Lögberg - 15.04.1948, Blaðsíða 1

Lögberg - 15.04.1948, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 , . 3 SoIa vgsr Cleaning Inslitulion 61. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 15. APRÍL, 1948 NÚMER 16 Framboðsþing Liberala í Norquay Á miðvikudaginn þann 7. þ.m. héldu Liberalar fjölment fram- boðsþing í bænum Teulon til að velja þingmannsefni fyrir hið nýja sambandskjördæmi, Nor- quay, sem nær yfir mikinn hluta hins gamla Selkirkkjördæmis; fyrir valinu varð Mr. R. J. Wood í Teulon, glöggur maður °g gegn> er gefið hefir sig um langt skeið að héraðsmálefnum og haft með höndum forustu þeirra. Mr. Wood er borinn og barnfæddur í áminstu kjördæmi, og er því gagnkunnugur högum þess. Auk Mr. Woods tóku til máls Ralph Maybank sambandsþipg- maður. G. Halldórsson fylkisþing maður, Peter Taraska, Irvin Keith, Ed. Crawford og Harry Veals. * Arekstur flugvéla I fyrri viku gerðist sá atburð- ur, að árekstur varð milli brezkr ar flutningaflugvélar yfir Ber- lín og rússneskrar hernaðarflug vélar, er leiddi til þess, að fimtán manns, er brezka flugvélin hafði innan borðs, biðu bana; út af þessu slysi stendur yfir bitur deila, eigi aðeins milli hlutaðeig- andi hernámsvalda, heldur og milli stjórnarvalda Breta og Rússa. Rússnesku hernámsyfirvöld- in í Berlín staðhæfa, að slysið hafi stafað af því, að stjórnend- ur hinnar brezku flugvélar hefðu brotið viðurkendar umferðaregl- ur í lofti; þessu mótmæla Bretar stranglega sem staðleysu einni og tjást þess albúnir, að halda Rússum ábyrgum fyrir slysinu og afleiðingum þess. Skipt um flokka Eitthvað um sextíu ítalskir kommúnistar, sumir þeirra í valdaaðstöðu, hafa sagt sig úr kommúnistaflokknum og gengið í hinn svonefnda kristilega jafn- iðarmannaflokk, er núverandi stjórnarformaður ítala, Gasberi, veitir forystu. Þessir pólitísku umskiptingar tjá sig nú fúsa til að vinna að friðsamlegri viðreisn ítölsku þjóðarinnar án byltinga eða blóðsúthellinga. Stórfé til vegabóta Ráðherra opinbera verka í Manitobastjórninni, Mr. Errick F. Willis, *lagði fram í þinginu um miðja fyrri viku, fjárhagsá- ætlun fyrir stjórnardeild sína yf- ir árið, sem nú er að líða; til vegabóta innan vébanda fylkis- ins, er ætluð langtum stærri fjárhæð, en dæmi voru áður til, eða hálf sjötta miljón dollara; stærstu fjárhæðinni verður var- ið til lagningar hinum nýja bíl- vegi milli Winnipeg og Emerson. Vegabætur þessar veita mikla atvinnu og voru í mörgum til- fellum óumflýjanlegar frá nauð synlegu samgangna sjónarmiði séð. — Yfir höfuð virðist svo sem þess um fyrirhuhguðu vegabótum sé sanngjarnlega jafnað niður á fylkið. R. J. Wood Nýjar bækur ísafoldarprentsmiðja hefir þann sið, að dreifa útgáfubókum sínum á allt árið. Þær koma nokkurn veginn jöfnum höndum alla mánuði ársins, þess vegna ber ekki jafn mikið á því og eila væri, hve margar bækur prent- smiðjan sendir frá sér árlega. Nú eru nýkomnar frá útgáf- unni þrjár bækur. Ein þeirra, Landsyfirdómurinn 1300—1919 eftir dr. Björn Þórðarson, fyrr- um fprsætisráðherra, var fylgirit með bókum Sögkfélagsins fyrir árið 1947, sem komu út rétt fyrir jólin. Hinar bækurnar eru Mann bælur eftir SteingrímArason kennara og Á langferðaleiðum eftir Guðmund Daníelsson. Stein grímur Arason og Guðmundur Daníelsson eru báðir þekktir rit höfundar, hvor á sínu sviði. Bók Steingríms er ávöxtur langrar iðju, er hann hefir fórnað ævi sinni og öllu starfi. En bók Guð- mundar Daníelssonar er ferða- saga. Sumarið 1945 fór hann til Ameríku og ferðaðist þá yfir þvera álfuna frá hafi til hafs, sá margt og segir djarflega og skemmtilega frá því, sem fyrir augu og eyru ber. Þetta eru fallegar bækur, myndum skreyttar. Vísir, 24. febr. Prófkosningar Við nýlega afstaðnar prófkosn ingar í Wisconsinríkinu varð- andi forsetaefni Republicana, gekk Harold E. Stassen, fyrrum ríkisstjóri í Minnesota, sigrandi af hólmi með all-miklu afli at'- kvæða um fram þá General Canada og Marshall-hjálpin Þó enn séu eigi nákvæmar fregnir við hendi, er nokkurn veginn víst talið, að þau hlunn- indi, sem Canada komi til að verða aðnjótandi af Marshall- hjálpinni, verði einkum fólgin í því, að Bandaríkjastjórn borgi í amerískum dollurum fyrir mik- ið af þeirri matvöru, sem cana- dísk stjórnarvöld ætla Bretum á næstu mánuðum; mun þetta, ef til virkra framkvæmda kem- ur, balta all-verulega úr þurð amerískra dollara í þessu landi, er þess getið til, að verðmæti slíkra vara geti hlaupið upp á 40 miljónir dollara á mánuði; frétt þessi hefir vakið almennan fögnuð á Bretlandi, engu síður cn hér í landi. Bretum liggur afar mikið matvælum, en eins og sakir Douglas MacArthur og Thomas ' =tanda, er þeim óhægt um vik að Dewey ríkisstjóra í New York. j borga fyrir þau í dollurum. Kunn skáldkona á leið til Winnipeg Hækkun farmgjalda er gengin í gildi Á miðvikudaginn í fyrri viku kunngerði sambandsstjórn, að hún blandaði sér eigi inn í þá hækkun farmgjalda, 21 af hundr aði, er samgönguráðið í Ottawa nýlega veitti megin járnbrautar félögunum tveimur, The Cana- dian Pacific og Canadian Natio- nal Railways. Járnbrautarmálaráðherrann kvað stjórnina ekkert hafa við það að athuga þó áfrýjun kæmi fram í málinu og lét þess jafn- framt getið, að stjórnin hefði þegar ákveðið, að fela samgöngu ráðinu á hendur alsherjar rann- sókn á flutningsgjöldum í land- inu með það fyrir augum, að bæta úr misfellum eða farm- gjalda-ójöfnuði þar, sem slíks kynni að verða vart; hlutaðeig- andi ráðherra lét þess jafnframt getið, að slík rannsókn gæti ef til vill staðið yfir í tvö ár, eða því sem næst. Frú Elínborg Lárusdóliir 1 dag leggur af stað frá Reykja vík áleiðis til Winnipeg, skáld- sagnahöfundurinn kunni og mik ilvirki, frú Elínborg Lárusdóttir, er dvelja mun hér um slóðir í sex vikna tíma eða svo. Frú Elín borg er ættuð úr Skagafirði, ná- komin frænka þeirra Péturson- bræðra, Dr. Rögnvaldar heitins, Ólafs og Hannesar, sem búsettir eru í þessari borg; hún er ein af mikilvirkustu rithöfundum sinn ar samtíðar á Islandi, frásagnar stíll hennar er með öllu hispurs- laus, málfar ágætt, og bækurnar mótaðar heiðríkum hugsunum; þær eru hollur lestur hverjum sem er. Frú Elínborg er gift séra Ingimar Jónssyni, er nú skipar skólastjóraembætti í Reykjavík. — Lögberg býður frú Elínborgu velkomna til borgar- innar. Menningarsamvinna Norðurlanda íslenzkir fulllrúar í Slokkhólmi A Föstudaginn var tóku þeir sér far ílugleiðis til Stokkhólms prófessorarnir Sigurður Nordal og Óiafur Lárusson. Fóru þeir á vegurn ríkisstjórnarinnar þang- að, tii þess að sitja þar fund samvinnunefndar Norðurlanda í menningarmálum. Nefndarskipun þessi mun eiga upptök sín í þingmannasam- bandi Norðurlanda. En nefndin ekki komið saman fyrri en eftir fund utanríkisráðherra Norður- landa, er haldinn var í Stokk- hólmi í hitteðfyrra. Islendingum hefir verið ' boðin þátttaka í nefndarstörfunum. En ekki hafa verið tök á að senda fulltrúa héðan á fundi nefndarinnar fyrri en nú. Verkefni þessarar nefndar eru m. a. að koma á stúdentaskiftum á milli þjóðanna og skiftum á öðrum nemendum, með gagn- kvæmum námsstyrkjum. Enn- fremur á nefndin að hafa með höndum samræming og leið- rétting á námsbókum o., fl. Fundur nefndar þessarar átti að vera dagana 23—24. febr. Bœklingur á ensku um skilyrði til vetrar- íþrótta á íslandi Ferðaskrifstofan hefir nýlega gefið út smárit, sem er á ensku og nefnist Winter Sports in Iceland. Má það ekki seinna vera að slík auglýsingarit sé gef ið út um ísland, því eins og sagt hefir verið frá í Tímanum ríkir mikill áhugi í Bretlandi fyrir skíðaferðum hingað til lands. — Hefir Ferðaskrifstofunni daglega borizt fjöldi bréfa með fyrir- spurnum viðvíkjandi skíðaferð- um Breta hingað til lands. Bæklingurinn, sem hefir nú hefir verið sendur til Englands, hefir inni 'að halda ýmsar upp- lýsingar, sem koma að góðum not um fyrir þá, er hafa í hyggju að. koma hingað en vilja kynna sér aðstæður vel áður. 1 honum er að finna ítarlegar kostnaðará- ætlanir, upplýsingar um helztu skíðasvæðin í nágrenni Reykja- víkur og Akureyri, lýsing á veð- urfari og fleira. Allmargar myndir prýða bæklinginn, en yfirleitt eru þær ekki heppilegar til að prýða auglýsíngarit, þó margar þeirra séu vel gerðar. Vísir, 4. marz. Uppþot í Columbia Rétt um þær mundir, sem þjóðabandalagið ameríska, Pan American Conference, hafði sezt á rökstóla í höfuðborg Colombiaríkisins í Suður-Amer- íku, Bogota, til þess að ræða um samvarnir og önnur sameiginleg hagsmunamál, var gerð þar til- raun til stjórnarbyltingar, er mistókst, en kostaði engu að síð- Ur um 1000 mannslíf; ný stjórn hefir verið mynduð í landinu, er íhaldsmenn og Liberalar standa að. — Stjórnarvöldin í Colombia henna kommúnistum um upp- þotið. — Islenzk ull til þurðar gengin í landinu Prjónastofueigendur hér í bæn um boðuðu til fundar nýlega til að ræða aðkallandi vandamál í sambandi við útvegun íslenzkrar ullar til iðnaðarins. Fyrr nefndur fundur mun vera til kominn vegna þess, að öll I. og II. fl. ull er nú til þurðar gengin í landinu; sumpart vegna hinnar auknu framleiðslu í land inu, Sem ekki var séð fyrir, en þó aðallega vegna ullarsölurnar til Póllands, en þangað var ullin seld óþvegin. Hafa bændur lagt á það ríka áherzlu, að framleiðsla þeirra væri sem fyrst seld út, en lægi ekki óseld í landinu, og myndu þau fyrirtæki, sem úr ull inni vinna hér, að sjálfsögðu hafa birgt sig upp fyrr, ef þau hefðu séð fyrir hinn mikla vöxt sem orðið hefir á framleiðslunni á þessu ári, en hann stafar meðal aannars af því, að erfitt hefir verið um útvegun garns og ann arra erlendra efna. Talið er, að upp undir 500 stúlk ur starfi nú að þessum iðnaði, og eru fullar horfur á því, að það þurfi að segja þeim upp vinn- unni, ef ekki rætist úr í þessu efni á næstunni. Hinsvegar mun ríkisstjórnin reyna að gera allt, sem í hennar valdi stendur, til þess að bæta úr þessu ástandi. Alþbl., 3. marz. Síldarmerkingar islendinga og Norðmanna að hefjast Mag. Árni Friðriksson á förum iil Noregs Á næstunni hefjast fyrstu síld- armerkingar í Evrópu og standa Norðmenn og íslendingar að þeim sameiginlega. Árni Friðriksson fiskifræðing ur er á förum til Noregs, en hann annast síldarmerkingarnar fyrir Islands hönd. Fer hann flugleiðis til Bergen, en þaðan fer hann svo á norsku hafrannsóknarskipi ásamt norskum vísindamönnum og munu þeir merkja síld með- fram vesturströndum Noregs. — Sú ferð mun taka um þrjár vikur. — Þetta er í fyrsta skipti, sem síld er merkt hér í álfu, og er til gangurinn að athuga síldargöng ur, m. a. hvort síldin gengur milli landa, eins og Árni Friðriks son hefir haldið fram. Menn gera sér vonir um góðan árangur af merkingum þessum, er stundir líða fram. Hér er aðeins um byrjunarstarf að ræða og upphaf að víðtækari merkingum síldar meðfram ströndum Noregs og íslands. — Næsta sumar koma Norðmenn til Islands og hefja þá samskon- ar merkingar í samráði og sam- starfi við íslendinga hér við strendur. Mun Árni Friðriksson verða með hinum norsku vísinda mönnum og ef til vill fleiri Is- lendingar, en allt er þó í óvissu um það ennþá. Síðan er það ætl- unin, að hvor þjóð, Norðmenn og Islendingar, haldi uppi árlegum síldarmerkingum hjá sér. Eins og áður hefir verið skýrt frá í blöðum, er Jón Jónsson fiskifræðingur á ferð umhverfis land á móturbátnum “Braga“ í því augnamiði að leita að síld í fjörðum landsins. Er Jón þegar búinn að kanna Grundarfjörð og Vestfirði og er nú staddur í ísa- fjarðardjúpi á leið norður fyrir land. Hefir hann hvergi orðið síldar var með öruggri vissu. Vísir, 27. febr. Fjárhagsáætlun lögð fram í fylkisþingi Síðastliðinn föstudag lagði forsætisráðherra Manitobafylkis, sem jafnframt er fylkisféhirðir, fram fjárhagsáætlun sína yfir tímabilið frá 1948—’49, er bar með sér að áætlaðar tekjur nema 33 miljónum dollara. Tekjuaf- gangur á árinu sem leið, hljóp upp á liðlega 4 miljónir dollara, og er það mesti rekstrarágóði, sem fram að þessu er vitað um í sögu fylkisins. Á yfirstandandi fjárhagsári ver stjórnin freklega 8 miljón- um dollara til raflagna víðsveg- ar um fylkið, auk hálfrar sjöttu milljón dollara til vegabóta. — Það mun mála sannast, að fjár- hagur fvlkisins hafi aldrei stað- ið í meiri blóma en einmitt :iú. Photo by Karsh. Sluarl S. Garson Fleiri farþegar fara til og frá íslandi með flugvélum en skipum Ferðamenn frá íutlugu þjóðum heimsóllu ísland á síðastliðnu ári. Mannflutningar með flugvél- um milli íslands og útlanda hafa á árinu 1947 aukizt gífurlega samanborið við 1946, að því er kemur fram í skýrslum útlend- ingaeftirlitsins. Þá kemur það einnig í ljós, að á árinu 1947 fóru flugvélarnar fram úr skipum sem það samgöngutæktækið, er flesta menn flytur milli Islands og annarra landa. Á árinu 1946 fóru aðeins 3858 manns frá Is- landi eða komu til þess með flug vélum, en 9325 með skipum, en á árinu 1947 hefir þetta breytzt, og ferðuðust þá 9468 með flug- vélum, en aðeins 7192 með skipum. Skýrslur útlendingaeftirlitsins sýna, að umferðin milli íslands og annarra landa er lang mest um sumarmánuðina. Á árinu 1947 komu hingað til lands 4378 útlendingar frá 20 þjóðum, og eru Danir þar flestir, 1706, þá B^ndaríkjamenn, 1491, Norð- menn 399, Englendingar 390 og Svíar 167. Aðrar þjóðir eiga innan við hundrað manns, en þar á meðal eru 44 Hollending- ar, 40 Rússar, 26 Kanadamenn, 24 Tékkar, 22 Þjóðverjar, 12 Finnar, 9 Svisslendingar, 7 Austurríkismenn, 4 Belgar, X‘ 4 ítalir, 2 Pólverjar, 2 írar, 2 Kín- verjar og 1 Ungverji. Af íslendingum fóru 2233 til útlanda flugleiðis á árinu, 1736 með skipum, en frá útlönd um komu nákvæmlega jafnmarg ir með flugvélum og fóru, en 1628 komu með skipum. Skýrslurnar sýna fyrst og fremst glögglega, að flugvélarn- ar hafa nú farið fram úr skipun- um sem mannflutningatæki milli íslands og útlanda, hvort sem það ástand kann að haldast eða ekki. Alþ.bl., 25. febr.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.