Lögberg - 03.05.1948, Blaðsíða 6

Lögberg - 03.05.1948, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. MAI, 1948 I r VALD MYRKRANNA Eftir DERWENT MIALL J. J. BÍLDFELL, þýddi. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^ “Nei; ég er nú rétt komin að því. Eftir að ég sagðist ætla að sýna þér bréfið, þá hvíslaði Lesbia einhverju að Mont- rose. Við vorum þá komin þangað sem bátarnir voru og Montrose sneri sér að mér og sagði: “Segjum, að við færum út á vatnið og tölum um þetta í ró og næði“. Eg sagðist hafa komið til að finna föður systur mínar og yrði því að fara strax heim til kastalans. Það var þá, sem ég fór fyrst að gruna Montrose — hann leit svo einkennilega út. Útlit hans varð í sannleika sagt ægilegt, og við- mót Lesbiu breyttist líka allt í einu. Áður en ég vissi af gripu þau sitt um hvern handlegg á mér og drógu mig upp í bátinn og Montrose ýtti frá landi. Eg var sárreið og heimtaði að þau settu mig tafarlaust á land aftur. Auðvitað var þetta um albjartan dag, og í aug- sýn allfa sem heima við kastalann voru, svo mér datt ekki fyrst í stað í hug að ég væri í neinnri hættu; en svo fór ég að hugsa um, að ég vissi um leyndar- mál, sem, ef uppvíst yrði, mundi svifta hr. Montrose öllum eigum hans og framfæri, og að líkindum Lesbiu líka. Mér hefir aldrei fallið Montrose vel í geð, en útlit hans varð svo ægilegt þegar ég neitaði að sýna honurn bréfið, að ég fór að verða hrædd. Hann réri á bak við nokkur tré, svo að við sáumst ekki lengur frá kastal- anum, svo hvíldi hann sig fram á ár- arnar og mælti: Ungfrú Bryden, þú mátt ekki sýna Drake þetta bréf, áður en ég les það. Viltu vera svo góð að lofa mér að sjá það?” “Eg hefði ekki getað orðið við bón hans, þó ég hefði viljað”, hélt Constance áfram, “því ég hafði böglað því saman, og lætt bæði bréfinu og lyklinum innan í því, ofan í vatnið, og ég sagði honum það að síðustu”. Hann spurði Lesbiu hvar þessi erfða- skrá ætti að vera, vegna þess að hún hafði lesið bréfið. En hún virtist ekki muna vel, hvað um hana var sagt í bréf- inu. Við vorum að berast nær eyjunni í vatninu, á meðan að hann var að tala, og enn datt mér ekki í hug, að ég væri í neinnri verulegri hættu, þó að við nú værum komin úr augsýn frá kastalan- um og á bak við eyjuna. “Hlustaðu á mig”, sagði Montrose, “það kemur íVeg fyrir allrahanda óþæg- indi, og ef til vill málsókn, ef að þú vilt lofa mér því, að segja ekki Drake, eða nokkrum öðrum frá þessu. Það er alt einn lygavefur úr honum Mulready, spunninn til að auka okkur óþægindi og koma illyndi á stað á meðal okkar”. “Ef að það er svo”, sagði ég, “þá má þér standa á sama um, hverjum ég segi frá því. Það er auðvelt að ganga úr skugga um, hvort þessi saga er sönn, eða ekki. Af framkomu þinni að dæma, þá er ég viss um að hún er sönn”. Montrose reri nú knálega að eynni. Viðmót hans breyttist allt í einu, svo að mér ofbauð og gat naumast hreift mig. Hann dróg bátinn að landi og sagði Lesbiu að hjálpa mér upp úr honum: “Vertu svo góð að hjálpa ung- frú Bryden upp úr bátnum”, sagði hann. — “Eg ætla ekki að fara upp úr bátnum sagði ég. “Viltu vera svo góður að róa með mig í land tafarlaust. Eg þarf að fara til kastalans undir eins, hr. Mont- rose”. — En þá varð ég fyrst hrædd, verulega hrædd. Þau gripu til mín bæði og drógu mig upp úr bátnum. Eyjan þessi er eyði- legur staður, og það var enginn líkleg- ur til að heyra hróp mitt um hjálp; þó kallaði ég eins hátt og ég gat. En nú var mér það ekki lengur dulið, að það sem Mulready sagði í bréfinu, var sann- leikur. Þau tóku mig inn í þetta ein- kennilega sumarhús og Montrose lok- aði dyrunum. “Ungfrú Bryden”, sagði Montrose og sneri sér að Constance, “þú verður að þegja yfir þessu bréfi, og því sem fram hefir fariö í síðastliðnar fimmtán mín- útur. Lofaðu mér því upp á þitt dreng- skaparorð, og skal ég þá róa. með þig í land tafarlaust og biðja þig auðmjúk- lega fyrirgefningar í tilbót, fyrir að hafa bakað þér þessi óþægindi”. “Það er heimska”, tók Lesbia fram í; “það getur hver og einn gefið loforð, en að halda það, það er annað mál”. Þá vissi ég, að hún var hættulegri óvinur, en Montrose. “Eg geri mig ánægðan með loforð, sem dóttir kapteins Brydens gefur”, sagði Montrose, “eins og það væri drengskaparorð hins ágætasta dreng- skaparmanns. Ef hún gefur loforðið, þá heldur hún það. Það er ég viss um”. “Eg er þér þakklát fyrir þessi góðu ummæli þín”, svaraði ég, en ég ætla mér ekki að gefa neitt loforð. — Þú segir að bréfið sé aðeins heilaspuni. Ef það er satt, þá hefir þú ekkert að ótt- ast. Eg held að það sé sannleikur sem í því stendur og ég ætla ekki að hjálpa til að svíkja út úr Archie það, sem hon- um ber að lögum. En svo hefir herra Mulready líklega skrifað honum um þetta, svo að hann fréttir sannleikann hvort sem ég þegi um þetta, eða ekki. Viltu nú flytja mig í land hr. Montrose, og þá skal ég glöð meðtaka afsakanirn- ar sem þú varst að tala um”. Þegar að ég mintist á, að Mulready hefði máske skrifað þér líka, þá varð Montrose mjög skelkaður. “Þú þarft ekki að óttast það, Willie”, sagði Lesbia. “Eg man ekki eftír öllu sem stóð í bréfinu, en ég man vel að Mulready sagði að Constance ætti að segja Lautenant Drake fréttirnar sjálf, svo að hann hefir auðsjáanlega ekki skrifað honum ennþá. Og eins og þú veist, þá hefir Mulready brotið af sér traust og tiltrú allra manna og er lík- lega farinn úr landi burt, svo þó hann skrifi einhverjum um þetta hér eftir, þá verður lítill trúnaður á það lagður. En ég vona, að hann fáist ekkert meira um þetta. Þetta er síðasta árás- in sem hann gjörir á okkur, og hann gengur út frá því sem sjálfsögðu, að hún hafi hrifið”. Hr. Montrose gekk fram og aftur um gólfið, auðsjáanlega í ákafri geðshrær- ingu. “Við erum komin í þokkalegan gapa- stokk núna, Willie”, sagði Lesbia, “því þó við sleppum nú bréfinu alveg, þá verður það þokkaleg saga sem að Constance hefir að segja um okkur.” “Ungfrú Bryden, þú verður að leggja eið út á, að segja ekki orð um það, sem komið hefir fyrir í kveld”, sagði Mont- rose og hvesti á mig augun. “Ef að þú vilt gjöra það, þá getur gifting þín farið fram á morgun; ef ekki —”. “Jæja”, sagði ég, og var mér þess meðvitandi, að mótstöðuafl mitt var farið að linast. En þá kom mér í hug ósvífni sú og yfirgangur er hann hafði mót vilja mínum sýnt með því að taka mig út í eyjuna. Og sagði: “Eg skal sjá um, að allir í Faring fái að vita um þessa svívirðilegu framkomu þína”. “Eg skal sjá um, að þú gjörir það ekki”, svaraði Montrose og hann hvæsti að mér, Archie, en Lesbia hló. Þá vissi ég, að hún hataði mig. Áður en ég vissi af, þá lokuðu þau mig hér inni og fóru. Eg reyndi dyrnar, og gluggana, en gat hvorugt opnað, og enda þótt að ég hefði getað komist út, þá var ég samt fangi hér á eynni. Eg var í of æstu skapi fyrst í stað til þess að átta mig á, að ég væri í veru- legri hættu. En við rólegri umhugsun, skildist mér, að það væri ekki auðvelt fyrir þau, að láta mig lausa, ef þau vildu óhult vera sjálf. Eg kallaði á hjálp, að sjálfsögðu, en mér skildist fljótt að slíkt væri þýðing- arlaust, og því barnaskapur. Eg reyndi að sjá veg til að komast í burt, en sá engann. Það var mér dálítill raunalétt- ir að ég gat séð efri gluggana á kast- alanum úr glugganum hér. Mér datt í hug að brjóta gluggann, en hafði ekkert til að gjöra það með, en rúðurnar svo þykkar hér, að ekki var tiltök að brjóta þær með höndunum”.. “Eg hugsaði og hugsaði um, hvað við mundi taka næst, og hvort mér mundi nokkur hjálp koma, eða hvort að þau mundi ráða mig af dögum. Já, mér þótti það ekki ótrúlegt þar sem ég sat ein í myrkrinu. “Vesalings