Lögberg - 15.04.1948, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. APRÍL, 1948
7
SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ
(Frh. af bls. 3)
ast um of eða töldu sig hafa aðra
álíka harma að bera. Rauluðu
þær það þá til harmaléttis.
Eg get ekki stilt mig um að
setja kvæðið hér ef það enn
kynni að verða einhverri til
raunaléttis. Kanske kann ein-
kann einhver gamla lagið við
það eða doktor Páll eða einhver
annar snillingur vildi semja lag
við það í nútíðaranda.
Þér vil ég rósin leifturslóna
lítinn skilnaðar gefa söng,
þér máttu slíka temja tóna
ef tíðin stundum verður löng.
Látum söngnornadans oss dilla
dáfríðum lífsins morgni á.
Látum ei neina vellyst villa
vorri saklausri skemtun frá.
Þó stundum mætum þröngum
kjörum
og þyki brigðult lukkuhjól.
Undan mótlætis skýjaskörum
skína kann stundum gleðisól.
í forlaganna fleygistraumum
fara hver verður svo sem má,
við göngum fram í duldum
draumum
dimmum lífsstunda ferli á.
Ekki er vert að augað sýti
né yfir lengi klaga því,
þó sameinuð hjörtu sundurslíti
svartra forlaga dimmuský.
ki r
Þótt við að sinni þessu skiljum
og þægri sambúð ei megum ná,
alla lífdaga’ ég veit við viljum
velferð hvort annars heyra frá.
Lifðu í friði fljóðið dæla.
I fjarlægum auðnum gleymdu
mér.
Hvíli hjá þér hin sælsta sæla
sem ég, þinn vinur, óska þér.
i
Hver var hún?
Hver var þessi mær er spurn-
ing, sem aldrei verður leyst úr
með vissu. Hitt er víst að hann
kyntist henni fyrst í Flatey eins
og áður er drepið á. Sjálfur nefn
ir hann hana Rósu og er hún
rauði þráðurinn í kvæðum hans
fram um þennan tíma. En það er
gerfinafn.
Svoldarrímur, sem Sigurður
orti í Reykjavík á þessum árum,
minnast Rósu seinast sem þáver-
andi unnustu, þó þar kenni laus-
ungar nokkurrar. Þar er Rósa
elskuleg.
1 Jómsvíkingarímum, sem
hann kvað næst á eftir er sökn-
uðurinn sárastur. Þá á hann “ei
í heimi heima hún er töpuð”.
Svo vandlega varðveitir hann
þetta leyndarmál að hann varast
að vekja nokkursstaðar grun. —
Hann yrkir kvæði til margra
stúlkna og nefnir þær allar í
fyrirsögn kvæðanna, en þarna
er bara “Til stúlku”. í Tistrams-
rímum, sem hann orti næstar á
eftir Jómsvíkingarímum er hann
svo varkár að hann segir Rósu
dauða, en þá var hann kominn
vestur í Breiðafjörð og vill nú
gæta sín. Rósa hans dó ekki, hún
^ifði í hjarta hans alla æfi. Stund
um skaut upp björtu og lífgandi
rósaskrúði, sem vermdi og
glæddi, en oftast þyrnum sem
særðui
Eftir að Sigurður fékk þetta
áður umgetna bréf lagðist hann
í drykkjuskap svo að varla brá
af honum um tíma, þó vann hann
að handverki sínu. Varð honum
þá aurafátt til vínkaupa. — Tók
hann þá það óyndisúrræði,
fyrsta sinn á æfi, ásamt herberg
isfélögum sínum að hræða starfs
bróður sinn til að láta sig hafa
Peninga og vín. Þeir mögnuðu
draug, sem að vísu var einn
þeirra, til að sækja að Pétri, en
svo hét maðurinn. Þetta komst
UPP og Pétur kærði þá fyrir
fógeta. Sigurður varði málstað
þeirra og voru þeir sýknaðir af
kærunni. Eftir það orti hann
rímu um þetta æfintýr, og þykir
hún snilliverk. Pétur, sem var
Breiðfirðingur að ætt, fluttist til
Breiðafjarðar aftur og bjó í
Arney. Hann þótti mætur mað-
ur, en fremur grunnhygginn. —
Skatthol Péturs, sem um getur
í rímunni, er gersemi. Það er nú
eign Kjartans Eggertssonar óðals
bónda í Fremri Langey.
