Lögberg

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1948næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    29123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Lögberg - 04.03.1948, Blaðsíða 3

Lögberg - 04.03.1948, Blaðsíða 3
LÖGBERG FIMMTUDAGINN, 4. MARZ, 1948 borga kaus skipstjórinn að vinna af skipinu sektina með því að flytja síld frá Reykjavík norður í síldar verksmiðjurnar á Siglu- firði. Að því loknu fór þessi togari með fyrsta farminn, af um 300 tonnum af nýrri síld, sem út- gerðarmenn og síldarversmiðja ríkisins gáfu til nauðstaddra á Þ)zkalandi. ísland og Norðurlönd: Tvent skeði meðan við vorum á íslandi í sumar sem sérstaklega bendir á góða samvinnu milli Norðurlanda þjóðanna. Seint í júlí var haldinn full- trúa fundur þingmanna-sam- bands Norðurlanda í Revkjavík. í*að var stofnað 1907. Stofnendur voru Danmörk, Noregur og Sví- þjóð. Finnland bættist við nokkru síðar, en ísland gekk í sambandið 1926. Tilgangur þess er að ræða þau ftiál Sem sérstaka þýðingu hafa fyrir samstarf Norðurlandanna í menningar og atvinnu málum, °g til að auka viðkynningu þing- manna í þessum fimm löndum. Fundinn sóttu sjö fulltrúar frá Svíþjóð, tíu frá Noregi, einn frá Finnlandi, fimt^n frá Danmörku °g fimtán frá íslandi. Snorri: Snorra hátíðin var haldin í Reykholti í Borgarfirði, 20. júlí, fyrsta sunnudaginn sem við vor- um á fslandi. Eins og flestum mun kunnugt var þessi hátíð haldin í sambandi við afhjúpun Snorra styttunnar, sem Norska þjóðin gaf íslandi, og efnt var til uieð almennum samskotum í Noregi. Veðrið var yndislegt þennan hag og fólkið í hátíðar skapi. — Giskað var á að mann fjöldinn sem sótti hátíðina hafi verið um h"u til tólf þúsund. Fleiri en bundrað fulltrúar frá Noregi, undir forystu Ólafs ríkisarfa, komu daginn áður til að afhenda þessa vinargjöf. Þetta var hátíðleg athöfn, sem tvær þjóðir stóðu að, “hátíðar stund í lífi tveggja þjóða” eins °S komist var að orði. Sveinn ^jörnsson, forseti íslands; Ólaf- Ur, ríkisarfi Noregs og aðrir full- trúar beggja þjóðanna fluttu vtugjarnlegar ræður. Styttan stendur fyrir framan hina miklu byggingu ungmenna skólans í Reykholti, þar sem Snorri Sturluson bjó, skrifaði Noregs konunga sögur og var ^yrtur árið 1241. Hátíðin og af- hending Snorra styttunnar átti uPprunalega að fara fram 1941, ®jö hundruð árum eftir dauða norra. Styttan var þá tilbúin en °friðurinn hamlaði. í ræðum sínum • lofuðu Norð- ^enn mjög áhrif Snorra á sögu °regs, minntust hvern þátt verk hans hefðu átt í endurreisn- ^i 1814, og einn þeirra sagði Pað má nærri því taka svo djúpt 1 árina að segja að hefði Snorra pkj notjg víq væri Noregur ekki rjalst ríki í dag”. Minningu norra var þarna mikil virðing sýnd og heiður. . fsland er þakklátt fyrir gjöf- |na, metur vinsemdina sem á ,ak við liggur og tók virðuglega f ^núti hinum tignu gestum, sem °mu frá fjarlægu landi til að eiðra hinn ágæta son og votta Pjoðinni vináttu sína. ffekla: Eg býst við að flestir hafi y gst Vel með fréttunum af eklugosinu, og því lítil ástæða Vera langorður um það. Það sá atburður sem mesta athygli ukti. Heklugos eru ein af ógur- gustu hamförum náttúrunnar. Prengingin í byrjun gosins eyrðist alla leið norður í Gríms- ey, sem er í yfir 180 mílna fjar- ®gð, og reykjar og ösku strók- rmn