Lögberg - 25.03.1948, Blaðsíða 6

Lögberg - 25.03.1948, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. MARZ, 1948 VALD MYRKRANNA Eftir DERWENT MIALL J. J. BÍLDFELL. þýddi. “Mér þykir fyrir því, að geta ekki orðið þér að liði”, sagði Boweles. “Eg skyldi gera það ef ég gæti. Hann hefir gjörst mér nærgöngull, og ég vildi gjarnan hafa hendur í hári hans, ef ég gæti og ná einhverju af því aftur frá honum. Eg á von á að hann sé farinn af landi burt”. “Hann póstaði bréf í Hoxton á þriðjudaginn”. Hr. Boweles hnyklaði brýrnar. “í Hoxton; það er einkennilegur staður fyrir hann að fara til. Hann get- ur ekki falið sig þar. Hann hefir verið í stór viðskiftasamböndum að undan- förnu, og ég skyldi halda að hann væri líklegri til að vera í Monte Carlo en í Hoxton”. Drake komst að þeirri niðurstöðu að Boweles væri að segja satt, og þar sem að ekki var um neinar upplýsingar að ræða hjá honum, þá fór Drake til Gray’s Inn og ók til Scotland Yard. Þar var honum vísað inn í skrifstofu til ungs og skrafhreifinns manns, sem sagði hon- um að þeir þar hefðu engar fréttir að segja af Mulready. — Að þeir hefðu ekki enn fundið hann, en voru mjög vongóð- ir um að þeir mundu gjöra það bráðlega — að þeir væru enn að leita hans í Hox- ton og í nágrenninu við Hoxton. Drake fór tafarlaust til Hoxton eftir að hann var búinn að ljúka erindi sínu í Scot- land Yard o| þegar hann gekk eftir þeirra fjölförnustu götu, vaknaði vqn- arneisti í brjósti hans, um að máske mundi hann nú mæta Constance, þeg- ar minst varði, því þar hefði hún verið í gær og póstað bréfið. XIX. KAPÍTULI Maðurinn sem sópaði krossgöturnar Annar viðvanings njósnari hafði komið til Hoxton á undan Ðrake. Hr. Ferdenant Wayne hafði fengið tilkynningu í símanum að týnda brúð- urin hefði póstað bréf í Hoxton, eins og Mulready. “Leikurinn gránar”, sagði hann við sjálfan sig, er hann steig út úr keyrslu- vagni í Hoxton, um sama leyti og Drake beið eftir Boweles á skrifstofu hans. “Eg er ekki Sherlock Holms”, husgaði Wayne með viðeigandi auðmýkt. “En ef ung stúlka póstar bréf á vissu póst- húsi, þá er ekki nema eðlilegt að halda, að hún sjálf hafi verið þar og póstað bréfið. Ef að hún hefir póstað eitt bréf þar, þá er ekki óhugsandi að hún pósti annað á sama stað, og þess vegna, ef að maður bíður nógu lengi við þetta sama pósthús þá er ekki ólíklegt að maður sjái hana”. — Wayne kveikti í pípu sinni, setti höndurnar í vasana og beið svo á götuhorni beint á móti póst- húsinu. “Ef að ég verð að stunda þessa iðn lengi”, hugsaði hann, “þá er ég hrædd- ur um að mér leiðist og svo er þetta þreytandi”. En rétt, sama bili kom hann auga á mann sem var að sópa kross- götuna og honum datt snjallt ráð í hug. Hann beið þar til að manninn, sem var ungur, krangalega vaxinn, en með gáfulegt andlit, bar að stéttinni þar sem hann stóð. Wayne tók krónu upp úr vasa sínum, leit á hana og sagði við sjálfann sig: “Þessa skrifa ég á reikninginn hans Archie”, og rétti svo krónuna að mann- inum, sem bar hendina upp að húfunni og mælti: “Þakka þér fyrir, kafteinn”. “Þú ert skýr maður”, sagði Wayne; “hvernig datt þér í hug að ég væri kafteinn?” Maðurinn brosti, en Wayne hélt áfram: “Eg gef þér ekki þessa vel útilátnu þóknun til þess að bæta upp verkalaun þín, heldur til þess að þú hættir að sópa í fáeinar mínútur og takir vel eftir því sem ég segi þér. Hvað heitirðu?” “Jerry Dunning, herta”, svaraði mað- urinn brosandi og var að hugsa um, hvað þessum glettna herramanni mundi vera í huga. “Hr. Dunning”, sagði Wayne og var blendingur af hvatning og alvöru í rödd- inni, eins og honum var títt að béita við vitni sem voru fyrir rétti. “Hvar varst þú í gær?” *“Eg, herra? Eg var hérna, að sópa krossgötuna