Lögberg - 25.03.1948, Blaðsíða 7

Lögberg - 25.03.1948, Blaðsíða 7
« LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. MARZ, 1948 7 Kolanámurnar á Svalbarða íshafseyjanna Svalbarða sést sjaldan getið í íslenzkum blöð- um. Það var helzt í sambandi við Heimskautaleiðangra sem Spitz bergen var getið, og stundum er minnst á að íslenzk skip veiði við Bjamarey, sem er allmiklu sunnar en Spitzbergen, en þess- ar eyjar kalla Norðmenn einu nafni Svalbarða. — Þegar norsku námumennirnir voru fluttir frá Spitzbergen á ófriðarárunum lentu all-margir þeirra hér á landi, og kennari norska skólans í Reykjavík, hafði áður verið kennari í Spitzbergen. — 1 sum- ar gerði norska blaðið “Aktu- elt” út blaðamann Asmund Rörslett, og ljósmyndcura til Svalbarða og er það sem fer hér á eftir að mestu úr grein sem hann ritaði um ferðalag sitt. Vitið þér að rottur voru ekki til á Svalbarða fyrr en 1945 og að síðan er koníaksflaska gefin í verðlaun fyrir hverja rottu, sem skotin er? Er yður kunnugt að frá 1920 logaði í gamalli námu í Longyearbæ fram að síðustu styrjöld og að enn er eldur í námu, sem þýzk herskip kveiktu í með skothríð í september 1943. Eg vissi það að minnsta kosti ekki fyrr en ég kom snögga ferð í Longyear bæ í ágúst í sumar. Og hvorki þér eða ég höfum víst gert okkur ljóst, að á vetrum er ómögulegt að útvega vatn á Sval barða nema með því að bræða ís eðti snjó. 1 Longyearbæ einum, en þar búh um 600 manns, þurfti 1500 smálestir af ís á mánuði til þess að bræða vatn úr. ísinn er sóttur í tjörn 2—3 km. frá bæn- um og ekið heim með dráttarvél- um. Úr 1500 smálestum af ís koma nál. 1.500.000 lítrar af vatni. 1 matskálanum, baðhúsun- um og víðar er ísinn bræddur í bræðslukerum, en vatnið, sem 'húsmæðurnar á Svalbarða þurfa til heimilisins verða þær að bræða sjálfar í stórum pottum eða pönnum í eldhúsinu, og þær einar geta sagt hve níðingslega seigir ískögglarnir geta verið, jafnvel þó að þær hafi nóg af góðum Svalbarðakolum til að kynda. Eg hefi með vilja byrjað þessa frásögu með smámunum úr dag- lega lífinu, því að þeir eru svo fáir, sem hugsa út í þá. En ef- laust vildi lesandinn spyrja ým- issa annarra frétta frá Sval- barða. Hvernig er sambúðin við Rússa, til dæmis, og hvað er eig- inlega að gerast í rússneska námubænum norður þar? Rúss- neska tillagan um að Noregur og Sovét-Rússland víggirtu Sval- barða í sameiningu, hefir valdið því, að leitarljósum allra þjóða var beint að Svalbarða um sinn. Og sægur af furðulegum og fá- ránlegum tilkynningum, sem búnar voru til í erlendum rit- stjórnarskrifstofum fóru boð- leið milli heimsblaðanna. Norski sýslumaðurinn á Svalbarða lýsti þessi gífurtíðindi uppspuna þeg- ar í stað. Við mig endurtók Há- kon Balstad það, sem hann hafði áður sagt um þetta mál og lýsti fréttirnar um rússneskar virkja- gerðir á Svalbarða hreinan upp- spuna “Ef sambúð ýmissa ríkja væri jafngóð og sambúð okkar og Rússa hér á Svalbarða væri sannarlega bjart yfir framtíð- inni”, bætti hann við með á- herslu. Sýslumaðurinn fór í vet- ur í opinbera heimsókn til Rúss- anna og fékk frábærar móttök- ur. Og Naumkin forstjóri rússn- esku námanna hefir tvívegis kom ið í heimsókn til Longyearbæj- ar, bæði til sýslumannsins og Store Norske Spitzbergen Kul- kompani. í vetur sem leið voru ekki svo mikil kynni milli Norðmanna og Rússa sem fjar- lægðin og h^imskautaveðráttan frekast leyfði. Norskir veiðimenn hafa margsinnis heimsótt rússn- esku námubæina, bæði Pýra- mídann í Billefirði og Barents- burg og Grumantbæ. í janúar og aftur seinna í vetur kom rússn- eski ísbrjóturinn “Herkúles” til Longyearbæjar