Sigurður gerir grín að þessu
hrekkjabragði og getur þess í
bréfi til vinar síns og segir þar
að lyktum:
Eg var beðinn burt að kveða
drauginn.
En hvað sem skeði um hendingar
hann ei séður tíðar var.
í Vesimannaeyjum
Ekki eirði Sigurður lengi í
Reykjavík eftir þetta. Fluttist
hann þá til Vestmannaeyja. Þar,
og aðeins þar, virðist hann ekki
geta samþýðst fólkinu.
Mitt er lyndi í leiðindum,
ljótum myndum hlaðið,
hér að synda imian um
óláns kinda vaðið.
Margt verður honum þó til
kvæða. Þar voru mormónar, sem
vildu fá að giftast mörgum kon-
um í senn. Konur, sem taka að
sér hlutverk hunda, því hunda-
fár hafði geisað í Eeyjum.
Kvikfé æra kofum frá
konur læra að gelta.
í Vestmannaeyjum var Páll
Jónsson Skáld, sóknarprestur. —
Munu þeir Sigurður hafa kastast
á stökum og stundum eldað
grátt silfur. — Þessa vísu yrkir
Sigurður til Páls:
Fyrir seinast samin þín
svörin meina högu
Viltu reyna rýan mín
að raula eina bögu.
Ekki var Sigurður lengi í Vest
mannaeyjum. Leitaði hann þá
til átthaganna við Breiðafjörð.
Meðan hann dvaldi þar að þessu
sinni vann hann afar flókið
erfðaþrætumál. Skáleyjarmál.
í máli þessu sýndi Sigurður það
snarræði og hyggindi að lögfræð
ingum mundi fæstum takast bet
ur. Þeir, sem undir urðu í málum
þessum reyndu að bera hann
rógi„ sem jafnvel eimir af enn.
Fengu þeir seinna Gísla sagn-
fræðing Konráðsson til a-ð
hnjóða að honum. Var Gísla það
og ekki óljúft, því kveðskapur
hans var þá að falla í skugga fyr
ir skáldskap Sigurðar. En Sig-
urður þá dauður, svo öllu var
óhætt.
Önnur uíanför
Af máli þessu komst Sigurður
í svo mikið álit fyrir lögkænsku
að brugðið var við að senda
hann til Kaupmannahafnar að
læra lög. Að því stóðu einkum
vinir hans í Stykkishólmi og ná-
grenni. Munu þeir og hafa hugs
að gott til að njóta hæfileika
hans seinna, því “margs þurfti
búið við”. Lítið varð úr lögfræði
Sigurðar. Hafði hann komið sér
í fæði og hús hjá konu einni illa
þokkaðri. Flutti hann þangað far
arefni sín, sem voru mestmegnis
íslenzkar afurðir. Sigurður var
lítt aðsjáll um efni sín og ör sjálf
ur á fé. Að 5 vikum liðnum var
hún búin að sólunda öllum varn
ingi Sigurðar, en engin voru
reikningsskil og fór hann þá
þaðan, enda orðinn leiður á vist
inni.
Færði ég þangað fisk og smér,
föt og peningana.
Hvað af þessu orðið er
að má spyrja hana.
Hjá naesta húsráðanda fór
ekki að öllu leyti betur. Fékk
hann þar reyndar lán um sinn og
var reikningurinn útfærður með
krít á stofubitanum. Þó kom að
því að skuldarinnar var krafist
og varð hann þá að láta af sér
fötin:
Hér næst réði húsbóndinn
hægt um skuldir kvarta.
Fékk hann bláa frakkan minn
með flauelskragan svarta.
Þá var fokið þau í skjól,
þola varð ég skaðan.