mína”, sagði maðurinn undrandi. “Já, herra minn, ég var hérna — ég var hérna í allan gærdag”. “Alian daginn — það er ágætt. Eg ef- ast ekki um að þú veitir fólkinu eftir- tekt sem fer inn í pósthúsið?” “Já, herra, stundum”. “Þú lítur þér eftir viðskiftavinum?” “Já, he«ra.” “Og stundum eftir að fólk póstar bréf þá kemur það yfir strætið. Sástu konu pósta bréf í gærmorgun, eða fyrir kl. tvö?” Herra Dunning klóraði sér á bak við eyrað og sagði: “Mundi hún hafa verið í bláum kjól?” “Mjög líklega”, svaraði Wayne. “Há kona með dökkt hár og frítt andlit — þú skilur mig, ég segi — kona”. “O! Eg skil þig, herra”, sagði maður- inn skýrlega; “einhver með dálítið af tignarblæ yfir sér”. “Þetta umhverfi er ekki sem allra æskilegast”, sagði Wayne, sem vanur var að umgangast alskonar fólk og gat hæglega sett sig inn í hugsun og mál- færi Dunnings; “og ég spái að þú sjáir ekki margar af þeirri tegund kvenna”. “Ekki eins margar og þegar ég sópa Audly-kross-straptið, herra”, svaraði Dunning. “Eg mundí halda ekki. Ef að þú sérð þessa konu aftur, þá skalt þú fylgja henni eftir, án þess þó að hún verði þess vör, og komast eftir hvar hún á heima og ef þú getur komist að heim- ilisfangi hennar, þá skal ég gefa þér fimm punda seðil”. Jerry Dunning leit stórum augum á Wayne. Wayne var á móti skapi að ráða mann sem á götum borgarinnar vann, til að- stoðar í þessu vandamáli, en þegar í óefni er komið, verða menn að grípa til þeirra vopnanna sem handhægust eru. — “Þú getur reitt þig á, herra, að ég skal nudda stírurnar úr augum mér”. “Það, er ágætt. En það eru fleiri en þessi kona sem ég þarf að finna. — Eg þarf líka að fkina mann”. “Er hann fimm punda virði líka?” spurði Dunning. “Já”, svaraði Wayne, “hann er fimm punda virði, en ég get ekki gefið góða lýsingu á honum, því ég veit ekki hvern- ig að hann mundi vera klæddur. Það er lágur maður, með dökkt yfirlit og svart yfirskegg — ef hann hefir ekki rakað það af sér”, svo bætti hann við meira til sjálfs sín talað, en Jerry Dunnings; “og ég held að hann sé Gyð- ingur að ætt”. “Það er mikið af þeim hér í kring”, sagði Dunning. “Hann klæðir sig praktuglega, er mér sagt”, bætti Wayne við. “Eg held, herra”, sagði þessi athuguli mannþekkjari, sem daglega átti kost á að virða hinn iðandi urmul á götum Lundúnaborgar, fyrir sér,“ að ég þekki þá tegund manna. Þeir víkja mér aldrei neinu. Uppskafningar, sem hreikja sér eins og páfagaukar”. “Lýsing þín er efalaust eins rétt, og hún er snjöll”, sagði Wayne. “Jæja þá, líttu eftir honum. Eg sé þig aftur seinna í dag”. “Ert’þú njósnari?” spurði Dunning með aðdáun. “Ofurlítið brot af viðvanings njósn- ara”, svaraði Wayne og hann skildi við Dunning undrandi og skimandi í allar áttir eftir ungri stúlku og manni af Gyðinga-ættum. Wayne 'hafði ekki gengið langt áður en hann mætti Drake og varð honum bilt við að sjá hve fölt og raunalegt útlit hans var. “Hristu af þér hugarangrið”, sagði Wayne: “Eg hefi talað við mann sem ég held að hafi séð Constance í gær”. Og hann sagði Drake frá samtali sínu við, Dunning. Drake fanst mikið til um frétt irnar og þeir fóru báðir og áttu aftur tal við Dunning og þar skildi Wayne við Drake, því hann hafði öðru að sinna, en Drake átti langt og alvarlegt samtal við Dunning. Þegar Drake skildi við Dunning, gekk hann fram og aftur um göturnar í Hox- ton það sem eftir var dagsins og talaði aftur við Dunning einum tvisvar sinn- um, en fáir Gyðingar höfðu borið fyrir sjónir hans um daginn, og hann hafði séð aðeins eina konu í bláum kjól sem hefði farið inn í pósthúsið. Hún var við aldur og krangalega vaxin og Dunning fannst að ástæðulaust væri að gefa henni neinn sérstakan gaum. Drake sagði Dunning nafnið á hótel- inu sem hann ætlaði sér að vera á, og bað hann að síma sér ef hann yrði nokk- urs vísari. Hann sendi samskonar boð til hr. Sparks í Scotland Yard, tók svo svefnlyf og lagðist upp í rúm, því hann var orðinn úrvinda af svefnleysi og hugarangri. Hann hafði notið sáralítils svefns síðan að Constance hvarf, og hann vissi, að það væri ekkert unnið við það, þó að hann gengi alveg fram af sér. Honum hafði að sönnu ekki unn- ist mikið á með ferð sinni til Lundúnar, en útlitið var ekki sem allra verst — ekki eins vonlaust eins og daginn áður. Constance var á lífi, heil heiisu og að því er séð varð, í engri hættu. Það var máske ekki heppilegt að reiða sig á það sem Dunning segði, en það benti á, að Constance hefði undir einhverjum kringumstæðum verið í Hoxton. Hann virtist muna eftir að hann hefði séð konu líka henni á pósthúsinu. Hún hefði póstað bréfið sjálf, og svo fór hún allra sinni ferða. Það var nokkur hugarfró í að vita þetta, þó það væri ekki mikið, og hann var í huga sér Wayne þakklát- ur fyrir að hafa fundið Jerry Dunning og fengið þessar upplýsingar hjá hon- um, þó þær næðu ekki langt. XX. KAPÍTULI Fundinn Archibald Drake svaf vært og rólega þangað til klukkan tíu næsta morgun, og þegar að hann vaknaði var tvent sem beið eftir honum — morgunverðurinn og hr. Sparks. Sparks þótti lítið koma til sambands Drakes við Dunning, eða sambands Dunnings við málið. Hann sagði að Scotland Yard væri fær um að líta eftir Mulready í Hoxton; sagðist skyldi láta vakta pósthúsið, og ef Con- stance póstaði þar annað bréf, þá væri öllum erfiðleikum þeirra lokið. “Svo þú ættir að vera rólegur”, bætti Sparks við. “Eg viðurkenni að ég tók mér nærri þegar lögreglan í Faring var að leita í tjörnunum. Eg vissi að þeir hefðu ef til vill komist að hinni réttu niðurstööu, og að mínar niðurstöður um málið væru rangar, og var á nálum, þar til að bréfið frá Constance kom. En nú vitum við að hún er á lífi og líður vel, það er engin ástæða fyrir okkur til þess að örvænta. Hr. Sparks hafði einnig hitt Boweles að máli og verið sér úti um allar þær upplýsingar um Mulready sem hann gat fengiö. Yfir uppruna hans hvíldi dul- ræn hula, og hann vildi aldrei tala um æskuár sín. Hann hafði byrjað lögfræði feril sinn sem vikadrengur og hafði sjálfur unnið sig áfram. Hann hafði verið í félagi með hr. Boweles um þriggja ára skeið. Upp á síðkastið hafði hann verið mjög ör á fé, leigt sér sér- staka stúku í Empire leikhúsinu, bjó í dýrri íbúð í Piccadilly, veðjaði miklu fé á veðreiðar, og mist all marga viðskifta- vini sökum sinnuleysis og vaxandi þrá til nautnalífs. Drake fór aftur til Hoxton og hitti Dunning, sem varla tók augun af póst- húsinu. Hann sagðist ekki hafa séð blá- klæddu konuna aftur, en hann var von- góður um að hann mundi gera það, sem hafði góð áhrif á Drake. Þetta var fyrir hádegi annars dagsins sem Drake var í Lundúnum. Hann hafði hugboð um, að eitthvað yrði til þess að binda enda á þetta vandræðamál áður en langt utn liði. Constance mundi skrifa föðursystr- um sínum aftur, sem höfðu sett aug- lýsingu í dagblöðin, og ef hún póstaði bréf sjálf, þá væru njósnararnir, eða þá viðvaningsnjósnararnir, sem allir voru að líta eftir henni, líklegir til að sjá hana. Drake kvaddi götuþjóninn og tók aft- ur að ganga fram og aftur um göturn- ar í Hoxton í betra skapi en áður. En eftir að hafa gjört það allan daginn á- rangurslaust, fór að þyngja yfir honum og vonbrigðin lögðust aftur um huga hans. Andúð hans til Mulready fór sí vaxandi. Hvers vegna hafði hann vakið allt þetta hugarstríð, og allann þennan ótta? Drake veitti hverjum manni, sem fram hjá honum fór, nánar gætur í þeirri von að hann mundi þekkja mann- inn sem hann hafði talaö við á dans- leiknum á Breiðavatni á meðal þeirra, en fólkið streymdi framhjá honum í óslitinni þvögu, á meðan dagsbirtan entist, í rökkrinu og eftir að kveikt var á götuljósunum, þar til hann svimaði innan um öll þau iðandi andlit, en á meðal þeirra sá hann ekkert sem líktist því er var á manninum, sem hann var að leita að, og þráði að klófesta. Drake hélt áfram göngu sinni langt fram á nótt, verandi sér þess meðvit- andi, hversu litlar líkur voru til þess að finna einn mann í vulundarhúsi Lund- únaborgar, ef að sá maður vildi ekki láta finna sig. Eina von hans var, að Mulready héldi sig enn í nágrenninu við pósthúsið sem hann sendi bréfið til Constance frá. Ef að Mulready væri ekki þar að finna, þá væri vonlaust með að finna hann, því í Lundúnum væru götur, sem til samans væru fleiri þús- und mílur á lengd, og að tveir menn gætu gengið um þær í aldaraðir án þess að mætast. í fjóra daga hélt Drake uppteknum hætti, að ganga fram og aftur -um göt- urnar í Hoxton, reiður, vongóður og stundum örvæntandi og heimafólkið fór að veita þessum einkennilega og þreytulega manni, sem starði á hvern mann sem framhhjá honum fór, sér- staka eftirtekt, en Drake hélt áfram sínum upptekna hætti, án þess að láta sig forvitni fólksins nokkru varða, og án þess að gjöra sér grein fyrir að fram koma hans var einkennileg, og viðleitni hans máske með öllu þýðingarlaus og að hann sjálfur var að falla í dáleiðslu draum. Ein hugsun rann þó eins og rauður þráður í gegnum huga hans og hún var, að finna Mulready — að finna mann sem hafði rænt hann tiltrú og trausti ástmeyjar hans, eins og honum fanst að Mulready hefði gjört, og neyða hann til að opinbera vélabrögð þau er hann hafði beitt við að spilla á miili sín og Constance, og knýja hann til að bæta ráð sitt, en ef hann fengist ekki til þess, þá að ganga á milli bols og höfuðs á honum. Drake var kominn í þann ham, að hann var reiðubúinn að fremja hvaða ofbeldisverk sem vera skyldi. Hr. Sparks var farinn frá Hoxton til að halda áfram ransókn sinni annars- staðar. Hann sagði Drake frá ástæðu sinni fyrir því, að halda að Mulready væri farinn af landi burt — skuldheimtu menn hans voru líklegir til þess að gjöra honum búsetu í Lundúnum óþægilega, en þrátt fyrir það, ásetti Drake sér að halda áfram rannsóknum sínum í Hoxton. Engir gættu pósthússins nú að götu- þjóninum Dunning einum undantekn- um. Leynilögreglumennirnir höfðu ver- ið kallaðir í burtu, svo Drake og Dunn- ing voru þeir einu sem þar voru á varð- bergi. — Á fimmta degi sem Drake var í Hox- ton, datt honum í hug að fara inn í póst húsið og spyrja um, hvort þar væru nokkur bréf til manns sem Mulready hét. Póstþjónninn tók pakka af bréfum út úr pósthólfi og fór að leita í honum. Póstþjónninn stansaði bráðlega við að flétta bréfunum, tók bréf út úr pakkan- um. Leit á Drake og spurði “hverjir eru fornafnsstafirnir ? ” “Er þarna bréf til manns sem Mul- ready heitir?” “Já, hvað eru fornafnsstafirnir?” endurtók þjónninn. “Eg veit það ekki”, svaraði Drake, bréfið er ekki til mín”, og hann hljóp út, og þjónninn starði á eftir honum stein hissa. Þe^ar Drake kom út fór hann að hugsa málið. Mulready var að líkindum ^nn í Hoxton, eða í gr^ndinni og faldi sig fyrir félaga sínum, skradd- aranum og bankastjóranum, því við alla þessa menn hafði verið talað og þeir spurðir um hvar Mulready væri — en einhver var að skrifast á við hann, og hann hafði gefið honum heimilisfang sitt í Hoxton og að hann væri líklegur til að vitja bréfsins. Honum datt í hug, að það gæti verið fleiri en einn Mul- ready í Hoxton; en hann hvarf frá þeirri hugsun. Bréfið á pósthúsinu var til óþokkans sem hann var að leita að, hann þóttist viss um það.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.