barn”, sagði Drake, það var nóg til að hræða hvern sem var. — Það er ekki að furða, þó að Montrose væri þungbúinn og Lesbia óróleg þá um kveldið. Þau hafa hlotið að vera ærið skelkuð líka út af því sem þau höfðu aðhafst. — Constance hélt áfram: “Þegar að ég vissi, að áliðið var orð- ið, sofnaði ég, þrátt fyrir örvæntinguna sem yfir mig lagðist. Þegar að ég vaknaði var orðið albjart af degi — deginum sem átti að vera giftingadagurinn minn! Þegar ég var að hugsa um, hvað þið öll mundu hugsa um hvarf mitt, þá varð ég nærri sturl- uð; en ég gat ekki komist í burtu. Eg var farin að óttast, að ég hefði verið skilin þarna eftir til að svelta í hel. , En mér býður við að hugsa um þetta aftur. Það var óttalegur dagur, Archie — dagurinn, sem átti að hafa verið, heiöursdagur lífs míns”. “Hættu, þú skalt ekki halda* þessari sögu lengra áfram, ef þér er það óþægi- legt”, sagði Drake og dróg höfuð henn- ar niður að öxl sér, þar sem hún grét eins og barn. En sögu hennar var samt ekki lokið enn. XXVII. KAPÍTULI Björgun “Þorparinn; Ó, endemis þorparinn! Að hugsa sér, að ég hefi staðið á bak við stól manns, sem er svo gott sem morð- ingi!” Þetta voru ummæli Daniels, eft- ir að hafa hlustað á sögu Constance. Honum hafði aldrei fallið Montrose í geð, en hann mat tiginborið fólk meira en svo að honum gæti til hugar komið að bróðir Faring lávarðar gæti sokkið ofan í glæpamannatölu. — Constance gat nú haldið áfram fangelsisvistarsögu sinni. — “Eg var búin að vera matarlaus í tutt ugu og fjóra klukkutíma, þegar Lesbia kom. Archie, hún var óskapleg! Hún sagði, að það væri ekki um annað talað í Faring en mig, og allir héldu að ég hefði strokið með Mulready til þess að giftast honum. Var það satt?” “Það var hún sem gaf það í skyn. En það trúði enginn þeirri heimskulegu til- gátu. Við vissum, að þú fékkst bréf frá Mulready, en við vissum ekkert meira”, svaraði Drake. “Lesbia sýndi mér fram á hversu miklu betra það hefði verið fyrir mig, ef ég hefði afhent Montrose bréfið og lykilinn og lofast til að segja engum frá þeim! Þú hefðir getað verið gift núna!” sagði hún, “en eins og nú er komið, þá held ég að þú fáir Archibald Drake aldrei framar, til að líta á þig!” “Eg sagði henni, að ég vildi ekki eiga orð við hana, og hún fór og skildi eitt- hvað af mat eftir. Svo varð ég veik og máttvana. — Eg vissi ekki, hvernig á því stóð, að ég misti viljaþrek og kjark. Ef til vill hefir maturinn verið blandaður svefn-, eða eiturlyfi, sem kom mér í það ástand, að mér stóð á sama hvort að ég kæmist í burtu, eða ekki. “Eg svaf mikið og þegar að ég vakn- aði var alltaf matur og vín á borðinu. Eina nótt þegar að ég vaknaði voru þau bæði, Montrose og Lesbia í her- berginu. Hann ávarpaði mig og sagði: “Þú verður að skrifa bréf og ég skal lesa þér fyrir hvað í því á að vera. Föðursystur þínar eru orðnar hræddar um þig og þú verður að láta þær vita, að þér líði vel”. — “Eg hélt fyrst að þau væru orðin ótta slegin út af athöfnum sínum, og væru að mildast og að þau væru að vonast eftir að geta mútað mér til þagnar, með því að bjóða mer frelsi mitt“. “Linast!” sagði Drake! “Það var til þess að ná hinu svívirðilega takmarki þeirra, að þau létu þig skrifa. — Þau vildu fá fólk til að trúa að þú værir í Lundúnum, til að villa sjónir, og koma mér í burtu úr nágrenninu og svo til að koma í veg fyrir það, að lögreglumenn- irnir færu að leita að þér í Breiðavatni, því þá hefðu þeir máske komið of nærri eyjunni. Þau hafa verið glæpsamlega opinská frá byrjun. Við fengum bréfin frá þér, og héldum að þú hefðir skrifað þau frá Lundúnum”. “Himnarnir fyrirgefi mér. Eg hugsaði um tíma — þar sem ljóst var, að bréfið frá Mulready hafði ollið hvarfi þínu — að Mulready hefði sagt þér eitthvaö misjafnt um mig, og að þú heföir fariö til Lundúna til þess að fá skýringu