Lögberg - 25.03.1948, Blaðsíða 4

Lögberg - 25.03.1948, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. MARZ, 1948 --------HoatJClB — G«fiÖ út hvern flmtudag af 'I * 4K COLUMBIA Pil'ESS, LIjVIII i ö9o Largent Ave., Winmpeg, Mariítob U tanáskrilt riuttjúruiui: EDITOR LOGBERG 59S Sargent Ave., Winnipes, Man Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfrai The “Li<>ííberK” is printed anci pubnshcd 'u> The Columbia Prees, Limfted, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized a.s^íS oiid Ciatss Ma.u PohI Office Depi., (J.u»wa. PHONB 21 M04 Skýjaarof Þó enn sé síður en svo,‘ að heiöur himinn brosi viö mannkyninu, og erin grúfi blikur og bakkar yíir samtíð, og að minsta kosti náinni framtíö, þá varð þó skýjarofs vart í vikunni, sem leió, er bendir til þess, að mannkyniö sé enn eigi með öllu beillum horitð, að enn sé draumkonan hin betri að verki með- ai tugmiljóna frjálshugsandi manna og kvenna, er skipa einstaklingsfrelsinu öllu ofar og neita að kyssa á vönd kúg- arans undir bvaða nafni sem bann gengur. Engu skal spáð um það, bver vérða muni hlutur Trumans Bandaríkjafor- seta í sögunni, þótt lítt verði í samtíð- inni skiptar skoðanir um það, að hann sé meira en algengt stjórnmála- fyrirbrigði, og víst er um það, að naum- ast verður honum réttilega borinn heigulsbáttur á brýn; hann hefir, svo að segja, staðið uppi í hárinu á öllum sköp- uðum hlutum; stjórnmálaflokkur sá, er Mr. Truman styðst við, Demokrata- flokkurinn, er í minnihluta í báðum deildum þings; þó hefir Mr. Truman knúð fram baráttumál sín eins og ekk- ert hefði í skorist, og fengið samþykki beggja þingdeilda á hinni geisimiklu fjárhæð til stuðnings Norðurálfuþjóðun um, er mest þurftu hjálpar við og sann- að höfðu í framkvæmd trúnað sinn við demokratiskar hugsjónir. Á miðvikudaginn þann 17. þ. m., flutti Truman forseti ræðu í sameinuðu þjóð- þingi Bandaríkjanna, sem vakið hefir heimsathygli; það var síður en svo, að Mr. Truman bæri þar kápuna á báðum öxlum eins og títt er um ýmsa loðna stjórnmálamenn samtíðarinnar; hann dró alveg hreinar línur, gekk alveg hreint til verks og skelti óhikað skuld- inni á þá, sem stíflað höfðu drengilegar athafnir lýðfrjálsra þjóða í þá átt, að koma á fót tryggum og skipulögðum friði í mannheimi. Mr. Truman vakti athygli á því, hve þær þjóðir væri sýknt og heilagt höfuð- setnar, er hefðu það að markmiði að tryggja þegnum sínum sjálfsöryggi og persónuleg réttindi; hann kvað það auðsætt, að glundroðinn í heiminum stafaði ekki einvörðungu frá því hve mannkynið hefði verið illa á sig komið í lok síðustu styrjaldar, heldur ættu vandræðin engu síður rót sína að rekja til þess, að ein þjóð, rússneska þjóðin, hefði eigi aðeins synjað um samvinnu varðandi tilraunir til heiðarlegs friðar, heldur einnig geqgið opinberlega í ber- högg við slíka samvinnu með það fyrir augum að fyrirbyggja frið; frá því í lok stríðsins, hefðu Rússar og skósveinar þeirra, rænt eina þjóðina af annari í Austur- og Mið-Eívrópu því demokrat- iska stjórnarformi, er þær öldum sam- an hefðu unnað og grundvallað tilveru sína á. Mr. Truman kvað það liggja í augum uppi, að því aðeins gæti hinum frelsisunnandi Evrópuþjóðum lánast að