Lögberg - 03.05.1948, Blaðsíða 5

Lögberg - 03.05.1948, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. MAÍ, 1948 5 ÁIIUSA/HÁL l\VI:NNA Rtístjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Miss Inez Bjarnarson Þessi glæsilega, unga náms- stúlka var nýlega kosin forseti í félagi ungra kvennstúdenta — Beta Gamma Chapter of Sigma Kappa sorority — við Manitoba háskólann. Hún er dóttir þeirra Mr. og Mrs. B. Bjarnarson í bænum Langruth við Manitoba- vatn. PYænka hennar, Miss June Bjarnarson, dóttir þeirra Mr. og Mrs. V. Bjarnason í Langruth var kjörin ritari í sama félagsskap. ♦ ♦ ♦ Bendingar um hvernig á að aga börn Eftir Gladys Bevans Vinkona kvennasíðunnar sendi þessa smágrein, og er ég henni þakklát fyrir það. Ungum mæðrum væri holt að taka til athugunar bend- ingar þessa uppeldisfræð- ings; þær virðast vera skyn- samlegar. — Greinin er laus- lega þýdd. — I. J. Hvernig ferðu að því að fá börnin til þess að gera það sem er bæði þeim og þér fyrir beztu? Er rödd þín og framkoma skip andi, þegar þú segir þeim að gera hitt og annað? Hótar þú að segja föður þeirra eftir þeim þegar þú ert í vand- ræðum með þau? Gengur þú á eftir þeim og dekrar við þau til þess að fá þau til að hlýða þér? Hótarðu þeim refsingu ef þau gegna ekki? Eða mútar þú þeim með smá- gjöfum til þess að hlýða þér tafarlaust? Ertu sjálfri þér ósamkvæm — leyfir þeim að gera það í dag sem þú refsar þeim fyrir á morgun? Eða verður þú yfir þig reið þegar þú getur ekki stjórnað þeim og gerir eitthvað, sem þú sérð eftir, þegar þú ert búin að stilla geð þitt aftur? Allar þessar uppeldis aðferðir eru rangar; þær eru rangar fyr- ir margra hluta sakir. Þær eru rangar vegna þess að þegar til lengdar lætur eru þær árangurslausar; þær hafa ef til vill áhrif í bili, en þú munt standa í sama stríðinu við börn- in í hvert skifti. Þær eru rangar vegna þess að með þeim gefur þú til kynna uppgjöf. Og þessar uppeldisaðferðir eru rangar vegna þess að þær draga úr valdi þínu yfir börnunum og virðingu þeirra fyrir þér. Böm- in verða að bera virðingu fyrir þér, þau þarfnast skapfestu og hyggni af þinni hálfu. Hinar réttu uppeldisaðferðir eru algerlega gagnstæðar þess- um, sem nú hefir verið lýst. Ef þú athugar þetta vandlega, munt þú sjá að það er rétt. í fyrsta lagi, ástæðan fyrir því að börnin verða að læra að hegða sér samkvæmt fyrirsögú þinni er sú, að það er þeim fyrir beztu — fyrir heilsu, vellýðan og skapgerð þeirra. í öðru lagi, þau verða að læra hegðun sem er í samræmi við annað fólk því þau eru mann- eskjur í samfélagi við aðra menn — unga og gamla — og verða að læra að taka hæfilegi tillit til þeirra. Þú skýrir þeim ekki frá þessum tveim grund- vallar-atriðum, en hefir þau sjálf stöðugt í huga sem takmark uppeldisins. — Hinar réttu uppeldisaðferðir eru þessar: Þá varast að endurtaka orð þín; náðu fyrst athygli barnsins ins og segðu því svo hvað þú viljir að það geri. Þú hefir taumhald á skapi þínu, jafnvel þótt þú sért þreytt og gröm. Þú ert sjálfri þér samkvæm, svo barnið viti hvers það má vænta frá þér. Þú ert glaðvær og örugg í við- móti og lætur barnið finna að þú teljir það sjálfsagt að það geri það sem þú ætlast til af því, vegna þess að þið eruð vinir. Þú biður barnið kurteislega að gera hitt og annað en skipar því ekki. Ef þú þarft að segja barninu að þú refsir því, ef það gerir þetta eða hitt, stattu þá við orð þín, en þó aðeins ef hirtingin er réttlát. Breyttu ákvörðun þinni, ef hún er óréttlát eða þú hefir gert hana til að svala, reiði þinni. Málrómur þinn er ávalt vin- gjarnlegur og þú ert brosmild og sýnir, velþóknun yfir því sem þau gera vel. Á þessu þrífast börnin. Þú finnur sem minst að við bömin og jagast aldrei við þau. Niðurlag greinarinnar um Francis frá Assisi birtist í næsta blaði. GISLI HALLSON Minningarorð Eftir hérumbil þriggja ára vanheilsu og nokkurra' mánaða sáran sjúkdóm, lézt bóndinn Gísli Hallson á heimili sínu í Vogarbygð, í grend við Mani- tobavatn, miðvikudaginn 21. apríl. — Gísli var fæddur að Hræreks- læk í Hróarstungu, í Norður- Múlasýslu, á íslandi, 2. ágúst 1884. Foreldrar hans voru þau hjónin Eiríkur Hallson og Anna Magnússon. Hann ólst upp með foreldrum sínum. Árið 1902 fluttist hann með foreldrum sín- um og systkinum til Canada. — Systkini hans voru: Sigríður, kona Páls Guðmúndssonar í Grunnavatnsbygð og Winnipeg. Niels í Winnipeg og á Lundar, og Stefán Pétur, að Oak View. Þau voru öll dáin á undan Gísla. Eftir að Gísli kom til þessa lands, átti hann víst ávalt heima í grend við Manitoba-vatn. — Hann stundaði fiskiveiðar í ein 20 ár, var afbragðs fiskimaður. Hinn 17. marz 1922 kvæntist hann Guðrúnu Vigfússon, ætt- aðri af Seyðisfirði, á Islandi. Þau settust að á bújörð, sem hann hafði þá eignast í Vogabygðinni. Eins og hann hafði stundað veiðiskapinn af áhuga og lægni meðan hann var fiskimaður, eins lagði hann mikla rækt við búskapinn eftir að hann varð bóndi. Hann var í röð hinna beztu bænda, enda var hann í hvívetna hinn mesti eljumað- ur, gekk að sérhverju verki með óskiftum kröftum, góðri athug- un, frábærri samvizkusemi og vandvirkni. Þau hjónin samein- uðu krafta sína í búskapnum; farsæld og blessun varð árang- urinn af atorku Og hyggindum, vel unnu starfi þeirra. Heimili þeirra var ávalt í Vogar-bygð. En það var ekki búskapurinn einn, sem þau gáfu máttarstoðir, heldur einnig sérhvert annað gott málefni, sem þeim var unt að styðja. Þau hjónin eignuðust fimm börn. Hið elzta þeirra, Stefán Pétur, dó 17 ára. Hin börnin eru: Arnold, Eiríkur, Anna, og Her- bert Gísli. Þau eru enn í heima- húsum, mannvænleg og unn- andi því sem er nytsamt og gott. Gísli var um 8 ára að aldri, er hann kom frá föðurlandi sínu. Hann hélt samt trygð við það alla æfi, þótt hann væri einnig trúr kjörlandi sínu. Hann hafði sérstaka unun af því að lesa ís- lenzkt mál, bæði í blöðum og í bókum. Hann var sannur maður. Hæg- ur var hann, stiltur, frábitinn því- að láta á sér bera. Eins og ljós- ið, sem lýsir, og blómið, sem ang ar, fá dýrð sína af því, sem þau eru en ekki af því að sýnast, eins var það hugarfar hans að lifa sannleikann í orði og verki, með öllu því göfgi sem tilheyrir sönn- um manni. Gísli var góður maður, frábæri lega óeigingjarn og velviljaður. Aldrei var hann í orðasennu við fólk, en lagði út á betri veg það sem mátt hefði telja orsök til að- finslu. Hann var ljúfmenni við þá sem hann uirngekkfet. Ætíð var hann fús til, eftir bezta mætti, að hlaupa undir bagga þar sem þörf var á hjálp. Sérstaklega var Gísli um- hyggjusamur um heimili sitt, hýsti það prýðilega og efldi hag þess og unað á allan hátt, sem honum var unt. Ástvini sína elskaði hann af einlægu og heitu hjarta. Alt vildi hann á sig leggja og sjálfum sér um alt neita, þeim til gagns og gleði. Gísli var kristinn maður í hjarta og breytni. Hann var trúr vorri lútersku kirkju alla æfi. “í gegnum Jesú helgast hjarta” leit hann hið himn^ska og fagra. Frá Frelsaranum fékk hann hugar- far kærleikans, það hugarfar, sem Páll postuli lýsir, er hann segir: “Hver og einn líti ekki ein ungis til þess sem hans er held- ur líti og sérhver til þess sem annara er”. Fíl. 2:4. Það hugar- far setti fegurðarblæ á líf hans. Þessi góði og vinsæli maður var jarðsunginn af séra Rúnólfi Marteinssyni, sunnudaginn 25. Varastöðin við Elliðaárnar tengd við bœjarkerfið í gær Kostar 19 miljónir króna, en er þó aðeins þáttur í stærra kerfi. I gær tengdi borgarstjórinn í Reykjavík varastöðina við Ell- iðaárnar við bæjarkerfið. Við- staddir voru margir gestir og sýndi borgarstjóri og rafmagns- stjóri þeim mannvirkið, sem kostar nú um 19 milljónir króna. Stöðvarhús nýju stöðvarinnar við Elliðaár er mikil bygging, um 24 þúsund rúmmetrar. Stöðin gengur ekki fyrir vatnsafli, held ur kolum eða olíu, eftir því sem henta þykir. Eru vélar stöðvar- innar þannig gerðar, að auðvelt er að breyta um brennsluefni með lítilli fyrirhöfn og nota það sem hagkvæmast er á hverjum tíma. Fyrst um sinn verður stöðin kynnt með olíu. Smíði þessarar stöðvar hefir dregizt nokkuð á langinn, frá því sem upphaflega var ákveðið, og gerir hún nú lítið meira en fullnægja allri rafmagnsþörf bæjarbúa og snerpa á hitaveit- unni. En gert er ráð fyrir, að við- bótarvirkjun Sogsins komist til framkvæmda, eftir tvö ár og bætist þá við orka, sem er jafn- mikil og orka þessarar nýju stöðvar, Ljósafossstöðvarinnar og Elliðaárstövarinnar gömlu, allra til samans. ÞeSsi nýja vara- stöð er því aðeins einn áfangi á langri leið til að sjá bæjarbúum fyrir nægu rafmagni, sem mjög hefir skort á að undanförnu. Kostnaður við nýju stöðina hefir farið gífurlega fram úr á- ætlun. Upphaflega var gert ráð fyrir að stöðin myndi kosta átta milljónir, en hún kostar orðið nítján. Vélar stöðvarinnar eru amer- ískar, og hafa amerískir sérfræð ingar haft umsjón með uppsetn- ingu þeirra. Tíminn, 8. apríl. Nœr 60 þús. dollara undir bréf til íslands Fyrir nokkrum dögum síðan fékk séra Jóhann Hannesson bréf frá Kína. — Það var um tvær vikur á leiðinni. Það, sem þó var öllu merki- legra við þetta bréf, var burðar- gjaldskostnaðurinn. Þetta var einfalt bréf fyrir flugpóstþjón- ustu. Það var póstað í Mið-Kína og þurfti sendandi að greiða 59 þús. kínverska dollara fýrir bréf- ið. — Séra Jóhann sagði, að láta muni nærri að þessi gífurlega upphæð, samsvari rúmlega ein- um amerískum dollara. Mbl., 9. apríl. Anna Borg hlýtur viðurkenningu Anna Borg Reumert leikkona hefir hlotið viðurkenningu frá Sjóði Tagea Brandt. — Voru henni veittar 10.000 kr., og hefir hún látið svo um mælt að hún myndi helzt vilja fara til Frakk- lands til að læra frönsku og kynna sér leiklist þar, eða ef til vill til Englands eða Bandaríkj- anna. Úr sjóði þessum var veitt fjór- um konum fyrir sérstklega fræki lega frammistöðu á sviði lista eða vísinda. Er hér um að ræða mik- inn heiður fyrir hina íslenzku leikkonu. Mbl., 16. marz. apríl. Ákveðið var, að kveðju- málin væru flutt í kirkjunni að Vogar, sem honum þótti vænt um, en fyrir miklar rigningar og ófæra vegi reyndist það ókleift. Fór því aðalathöfnin fram á heim ilinu, og var furða, hve margir voru viðstaddir. Fólk kom jafn- vel frá Oak Point og Lundar. Um þennan mann eru dýrmæt ar endurminningar. Rúnólfur Marteinsson. “Jóni forseta” hleypt af stokkunum Á skírdag var nýjum íslenzk- um togara hleypt af stokkunum í skipasmíðastöð Cook Welton og Gemmell Ltd., í Beverley. Eig- andi togarans er Alliance h. f. Togara þessum var gefið nafn ið “Jón forseti”, en það nafn bar fyrsti togarinn, sem smíðaður var fyrir Islendinga, og átti Alliance hann. Kristín, dóttir Guðmundar Jörgenssonar, for- stjóra í Hull, skírði skipið. Var margt manna viðstatt þá athöfn. Skipið er 180 fet að lengd, eða 5 fetum lengra en flestir hinna nýju togara, 30 fet á breidd og 16 að dýpt. Gert er ráð fyrir að það verði tilbúið -seinni hlutann í júní mánuði. Skipstjóri á “Jóni forseta” verður Guðmundur Markússon. Mbl., 6. apríl. Handbók um ísland á ensku komin út Handbók um ísland á ensku er nýlega komin út hér, og er útgefandinn Árbók Islands h. f. Er þetta í fyrsta skipti, sem ár- bókin kemur út síðan 1940, og hafa nýir eigendur nú tekið við verkinu. Fyrsta bindið af árbók- inni kom út 1907, útgefið af Sveini Björnssyni, núverandi forseta. Síðan tók Vilhjálmur Finsen við verkinu. Hilmar Foss hefir séð um út- gáfu bókarinnar, og er hún 655 síður með fjölbreyttum upplýs- ingum um land og þjóð, sérstak- lega hvað viðvíkur verzlun allri og öðrum atvinnuvegum lands- manna. Alþýðubl., 25. marz. Flóðin vestanlands Svo hefir lækkað í Rauðánni síðustu tvo sólarhringa, að Winnipeg er talin úr hættu af völdum vatnavaxta; á hinn bóg- inn er Assiniboine-áin ófrýni- legri en áður, einkum hjá Brandon, þar sem horfurnar eru síður en svo glæsilegar; hefir fjöldi fólks í þeim bæ flúið heimili; þó er ástandið ískyggi- legast í bænum Minnedosa; flóðgarður Minnedosa-árinnar sprakk í fyrradag, áin flæddi um bæinn, og sumstaðar var vatnið þar yfir fjögur fet. I Saskatchewan er flóðhættan sögð að mestu um garð gengin, og einnig víðasthvar í Alberta. Hafís á siglingaleið Veðurstofunni bárust laust eft ir hádegi í gær fréttir frá Brúar- fossi, þar sem sagt er að hafísjak ar sjáist hálfa sjómílu út af Barða og að breiðir ísjakar séu upp við land á siglingaleið frá Sauðanesi til Stiga. Austur af Stigahlíð eru einnig jakar á strjálingi. Mbl., 10. apríl. ÍSLAND ÁFANGI I HNATFTLUGI Flugmaður frá Nýja-Sjálandi, sem gera ætlar tilraun til að setja nýtt hraðamet kringum hnöttinn í eins manns flugvél, mun koma við hérna í næstu viku. Hann leggur af stað frá London og gerir ráð fyrir að vera 11% sólarhring í ferðalag- inu. Mbl., 9. apríl. SKOPSÖGUR Hreppstjóri nokkur var alger- lega mótfallinn böðum. — Nú vildi kvenfólkið í kvenfélagi sveitarinnar og unglingarnir í ungmennafélaginu fyrir hvern mun koma upp einhvers konar opinberu baði. Hreppstjóri mót- mælti, sagði að þetta yrði allt of kostnaðarsamt og auk þess bein línis heilsuspillandi. En þegar hann fékk engu um þokað, hreytti hann úr sér: “Jæja, baðið þið ykkur þá, bölvaðir sóðarnir ykkar, ekki mun af veita að bleyta á ykkur gæsahúðina og drekkja mesta bitvarginum”. Hrólfur, gamall drykkjurútur, lendir eitt sinn í kaupavinnu uppi í afdal, þar sem ekki fæst deigur dropi. Einhverju sinni nær karl þó í hálf-flösku af tré- spíritus, en honum er algerlega ráðið frá að leggja vökvann sér til munns, því að þá muni hann missa sjónina. Hrólfur — um leið ög hann sýpur á flöskunni: — “O, ég held maður hafi nú séð það, sem mað ur þarf að sjá, þegar maður er kominn á minn aldur. Skál!” ■f Bensi var á labbi niðri í bæ eina nótt fyrir skömmu og sá þá, hvar Keli lá augafullur und- ir húsvegg og svaf. Þá varð Bensa þetta að orði: “Svona verð ég á sunnudags- nóttina kemur, því þá er árshá- tíðin okkar”. Samtíðin. Á málverkasýningu hjá Rock- well Kent yrðir kona ein á hann og sagði með fyrirlitningu: — Þetta á að vera engill, segið þér. en það líkist bara ekki neinum engli”. “Frú”, sagði Kent, “hafið þér séð engil?” . . . NÚ ÞEGAR Afbragðs hitavél FYRIR HEIMILI 3-5 herbersi (4,500 Ctii>. I't.). ÓDÝR — HAGKWÆM Brennir smsestu og ó- dýrustu vestan kolum (meðal kostn. $4 á tonn) meðal kostn. við hitun fyrir smáheimili $38 á árstíð. SJÁLFVIRK - OG MJÖG AUÐMEÐFARIN Sjálfvirk geymsla leggur I hitavólina. Engir partar fara ár lagi yfir kuldakafl ann. Minni fyrirliöfn, þv ( ekki þarf að kveikja upp nema einu sinni á ári. Eidhólf fylt tvisvar á dag fyrirhafnarlítið. FULLKOMIÐ-SAMÞÉTT Nær liita hetur úr kolum en aðrar vélar á markaði. Samþétt og smá, kemst fyrir 4 ft. háum, 2 ft. breiðum og 3 feta djúpum kiefa. Kemst fyrir í snuesl u kjöllurum og hol- um; nothæft fyrir pípu- og svo að segja pípulausar hitavélar. Auðkomið fyr- ir. Þýngd um 300 pd. FINMÐ FMBOÐSMANN E»A PANTIÐ BEINT

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.