sem stóð upp úr fjallinu ^idist 16 til 18 mílna hár. Það erfitt að gera sér grein fyrir eim ógurlega krafti sem veldur Jkum hamförum. Nokkrar skemdir urðu af ösku § vikur falli í Fljótshlíðinni og undir Eyjafjöllum. Eg kom í Fljótshlíðina, notaði til þess mesta góðviðris daginn sem við áttum á Suðurlandi í sumar. Hlíð in var sérstaklega fögur, góð spretta og fólk að vinna við hey þurkun á hverjum bæ. Engin eyðilegging af öskufalli var sjá- anleg fyr en komið var inn fyrir Hlíðarenda. Aftur á móti lá vikurinn í stórum sköflum fyrir innan Múlakot, þar urðu tals- verðar skemdir, en á innsta bæn- um gjör eyðilagðist tún og slægjulönd. í allt sumar voru þrír gígar opnir í Heklu. Einn í háfjallinu, sem af og til gaus svartri ösku og reyk; annar í suðvestur öxl fjallsins öxlinni, sem stöðugt gaus óhemju af gufu, og sá þriðji nokkru neðar sem hraun rennsli var úr. Eg kom að þessum síðast nefnda gíg og sá bráðið grjótið spretta upp og renna fram eins og stóra lygna elfu. Úr þessum gíg hafði hraun runnið að heita má viðstöðu laust síðan gosið hófst, þann 29. mars. Áætlað var að útrennslið hafi verið um 50 tenings metrar á sekúndu, eitt- hvað um 10000000 tonn á sólar- hring, af um 1800 stiga — Farenheit — heitu grjóti. Þegar ég kom að gígnum hafði gosið staðið í liðlega 100 daga og hraun magnið úr gígnum orðið um þúsund milljón tonn, og ég veit ekki annað en að hraun renni enn þá úr þessum gíg. Fyrstu dagana eftir að gosið hófst rann einnig mikið hraun úr öðrum gígum í norð-austur öxl fjallsins. Svolítill spotti af filmunni sem ég nú ætla að sýna ykkur var tekinn við gíginn í Heklu. Viðhorf: Það, sem ég hefi sagt, gefur enga fullnaðar hugmynd um efnahags ástandið á Islandi. — Á þessu eru margar hliðar eins og flestum öðrum málum. Skoðanir manna á íslandi eru skiftar um afkomu þjóðarinnar; um afleið- ingar þess sem gert hefir verið og um það hvert stefnir. En ég endurtek það sem ég sagði áður: þjóðinni líður vel. Náttúru auðæfi íslands eru mest í sjónum, fiskurinn á mið- unum. Búskapur og bænda stétt- in eiga sinn þátt í framleiðslu lífs nauðsynja, en sjávar útvegurinn er lang stærsti þátturinn í efna- hagslegri afkomu þjóðarinnar. íslendingar eru duglegir og af- kasta miklir, einkum við fiski- veiðar. Þeir eiga nú og eru að eignast mikið af nútíðar fram- leiðslu tækjum, bæði til lands og sjávar. Nýju skipin gera þeim mögulegt að sækja lengra og komast fljótar á miðin. Á öllum sviðum atvinnuveganna má bú- ast við auknum afköstum um leið og nýju tækin koma í rekst- ur. Eg hefi leitt hjá mér að minn- ast á menningar málin. íslend- ingum er það Ijóst hve áríðandi er að halda við menningar stofn- unum og auka þær; þeim er það einnig ljóst að þjóðinni getur því aðeins liðið vel að andleg velferð sé samfara veraldlegri velmegun. En afköstin verða að vera geysi- lega mikll til að mæta þörfum þjóðfélagsins á öllum sviðum. Hluturinn, til viðhalds þjóðfé- lags, menningar og andlegra stofnana, sem legst á hvern ein- stakling í þessu fámenna landi er stór. Eg átti aðeins að segja fréttir, en hvorki að dæma né spá. Eg er af þeiri kynslóð sem man síðustu aldamót og var enn þá að alast upp á Islandi á fyrsta tugi aldarinnar. Pólitíska barátt- an, á því tímabili, var aðallega fyrir stjórnarfarslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Æðsta stjórn fram- kvæmda valdsins var flutt til landsins og stór spor stigin á at- hafna sviðinu, togara útgerð hófst, landið komst í síma sam- band við útlönd og talsími var lagður um landið, Landsbóka- safns húsið og Vífilstaða hælið voru byggð, Háskóli íslands stofnaður 1911 og margt fleira. Nú á miðsumrum aldarinnar FLUTT í BRÚÐKAUPSVEIZLU Mr. og Mrs. Jónas Bjarnsonar 21. FEBRÚAR. 