Síðan ég á svörtum kjól
setti burtu þaðan.
Loks tók hann það ráð að ráða
sig til beykisiðnár í Grænlandi
og fékk nokkra fyrirfram-
greiðslu.
Ef til vill hefir honum ekki
þótt þægilegt að snúa heim, eftir
þenna mislukkaða vetur. Að vísu
var ævintýraþráin sterk, þó var
ekki laust við kvíða, enda var
hann farinn að kenna lasleika,
sem ágerðist upp frá því.
Nú skal byrja nýja för
noma valda leikir......
Sigurður fór til Grænlands um
vorið. Þar var hann 3 ár. Mælt er
að hann hafi eignast þar son og
hafi sonarsonur hans verið á lífi
til skamms tíma. Sagður gáfað-
ur og viðfeldinn maður.
1 Grænlandi starfaði Sigurður
að mörgu og þoldi súrt, en ekki
sætt, með Eskimóum. Þó orti
hann þar sitt bezta skáldverk og
margt annað. Líka gerði hann
sér far um að kynnast bygða-
minjum íslendinga þar og ritaði
um þær. Grænlands vísur, sem
verka betur á vorrar tíðar kven-
þjóð en nokkurt móðinsblað.
Sumarið 1834 fór Sigurður frá
Grænlandi og kom heim sam-
sumars. Eftir það fór hann ekki
utan.
Sigurður reisir bú
7. janúar 1837 giftist Sigurður
Kristínu Illugadóttur og bjuggu
þau á Grímsstöðum við Sleggju-
beinsá skamt frá Stapa, sem þá
var amtmannssetur. Þessir bæir
eru í Breiðavíkurhreppi í Snæ-
fellsnessýslu.
Vorið 1842 fluttu þau hjón
Kristín og Sigurður suður á Sel-
tjarnarnes og þaðan skömmu
síðar inn í Reykjavík. Þar bjó
Sigurður það sem hann átti eftir
æfinnar.
Á Grímsstöðum lét hann eftir
til minja Vísu þessa, þegar hann
flutti þaðan:
Fjögur sumur lét ég ljá
leiðar þúfur rota,
aldrei vaxi á þeim strá
eigendum til nota.
Að þúfurnar á Grímsstöðum
hafi verið harðar og erfiðar við-
ureignar kemur skýrt fram í
hinu litla ljóði, sem er um leið
heilræði til sláttumannsins á
meðan með ljá er slegið og orfi.
Sólin ekki sinna verka sakna
lætur.
Jörðin undan Grímu grætur
grasabani komdu á fætur.
Grímsstaðir hafa nú lengi ver-
ið í eyði.
Málastapp
Þó hér að framan hafi að
nokkru verið drepið á æfiferil
Sigurðar Breiðfjörð er þó mest
ósagt enn og verður altaf, því
margs er að minnast. Hjóna
bands hans og Kristínar er laus-
lega getið hér að framan. En um
það eru til langar frásagnir. —
Áður hafði Sigurður gifst í Vest-
mannaeyjum Sigríði Nikulás-
dóttur. — Þeirra hjónaband
varði skammt. Þau munu ekki
hafa átt margt sameiginlegt,
enda dróst hún fljótt til kunn-
ingsskapar við annan mann, Ottó
Jónsson tíkargolu. Sigurður lét
honum eftir konuna og hvarf
bráðlega burt. — Dálítið varð
þetta til að hressa upp á samræð
ur eyjaskeggja og fluttist fljótt
til lands. Ottó þessi átti tík eina
danska, en hirti lítt að fæða
hana. Sigurður, sem ekki mátti
aumt sjá, kastaði oft til hennar
molum enda var honum það
hægt, því hann var við verzlunar
störf. Vegna þessa hændist tíkin
að Sigurði. Sr. Páll, sem gift
hafði Sigurð og Sigríði, fann
minnimáttarkend hjá sér í glett-
um þeirra Sigurðar, vildi nú
jafna metin og spurði Sigurð
hvort hann væri búinn að skifta
á tíkinni og konunni. “Já”, svar-
aði Sigurður, “og góð voru skift-
in”. Þannig getur lítill lækur orð
ið að miklum flaumi þegar alls
staðar bætast nýir við.
