Lögberg - 15.04.1948, Blaðsíða 6

Lögberg - 15.04.1948, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. APRÍL, 1948 ♦*♦♦*♦♦♦♦♦*♦♦*♦♦*♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦♦♦♦£♦♦$♦ VALD MYRKRANNA Eftir DERWENT MIALL J. J. BÍLDFELL, þýddi. “Hvaða þátt gat lykillinn átt í því?” “Eg held að við getum litið á þessar fréttir þínar að nokkru leyti sem góðar fréttir”, sagði Wayne. “Það er engin ástæða til að halda, að Constance hafi verið gjört neitt mein, en framkoma hennar er í mesta máta óskiljanleg. Þú segir eftir þessari stúlku, að Mulready hafi borgað til baka mest af peningun- um sem að hann tók traustataki”. “Já, hún sagði það”. “Hann borgaði ekki ungfrú Bryden aftur 200 pundin hennar?” “Eg veit það ekki”. Wayne gekk um gólf hugsandi. “Það er í augum uppi, að hann þorði ekki að koma á sínar fornu slóðir. — Hann átti á hættu að vera tekinn fast- ur þangað til fyrir viku síðan. Máske að hann hafi haft peninga falda ein- hversstaðar og hafi sent Constance lykilinn til þess að ná þeim”. . “Já”, sagði Drake, sem var feginn að grípa í hvert smá strá. “Og —” en hér komu veiku hliðarnar á hugsanakeðju Wayne fram. En það skýrði ekki þögn- ina í bréfi Constance né heldur burtú- veru hennar. “Hún hefir látið til sín heyra aftur”, sagði Drake. “Efni bréfsins var alveg það sama og í því fyrra”. “Póstað í Lundúnum?” “Já, Oxfordstræti”. “Hún er þá frjáls og sjálfri sér ráð- andi, auðsjáanlega, og henni líður vel að minsta kosti, og er ekki í neinnri hættu”, sagði Wayne með yfirborðslétt- leika. — “En hvað getur hafa fjarlægt hana vinum sínum, — frá mér? Það er svo ólíkt allri hennar fyrri framkomu, að beita slíku miskunarleysi gagnvart mér og ættfólki sínu”. “Lykillinn á einhvern þátt í því”, svaraði Wayne. “Heldurðu það. Lét hún peningatap föður-systra sinna fá mikið á sig?” “Nei, nei! Upphæðin var ekki stór. — Þær komast sæmilega vel af”. “Þú ert viss um að hún hefir ekki heimsótt Mulready?” “Já; konurnar sem ég talaöi við í Hoxton sögðu satt. Eg er viss um það. Mulready veiktist sama daginn og hann sendi bréfið til Constance, og síðan hefir hann aldrei reist höfuðið frá koddanum”. * Wayne gafst upp við gestaþrautina, þó að hann segði Drake ekki frá því. — Ung stúlka fær bréf og innan í því er lykill, hún fer að heiman með hvoru tveggja og hverfur á leynistigum Lundúnar, kveldið áður en hún* ætlar að gifta sig, og slítur öllu sambandi við vini sína, og segir þeim ekkert annað en að sér líði vel og það í eins fáorðum bréfum og hægt er að hugsa sér. Sann- arlegur undra-lykill að valda slíkum breytingum á skapgerð hennar, óvana- legri framkomu og leynd. Þannig hugs- aði Wayne. Svo kom honum í hug að þeir væru máske að leggja of mikið upp úr þessum orðum Mulready á banasæng inni. — “Var Mulready með réttu ráði í fyrri nótt?” spurði hann. “Já! Hann var með fullu ráði, þó hann gæti ekki talað”, svaraði Drake, sem skildi hvað á bak við spurningu Wayne lá. “Eg er viss um að hann sendi lykilinn, og það er einnig ljóst, að hann vakti undrun hjá Constance, og var þess valdandi að hún fór undir eins að heiman”. “Til að mæta föðursystur sinni?” “Það var það sem hún sagði þjónustu stúlkunni, þegar hún fór út”. Drake svaraði því engu. “Hún hefir sjálfsagt ætlað sér að fara til Lundúna þegar að hún fór að heiman”, hélt Wayne áfram. “Eg veit það ekki”, sagði Drake ang- urvær. “Eg aðeins veit að það er ægi- lega hart, að eini maðurinn sem hefði getað gefið okkur upplýsingar, eða leitt okkur í sannleikann, er dauður”. Það var enn snemma morguns. — Wayne lét Drake leggja sig út af þang- að til morgunmaturinn væri tilbúinn, sem hann dróg eins lengi að reiða, og liann þorði. — Drake vaknaði um klukkan ellefu, og eftir að þeir höfðu matast, sagði Drake vini sínum, að hann hefði ákveðið að fara til Faring með fyrstu járnbrautarlest sem þangað færi.