld- anum, að minsta kosti þóttust Ljótsstaða-strákar verða útund- an. Hverjir voru þessir Ljóts- staða strákar? Það voru synir áð- urnefndra bænda, sex að tölu og allir á svipuðum aldri: Jón og Halldór Björnssynir, Ágúst Frí- mannsson, Jón og Jacob A. Jóns synir og Jón Árnason og Þórunn ar föðursystur minnar, Jóns- dóttur — ekki Illugadóttir eins og segir í eftirmælum Jóns. — Jón Árnason var tekinn í fóst- ur af afa mínum þegar Þórunn misti mann sinn Árna frá 6 son- um og einni dóttur, — Kristín að nafni, ekki Guðríður. — Ágúst læknir lét sér ant um þennan strákahóp fyrir utan að kenna þeim, stofnaði hann með þeim bindindi og kendi okkur fundar reglur, og hefir mér oft komið það í góðar þarfir í seinni tíð, bindindið var kallað Ljótsstaða- bindindi; hafði milli 10 og 20 meðlimi og kanske gert eitthvað gott um tíma. Seinna var stofnað Goodtempl- arafélag á Vopnafirði og voru þar félaga meðal annara S. B. Bene- diktsson skáld og Valdimar Magnússon sem lengi vann við Lögberg og sá sem þettað ritar ásamt fleirum, um 30 als. Þá er mér minniststætt fjár- skaðahaustið 1877, Gangnasunnu dagur var kallaður fyrsti sunnu- dagur í september. Þann dag norðan-stórhríð með kulda og hvassviðri. Þegar upp birti var legt á stað til fjárleitar í Hauks- staðaheiði, sem er mikið land- svæði og tók 8—12 menn og góða hesta til að gjöra þar góð fjallskil; nokkuð fanst af fé en vöntuðu stór-hópa, mest full- orðnir sauðir, þeir kunnugir að leita sér skjóls undir börðum og í gróvum og fentu þar og fund- ust ekki fyr en um vorið; eitt- hvað var hirt af ull og tólg, en nýttist illa og mest af því var óhirt fyrir vegalengd og erfið- leika að ná því; þettað urðu stór hnekkir fyrir bændur og tók mörg ár að rétta við eftir þann tilfinnanlega skaða. « Þá er frostaveturinn 1880—81 í fersku minni. Þann vetur lagði Vopnafjörð svo að farið var með hesta og æki yfir fjörðinn á ís. Jökulsárhlíðar-bændur fóru með æki og hesta fyrir, frá Vopna- fjarðar-kaupstað til Böðvarsdals sem er langur vegur, og stytti þeim mikði leið. Þeir gistu í Böðvarsdal, en skildu eftir ækin á sleðunum á ísnum um kvöldið. Um nóttina kom rót í sjóinn og braut upp ísinn og sleðarnir og það sem á þeim var fór í sjóinn og urðu þeir þar fyrir mjög til- finnanlegum skaða. Fóðurskortur varð nokkur þennan vetnr, en byrgðir nokkr- ar voru til af saltfiski á Vopna- firði sem bændur keyptu og gáfu skepnum, einnig var gömlum hestum lógað og kjötið gefið sauðfé. Það voraði vel og urðu því skepnuhöld sæmileg, um vor ið mátti víða sjá dauðar rjúpur; sem höfðu svelt og frosið í hel. Þettað var fermingar vetur minn og Halldórs Björnssonar, — sem áður er getið — og geng- um við til spurninga til Hofs þeg ar fært veður var á sunnudögum. Við lærðum báðir gamla kverið sem kallað var eða átta kapítula kverið. Regla okkar var að lesa kverið utanbókar á leiðinni sem var meira eða minna en þriggja klukkutíma gangur, eftir því sem færð var, og gat oftast annar okk ar mint á þar sem hinn mundi ekki, ef við áttum eftir af kver- inu þegar við komum í Hof, þá birjuðum við næsta sunnudag þar sem við áður hættum. Vorið 1880 var ekki fermt, börn voru fá og þóttu ekki vel undirbúin. Á hvítasunnudag 1881 voru fermd 38 börn, 4 stúlkur og 34 drengir og var ég þeirra yngst ur og stóð ég fytir og Halldór næstur, ég var sá eini sem búinn var með Eiríks Bríms Reiknings- bókina og best skrifandi enda þá var sóst eftir forskrift minni í bækur handa unglingum. Þó nú sé höndin orðin stirð og skjálf- andi. Föst regla var að fólk gekk til altarís næsta sunnudag eftir hvítasunnu og fór þá öll okkar familía á stað til kirkju en á leið- inni mætti okkur sendimaður frá Hofi til að segja okkur að það yrði messufall þann dag, því séra Halldór hefði dáið þá um nóttina; séra Jón sem þá var aðstoðar- prestur hjá föður sínum þjónaði fvrir altari og fermdi börnin á hvítasunnudaginn en séra Hall- dór hélt sína síðustu stólræðu. — Við útförina töluðu séra Stefán Halldórsson frá Hofteigi og séra Jón Bjarnason sem þá var á ferð á íslandi seinna var haldinn fjöl- mennur fundur á sunnudag eftir messu á Hofi og bænaskrá samin og undirskrifuð af safnaðarfólki til yfirvaldanna; beiðni um að séra Jóni Halldórssyni væri veitt Hof, þeirri beiðni var neitað, og var Hof veitt séra Jóni frá Mos- felli, varð óánægja í fólki útaf prestaskiftunum og var lítið um kirkjurækni um langan tíma á eftir enda vandfylt skarðið. Þettað vor 1881 fluttu foreldr- ar mínir búferlum frá Ljótsstöð- um og.