Lögberg - 03.05.1948, Blaðsíða 7

Lögberg - 03.05.1948, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. MAI, 1948 7 Jakobína Kristjana Björnson 1884—1948 Um helgina 22. febrúar síðast- liðinn, barst sú sorgarfregn til vina þeirra Halldórs og Bínu Björnson, er heima áttu í Blaine, Washington, að Bína hefði þá veikst mjög hastarlega og verið flutt á sjúkrahús í Bellingham, Washington. Reyndu þá ástvinir hennar og vinir að ala þá von í brjósti að hún gæti aftur fengið bata, þó útlitið væri svona skuggalegt. En sú von gat ekki ræzt, því á þriðjudaginn 24. febrúar andaðist hún þar á sjúkrahúsinu. Fráfall hennar á svo tiltölu- lega ungum aldri, varð eigin- manni hennar, börnum og ást- mennum, þungt reiðarslag. Eig- inmanni sínum var hún allt í öllu, ekki sízt í seinni tíð, er hann var tekinn að eldast og þreytast; börnum sínum og barnabömum var hún einlæg- lega hjartkær; og af fjölda ætt- ingja og vina var hún mikilsmet in og vinsæl. Jakobína Kristjana Dinusdótt- ir Jónssonar, sem ávalt var nefnd Bína af ættingjum henn- ar og kunningjum, fæddist 26. febrúar 1884 í Svoldarbygðinni í Norður Dakota, þar sem foreldr ar hennar voru þá búsett. For- eldrarnir voru Dinus Jónsson úr S.-Þingeyjarsýslu og kona hans Kristjana Maria Andrésdóttir úr sömu sýslu. Höfðu þau hjón fluttst til Ameríku 1878 og til Norður Dakota 1882, þar sem þau svo dvöldu til dánardægurs. Jakobína sál. átti mörg systkini, sem nú eru öll látin, nema Krist- ín, ekkja Björns Eastman er býr í grend við Hallson, N. D. Jakobína giftist eftirlifandi manni sínum Halldóri Björnson að Akra, N. D., 16. desember 1900. Eignuðust þau hjónin 11 börn, og af þeim lifa 8 móður sína. Börn þeirra eru: Björn, giftur önnu Stevenson og búsett ur í Arabíu; Tryggvi, kvæntur hérlendri konu, og búsettur í New York; Margrét gift Jóni Goodman, búsett við Hallson, N. D., Guðmundur, giftur Kat- hryn Arason, búsettur í Brem- merton, Washington, Kristján, giftur Sigrid Stevenson, búsett- ur í Seattle, Washington, Andrés Freeman, ókvæntur, búsettur í Guam; Sigríður Doris, gift Ray Olason og búsett í Seattle, Was- hington. Auk þess Kristín Steven son, stjúpdóttir Jakobínu sál., búsett í Grand Forks, N. D. _____ Halldór og Jakobína ólu einnig upp að nokkru leyti tvær stúlk- ur: Sigrid Stevenson, sem kom til þeirra 15 ára að aldri og ðvaldi hjá þeim þar til hún giftist, og Fríða Johnson, sem kom til þeirra 5 ára að aldri og bjó einn- ig hjá þeim þar til hún giftist. Hún er nú búsett í Seattle, W'as- hington. Stór hópur barnabarna syrgir og hina látnu, góðu konu. Það mætti vissulega nefna margt, sem prýddi bæði persónu og framkomu þessarar mætu konu, og áttu sinn góða þátt í því að gjöra hana ástsæla af skylduliði sínu og vinsæla meðal þeirra, er kyntust henni. Hún var léttlynd og glaðvær; jafnvel þegar ástæður voru eitt- hvað erfiðari í einn tíma en annan, var aldrei auðvelt að merkja það af framkomu henn- ar eða fasi. Jafnvægið og létt- lyndið fengu venjulegast að halda velli. Gestrisin var hún á- valt og góð heim að sækja, eins og eiginmaður hennar. — Og náði sá heimilisblær góðum tök- um á börnum þeirra líka. Hún var mjög söngelsk og sönglynd, og þar sem það einnig einkendi eiginmann hennar og heimilis- fólk, var gestum oft vel skemt þar á heimilinu með söng og hljóðfæraslætti. Og aldrei skorti þar góðgjörðasemina. Hin látna var fyrirmyndarhúsmóðir. Hún var ástrík og ágæt eiginkona og móðir, og naut því mikils trausts og ástríkis af hálfu eiginmanns og barna, og anriara sem dvöldu á heimilinu að staðaldri. Þó Jakobína sál. hefði að jafn- aði stórt og umfangsmikið heim ili fyrir að sjá, og miklar heim- ilisannir, var hún bæði svo bjart sýn og félagslynd að hún gat séð leiðir til að taka mikinn og góð- an þátt í ýmsu félagsstarfi. Ekki sízt tók hún mikinn þátt í því félagsstarfi sem miðaði að því að efla söngment og meiri rækt við söng í sveitinni. Ennfremur lagði hún einlæga rækt við kirkjulegt og kristilegt félags- starf. Enda var hún einlæglega trúuð og trúrækin, og hafði auk þess yndi af þátttöku í messu- söng. — Jakobína var vel gefin kona og vel að sér um margt. — Hún hafði ánægju af lestri góðra rita og bóka. Og mun hún kannske mesta ánægju hafa haft af því Jakobína K. Björnson. að lesa íslenzk ljóð og tala um þau við kunningja sína. Enda má telja það þjóðrækniseinkenni meðal íslendinga. Hefi ég nú nefnt nokkuð af því sem prýddi persónu og fram komu þessarar látnu góðu konu. En þó er ef til vill ónefnt enn það sem kannske prýddi hana hvað mest. Það var látlaus góð- girni hennar við hina aldur- hnignu, við einstæðinga, og við þá sem á einhvern hátt væru minni máttar. Á heimili hennar dvöldu um lengra eða skemra skeið æði margir aldurhnignir einstæðing- ar. Og ýmsir einstæðingar nutu gestrisni hennar og góðgirni. Henni var gefin sú dygð í næsta ríkum mæli að geta komið þann- ig fram við alla slíka og hlúð að þeim á þann hátt, að það færði þeim sólskin mitt í skuggum erf- iðleika, og hjálpaði til að skapa þeim bjartsýni í stað sársauka og bölsýnis. Og eins og ég hefi þegar vikið að nutu þessa ekki einu sinni hinir aldurhnignu er fengu* skjólstað á heimili þeirra hjónanna um lengri eða skemri tíma, heldur og margir fleiri er voru á einhvern hátt einstæðing ar, og henni auðnaðist að hressa og gleðja. Þeir verða því áreiðanlega margir, sem ásamt með eigin- manni hennar, börnum og skylduliði öllu, “ganga fram og segja hana sæla”. H. S. MÓÐURMINNING Frú Jakobína Björnson. d. 24. febr., 1948. * Gleym-mér-ei og liljum skal legstaðinn prýða, Ijúfa móðir, seint fyrnist skilnaðar stund. — Angan blóma signi þinn síðasta blund! Berast til þín ómar af saknaðar söngvum sólargeislans leið yfir ókunnug höf? —■ Ást þín, kæra móðir, var æðsta lífsins gjöf. Unaðs minning varir og andi þinn lifir. Ástvinir í draum-heimi friðar þig sjá, unna þér sem fyrri og endurfundi þrá. Jakobína Johnson, Seattle, Wash. Goðafoss er stærsta, hraðskreiðasta og vandaðasta skipið, sem smiðað hefir verið handa Islendingum Mikill mannfjöldi fagnaði skip- inu við komu þess í gær. Það var mikið um dýrðir í gær þegar Goðafoss hinn nýi sigldi til hafnar. Stjórn Eimskipafé- lagsins og framkvæmdastjóri, siglingamálaráðherra, frétta- menn, ljósmyndarar og lúðra- sveit fóru á móti skipinu út á ytri höfnina og fóru þar um borð í það. Var þar dvalið um hríð, en síðan siglt inn í höfnina. — Hafði þá mikill mannfjöldi safn- azt saman á hafnarbakkanum að fagna komu skipsins. "Guð blessi Goðafoss" Meðan skipið var á ytri höfn- inni var skipstjórinn, Pétur Bjömsson, sæmdur stórriddara- krossi Fálkaorðunnar. Er hann hafði veitt heiðursmerkinu við- töku, ávarpaði hann stjórn Eimskipafélagsins: “Eg færi ykkur skipið, þennan góða grip”, sagði hann, “og bið ykkur að veita honum viðtöku. Guð blessi Goðafoss”. Eggert Claessen þakkaði skip- stjóranum orð hans og störf öll í þágu Eimskipafélagsins og árnaði honum og skipinu allra heilla. "Þelta er sjóborg" Fáeinir farþegar voru með Goðafossi, og átti tíðindamaður Tímans tal við ýmsa þeirra. — Þetta er sjóborg, sagði Guðrún Eiríksdóttir matselja, hvað eftir annað. Skipið, fólkið, maturinn, loftið, vatnið — allt er jafn gott í þessu skipi. Það var ofsaveður alla leið eftir að komið var út fyr ir Pentilinn. En samt leið manni svona vel. Þetta er sjc borg — það er ykkur óhætt a segja. Og mér finnst, að þei mættu krossa hann Harald stýr: mann líka. Merkur viðburður í siglinga- sögu okkar Á leiðinni til lands lék lúðra- sveitin ýms lög. Þegar lagzt hafði verið að hafnarbakkanum, fluttu Emil Jónsson ráðherra og Guðmundur Vilhjálmsson fram- kvæmdastjóri ræður. Samgöngumálaráðherrann lýsti í fáum orðum þeirri þýð- ingu, sem1 Eimskipafélagið hefði haft fyrir þjóðina. Vék hann síðan að hinu nýja skipi. — Koma þessa nýja skips er mikill viðburður í siglingasögu okkar, sagði hann. Fyrir hönd íslenzku ríkisstjórnarinnar í hennar nafni, þakka ég, hvernig 8 ára telpa, sem kynnir Island í dálkum heimsblaðanna Eftir Karl Strand Einleikur Þórunnar Jóhannsdótt ur með Synifóníuhljómsveit Lundúna, vekur hrifningu gagnrýnenda London í marz. I dálkum Lundúnablaðanna, þar sem aðalumræðuefnið er tog streita stórveldanna, Marshall- áætlunin, kjarnorkan og horf- urnar á þriðju heimsstyrjöld, er íslands sjaldan getið. Við eigum hvorki herlið, kjarnaorku- sprengju né fjármagn til þess að vekja athygli né ryðja skoðun- um braut meðal annarra þjóða. Tilgangurinn með þessum línum er heldur ekki sá að harma það. En um yfirstandandi helgi hefir fsland smeygt sér inn í furðu marga blaðadálka innan um þunglamalegar stjórnmálaftegn- ir stórþjóðanna. Þetta hefir hvorki gerst með herafli né kjarnorku. Orsökin er lítil stúlka norræn á svip, handsmá og hýr- eygð. Hún er lesendum blaðsins vel kunn og heitir Þórunn Jó- hannsdóttir. Leikur með Lundúna Symfoniu- hljómsveitinni Þórunn litla, sem nú er átta ára og átta mánaða gömul, lék einleik á píanó á tvennum hljómleikum í London, nú í viku lokin. Aðrir voru á föstudaginn 12. þ. m., þar sem hún lék Miniature Conserto í G-dúr eftir Alec Rowley með London Junior Orchestra undir stjórn Ernest Reed. Hljómleikarnar fóru fram í aðalsal Royal Academy of Music, en við þá stofnun stundar Þórunn nú nám hjá ungfrú Ethel Kennedy. Seinni hljóm- leikarnir voru haldnir fyrir börn á laugardaginn 13. þ. m. í Central Hall Westminster. Þar hlotnaðist Þórunni litlu sá heið- ur að leika sama konsert með hér hefir verið að unnið. Eg færi og skipstjóra og skipshöfn þakk- ir. Gifta fylgi Eimskipafélaginu og starfsmönnum þess öllum á sjó og landi. Stærsta, hraðskreiðasta og vandaðasta skipið — Hinn nýi Goðafoss er stærsta, hraðskreiðasta og vand aðasta kaupskip, sem byggt hef- ir verið handa Islendingum. — Þannig komst Guðmundur Vil- hjálmsson forstjóri Eimskipafé- lagsins að orði í ræðu sinni. — Rakti hann síðan nokkuð skipa- aukningu Eimskipaféíagsins og skýrði frá stærð skipsins og ganghraða. ' Goðafoss er 290 fet að lengd og 46 fet á breidd. Skipið er 2905 brúttósmálestir en 2700 dead- weight smálestir. Lestarrúm skipsins er um 150 þúsund ten- ingsfet. Skipið er búið 3700 hestafla- vél og ganghraði þess er um 15 mílur. Goðafoss er búinn öllum ný- tízku tækjum, þeim beztu sigl- ingatækjum, sem völ er á. Mörg þeirra hafa ekki þekkst hér áð- ur í skipum. Á Goðafossi er flestu mjög haganlega fyrirkomið. Salar- kynni eru þar glæsileg, sérstak- lega eru þó farþegum, sem skip- inu er ætlað að flytja, búin mikil og góð salarkynni. Farþegaklef- arnir, sem raunar eru ekki nein ir klefar, eru búnir snotrum og þægilegum húsgögnum. Reyk- salur farþega fremst á annan hæð í brúnni, er mjög vistlegur og rúmgóður. Annars er skipið fyrst og fremst vöruflutningaskip. íbúðir yfirmanna á skipinu eru góðar, sérstaklega þó skip- stjóra. Skipverjar aðrir hafa flestir sinn klefann hver, en 'sameiginlegt bað og snyrtiher- bergi. Tíminn, 24. marz. London Symphony Orchestra einnig undir stjórn Ernest Reed- Þeir, sem þekkja London Symp- hony Orchestra, vita bezt hversu háar kröfur það gerir til einleik- ara sinna, enda mundi margur píanóleikari með fjölda námsára að baki hafa orðið stoltur af þess ari *viðurkenningu. I bæði skiptin lék Þórunn litla fyrir fullu húsi við eins góðar undirtektir áheyrenda eins og framast verður á kosið. I bæði skiptin var hún kölluð fram hvað eftir annað og hyllt með dynjandi lófataki. Henni bárust blóm og gjafir, sem hún meðtók með barnslegri gleði en þakkaði fyrir með alvöru þroskaðrgr listakonu. Hinsvegar mun henni naumast hafa verið kunnugt um það hversu mjög löndum hennar í áheyrendahópnum hlýnaði um hjartarætur og jafnvel vöknuðu um augu — en þeir voru ekki einir um það. Hér er ekki ætlunin að rita um hljómlist Þórunnar litlu frá fræðilegu sjónarmiði. Það hefir þegar verið gert og mun verða gert enn meir er tímar líða af þeim sem það kunna. Hér skal þess aðeins getið að í Central Hall hlýddu margir.af þekktustu hljómlistargagnrýnendum Lund únablaðanna ásamt nokkrum amerískum gagnrýnendum á hana og létu aðdáun sína í ljós á eftir bæði í ræðu og riti. Eftir hljómleikana spjallaði hún frjáls mannlega og óþvingað við blaða- menn, ljósmyndara og rithanda- safnara og vann hjarta hvers manns. Líiil ljóshærð ielpa og píanósnillingur Þegar Þórunn litla Jóhanns- dóttir kemur inn á söngleikasvið ið er hún lítil stúlka ljóshærð, sem tæpast nær með kollinum upp fyrir píanóið. Hún hneigir sig fyrir áheyrendunum og lítur til hljómlistarstjórans með barns legu trausti. En við fyrsta við- bragð tónhamarsins breytist hún skyndilega í þroskaða listakonu. Engin bending hljómsveitar- stjórans fer framhjá henni. — Grannir barnsfingur hennar búa yfir ótrúlegum krafti. Meðan á leiknum stendur dregur barnið sig í hlé en listakonan ríkir. Á eftir situr hún á gólfinu í lista- mannaherberginu eða á hné ein- Brezki fjallgöngumaðurinn, Lane, sem lagði fyrir nokkrum vikum inn á öræfi, í stefnu á Vatnajökul, heldur enn kyrru fyrir í Næfurholti. Eins og kunnugt er komst Lane við illan leik úr ferð sinni niður að Næfurholti, og var þá að • fram kominn af hungri og þreytu. Farangur sinn varð hann að skilja eftir fyrir sunnan Heklu, og einnig peninga og úr. Hinsvegar tók hann öxi með sér og studdist við hana til bæjar. í ferðinni sprakk primusinn hans og brenndi ofan af honum tjald- ið, svo að síðustu næturnar varð hann að liggja úti, og var þá hvers blaðamannsins og spjallar við hann eins og hver önnur átta ára dóttir. E. t. v. bendir þessi hæfileiki hennar til snöggra um- skifta eigi síst til þess .sem vænta má af henni í framtíðinni. íslenzk þjóð er smá og fátæk á mælikvarða*stórþjóða. Hún mun seint hasla sér völl á alþjóðavett vangi með kjarnorku eða auð- magni, enda skiptar skoðanir um ágæti þvílíkra aðferða. Þeim sem erlendis dvelja verður hins- vegar tíðum ljóst hversu íslenzk ritlist liðinna alda greiðir þeim oft götu í hópi merkra erlendra manna. Enn sem fyrr er vegur- inn opinn fyrir íslenzka þjóð til frama, vegur listanna, sem opinn er smáþjóð sem stórþjóð. Þórunn litla Jóhannsdóttir er einn möguleiki þjóðarinnar á þessum vegi. Þarf að stunda framhalds- nám Fyrir nokkrum árum, kom fram lítill drengur í Nýja Sjá- landi sem athygli vakti fyrir af- burða fiðluleik. Nýsjálendingar sem eru ung og upprennandi þjóð, töldu sig ekki hafa efni á því að kasta gáfum hans á glæ, en sjálfur var hann fátækur og átti engan kost menntunar af eigin ramleik. Stjórn Nýja Sjá- lands ákvað því að taka dreng- inn að sér og senda hann til Eng- lands til fullrar námsdvalar und ir handleiðslu færustu tónlistar- manna Breta. Þessi piltur, sem heitir Allan Loveday er nú upp- rennandi fiðlusnillingur hér í London. Nýja Sjáland mun ekki iðrast gerða sinna í þessum efn- um. Þórunn litla Jóhannsdóttir, sem nú leikur á píanó í London fær blóm og gjafir á hljómleik- um sínum, en hún fær ekki að vinna sér inn fé í Englandi enn um nokkurra ára skeið vegna landslaga. Við, sem þekkjum hana bæði utan sönghallarinnar og innan, trúum því, að hún eigi eftir að kynna hafn íslands í dálk um heimsblaðanna á meiri og betri hátt en gert verður nokkru sinni með kjarnorkusprengingum eða hervaldi.'En til þess þarf hún að eiga kost á framhaldsnámi. Verður stjórn íslands eins fram- sýn og stjórn Nýja Sjálands? Eða eigum við á komandi árum að láta okkur nægja að lesa nafn Allans Loveday í blöðunum en eftirláta kjarnorkufréttunum það dálkarúm sem bíður eftir Þórunni litlu Jóhannsdóttur og Islandi? Mbl., 25. marz. einnig matarlaus orðinn. Lane hefir legið rúmfastur í Næfurholti undanfarið, sár og bólginn eftir þessa svaðilför. — Hann ætlaði sér, strax og hann kæmist á fætur, að sækja farang ur sinn, en af því hefir ekki get- að orðið, því enn er hann stokk- bólginn og ekki ferðafær. Hann ætlaði sér að koma til Reykja- víkur nú um helgina, en af því gat ekki orðið af framangreind- um ástæðum. Þá hefir Lane einnig hug á að ganga á Tinda- fjallajökul áður en hann kemur h-ingað til bæjarins. Vísir, 15. marz. TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur. THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED ♦ '♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Prímusinn sprakk og tjaldið brann

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.