Lögberg - 15.04.1948, Blaðsíða 4

Lögberg - 15.04.1948, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. APRIL, 1948 --------3log;berg-------------------- GeflíS fit hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba (j tanlskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG <95 Sargent Ave., Winnipeg, Man Rltstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The ''Lögberg” is printed and pubiished by The Columbia Press, Limited, 695 Sárgeut Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as.S'ieond Class Mail. Post Oífice Dept., Ottawa. PHONE 21804 Tvenn alvörumál Þó það sé síöur en svo, að bjart sé umhorfs í mannheimi um þessar mundir og viðsjár nokkrar með stór- veldunum, eru það þó einkum tvenn mál, er mjög skyggja á útsýn, þó þau að vísu byrgi hana ekki alveg; er hér átt við hina flóknu og í raun og veru ægilegu þjóðflokkadeilu í landinu helga, og hið svonefnda KóreUmál. Eins og vitað er, varð það að ráði á þingi sameinuðu þjóðanna í síðastliðn- um nóvembermánuði, að Palestínu yrði skipt í tvö sjálfstæð ríki, og að yfir öðr- um helmingnum réðu Arabar, en hinum Gyðingar; um skiptingu landsins urðu Rússar og Bandaríkjamenn þá sam- mála; nú hefir veður breyzt þannig í lofti, að amerísk stjórnarvöld telja skiptinguna með öllu óframkvæman- lega, en mæla á hinn bóginn með því, að komið verði á fót í landinu bráða- birgða umboðsstjórn, er sameinuðu þjóðirnar standi að til þess að halda uppi reglu; þessi uppástunga hefir mælst misjafnlega fyrir, og þykir í fæstum til- fellum nægilega ljós, þar sem ekki er tekið fram, hverjir skuli leggja til liðið eða lögregluna, né heldur hvað mikiö ætti að korúa á hverja hlutaðeigandi þjóð; eins og stendur sýnist þessi nýja uþpástunga harla þokukend. Horfurnar í Kóreu virðast einnig næsta viðsjárverðar; yfir öðrum hluta landsins ráða Bandaríkjamenn, en hin- um Rússar; kosningar eiga að fara fram í landinu áður en langt um líður, og nú fylgir það sögu, að Rússar séu staðráðnir í því, að þeir viðurkenni enga aðra stjórn í Kóreu en þá, er þeim verði hliðholl og þeir í raun og veru setji sjálfir á laggirnar; að Bandaríkin tæki slíku gerræði með þegjandi þögn, er naumast að vænta. ♦ ♦ -f Útdráttur úr þingræðu eftir C. Halldorsson þingmann St. George-kjördæmis í Manitobaþinginu, 18. marz 1948 “Ávalt frá þeim tíma, er ég í fyrra heimsstríðinu var neyddur til að borða smjörlíki, hefir mér fallið illa við nafnið og vöruna sjálfa. Að minni hyggju, ætti þingsályktunar tillaga sú, sem háttvirtur þingmaður flugliðsins, Mr. Turner, hefir borið fram, ekki hafa átt að líta dagsljósið í fylki eins og Manitoba, þar sem fram- leiðsla mj'ólkurafurða er á það háu stigi að hún að mikilvægi, gengur næst slát- urfélaga iðnaðinum. Stofnfé mjólkuriðnaðarins nemur freklega 5 miljónum dollara, en um 1,500 njóta á þeim vettvangi stöðugrar atvinnu við framleiðslu hinna mismun- andi tegunda mjólkurafurða, og fá í laun nálægt tveimur miljónum dollara, tölur fyrir árið 1947 bera það með sér, að umsetning mjólkurafurða framleiðsl unnar hljóp upp á nálega 26 miljónir. Tala bænda í Manitobafylki nemur 58,000, en af þessum fjölda eru 40,000, er gefa sig við framleiðslu mjólkuraf- urða á einn eða annan hátt. Smjör, sem framleitt er í Manitoba hefir fengið orð á sig yfir alt landið vegna bragðgæða og hollrar samsetn- ingar, og unnið há verðlaun á alþjóðar iðnsýningum í Toronto; þess má jafn- framt geta, að smjörgerðarmaðurinn