— “Hún er máske komin heim, eða þeir þar frétt eitthvað meira af henni”. Hálfum klukkutíma síðar var hann að ganga yfir London Bridge og vonin hvatti spor hans, um að fá góðar frétt- ir, þegar að hann kæmi til Faring. Hann tók sér sæti á lestinni og sté út úr henni stuttu eftir hádegi í Faring. Undir eins og hann kom inn á Laurels, sá hann að engar hugljúfar fréttir biðu sín þar. Það voru engar fréttir sem þar biðu. Ungfrú Cecile gekk um, eins og í leiðslu, en Livinia var grátsjúk orðin. Drake sá síðara bréfið frá Constance — bréfið sem var póstað í Oxford- stræti, en hann vissi þegar um innihald þess. Hann aðgætti bréfið nákvæmlega. Það var hennar vanalega og fallega rit- hönd á því. Hvers vegna, ó, hversvegna var hún að kvelja vini sína með þessari óskiljanlegu þagmælsku? XXII. KAPÍTULI Mín er syndin Frú Montrose hafði verið mjög veik síðan um kveldið sem Constance hvarf Læknarnir sem stunduðu hana, voru ekki klárir á því hvað að henni gengi, en héldu að það væri taugaveiklun. — Stundum hafði hún verið með óráði, og þegar að af henni brá svo, að hún þekti þá sem hjá henni voru, var hugsun hennar reikandi. Hún lá í herbergi sínu með gluggatjöldum öllum dregnar nið- ur þegar að Drake kom til Breiðavatns frá Lundúnaborg, órólegur og angur- vær. — “Lesbía”, spurði frú Montrose. — “Hvar er Constance?” Þetta samtal átti sér stað rétt eftir að hún náði sór eftir óráðskastið. Lesbia, sem ekki varð talin nærgætin hjúkrunarkona, var eigi að síður stöð- ugt við hendina og árvökur til eftirlits með vinkonu sína. “Hafðu ekki svona hátt”, sagði Les- bia og laut ofan að sjúklingnum. “Þú mátt ekki ergja þig of mikið”. “Hvar er Constance?” spurði frú Montrose órólega. “Segðu mér, Lesbia, hvar er hún?” ' Lesbia leit á hjúkrunarkonu sem með henni gætti frú Montrose og var í her- berginu. Hjúkrunarkonan hneigði höf- uðið. Það var þýðingarlaust að halda fréttum í sambandi við Constance frá frú Montrose, ekki sízt þar sem hún sýndist svo áköf með að fá að heyra þær. — “Constance hefir ekki fundist enn- þá”, sagði Lesbia. “Þeir eru altaf að leita að henni, og vita að henni líður vel”. — “Lesbia, hvers vegna segirðu mér ekki frá því?” spurði frú Montrose; “hvérsvegna segir þú mér ekki frá því? Er hún dauð?” Lesbia leit á hjúkrunarkonuna og snerti höfuð sér með hendinni til merk- is um að óðráðið hefði aftur náð valdi á hugsun sjúklingsins. “Þú vilt ekki segja mér það! Stundi frú Montrose. “Hvers vegna viltu ekki segja mér það?” Lesbia gekk út úr sjúkraherberginu og frú Montrose lá þegjandi dálitla stund. Svo heyrði hjúkrunarkonan hana segja: “Mín er syndin. — Eg er syndarinn mesti. — Syndin hvílir á mér. — Guð hjálpi mér”. Aftur og aftur brutust beizk ásökun- arorð fram af vörum hennar, svo þagn- aði hún. Þannig var ástatt þegar að Drake kom til Breiðavatns, hugsjúkur og nið- urbrotinn. “Er nokkuð að frétta, herra?” spurði vínmeistarinn, um leið og hann opnaði dyrnar. “Eg hefi ekki fundið hana”, sagði Drake. “En, Daniells, ósköp er að sjá þig, þú ert snjóhvítur í framan og lítur svo illa út”. Þetta var ekki sagt að ástæðulausu, því útlit hoffmeistarans var bæði ó- hraustlegt og einkennilegt. “Þakka þér fyrir umhyggju þína fyrir mér, herra”, sagði Daniells. “Eg er við góða heilsu, herra, þakka þér fyrir”. Drake virti hoffmeistarann