1948 í lindi þreyðu, brúðhjón bezt björt í heiði skarta, greiðir skeiðið gæfan fest geymda leið að hjarta. í friðarleit um fold og ver fjarri skeytum kýfsins vinsemd heit nú vunnin er, vegs svo neytið lífsins. Að því vík í búnum brag, — bezt sem líka dáið — sumarríki og sólskins dag sending slíka fáið. Vinaböndum vefjist þið varin gröndum nauða lánið höndum leiki við ljóss að strönd í dauða. Auðnan kringi ykkar hag, um það syngi þjóðin, gleðin klingi gaman lag gömlum þingjast ljóðin. Frá Nemo á Gimli. SELKIRK METAL PR0DUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinlr. Hitaeining, ný uppfynding, sparar eldiviS, heldur hifa. KRTjLY sveinssox Simi 54 358. 187 Sutherland Ave., Winnipeg. S. o. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Sl. Winnipeg Einar Guðmundsson 1859—1947 “Hver sem mér hlýðir, byggir hús á bjargi þótt bylji veðrin, eigi sakar það; í stormagný og strauma þungu fargi það stendur samt á kletti grundvallað”. V. Briem. Þessar línur túlka vel og túlka rétt, sálarlíf, framkomu og breytni þessa vinar og sæmd- armanns, og sem . mér er svo Ijúft að minnast. Hánn hafði ætíð að bakhjarli það djúp- stæða traust á almættinu, sem mýkir erfiði lífsins og sem skapar það leiðar ljós, er lýs- ir fram á varanlegan og ríkan hugsjóna-farveg lífsins. Einar Guðmundsson var fæddur á Svarthamri í Álfta- firði, 9. október, 1859. Foreldr- ar hans voru þau Guðmundur Jóhannesson og Fríðgerður Gunnlaugsdóttir. Árið 1883 gift- ist Einar Guðbjörgu Guð- mundsdóttur frá Eyrardal. — Hann kvaddi vini og vanda- menn á gamla landinu árið 1897 og fór með konu sína og börn alfarinn til Canada, fyrir heitna landsins; eftir eins árs dvöl í Winnipeg var ferðinni haldið áfram til Gimli, þar sem Einar átti heima til æfi- loka. Þau eignuðust fjögur börn: Jón, giftur Sigríði Pét- urson, bæði dáin; Guðmundur, dáinn 1942, var kvæntur Pálínu Johnson, er lifir mann sinn og Kristinn, giftur Olive Chiswell, á heima í Winnipeg og starfar fyrir stjórn þessa fylkis. Fjórða barnið dó í æsku á Gimli. — Sjö barnabörn lifa afa sinn. Einar, eins og margir fleiri, átti um sárt að binda á árinu 1919, þegar hann misti eiginkonu sína og Jón elsta son sinn með stuttu millibili. Þetta voru hin þyngstu áfelli fyrir þennan frið- sama og góðviljaða mann og stórt skarð var höggvið í fylk- ingu bæjarbúa, því þessi fjöl- skylda hafði ætíð verið samstæð á athafnasviði kristilegrar fram- gegni — hún var sterkur stólpi Office Ph. 95 668 Res. 404 319 NORMAN L. BERGMAN, B.A..LL.B. Barristcr, Solicitor, etc. TRICK and BERGMAN 617 Mclntyre Block WINNIPEG CANADA kirkju sinnar. Árið 1942 varð fyrir Einar sál., tímabil sárs sakn aðar og sorgar er hann misti Guðmund son sinn. Hjá “Munda’ og tengdadóttir sinni hafði Einar átt heimili um langt skeið. Einar heitinn var afar vinsæll maður og ábyggilegur í alla staði. Vinsæld