til að fá gert við bilanir, og þó voru bæði yfir- menn og skipsmenn gestir Norð- manna. Eg hefi talað við marga þeirra, sem hafa verið gestir Rússa, og þeir vóru samhljóða í aðdáun sinni fyrir móttökurnar sem þeir hefðu fengið. “Rússar sýna ósvikna heimsskautagest- risni”, sagði gamall veiðimaður mig. “En maður verður að vera karlmenni ef maður á að þola allan þann vodka, sem manni er boðinn”, bætti hann við. Hin góða sambúð hefir oft lýst sér í gagnkvæmri hjálp- semi. í desember í fyrra, eftir að síðasta norska skipið var farið frá Svalbarða, kom veikur veiði maður á loftskeytastöðina á Linnéhöfða, við mynni ísafjarð- ar. — Hann var með botnlanga- bólgu og reið á að hann yrði skor inn hið bráðasta. Norsku yfir- völdunum var ómögulegt að flytja hann á sjúkrahúsið í Long yearbæ til læknis. Rússar voru spurðir hvort þeir gætu hjálpað, og sendu þeir samstundis ísbrjót- inn “Molotov“ — 11.000 tonna skip — til ísafjarðar og sjúkling urinn komst á skurðarborðið von bráðar. • Slíkan vinargreiða kunna menn ef til vill betur að meta á heimsskautahjaranum en annarsstaðar á hnettinum. — í janúar fengu Norðmenn tæki- færi til að gera greiða á móti. — Lítill rússneskur ísbrjótur, “Herkúles”, hafði laskast undir vatnsborði og þurfti bráða hjálp. Rússar höfðu ekki tæki til að gera við skaðann, en í Long- year var bæði kafari og véla- verkstæði og Norðmenn voru undir eins til taks. Síðar um vet- urinn kom “Herkúles” aftur til Longyearbæjar til þess að fá gert við katlana. Eg mundi alls ekki hafa minnst á þet-ta, ef ekki hefðu verið flónskuskrifin í út- lendu stórblöðununí, því að í huga þeirra, sem eiga heima á Svalbarða eru svona greiðar sjálfsagðir hvað sem öllu þjóð- erni líður. Heimskautaloftslagið vekur samúðarkennd, sem afmá- ir öll þjóðernismörk. — Maður þarf ekki að vera marga daga á 78. breiddarstigi til þess að kynnast gestrisninni og hjálp- seminni í heimskautalöndunum. Sem norskir embættismenn hafa sýslumaðurinn og námu- stjórinn jafnan heimild til að líta eftir rússnesku námunum. Meðan ég var í Longyearbæ var Aasgaard námustjóri að búa sig í ferðalag til Pýramýdans í Billefirði sem er stærsta náma Rússa þarría, eins og sakir standa. — Ef við Skotham ljós- myndari hefðum haft meiri tíma aflögu hefðum við fengið að. fara með honum. Blaðamenn langar til að sjá sem flest með eigin augum. Þess vegna þótti mér sárt að við skyldum ekki hafa tíma til að heimsækja Rússanna. En ég hefi marga vitnisburði við að styðjast. — Nokkrum dögum áðuf en ég kom í Longyearbæ, hafði leiðangurs- skipið “Minna” frá Álasundi, sem gert er út af Svalbarða- og íshafsrannsóknarstofnun Noregs komið í Pýramídann, og von Krogh leiðangursstjóri hafði rætt við rússneska forstjórann, Naumkin um að setja upp leiðar ljós í Billefirði. Gestir leiðang- ursins voru m. a. Helge Ingstad, rithöfundur og fyrrv. sýslumað- ur á Svalbarða, og svissneski höf undurinn Gardi. Leiðangurs- mönnum var sýnt allt fvrirtæk- ið og þeir fengu að ljósmynda eins og þeir vildu. Enginn þeirra sá votta fyrir virkjagerð. “Eini vígbúnaðurinn sem Rússar hafa er skammbyssa Naumkins”, sagði veiðimaðurinn Hilmar Nöis og hló dynjandi heimskautahlátri. Sama segja veiðimenn, sem kom ið hafa á rússnesku stöðvarnar í Barentsburg og Grumantbæ. Eyjaklasinn Svalbarði er um 65.000 ferkm. stór. Við Skotham ljósmyndari vorum í Longyear- bæ og Moskushamn í Aðventu- flóa 3—4 falleglustu ágústdagana í sumar. Þegar þess er gætt mætti það heita ósómi að þykj- ast ætla að gefa ítarlega lýsingu á lífinu á Svalbarða. Til þess að geta það þarf fyrst og fremst nokkurra vetra dvöl í myrkrinu