Lögberg - 15.04.1948, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. APRlL, 1948
SÉRA VALDIMAR J. EYLANDS:
Leikmannastarfsemi meðal Vestur-Islendinga
Kenning Lúthers um hið al-
menna prestsdæmi hefir líklega
hvergi notið sín betur í reynsl-
unni, á meðal Islendinga, en á
meðal þess hluta þjóðarinnar
sem fluttist vestur um haf. —
Frumbyggjendurnir þar vestra
urðu að reiða sig á sjálfa sig í
flestum efnum, eins og vísuorð
Stephans G. Stephanssonar gefa
til kynna:
“Löngum var ég læknir minn,
lögfræðingur, prestur ”.
Á fyrstu árunum munu það
einkum hafa verið öreigar og æf-
intýrapienn, sem leituðu vestur.
Svo mun það og hafa verið um
flestar þjóðir. — Fáir þessara
manna fluttu með sér mikið af
góssi eða gæðum þessa heims, en
í koffortum þeirra og kistum
voru eintök af Passíusálmunum, ir
Vídalins postillu, Hugvekjum
Mynsters, og fleiri bækur trúar-
legs efnis. Þe'tta varð veganestið
fyrsta áfangann, og þarna voru
stoðirnar sem seinna runnu und-
ir kirkjulega starfsemi meiri
hluta fólksins. Fyrst lengi, á með
an ekki var um neina fasta prests
þjónustu að ræða, söfnuðust
menn í heimahúsum til hús-
lestra. En brátt risu upp leiðtog-
ar meðal fólksins, og leystu þeir
af hendi þá prestsþjónustu í
Séra Valdimar J. Eylands
byggðum sínum, sem leikmönn-
um var unnt að vinna. — Þeir
veittu guðsþjónustuhaldi for-
stöðu, prédikuðu stundum sjálf-
ir, skírðu börn, og töluðu yfir
moldum framliðinna. Oft var þó
presta leitað, þótt löngu síðar
væri, til að gefa þessum athöfn-
um kirkjulegan blæ. — En
þetta svalaði ekki til lengdar
trúar- og samfélagsþrá fólksins.
Enda þótt Islendingar hafi ekki
mikið orð á sér yfirleitt fyrir
kirkjurækni, kemur það þó ljós-
lega fram í sögu þeirra aftur og
aftur, að þegar kirkjan er frá
þeim tekin þá vilja þeir hafa
hana, vilja reyndar flest fremur
missa. Kirkjan var að vísu aldrei
tekin frá Vestur-íslendingum, en
þeir tóku sig sjálfir frá henni, er
þeir fluttu burtu héðan úr móð-
urfaðmi þjóðkirkjunnar. En það
leið ekki á löngu eftir að vestur
kom, að þeir vildu fá þessa stofn
un endurreista sín á meðal í ein-
hverri mynd. En hvernig áttu
þeir að fara að því? Þeir voru fé-
lausir í framandi landi, og ný-
komnir úr ríkiskirkju, sem hafði
borið alla ábyrgðina á starfinu
heima án nokkurrar verulegrar
hlutdeildar eða ákvörðunar ein-
staklingsins. I hinu nýja landi
var engu slíku til að dreifa. Þar
urðu menn að vinna verkin sjálf
’ir, standast allan kostnaðinn, og
bera alla ábyrgðina. Mismun-
andi straumar kirkjulegra á-
hrifa léku þá um þetta fólk. Ann-
arsvegar var þróttmikið kirkju-
líf frænda vorra Norðmanna, og
Þjóðverja, sem voru búnir að
dvelja lengur í landinu og höfðu
komið sér vel fyrir, er íslending
ar komu þangað fyrst. Hinsveg-
ar var róttæk skynsemistrúar-
stefna, sem snemma lét á sér
bera með enskum innflytjend-
um og afkomendum þeirra í
Nýja Englandi. Þessi stefna
barst einnig furðu fljótt til
íslendinga, og ýmsir þeirra urðu
fyrir áhrifum þaðan. En yfirleitt
gatst íslendingum að hvorugri
stefnunni. Sú fyrri fannst þeim
of þröng, hin síðari of neikvæð.
Var því snemma ákveðið að
sigla sem næst kjölfar íslenzkr-
ar kristni og móta starfshætti
sína og trúarlíf eftir því for-
dæmi sem mönnum var í fersku
minni frá móðurkirkjunni hér.
Til þessarar stefnu voru menn
hvattir þegar í öndverðu, er séra
Jón Bjarnason, þá nýkominn
vestur, flutti hina eftirminni-
legu ræðu sína, á þúsund ára
þjóðhátíð íslendinga, sem haldin
var í Milwaukee, 2. ágúst 1874.
Eg tilfæri hér nokkur orð úr
þeirri ræðu:
Vér ættum ekki að vera komn
hingað til þess að skjóta oss
undan skýldum vorum við þá
þjóð, sem Drottinn hefir tengt
oss við helgum og háleitum ætt-
ernisböndum. Hver sem gleymir
ættjörðu sinni, eða þykist yfir
það hafinn, að varðveita það af
þjóðerni sínu sem gott er og guð-
dómlegt, af þeirri ástæðu, að
hann er staddur í framandi landi
og leitar sér þar lífsviðurværis,
það gengur næst því að hann
gleymi Guði. Það er stutt stig og
fljótstigið frá því að kasta þjóð-
erni sí-nu til þess að kasta feðra-
trú sinni”.
í þessum anda hefir meiri
hluti Vestur-íslendinga unnið að
kirkjumálum sínum frá upphafi
og allt fram á þennan dag. Þeir
hafa lagt allt kapp á að varðveita
þetta tvennt: trú sína og tungu.
Ekki leið þó á löngu áður en
mönnum varð ljóst að breyttar
kringumstæður útheimtu breytt-
ar starfsaðferðir frá því sem
menn höfðu áður þekkt. Enda
þótt kirkjan væri þjóðleg í anda,
gat hún ekki orðið það í starfs-
háttum sínum og stjórn. Ríkið
gat ekki haft, og vildi ekki hafa
nein afskipti af trú eða kirkju-
málum innflytjendanna; prestar
voru enn svo fáir að um stjórn
frá þeirra hálfu gat ekki verið
að ræða; það eina sem gat kom-
ið til mála var kirkjulegur fé-
lagsskapur með safnaðastjórn,
svipaðri eins og tíðkast meðal
kongregationalista í hinum
enskumfelandi heimi. Þetta fyr-
irkomulag hefir haldizt síðan, og
hefir gefizt vel hjá okkur. Hver
söfnuður er ofurlítið ríki út af
fyrir sig, með lýðstjórn. Safnað-
arnefndir eru kosnar árlega, en
þær bera ábyrgð á starfinu gagn
vart söfnuðunum, annast kirkju-
byggingar og viðhald kirkna, sjá
um söfnun fjár til safnaðarþarfa,
og fleira þess háttar.
Ef prestur segir upp söfnuði
sínum, mæla lög svo fyrir, að
hann geri það 6 mánuðum áður
en hann býst við að flytja burt
úr prestakallinu. Þegar svo ber
undir kalla safnaðarforsetarnir
söfnuðina til fundar til að ræða
um það, hvort þeir vilji taka upp
sögnina gilda. Er það jafnan gert
nema alveg sérstaklega standi á.
Tveim vikum síðar er svo annar
fundur kallaður til að útnefna
væntanlegan eftirmann hins frá-
farandi prests. Venjulega hafa
einhverjir í söfnuðunum auga-
stað á einhverjum sérstökum
presti eða prestum, sem þeir
vilja fá til safnaðanna. Hver
góður og gildur meðlimur safn-
aðanna getur útnefnt hvaða
prest sem honum sýnist. Venju-
lega eru margir tilnefndir, en
þeir einir taldir útnefndir, sem
fá vissa tölu atkvæða. Að fundi
loknum er því slegið föstu hver
eða hverjir séu útnefndir. — Er
nú safnaðarnefndinni falið að
senda þessum prestum köllunar-
bréf, í þeirri röð sem atkvæða-
magn þeirra bendir til, fyrst
þeim sem flest fékk atkvæðin,
en ef hann hafnar, þá þeim næsta
og svo hverjum af öðrum. Ef svo
fer að enginn hinna kjörnu
presta tekur kölluninni, er aftur
efnt til útnefninga og nýir menn
tilnefndir. Oft getur það dreg-
ist árlangt eða lengur eftir að
prestur fer úr prestakalli sínu,
að eftirmaður hans komi. Prest-
ar vita oft ekkert um það að þeir
hafi komið til greina í kosning-
um, fyr en eftir að þær eru af-
staðnar, og öll áleitni og áróður
í þessu sambandi þykir ósæmi-
legur. Ekki er því að neita, að
oft getur orðið kapp í prestskosn
ingum af þessu tagi, en prestarn-
ir sjálfir standa utan við allt þess
konar. —
Þegar auðsætt þykir á kosn-
ingafundum, að einhver prestur
hefir fylgi meiri hlutans er kosn-
ing hans oftast gerð einróma og
fylkja menn sér þá jafnan um
hann einhhuga þegar hanV kem-
ur til starfsins. Engan prest
fýsir að koma inn í fríkirkju-
söfnuð þar sem óvild og klofn-
ingur hefir átt sér stað, enda ber
slíkt sjaldan við. — Eg hefi bent
á þetta atriði um prestkosning-
amar vegna þess að það sýnir að
söfnuðirnir, leikmennirnir ráða
hér öllu. — Prestar eru yfirleitt
kallaðir til óákveðins típaa, sem
oft verður tíl lífstíðar, ef vel fer
á með presti og söfnuði. En yfir-
leitt eiga prestar vestra allt und-
ir velvild safnaða sinna, og þeir
einir endast í prestsskap hjá okk-
ur sem eru glaðvekandi og síst-
arfandi menn, og sem einnig
prýða kenningu sína með ó-
aðfinnannlegu lífemi.
#Safnaðarnefndin annast einn-
ig og ber ábyrgð á fjármálum
safnaðarins, eins og fyrr var get-
ið. Hún skiptir söfnuðinum nið-
ur í hópa eða umdæmi, og
einhver safnaðarmeðlima tekur
að sér að heimsækja vissa menn
í byrjun hvers fjárhagsárs til
þess að fá vitneskju hjá þeim
um það hversu stóra upphæð
þeir eru fúsir til að greiða til
kirkjunnar þarfa það árið. Ef
til vill segir sá sem heimsóttur
er, að hann sé fús til að greiða
52 dollara, eða einn dollar fyrir
hvern sunnudag. Er það talið
meðal kirkjugjald, margir borga
að vísu miklu meira, aðrir
minna, eftir ástæðum og hjarta-
lagi. Nú fær þessi kirkjugestur
búnt af 52 litlum umslögum,
eitt fyrir hvern sunnudag, og
er hvert umslag merkt þannig
að menn vita hvaða sunnudag
það á að notast. Þegar nú þessi
heimilisfaðir fer til kirkju næsta
sunnudag, tekur hann umslagið
ofan á af hyllunni, og lætur í það
dalinn, sem hann lofaði fyrir þá
vikuna. Ef hann er tíður kirkju-
gestur, og framkvæmir þessa
athöfn trúlega á hverri viku, eða
hvernær sem messað er, er hann
við árslokin búinn að greiða sitt
fulla gjald án þess að vita nokk-
uð verulega af þvi. Hefði hann
hinsvegar þurft að borga alla
upphæðina í einu, má vera að
það hefði reynzt honum mjög
óþægilegt, eða jafnvel ómögu-
legt með öllu. Vitanlega dragast
oft margir aftur úr með þessi
vikulegu gjöld, og í sumum söfn-
uðunum eru þau ekki notuð, en
öll upphæðin sem lofað var í
stað þess borguð í einu eða árs-
fjórðungslega. Yfirleitt eru Vest-
ur íslendingar fyrir löngu búnir
að átta sig á því að það er ekkert
athugavert við það að taka sam-
skot í kirkju. Það er ekkert ó-
hreint við peningana, einnig þeir
eru Guðs gjöf, og eiga samkvæmt
hugsjóninni um réttláta ráðs-
mennsku kristins manns, að not-
ast meðal annars til eflingar
Guðs kristni. Á vissum stað í
guðsþjónustunni. tekur prestur-
inn við samskotadiskunum sem
eru bornir til hans, snýr sér að
altarinu og leggur þá þar, og flyt-
ur um leið nokkur stutt bænar-
orð, þar sem hann biður Guð að
blessa þetta þakkaroffur safnað-
arins. í kirkju einni, sem ég er
kunnugur, og enskar messur eru
tíðar, syngur söngflokkurinn um
leið og samskotin eru borin fram,
stef á ensku sem í lauslegri þýð-
ingu hljóðar svo: “Vér erum að-
eins ráðsmenn yfir þeim gjöfum
sem þú veitir oss, hvort heldur
það nú er hæfileikar, manndóm-
ur eða fjármunir. Vér gefum þér
aðeins það sem þú átt sjálfur.
Margfalda þú þakkaroffur vort
með blessun þinni.”
1 hverjum söfnuði* er auk safn-
aðarnefndanna einnig d^ákna-
nefnd. Hlutverk hennar er að að-
stoða prestinn við sjúkravitjanir,
sálusorg og barnauppfræðslu,
eða annast þessi störf eingöngu
þar sem enginn er presturinn.
Konur voru fljótlega kvaddar til
starfa í kirkjunni vestan hafs
eða gerðust sjálfboðaliðar. All-
staðar þar sem söfnuðir eru
starfandi eru safnaðakvenfélög.
Eru þau jafnan mynduð af safn-
aðarkonum, og starfa eingöngu
fyrir söfnuðina, eða kirkjuna á
víðtækari sviðum. Auk þess að
starfa að líknar- og fræðslumál-
um, vinna þær einkum að fjár-
söfnun, en það er eins og að lík-
um lætur í fríkirkju, sem ekki
nýtur neins styrks frá því opin-
bera, afarþýðingarmikill liður í
starfi kirkjunnar. Um beina fjár-
söfnun er þó ekki að ræða. Kon-
urnar leggja stund á ýmiskonar
handavinnu, svo sem prjón,
sauma og vefnað, og efna svo til
útsölu á slíkum munum. Um leið
er oft efnt til skemmtisam-
kvæma, með hljófæraslætti og
ræðuhöldum, og inngangur seld-
ur eða samskot tekin. Þ e s s a r
samkomur fara venjulega fram
í samkomuhúsum sveitanna, eða
í kirkjukjöllurum, þar sem þeir
eru til, sem nú er orðið víðast
hvar. Auk hins venjulega safn-
aðarstarfs, leggja konumar mik-
ið á sig í þágu hinna víðtækari
þarfa kirkjufélaganna. Vestur
Islenzkar konur hafa reist sér ó-
brotgjarna minnisvarða m e ð
þeim stofnunum sem reistar hafa
verið vestra til líknar þeim elli-
hrumu, og til fræðslu h i n n a
ungu. Á ég þar einkum við Elli-
heimilið Betel á G i m 1 i, sem
kvenfélögin hafa löng.um stutt
með ráðum og dáð, og sumarbúð-
ir æskulýðsins að Húsavík og
Hnausum við Manitobavatn, fyr-
ir norðan Winnipeg. Þá ha fa
konurnar lagt drjúgan og giftu-
ríkan þátt til bindindisstarfsem-
innar. 1 Winnipegborg eru tvær
stúkur, Hekla og Skuld, sem
báðar hafa verið starfræktar í
meira en sextíu ár.
í sambandi við starf kvenþjóð-
arinnar í þágu kirkju og kristin-
dóms vestan hafs, er sérstak-
lega að minnast sunnudagaskól-
anna. í þjóðfélögum þar sem
ekki er ríkiskirkja, og þar sem
engin trúarbragðakennsla fer
fram í opinberum skólum, fell-
ur öll ábyrgðin í sambandi við
kristilega fræðslu á herðar heim
ilanna og kirknanna. Nú eru
heimilin vestra eins og almennt
gerist. Á sumum þeirra fá börn-
in nokkra tilsögn í kristindómi,
en enga á öðrum. Tilhneiginging
fólks er yfirleitt sú að fela börnin
forsjá annarra. Þau eru send á
hina almennu skóla til að læra
borgaraleg fræði, og til kirkjunn
ar til að nema sinn kristindóm.
Hvað gerir svo kirkjan fyrir
þessi börn? Hún safnar þeim
saman vikulega á sunnudögum,
skipar þeim niður i flokka eftir
aldri og þroska, fær þeim bezta
kennarann sem völ er á, og fær
þeim hjálparrit í hendur, sem
eru við hæfi hvers flokks. Sumir
safnaðanna eru svo heppnir að
eiga ágætu kennaraliði á að
skipa. Eru það einkum konur,
sem margar hvérjar eru kenn-
arar í hinum almennu skólum,
en eiga nógu mikinn áhuga og
fórnarlund, til að verja einnig
sunnudeginum til kennslustarfa.
Sunnudagaskólarnir leysa víða
af hendi frábærilega gott starf.
Þeir hæna býrnin að kirkjunni
þegar á unga aldri. Fjöldi barna
sækir þessa skóla ár eftir ár, og
láta aldrei nokkurn sunnudag
falla úr. Fyrir nokkrum árum
þekkti ég unga stúlku um tvítugt
BARLEY CONTEST WINNERS
Alberta and Manitoba divided the four major awards in
the $25,000 National Barley Contest of 1947, sponsored by
the brewing and malting industries. Two Alberta growers
captured the grand and reserve championships. Third and
fourth prizes were won by Manitoba growers. The National
champion is 28-year old James W. Bussey, Airdrie, Alberta.