í Hraunfell og bjuggu þar í 3 ár mestu ísa og harðinda ár. Man ég að þrisvar var hætt við heyskap fyrir snjó 1883 og var á- felli stórkostleg. 1882 gjörði stór- hríð þegar komið var langt fram á vor og voru þá ekki heima nema við Jón bróðir af karlmönn um, og faðir okkar spurði hann okkur hvort við treystum okkur til að fara út í veðrið og reyna að ná saman þó ekki væri nema nokkrum kindum ef við næðum 60, af hátt á þriðja hundrað, þá gæti hann borgað skuldir sínar. — Það var hugsunin þá — það fórst fjöldi af fénu bæði vorin 1882 og ’83. Vorið 1883 hætti hann búskap og seldi alt við uppboð nema smíðaverkfærin sem hann átti bæði mörg og vönduð. Fað- ir minn fór í Vopnafjarðarkaup- stað þar sem hann bygði stórt verzlunar og íbúðarhús fyrir Orum og Vúlfs verzlunina, en móðir mín fór í Hof þar sem fað- ir minn einnig hafði heimili. Næsta vor 1885 byrjuðum við aftur búskap á parti úr Svína- bökkum og eftir 2 ár þar fluttum við í Krossavík og þar dó faðir minn 1888. Næsta ár fór móðir mín með litlu stúlkurnar tvær og Vigfús bróðir til Ameríku, en ég fór í Böðvarsdals og giftist Arn- björgu dóttir Jóns sem þar bjó þá stóru búi. Jón var bróðir Guð- mundar föður Björgvins tón- skálds, hann — Jón — hafði eins og margir aðrir í byrjun búskap- ar tekið hreppslán um eða yfir kr. 300 og borgaði það að fullu seinna og var það einsdæmi í Vopnafirði, enda var hann atorku og ákafa maður og ráðvandur. Vorið 1892 seinustu dagana í maí rak ís að landi og fylti f jörð inn. Millilandaskipið “Tyra” var þá á ferð inn til Vopnafjarðar og lenti í ísnum skamt undan bæn- um Fagradal, og var ísinn svo þétt saman rekinn að farþeigar allir geingu þar í land um nóttina sem vóru um 30 Færeyingar og Þórður Guðjónsen frá Húsavík Sigurjón frá Laxamýri og Krist- inn Havsteinn frá Sauðárkrók og einn meðeigandi dönsku verzlun arinnar á Vopnafirði; flutningur þeirra sem var all mikill komst þar einnig á land; í Fagradal sem er ysti bær við Vopnafjörð að sunnanverðu vóru lítil húsa- kvnni og fátækt heimili og eing- in tök á að greiða fyrir svona mörgum, svo allur hópurinn gekk yfir Búrfjall til Böðvars- dals sem er næsti bær og var þar greitt úr þörfum þeirra eftir faungum. Lagði ég svo á stað með allan hópinn í kringum fjörðinn og inn í kaupstað; þrjá hesta hafði ég til að hvíla þá til skiftis sem óvanir vóru gángi og fóru hestarnir margar ferðir fram og til baka þar til allir vóru komnir þurt yfir Hofs-á ó, já, hesturinn var “þarfasti þjónn- inn” ennþá. Eg fór margar ferð- ir aftur og fram eftir flutningi þeirra og kom honum öllum inn á Vopnafjörð og fékk vel borgað, fyrir. “Tvra” komst úr ísnum eft- ir nokkurn tíma lítið löskuð en þurfti að fara til Hafnar til við- gerðar. Um þettað leyti kom svo mikill lognsnjór og snjóaði næstum 2 sólarhringa og trúi nú þeir sem vilja trúa, en mér geingur ekkert til að ljúga, að mullan náði mér undir hönd áður en hún .seig, og lá sá snjór til seint í júní. Héraðs flói fyrir sunnan fjöllin var ís- laus og rigndi þar altaf á meðan snjóaði við Vopnafjörðinn. Eg fór suður í Jökulsárhlíð til að fá hjálp til að koma skepnunum yf- ir Hellirsheiði en það þótti ó- hugsandi þar sem snjórinn var svo djúpur. Við áttum ósnert töðuhei og héldum við mundum komast af með það en þegar allar skepnur vóru á gjöf þá entist það ekki eins leingi og þurfti. Á laugardag fyrir hvítasunnu — sem ég ekki man nú hvernig var — fórum við Jón teingdafað- ir minn í fjárhúsin og lóguðum