Lögberg - 03.05.1948, Blaðsíða 4

Lögberg - 03.05.1948, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. MAÍ, 1948 --------Hogberg--------------------- G«fi8 út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskriít ritstjórans: EDITOK LÖGBERG «95 Sargent Ave., Winnipeg, Man Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfrain The “Lögberg” is prínted and pubiished b;. The Columbia Press, Limited, 695 Sargera Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as.S-.eond Class Maii, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Canada og utanríkisn álm Síðastliðinn fimtudag kom stefna Canada í utanríkismálunum til um- ræðu í sambandsþinginu, og hafði utan- ríkisráðherra, Louis St. Laurent. fram- sögu í þeim efnum; hann er einn af mælskustu mönnum á þingi, og viður- kendur einn hinn allra lærðasti maður í alþjóðalöggjöf, sem nú er uppi í þessu landi; og nú er það nokkurn veginn á almanna vitorði, að hann taki við leið- sögu Liberalflokksins, er Mr. King læt- ur af forustu, sem líklegt þykir að verða muni að afloknu flokksþinginu, sem haldið verður í Ottawa í öndverðum ágústmánuði næstkomandi. Mr. St. Laurent gaf ótvírætt í skyn, að á vettvangi alþjóðamála, myndi cana diskra áhrifa gæta því meir, sem tímar liðu; enda væri þjóðin ólíkleg til þess, að skorast undan nokkurum þeim skyldum, sem rás viðburðanna óhjá- kvæmilega hlyti að leggja henni á herð- ar; þær skyldur gætu orðið þungar og margbrotnar, en þeim mun gildari á- stæða væri til að horfast í augu við þær og ganga á hólm við þær með framsýni og einurð. “Sé öryggi þjóðar vorrar í hættu”, sagði Mr. St. Laurent, “þá stafar það frá ásælni Rússa og leppríkja þeirra”. Mr. St. Laurent kom í ræðu sinni víða við, og það var síður en svo, að hún fjallaði einvörðungu um Rússland og kommúnistana; hann sagði að viðhorf- ið í heiminum að loknu síðasta stríði, hefði mjög verið með öðrum hætti en viðgekst eftir fyrra heimsstríðið; þá • hefði aðalskugginn verið fólginn í því, að Bandaríkin dróu sig í hlé og vildu ekkert við þjóðabandalagið eiga saman að sælda; nú væri engu slíku til að dreifa, því nú hefði ameríska þjóðin af fúsum og frjálsum vilja skipað sér í fylkingu sameinuðu þjóðanna og beitt sér fyrir um alþjóðasamvinnu; cana- diska þjóðin væri í eðli sínu samvinnu- þjóð, er óhikað veitti sérhverju því bandalagi fylgi, er miðaði að einingu á vettvangi alþjóðamála og traustum og varanlegum friði; þessvegna hefði þjóð- in alshugar fegin fagnað fimmvelda sáttmálanum, sem undirskrifaður var í Brussel síðari hluta nýliðins vetrar og sannfærst um, að með honum væri stig- ið mikilvægt spor þjóðunum í vestur- hluta Norðurálfunnar til viðreisnar, en slíkt hlyti jafnframt að hafa djúpstæð áhrif á alþjóðaöryggi. Mr. St. Laurent harmaði mjög hina pólitísku atburði í Czechoslóvakíu, og mintist í því sambandi á Munich-sátt- málann hinn illræmda, er orðið hefði einskonar forleikur að ógnum síðustu heimsstyrjaldar og rænt Czehoslóvaka frelsi sínu; slíkir atburðir væru ekki auðgleymdir, og þá allra sízt hjá frelsis- elskandi þjóð eins og canadiska þjóðin væri. Mr. St. Laurent kvaðst eigi furða sig á því þó mörgum manninum yrði það á, að láta í ljós dauftrú sína á áhrifa- mátt sameinuðu þjóðanna, því það væri síður en svo að á þeim vettvangi hefði alt gengið að óskum; -og til þess að ganga úr skugga um það, þyrfti