Þegar kom að seinna hjóna-
bandi Sigurðar fékk hann ekki
hið fyrra leyst. Hafði hann þó
gild rök til og leitaði þar laga
um. En Sigurður lét ekki þann
eld lengi fyrir sér brenna, held
ur kastaði skildi á og hljóp yfir.
Ekki voru prestar ljúfir til þessa
embættisverks þegar þeir vissu
hver hængur var á. Leitaði Sig-
urður þá'.til Jóhanns Bjarnason-
ar, móðurbróður síns um þetta.
Jóhann varð við bón þessari. —
Frændsemin var allt af góð með
þeim og hann var ekki vanur að
horfa í smámuni eða víla lengi
fyrir sér. Var það og að hann
hafði ekki mikils í að missa, Sig
urður sá vel hvað koma mundi,
en það var ekki háttur hans að
horfa í afleiðingar eða eftirköst.
Hann hafði lært þegar í æsku
að bjarga bát sínum undan
stormi þeim sem á var, en ekki
þeim, sem seinna kæmi.
Séra Jóhann var kvennamað-
ur og eru um það margar sögur
og munnmæli. Löngum var hann
duglegur að fá menn til að
hlaupa í skörðin ef á þurfti að
halda, þó varð það að hann
þraut. Vorið 1835 var hann við
selalagnir og varpleitir út við
Vaðstakksey. Nytjar hennar
hafði hann í sinn hlut af tekjum
Helgafellsprestakalls, en þar var
hann aðstoðarprestur. — Hafði
hann þá með sér stúlku eina
manna og varð hún þunguð af
hans völdum. Var nú hempan í
veði og leitaði prestur víða fyrir
sér að bjarga málinu, en enginn
varð til liðveislunnar. Fór hann
þá um borð í danskt skip, sem lá
á höfninni í Stykkishólmi, og
vildi gera samning við kokkinn,
sem þar var kunnugir fi'á fyrri
ferðum sínum. Samningar tók-
ust ekki með þeim. Þegar séra
Jóhann fór bónleiður frá borði,
kastaði hann fram vísu þessari
við háseta sína:
Eg þó vafri út í fley
eftir gömlum vana,
framan af nafri fæst nú ei
fyrir peningana.*
* Snápur heitir framan á nafri.
Þetta var Sigurði kunnugt og
nú skyldi fara að gifta. — Fóru
þeir báðir suður í Breiðavík og
komu að Hamrendum og’ræddu
málið við sóknarprestinn, Hann-
es Jónsson. sem hafði lýst með
þeim Sigurði og Kristínu. Hafði
hann heyrt hvernig ástatt var
um fyrra hjónaband Sigurðar, en
amtmaður í næsta leiti, ef að
lógum væri brugðið. Ekki var
honum ljúft að opna fyrir þeim
kirkjuna. — En hér voru menn á
ferð, sem ekki létu hlut sinn. —
Fór svo giftingin fram í sóknar-
kirkjunni að Knerri. Þegar sr.
Jóhann gekk fram kirkjugólfið
kastaði hann hempunni upp á
bitann og sagði: ‘“Þú hefir alltaf
farið mér illa” og skildi hana
þar eftir. Aldrei vann hann
prestsverk eftir þetta.
Sigurður sá vel að hverju
draga mundi, þó gladdist hann
innilega yfir þessum sigri við
hin háu yfirvöld, sem þó skammt
mundi vera. í bréfi til vinar síns
getur hann þessa og segir svo:
Af því kappi kíf og stapp
komið seinna getur.
Samt með happi Siggi slapp
svona rétt í vetur.
Ekki leið á löngu að höfðað
væri mál á hann og var hann
dæmdur í þunga sekt. Ekki var
hryggð á honum að finna fyrir
því. —
í hausnum á mér hrærðu graut
hræfuglarnir laga.