í Eiriksdale hér í fylkinu, vann glæsileg verðlaun fyrir framleiðslu sína í ár. í Manitobafylki eru 70 rjómabú, sem framleiða árlega 26 miljónir punda af smjöri; framl. smjörs er vitaskuld að nokkru háð mjólkurmagninu frá ári til árs; flest þessara rjómabúa eru eign einstaklinga, er starfrækja aðeins eitt eða tvö; en sum eru eign bænda, er starfrækja þau samkvæmt sameignar, eða samvinnu fyrirkomulaginu við góð- um árangri. Af þeim 1,500 manns, er atvinnu njóta við mjólkuriðnaðinn, gefa 420 sig einvörðungu við smjörgerð. — Tala þeirra bænda og starfsmanna þeirra, sem framfleyta lífi sínu beinlínis og ó- beinlínis á framleiðslu mjólkurafurða skiptir tugþúsundum; nákvæmar tölur eru ekki við hendi, þótt vitað sé að fjöldi bænda stundi mjólkurframleiðslu jafnhliða kornyrkjunni. Milli fjörutíu og fjörutíu og fimm af hundraði þeirra véla, sem notaðar eru við mjólkuriðnaðinn, eru framleiddar í Canada til mikilla atvinnubóta, þó Manitoba, því miður, verði lítils aðnjót- andi af slíkri framleiðslu. Eg hefi fengið vitneskju um það, sam kvæmt ábyggilegum heimildum, að 20 menn í einni verksmiðju gætu framleitt 26 miljónir punda smjörlíkis á ári, sem jafnast á við þann pundafjölda smjörs, er 70 rjómabú nú framleiða, og ég hefi það fyrir satt, að smjörlíki, þannig framleitt, mætti selja við álitlegum hagnaði fyrir helming þess verðs, sem smjör nú selst á; þetta hlyti vitaskuld að svipta atvinnu þá 420 menn, sem nú fást við smjörgerð, auk þúsunda, er framleiða hráefni og vinna að smíði þeirra véla, sem notaðar eru við mjólk- uriðnaðinn. Að afnema bannið gegn smjörlíki, væri að minni hyggju, nokkurnveginn það sama og slátra gæsinni, er verpti gullna egginu, er verið hefir einn af hyrningarsteinum fyrir afkomu cana- diskra bænda, og þá ekki sízt í Mani- tobá og annarsstaðar vestanlands. Er sem þýngst var í lofti 1940, og tví- sýnt virtist um það, hvort bandamenn fengi hnekt hersveitum Hitlers vegna ónógs mannafla og vopna, og einnig vegna ónógra matvæla, var skorin upp herör, og það brýnt fyrir bændum Vesturlandsins, að auka framleiðsluna hvað svo se mþað kostaði; þeir brugð- ust óneitanlega drengilega við og létu ekki sinn hlut eftir liggja. Árið 1943 framleiddu bændur í Manitoba þrjátíu og eina miljón punda smjörs eða sex og hálfa miljón punda umfram framleiðsluna 1940. Við aukna fram- leiöslu smjörs, eykst og önnur fram- leiðsla, sem góðs nýtur af mjólkuriðnaö inum. Vegna þess, sem til fellur af und- anrenningu og áfum, verður það kleift að ala upp fleiri kálfa, fleiri efni í góðar mjólkurkýr. Svínaræktin hefir haldist í hendur við mjólkurframleiðsluna; eftir því, sem meira fellur til af mjólk, þess fleiri og feitari svín. Það er athyglisvert, að árið 1944, eða árið eftir að smjörframleiðslan náði há- stigi, framl. Manitoba 97,000 fleiri svín en á nokkru öðru ári frá 1941—1947 að báðum árum meðtöldum; en jafnskjótt og mjólkur- og smjörframleiðslan þvarr, dró mjög úr svínaræktinni, og hið sama var um framleiðslu alifugla að segja. Þó hér hafi einungis verið stiklað á steinum, verður sú staðreynd eigi um- flúin, að frá hagfræðilegu og heilsu- fræðilegu sjónarmiði, sé mjólkuriðnað- urinn í þessu fylki ein okkar allra verð- mætasta innstæða, að þess vegna beri okkur að standa um hann vörð, og koma í veg fyrir að kosti hans verði á nokk- urn hátt þröngvað.” ♦ ♦ 4- Einangrun úr sögunni Hvernig svo sem hjólið snýst, er einangrun íslands að fullu og öllu úr sögunni; þessu