eigi annað en vitna í Palestínumálið, er enn væri með öllu óleyst, og jafnvel í enn meira öngþveiti, en áður var; en þó svona hefði tekist til, væri ástæðulítið að örvænta um nytsama framtíð sam- einuðu þjóðanna, því þær hefðu til með ferðar mörg sameiginleg mál, er þrátt fyrir ólík sjónarmið, yrðu að leysast með sameiginlegum átökum viturlegra ráðstafana; fimmvelda-sáttmálinn í vesturhluta Norðurálfunnar, væri eins og viti, er forðaði frá hrakningum og hafvillum, og það væri engan veginn óhugsandi, þetta nýja bandalag yrði til þess, að vísa sameinuðu þjóðunum veg til víðtækari samstarfsgrundvallar, en þær fram að þessu virtust hafa kom- ið auga á; allar slíkar fylkingar, fjöl- mennar eða fámennar, væri canadisku þjóðinni ljúft að skipa sér í, og veita þeim að málum. Þá vék Mr. St. Laurent að væntanleg- um friðarsamningum við Þjóðverja og Japani; kvað stjórn Canda mótfallna því, að Þýzkaland yrði gert að óábyrgu kotríki, er glatað hefði að öllu sinni fornu frægð. “Sá er vilji Canada”, sagði Mr. St. Laurent, “að Þýzkalandi verði einu sinni enn heimilað sæti meðal frjálsra Norðurlandaþjóða, að fenginni trygg- ingu fyrir því, að þý^Jt árásarstríð séu úr sögunni”. Mr. St. Laurent lagði ennfremur á- herzlu á það, að Canada krefðist að öllu réttar síns varðandi friðarsamn- inga við Þýzkaland, því svo hefði þjóð- in fórnað miklu meðan á stríðssókninni stóð; hann kvaðst einnig vilja láta það skilj,ast, að það væri síður en svo, að Canada léti vesturveldin segja sér fyr- ir verkum með hliðsjón af áminstum væntanlegum f riðarsamningum; hún vildi vera að fullu ábyrg sinna gerða í því sem öðru. Varðandi friðarsamninga við Japan, sagði Mr. St. Laurent, að Canada krefð ist nákvæmlega sama réttar og í hinu fyrnefnda tilfelli, en kvað þjóðina vera á öndverðum meið við þá, er gera vildu Japan að stórveldi í þeim tilgangi, að verjast útbreiðslu kommúnismans í Austurlöndum, því slíkt gæti orðið tví- eggjað sverð. Með hliðsjón af deilunni milli Indlands og Pakistan vegna Kashmir-fylkisins, kvað Mr. St. Laurent Canada hafa stað- ið í brjóstfylking þeirra þjóða, er kröfð- ust þess, að nefnd sérfræðinga yrði send þangað austur til málamiðlunar; og þó enn væri eigi að fullu séð fyrir enda á- minstrar deilu, væri þó nokkur von um friðsamleg málalok. Eitt þeirra mála, sem Mr. St. Laurent sagði að tíðrætt hefði orðið um, og í sumum tilfellum valdið misskilningi, var afstaðan til samvarna milli Canada og Bandaríkjanna, og þó væri þetta at- riði í sjálfu sér ofur auðskilið; stjórnir beggja þjóða hefði þann 12. febrúar síðastliðinn, fallist á sameiginVeg grund vallaratriði, er að sameiginlegum her- vörnum lyti; með þessu væri réttur Canada ekki á nokkurn minsta hátt skertur, og tala amerískra hermanna og sérfræðinga innan vébanda lands- ins, næsta takmörkuð. Canada hefði yfirumsjón með öllum slíkum aðgerð- um, eins og líka í rauninni væri alveg sjálfsagt; hins bæri líka að gæta, að Canada og Bandaríkin ættu fleira sam- eiginlegt en varnirnar einar; hér væri um nágranna að ræða, er margt þyrftu hvor til annars að sækja og yrðu að gerskilja köllun hvors um sig. Að því er Marshallhjálpinni viðkæmi, dáði Mr. St. Laurent mjög framsýni Bandaríkjastjórnar í þeim efnum; heim urinn væri nú ekki stærri en það, að af- koma, jafnvel einnar þjóðar, hvað þá heldur heillar álfu, gripi djúpt inn í