Lögberg - 25.03.1948, Blaðsíða 1

Lögberg - 25.03.1948, Blaðsíða 1
61. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 25. MARZ, 1948 PHONE 21 374 rtctt1'cT pr\J ~ LaU ® A Complele Cleaning Inslilulion NÚMER 13 Flóð á islandi Gífurleg vatnsflóð hafa undan farna daga verið í ám austan Fjalls. Flóð í Ölfusá hafa veldið miklum skemdum á íbúðarhús- um og verkstæðum að Selfossi. Til þess að komast milli húsa, sem næst standa Ölfúsá, þurfti þann 5. marz að nota báta. Hús- mæður fóru “sjóleiðina” er þær fóru til þess að kaupa nauðsynj- ar til heimilinna. Þorpið varð og vatnslaust þann sama dag vegna þess að leiðslan hjá brúar stöplinum kliptist í sundur. Mjólkurflutningar leplust * Mjólkurbílar frá Selfossi upp í sveitirnar urðu að snúa við hjá Skeggjastöðum, svo var mikill vatnselgur á veginum. Bílar austan úr Rangárvallasýslu sneru við hjá Bitru, af sömu á- stæðum. Þetta flóð er talið engu minna, en það sem kom í ána árið 1930. Á Skeiðum Flóðið í Hvítá var og miklu meira en árið 1930. Aðalflóðið er á Skeiðum eða svonefndu Ólafsvalla-hverfi, en í því eru sjö bæir, sem allir einangruðust. Þar er tilfinnanlegt tjón á heyj- um. Bátur var fenginn frá Sel- fossi og er hann í ferðum á milli bæjanna. Einnig nota bændur bátinn til þess að flytja á honum hey til útigangsfé, sem forðaði sér á hæstu hóla flóðasvæðisins. í Biskupstungum Hvítá flæddi yfir alla fremri sveit Bræðratungu-sóknar og Reykjavelli. 20 býli lentu í flóð- inu en engar skemdir hafa orðið. í Þjórsá 4. marz var svo mikið flóð í Þjórsá, að gljúfrið við Þjórsár- brú var um það bil barmafult. Lítið vantaði að eystri Rangá rynni upp á brúna á þjóðvegin- um þar. Litla þverá í Fljótshlíð var orðin að stóru fljóti. Litlu mun- aði að ekki yrðu skemdir á gróðrarstöðinni í Fljótshlíð. Mbl., 6. marz. Minna mátti nú gagn gera Á ellefu. mánuðunum til febrúar loka, græddi Canada Packers Ltd., á smjör viðskipt- um sínum $695.363. Þetta er meir en samanlagður gróði fé- lagsins á þessari vöru á síðast- liðnum 9 árum. Þetta kom í ljós í vitnisburði forseta félagsins, J. S. McLean, er hann flutti fyrir nefnd þeirri, er stjórnin skipaði til þess að rannsaka verðhækk- un á vörum í landinu. Mr. Mc Lean sagði þessi feikilegi gróði væri einsdæmi. Af þessari upp- hæð hafði félagið grætt $509.105, eða meir en 11 cents á pundið á smjöri, sem geymt var í kælihús um. Á tímabilinu frá 5. júní til 15. október, sagði Mr. McLean, að félagið hefði keypt og látið í geymslu 5.8 miljónir punda af smjöri og hefði það kostað 53.01 cents pundið. Frá 15. okt. til 25. febr., hefði það selt 4.5 miljón af þessu geymda smjöri á 65.12 cents meðalverði og grætt 11.21 cents á hverju pundi. Þegar Mr. McLean var spurð- urað, hvers vegna hann hefði ekki lækkað söluverðið og gert sig ánægðan með minni gróða, sagði hann að neytandinn myndi ekki hafa haft n^tt gagn af því, vegna þess að smásölukaupmað- urinn myndi hafa selt það á hæsta verði. Þegar hann var spurður hvort það hefði ekki lækkað smjörverðið yfirleitt eí 25*félög hefði komið sér saman um að lækka það. “Það er nú bókfræðileg spurning, en slíkt kemur alls ekki fyrir”, sagði Mr. McLean. Undir ítölsk yfirráð Vesturveldin þrjú, Bretland, Frakkland og Bandaríkin, hafa orðið á eitt sátt um það, að hafn- arborgin Trieste verði fengin Itölum til yfirráða á ný; fyrir