Þessi fjársekt var þó ofvaxin
efnum þeirra hjóna. Var þá
brugðið við sk'jótt og skotið sam
an fé sem nægði. Fyrstur rann
á vaðið Vernharður prestur Þor-
kelsson í Hítarnesi. Sendi um-
burðarbréf í ljóðum um sóknir
sínar og mat við getu fólksins,
sem flest var fátækt, hvað hæfi-
legt væri að gefa:
Allir gefum einn túskilding,
allt að marki.
Leistist svo þetta vandræði.
Þakaði Sigurður innilega, gjöf
ina með löngu kvæði, sem hann
stílar einkum til sr. Vemharðar.
Vernharð prest ég virða má
í vinahópi bjarta.
Hann hefir öðlast ofan frá
öndu sína og hjarta.
Hallar undan fæti
Miklar vonir vöknuðu í brjósti
Sigurðar með þessari konu, en
þær brugðust að nokkru, eins og
gengur. Kristín hafði ábur búið
með manni sem Jón hét, en hann
drukknaði, þá fyrir fáum árum.
Þau bjuggu í Melabúð, líklega
á Hellissandi og voru við nokkur
efni. Með Jóni átti Kristín syni
tvo, Kristján og Niels. — Sigurð
ur lagði mikla rækt við uppeldi
drengjanna. Mátti segja að hann
vildi kenna þeim það mannvit,
sem hann kunni. Þeir minntust
hans líka jafnan ef þeir heyrðu
góðs manns g^tið. Son einn áttu
þau Sigurður og Kristín, sem á
legg komst. Hann var heitinn
Jens Baggesen, fór utan ungur
og er ekki kunnugt um hann síð
an. Um hann er til undra saga,
sem mjög er ósennileg. Þegar
urður var að yrkja Líkafróns-
rímur var hann einhverntíma
svo drukkinn, að hann lagðist
upp í rúm og gat ekki kveðið. Á
hann þá að hafa sagt við dreng-
inn: “Bættu við sonur”. Á þá
drengurinn að hafa ort næstu
vísu, sem er þessi:
Hættu ránÞstuldi styggð,
stætt þess án mun ekki.
Sættu láni, búðu í byggð,
bættu smán og hrekki.
Þá á Sigurður að hafa risið upp
og sagt: “Nei, það þoli ég ekki
að þú kveðir betur en ég”. Tæp-
lega getur drengurinn hafa ver-
ið meira en 5 ára þegar þetta
átti að hafa skeð. Vilja uppeldis
og sálfræðingar skera úr hvort
þetta geti verið satt?
Þó Sigurður stritaði meir en
heilsan leyfði vildu efnin ganga
til þurðar. Kristín var stórlynd
og ergðist við það í skapi, sem og
nokkur vorkunn var, þar sem
það voru að mestu hennar efni.
Það var einu sinni að Sigurður
hafði róið vorvertíð á Sandi. —
Fylgdist með honum langferða
maður er hann kom með heim.
Kristín bar þeim mat. Bar hún
þá gestinum silfurskeið að borða
með, en Sigurði öðuskel. Sigurð
ur inti með hægð eftir hvort hún
hefði ekki skeið. Svaraði hún þá
styggilega að hann þyrfti ekki
eftir því að spyrja, hann vissi
líklega best sjálfur hvernig
hann væri búinn að fara með
efnin. ‘“Og nógar voru skeiðarn-
ar í henni Melabúð”, svaraði Sig
urður, tók skelina og borðaði
með henni. En því spurði hann,
að hann vissi að skeiðar voru til.
Um leið og efnin gengu til þurð-
ar fjaraði út hylli grannanna, er
kenndu flestir Sigurði um.
Núna vænu vinirnir,
vel þá okkur gengur,
hjá oss dável sóma sér,
svo er það ekki lengur.