viðhalda sjálfstæði sínu, að þeim yrði veitt fullnægjandi fjárhagsleg aðstoð í tæka tíð til þess að verjast utanaðkom- andi áróðri og ofbeldi; þessu jafnframt skoraði Mr. Truman á þjóðþing Banda- ríkjanna að hraða svo sem framast mætti verða fjárveitingunni til viðreisn arstarfsins í Evrópu, og nú hefir hann fengið vilja sínum framgengt í þessu efni, með því að báðar deildir þings hafa afgreitt fjárveitinguna til áminstrar viðreisnarstarfsemi. í áminstri ræðu sinni lagði Mr. Tru- man ríka áherzlu á það, hve óumflýjan- legt það væri vegna öryggis Bandaríkja þjóðarinnar og friðarmála mannkyns- ins í heild, að hún byggi yfir nægilegum herstyrk, og fór þar af leiðandi fram á það, að þjóðþingið féllist á almennar heræfingar og almenna herskyldu í landinu, ef svo byði við að horfa; þetta mun þó engan veginn verða þannig skil iö, að Bandaríkin séu að búast til stríðs- sóknar gegn Rússum né öðrum, heldur sé með því gefið til kynna, að þjóðin Laki ekki með þegjandi þögninni frekari áróðri og frekari yfirgangi en nú væri komið á daginn, með því að mælirinn væri nú þegar orðinn barmafullur. -f -f 4- Sama daginn og Truman forseti flutti ánnnsta ræðu, gerðust þau miklu og góðu tíðindi, að í höfuðborg Belgíu undirrituðu utanríkisráðherrar -Breta, Erakka, llollendinga, Belgíumanna og Luxemborgarmanna, 50 ára stjórnar- farslegan, fjárhagslegan og hernaðar- legan sáttmála, þar sem allar þessar þjóðir bundust fastmælum um það, að vinna í sátt og samlyndi að sameigin- leguin hagsmunamálum, og verjast sem einn maður, sem ein sál, áróðri og ásælni utanaðkomandi skaðsemdar- afla. — Með áminstum fimmveldasáttmála, er augljóslega stfgið glæsilegt og giftu- vænlegt spor í áttina til samrænfingar lýðræðisöflunum í vesturhluta Evrópu; hefir þessi atburður, að vonum, vakið almennan fögnuð meðal frelsisunnandi þjóða. — -f -f -f Til merkisviðburða síðastliðna viku mun það jafnan talið verða, er forsætis- ráðherrar Svía, Norðmanna og Dana á fjölmennum, opinberum fundi í Stokk- liólmi, fordæmdu aðfarir rússneskra kommúnista, og kváðust verja mundu með oddi og egg sjálfstæði þjóða sinna úr hvaða átt, sem á þær kynni að verða ráðist; þessir norrænu forustumenn voru ^uðsjáanlega ekki búnir að gleyma faðmlagi þeirra Hitlers og Stalins hérna um árið, minnungir þess, hve margt var þar líkt með skyldum. Að ísland skipi sér fagnandi í frelsis- fylkingu frændþjóða sinna og annara vestrænna menningarþjóða, verður ekki dregið í efa. Nú verður ekki um það vilst, að lýð- ræðisöflin í heiminum hafi fundið sjálf sig til sjálfsvarnar gegn nýjum og gömium helstefnum, og að þess vegna boði áminstir atburðir að minsta kosti skýjarof, ef ekki heiðbjartan dag. — Þeim mönnum, sem af einhverjum furðulegum ástæðum, finna Bandaríkja þjóðinni alla skapaða hluti til foráttu, og vilja helzt telja almenningi trú um, að hún sitji á svikráðum við heimsfrið- inn, væri holt að festa sér í minni inn- tak úr ræðu, sem Marshall utanríkisráð herra nýlega flutti við háskólann í Kali- forníu, þar sem hann gerði það kunnugt öllum þjóðum heims, að þó að Banda- ríkin teldu það óhjákvæmilegt að hnekkja drotnunarstefnu Rússa, þá byðu þau samt sem áður fram útrétta hönd til