síðasta stríð taldist borg þessi til ítalíu, en að stríðinu loknu komst hún undir alþjóðastjórn, en Bandaríkjamenn og Júgóslav- ar höfðu þar fyrir hönd samein- uðu þjóðanna all-mikið setulið. En til þess að til framkvæmda komi í þessu efni, verður að taka til íhugunar gagngera breytingu á friðarsamningunum við ítalíu, og hefir utanríkisráðherra Frakka, George Bideault, geng- ist inn á að leita hófanna við Rússa um framgang málsins, því þeir voru meðal þeirra aðilja, er undirskrifuðu áminsta friðar- samninga við ítölsku þjóðina, eða réttara sagt stjórnarvöld hennar. Telur velferðarmálum bæjarins ábótavant Á bæjarráðsfundi á föstudag- inn, kærði H. B. Scott, bæjarráðs maður, velferðarmálaskrifstofu borgarinnar um vanrækslu á skyldum sínum. Hann er formað ur þeirrar nefndar, er hefir um- sjón með bráðabirgðar húsnæði, fyrir þá, sem húsviltir eru. Sagði hann að nefndin hefði verið beð- in um að útvega húsaskjól fyrir konu og sex börn hennar, sem eru á aldrinum 2 til 17 ára. Kona þessi hefir lifað á opinbetum styrk í 15 ár. Heilbrigðismála- deildin lét skoða heimili þessar- ar fjölskyldu á Alexander Ave., síðastl. viku og fordæmdi húsið, sem óhæfilegt fyrir mannabú- stað. , Mr. Scott segir að Velferðar- málaskrifstofan hafi vitað um kringumstæður þessarar fjöl- skyldu í sex ár. “Hún lifir í slíkri örbyrgð að fæstir myndu bjóða gripum að búa við slíkt”. Hús- gögn fjölskyldunnar eru tvö hengirúm, tvö barnarúm, eitt mjótt rúm, eitt borð, einn lítill skápur og tveir stólar; ekki bolli eða undirskál í húsinu. Fyrir framtiyrunum er hengdur striga poki og druslum troðið í rúðu- lausa glugga. það eru fleiri tilfelli þessu lík”, sagði Mr. Scott. Hann krefst þess að Velferðarmálaskrifstof- an sjái um, að fjölskyldan fái viðunanlegan klæðnað, húsgögn, og annað, sem hún þarf, áður en hann útvegar henni húsnæði. Hinsvegar ásakar velferðar- málanefndin Mr. Scott um að hafa ekki viljað sinna því að út- vega fjölskyldunni viðunanlegt húsnæði, þrátt fyrir ítrekaða beiðni af hálfu velferðarnefnd- ar. Ennfremur skýrði formaður frá því áð fjölskyldan ' fengi $89.92 á mánuði "frá bænum og $28.00 frá sambandsstjórninni; bærinn borgaði og $14.00 í húsa- leigu. Þar að auki var lesin löng skrá yfir ýmsar nauðsynjar, sem fjölskyldunni hafa verið gefnar á árinu. — Nú hefir fjölskyldan fengið nýjan og betri bústað. Hverinn við Laugarvatn fór í kaf í vatnsflóðunum, sem verið hafa undanfarna daga, hefir meira flóð orðið á Laugarvatni, en elstu menn þar muna. í flóðunum hefir vatnið flætt yfir hver þann sem notaður er til þess að hita upp skólahúsið að Laugarvatni og hefir af þess um sökum enginn hiti verið í skólanum síðustu fjóra sólar- hringana. Hverinn er á um það bil tveggja metra dýpi. Böðvar Magnússon á Laugar- vatni, sem nú er sjötíu ára og og alið hefir allan sinn aldur að Laugarvatni, segir aldrei slíkan vöxt hafa komið í vatnið í hans tíð. — Flóðið minkaði mikið í gær og talið að hverinn myndi “koma upp” í dag. Þrátt fyrir kuldann í skólan- um, hefir lífið gengið sinn vana gang og engin kvartað um kulda. Kommúnista ritstjóri segir af sér Douglas A. Hyde, fréttarit- stjóri við kommúnistablaðið Daily Worker í London á Eng- landi, hefir sagt af sér stöðu sinni vegna þess að hann hefir fundið til “vaxandi óróleika útaf utanríkisstefnu Rússa og skelf- ingar