fyrir sér dálitla stund, en fór svo inn og beint til bókahlöðunnar, þar sem hann hitti Montrose. Hann gekk inn án þess að gjöra vart við sig og Montrose stóð á fætur, hissa. “Drake, minn kæri vinur! Velkominn hingað aftur. Nokkrar fréttir — af henni?” spurði Montrose ákafur. “Nei, engar af henni. En ég fann Mulready”. Montrose brá nokkuð. “Þú fanst Mulready?” sagði Montrose og það eins og dó niður í honum. “Hvar, — hvernig?” “Eg fann hann á sóttarsæng sinni, aðframkominn dauða”. “Virkilega! Og hvað sagði hann?” “Hann sagði ekkertt Hann gat ekki talað. En hann skrifaði línur, sem hann gat þó ekki lokið við”. Montrose stóð á fætur, gekk út að glugganum og til baka. “Hvað var það sem hann skrifaði?” spurði Montrose með ákefð. DraKe var hiýtt til Montrose út af hluttekningarsemi þeirri er hann sýndi í sambandi við hvarf Constance, og sá eftir því, að sér hefði nokkurn tíma legiö þungt hugur til hans, því að með- vitundin um að hafa haft Mulready fyr- ir rangri sök hafði auðmýkt hann mjög “Það skýrði málið lítið, eða ekkert”, sagði Drake! “Hérna er það”. Hann rétti Montrose blaðið, og hann tók við því með auðsærri eftirvæntingu. “Var hann með fullu ráði þegar að hann skrifaði þetta?” “Já, Montrose. Eg held að við höfum misskilið manninn”. “En minn kæri Drake, hótunar- bréfið —”. “Var það hótunarbréf? Það gaf til kynna að von væri á alvarlegum frétt- um, en alvarlegar fréttir eru ekki nauð- synlega vondar fréttir”. “Hvað er það, sem hefir komiö þér til aö breyta áliti þínu á Mulready?” “Ó, útlit hans og svipbrlgði, þegar að hann lá máttvana og gat ekki talað. Það var auðsjáanlega eitthvað sem hann vildi segja mér og andlitssvipur hans var vingjarnlegur”. “Það er nú ekki hægt að leggja mikið upp úr svoleiðis. Eg vil ekki tala illa um þá dauðu, en ég held fast við hina fyrri hugmynd mína um hann. Þú veist að ungfrú Constance hefir látið til sín heyra aftur”. “Já, það er allt óskiljanleg ráðgáta. Eg sé aðeins einn veg til að gjöra sér grein fyrir háttalagi hennar”. “Og það er ?—” “Að hún sé ekki með réttu ráði”, svaraði Drake, stundi við og huldi and- litið í höndum sér. Montrose gekk fram og aftur um gólfið í lestrarsalnum í óróu skapi. “Mable er mjög veik”, sagði hann allt í einu. “Eg er mjög hræddur um hana”. “Er það svo? Mér þykir fyrir að heyra það”, sagði Drake og leit upp, og meðlíðunarkendin með Montrose varð enn dýpri, sem eins og hann sjálfur átti við sára erfiðleika að etja. Hann endur tók viðburðina frá nóttunni áður. Tók boði Montrose; var um kyrt á Breiða- vatni, og gekk svo út í kastalagarðinn. Það var dimmur og drungalegur dag- ur og Drake gekk fram og aftur um trjá göngin í garðinum og hugsanir hans voru eins raunalegar og þungar eins og dagurinn. Aftur og aftur rifjaði hann upp hinar leyndardómsfullu línur Mul- readys, og reyndi til að firina eitthvert samband á milli þeirra og hvarfs Con- stance, en gat ekki fundið neitt. Lík- legast var það ekki til, en samt hafði bréf hans komið henni til þess að fara í flýti að heiman til að ná tali af föður- systir sinni, svo mikið var víst, sam- kvæmt vitnisburði þjónustustúlkunnar, en í stað þess að fara til móts við hana, þá hafði hún farið til Lundúnar í ein- hverjum leynierindum. Þegar Drake var að brjóta heilann um þessi atriði, þá sá hann hvítum kvennmannskjól bregða fyrir á milli trjánna. Hann stóð á öndinni í nokkrar mínútur, en svo þegar Lesbia Paine kom til lians. náði hann jafnvæginu aftur. — Hún rétti honum hendina og leit al- varlega á hann, og hún sá undir eins að þýðingarlaust mundi vera að spyrja um