samvinnu, ef einlæg sinnaskipti af hálfu rússneskra stjórnarvalda kæmi til greina, sameiginlegum friðar- og menningarmálum til fulltingis. ♦ -f -f Gagnlegt og fræðandi rit Lögbergi hefir nýverið borist í hend- ur tímaritið Samvinnan, Janúar-heftið, sem er aðalmálgagn Sambands ísl. samvinnufélaga; er ritið venju sam- kvæmt fjölbreytt að efnisvali og fróð- legt um margt. Eins og vitað er hafði hinn merki stjórnmálamaður og rithöfundur Jónas Jónsson alþingismaður, lengi með hönd um ritstjórn Samvinnunnar, en fann sig knúðan fyrir rúmlega tveimur árum til að láta af þeim starfa vegna sívaxandi anna við önnur skyldustörf; síðan hefir gegnt ritstjórn tímaritsins ungur og gáfaður áhugamaður, Haukur Snorra- son á Akureyri, sem jafnframt er rit- stjóri Dags. Áminst hefti gefur glögga heildarsýn yfir sigra og vonbrigði sam- vinnu-samtakanna á íslandi síðastliðið ár, auk samanþjappaðs yfirlits yfir þró- un samvinnufélaganna í Svíþjóð, Norv egi, Danmörku og víðar í Norðurálfunni. Samvinnan er eitt þeirra mörgu tíma- rita, sem gefin eru út á Fróni, er Vestur- íslendingum væri holt að kynnast. Hið nýja ritgerðasafn dr. Helga Pjeturss Eflir prófessor Richard Beck Það er altaf fengur að bókum dr. Helga Pjeturss, hverjum þeim, er ann djarfri og frjórri hugsun og snjallri meðferð efnis og máls. Þar við bætist, að hann grandskoðar og ræðir hin mikil- vægustu málefni, tilgang lífsins og örlög mannkynsins, sem allir hugsandi menn hljóta að láta sig varða, hvort sem þeir’eru sam- þykkir skoðunum og niðurstöð- um höfundar eða eigi. Fyrir stuttu síðan er komið út á vegum Bókaútgáfu Guðjóns O. Guðjónssonar, Reykjavík, 1947, nýtt og mikið ritgerðasafn, yfir 400 blaðsíður að stærð, eftir dr. Helga og að sama skapi vandað að öllum frágangi. Nefnist ritið Þónýall, og er sjötta bindi í' Ný- aisbókum hans. Er það því auð- sætt, að hann er mikilvirkur rit- höfundur, og þá er hitt eigi síð- ur aðdáunarvert, að hann skuli, hálfáttræður, senda frá sér slíka bók, og ber hún fagran vott andans þrötti hans og óslökkv- andi áhuga á vísindalegum efn- um, og þeim boðskap, sem hann hefir að flytja. í eftirmála sínum fer höfund- ur þessum orðum um tilgang þessa rits síns: “Þó að bók þessi sé að nokkru leyti minningarrit, í sambandi við 75 ára afmæli, þá er aðalerindið enn sem fyr að greiða fyrir skilningi á þeim tímamótum sem nú eru, og reyna til að sýna fram á, hvernig mætti með tilstyrk nokkurrar nýrrár þekkingar, skifta svo um í sögu mannkyns- ins sem þörf er á.” Bætir hann því við, að aldrei hafi jafn þýð- ingarmiklir úrslitatímar verið og og fer fjarri, að hann standi einn uppi með þá skoðun, því að fjölda margir í hópi hinna fremstu vísindamanna og hugs- uða víða um lönd, halda því fram, að mannkynið sé nú, síðan menn náðu valdi á kjarnorkunni, statt á hinum mestu örlagatím- um, og sé framtíð þess og menn- ingarinnar undir því komið, að stefnt sé inn á rétta braut. Eða eins og dr. Helgi orðar það: — horfið frá helstefnu til lífsstefnu. Sú kenning hans er, sem áður, beint og óbeint, löngum þunga- miðjan í þessum ritgerðum hans. í upphafsgreininni “Islenzk vís- indi og framtíð mannkynsins”, sem jafnframt er allra snjallasta greinin í safninu, bæði