hans stafaði frá því ná- búalega hugarfari sem hann bjó yfir svo ríkulega. Þegar Einar kom til Gimli; tveimur árum fyr- ir aldamótin, var bærinn og Nýja-ísland enn að mörgu leyti háð erfiðleikum frumbýlirigs ár-, anna og þeir sem þar lifðu, máttu yfirleitt sætta sig við efnaleg þrengsli og önnur óþægindi sem fylgdu frumbyggjara-lífinu; en þrátt fyrir allar óhagsstæður hafði Einar vel ofan fyrir sér og sínum, því hann var ötull verk-j maður og með afbrigðum skyldu rækinn heimilisfaðir. Auðvitað var hann ekki einn með heimilis ástæðurnar, þar eð að hans góða og hjálpfúsa kona var annars vegar því Guðbjörg heitin var mesta dugnaðar heimilismóðir og skörunglynd. Einar vann til margra ára hjá C.P.R.-félaginu, við bezta orðstýr. Til æfiloka hélt Einar því þýða viðmóti og þeirri prúðmann legu framkomu sem hafði fært honum víðtækt vinfengi á hans löngu lífsleið. Hann var alþýðu- maður í fylsta skilningi orðsins og tilheyrði þeim hópi er hefir frá byrjun haldið á réttum kjöl mannfélags-skipinu og sem skipuleggur allar heillaríkar ráð- stafanir fyrir áframhaldandi tíma og komandi kynslóðir. Einar var vistmaður á Betel, um 4 ár og hafði búið við van- heilsu, sérstaklega síðasta ár æf- innar. Hann andaðist á Betel, 3. október, s. 1., og var jarðsungin af sóknarprestinum frá Lútersku kirkjunni á Gimli, sem hafði ver- ið hans andlega heimili um hálfa öld. — Margir voru vinirnir sem fylgdu jarðnesku leifum þessa öðlings til hinztu hvíldar. S. S. H. J. STEFANSSON Life, Accident and Health Insurance Representing THE GREAT-WEST LIFE ASSURANCE COMPANY Winnipeg, Man. Phone 96)144 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 hefir ísland öðlast sjálfstæði og miklar breytingar, já, miklar framfarir hafa orðið með þjóð- inni á þessari hálfri öld. — Það er ástæðulaust að telja þær upp en ég get ekki lokið máli mínu án þess að segja: lífskjör almenn ings hafa stórum batnað. Þrátt fyrir bresti í þjóðfélag- inu, vanda málin og örðugleik- ana sem íslenzka þjóðin á enn þá við að stríða hafa hugsjónir og vonir aldamóta skáldanna rætst að mörgu leyti. Fyrir hálfri öld kvað Hannes Hafstein: “Sú kemur tíð, að upp af alda hvarfi upp rís þú, Frón, og gengur frjálst að arfi. Öflin þín huldu geysast sterk að starfi, steinurðir skreytir aftur gróðar farfi”. “Sé ég í anda knör og vagna knúða krafti, sem vannst úr fossa þinna skrúða, stritandi vélar, starfsmenn glaða og prúða, stjórnfrjálsa þjóð, með verslun eigin búða”. Svo mikið hefir þegar rætst að óhætt er enn þá að vona og óska með Þorsteini Erlingssyni: „Við vitum þú átt yfir öldum að skína, við óskum að börnin þín megi þig krýna, og þá blessar vor öld sitt hið síðasta kvöld, ef hún færir þér smáperlur, móðir, í krónuna þína”.' Talslmi 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœdingur { augna, eyma, nef og kverka sjúkdómum. 