öllum únglömbonum hefðum mist þaug hvort sem var en held ur lífsvon með ærnar ómilkar. — Þegar logsins tók snjóinn átti ég eftir 18 kindur lifandi af 60 og 1 hest af 2ur og annað eptir þessu. Fram að þessum tíma hafði ég eingan laungun til Ameríkuferð- ar, en þar sem sjálfstæðis laung- un mín hefir alla daga verið svo sterk að ég hefi alt viljað á mig leggja heldur en að vera upp á aðra kominn þá vildi ég reina gæfuna í Can. Þessar 18 kindur lítils virði og börnin orðin þrjú, við eignuðumst tvíbura stúlkur 27 maí þettað sama vor, og stúlku áður sem nú var eins og hálfs árs gömul. Eg seldi það litla sem ég átti borgaði með því smáskuldir (Framh á bls. 71 Business and Professional Cards S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Si. Winnipeg Office Ph. 95 668 Res. 404 319 NORMAN L.BERGMAN, B.A..LL.B. Barrister, Solicitor, etc. TRICK and BERGMAN 617 Mclntyre Block WINNIPEG CANADA Also 123 TENTH ST. BRANDON Winnipeg H. J. STEFANSSON Life, Accident and Health Insurance Representing THE GREAT-WEST LIFE ASSURANCE COMPANY Winnipeg, Man *. Phone 96)144 DR. A. V. JOHNSON Dentlst 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Taislmi 95 826 Heimllis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOingur i augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum. 216 Medical Arts Bldg. Stofutími: 2.00 til 6.00 e, h. DR. ROBERT BLACK SérfrœOingur i augna, eyrna, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofusfmi 93 851 Heimaefmi 403 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. Islemkur lyfsali Fðlk getur pantaO meOul og annaO meB pósU. Fijðt afgreiOsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur likkistur og annast um ot- tarir. Allur útbflnaSur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar mtnnisvarBa og legsteina. Skrifstofu talsfmi 27 324 Heimtlts talstmi 26 444 Geo. R. Waldren, M. D. Phyaician and Surgeon Caváller, N. D. Offtce Phone 96. House 103. PHONE 94 686 H. J. PALMASON and Company Ohartered Accountants 606 CONFEDERATION LIFE BUILDING Winnipeg, Canada Phone 49 469 Radio Service Speciallsts ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Epuipment System. 130 OSBORNE ST.. WINNIPEO N PHONE 87493 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 7 VINBORG APTS. 694 Agnes St. Viötalstími 3—5 eftir h&degl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREBT Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—* p.m. Phones: Offlce 26 — Reo. SSi Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUST8 BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth 8t. PHONE 96 952 WINNIPBIO Dr. Charles R. Oke TannUtsknir For ABpolntmenta Phone 14 *OI Office Hours 9—4 404 TORONTO GEN, TRUITI BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 655 For Ouick ReUa'ble Bervioe Office Phone Res Phone 94 762 72 401 Dr. L. A. Sigurdson 626 MEDICAL ARTS BLDO. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPO. Fasteignasalar. Leigia htl*. Ot- vega penlngal&n og eldsá.byrg<!. bifreiBaábyrgC, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Löofrœöinoar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Sfmi 98 291 GUNDRY PYMORE Limited British QuaUtv Fish Netting 60 VICTORIA ST., WINNIPBO Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDBOJt Your patronage will be appreciateá CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAQE, Managing Oimetor Wholesale Distributors of Frs»h and Frozen Flsh. 311 CHAMBERS STftEET Offlce Ph. 26 328 Ree. Ph. T* 91T G. F. Jonasaon, Pre«. A Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlMI 96 227 Wholesale Distributora of FRESH AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries WINNIPEG. MAN. T. Bercovitch, tramkv.stj. Verzla I heildettlu me8 nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA STREET Skrifst.simi 26 365 Helma 65 463 H HAGBORG FUEL CO. H Dial 21 331 NaFífa 11 ***

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.