og einangruninni. Námugröftur og dýraveiðar eru að heita má einu atvinnu- vegirnir á Svalbarða. Af veiðun- um sá ég lítið en fékk aðeins hug- boð um það af gildrunum og sjálfskotunum sem ég sá víða við Isafjörð og af því marga og fróð- lega, sem veiðimennirnir Nöis og Wallum frá Tromsö sögðu mér. Hinsvegar komst ég í nokk- ur kynni við námugröftinn, ekki sízt þegar við Skotham ljósmynd ari skriðum á hnjánum inn eft- ir lágu námugöngunum, þar sem hitabeltisloftið ól trjágróð- ur, sem geymt hefir sólarhitann í mynd gljáandi steinkola í hundruð þúsund ára. Eins og stendur eru þrjár norskar kolanámur reknar á Svalbarða, nfl. náma Kings Bay Kul Compani’s í Nýja-Álasundi, námur Store Norske Kul Com- pani í Longyearbæ og Sveagru- van innst í Mijenfirði. Store Norske gerir ráð fyrir að afskipa 250.000 tonnum af kolum frá námunni í Longyearbæ og Svea- gruven samanlagt, í sumar. Og frá Kings Bay koma um 30.000 smálestir í viðbót. Meðalárs- eyðsla Norðmanna af kolum er 2—3 milljón tonn og nema Sval- barðakolin því 10 hluta af eyðsl unni. Fyrir stríðið vann Store Norske um 300.000 t. á ári, að vísu í Longyearnámunni einni en þó má segja að kolavinnslan sé komin vel á veg eftir stríðið. Nú er svo komið að Store Norske Kul Compani telur sig geta fram leitt 500.000 tonn á næsta ári í Longyearnámunum einum, og um 200.000 tonn í Sveagruvan. Einnig má gera ráð fyrir að í Kings Bay verði brotin 150.200 tonn, og fer þá kolaframleiðslan í Svalbarða að nálgast miljón tonn, eða tveim fimmtu af kola- þörf Norðmanna. En skilyrði fyrir þessu er það, að kolafélög- in geta haldið í þá æfðu námu- menn sem þau hafa nú, að menn irnir, sem bætt verður við í haust kunni eitthvað til námu- vinnslu. Kolagröftur er sérstæð vinna, sem þarf langrar æfingar, og hin tíðu mannaskipti, sem orð ið hafa í námunum eins og í flest um öðrum atvinnugreinum eftir stríðið vega einna þyngst á met- unum, af þeim erfiðleikum, sem við hefir verið að stríða. Og erfiðleikarnir á að byrja á ný voru þó sannarlega miklir. — Bæði í Longyear og í Sveagru- van glottu eintómar rústir við fyrstu verkamönnunum, sem komu þangað eftir stríð, sumar- ið 1945. Þrátt fyrir slökkvistarf norskra hermanna, sem sendir voru frá Bretlandi, logaði enn glatt í opinu á námu 2 í Long- yearbæ. 1 dag, réttum tveimur árum síðan, er allt með öðrum svip; nýjar hleðslustöðvar og rafstöð hafa verið byggð, hafn- arbakkinn endurbyggður og strengbrautirnar flytja kola- vegnana frá námunni og niður á kolabakkann dag og nótt. Verk- stæði og geymsluhús hafa verið endurbyggð, nýir vinnubraggar og matskálar, starfsmannahús, skrifstofur og nýtt sjúkrahús. Qg inni í fjallinu er þrískipt vinnu- lið að starfi allan sólarhringinn. Fjallið fyrir ofan námu 2 er enn eins og nýtísku útgáfa af Sínai- fjalli, en nú hefir eldurinn í nám- unni verið einangraður og brenn ur út af sjálfu sér eftir 10—20 ár. Hann heftir ekki vinnuna í landi lengur og vinnan íþessari 1 námu hófst með fullum krafti í haust. I vetur hefir Store Norske rúmlega 900 manns starfandi í Longyearbæ og 270 manns í Sveagruvan, eða nær 400 fleiri en síðasta ár. En bak við þessa endurbygg- ingu liggur mikið starf. Vegna undirbúnings þess, sem námufé- lagið gerði í London á stríðsár- unum gat félagið fljótlega útveg að sér vélar og efni frá Bretlandi og eins hafa norsku yfirvöldin verið örlát á efni til fyrirtækis- ins. En þó skipti það mestu máli hve duglega menn félagið hafði til þess að koma öllu í lag. En margt er ógert enn. Það er ekkert fallegt að líta yfir Long- yearbæ í dag. Rústimar af gamla bænum gína enn við og skranhaugar