Left to right in the picture taken April 6th at the Manitoba
Winter Fair at Brandon, where the winners were presented
with their cheques, are: George G. Elias, Haskett, Manitoba,
National Champion of 1946 contest, who won third prize
in 1947 and was awarded $300; Mr. BusSey, National
Champion, $1,000; A. Henry, Legal, Alberta, runner-up for
first prize, $500 and J. F. Bradley, Portage la Prairie, Mani-
toba, 4th prize — $200.
læknisdóttur, sem á laugardegi
varð fyrir því óhappi að detta
á skíðum, og snúa sig úr liði um
öklann. Daginn eftir lét hún föð-
ur sinn bera sig úr bílnum inn í
kirkjuna, til þess að hún yrði
skrásett sem fjarverandi. Slík
trúmennska er merkileg, en þó
ekki einsdæmi.
Víða í söfnuðum íslendinga
vestan hafs eru Irúboðsfélög. —
Eru þau venjulega mynduð og
haldið við af áhugasömum kon-
um, sem vilja brýna fyrir sjálf-
um sér og öðrum trúboðsskyldu
kristins manns. Á hverju ári
safna Vestur-íslendingar rífleg-
um upphæðum, sem ganga til
trúboðsins erlendis.
Langt n)ál mætti skrifa um
söngflokkana í kirkjum Vestur-
íslendinga. Þeir eru að sjálf-
sögðu eingöngu skipaðir sjálf-
boðaliðum, ungum og gömlum,
körlum og konum, sem alla
vetrarmánuðina koma vikulega
saman til æfinga, og sækja svo
guðsþjónusturnar á sunnudög-
um. Eina endurgjaldið er með-
vitundin um að hafa lagt fram
tíma sinn og hæfileika göfugu
málefni til styrktar. Þótt þessir
söngflokkar séu yfirleitt ekki
skipaðir fagmönnum, eru þeir yf
irleitt góðir og nokkrir ágætir. —
Einnig er safnaðarsngurinn al-
mennur; allir, sem til kirkju
koma, hafa bækur eða fá þær í
sæti sín, og allir syngja. — Ef
einhver kemur til kirkju og
syngur ekki þykir það einkenni-
legt, og vottur þess að sá hinn
sami sé annaðhvort sjúkur eða
með öllu raddlaus.
Mér hefir orðið tíðrætt um
starf Vestur-íslenzkra kvenna í
þágu kirkjunnar, en um það er
ekki hægt að tala of mikið, né
þakka það eins og vert er. En
karlmennirnir láta heldur ekki
sitt eftir liggja. Auk þess sem
þeir bera yfirleitt alla ábyrgðina
á þessu starfi, og skipa æðstu
trúnaðarstöðurnar í nefndum og
embættum, eru þeir yfirleitt
einnig mjög starfsfúsir og ósér-
hlífnir. Eg býst við að sumstað-
ar mundi það þykja óviðkunnan
legt, sem oft ber við hjá okkur,
að sjá karlmenn með hvítar
svuntur ganga um beina. En þeg
ar fjölmennar samkomur eru
haldnar, og mörg hundruð manns
fá mat og kaffi, eins og við ber
oft í samkvæmissölum kirkn-
anna, þá er það ekki lítið verk
að ganga um beina og ganga svo
frá öllu á eftir. Þá ber það oft
við að mennirnir fara úr jökkun
um, bretta upp ermarnar, og
hjálpa konunum við uppþvott-
inn. Og við vaskinn er enginn
mannamunur né annars yfirleitt
hjá Vestur-íslendingum. Þar
stendur læknirinn og lögmaður-
inn við hliðina á kaupsýslumann
inum eða verkamanninum, eins'
og verða vill. Allir éru bræður
og kunningjar, allir þúast, all-
ir eru glaðir og spaugsyrðin
fjúka. Fólkinu þykir innilega
vænt um kirkjuna sína. Það hef-
ir lagt mikið á sig fyrir hana, og
vill bera hana fram til sigurs,
sjálfum sér og börnum sínum til
blessunar.
Kirkjublaðið,
Febr. og Marz, 1948.
KAUPENDUR LÖGBERGS OG
HEIMSKRINGLU Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort iblað.
Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, extu vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐM UNDSSON
HOLTSGATA 9, REYKJAVIK
, + + + + + + + + + ♦ + ♦♦
TIL KAUPENDA
LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU
Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum
vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein-
dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á
þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en
þetta getur dregið sig sarrian og komið að dálitlu liði.
Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn.
Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur.
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
THE VIKING PRESS LIMITED