útaf viðburðunum í Czecho slovakiu”. — “Mér er að verða það augljóst, að hreyfingin, sem ég barðist fyr ir og studdi í svo langan tíma, er að tortíma því frelsi og vel- sæmi, sem hún þóttist vera að verja”, sagði hann. “Kommún- isminn er ekki fær um að lækna hinn hættulega sjúka heim”. Hyde hefir verið kommúnisti í 20 ár. — A Brilliant Career Mr. J. F. Freáerickson recent- ly attended the United Nations Maritime Conference at Geneva, Switzerland as advisor to the Canadian Delegation. Mr. Frederickson was graduated from the University of Toronto in Modern History in 1941 and joined the Department of Trade. and Commerce. During the past few years, he has gained valu- able experience with the Privy Council in Ottawa and the Parke Steamship Co. and the Canadian Shipping Board in Montreal. He left his position as Secretarý of the Canadian Shipping Board to join the newley formed Mari- time Commission early this year. Mr. Frederickson is the son of Mr. and Mrs. Kári Frederickson of Toronto, Ont. 0r borg og bygð Kappræða Næsti Frónsfundur verður haldinn í G. T.-húsinu, mánudag inn 5. apríl næst komandi. Til skemtunar verður kappræða, sem fjórir menn taka þátt í, og umtalsefnið verður: “Eru V.- Íslendingar að úrkynjast?” Með jákvæðu hliðinni mæla þeir Sigurður Vopnfjord og Gunnar Sæmundsson, báðir vel- þekktir Ný-íslendingar, en með neikvæðu hliðinni tala þeir próf. T. J. Oleson og Heimir Thor- grímson. Inngangur verður ekki seldur en samskot verða tekin til arðs fyrir deildina. — Frón er einnig I að undirbúa ágæta samkomu sem haldin verður 17. maí næst komandi. Beggja þessara funda verður nánar getið í næsta blaði. H. Thorgrímson ritari “Fróns”. ♦ ÞAKKARÁVARP Hjartans þakklæti vottum við öllum þeim, vinum og vanda- mönnum sem stuðluðu að, eða tóku þátt í samsæti, sem haldið var í tilefni af tuttugu og fimm ára giftingarafmæli okkar. Einn- ig þökkum við indælu gjafirnar og skeytin sem okkur bárust. — Þessi kvöldstund verður okkur sólskinsblettur sem aldrei gleym ist. — Bjarni og Fríða Eirikson Steveston, B.C. Mr. og Mrs. J. F. Johnson, Maryfield, Sask., komu til borg arinnar þessa viku; er Mr. John- son að leita sér lækninga. Mrs. Johnson er dóttir Mr. og Mrs. S. K. Johnson, Ebor, Man. Samkoman, sem Jon Sigurd- son IODE-félagið efndi til í Sam- bandskirkjunni á mánudags- kveldið, tókst með ágætum. Inn komu $100.00 og verður því fé varið til hjálpar nauðstöddum börnum í Evrópu. -♦■ Gefið í útvarpssjóð Fyrsta Lúterska Safnaðar í Winnipeg, febrúar 1948: — Frið- rik P. Sigurðsson, Fagradal, Geysir, Man., $3.00. —'Meðtekið með þakklæti. Eiríkur S. Brynjólfsson 776 Victor Str. Á fimtudaginn J8. marz, voru gefin saman í hjónaband í West- minster United kirkjunni hér í borg, Lilian Mae, yngsta dóttir Mr. og Mrs. Edward C. Ransby og Dr. Sveinn Octavius Eggerts- son, sonur Mr. og Mrs. Árni G. Eggertson, 919 Palmerston Ave. Dr. E. M. Howse framkvæmdi giftingarathöfnina. Vegleg brúð- kaupsveizla var haldinn á Fort Garry Hotel. Meðal utanbæjar- gesta er sátu brúðkaupið, voru Mr. og Mrs. Arni Eggertson, Dauphin, Man., og Dr. og Mrs. S. E. Björnson, Oak River, Man. — Heimili ungu hjónanna verður hér í borginni. Laugardagsskóla samkoman Gert er ráð fyrir að samkoma Laugardagsskólans í Winnipeg, verði haldin á laugardaginn 1. maí. Bömin eru nú