fagna margir, en þó ekki allir. — Til eru menn sem óttast um að íslenzkt þjóðerni bíði hnekki við hinar tíðu og vaxaildi samgöngur við önnur lönd; þeVta er kórvilla, sem styðst ekki við nokkurn skapaðan hlut. ís- lenzku þjóðinni vex ásmegin í auknum samgöngum og samskiptum við aðrar þjóðir, og auðgast að fjölbreyttari menningu. Það gengur furðu næst, hvað loft- floti íslendinga er orðinn stór og fer víða, og hann ferðast ávalt í friðsam- legum erindum. Nú er mælt, að íslenzka risaflugvélin Hekla, sé búin að fara fimtán eða sextán ferðir til Suður- Ameríku; þessi mikla farþegaflugvél var í New York um helgina á leið til Suður-Ameríku og flutti þangað yfir 40 farþega frá Rómaborg; öll flugáhöfnin er íslenzk, og ber ekki á öðru en að hún jafnist að öllu á við beztu flugkappa annara þjóða. Frá Þj óðræknisþinginu síðasta Eftir H. E. Johnson ritara Þjóðræknisfélagsms. Bað er margra manna mál að þjóðræknisþingið hið síðasta hafi verið eitt hið ánægjulegasta er háð hefir verið í seinni tíð. Stuðlaði margt að þessu: lipur fundarstjórn, góð aðsókn og yf- ir höfuð að tala hófstiltar um- ræður um mikilsvarðandi mál er gefa félaginu ákveðið stefnu- mark. Ekki fæ ég þeirri hugsun varist, að starf frú Hólmfríðar Danielssonar hafi átt mikinn þátt í því að endurvekja og glæða á- hugann. Hin óvanalega mikla aðsókn kvenna og þátttaka í þingstörfum er minnsta kosti, að nokkru leyti þessu að þakka. — Konur standa að mestu fyrir því skólahaldi í íslenzkum fræðum sem nú er rekíð hjá ýmsum deildum. Nokkuð af þessum kon um sóttu þingið, frá Winnipeg, Gimli, Riverton og Lundar. Það leynir sér ekki að ný kynslóð er nú að taka við stjórn og stefnu þjóðræknisfélagsins og er það vel og gæti orðið happasælt, ef áhugi og dugnaður þeirra er nú taka við verður engu minni en þeirra er brautina ruddu, en gjarnan má því við bæta að von- andi sýna hinir yngri menn og konur meiri sanngirni og sam- vinnu þýðleíka en oft verður raun á með hina eldri. Ýms kenni merki má greina í Vesturheims- íslenzku félagslífi er gefa góðar vonir um að svo muni verða. Samkomurnar, sem annars hafa oftast verið ágætar buðu ó- venjulega vandaðar skemti- skrár: — Gleðimót Canadian Icelandic Clubsins mánudags- kvöldið var með afbrigðum skemtilegt. Átti hin myndarlega og háttprúða samkvæmisstjórn hins nýja forseta, Axels Vopn- fjörds góðan þátt í því, hversu vel tókst. Þar eigum við ungan, íslenzkan mentamann, sem mörgu góðu getur til leiðar komið írski presturinn, sem þarna hélt ræðu, var með afbrigðum fynd- inn og skemtilegur. Munu “land- ar” sjaldan hafa meira hlegið. — Þeim er þess þörf til að gleðja ákapið og gera þeim samveru- stundimar ánægjulegar. Kristur var ekki einungis maður sorgar- innar heldur og einnig gleðinn- ar. Hann sat veizlur og má af sögnum ráða að hann lagði sitt fram til að gera þær öllum þátt- takendum sem ánægjulegastar. Hann gat líka verið glettinn í ræðu ef svo bar undir. Eg sé ekkert á móti því, að prestar séu skemtilegir í hófi. Enski söng- flokkurinn, eða öllu heldur Kana cþski, undir stjórn Kerr Wilson, söng með afbrigðum vel. — Þá var ekki síður unun að hlusta á tvísöng Kerr Wilson og ungu söngmeyjarinnar íslenzku frá Winnipeg, Sylvia Johnson. — Fiðluspil Mrs. Frank Thorlofs- son var dásamlegt, er það aug- ljóst að þarna er smekkvís lista- kona að verki sem túlkað getur sál listarinnar með óvenjulegri hæfni. Þá sýndi Dr. Lárus Sig- urðson myndir af ferðum sínum um austur hluta Bandaríkjanna eru myndir þessar í litum og mjög fræðandi. Sama má segja um Frónsmót- ið á þriðjudagskveldið. — Því stjómaði forseti deildarinnar Tryggvi J. Oleson prófessor. Er Tryggvi skarpur fræðimaður og hyggjum við allir í nefndinni gott til samvinnunnar við hann. Hélt hann mjög ágæta inngangs- ræðu. Mrs. Vernon skemti þar með fögrum söng og kom tvisvar fram áheyrendum til mestu skemtunar. Dr. Árni Helgason frá Chiccogo sýndi myndir frá íslandi, þar á meðal af Heklugos inu. Voru þær myndir yfir höfuð að tala góðar og sumar á- gætar. Hann hélt líka ræðu snjalla, sem skýrði mjög nákvæmlega frá ástandinu heima á Islandi, en þar sem ræðan hefir komið í blöðunum þarf ekki hennar frekar að geta hér. — Thora Ás- geirson lék á slaghörpuna og þarf engin að efast um að vel hafi verið skemt. Sál þessarar ungu, saklausu og góðu stúlku speglast í hverri tónbylgju er bókstaflega flýtur frá fingrum hennaiT. Dr. Sig. Júl. Jóhannes- son flutti hið gjörhugsaða kvæði, sem prentað hefir verið í blöðun um. Það var hressandi að heyra og líta aldursforseta íslenzkra bókmenta í Ameriku, éins og Guttormur skáld Guttormsson ávarpar hann í kveðjuskeyti á áttugasta afmæli þótt líkaminn kunni að hrörna “en andinn lifir æ hinn sami” því hann geymir' ódáins epli mannkærleikans í bróður brjósti um alla þá. eilífð er anda mannsins er af forsjón- inni úthlutað. Munum við lengi minnast hans þegar góðra er get- ið. Ragnar Stefánsson las hina ágætu smásögu Sigurðar Nor- dals “Síðasta fullið”. Þarf ég ekki að fara fleiri orðum um list Ragnars enda hefi ég það áður gert. Seinasta kvöldið stóð þjóð- ræknisfélagið sjálft fyrir sam- komu og var hún sízt lakari en hinar. Sýndi Dr. Helgason nú enn márgar af myndum sínum, þær sömu og kvöldið áður. Þar flutti séra Eiríkur Brynjólfsson ræðu sem mun mörgum minnis- stæð bæði fyxir fegurð málsins og rök ræðunnar. Sýndi séra Eiríkur, bæði í þessari ræðu og fleirum hversu skáldræn og tónafögur íslenzkan er í eðli sínu, sé vel á haldið. Þá sungu litlu stúlkurnar hennar Rósu Hermanson Vernon bæði íslenzk og ensk lög af hinni mestu snild. Eg held máske að ekkert verði mönnum öllu öðru minnisstæð- ara frá þessu þingi. Ekki veit ég hvernig öðrum brá en það er frá mér að segja að ungmeyj- ar þessar, í smekklega gerðum ís- lenzkum þjóðbúningi mintu mig á eigin æsku og æsku-hugmynd- ir þegar ég hugsaði til englanna er fluttu ljúflingslög inn í æsk- unnar draumsæla hyggjuheim. Fiðluleikur Allan Beck, hins unga, var mjög listrænn og er nú þessi ungi drengur óðum að skapa sér listfrægð í Winnipeg borg og tekur óðfluga framför- um. Mrs. Gíslason söng að vanda með ágætum vel. Er altaf unun að hlusta á hana. Eg býst við að mörgum hafi verið svipað innan brjósts og mér, að sakna hins snjalla og samvinnuþýða forseta félagsins Valdimar Eylands af þessu þingi. En þótt séra Valdimar sé okkur nú fjærri vinnur hann fé- lagi voru ómetanlegt gagn með fyrirlestrum sínum og kynningu á högum okkar og menningu heima. Eigum við þar ágætan fulltrúa á íslandi. Hin 'þrýðilega fundarstjórn séra Philips bætti þetta upp en ánægjulegt hefði samt verið að hafa séra Valdi- mar líka í hópnum og til með- ráða. Var starfs séra Valdimars að verðleikum minst í áliti þeirrar nefndar er fjallar um samvinnu mál milli íslendinga hér og heima. Þakkir voru þeim líka tjáðar af þinginu Mrs. Rósu Hermannsson Vernon fyrir vel unnið kynningarstarf meðan hún dvaldi í Toronto og flutti bæði erindi um ísland og söng ís- lenzka söngva; og Mrs. H. E. Johnson á Lundar, sem æft hefir svo marga íslenzka unglinga í söng. Einnig flutti þingið ritstj. Tímaritsins þakkir sínar og Mrs. P. S. Pálson fyrir auglýsinga- söfnun. Eins og áður er áminst hafði þingið mörg mikilsvarðandi mál til meðferðar óg skal nú geta þeirra helztu: Öllum mun bera saman um að starf Hólmfríðar Danielssonar hafi borið mjög ákjósanlegan á- rangur. Munu nú fleiri ungling- ar stunda íslenzkunám en á und angengnum árum. Almennur á- hugi virðist líka að vakna í þessu efni. Mun það að mjög miklu leyti hennar starfi að þakka. — Allir telja sjálfsagt að því starfi verði haldið áfram og er vonandi að Mrs. Danielssson sjái sér fært að sinna því næsta ár, en annars var nefndinni falið að gera sitt bezta í því að ráða út- breiðslustjóra, með einróma samþykt þingsins. Stærsta málið, sem félagið hefir nú með höndum er spurs- málslaust viðkomandi stofnun prófessors embættis við Mani- toba-háskóla. Þetta mál hefir lengi verið á dagskrá félagsins eins og sjá má af hinum fyrri þingbókum. Sáu hygnir menn það snemma að ekkert myndi fremur auka virðingu fyrir bók- mentum vorum og fortíðarmenn ingu, enda kappkosta allar mentaþjóðir að stofna kenslu- stól í þjóðfræðum sínum við sem flesta háskóla. Fyrir nokkru var hafist handa um að stofna til sjóðs í þessum tilgangi. Drjúgast ur um fjárframlag hefir Ás- mundur P. Johannson verið er bundist hefir því loforði að leggja fram fimmtíu þúsund doll ara, verði jöfn fjárupphæð fram lögð af öðrum, mörgum eða fá- um, innan <viss tímabils. — Mest hefir Dr. P. H. T. Thorlaksson unnið að þessu með aðstoð ýmsra annara og þó sérstaklega með hjálp ungfrú Margrétar Péturs- sonar, dóttur dr. Rögnvaldar, sem er ritari þeirrar nefndar, sem fjársöfnun hefir með hönd- um. Dr. Thorlakson flutti erindi um málið á þinginu og rakti sögu þess á síðari árum og færði fram rök sem gefin hafa verið bæði með og á móti þessu fyrir- tæki. Niðurlag næst. 0r borg og bygð Fyrir atbeina hinna ýmsu deilda hins eldra kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar, verður sumarmála samkoma haldin í fundarsal kirkjunnar á fimtu- dagskvöldið þann 22. þ. m. kl. 8 Inngangur ekki seldur en sam- skota leitað. Úrvals veitingar á takteinum. — Á samkomu þess- ari flytur séra Eiríkur S. Brynj- ólfáson ræðij^ auk þess sem margt annað fer þar fram til skemtunar og fróðleiks. 4- Sú frétt hefir borist til Winni- peg að Miss Agnes Sigurdson, hin efnilega hljómlistarkona, fari snemma í maí mánuði frá New York áleiðis til íslands, þar sem hún heldur tvær samkomur í Reykjavík og eina eða fleiri annarstaðar á landinu, e. t. v. á Akureyri. Mrs. Rosa Hermanson Vernon, hin góðkunna söngkona, syngur við guðsþjónustuna í Fyrstu Sambandskirkjunni í Winnipeg n. k. sunnudagskvöld, og eftir messuna, heldur hún söngsam- komu til arðs fyrir líknarsjóðinn, sem verið er að safna til hjálpar nauðstöddum börnum í Evrópu, Canadian Appeal for Children. Allir boðnir velkomnir. + Á General Hospital er nú sjúklingur, Mr. S. B. Gunnlaugs- son frá Baldur í Argyle-bygð. — Hefir hann legið þar um nokk- urn tíma. Hann liggur á 1. hæð, stofu W-l. 4 Harald Björnsson, frá Glen- boro hefir legið rúmfastur á General Hospital. Hefir hann legið um 7 vikna skeið, en virð- ist nú vera heldur að ná sér eftir þunga legu. Mr. Björnsson liggur á stofu W-l, fyrstu hæð.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.