215 Medical Arts Bldg. Stofutlmi: 2.00 til 6.00 e. h. DR. ROBERT BLACK BérfrœOingur í augna, eyma, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrif8tofusími 93 851 Heimasími 403 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. islenzkur lyfsall F61k getur pantað meBul og annað með pósti. Fljót afgreiðsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkkistur og annast um Ot- farir. Allur útbQnaður a& beztl. Ennfremur selur hann allskonar mfnnisvarða og legrsteina. Skrifstofu talslmi 27 324 Heimills talsími 26 444 Geo. R. Waldren, M. D. Physician and Burgeon Cavalier, N. D. Office Phone 95. House 108. PHONE 94 686 H. J. PALMASON and Company Chartered Accountants 506 CONFEDERATION LIFE BUILDING Winnipeg, Canada Phone 49 469 Radio Service Speciallsts ELECTRONIC LABS. H. THORKELBON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST„ WINNIPEG PHONE 87493 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 7 VINBORG APTS. 594 Agnes St. Viðtalstlmi 3—5 eftir hádegi DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selklrk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: • Office 26 — Res. 28« Office Phone Res Phons 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 526 MEDICAL ARTS BLDO. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlceknar 406 TORONTO GEN. TRUST8 BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 962 WINNIPBG Dr. Charles R. Oke Tannlceknir For Appolntments Phone #4 #08 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN, TRU8TS BUILDING 283 PORTAGE AVB. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 556 For Quick Reliahle Bervioe J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja htlflL 01- vega peningalán og eldsá,byrgO. bifreiCaÁbyrgC, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfræóingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Slmi 98 291 GUNDRY PYMORE Limited Britlsh Quality Fish Nettina 60 VICTORIA ST„ WINNIPBG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDMOV Tour patronage will be appreciatai CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Fraah and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREBT Offlce Ph. 26 328 Res. Ph. T8 91T G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SÍMI 96 227 Wholesale Distributors of FREJSH AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla t helldsölu með nýjan og froslnn fisk. 303 OWENA STREET Skrifst.stmi 25 365 Heima 56 462 H H AGBO RG TJ fuel co. n Dial 21 331 kaFíft 11 m

x

Lögberg

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
0837-3779
Language:
Volumes:
72
Issues:
3933
Registered Articles:
5
Published:
1888-1959
Available till:
30.07.1959
Locations:
Editor:
Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran (1890-1891)
Jón Ólafsson (1890-1891)
Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran (1891-1895)
Sigtryggur Jónasson (1895-1901)
Magnús Paulsson (1901-1905)
Stefán Björnsson (1905-1914)
Sigurður Júlíus Jóhannesson (1914-1914)
Kristján Sigurðsson (1914-1915)
Sigurður Júlíus Jóhannesson (1915-1917)
Jón J. Bíldfell (1917-1927)
Einar Páll Jónsson (1927-1959)
Ingibjörg Jónsson (1959-1959)
Publisher:
Prentfélag Lögbergs (1888-1890)
Lögberg Printing and Publishing Co. (1890-1911)
Sigtryggur Jónasson (1888-1890)
Bergvin Jónsson (1888-1890)
Árni Friðriksson (1888-1890)
Einar Gísli Hjörleifsson Kvaran (1888-1890)
Ólafur Þórgeirsson (1888-1890)
The Columbia Press Limited (1911-1959)
Keyword:
Description:
Fréttablað í Winnipeg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað: 10. tölublað (04.03.1948)
https://timarit.is/issue/159469

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. tölublað (04.03.1948)

Aðgerðir: