Lögberg - 03.05.1948, Blaðsíða 2

Lögberg - 03.05.1948, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. MAÍ, 1948 Farþegar á jörð - reikistjörnu FJAÐRAFOK Vér erum farþegar á reiki- stjörnunni Jörð, kominni úr k- þekktxi höfn, og enginn veit, hvert för hennar er heitið. — En vér vitum margt um stefnu og hraða skipsins og áhrif loftslags ins í geimhafinu á heilsufar, hegðun og samlyndi farþeg anna. Leiðin er löng og farið að ganga á birgðirnar, sem vér höf- um meðferðis, og því viljum vér vita, hvort takast megi að leggja net fyrir síldartorfur þeirra óbeizluðu orkulinda, sem í geimnum eru. Menn erum vér og dveljumst á reikistjörnunni Jörð og hún flytur oss um djúp geimsins og um óravíða vegi. Enginn þekkir þá höfn, sem hún sigldi frá. Eng- inn þekkir ákvörðunarstað hennar. Miklar líkur eru til að leið hennar hafi í fyrndinni legið í gegnum geimþoku. Nú er aftur hieiðskírt í lofti svo að sést til stjarnanna, hinna fjarlægu geimvita. Enginn veit hvenær vér lendum aftur í þokuhafi, sem byrgir sólina til hálfs. — En þess má finna í jarðsögunni ýms an vott, að þetta hefir átt sér stað. — Förunautar vorir á jarðarskip- inu eru af mörgum kynþáttum og játa mörg trúarbrögð. Jörðina sjálfa og stjörnuheiminn varðar það litlu hvernig farþegum er skipað niður á farþegarúmin. — Sjálfum er þeim það mikilsvert, að svo sé skipað högum þeirra, að árekstrar hljótist ekki af. — Mikið er komið undir athygli ^eirra og afstöðu til hinna sí- felldu breytinga á umhverfinu. Öld framíara Farþegar þessir horfa á breyt- ingar á himninum og hugleiða tilgang ferðarinnar og forlög skipsins af mjög misjafnlega ljósum skilningi. Tækifæri til að fá aukna þekkingu á stefnu og hraða skipsins og leiðinni eru þessum farþegum mikilsverð og gera þeim hægara fyrir um að samhæfast aðstæðunum og að hliðra til fyrir samferðamönn- unum. Þessi öld hefir fært oss miklar framfarir í vísindum. Þau hafa greinzt í æ fleiri flokka og flokkarnir í fleiri og fleiri sér- greinar. Þetta hefir orðið til þess, að örðugra er um yfirlit, útsýn yfir heiminn hefir dofnað, svo að örðugra er orðið um skiln ing á samhengi hlutanna. Til þessa skilnings, sem ég kalla heimsfræði, þarf sameinaða þekkingu á eðlisfræði, veður- fræði, útvarpsverkfræði, stjörnu fræði, líffræði og ef til vill aðal- atriðum hagfræði. Hugtakið “heimsfræði” kom fram í fyrsta skipti í vísindariti fyrir tíu ár- um, í bók minni Jörðin, útvarpið og stjörnurnar. Ástæðan til þess að ég notaði þetta orð var sú, að mér skildist, að athugun á jörð- innþog línum hennar með tilliti til afstöðu þeirra til heimsins og heimsrásarinnar gaeti orðið nægilegt verkefni fyrir sérstaka fræðigrein, ómissandi til að samhæfa þekkingarforða margra annarra. F' ? Áhrifa gælir frá sijörnunum Margt hefir komið í Ijós á síð- ustu tíu árum er styður þá skoð un, að áhrifa frá umhverfi jarð- arinnar, stjörnugeimnum, gæti mjög hér í heimkynni voru. At- huguð hafa verið áhrif sólbletta á foreindaútstreymi hinna efri loftslaga, en það gerir ýmist að minnka eða færast, kunnugt er um breytingar á sem verða á sól- inni. Það er jafnvel hægt að segja fyrir skilyrði útvarpssendinga, er kunnugt er um breytingar á sólblettum. Margar