af- komu allra þjóða; það gæti ekki komið til mála, að Vesturálfu þjóðir nyti til lengdar efnahagslegrar velgengni ef Norðurálfan lægi í rústum, auk þess sem viðreisn Norðurálfunnar væri hrein og bein lífsnauðsyn frá sjónarmiði alþjóðafriðar. Mr. St. Laurent lauk máli sínu með áskorun til lýðræðisþjóðanna um að mynda með sér órjúfandi breiðfylking til öryggis mannréttindunum í heimin- um og varanlegum friði. Harmsagan í landinu helga I Jerúsalem, eins og reyndar svo víða annarsstaðar í landinu helga. eru ó- grynnin öll af sögulegum minjum og listaverkum, sem hætta er á að orðið geti tortímingunni að bráð, vegna þeirra blóðugu bardaga, sem háðir eru í landinu milli Araba og Gyðinga, svo að segja nótt sem nýtan dag, þar sem í ekkert er horft og engu hlíft. Fyrir nokkrum dögum barst sú fregn á öldum ljósvakans vítt um heim, að Arabar og Gyðingar hefðu komið sér saman um að láta af bardögum í Jerúsalem og bjarga með því frá glöt- un helgidómum borgarinnar; áminst tíðindi vöktu hvarvetna fögnuð, en þau urðu, því miður, skammgóður vermir, því nú er alt að lenda í sama horfinu í þessari fornfrægu borg, einn bardaginn öðrum meiri, ein blóðsúthellingin ann- ari átakanlegri. Harmsögur hafa víst altaf verið að gerast frá því að mannkynið hóf göngu sína á þessari jörð; en óneitanlega er það ömurlegt tilhugsunar, að það skuli ekki vera komið lengra áleiðis á braut friðar og skynsamlegrar sambúðar um miðbik tuttugustu aldar, en raun er á orðin. — Heilsað sumri Gardar, N.-Dak., 22. apríl 1948. Hr. ritstjóri, E. P. Jónsson. Góði vinur. Svo margsinnis ber það við hjá okkur, sem náð hafa jafn háum aldri og ég hefi nú, að hugsanir okkar dveljast svo löngum við þær minningar sem gerðust á ungdóms- og þroska- árunum. Það var í öndverðum maí 1888, að ég var staddur hjá sr. Matt- híasi, en ég hafði komið til þeirra hjóna tvisvar þann vetur. Svo stóð nú á, að Katrín Tómas- dóttir frá Þúínavöllum, sem þá var heitkona mín, vann þann vet ur hjá Matth. og frú hans Guð- rúnu. Löng var leiðin í kaupstað framan úr Hörgárdal, og ekki farnar þær ferðir oftar en nauð- synleg erindi kölluðu eftir. Við prestur höfðum hinar fjörugstu samræður, bæði um fornmenn og eins hin almennu dægurmál. Nærri má geta hve skamt ég náði í þeim viðræðum. Við vor- um svo sem ekki ætíð sammála, og virtist hann hafa mikla skemtun af að verða þess vísari, hvort ég hefði yfir nokkuru að búa. Mér varð ekki annað hægt en að verða hrifin, því þar skein guðsríkið hér á jörð frammi fyr- ir manni bæði frá sál hans og framkomu. Mikill var orðaleik- urinn og mikill var hraðinn 1 hugsunum hans, sem misti þó ekki marks. Eftir þennan vetur urðu kynni okkar sr. Matth. þau, að hann lét í ljós óánægju, ef ég ekki heimsótti hann hvert sinn, er ég átti ferð'til Akureyrar þau árin sem ég átti þá eftir að eiga heima á blessaða, gamla land- inu. — Rétt um þetta bil hafði sr. M. fengið frá Ameríku 12 eintök af Lögbergi sem byrjað hafði að koma út í Winnipeg 14. janúar þá um veturinn. Ritstjóri var Einar Hjörleifsson sem var mér þá mjög lítið kunnur. Þó mun ég um það bil hafa lesið fyrstu skáld sögu hans: “Hvern eiðinn á ég að rjúfa”. Matth. fræddi mig töluvert um hann og hafði hann mikið álit á skáldinu. Hann bauð mér nú að taka blöðin heim með mér, því hann væri búin að lesa þau, og varð hugar fegin. Man ég enn, að hann kom með þau í