Lögberg - 15.04.1948, Blaðsíða 3
LÖGBERG FIMMTUDAGINN, 15. APRÍL, 1948
x
3
SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ
Hundrað og fimtíu ára minning
Eflir Jónas Jóhannsson í Öxney
Rímnafélag hefir nýlega veriS
slofnað í sjálfri Reykjavík og
má segja a3 margt hafi verið
gert óþarfara. Ekki hefði farið
illa á því, að félagsskapur þessi
hefði verið helgaður höfuðskáld
inu í þessari skáldskapargrein,
Sigurði Breiðfjörð. En svo lókst
þó iil að stofnun félagsins lenti
á milli árstíðar hans og aímælis.
Hinn 21. júlí 1946 voru 100 ár
liðin frá því að hann dó, en 4.
marz 1948 eru liðin 150 ár frá því
að hann fæddist.
Sigurður Breiðfjörð er fædd-
ur að Rifgirðingum á Breiða-
firði 4. marz 1798. Rifgirðingar
eru eyjabýli í mynni Hvamms-
fjarðar skamt frá innsiglingunni
í Hvammsfjörð, Röstinni og ligg
ur Röstin í gegnum lönd jarðar-
innar. Að norðan við leiðina -eru
liólmar, sem heita Steinaklettar
og Máshólmi, en að sunnan er
Gussey og Kjóeyjar. Fleiri leið-
ir liggja um sundin innan landa
merkja Rifgirðinga, nefnilega
Heyleið, írskaleið að nokkru
leyti og Geisandasund og fleiri.
Allar þessar leiðir og aðrir
straumar í mynni Hvammsfjarð
ar, eru svo straumharðir að bát-
ar og skip fara þar ekki and-
streymis um stórstrauma. — Rif-
girðingar liggja í Skógarstrand-
arhreppi í Snæfellnessýslu.
Foreldrar Sigurðar voru Ei-
ríkur, kallaður Breiðfirðinga-
kóngur, Sigurðsson Eiríkssonar
Magnússonar ívarssonar og
bjuggu þeir allir í Rifgirðingum.
Kona Eiríks, móðir Sigurðar
var Ingibjörg Bjarnadóttir Boga
sonar í Hrappsey Benediktsson-
ar í Hrappsey Jónssonar í
Brokey Péturssonar. Móðir Ingi-
bjargar móður Sigurðar var Jó-
hanna Vigfúsdóttir spítalahald-
ara á Hallbjarnareyri Helgason
ar tíuauraskeggs og Sigríðar
ólafsdóttur Tómassonar. Móðir
Eiríks föður Sigurðar var
Helga Teitsdóttir í Öxney Sig-
hvatssonar frá Sellóni Jónssonar.
Móðir Sigurðar föður Eiríks
var Steinunn Þórhallsdóttir Ein
arssonar og Sigríðar yngri Daða-
dóttur.
Eiríkur Sigurðsson var hag-
mæltur nokkuð og svo voru og
þeir feðgar á undan honum. Móð
ir Eiríks var líka af gáfufólki
komin og átti til margra göfgra
frænda að telja svo sem Guð-
brands sægarps í Skorevjum og
Þormóðs Eiríkssonar skálds í
Gvendareyjum og síðast en ekki
sízt hugvitsmannanna “gömlu
Öxneyinganna”. Þá var og
Hrappseyjarættin ein hin göfg-
asta talin við Breiðafjörð á ofan
verðri átjándu öld með höfuð
mentasetrinu Hrappsey.
Um Benedikt Jónsson í Hrapps
ey orti Þormóður. í Gvendareyj-
um vísu þessa:
J3ensa þykir brennivín sætt,
en bragna meira varðar .
að hann er lifandi ljós í ætt
og laukurinn Breiðafjarðar.
♦
Benedikt mun hafa verið nokk
uð ölkær, en Þormóður var meira
á öðrum sviðum.
Það var einu sinni að Eiríkur,
sem þá var fluttur búferlum í
Bíldsey, var staddur í Stykkis-
hólmi, að bátur kom þar að
landi og var Oddur Hjaltalín
fjórðungslæknir með í förinni.
Oddur lá aftur í drukkinn að
vanda. Eiríkur, sem líka var við
öl stefjaði á hann:
r
Læknisfjandinn eins og örn
aftur í situr núna.