Þó var nokkuð, sem hann átti
óskipt, það voru sálir barnanna,
sem bögurnar lærðu, en kunnu
enn ekki mammon að meta. Amt
mannssonurinn á Stapa leit upp
til skáldsins handan árinnar af
berjamónum, því þar var hann
frjáls. Eftir langa ævi minnist
hann Sigurðar með klökkva og
gefur honum þennan vitnisburð:
“Þarna telgdi hann, söngva
samdi sló og reri”.
Einn rithöfundurinn okkar
vildi kasta rýrð á svokallaða
bændamenningu þjóðarinnar fyr
ir meðferðina á Sigurði Breið-
fjörð. Án þess að ég sé að bera
neitt blak af bændum vil ég góð
fúslega benda hér á, að það var
þó byggðafólkið, sem rétti hlut
hans þegar í óefni var komið út
af tvíkvæninu. Þegar hann var
kominn að fótum fram af heilsu
leysi í Reykjavík var hann dæmd
ur í tukthús fyrir ósannaðar og
sennilega lognar sakir, en litlar
þó sannar hefðu reynst og látinn
taka út hegningu þvert ofan í
bann lahdlæknis vegna heilsu-
leysis. Og í Rvík dó hann úr
sulti. Er þar með þessum áburði
vísað til föðurhúsanna.
Niðurlag
Hvers virði var þessi maður
þjóðinni? Það verður sennilega
aldrei metið til fulls. — Eitt er
þó hægt að’segja, það er, að eng-
inn einn íslendingur hefir flutt
samtíð og að nokkru leyti fram-
tíð, eins mikla gleði og hann. —
Gleði, sem var heilnæm og
göfgandi.
1 tíð Sigurðar Breiðfjörð urðu
skáldin að vinna hörðum hönd-
um. Það mætti því búast við að
afköst þessara manna hefði ekki
mikil orðið, en það er öðru nær.
Afköstin urðu undra mikil, en
launin ekki að sama skapi, eins
og hagyrðingur einn, áem fallinn
er frá fyrir ekki löngu, komst að
orði:
Áður margur orkti bögur,
enginn býtti verðlaunum.
Leirburður og lygasögur
launast nú með þúsundum.
Sigurður Breiðfjörð orkti 30
rímnaflokka, og eftir því sem
næst verður komist og höfund-
urinn hefir að nokkru leyti gef-
ið upp sjálfur, eru í rímunum
alls 23.300 vísur. Auk þess eru
830 vísur og 540 lengri erindi í
Smámununum. Mikið er enn ó-
prentað eftir Sigurð. Og hvað
skyldi það vera mikið af skáld-
skap hans seni týnst hefir?
♦
Hér skal nema staðar að sinni.
Þetta eru aðeins dropar af því
flóði sagna, og rauna og hug-
ljúfra minninga, sem tengdar
eru við þennan mann. Um það
hefir farið eins og búforðann í
botnlausa kerinu hjá Bakka-
bræðrum. Svo skulum við kalla
beykirinn sjálfan til að slá botn-
inn I kerið:
Hnígur þannig helstu manna
snilli.
Endadægur hittir hver
hversu frægur sem hann er.
Eikin háa eins og stráið veika,
lúta má að lokum sín,
líka smáu kvæðin mín.
Heimildir eru margar munn-
mæli og fer um þær sem má. —
Mörgum ártölum og dvalarstöð-
um hefir viljandi verið sleppt.
Helsti heimildarmaður er Jó-
hann Jónasson, síðast bóndi í
Öxney — f. 1833, d. 1912. — Hans
helstu heimildarmenn Guðrún
Steinólfsdóttir, móðir hans, hús-
freyja í Skoreyjum, og Niels
Breiðfjörð, vinur hans, stjúpson-
ur Sigurðar.
Lesb. Mbl.
Hvað kemur næst?
Þýzkur maður, Wolfgang
Kohler, segir:
Hitler vildi gera úr okkur
góða nazista.
Bandaríkjamenn vilja gera úr
okkur góða lýðræðismenn.
Svo koma Rússar og vilja gera
úr okkur góða kommúnista.
Og síðan — já, hver veit hvað
þá kemur?