handarkrika sínum og taldi mér: fyrsta efalaust, annað orðalaust, þriðja umtalslaust, fjórða spurs- málslaust. Þannig taldi hann mér 12 blöðin með samkyns lýs- ingarorðum án þess að hika. Eg kvaddi hann og hélt heim sælli og fróðari. v Eftir að ég kom hingað til landsins 1891, kom hér suður til Dakota maður frá Winnipeg — mig minnir Magnús frændi Páls- son — sem var að fá kaupendur að Lögbergi. Eg var einn sem keypti. Síðan hefir Lögberg verið fylginautur minn fram á þennan dag og hafa viðskiftin jafnan verið vinsamleg. Útgáfa Lögbergs og Heims- kringlu hefir verið afburða þrek virki meðal Vestur-íslendinga. Altaf hefir aulað á fjáxhallanum á aðra hlið svo, að flestum at- hafnamönnum og búmönnum hefði ekki fallið starfið til lengd- ar, en hugsjónamennirnir mestu hafa ekki enn gefist upp. Ætíð hefir verið reynt að fá hæfustu menn fyrir ritstjóra sem nokkur völ var á. Sama má segja um önnur rit, sem hér hafa verið gefin út. Þau hafa verið gerð úr garði eftir beztu getu. Nú er svo komið, að góðhugur og vinsemd fræðimanna á íslandi hefir farið svo mjög.vaxandi hin síðari árin, að þeim þykir mikill fengur að mörgum þeim ritum, sem gefin hafa verið út meðal Vestur-íslendinga', þrátt fyrir marga ágalla og brotalamir á máii og meðferð sem þau bera með sér. Stundum, þegar ég er að hugsa og horfa fram á leið, verður mér á að hrökkva við, þegar ég sé hvorki Heimskringlu eða Lög- berg meðeal ísl. kynflokksins hér í Dakota. Grunur minn er sá, að þegar ungt námsfólk af íslenzkum stofni fær ekki leng- ur fært sér í nyt hinn frjósama vísdóm úr íslenzku máli, muni Útgefandi “Ströndin”, Þjóðræknisfélag íslend- inga í Vancouver B. C. Búnir til prentunar hjá Columbia Press Ltd., Winnipeg, Man. Seint á síðastliðnu ári hug- kvæmdist deildinni að gefa út þessa mánaðardaga eða tímatal, til arðs fyrir “hið eina nauðsyn- lega” gamalmennaheimili ís- lendinga hér í borg. Hefir félag- ið beitt áhrifum sínum og orku undantekningarlítið í þágu þessa göfuga málefnis, og mun í fram- tíð sem hingað til, halda upp- teknum hætti, unz því er að fullu borgið. Um það kunna að verða skiftar skoðanir, hvort félagið er með þessu starfi að vinna að þjóðrækni. Hvað sem því líður er grunur minn sá, að almenningsálitið liggi því naum ast á hálsi fyrir starfið. Hitt kann að mælast ver fyrir að um útgáfuna má segja hið fom- kveðna að “seint komi sumir dagar, en koma þó”. Ekki verð- ur hér reynt að bera í bætifláka fyrir dráttinn né sakast um orð- in hlut, þó benda megi á manna- dæmin — Almanak Thorgeirs- sona. — Er og máske faraldur af þessu seinlæti í ár, og þá fyrir- gefanlegra sem vitað er að eng- inn rennir sköpum. Þó má geta þess — um dagana — að ótíma- burði þeirra olli sú staðreynd, að þeir urðu síðbúnir að heiman og eins hitt að þeir töfðust að ráði hjá skraddaranum* “Columbia Press”, sem auðvitað varð að sníða hverjum þeirra fyrir sig stakk eftir vexti, þar eð ekki þótti tilhlíðilegt — né sæmilegt, að láta þá stríplast á híalíninu einu saman “hinum nýju fötum keisarans” — út í óvissuna og allra veðra von. Nú sem stranda- glópar þessir eru að síðustu komnir á markaðinn, þykir bera nauðsyn.til þess að fylgja þeim úr garði á venjulegan hátt, greiða þeim götu í væntanleg húsaskjól, þ. e. inn á hvert ein- asta ísl. heimili austan fjalla sem vestan. Er þess fyllilega vænst af útgefendum að enginn láti sér muna um næturgreiðan, en taki þeim opnum örmum gestrisninn ar. Treystandi því að málefnið reynist þeim góðfýsandi for- mælandi til brautaxgengis. Þessi er þá lýsing heima alninga þess ara og leikur mér grunur á að þeir þyki bera klæðin vel og feimnislaust, sé tillit til þess tekið, að þessi er þeirra fyrsta för á mannamót. Stærð 12%xl8”. Efst, fyrst og fremst, otar “Ströndin” — fyrsta þjóðræknisfélag íslendinga í Vancouver — sínum tota.*Stofn- sett árið 1946. Er þess þar og getið, hverjir skipuðu þess fyrstu stjórnarnefnd og eins þeirra sem nú fara með völdin. Þar fyrir neðan og í miðju er mynd af heimili gamla fólksins — sem allir vilja að sjálfsögðu eiga. Er þar og getið stjórnarnefndar heimilis, ásamt forstöðukonu. — Til vinstri handar við myndina, tilkynnir íslenzki lúterski söfn- uðurinn hér í borg starf sitt og messur og Sunnudagaskóla. — Einnig hver sé prestur safnaðar- ins og hverjir skipi stjórn þess félagsskapar. Til hægri handar við myndina sem alt snýst um, eins og sólkerfi vort um sól, skýra félögin Sólskin og Ljóma- lind sali. Geta þau sín á sama hátt’og þin fyrnefndu félög. Þar fyrir neðan lætur íslendingadags nefndin sín getið. Á mánaðar- fáir koma fram sem fari fet fram úr öðrum þjóðflokkum eins og átt hefir sér stað alt til þessa. Og þar sem nú er sumardag- urinn fyrsti — afmælisdagurinn minn — og ég aðeins 83 ára gam- all, legg ég frá mér pennan og fer að hugsa um eitthhvað ann- að. — dögunum tilkynna hin ýmsu fé- lög fundar- og samkomudaga sína með stækkuðu letri. Sparast félögunum tilkostnaður sá, sem fylgir útsending fundarboðs á þennan hátt. Er því nauðsyn hverjum þeim, sem tilheyrir fé- lögunum, að eiga mánaðardag- ana. Útsölu mánaðardaganna austan fjalla, hefir Davíð Björn- son, bóksali í Winnipeg, og mun hann leiðbeina þeim til útsölu- manna sinna út um bygðir. Vest- an fjalla- eru þau til sölu í Van- couver hjá félögunum Ströndin, Sólskin og söfnuðinum. — 1 Seattle hjá Consul Kolb. Thord- arson. — Fyrir hönd Strandar. A. B. Flugmenn gera tillögur um öryggismál Á sunnudaginn var haldinn aðalfundur Félags íslenzkra at- vinnuflugmanna, að Hótel Ritz. Á fundinum var mikið rætt um öryggi flu^málanna. — Var m. a. gengið frá tillögum til Flug ráðs, í þessu máli. — Flugráðið hafði óskað eftir áliti og tillög- um flugmanna. — Eru tillögur flugmannanna mjög ýtarleg- ar. Þar er lögð sérstök áherzla á merkingu nauðlendingaflugvalla á landinu. Auknum öryggisbún- aði við alla helztu flugvelli landsins og um nauðsyn á útgáfu flugreglna fyrir ísland. Þá gerðu flugmenn og tillögur um bætta aðstöðu til sjóflugs, lendinga- staði sjóflugvéla og mælinga á vötnum með tilliti til nauð lendinga fyrir sjóflugvélar. Ný stjórn var kjörin á fund- inum, þar eð fyrri stjórn baðst eindregið undan endurkosningu. Kosnir voru: Þorsteinh Jónsson, formaður, Gunnar Frederiksen og Dagfinnur Stefánsson. Vara- menn voru kosnir: Sigurður Ól- afsson og Jóhannes Markússon. Mbl. 6. apríl. v t Úr nógu að velja . . . EATON'S býr blessuð ' börnin undir sól og sum- ar — • Sterk leikföt • Samkvæmiskjólar • Baðföt • Leikföng til skemtun- ar allan daginn • Öllu fagurlega lýst í hinni verðsanngjörnu vor- og sumar verð- skrá 1948 <*T. EATON C?-,. WINNIPEG CANADA EATONS Gleðilegt sumar! G. Thorleifsson. Islenzkir mánaðardagar

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.