Oddur svaraði um leið og hann
reis nokkuð upp:
Eiríkur og öll hans börn
eiga pínu búna.
Nokkrir vildu halda því fram
að þetta hefði orðið að áhríns
orðum hjá Oddi og færðu til þess
drykkjuskap þeirra feðga Eiríks
og Sigurðar og fleira.
Æskuár
Það er athyglisvert hve marg-
ir urðu mikilhæfir menn, sem
fæddust fyrir og um aldamótin
1800, þegar þjóðin fór að, ég vil
segja, verða kynþroska upp úr
Móðuharðindunum. Einn þess-
ara var Sigurður Breiðfjörð. —
Um hann hefir margt verið
skrifað, sem vænta mátti og
yerður fæst af því rakið hér. En
það eru til ýmsar sagnir sem um
hann lifðu á vörum fólksins, en
hvergi hafa verið skráðar, svo
mér sé kunnugt. Enda ekki von
því flestir hafa verið'fjarlægir
sem um hann hafa skrifað.
Fyrstu bernskuárin ólst, Sig-
urður upp í Rifgirðingum og
þaðan á hann fegurstu minning-
arnar, sem hann segir frá í
Númarímum. Fljótt bar á gáf-
um hjá honum, og vísnagerð fór
hann að fást við jafnsnemma og
hann lærði málið. Eins og þá var
títt voru rímur kveðnar á vetrar
kvöldin og auðvitað voru þar til
allar bækur frá Hrappseyjar-
prenti, enda var Eiríkur fróð-
leiksgjam. Þó Sigurður væri
eldsnar í hreyfingum og fljótur
til alls bæði með hug og hönd,
hætti honum til að vera draum-
lyndur og rýna í gátur tilverunn
ar. —
Þektustu rímnahöfundar voru
þá sr. Snorri á Húsafelli, Guð-
mundur Bergþórsson og Árni
Böðvarsson. — Þessara höfunda
var Árni nýjastur og næst sam-
tíðinni og kanske mesta skáldið,
enda mat Sigurður hann mest.
Líka stóð Árni að því leyti
næst, að seinni kona hans var
breiðfirsk, frá Fjósum í Laxár-
dal. —
Það var vandi Sigurðar ef
honum sinnaðist við hin börnin
að hann fór einförum, oft upp á
Stórhól eða út á Höfða og stilti
skap sitt við að horfa á Geisanda
sundið, hvernig straumurinn leið
fram létt og mjúkt, eða brá í
streng og hnitaði stundum
hringa marga og saug til botns
það sem í hann var kastað og
spjó- því svo upp aftur með ótal
hringsnúningum.
Það var eitt kvöld síðsumars
að Sigurður sat upp á Stórhól
að vanda og horfði á stórstreym-
ið inn leiðarnar er kvöldsólin
varpaði litauðugum ævintýra-
blæ á sundin, að hann sofnaði.
Dreymdi hann þá að Árni
Böðvarsson kæmi til sín og
kvæði yfir sér vísu þessa:
“Herjans lærðu sálda sáld,
sáld svo standi í skorðum,
að þú verðir skáldaskáld,
skáld, sem ég var forðum.
Fanst honum Árni seilast í
munn sér og teygja tunguna út.
Þóttist hann þá kenna sársauka
og vaknaði við. Hugði hann sig
þá sjá svip mannsins þegar
hann reis upp.
Það mun hafa verið árið 1807,
sem foreldrar Sigurðar fluttust
í Bíldsey. Fór þá að losna um Sig
urð og var hann oft langdvölum
annars staðar, en þó oft heima.
Þegar hann var um fermingu
var hann um tíma á Stað á
Reykjanesi a ðlæra hjá sóknar-
prestinum þar. í þeirri ferð kom
hann í Flatey og dvaldi þar viku
eða svo. Sú skamma dvöl í Flat-
ey varð til þess að móta örlög
hans þaðan í frá.
Ulanför
Venja var að láta böm fara að
vinna þegar fært þótti. Sigurður
þótti snemma verklaginn og
verkhygginn og lagtækur til
allra smíða sem 'hann bar við. —
Við alla sjómensku sem þá tíðk-
aðist við Breiðafjörð vakti hann
sérstaka eftirtekt og var fljótt
trúað fyrir að stjórna *bát um
eyjasundin. Þó þótti sá ljóður á
að hann væri hyskinn nokkuð
við dagleg störf, en ef að var
fundið, svaraði hann góðlátlega
með léttri stöku, sem vanalega
kom þeim, setn að fann, í gott
skap. Á þessum árum var Sig-
urður orðinn vel þektur kring-
um Breiðafjörð og jafnvel víðar.
