Lögberg - 25.03.1948, Blaðsíða 2

Lögberg - 25.03.1948, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. MARZ, 1948 \ Benedikl Sieingrímsson: Um borð úti á firÖi Gamansaga Þjóðskáld rýfur ellefu ára þögn Þessi saga er frá því tímabili, sem margir nú á dögum kalla skútuöld. Eg geri ráð fyrir, að það hafi verið Sunnlendingar, sem fundu upp þetta nafn, því að þeir kölluðu flest skip sín skútur, og svo alla, sem á þeim voru, skútukarla, hvað sem aldr inum leið. Við hér á Norðurlandi nefndum alla koppa skip og að- greindum þau svo aftur í hákarla skip og fiskiskip eða skakdalla, og svo voru þar af leiðandi okk- ar skútukarlar ýmist hákarla- menn eða fiskimenn, vaðarmenn eða skakjálkar. Þetta var nú útúrdúr, en sag- an gerist um borð í skipi, og skipið var seglskip, skúta eða skakdallur, hvort sem maður vill heldur hafa það. Það var mjög algengt í þá tíð, að bændur ættu skipin, einn eða fleiri saman, og þetta skip var bændaeign, en stærsti hluthaf- inn var kona, vel efnuð sveita- kona, stútungskerling og mesti boldangskvenmaður. Eg verð að geta þess, að skipið hét kvenmannsnafni, en hvaða nafn það var, getur legið milli hluta, “gömlu konuna” nefndu skipverjar hana sín á milli. Það var gælunafn, þegar vel lá á þeim. Sagan hefst þá eiginlega á því, að gamla konan er að enda ver- tíð. Það er í ágústlok, að hún kemur úr síðustu ferð sinni og hafði verið komið við á nokkr- um stöðum utarlega við fjörð- inn. Á einum þessara staða kom farþegi um borð, en það var nú hvorki meira eða minna en sjálf ur reiðarinn, áðurnefnd bold- angskona. Skipstjórinn tók henni opnum örmum, dreif hana niður í káetu og setti hana þar við kaffi- drykkju, þjónaði henni til borðs og sængur, eða svo sögðu stráka skrattarnir. Nú verð ég að geta þess, að eins og allir reyndar vita, eru skipverjar yfir höfuð einhverjir þeir mestu haugalet- ingjar, sem þekkjast, annaðhvort vegna þess að letingjarnir verða skipstjórar eða skipstjórarnir verða letingjar, en hvort sem heldur er, verður niðurstaðan mjög svipuð. Og skipstjórinn okkar á “gömlu konunni” var engin undantekning frá þessari reglu. Flestir þeirra höfðu þann sið, að setja einhvern hásetanna yfir vaktina, eins og það var kallað, svo að þeír gætu sjálfir blundað ofurlítiþ meira en sína eigin frívakt, og þetta hafði okkar skipstjóri líka gert. Fyrir valinu hafði orðið mað- ur, Sigurður að nafni, sæmileg- ur sjómaður og skyldurækinn, en því miður fremur svefnþung ur. Ekki var nú trútt um, að sum ir hinna hásetanna hefðu horn í síðu hans fyrir þennan heiður og gerðu honum smáglettur, þegar færi gafst. Sérstaklega var það þó einn þeirra, Jóhann að nafni, meinhrekkjóttur skratti og hálfgerður prakkari, sem aldrei gat látið Sigga í friði. Siglingin inn Eyjafjörð gekk seint að þessu sinni, eins og oft endranær, ýmist logn ega mót- vindur og þar að auki straumur, þó nuddaðist “gamla konan” hægt og hægt í áttina. Svo er það á miðnætti, að þeir eru komnir inn að grunni. Það er dálítill sunnanandi, en straum ur. Skipstjóravaktin átti að fara á þilfar, sem hún líka gerði að undanskildum skipstjóra, og því mitiur Sigurði vaktarformanni líka, en hann svaf í káetunni á- samt skipstjóra og stýrimanni. Að nokkurri stund liðinni kom hásetunum saman um það, að grennslast eftir líðan Sigga og láta hann vita, hvar hann ætti að vera, og Jói bauðst til að fara. Hann læddist nú eins og köttur niður í káetuna, og það, sem hann sá, þegar þangað kom, var fyrst og fremst, að allir þar sváfu mjög vært. Skipstjóri hafði eftirlátið reiðaranum koju sína, en hraut nú og púaði fyrtr ofan stýrimanninn. Og Siggi, ja, Siggi hafði þó komist fram úr kojunni og líklega fengið sér kaffisopa, en svo hafði auðsjáanlega svefn- inn sigrað hann, og nú lá hann á bekknum framan við þá koju, sem reiðarinn svaf í, og skar hrúta. Strákskrattinn sá meira en þetta. Hann sá, að reiðarinn hafði farið úr pilsinu, þegar hún fór að sofa, og breitt það á bekk- inn fyrir framan kojuna, ef til vill hefir það verið hálfblautt og hún ætlað að þurrka það, eða þá að hún hefir ekki viljað láta það krypplast, en nú hafði svo illa til tekizt, að Sigurður vakt- arformaður hafði lagt sig á bekkinn, þannig að hann hafði pilsið undir herðum og hálsi. % Svona tækifæri gat Jói ekki látið ónotað, hann náði í pils- haldið, lagði það utan um háls- inn á vaktarformanninum og festi það saman undir hökunni á honum með sterkri nælu. En rétt þegar hann hafði lokið þessu verki, varð honum litið á káetuþilið og rak þar augun í hattinn reiðarans, svartan strá- hatt, og í gegnum hann stóð langur og sterkur prjónn með geysimiklum hnúð á endanum. Jói hugsaði sig ekki lengi um, honum fannst sjálfsagt úr því að hann var farinn að dubba þetta upp á Sigga að hafa hatt- inn líka. Ekki var nú samt svo vel, að hægt væri að láta hann á höfuð- ið á honum, ekki var vogandi að reyna það, heldur lét Jói sér nægja að festa hattinn með prjón inum í pilsið á öxlinni á Sigga og yfirgaf svo káetuna með góðri samvizku um vel unnið starf. Hann skýrði nú félögum sínum frá þessu mannkærleiksverki og lýsti fyrir þeim, hvað þessi bún- ingur færi Sigga vel. Urðu fljót- lega allir á einu máli um, að það væri allt ónýtt, nema hann sýndi sig á þilfarinu svona bú- inn. Þeir réðu af í snatri að nota þá aðferð, sem reynslan sýndi að dugði ágætlega. Einn var sendur niður • til Sigga. Hann þreif harkalega í löppina á honum og sagði honum í miklum æsingi, að þeir gætu ekki stagvent og væru líklega að fara upp á grunnið. Sigga varð svo bilt við þessa frétt, að hann hentist á fætur, stökk upp stigann í tveimur skrefum og þaut að afturseglspikkfalnum, kallaði til mannsins, sem stýrði, að hann skyldi slá undan, því ’ að þeir yrðu að reyna að lensa yfir. — Sjálfur losaði hann pikkfalinn og sleppti seglinu niður, til þess að léttara yrði að snúa undan. Meðan þessi ákafi var í Sigga, hafði hann ekkert tekið eftir því, að nokkuð væri athugunar vert við hann sjálfan. En hann átti það eftir. Það var eins og ó- lánið elti hann. í fátinu, sem á honum var, þegar hann losaði falinn, missti hann af honum, og endinn slapp upp. að var því ekki um annað að gera en sækja hann, og Siggi lagði umsvifa- laust af stað upp vantinn. En nú víkur sögunni niður í káetuna. Þegar Siggi þaut upp hafði hann ekki gefið sér tíma til að loka á eftir sér. Hávaðinn frá þilfarinu barst því niður um opnar dyrnar og vakti reiðarann. Hún svaf ekki eins fast eins og skipstjóri og stýrimaður, þeir rumskuðu ekki við svona smá- muni. Og kerlingaranganum varð ekki sama. Hún þóttist viss um, að það hlyti að vera hætta á ferðum. Öll þessi hróp og fóta- spark og alls konar hávaði gat ekki stafað af öðru, það var lítið vit í því að liggja þama niðri, ef káetan fylltist kannske af sjó allt í einu, hugsaði hún. Hún vippaði sér því fram úr og ætlaði að hólka sér í pilsið sitt, en pilsið var horfið. —Hún skimaði um alla káetuna, en þar var ekkert pils. ”Hvar er pilsið mitt? Hvað hefir verið gert af pilsinu mínu?” hrópaði nú kerl- ing. Jói, sem hafði gefið nánar gætur að öllu, sem fram fór uppi og niðri, kallaði niður í gatið: “Hann Siggi er í því, hann Siggi er í því!” “Hvað er þetta? Hvað segirðu? Hver er í því?” “Hann Siggi!” endurtók Jói. “Hvaða bölvað uppátæki er þetta!” grenj aði nú kerling, og án þess að bíða frekari upplýsinga staulaðist hún upp úr káetunni og stað- næmdist við niðurganginn. Og þangað starði nú öll vaktin nema Sigurður vaktarformaður, sem var í þann veginn að ná í pikkfalinn. En á hvað störðu þeir? Jú, þeir störðu á reiðarann, eða það af honum, sem þeir sáu gleggst. Eins og gefur að skilja, var mjög skuggsýnt á þessum tíma sólarhringsins, en ljósið úr káetunni lýsti upp í egnum dyrn ar, sem enn voru opnar, og bar birtuna á neðri hluta reiðarans, efri hlutinn var í myrkri og sást óglöggt. En sá hlutinn sem sást, var einna líkastur rauðmálaðri tunnu. Það var sem sé nærpilsið reiðarans, sem þeir voru svona hugfangnir af. Það var Ijómandi fallega rautt og með tveimur eða fleiri svörtum röndum að neðanverðu, sem líktust mjög mikið gjörðum á tunnu. Þarna stóð nú reiðarinn, og svo hófst yfirheyrslan. “Hver ykkar er í pilsinu mínu? Hvern fjandann sjálfan á þetta að þýða?” Og Jói varð enn fyrir svörum: “Hann Siggi er í því”. “En hvar er hann þá, þessi mannasni?” hrópaði kerling bálöskureið. “Uppi, hann fór upp”, sagði Jói. “Jú, það er ekki mjög ótrúlegt að svoleiðis peyjar verði upp- numdir. Ætli þeir færu ekki heldur hina leiðina!'’ hvæsti kerl ing út úr sér. Það var auðheyrt, að hún mis- skildi Jóa. En þá kom allt í einu nokkuð fyrir, sem varð til þess, að málið fór að skýrást. Sigurð- ur vaktarformaður var búinn að ná falnum, renndi honum niður og kallaði um leið til þeirra, sem niðri stóðu: “Reynið þið að koma upp á hana svuntunni, henni veit ir líklega ekki af tuskunum, gömlu konunni!” Þessi ummæli hásetanna létu ekkert undarlega í eyrum háset- anna, en það var dálítið annað, hvað reiðarann snerti. Hún leit upp. Þarna uppi var þá þorpar- fnn og gerði gys að henni. Það var ekki nóg að stela frá henni pilsinu, heldur bætti hann gráu ofan á svart með því að hæðast að henni í áheyrn allra þessara geðslegu náunga. Henni bland- aðist ekki hugur um, að mann- fjandinn ætti við hana. Að henni veitti ekki af tuskunum! Jú, hverjum skyldi það vera að þakka, að hún var á nærpilsinu? Þeir ættu bara að reyna að láta á hana svuntuna, þá vinnu skyldu þeir fá vel borgaða. Því- lík smán sem þessi hafði henni aldrei verið gerð. Hún var bólg- in af bræði, sagði ekki eitt ein- asta orð, en stóð og starði á Sig- urð vaktarformann, sem nú var á leið niður vantinn. Siggi leit dálítið skrýtilega út, því verður ekki neitað. Pilsið lá niður eftir bakinu á honum og líktist því, að hann hefði heljar- mikið stél, og svo var það haus- inn, hann var ekki á réttum stað, eða sýndist ekki vera það, því að hann hékk ofarlega á bak inu vingsaði þar og velti vöng- um f hvert sinn, sem Siggi setti fótinn í nýja veglínu. “Hann er að týna pilsinu, það er að detta, það fer í sjóinn!” — Með þessum orðum var Jói að hughreysta reiðarann. Það sló köldum svita um kerl- ingarangann við þá tilhugsun, að hún yrði kannske að sýna sig á götum Akureyrar _á nærpilsinu. Það yTði saga til næsta bæjar. En sem betur fór, hékk pilsið ennþá, og mannfjandinn var nærri kominn niður. Hún færði sig nú ögn nær vantinum til þess að vera viðbúinn að bjarga því svo fljótt sem mögulegt væri, og þegar Siggi var. kominn ofan á öldustokkinn og var að stíga öðr um fætinum niður á þilfarið, var allt í einu gripið heljartaki fyrir kverkar honum. Honum varð svo bilt við þessa óvæntu árás, Davíð Stefánsson hefir getið sér mestan orðstír af ljóðskáld- um þeim, er kvöddu sér hljóðs á landi hér í lok heimsstyrjald- arinnar fyrri oj| lifað hafa hina uggvænlegu tíma millistríðs ár- anna og ógnadaga síðari heims- styrjaldarinnar. Hann er vinsæl asta og listrænasta ljóðskáld fs- lendinga á þessu tímabili og merkilegur brautryðjandi og lærimeistari yngri skáldkynslóð ar. — Davíð gaf ’út sex ljóðabækur með mjög reglubundnu millibili á árunum 1919 til 1936. Eftir*það liðu ellefu ár, án þess að ný ljóða bók kæmi frá hans hendi, og munu ýmsir hafa ætlað, að hann væri orðinn ljóðagerðinni frá- hverfur og hygði á ný afrek á öðrum bókmenntasviðum. En fyrir jólin í vetur var hin ellefu ára þögn / rofin, og þjóðskáldið frá Fagraskógi gaf hinum fjöl- mörgu unnendum sínum kost nýs ljóðasafns, sem bar hið yf- lætislausa heiti Ný kvæðabók. Þetta er ótvírætt eitthvert samfelldasta ljóðasafn Davíðs Stefánssonar, en kvæði þessi eru að ýmsu leyti ærið frábrugðin fyrri ljóðum hans. Hann er ekki lengur slíkur dýrkandi víns og ásta og hann áður var, nautna- gleði hans og æskugáski hefir vikið fyrir alvöru og íhygli, sem raunar gætti áður í ýmsum ljóð- um hans, én nú hefir þroskazt og orðið megineinkenni skáld- skapar hans jafnt hið ytra sem hið innra. Sumir fyrri unnendur Davíðs kunna því að hafa orð- ið fyrir nokkrum vonbrigðum af hinni nýju bók hans. En þeim, sem leggja á kvæðin mat bók- menntagildisins, munu varla dyljast að í hinni nýju ljóðabók sinni birtist Davíð í nýjum skáld búningi, ofnum úr efni nýrra viðhorfa og nýrra sjónarmiða, og ber hann með sóma. Hann hef ir brotið nýjar brautir varðandi efni og form, án þess þó að glata þeim einkennum fortíðarinnar, sem móta sérkenni hans og sér- stöðu, þegar ljóð hans eru krufin til mergjar. Ástin á landinu, sveitinni, stétt og stárfi bóndans, sannri og sérkennandi menningu þjóðarinnar og sögu hennar kyn- slóð af kynslóð og öld af öld veitir ljóðum hins söngglaða þjóðskálds enn sem fyrr líf og lit. En þessi megineinkenni Da- víðs hafa aldrei verið gleggri og upprunalegri en í hinni nýju ljóðabók hans. Davíð Stefánsson hefir ort mjög svipmikil og snjöll sögu- Ijóð og minningakvæði. Ný kvæðabók flytur tvö minninga- kvæði, sem eru íslenzkum ljóð- bókmenntum mikill fengur og sanna, að Davíð er síður en svo ósnjallari í íþrótt sinni en fyrr- um. Kvæðið um Jónas Hall- grímsson er sviptigið, þróttugt og ríkt að skáldlegri andagift. — Tvímælalaust er þó kvæðið í minningu Bólu-Hjálmars sam- felldara og listrænna. — Þar hefir Davíð brugðið upp ljóð- mynd, sem teljast verður einstök “að samræmi og dráttum. Askur- inn er bezta kvæðið af stærri ljóðum Nýrrar kvæðabókar og vafalaust veigamesta og listfeng asta kvæði bókarinnar, enda ein- hver haglegasta og áhrifaríkasta ljóðmynd íslenzkra bókmennta þessarar aldar. Smákvæði Davíðs hafa til þessa yfirleitt ekki haft lista- gildi á borð við hin lengri og ýt- arlegri ljóð hans. Þau hafa vitn- að um mikla hagmælsku en mörg hver valdið nokkrum vonbrigðum við nánari könnun. Nú er þetta breytt. Ný kvæða- bók geymir hvert smákvæðið öðru listrænna. Ljóð eins og Vor, Knapinn, í gróandanum, Haustljóð og Eg leiddi þig í lund inn eru perlur hvert á sína vísu. Þau eru ljóðmyndir, sem vitna í senn um mikla skáldlega hug- kvæmni og mikinn listrænan hagleik. Áhrif stríðsáranna leyna sér ekki í mörgum kvæðum þessar- ar nýju bókar Davíðs Stefáns- sonar. Af kvæðum þesa efnis eru Norræn jól og Norðmaðurinn í senn tilþrifamest og samfelldust. En styrjaldarkvæði og ádeilu- ljóð Davíðs eru að listagildi varla sambærileg við ýmsa aðra óma skáldhörpu hans. Þau lýsa honum mun fremur sem manni en skáldi. Davíð Stefánsson hefir nú í senn þrjá- áratugi notið almenn- ari og verðskuldaðri vinsælda en nokkurt annað ljóðskáld á ís- landi. Hann hefir um langa hríð verið hið óvefengjanlega þjóð- skáld og hinn viðurkenndi skáld- konungur. Góðu heilli má enn mikils af honum vænta. Ný kvæðabók er unnendum Davíðs ótvíræð sönnun þess, að hinum söngglaða ljóðsvani muni enn liggja mikið á hjarta. Þeir verða margir, sem óska að fá úr þeirri átt meira að heyra. Helgi Sæmundsson. Alþýðublaðið, 17. febr. 20 þús. hafa séð Skálholt Leikritið Skálholt eftir Guð- mund Kamban hefir alls verið sýnt hér í Reykjavík og á Akur- eyri í um 70 skipti. Hér í Reykjavík hefir það ver- ið sýnt í alls 52 skipti og nær alt- af fyrir fullu húsi, svo láta mun nærri, að um 16 þúsund manns hafi séð það hér. Á Akureyri var leikritið sýnt í 18 skipti, svo ekki er ofsagt að um 20 þús. manns hafi alls séð leikritið. THAT’S a finc thing about cotton; whether it’s a shirt, a handkerchief, bedsheet, or even a graceful weddíng gown, you are sure of your money’s worth. Cotton gives value for the money. long service, resistance to laundering, fastness to sunlight, and above all a clean freshness that makes life worth liyi£g ifi winter or aumrner; these are the things your dollars buy when you spend them on cotton goods. , DOMINION TEXTILE COMPANY LIMITED Manufacturen of Tex~made products Vísir, 11. febr. að hann hlunkaðist aftur á bak niður — ekki samt á þilfarið, helduf í fangið á reiðaranum, og þó ljótt sé frá að segja, þá valt rauða tunnan um koll, og Sig- urður vaktarformaður settist kirfilega á bumbuna á henni. — Reiðarinn rak upp org, og Siggi, sem var hálfhengdur, tók undir með mjög ámáttlegu gauli. Þessi tvísöngur þeirra varð til þess, skipstjórinn vaknaði og hentist upp úr káetunni. Hann kom rétt í því, að verið var að reisa upp rauðu tunnuna. Sigga hafði ver- ið svipt burtu úr þessu þægilega sæti. Reiðarinn stundi og neri á sér bakhlutann, en Siggi stóð þögull og var að þurrka blóð af öðru eyranu. “Hvað er þetta, blæðir úr þér, beit hún þig? Hún hefir bitið hann í eyrað!” Enn var það Jói, sem hafði orðið. Skipstjóri var bálreiður, hann skipaði Jóa að halda sér saman, og hefir ef til vill rennt grun í, að hann ætti að einhverju leyti sök á þessu óhappi. En skýringin á þessu óhappi var sú, að þegar kerlingartetrið náði í pilsíð, kippti hún í það af öllu afli. Það var ekki að undra, þó að pilshaldið herti að hálsin- um á Sigga, en afleiðingarnar urðu svo þær, sem nú hefir ver- ið lýst. Siggi féll, en í fallinu hafði hattskrattinn reiðarans ein hvern veginn snúizt, svo að prjónninn stakkst í eyrað á Sigga. Þess vegna blæddi. Sögu þessari er nú lokið, en atburðurinn var mikið ræddur meðal hásetaanna, ekki sízt ef Siggi var einhversstaðar nálægt. Réttast mun að geta þess, að skipstjóri hreinsaði vaktarfor- manninn svo vel af allri sök í augum kerlingarinnar, að þau urðu mestu mátar, og næsta ár fór hann til hennar sem vinnu- maður eða ráðsmaður, enda sögðu hinir gömlu félagar hans, að sú gamla hefði markað sér hann nóttina góðu. Stígandi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.