Lögberg - 12.02.1948, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. FEBRÚAR, 1948
--------HoBbcrg----------------------
GM16 út hvern fimturi&f aí
THF COLUMBIA PRESS, LÍMITED
695 Largent Ave., Winnipeg, Manitoba
Ulanáakrlft ritstjörans:
EDITOR LOGBKRG
»#S Saxyent Ave., Winnipeg, Man
Rtstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The -Logberg" is printed and pubilshed by
The ColumhÍH Preas. Limited, 695 Sargent
Averue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as-S-.-cond Class Ma*l.
Poet Offi'-e Dept., Ottawa
PHONE il »04
Hver verða örlög Indlands
að Gandhi látnum?
í hinu vandaða blaði Saturday Night,
sem gefið er út í Toronto, birtist nýver-
ið íhyglisverð grein um viðhorfið í Ind-
landi við fráfall Mohamas K. Gandhis
eftir canadiskan mann, Glenn Keith
Cowan, er persónulega kyntist hinum
mikla, andlega leiðtoga Hindúanna, á-
samt helztu stefnum og straumum í lífi
indversku þjóðarinnar á þeim tímum;
og vegna þess hve greinin er gagnmerk
um margt, verður inntak hennar birt
hér á eftir.
Mohamas K. Gandhi var um alt hinn
veigamesti þrándur í götu þeirra Hin-
dúa, sem ekkert vildu hafa saman við
Mohameðstrúarmenn að sælda. Aukast
blóðsúthellingar í Indlandi, eða skapast
þar aukið umburðarlyndi við píslarvætt
isdauða hins mikla leiðtoga?
í heiminum sloknaði máttugt leið-
beiningaljós, er þrjár kúlur úr byssu óðs
manns, smugu í gegnum veikbygðan
líkama hins smávaxna, dökkleita
manns í garðinum umhverfis hið fallega
Birlahús í New Delhi.
Eitt síðasta, indverska heimilið, sem
ég vitjaði áður en ég hvarf .til Canada,
var þessi glæsilega höll; ég dáði hinar
stóru og fögru stofur og fagurræktuðu
reitina, sem luktu húsið; engan okkar
óraði fyrir því þá, að einmitt á þessum
stöðvum myndi tveimur árum síðar
gerást ein átakanlegasta harmsaga síð
ari alda.
Vitaskuld var reiðarslagið tilfinnan-
legast fyrir Indverja sjálfa, en áhrif
þess og mikilvægi skiljast glegst í ljósi
þess, hve djúp ítök þessi helgi maður
átti í vitundarlífi þeirra og tilveru.
“Hvað hendir okkur, er Babu, sem
þýðir hinn mikli andi lokar augum og
hverfur af sjónarsviðinu?” Spurning
sem þessi barst mér svo að segja hvar-
vetna til eyrna þar, sem leið mín lá.
Enginn af skoðana- og trúbræðrum
Gandhis frá Nehru og þeim, er lægra
voru settir í flokksforustunni, þorðu til
lengdar að andæva neinu því, er hinn
míkli andi hafði einsett sér að knýja
fram; jafnvel ein einasta fasta af hálfu
Gandhis, gat sveigt miljónir þeirra
manna og kvenna til yfirbótár, er vak-
ið höfðu reiði hans. Þannig var það, að
á tuttugustu öldinni kom fram á sjónar-
sviðið mikilmenni, er safnaði að sér því
mikla valdi, sem vanst við hollustu milj
ónanna, er dáðu hann, og hann hafði
unnið til fylgis við sig með ástinni á
þeim og sínum andlega sannfæringar-
hita. Við, sem áttum því láni að fagna,
að kynnast Mohandas K. Gandhi per-
sónulega, munum ógjarna gleyma hon-
um; jafnskjótt og maður kom inn í stof
una þar, sem hann sat á gólfinu með
krosslagða fætur, greip það huga
manns samstundis, að maður var kom-
inn út úr óvissu og inn í öryggi; augu
hans voru vingjarnleg en þó skörp eins
og rakhnífsblað; hann ígrundaði ná-
kvæmlega öll blæbrigði viðræðunnar
og efnið, sem í henni fanst; það væri
synd að Gandhi væri snauður að fyndi;
vinur minn heimsótti hann og dvaldi hjá
honum í viku”. Við skulum sænga sam-
an”, sagði húsráðandi brosandi; “það
er stærsta hvílurúmið í veröldinni”,
bætti hann við. Þá nótt svaf vinur minn
undir berum himni á indverskri grund.
Eins og gengur og gerist um menska
menn, hafði Gandhi sína galla og trufl-
aðist í dómgreind, svo sem þá, er hann
taldi sjálfum sér og öðrum trú um 1942,
að Japanir mundu auðveldlega og á
skömmum tíma yfirvinna Indland;
stundum bar það við, að hinn skygni
andi hans biði lægra hlut í baráttunni
við stóra skapsmuni hans eða jafnvel
ólund, er vinir hans sýndu honum mót-
þróa; ekki voru þó þessir ágallar slíkir,
að þeir byrgðu til lengdar heildarsýn yf-
ir hin æðri sjónarmið, sem fóigin voru
í því, að færa þjóð sinni heim sanninn
um það, og heiminum í heild, að því að-
eins gæti lífið öðlast frið og þjóðirnar
skapað hjá sér samræmi, að hver ein-
staklingur sýndi í virkri athöfn sann-
færingu andans og léti hana jafnan
sitja í fyrirfúmi fyrir lághvötum efnis-
hyggjunnar.
Hinn mikli andi hefir safnast til feðra
sinna. Hver áhrif hefir slíkt á framtíð
Indlands?
Frá jákvæðu sjónarmiði séð hafa hin
miklu, andlegu auðæfi Gandhis og kenn
ingar hans, safnað að sér miljónum
fylgjenda um Indland þvert og endi-
langt; nær þetta þó einkum til forustu-
manna þjóðarinnar um þessar mundir,
sem eru færisveinar hans; hin fagra
og lærdómsríka fórnarævi hans verður
einnig komandi kynslóðum ótæmandi
uppspretta menningarlegra afreks-
verka. Indverjar munu lengi fara að for
dæmi hans og fylgja kenningum hans
vegna þess að hann lifði þær sjálfur
upp í verki.
Frá pólitísku sjónarmiði séð hafa
Hindúar mist þann mesta aflgjafa, er
stóð að baki Congressflokknum og
samræmt gat hann öllum öðrum frem-
ur; þjóðarheildin hefir líka mist eina
forustumanninn, sem á yfirstandandi
tíð gat haft sýnilega áhrif í þá átt, að
kenna Hindúum og Móhameðstrúar-
mönnu mað búa saman í friði. Gandhi
má í raun réttri skoðast faðir Congress-
flokksins, er stofnaður var með það
markmið eitt fyrir augum, að afla Ind-
landi sjálfsforræðis; innan vébanda
flokksins sátu í pólitískum skilningi til
sama borðs, iðjuhöldar og róttækir jafn
aðarmenn. Nerhu, núverandi forsætis-
ráðherra sagði mér, að eftir að þjóðin
fengi sjálfstæði sitt viðurkent, myndi
Congressflokkurinn klofna í tvennt,
íhaldsmenn og óháða verkamenn.
Hin mildandi og samstillandi áhrif
Gandhis gerðu það, að verkum, að fyrst
í stað eftir að þjóðin öðlaðist sjálfsfor-
ræði, störfuðu hin skoðanalega fjar-
skyldu flokksbrot saman í fylzta bróð-
erni; en nú þegar hinn mikli vökumað-
ur er fallinn frá, er engan veginn víst
flokksklofningsins verði langt að bíða;
þess gengur enginn dulinn, að Nehru
haldi áfram forustu hins róttækara
fylkingararms, jafnframt því sem Sard-
ar Patel gerist höfuðsmaður íhalds-
sinna.
Flestir hinna vitrustu og beztu
manna innan yébanda Congressflokks-
ins munu nokkurnveginn á eitt sáttir
um það, að nokkuð sé á sig leggjandi til
að halda flokkum svo sem framast megi
verða óklofnum þar til ráðið hafi verið
fram úr þeim vandamálum sem mest
eru aðkallandi og mestu varða velferð
þjóðarinnar í heild.
í kenningum sínum bannfærði
Gandhi hatur- og hefnd, hann frels-
aði sjálfan frá þessari gömlu og nýju
óheillafylgju mannkynsins; en það var
síður en svo að allir Hindúar dáðust að
honum fyrir þetta, eða vildu fylkja liði
um hann. Um það leyti, sem brezk
stjórnarvöld tóku við yfirráðum á Ind-
landi, höfðu valdamenn Hindúa svo að
segja rekið meigin þorra Móhameðstrú-
armanna út í hafsauga, og ég heyrði
ýmsa sagnfróða Hindúa láta sér þau
orð um munn fara, að ef Bretar hefðu
látið Indland afskiptalaust um það leyti
væru Móhameðstrúar-átökin að öllum
líkindum úr sögunni.
Sá hluti Hindúa, er mótfallinn var líf-
stefnu og stjórnmálaskoðunum Gand-
his, að vísu ekki mjög fjölmennur, en
harla berskár, krafðist blóðugs trúar-
bragðastríðs vafninga- og umsvifalaust;
þeir þóttust geta komið Móhameðstrú-
armönnum fyrir kattarnef á örstuttum
tíma og með tiltölulega lítilli fyrirhöfn;
þeir hötuðust við Gandhi fyrir sáttatil-
raunir hans við annan eins óaldarlýð;
þeir vildu ekki fyrir neinn mun að Ind-
landi yrði skipt; í þessu efni var sam-
komulag við Gandhi alveg óhugsanlegt;
hann fékst ekki til þess að gera upp á
milli flokkanna, þeir væri hvort sem er
báðir indverskir, ættu báðir sama rétt
til landsins, og þess vegna væri það
heilög skylda að stuðla að því að þeir
fengi búið saman í sátt og samlyndi;
við getum aðeins vonað og beðið að
píslarvættisdauði Gandhis leiði til gagn-
kvæms skilnings og umburðarlyndis
meðal flokkanna; eigi að síður gæti það
verið viðurhlutamikið, að loka augunum
fyrir þeirri hættu, sem af innbyrðis-
sundrungu getur stafað, eða sofna á
verði í þeim efnum, því það er síður en
svo, að alt sé með kyrrum kjörum í Ind-
landi; djúp sorg hefir náð haldi á svo
að segja þjóðinni allri; óskmögur henn-
ar hefir verið sviptur lífi, sá maðurinn,
er henni stóð allra næst.
Það má auðveldlega segja, og jafnvel
staðhæfa, að saga Indverja síðustu
þrjátíu árin, hafi í raun og veru verið
saga eins manns, og að lífstefna hans
væri slík, að hún óhjákvæmilega hlyti
að hafa djúpstæð áhrif á viðhorf kom-
andi kynslóða í landinu.
Hraðfrystifiskurinn íslenzki
beztur, segja Englendingar
Þýðingarmikil viðurkenning:
Önnur aðalástæðan til þess að
Brelar hafa gert hér stórkaup, en
hætt við innflutning frá Kanada
og Nýfundnalandi
Eftirtektarverð grein birtist
nýlega í brezka blaðinu Fishing
News, þar sem rætt var um inn-
flutning hraðfrystra fiskafurða
til Englands, og þess getið, að
vöruvöndun Islendinga á þessari
vöru að undanförnu sé ein aðal-
ástæðan fyrir því, ,að Bretar
semja nú við okkur um kaup á
þessum vörum í stórum stíl.
Ánægjulegt er að vita, hve
íslenzkar fiskafurðir líka yfir-
leitt vel á þeim mörkuðum, sem
þær komast á. Mun nær alsstaðar
vera sömu sögu að segja í þessu
efni, að íslenzki fiskurinn er bezt
ur eða með því be/ca sem fæst.
Ef hægt er að halda vöruvöndun
þessari áfram, er ljóst, að Islend
ingar hafa mikla möguleika til
sölu afurða sinna af þeim orsök-
um einum, þegar aftur fer að
þrengjast á fiskmörkuðunum. —
Verða íslenzkir fiskframleiðend-
ur nú að kosta kapps um það, að
fiskafurðir okkar falli ekki í áliti.
íslenzki fiskurinn bezlur
Fyrir nokkru birtist grein í
brezka blaðinu Fishing News,
sem vert er fyrir okkur íslend-
inga að veita nokkra athygli. —
Blað þetta er gefið út af brezk-
um mönnum, sem eru mjög ná-
komnir fisksölumálum landsins,
og ræðir það blað því um þau
mál af meiri kunnleik en mörg
önnur, enda sérblað í þeirri
grein. í umræddri grein er því
slegið föstu, að gæði íslenzka
fisksins hafi verið önnur aðal-
ástæðan til þess, að Bretar gerðu
hér í haust stórfeld kaup á hrað-
frystum fiski, sem nú er verið að
flytja til Englands. En Tíminn
skýrði á sínum tíma fyrstur allra
íslenzkra blaða frá þeim viðskipt
um.
Hætla að kaupa fisk í Kanada og
Nýfundnalandi
Hið brezka blað segir, að Bret-
ar hafi nú ákveðið að hætta að
kaupa hraðfrystan fisk frá Kana
da og Nýfundnalandi, eins og
gert hefir verið lengi að undan-
förnu, en hafi í staðinn tekið upp
Fyrir þá, sem fást við bók-
mentarannsóknir, er nauðsynlegt
að eiga glögg bókmentasöguyfir
lit ýmissa þjóða til samanburðar,
því að reynslan sýnir, að svipuð
sjónarmið, stefnur og viðfangs-
efni endurspeglast í skáldritum
margra þjóða. Á þetta einkum
við germanskar og indógermansk
ar þjóðir og þær þjóðir aðrar, er
miklum menningarþroska hafa
náð, og þótt nýjar skoðanir og ný
viðhorf ryðji sér til rúms í hinum
miklu menningarlöndum, fer
ekki hjá því, að skáld og rithöf-
undar nágrannalandanna leiti sér
fyrirmyndar hjá þeim meistur-
um, er á hverjum tíma vekja al-
þjóða athygli, bæði um efnisval
og búning. En mannlífið í öllum
þess myndum er hin mikla upp-
spretta og þótt stórfengilegar
breytingar verði í lífi einnar
þjóðar, eins og þá er styrjaldir
geisa og gömlum verðmætum
verði varpað fyrir borð og ný
taki við, helst þó samhengi bók-
mentanna frá öld til aldar vegna
fjársjóða þeirra, er tungan geym-,
ir, og eðlis þess, er hverjum kyn-
flokki er áskapað. En um leið og
menn öðlast yfirsýn sinna eigin
bókmenta vaknar forvitnin um,
hversu þessu sé háttað hjá öðrum
j þjóðum. Ýmsir hafa því reynt að
•
viðskipti við Evrópulönd á þess-
ari vöru og þá aðallega Island.
Tvær ástæður
Ástæðurnar fyrir þessari á-
kvörðun Breta segir blaðið, að
séu aðallega tvær. I fyrsta lagi
er þetta gert til þess að spara
dollarana til kaupa á matvælum
sem hægt er að fá annars staðar.
En hin ástæðan segir blaðið, að
sé sú, að íslenzki fiskurinn hrað-
frysti hafi reynzt mun betri vara
en fiskflök þau, sem keypt hafa
verið frá Kanada og Nýfundna-
landi. Þess vegna segir blaðið, að
meginviðskiptunum sé beint til
íslands, en auk þess munu Bret-
ar einnig kaupa eitthvað af Norð
mönnum og Dönum. Segir Fish-
ing News, að engin reynsla sé
fyrir hendi um gæði hraðfrysts
fisks frá þessum löndum, en býst
við að hann sé góð vara, því að
ísfiskur frá þeim hafi líkað vel á
brezkum markaði eins og íslenzk
ur ísfiskur.
Samhljóða vitnisburður
Þannig lætur hið brezka blað
orð falla, og er það Islendingum
sannarlega gleðiefni, að hrað-
frysti fiskurinn skuli vera svo
mikils metinn hjá stærstu við-
skiptaþjóð okkar.
Þetta mun þó ekki vera neitt
einsdæmi. Sömu sögu er hægt
segja, svo að segja frá hvaða
Evrópulandi sem er, sem keypt
hefir íslenzkan fisk. Þjóðir sem
varla hafa séð íslenzkan fisk,
eins og Svisslendingar og Austur
ríkismenn, halda því fram, að
íslenzki fiskurinn sé með því
allra bezta, sem til er af því tagi.
Flýgur fiskisagan
Hitti maður matvörukaup-
mann suður við svissnesku Alp-
ana og spyrji hann, hvar ísland
sé eða hvaða tungumál sé þar
talað, veit hann það ekki. — En
hann veit, að það er ekki hægt
að fá betri fisk en íslenzkan
fisk. Spyrji maður hann að því,
hvers vegna hann hafi ekki þenn
an ágæta fisk á boðstólum, er
svarið altaf það sama: “Eg fæ
hann ekki, hann er ekki til”.
Tíminn, 13. des. 1947.
semja yfirlit heimsbókmentamfa
og eru slíkar bókmentasögur til
á ýmsum málum, en venjulega
gerð af einum eða örfáum mönn-
um í sameiningu. — Gagnmerk-
ur amerískur bókmentafræðing-
ur Joseph T.. Shipley hefur nú
ráðist í það stórvirki að láta
semja heimsbókmentasögu, er
lýsi jafnt bókmentum, menning-
arþjóða og frumstæðra þjóða alls
heimsins frá öndverðu til vorra
daga eða um 4—5000 árabil, en
lengra ná ekki elstu heimildir,
sem til eru. Til þessa verks hefir
hann fengið vísindamenn víðsveg
ar um heim, er hver semur sinn
kafla, sinnar eigin þjóðar eða um
þær bókmentir, er honum eru
kunnastur. Það liggur í hlutarins
eðli að um stutt ágrip er aðeins
að ræða — ritið er í tveim bind-
um, samtals 1188 bls., tvídálka,
— en megináherzla hefir verið
lögð á það að veita sem gleggst
yfirlit um meginþættina í þróun
bókmentanna í hverju landi. —
Auk bókmentasöguágripa allra
Evrópuþjóða eru í riti þessu kafl
ar um inverskar bókmentir, jap-
anskar, kínverskar, polgnesiskar,
arabiskar, bókmentir Gyðinga —
Yiddish — og að sjálfsögðu
um bókmentir Kanada, Banda-
ríkjanna o. s. frv. I safnriti þessu
Hœglát og hátíðleg
giftingarathöfn
Laugardagskveldið var (7.
febr.) fór fram hjónavígsla í St.
Boniface Cathedral, er gefin
voru saman í heilagt hjónaband
þau Miss Laura Nolin og Halldór
Melvin Sigurdson. Er brúðurin
af hérlendum frönskum ætt-
stofni en brúðguminn er kjör-
sonur Halldórs byggingameist-
ara Sigurðsonar, er lengi hefir
búíð og veitt vinnu hér í Winni-
peg og er vel þektur af flestum
ef ekki öllum íslendingum hér
um slóðir, auk fjölda hérlendra
manna, er allir kannast við Dóra
Sigurðson. Þori eg að fullyrða,
að Dóri getur sagt með sanni við
Melvin son sinn, er hann nú tek-
ur við sjálfforráðum, eins og
Njáll sagði forðum daga við sína
syni: “Þig njótið mín en gjaldið
hvergi”.
Melvin Sigurðson var fjögur
ár í landher Canada í síðasta
stríði, fór til Frakklands, Sikil-
eyjar og ítalíu, er hann dvaldi
um lengri tíma. Tók hann þátt í
orustum á öllum þessum stöðum
og særðist ekki eða skaddaðist,
en varð fyrir því áfalli að taka
guluveikina er hann mun eigi
jafngóður af enn. Kom hann sér
hvevetna vel meðal félaga sinna,
sem og allra þeirra er nokkur
kynni hafa af honum haft, enda
fjörugur, léttlyndur og spaugi-
legur eins og hann á ættir til að
rekja.
Prestur safnaðarins fram-
kvæmdi hjónavígslu athöfnina
og var með engar vífilengjur við
það starf, heldur fór með það
sem vera ber krókalaust og bar
ört á, svo hratt að amenið var
komið áður en mig varði, voru
þá á sama augnabliki Miss Laura
Nolin og Melvin Sigurðson orð-
in hjón, eða Mr. og Mrs. ef ykk-
ur líkar það betur.
Að endaðri vígsluathöfninni
var veizla mikil haldin á Can-
adian Legion Hall á Marion St.,
í Norwood, er um tvö hundruð
manns tóku þátt í. Var þar gleði
mikil á ferðum og skemtu menn
og konur sér hið bezta við dans
og samræður, engin ræðuhöld
voru þar um hönd höfð og sakn-
aði þeirra engin, svo eg til vissi.
Veizlan endaði um klukkan tólf
á miðnætti.
Um brúðar eða brúðgumagjaf-
ir veit eg ekkert, en þó munu
þær hafa verið nokkrar er þeim
bárust.
Ungu hjónin setjast að hér í
Winnipeg í husi er þau eiga að
1007 Clifton St.
Að loknu máli óska eg Melvin,
vinin mínum, allra heilla í fram-
tíðinni með þökk fyrir liðinn
tíma og kynni er við höfum ver-
ið saman; og hinni ungu, fögru
brúði hans, er nú hefir eignast
góðan dreng að ekta maka, til
allrar blessunar; og þeim báðum
í sameiningu langra lífdaga í far
sælu og elskuríku hjónabandi. —
Eg kem í gullbrúðkaupið ykkar
kæru vinir mínir!
Sv.
er kafli um íslenzkar bókmenlir
eftir próf. Richard Beck, nál. 16
bls^ — Rekur hann þróunarsögu
ísl. bókmenta frá upphafi og til
síðustu tíma og er yfirlit þetta
mjög glögt og samið af mikilli
þekking og skilningi og er mikils
vert fyrir Islendinga að skipa svo
virðulegan sess, er Richard Beck
hefir hagrætt oss, á þessu þjóða
þingi í slíku safnriti, er fer um
víða veröld. Ritið nefnist Ency-
clopedia of Literalure og er gef-
ið út af Philosophical Library í
New York.
Alexander Jóhannesson
— Fyrirgefið, lögreglustjóri,
ég kærði hérna í gær stuld á
skjalatösku, en nú hefi ég fundið
hana.
Bókmentasaga á Ensku