um hugs- un og málfar, segir hann meðal annars: “Það sem oss ríður á umfram alt, hér á jörðu, er að auka og bæta það samband við lífið á öðr um jarðstjörnum, sem nú þegar á sér stað í svefni, og kemur fram i draumlífi voru, eða öllu heldur skapar það. Vér verðum að færa oss í nyt þekkinguna á stillilögmálinu, bæði til að auka þetta samband vort, og einnig til að koma því í það horf, að ein- göngu sé til góðra staða. Það er: samband við fullkomnari mann- kyn. Afleiðingarnar af slíkri fullkomnun lífssambandsins mundu verða hinar furðuleg- ustu. Á skömmum tíma mundi oss jarðarbúum aukast svo þekk- ing á eðli og tilgangi lífsins, að aldrei mundi framar nokkur styrjöld verða háð á þessari jörð. Og oss mpndi fara ótrúlega mikið fram, ekki einungis að viti og þekkingu, heldur öllu atgjörvi. Tilstreymi þess kraftar, sem lífið er af, mundi aukast mjög, og líkamirnir verða miklu fegri og hraustari en nú”. Um stillilögmálið, samstillingu huga manna að sameiginlegu, göfugu takmarki, sem er grund- vallaratriði í kenningum höfund ar, farast horium annarsstaðar í ritinu þannig orð: “Hinn mikli vandi hér á jörðu er að fá alt mannkyn, eða mikinn hluta þess, til að vera samhuga um það sem rétt er og gott”. En kjarnann í kenningum höf- undar mun segja mega að sé að finna í þessum niðurlagsorðum hans í greininni “Dregur að úr- slitum”: “Lífið hér á jörðu er landnám frá fullkomnari lífsstöðvum sem, einsog spekingurinn Pyþa- goras, einn hinn vitrasti maður sem lifað hefir á þessari jörð, hafði skilið fyrir þúsundum ára — eru ekki í neinum andaheimi, heldur á öðrum jarðstjörnum hins svo óskiljanlega mikla og stórfenglega stjörnuheims. Að samband náist við þessar full- komnari lífstöðvar, þýðir það, að mannkyn jarðar vorrar getur farið að hverfa af helvegi og til lífs, sem sigrar allan ófullkom- leika og getur farið að taka þátt í þessari svo furðulegu smíð, sem er sköpun heimsins. En þá er fyrst að koma fram hinum nauð- synlegustu umbótum á þessum hnetti, sem er heimkynni vort, og þarf að hætta og getur hætt að vera heimkynni hörmunganna”. Til þess að gera sér fulla grein fyrir skoðunum dr. Helga og draga til hlítar ályktanir af þeim, verða menn þó að sjálf- sögðu að lesa rit hans í heild sinni og samhengi, og mun fáum fara svo, að þeir græði eigi drjúg um á þeim lestri, aukist við hann útsýn yfir mannlífið og alla til- veruna, hverjum augum, sem þeir kunna annars að líta á niðurstöður hans. En þó að sérskoðana dr. Helga gæti að vonum mikið í þessu rit- gerðasafni hans, þá kemur hann miklu víðar við, því að hann er maður víðmenntaður og á sér margþætt áhugamál. Og eigi er það sízt skemmtilegt að gefa því gaum, hvernig bækur eða ritgerð ir, sem hann les, ræður, sem hann hlýðir á, og stundum hin hversdagslegustu atvik, verða honum frjósöm efni til íhugunar, en það er einkenni allra frum- legra hugsuða. Er og skemmst frá því að segja, að ritgerðasafn þetta er fjölbreytt mjög að efni, en hin löngu viðurkennda stíl- snilld höfundar söm við sig, hugsunin frábærilega ljós, málið þróttmikið, blæfagurt og lit- brigðaríkt. Bráðskemmtileg er ferðalýs- ingin “Sumar í Svíþjóð”; snjall- ar ritgerðirnar um þá ritsnill- inga vora Snorra Sturluson og Jónas Hallgrímsson, og athyglis- verðar mjög greinarnar um ís- lendingasögur og um ættfræði- leg efni, að nokkrar séu taldar almenns efnis. Djúpstæð txú dr. Helga á fram- tíð og hlutverk hinnar íslenzku þjóðar lýsir sér kröftuglega í þessu ritgerðasafni hans. Myndi hann heilhuga taka undir spak- leg orð Björnstjerne Björnson — í þýðingu séra Matth. Jochums- sonar: % “Sú þjóð, sem veit sitt hlutverk, er helgast afl um heim, eins hátt sem lágt má falla fyrir kraftinum þeim”. Og þessi bjargfasta trú dr. Helga á hinn íslenzka kynstofn nær til Islendinga hérna megin hafsins, sem hann ber sýnilega hinn hlýjasta hug til; meðal ann- ars ritar hann sérstaka grein um dr. C. H. Thordarson af mikilli hlýju og aðdáun. En hugur höf- undar til vor íslendinga hérlend- is og metnaður hans fyrir vora hönd, sem vel mætti vera oss til áminningar og hvatningar, kem- ur ótvírætt fram í þessum um- mælum hans: “Islendingar þurfa að fá það orð á sig, að þar sé þjóð, sem öllu mannkyni ætti að vera nokkUr hugur á að þrifist gæti. Og er ekki ólíklegt, áð í því efni geti afnerískir menn af íslenzkum ættum orðið að miklu liði. ís- lenzkir bókmenntahæfileikar hafa ekki enn notið sín til fulls í Vesturheimi, og liggja til þess auðskildar ástæður. Eg man ekki eftir, að neinn maður vest- anhafs af íslenzkum ættum hafi heimsnafn sem rithöfundur, ann ar en dr. Vilhjálmur Stefánsson, hinn mikli landfræðingur og ferðagarpur. En þeir munu verða fleiri mennirnir af íslenzkum ættum vestur þar, sem heims- nafn ávinna sér á fræða-, bók- mennta- og listasviðinu; og lík- lega enn öðrum. Svo margir munu slíkir menn verða, miðað við íslenzkt fámenni, að heims- eftirtekt mun vekja. Og frægð þeirra mun ekki verða þýðingar- laus fyrir íslenzk þjóðþrif og al- þjóðaáhrif hér heiipanað”. Megi höfundi hafa mælst hér sem spámannlegast í vorn garð! Fylkisstjóri látinn Aðfaranótt síðastliðins þriðju- dags, lézt af hjartaslagi að heim- ili sínu í Regina, fylkisstjórinn í Saskatchewan, Hon. R. J. M. Parker, 67 ára að aldri; hann var fæddur á "Englandi en fluttist ungur hingað til lands og rak um langt skeið fyrirmyndarbú í Saskatchewan-fylki; hann var skipaður fylkisstjóri snemma árs 1945. DEHORN YOUR CATTLE and avoid THE $1.00 MARKETING PENALTY Plan Dehorning Campaigns - Caustic Young Calves For Caustic and Dehorners contact Your Agricultural Representative or The Live Stock Branch Control Contagious Abortion By Vaccinating Calves 4 io 8 months of age with Strain 19. Vaccination must be performed by a Registered Veterinarian. Department will pay $1.00 for each Calf Vaccinated. IMPROVE THE QUALITY OF YOUR CATTLE BY USING A PURE BRED BULL Department provides 20% of Purchase Price. Maximum grant not to exceed $80.00. Policy available to owners of Grade Herds. AUCTION SALES WINTER FAIR BUILDING. BRANDON BRED SOW SALE THURSDAY, APRIL 8th — 1.00 P.M. PURE BRED BULLS and FEMALES FRIDAY. APRIL 9th — 12.00 NOON Sales under the auspices of the 3WINE AND CATTLE BREEDERS’ ASSOCIATION For further particulars apply to the LIVESTOCK BRANCH Department of Agriculture, Legislative Building, Winnipeg, Manitoba.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.