á því hjá honum”. “Ó, Archie, hvernig gat þér dottið þaö í hug?” sagði Constance. Daniells hélt að það væri skynsam- legt, að bregða sér út um stund, með fram sökum þess, að regninu hafði stytt upp. — “Það var Lesbia sem kom þeirri flögu inn hjá mér fyrst”, hélt Drake áfram “og Montrose lézt vera sár við hana út af að láta sér detta það í hug, og hefir það að sjálfsögðu verið allt undirbúið. Samvinna þeirra var grand hugsuð og skarplega í að finna ástæður fyrir burtuveru þinni. Eg er ekki í minsta vafa um að þau höfðu líka áhrif á skoð- anir leynilögreglumannsins”. “Leynilögreglumannsins ? ” “Já. Eg sendi eftir æfðum leynilög- reglumanni sem nú er að leita að þér í Lundúnum. En Daniells hefir sýnt að hann er snjallari njósnari en við allir til samans”, sagði Drake í því að Dani- ells kom inn aftur. “Eg veit nú ekki um það, herra”, sagði Daniells með hógværð. “Eg hafði augu mín aðeins opin, og sá ljósiö í glugganum af og til. En þegar að ég sá konu róa út í eyjuna, þá var ég viss um að það væri ungfrú Bryden. Eg var ekki nógu skarpur til að láta mér detta í hug aö það væri ungfrú Paine. Að hugsa sér að sú yngismær sé ekkert yfir morð- ingjatöluna hafin, herra minn. Það er reiðarslag fyrir fjölskylduna hr. Archie. Eg vorkenni Faring lávarði”. Drake var ekki í neinu skapi til að eyða tíma til samhyggðar með ýstru- bólgnum aðalsmanni. Hann var að vélta því fyrir sér hvort að Montrose og Les- bia hefðu virkilega ætlað sér að myrða Constance. En að raun um það mætti komast með því að gjörskoða matinn sem væri á borðinu. “Archie, ég vissi, frá því fyrsta, að þau mundu reyna að bana mér. Held- urðu að þau hafi ásett sér það frá byrj- un?” spurði Constance. “Það er ekki gott að segja”, svaraði Drake. Eg held samt ekki. Þú sérð að í byrjun þá réðust þau í þetta án nokk- urrar fyrirhyggju og svo ef Mulready hefði lifað, hann dó í gærmorgun, þá hefði hann máske skrifað mér um það sem í þínu bréfi stóð. Þegar að hann hefði séð um hvarf þitt í blöðunum og hann var nógu skýr til þess að skilja, að allt væri ekki með feldu frá hendi þess fólks sem ranglega sat að eignum móðurbróður míns. En viðburðirnir féllu Montrose í hag. Mulready var of veikur til að lesa blöðin, og ég sagði Montrose rétt nýverið, að hann þyrfti ekki að óttast að Mulready ónáðaði hann framar”. “Svo þau hefðu getað ráðið mér bana án þess að nokkur hefði hinn minsta grun um það”, sagði Constance. “Já, það er ekki skemtileg tilhugsun, og það fer hrollur um mig þegar að ég hugsa um að við komum nærri því of seint. Eg hafði ekki lagt mikið upp úr sögu Daniells. Daniells, þú ert gersemi! Eg hélt að þú værir drukkinn, þegar þú fyrst mintist á ljósið á eynni og bátinn. Eg er þakklátur fyrir að ég breytti um þá skoðun. “Sannarlega, og svo er ég”, svaraði Daniells frekar þurrlega. “Heldurðu að frú Montrose viti um allt þetta?” spurði Constance. “Eg tæki það nærri mér, ef ég yrði að missa alla trú á drengskap og dygðir mannanna. Eg sé nú að þau Montrose og Lesbia eru ekki upp úr því vaxin að fremja hvaða glæp sem er í eigin hagsmuna skyni, en ég er treg til að trúa því á Mable Montrose, jafnvel þó hún hafi rænt þig svo skammarlega”. Frú Montrose hefir verið mjög veik síðan að þú hvarfst”, sagði Drake; “svo að ég hugsa að hún viti aldeilis ekkert um þetta. En eftir á að hyggja, ef að hún hefði dáið, þá hefðu eignirnar fall- ið til mín, án þess að þessi önnur erfða- skrá væri löglýst. Það getur verið sök- um þess, að læknirinn gaf betri vonir um heilsu frú Montrose í gær, að Mont- rose þótti reynanadi að varðveita leynd- armálið um lykilinn, með því að sjá svo um a ,þðú gætir aldrei sagt frá því. — Þrælmennið! Guði sé lof fyrir að við komum í tíma. Og það eigum við allt þér að þakka, Daniells”.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.