og blikkdósir á milli. Og “vegirnir” eru ýmist svað eða rjúkandi moldarbing- ur, sem aðeins jeppar eða sterk- ir vörubílar komast um. En þarna er allt iðandi starf. Það er vinnukappið og hin stór- fenglega náttúra, sem gefur svip inn. að svarar nokkurn veginn til hugmyndaanna, sem maður gerði sér um Klondyke í æsku. Þarna vantar margt. Fyrst og fremst meira fé til heilbrigðismála, hús fyrir fjölskyldur verkamanna og betri skóla, ísbrjót sem getur lengt þann tíma, sem mögulegt er að skipa út kolum á, farþega- skip yfir sumartímann og póst- flug að vetrinum. Fyrir stríð var ágætt bóka- safn í Longyearbæ, en það eyði- lagðist. Nýja safnið er ekki nema 350 bindi ennþá. Og fréttirnar frá umheiminum eru af skornum skammti, því að stöðin í Oslo heyrist ekki á venjuleg tæki. Ef meira væri gert til að hlynna að fólkinu á Svalbarða, þá fæst fleira fólk þangað, segir Rörslett að lokum. Fálkinn. Thomas Devs?ey Söngvarinn, sem varð refsivönd ur glæpamanna og keppir nú um forsetavöldin í Bandaríkjunum. Thomas Dewey, ríkisstjóri í New York fylki, hélt í síðastlið- inni viku ræðu, sem vakið hefir all-mikla athygli. 1 ræðu þessari réðist hann all-harkalega gegn Truman forseta og ásakaði hann fyrir ofmikla undanlátsemi við Rússa. Ræðan vakti meiri at- hygli en ella vegna þess, að Dew ey hefir lítið látið uppi um stefnu sína í utanríkismálum um all- langt skeið, unz hann rauf þögn- ina nú. Ræðan þykir sýna, að Dewey hafi mai-kað sér öndverða stefnu í utanríkismálum við að- alkeppinaut sinn í republikna- flokknum, Taft öldungadeildar- mann, sem hefir gagnrýnt Tru- man fyrir ofmikil afskipti af al- þjóðamálum og vill að Bandarík- in láti þau sem minnst til sín taka. Thomas Dewey er nú talinn þaS forsetaefni republikana, sem sé líklegast til að ná mestu kjör- fylgi. Hins vegar er flokksstjórn republikana talin honum heldur andvíg, því að Taft er forsetaefni hennar. Tvísýnt er því enn hver niðurstaðan verður. Vildi verða söngvari Thomas Edmond Dewey verð ur 46 ára í haust. Hann er fædd- ur í Owosso í Michiganfylki, þar sem faðir hans var ritstjóri smá- blaðs. Á æskuárum sínum fékst Dewey oft við blaðasölu. Hug- ur hans stóð þá helzt til söng- náms, enda hafði hann ágæta barytonrödd. Þegar hann hafði lokið miðskólanámi, hóf hann líka söngnám, en hætti því von bráðar og sneri sér að laganámi •við Columbiaháskólann í New York. Sönginn lagði hann þó ekki á hilluna, heldur stundaði hann jafnframt og vann að nokkru leyti fyrir sér með því að starfa í kórum. Laganámið gekk honum vel, en að öðru leyti fékkst hann mest við söng, leik- æfingar og málfundarstarfsemi á þessum árum. Þegar hann hafði lokið laganáminu, fór hann í ferðalag til Evrópu og ferðað- ist þar fram og aftur á reiðhjóli. í ferðalagi þessu tók hann upp þann sið að safna yfirvaraskeggi og hefir haldið honum síðan. Eft ir heimkomuna byrjaði hann á málflutningi og fékkst einkum við lögreglumál. Vakti hann strax athygli á sér á því sviði og varð eftirsóttur málflytjandi. Viðureign Dewey við glæframennina Frægð Dewey byrjaði árið 1931, þegar hann var skipaður aðstoðar saksóknari í New York. Hann tók þá að sér að afhjúpa ýmsa glæfrastarfsemi, er við- gekkst í borginni, og gekk svo djarflega fram j því, að slíks voru fá dæmi. Dewey varð eitt helzta umtalsefni blaðanna í New York og afrek hans urðu kunn um öll Bandaríkin. Álit það, sem hann vann sér, má nokkuð marka á því, að 1935 skipaði Lehmann ríkisstjóri hann saksóknara með sérstöku valdi til þess að fást við ýmsa ólöglega fjárbrallsstarfsemi, sem allir vissu að áttu sér stað, en lögreglan hafði ekki treyst sér