Bæði hafði hann farið víða sjálf
ur og vísur hans þó víðar, því
þær voru á hvers manns vörum
á hverju heimili um bygðir
Breiðafjarðar. Hylli frænda
sinna átti hann óskipta og þegar
hann var á átjánda aldursári
var hann að frændaráði sendur
til Kaupmannahafnar til að læra
beykisiðn. Hafði hann þá auk
annars kveðskapar ort eftirtald-
ar rímur: Rímur af Bragða Ölvi,
rímur af Þorsteini bæjarmagn,
af Hrappi, af Cýrus Persea
kóngi, af Kambysis, af Hemingi
Áslákssyni, og af Hálfdáni Bark-
arsyni. Þessar rímur, sem og
annar kveðskapur hans, flugu
manna á milli. Mátti þar með
sanni segja að vísan væri hið
fljúgandi orð. Ef til vill hefir
Sigurður einn allra Islendinga
náð þeim háa hróðri að vera al-
ment kallaður skáld um ferming
araldur. Fátt mun nú vera til af
þessum kveðskap öllum nema þá
helst húsgangar sem gleymt
hafa höfundinum og ef til vill
eitthvað í Smámunum hans, þó
hann geti þess ekki. Kvæði sem
hann orti um ferðina til Hafnar
og sendi heim er til enn og varp
ar nokkru ljósi á æskuljóð hans,
sem nú eru týnd. Það byrjar
með þessari nokkuð sérstæðu
vísu:
Listin forna mundi mist
að miðla vísum ringum.
Gínarshorna væna vist •
* veita íslendingum.
Nú hélt hann í haf með ef tii
vill nokkrar leiðbeiningar og
minningar að heiman og kanske
einhver fararefni. Þetta varð
haldlítið, áminningarnar og þess
háttar vildu gleymast og tínast
og fararefnin, ef nokkur voru,
töpuðust.
Eitt hafði hann þó ennþá, sem
öllu hinu var dýrmætara. Það
var meyjarást. Hún var hans
meginstyrkur í glaumi og solli
heimsborgarinnar umkomulaus-
um unglingi, þar sem “þúsund
snörur liggja”, eins og lesa má
á milli línanna þegar hann
löngu seinna kveður um ungling
inn, sem sendur var til borgar-
innar.
Ferðin til Hafnar í þetta sinn
gekk erfiðlega. Fengu þeir langa
drift þegar kom suður um Vest
mannaeyjar. Eftir ca. 7 vikna
útivist strandaði skipið við
Gautland ásamt fleiri skipum.
Eitt rétt hjá þeim og fórust allir
menn af því, að þeim ásjáandi.
Gat það haft áhrif á viðkvæman
ungling. Þeir Sigurður komust
á skipsbátnum í sker eitt og var
bjargað úr landi eftir þriggja
dægra dvöl á skerinu, hungruð-
um, votum og hröktum. Skipinu
náðu þeir á flot aftur og komust
á því til Hafnar. En á meðan
þeir dvöldust í landi að hressast
fóru ræningjar um borð í skipið
og stálu þaðan öllu lauslegu og
þar á meðal farangri Sigurðar.
Þessi ferð hans endurspeglast í
huga hans þegar hann löngu
seinna kveður til farmannanna,
sem leggja á hafið frá því sem
þeim er hjartfólgnast og helgast:
Það er hart að hvata sér
í haf frá löndum,
þegar hjartað eftir er
í ástarböndum.
Blómaskeið æíinnar
Eftir fjögra ára dvöl í Höfn
kom Sigurður heim aftur. Var
hann þá talinn fullnuma í iðn
sinni, þó hann muni ekki hafa
haft skilríki upp á það. Hvað um
það, þá stundaði hann beykisiðn
nálega alla æfi sína. En hann
kunni fleira. Að sjálfsögðu var
hann full fær í danskri tungu
og fleytti sér nokkum veginn í
þýzku og mun hafa rýnt eitthvað
í ensku. Auk þessa var hann
ágætur sundmaður, sem þá var
mjög fátítt um íslending. — Og
hann kunni að dansa. Að vísu
höfðu fleiri lært dans erlendis,
en hann þótti hæfa heldra fólki
einu, en ekki sauðsvörtum al-
múganum, sem alþýða manna
var þá yfirleitt kölluð.
Þarna gerðist Sigurður meðal
gangari milli höfðingjanna og al-
þýðunnar. Hann kunni vel að
haga sér meðal heldri manna og
var lítillátur og ljúfur við alla,
eins og hann seinna segir um
Gunnar. á Hlíðarenda þegar
hann kom heim úr utanför. —
Marga meyjuna langaði að læra
sporið. Sigurði var jafnljúft að
sveifla armi um þá fátæku og
ríku. En flestum mun meyjun-
um hafa þótt armlög hans mjúk
og viðfeldin og gjarnan viljað
komast þangað aftur.
Sigurður kom heim frá Höfn
1818 og vann fyrstu árin á ísa-
firði, aðallega við beykisiðn, þó
var hann oft í ferðum og fór
meðal ánnars suður að Breiða-
firði að finna frændur sína og
vini. Þótti hann hafa vaxið ærið
við utanförina. Ekki dró það úr
álitinu að nú kallaði hann sig
Breiðfjörð. Var nú alment litið
á hann sem heldri mann og hag-
aði fólk sér eftir því áliti þrátt
fyrir lítillæti hans og ljúf-
mensku.
Frá ísafirði fór Sigurður eftir
fá ár og var víða eftir það, sem
kunnugt er.
Haustið 1819 fór hann enn til
Hafnar í erindum verslunarinn-
ar sem hann starfaði við á ísa-
firði og kom aftur heim vorið
eftir. í þeirri ferð orti hann fræg
asta kvæði sitt, “Fjöllin á Fróni”,
sem Gröndal taldi bera yfir
kvæði Jónasar.
Business and Professional Cards
Reiðarslag
Á þessu blómasekiði æfinnar
var Sigurður ekki talinn óreglu
maður frekar en alment gerðist
og nú virtist alt leika í lyndi. —
Hann var allsstaðar eftirsóttur
og vel metinn og alþýða manna
leit upp til hans, en gat þó altaf
umgengist hann sem jafningja.
Hann var lífsglaður að eðlisfari
og ól helga von í brjósti, von,
sem hafði fleytt honum þetta
sem hann komst, en þó að lokum
reynst tál. Frá æskuárum átti
hann ástmey, eins og áður getur.
Eitthvað olli því að þau náðu
ekki að njótast, þó þau unnust
heitt eins og lýsir sér í ástar-
fúna þeim, sem hann lætur víða
leika um kvæði sín. Eftir að hann
fór frá ísafirði átti hann heima
í Reykjavík í 3 ár. Þar stundaði
hann sjóróðra og var formaðury
Einu sinni sem oftar reru þeir
fyrir dag í blíðviðri. Skyndilega
dró upp skýhnoðra yfir fjöllin í
norðri. Formenn gáfu því auga,
en töldu það ekki hættulegt. —
Óðar en varði rann á áhlaupaveð
ur. Einn bátur fórst með allri
áhöfn, en allir hleyptu. Sigurð-
ur rendi bát sínum til Keflavík-
ur og tókst alt liðlega, enda þótt
hann manna viðbragðsfljótastur
og hugkvæmastur í öllu sem að
sjómensku laut og stjórnari á-
gætur, sem og margir Breiðfirð-
ingar. Þegar hann kom heim lá
á borði hans eða rúmi, bréf. Þetta
bréf var fr.á ástmey hans. Segir
hún honum að hún sé gift, þó
nauðug, því hann sé enn og muni
altaf verða sinn elskhugi. Sig-
urður svaraði bréfi hennar með
kvæði. í því kvæði kemur hann
allur fram í dagsljósið og hvergi
skýrar. Kvæði þetta var að
minsta kosti alt sem eftir var ald
arinnar, og gæti ef til vill verið
enn, raunabót og fróun stúlkum
þeim; sem þótti gifting sín drag-
(Frh. á bls. 7)
SELKiRK METAL PRODUCTS LTD.
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og Étvalt hreinlr. Xiitaeining, ný
uppfynding, sparar eldivið,
heldur hita.
KELLY SVEINSSON
* Sími 54 358.
187 Sutherland Ave., Winnipeg.
PHONE 87493
Dr. S. J. Jóhannesson
SUITE 7 VINBORG APTS.
594 Agnes St.
ViOtalstlmi 3—6 eftír h°l
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORAf'E SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smilh Sl.
Winnipeg
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selkirk, Man.
Offke hrs. 2.30—-6 p.m.
Phones: Office 26 — Res. 230
Office Ph. 95 668
Res. 404 319
NORViAN S. BERGMAN, B.A., LL.B.
Barrister, Solicitor, etc.
617 Mclntyre Block
WINNIPEG CANADA
Orfloe Phone
94 762
Res Phons
72 40«
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appolntment
447 Poríage Ave.
Also
123
TENTH ST.
BRANDON
Winnipeg
Drs. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GEN. TRU8TB
BUILJJINQ
Cor. Portage Ave. og Smlth St.
PHONE 96 952 WINNIPTO
H. J. STEFANSSON
Life, Accident and Health
Insurance
Representing
THE GREAT-WEST LIFE
ASSURANCE COMPANY
Winnipeg, Man.
Phone 96 144
Dr. Charles R. Oke
Tannlœknir
For Appointments Phone «4 §98
Office Hours 9—6
404 TORONTO GEN. TRU8T8
BUILDING
283 PORTAGE AVE.
Winnipeg, Man.
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
506 SOMERSET BUILDINO
Telephone 97 932
Home Telephone 202 398
SARGENT TAXI
PHONE 34 555
f'or Quick Reliable Service
Taislmi 95 826
Heimilis 53 893
DR. K. J. AUSTMANN
SérfrœBingur i augna, eyma, nef
og kverka sjúkdómum.
209 Medical Arts Bldg.
Stofutlmi: 2.00 til 5.00 e. h.
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 A1T3NUE BLDG WPO-
Fasteignasalar. Leigja hO<L Ot-
vega peníngalán og elds&byrgfC.
bifreiCaáhyrgB, o. s. frv.
PHONE 97 538
DR. ROBERT BLACK
Sérfrœöingur i augna, eyma,
nef og hdlssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG
Graham and Kennedy St.
Skrifstdfuslmi 93 851
Heimaslmi 403 794
Andrews, Andrew*,
Thorvaldson and
Eggertson
Lögfrœóingar
209BANK OF NOVA SCOTIA BG
Portage og Garry St.
Slmi 98 291
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N. DAK.
islenzkur lyfsall
Fólk getur pantaó mefiul og
annað me<5 pósti.
Fljót afgreiCsla.
A. S. B A R D A L
848 SHERBROOK STREET
Selur líkkistur og annast um Qt-
farir. Allur útbönaður sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
mínnisvaröa og legsteina.
Skrifstofu talstmi 27 324
Heimilis talsími 26 444
Geo. R. Waldren, M. D.
Physician and Surgeon
Cavalier, N. D.
Office Phone 95. House 108.
PHONE 94 686
H. J. H. PALMASON
and Company
Chartered Accountants
506 CONFEDERATION LIFE
BUILDING
Winnipeg, Canada
GUNDRY PYMORE
Limited
British Quality Fish Netting
58 VICTORIA ST„ WINNIPEG
Phone 98 211
Mnnager T. R. THORVALDSON
Vour patronage wlll be appreciated
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
./ H. PAOE, Managing Direotor
Wholesale Distributors of Prnh
and Frozen Fislh.
311 CHAMBERS STREET
Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 81T
G. F". Jonasson. Pres. & Man. Dir
Keystone Fisheries
Limited
404 SCOTT BLOCIÍ SIMI 96 227
Wholesale IMstributors of
FRESH AND FROZEN FISH
Manitoba Fisheries
WINNIPEG, MAN.
T. Bercovitch, fmmkv.stj.
Verzla 1 helldsölu meC nýjan ok
frosinn flsk.
303 OWENA STREET
Skrifst.sími 26 356 Helma 66 462
Phone 49 469
Radlo Servíce Speciallsts
ELECTRONIC LABS.
H. THORKELSON, Prop.
The most up-to-date Sound
Equipment System.
110 OSBORNE ST„ WINNIPEG
HHAGBORG 11
FUEL CO. n
Dial 21 331
(C.FJ*
No. II)
21 331