að æfa ís- lenzk smáleikrit, söngva og framsögn, og má búast við góðri skemtun að vanda. — Nánar auglýst síðar. •♦ Lúterska kirkjan í Selkirk Páskadaginn: Ensk messa Og altarisganga kl. 11 árdegis. — Sunnudagaskóli á hádegi. — ís- lenzk hátíðarmessa kl. 7 síðd. — Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. ♦ Gefið til Sunrise Lutheran Caxnp Mrs. Margrét Thorbergson, Mrs. Cecil Dahlman og Mrs. H. Eastman, Riverton $10.00, í minn irigu um eiginmann og föður, Einar Thorbergson og í minn- ingu um tvo syni og bróður, Steinberg Aurilius og Thorberg- ur Helgi. — Mrs. F. M. Einarson, Mountain N. Dak., $10.00. Með- tekið með innilegu þakklæti. Anna Magnússon, Box 296, Selkirk, Man. -♦ Miss Fríða Jóhannesson frá Ottawa, er í heimsókn til for- eldra sinna, dr. og Mrs. S. J. Jóhannesson. Fer aftur eftir viku dvöl. — -♦ Goodtemplara stúkan Skuld heldur skemtifund á mánudags- kveldið 29. marz. Þar verður myndasýning og fleira til skemt Þið getið verið vissir um, að MANNVINURINN OG SKÁLDIÐ: Dr. Sigurður Júlíus Jóhannesson Áttræður 10. nóvember 1947 Eg kyntist þér fyrst er ég kom hér til lands, um kvöldstund, á hagyrðings fundi, ég fann þú varst eining af andanum hans, sem ástina og kærleikann mundi. En þá varst þú ungur og útsýnið bjart, með íslenzkan vorblæ í sinni, þú kendir oss öllum svo mikið og margt frá mentunar dísinni þinni. Og svo hélst þú velli í öll þessi ár í anda þess réttláta og sanna. Þú reyndir að græða hvert svíðandi sár á sálum og líkömum manna. Þín trúmenska er makalaus mök við það alt, sem mannkynið göfgar og prýðir, og hvar sem þú sérð eitthvað vesælt og valt það vermirðu og læknar um síðir. En seinlát og köld eru kærleikans laun, þeir krossfestu Meistarann forðum, og mér finst að heimurinn batni ekki baun, þó beri á þig lofið í orðum. Því “Pílatus” hreinsar enn hendur á sér, en “Herodes” framkvæmir morðin, og Varmennin kýla á sér vömbina hér og vagga með allsnægta borðin. En þúsundir falla úr hungri og hor, og hástöfum biðja sér líknar, og böðlarnir rekja þau blóðugu spor en “Barrabas”, dómsvaldið sýknar. Svo alt, sem þú kendir til umbóta hér, er ennþá í svikara höndum, og misbrúkað réttlætið alstaðar er, hjá alheimsins þjóðum og löndum. I Við hyllum þín áttræðu sólhvörf í sátt, þín saga er listræn og fögur, og vart hefir þjéð vor á útvegum átt, svo ágætan, trúfastan, mögur. Svo blessi þig drottinn, og þakka má þjóð, hvað þú hefir starfað og lifað, hver einasta hugsun var háleit og góð, og heilbrigð, sem þú hefir skrifað. Þeim fækkar nú óðum, sem feta þinn stig, og fegurstu hugsjónir vörðu, ef mannkynið eignaðist marga eins og þig, er mögulegt guðsríki á jörðu. H. E. Magnússon unar. — ATVIKA-VlSUR KVÖLD Nóttin tauminn tekur brátt, tjöld gull-saumast fjalla; inn í drauma djúpið blátt dagsins straumar falla. MARZ GRÆTUR Mörgum sárast sverð er bar, sollinn fári og móði; regns í báru mildum mar Marz er í tára-flóði. TIL SUNNU OG SUMARS Snjór þó skarti fjöll og fljót, frostið hart mér svíður; sunnu bjartri’ og sólu mót söngur hjartans líður. Á HELJAR ÞRÖM Heimur grandar sjálfum sér, sannleiks blandast rökin: Lífið vandast — verjist mér vina handar-tökin. PÓLITÍK Stjórnar flýja í felur tröll, fölskum glýjum kynda. “Skiftin nýju” éru öll undir skýjum vinda. Pálmi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.