til þess að ráðast á móti, enda bárust ýmsir forkólfar hennar mikið á og höfðu tryggt sér “góð sambönd” við ýmsa áhrifamenn Svo fóru þó leikar, að Dewey tókst að afhjúpa glæfrastarfsemi þeirra og flestir þeirra hlutu þunga fangelsisdóma. Á þessum árum var um fátt meira rætt í New York en viðureign Dewey við fjárglæframennina og urðu vinsældir hans fádæma miklar. Árið 1937 var hann •kosinn sak- sóknari í Manhattanumdæminu í New York með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða og jók enn frægð sína með ötulli framkomu í því starfi. Svo miklar voru þá vinsældir hans orðnar, að republikanar ákváðu að gera hann að frambjóðanda sínum í ríkisstjórakosningunum í New York fylki 1938. Demokratar höfðu þá haldið ríkisstjóraemb- ættinu um all-langt skeið. Fyrst hafði Franklin Roosevelt verið ríkisstjóri, en Lehmann tók við af honum og hafði einnig unnið sér miklar vinsældir. Hann Sótti nú um endurkjör og voru því sig urvonir reepublikana ekki mikl- ar. Svo fór þó, að ekki munaði nema 60 þúsund atkv. á þeim Lehmann og Dewey. Þar sem Dewey komst svo nálægt því að vinna kosninguna, var hann aft- ur í framboði fyrir republikana í ríkisstjórakosningunum 1942. Lehmann var nú ekki í kjöri og náði Dewey líka kosningu með 600 þús. atkvæða meirihluta. — Hann var endurkosinn ríkisstjóri 1946 með enn meiri atkvæða- mun. Dewey hefir á margan hátt reynzt dugandi ríkisstjóri. Hann virðist vera aðgætinn og farsæll í vali embættismanna sinna og kappkosta að hafa stjórnina trausta og heiðarlega. Hann hef- ir beitt sér fyrir ýmsum þýðing armiklum umbótamálum og virð ist vera allframsækinn. Álit hans hefir því enn styrkzt síðan hann varð ríkisstjóri. Forsetaefnið Strax í forsetakosningunum 1940 var byrjað að ræða um Dewey sem forsetaefni republik ana, enda fengu þeir Taft flest atkvæði í fyrstu umferðinni á flokksþingi republikana. Svo fór þó, að Willkie varð hlutskarpast ur að lokum. Þegar undirbúning ur forsetakjörsins 1944 hófst, kom fljótt í ljós, að Dewey hafði langtraustast fylgi af forsetaefn um republikana, enda varð hann fyrir valinu. Hann hagaði þá vinnubrögðum sínum þannig, að hann lét lítið á sér bera fyrir kjörþingið og lézt ekki sækjast eftir því að vera í framboði. — Sömu aðferð hefir hann haft nú og hefir því farið ólíkt að og Stassen. Ræðan, sem minnzt er á í upphafi greinarinnar, er fyrsta stórpólitízka ræðan, sem hann hefir lengi haldið, og er hún vafalaust merki þess, að hann er að hefja kosningaundir- búning sinn, enda eru nú fylkis- þingin hjá republikunum að byrja. 1 forsetakosningunum 1944 reyndist Dewey mjög ötull og skeleggur frambjóðandi. — Hann ferðaðist um landið þvert og endilangt og flutti margar ræð- ur, sem yfrfteitt féllu mönnum vel í geð. Lýðhylli Roosevelts reyndist honum þó ofjarl, en fylgi hans varð samt meira en flestir höfðu búist við. Kosninga- barátta hans þá, styrkir að ýmsu leyti baráttu hans nú, en hins vegar er það honum mikill frá- dráttur, að hann féll. Það er ótítt vestra, að forsetaefni, sem fellur, sé boðið fram aftur, en samt eru þess nokkur dæmi. Dewey er frekar lágur vexti og berst lítið á í framgöngu. — Ræðumaður er hann góður. — Hann er starfsmaður mikill. í tómstundum sínum fæst hann enn við söng og hljómlist, enda er hann giftur kunnri söngkonu og eru hjónin því samhent á því sviði. Hann á allstórann búgarð og dvelur þar oftast í leyfum sín um, enda er hann sagður hinn áhugasamasti um búskapinto. Tíminn 11. febr. Minnist BETEL í erfðaskrám yðar TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur. THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.