sannanir eru fyrir hendi um það, að tunglið valdi öldugangi í lofthvolfi jarð arinnar, engu síður en sjávar- föllum og að rafeindasvæði ofar- lega í lofthvolfinu, þau sem valda því, að útvarp er starfhæft haldist í horfinu vegna rafeinda útstreymis frá tunglinu. Senni- lega losna þessar rafeindir vegna C-geislunar á Hunglið, eða út- fjólublárrar geislunar frá sól- inni. Auk þess stefna hingað hvaða næva geimgeislar, sem eru jafn- vel ennþá orkumeiri. Þýðing þessarar geislunar fyrir lífið á jörðinni er ennþá órannsakað mál. Samstarf hinna ýmsu vís- indagreina er óhjákvæmilegt til skilnings á mörgum þeim fyrir- bærum, sem hljóta að ákvarða örlög mannkynsins og breyttni þess. Sólarorka Hversu gaman sem það annars er, að athuga hinar fjarlægu stjörnur, og hversu varhugaverð ir hlutir sem kunna að dyljast í geimdjúpinu, sem vér förum gegn um, er þó sólin lang þýð- ingarmest allra himinhnatta fyr ir lífið á jörðinni, og það er hún sem hefir forustuna í flugi sól- kerfisins um hina víðu vegi og leiðir það inn á nýjar brautir. Hún er ihilljón sinnum stærri en jörðin, og hún er lík ótal öðr- um stjörnum; hún geislar frá sér óhemjulegri orku, og af henni fær jörðin í sinn hlut einn hluta af tveimur millijörðum. En þó að hún fái ekki meira en þetta, byggist á því allt líf henn ar og hringrás efnanna á yfir- borðinu. Athugun á árhringum mjög gamalla trjáa og jurtaleifum í jarðlögum frá hinum fyrri jarð- öldum leiða í ljós að breytingar á magni geislaorku sólarinnar hafa orsakað breytinguna á lífs- skilyrðum á jörðinni, ýmist til hins verra eða hins betra. Nú virðist ætla að fara að hlýna í lofti. Sólarorka sú er jörðin tekur við, nemur fjórum milljónum hestafla á hverja fermílu af yf- irborði jarðarinnar. Ekki hefir mönnum ennþá tekizt að beizla þessa orku og hagnýta hana. En nú ganga brátt til þurrðar birgð- ir vorar af kolum og olíu, og er því mikil þörf á að handsama sólarorkuna. Enginn veit hvort það muni takast áður en tekizt hefir að hagnýta orku atómsins, eða eftir það. En þegar það tekst, að handsama þessar orkulindir, aðra hvora þeirra eða báðar, verður mikil fjárhagsleg bylting og menning jarðbúa mun taka gagngerum stakkaskiptum. Vísindin breyia hagkerfunum Vísindin eru sífellt að breyta hagkerfum þjóðanna, og hverri nýrri uppgötvun fylgja einhverj ar hættur. Vér veigrum oss við að gera oss grein fyrir háskan- um sem býr í beizlun nýrra orku linda í framtíðinni, nema þá verði komin fram þjóðfélagsvís- indi sem fyrirbyggt geti, að sú orka verði misnotuð. Margt býr í djúpi hugarins, sem ætlað er til verndar ein- staklingum, en fer oft í bága við hagsmuni þjóðfélagsins. Allt fram að þessu hafa framfarir í náttúruvísindum orðið miklu örari en framfarir í félagsvísind um, hegðun og breytni. Með tilliti til þeirrar tortím- ingar, sem styrjöldin hefir vald- ið, getum vér a. m. k. fyrirgefið biskupunum í Ripon, sem stakk upp á því fyrir nokkurum árum, að vísindin tækju sér hvíld í tíu ár. Fyrir nokkurum árum kom út grein, sem hét Andi vísind- anna á þessari öld. Grein þessi er einhver hin svæsnasta ákæra á hendur, vísindunum, sem ég hefi séð. Höfundurinn heldur því fram, að vísindin hafi leitt í ljós þýðingarleysi mannkynsins i hinni víðu veröld alheimsins, gert trúarbrögðin að gagnslitnu ævintýri, og tekið frá oss þá huggum og þann aflvaka, sem þau voru oss, og hleypt oss út í fen af hálfri þekkingu, án trausts og trúar á nútíð og framtíð. — Hann ákærir hyggjuvit og verk- snilli mannsandans fyrir að hafa beinzt gegn oss sjálfum, dæmir þau fyrir ’að hafa í af- mannað menninguna að sama skapi og valdið yfir náttúruöflun um hefir aukizt. “Hvernig fer”, segir hann að lokum, “ef lífinu verður framvegis stjórnað af agalausum, ógöfugum og ósið- legum vísindum?” Það er líklegt, að margir, sem ekki þekkja hið sanna eðli vís- indanna séu á sama máli. Og þeim er vorkunn með tilliti til þeirrar skelfilegu, vísindalegu stigamennsku, sem á sökina á því, hvílíkar hörmungar hafa verið leiddar yfir þjóðir jarðar- innar. — Hverjir eiga sökina Tæplega er þó hægt að kenna vísindunum sjálfum um mis- notkun vísindalegra uppgötvana, ekki fremur en hægt er að kenna upploftunum um það regn sem þaðan streymir yfir réttláta og rangláta. Það er barnaskap- ur áð álykta svo óviturlega. — Barnið reiðist þeim hlut, sem meiðir það, þó að óvarkárni þess sé um að kenna. Sérhverri vís- indauppgötvun má beita jafnt til tortímingar sem uppbyggingar. Þegar einhverjum hugvits- manninum á eldri steinöld tókst að sverfa egg á steinöxina sína, hafði hann betra vopn í viður- eign við villidýrin, og betra tæki til að hola eintrjáninga og byggja sér skýli, en þó má telja það víst, að villimenn þessir hafi fljótt lært að beita þessu vopni í bardögum sín á milli. — Hefði nú, samt sem áður verið betra, að uppgötvun þessi hefði ekki verið gerð, né aðrar slíkar? Þegar Galileo smíðaði stjörnu- sjá sína árið 1610, birtust í henni tungl Jupiters og óteljandi stjörn ur í Vetrarbrautinni. Eftirlits- menn, sem fengnir voru til að skoða þessa nýjung fyrir stjórn- arvöldin, dáðust mest að henni fyrir það, að hér væri fengið mikilsvert hernaðartæki. Þegar Alfre'd Nobel fann sprengiefni 1867, áttu verkfræðingar að fagna mikilsverðri nýjung, sem gerði jarðboranir stórum auð- veldari. Þá fyrst var hægt að grafa göng gegnum fjöll, og skipaskurði, sem styttu sjóleið- ir til mikilla muna. En Nobel sjálfum var það sjálfum fyrstum manna ljóst hve hættulegt vopn þetta gæti orðið í höndum her- skárra manna. Ættum vér þá að áfellast Nobel eða vísindin fyrir uppgötvun þeirrar efnasam- setningar, sem kallast sprengi- efnið TNT? Þrátt fyrir alla þá tortímingu, sem hlotizt hefir af Hagnýtingu vísindalegra uppgötvana í þágu hertækninnar, mætti þó vænta þess, að sú þjóðfélagsþróun, sem þær hafa skapað, gæti komið í veg fyrir þá upplausn, sem í sið- menningunni býr. Andi frjáls- borinna manna, sem risið hefir upp gegn yfirvofanli harðstjórn hefir flutt boðskap sinn í útvarpi um allan hnöttinn. Á hverri stund dagsins berast leiftur nýrra heimsviðburða inn á heim ilin. Stjórnmálamenn, fulltrýar stjórnarvalda og forsetar tala til milljóna í einu. Flugvélar flytja samningamenn yfir meginlönd og höf til viðræðna á styttri tíma en sendiboði gat hlaupið vega- lengdina milli Washington og Fíladelfíu fyrir hundrað árum. Nýit hluiverk handa vísindunum. 1 náinni framtíð mun verða flogið milli fjarlægustu staða á hnettinum á sex klukkustund- um. Eftir fáein ár verða viðskipti þjóða á milli og ferðalög langt- um meiri en var meðan velmeg un stóð sem hæst fyrir stríðið. — Einangrun heyrir fortíðinni til, hvort sem oss líkar betur eða verr. Vér munum komast í náin kynni við þjóðflokka, sem oss er nú með öllu framandi og við trúarbrögð þeirra og siði. Slík kynni stuðla að bættum skiln- ingi og samvinnu. Jafnframt fylgir þeim varhugaverð hætta. Hin ólíku rótgrónu sjónarmið þjóða sem aldrei fyrr hafa þekkst eru líkleg til að verða til ásteytingar þegar kynni tak- ast. Svo að nú er líklegt, að þekk ingarleysið á því, hvernig skipa | skuli sem hagkvæmast kynnum manna milli, verði oss til meiri trafala, en nokkuru sinni fyrr. Misnotkun vísindsfuppgötvana er fyrst og fremst þjóðfélagslegt og fjárhagslegt vandamál. — Og lausn slíkra samþjóðlegra vanda- mála hlýtur að verða hlutverk vísindanna. Sen\ betur fer, fer vaxandi meðal vísindamanna skilningurinn á þörf þess að vís- indum sé beitt að lausn þessara mála og öðrum misfellum á þjóðfélagslegri breytni af sömu nákvæmni og staðfestu og þau hafa viðhaft í rannsóknum og athugunum í rannsóknarstofum. Það er ekki ólíklegt, að það verði vísindin, sem eiga eftir að koma á nánara samstarfi þjóða á milli og manna. Vísindin við- urkenna engin landamæri og gera ekki upp á milli kynþátta. Sérhvert land hefir lagt fram sinn skerf til aukningar þekking unni. Gátur jarðsögunnar Með samvinnu maygra þjóða hefir oft tekizt að leysa gátur jarðsögunnar og mörg verkefni bíða slíkrar úrlausnar. Ljóst dæmi um þetta er hin alþjóðlega vísindastofnun, Union of Geo- desy and Geophysics, en hún hefir gert ýmsar athuganir á byggingu jarðlaganna, á loftinu og hafinu. Þessi stofnun hefir deildir fyrir jarðfræði, eldfjalla fræði, jarðskjálftafræði, loft- steinafræði, jarðsegulmagns- fræði, rafmagnsfræði, og haf- eðlisfræði, en allt eru þetta fræði greinar, sem allar þjóðir varðar. Veðurfar, byggingu jarðar og strauma hafsins væri ekki hægt að athuga, ef ekki nyti til þess samvinnu margra þjóða. — Og heimsfræði, eða rannsóknir á sambandi jarðarinnar við um- hverfi sitt, verður að byggjast á rannsóknum gerðum víðsvegar um heim. í alþjóðlegu vísindasamstarfi lærist mönnum að leggja niður misklið og samkeppni til hags- muna fyrir aukningu þekkingar. Nýjungar í uppeldi munu stefna að því að gera hina uppvaxandi kynslóð víðsýnni og skerpa skilning hennar til þess að andi og aðferðir vísindanna megi njóta meiri skilnings og hylli meðal fjöldans, en hingað til hefir átt sér stað. Þáttur líffræðinnar í slíkum fyrirætlunum er óhjá kvæmilegt að leggja áherzlu á þátt líffræðinnar í hinni kom- andi heimsfræði. Örar framfarir í lífeðlisfræði hafa á síðustu tíu árum lagt grundvöll að kenn- ingu um það, að rafmagnið sé undirrót lífsins, en sú kenning hefði fyrir einum mánnsaldri verið álitinn heilaspuni. Rannsóknartækni síðustu ára hefir gert kleift að mæla rafsvið það, sem umlykur lifandi frum- ur, og ýmsar tegundir rafmagns, sem búa 1 lifandi líkömum. Þessi öfl hafa ákveðna stígandi og hrynjandi, sem líklega ákvarðast af umhverfinu. Tæki til að mæla raföldur frá