fréttir. Samt spurði hún: “Eru nokkrar fréttir?” “Litlar eru þær”, svaraði Drake; “en ég fann Mulready. — Hvað gengur að, ungfrú Paine?” Lesbia hafði hopáð nokkur spor til baka og stóð þar náföl í framan með óttafullu augnaráði og horfði á hann felmtursfull. “Hvað gengur að?” endurtók Drake. Eg fann Mulready, eins og að ég sagði, og hann er dauþur. En hann gat lítið sagt mér”. “Lítið sagt þér!” tók Lesbia upp eftir honum seinlega. “Fyrirgefðu mér. Þér finnst máske framkoma mín einkenni- leg; en nafnið Mulready var mér sem reiðarslag. Og hann er dauður, og hann sagði þér ekkert. “Nei, leyndarmálið er enn óskiljan- legra, en það var áður. Því ég held að það hafi ekki verið neitt samband á milli bréfsins sem hann skrifaði Con- stance og hvarfi hennar”. Lesbia var mjög áfram um að heyra allar fréttirnar. Hún náði jafnvæginu fljótlega aftur, og skýrði þessa snöggu breytingu sem á hana kom, með tauga- veiklun. — “Eg hefi búið við þögn og þunglyndi undanfarið”, sagði hún. Mable er veik, Constance horfin, og Willie hefir verið fokvondur út í Mulready. Vikan síðasta hefir hvílt eins og martröð yfir öllu. — Heldur þú að Mulready hafi sagt þér sannleikann í þessu bréfi?” “Eg held”, sagði Drake alvarlega, “að maður í hans ásigkomulagi, mundi naumast fara með fláttskap. Hann vissi, held ég, að hann mundi deyja”. “En hefndarhugur hans hefir máske verið vakandi. Jafnvel á banasænginni”. ‘*Nei, andlitssvipur hans bar vott um einlægni og alvöru. Það má vera að hann hafi ekki verið ávalt einlægur, eða ráð- vandur í lífi sínu, en hin þögula neitun hans á að hann bæri illvilja til mín, eða Constance, var áreiðanlega einlæg og sönn, um það er ég alveg viss, og and- litssvippr hans stendur mér enn fyrir hugskotssjónum”, svaraði Drake. Þau Lesbia og Drake gengu þegjandi heim, bæði sokkin niður í sínar eigin hugsanir, bæði undrandi, og þessar síð- ustu línur sem Mulready skrifaði, komu Drake aftur og aftur í huga. “Eg sendi henni lykilinn — ég sendi henni lykilinn”. En hann gat ekki með neinu móti ráðið gátuna. XXIV. KAPÍTULI Leyndardómsfullt Ijós Það var orðin stór breyting á Archi- bald Drake eftir veru haris í Lundúnum. Hann var ekki lengur fljótur til, ákveð- inn, ráðhygginn, og fljótur til fram- kvæmda, eins og að hann átti að sér að vera, heldur virtist hann hafa mist máttinn til áræðis; hann var óeyrinn og þunglyndur. Daginn sem Drake kom til Faring var hann á ferli, ýmist í Breiðavatnskast- ala-garðinum, í heimsókn til Laurels, á pósthúsið til að senda símskeyti til hr. Sparks. Hann gekk fram og aftur um veginn, sem Constance hefir hlotið að fara þegar hún fór að heiman; hon- um datt í hug að koma við á lögreglu- stöðinni og eiga tal við lögreglumenn- ina, en hætti við það; ákvað að fara aftur til Lundúnar og var kominn miðja vegu á vagnstöðina, en sneri aftur. Alt hans háttalag um daginn lýsti reikandi ráði og skerandi hugarkvöl. Hann árnaði Montrose heilla með þá tilkynning læknisins, að frú Montrose væri betri til heilsunnar, þegar að hann kom til baka til Breiðavatns. Læknirinn hafði ráðlagt Montrose, að taka konu sína úr landi burt og í annað, henni hentugra loftslag, þar sem hann áleit að hún mundi ná sér að fullu innan skamms tíma. En þrátt fyrir þessar góðu fréttir voru þau Montrose, Lesbia og Drake þögul og þungbúin, þegar þau settust til kveldverðar, og eins fljótt og Drake gat losnað frá máltíðinni, afsak- aði hann sig og fór út í kveldloftið til þess enn að ganga fram og aftur um kastalagarðinn, niðursokkinn í hugs- anir sínar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.