mannsheilanum hef- ir verið fundið upp og tekið í notkun af vísindamönnum, og er tæki þetta mjög nákvæmt. Sumt af þessum raföldum er næsta óverulegt. En sé tekið tillit til þess, hve hér er um örsmáar einingar að ræða, en það eru frumur heilans, kemur í Ijós að raforka þessi er geipilega mikil að tiltölu. Magnús í Ögri Jónsson, átti Ragnheiði, dóttur Eggerts Hannessonar. Hann var ágætur höfðingi. Hann reið jafn- an svo á Alþing að fylgd hans var auðkend, því að þeir höfðu allir lagvopn, 40 menn eða fleiri, og setti hver vopnin upp fyrst, er hann reið á Þingvöll. — Var það svo hvert sumar meðan hann sat uppi, og vildu sem flest ir vera í hans för. — Árb.). Sieinbíiahamar Á Selárdalshlíðum hinum nyrðri, gengur klettur einn í sjó fram, sem heitir Steinbítuham- ar, og er allmikið dýpi við hann. Sagt er að nafn dragi hann af því að þar hafi menn dregið steinbít fram af hamrinum. Eitt sinn lá maður þar við um vor- tíma og dró mikið af steinbít og öðrum fiski. En á hvítasunnudag hvarf hann og var talið að hann hefði fengið flyðru á færið og hún kippt honum fram af hamr- inum. Hrafnaþing Það er víst sumstaðar almenn meining manna, að hrafnar haldi þing á haustin og skipti sér til vetursetu niður á bæina, pari sig og rífi í sundur staka hrafninn, ef hann verður nokkur. Á Hörðu völlum í Fljótum sá ég í ung- dæmi mínu tvívegis, eitthvert haustið, 60—80 hrafna saman komna, sem að litlum tíma liðn- um flugu allir burt í ýmsar-átt- ir, 2 og 2 eða 4 og 4 saman, en í engum hóp sá ég fleiri en 4. — Hvort nokkur hrafninn varð stak ur, man ég nú ekki með vissu, enda þó mig minni, að í annað skiptið væri stakur hrafn, sem nokkrir hrafnar sóttu að, en forðaði sér það er ég til sá. Séra Jón Normann. Jón biskup Vídalín átti Sigríði dóttur Bauka- Jóns Hólabiskups. — Hún var svinn mjög og þótti ekki bæta um fyrir manni sínum. — Einu sinni rak hval á reka biskups og var mjög hart í ári, en samt seldi biskup allan hvalinn dýrum dómum. Margrét, móðir hans, frétti þetta og þótti ill tíðindi. Hún tók sér ferð á hendur í Skál holti. Þegar biskup frétti að hún var komin, gekk hann út að fagna henni, en kerling rak hon um þá utan undir og sagði um leið, að hann mætti ekki láta skurðgoðið frá Leirá draga sig Kenningin um breytiþróun líftegundanna á sér ennþá enga fullnægjandi skýringu. Tilraunir með x-geislan á frjóanga eða vaxandi vefi hafa valdið ýmsum vanskapnaði í fósturþróuninni. Líkurnar til þess að geimgeislar- nir, sem eru ennþá sterkari en x-geislar, hafi áti þátt í þróun líftegundanna á jörðinni, hafa farið vaxandi og er þessu nú mjög mikill gaumur gefinn. Úifjólubláu geislarnir frá sólinni. Engu ólíklegri þykir sú tilgáta, að vöxtur lifandi vefja sé háður breytingum á útfjólublárri geisl- un frá sólinni. Sannanir fara vax- andi fyrir því að magn útfjólu- blárra geisla, sem fara gegnum lofthvolf jarðarinnar, sé háð þeirri sólblettahringrás sem verður á ellefu ára frest. Breyt- ingar á geislun sólarinnar hafa sennilega áhrif á lífið á jörð- inni, annaðhvort beinlínis með því, að örfa lísstörfin eða óbein- línis með auknu eða minnkuðu magni af yítamínum og öðrum áhrifum á fæðuna. Ef þetta sann- aðist, mundi mega draga af því vítækar ályktanir. Þó að þekkingin á starfsemi innrennsliskirtla sé enn í berns- ku er það orðið ljóst, að náið sam- band er milli skaplyndis og hegðunar og starfsemi þessara kirtla, en hún gengur í öldum. Það kann að sannast, að breyt- til helvítis. Að svo mæltu fór hún leiðar sinnar, en biskup mælti: “Reið er móðir vor nú”. Skömmu seinna rak aftur hval á reka hans og gaf biskup þann hval allan. Steinboginn á Brúará Fjöldi manna flosnaði þá upp — árið 1602 — og er þess getið að mikil aðsókn varð í Skálholts- stað. Hugði brytinn að henni myndi létta, ef brúin sú hin sjálf gerða, eða steinboginn á Brúará, sá er hún hefir nafn af tekið, væri brotinn. Fór hann þá til með vitund eða ráði Helgu Jónsdótt- ur biskups, og braut brúna með mannafla. Biskupi líkaði illa er hann fékk slíkt að vita, og hvað hvorki sér né honum happ myndi verða. Drukknaði bryt- inn litlu síðar í Brúará; en mönn- um þótti bending á hinum yngri börnum biskups, að Eiríkur hafði vitsmunabrest mikinn, en Mar- grét var kvenna fríðust öðru- megin á andlitinu, svo að kinnin var fagurrjóð og blómleg, en önnur hvít og yisin. — Árb. Esp. Ebenezer Henderson enskur prestur, sem var hér laust eftir aldamótin 1800, lýsir Reykjavík svo: “Reykjavík er eflaust versti staðurinn á ís- landi, sem menn geta dvalið í að vetrarlagi. Félagsbragurinn er hinn auðvirðilegasti, sem hugs- ast getur. Hinir útlendu íbúar sitja vanalega allan daginn auð um höndum, með tóbakspípur í munninum, en á kvöldin spila þeir og drekka púns”. — Reykja- vík mátti þá kallast dönsk. Sigurour Breiðfjörð gisti einu sinni á Hjalla í Ölfusi hjá nafna sínum Sigurði Hinriks syni. Fékk hann þar góðar við- tökur, en. eitthvað bar þeim á milli þvi að Breiðfjörð kvað þessa vísu um nafna sinn: Ef það væri ekki synd að ég líkti saman, hefir rétta marhnútsmynd mannskrattinn í framan. Lésb. Mbl. Prófessorinn: — Nú er illt í efni, maðurinn, sem ég hefi að undanförnu tekið í tíma til þess að skerpa hugann, hefir gleymt að borga mér og ég man ekki hvað hann heitir. ingar eða öldugangur.í skaplyndi sem allir menn eru háðir, stjórn- ist af ástandi því í umhverfinu, sem háð er utanaðkomandi afl- vaka. Sé þetta rétt, gætu vísindin lagt fram sinn drýgsta skerf mannkyninu til heilla með því að segja fyrir þau tímabil, er mest ætti að reyna á þolgæði og lund manna. Þó að þetta sé enn í lausu lofti byggt, er vert að gefa þessari hugmynd nánar gætur. Allt í þágu hernaðar. Á síðustu árum hafa vísindin verið tekin í hemaðarþjónustu nær eingöngu. Vísindastofnan- ir hafa risið upp sem eingöngu var ætlað að vinna í hernaðar- þágu, miklu meiri og stærri en nokkuru sinni fyrr. í framtíðin- ni mun verða þörf fyrir svipaðar stofnanir til viðhalds slíkri vís- indastarfsemi sem National Re' search Council. Þess er að vænta, að afskipti stjórnarvalda af vísindunum verði viturleg, og að þau veiti þeim mátulegt aðhald án þess að hefta á nokkurn hátt frjálsar rannsóknir. Vísindafélög þau sem til eru og þau sem stofnuð munu verða, munu geta orðið a- gæt aðstoð til samvinnu þeirrar í vísindastarfsemi, sem hsefa mundi frjálsum heimi. Fríða Einars þýddi- Vísir

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.