Lögberg - 03.05.1948, Blaðsíða 1

Lögberg - 03.05.1948, Blaðsíða 1
» PHONE 21 374 uvvVte' rleft1 ,nCTS 61. ÁRGANGUR A Complele Cleaning Inslilulion PHONE 21 374 lotA d CXettT' WINNIPEG, FIMTUDAGINN 3. MAÍ, 1948 ''derttTS Ctttt \ Complele Cleaning Inslilulion NÚMER 19 Landstjórinn í Canada heimsœkir Winnipeg Um síðustu helgi kom í heim- sókn hingað til borgar land- stjórinn í Canada, Alexander vísigreifi af Tunis, ásamt frú sinni; á járnbrautarstöðinni tóku á móti hinum tignu gestum fylkisstjórinn í Manitoba og frú, ásamt yfirmönnum fastahersins hér um slóðir; skoðuðu land- stjóra-hjónin borgina og þótti hún harla vistleg; fanst land- landstjóra mikið til um það, hve borgarbúum hefði tekist vel til um það, að verjast flóðhættunni, sem steðjað hefir undanfarandi að borginni. Landstjóra-hjónin ráðgerðu að ferðast um vesturlandið, því sem næst mánaðartíma. Fjárhagsleg viðreisn Ameríska tímai;itið , News- week lét þess nýlega getið, að stjórnarvöld Bandaríkjanna væru að undirbúa áætlun um fjárhagslegan stuðning við Jap- an á hliðstæðan hátt og Mars- hallhjálpina við þjóðirnar í vest- urhluta Evrópu; er talað um hálfa aðra biljón dollara í þessu augnamiði; virðast amerísk stjórnarvöld þeirrar skoðunar, að innan þriggja til fimm ára ætti japanska þjóðin að verða komin sæmilega á laggirnar í fjárhagslegum skilningi. Nefnd amerískra fjármálafræðinga og iðjuhölda, mun leggja af stað til Japan áður en langt um líður, til þess að gerkynna sér ástæður í landinu og gera tillögur um hvernig aðstoðinni bezt verði hagað. — SUMARVlSUR Kom þú blessuð, gyðja lífs og líkna, leystu klakafjötur — dæmdu sýkna kuldans fanga alla, ef þú getur, eftir langan stríðs- og þrautavetur. Þú ert ársins allra kærsti gestur, ylur þinn er græðilyfja beztur. Leystu fjötra andlegs frosts og ísa: “innra manninn” lát á fætur rísa. Er sem vakni flest af svefni sínum, sé það snert með töfrasprota þínum: Þá er eins og þrautasárin græðist, þá er eins og lífið endurfæðist. Þig við biðjum alt að ylja heima Ættjörðinni væri synd að gleyma. Henni glæddu hlýja vermistrauma, henni fæddu nýja vökudrauma. Mintu hana’ á sigurvinning sína, sýndu henni stefnu og aðferð þína. -Aðrar þjóðir stríðsins listir læra, lögmál drottins alt úr skorðum færa. ♦ Engin vörn er ennþá bezta vörnin: Ennþá myrða fæstir hlutlaus börnin. — Öllum kendu’ að kasta vopnum sínum, kendu þeim að beita tökum þínum. Gunnlaugur Jóhannsson látinn Síðastliðinn laugardag lézt að heimili sínu 575 Burnell Street hér í borginni, Gunnlaugur Jó- hannsson fyrrum kaupmaður, freklega áttræður að aldri, fæddur á Skeggjastöðum í Mið- firði í Húnaþingi 13. september árið 1867. Hann kom um tvítugs aldur af íslandi og var búsettur í Winnipeg í nálega 60 ár. Gunn- laugur var hinn mesti atorku- maður, greindur vel og sérlega félagslyndur; hann tók um langt skeið virkan þátt í bindindis- og safnaðarmálum, og gekk jafnan heill og óskiptur til verks. Gunnlaugur var þríkvæntui; með fyrstu konu sinni, Guðnýju Stefánsdóttur, eignaðist hann eina dóttur, Guðrúnu, sem nú stundar hjúkrunarstörf í Saska- toon; miðkona hans var Guðrún Johnson, og með henni eignað- ist hann einn son, Harald efna- fræðing í Montreal; þriðja kon- an, Rósa Magnúsdóttir, stundaði mann sinn síðasta áfangann á enda af mikilli prýði og ástúð. • Gunnlaug lifá tveir bræður hans, Ásmundur P. Jóhannsson, byggingameistari í þessari borg, albróðir, og Halldór, hálfbróðir, sem búsettur er á Hvammstanga í Húnaþingi. Útför Gunnlaugs fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á þriðju- daginn, að viðstöddu afar- miklu fjölmenni; kveðjumái fluttu þeir séra Eiríkur S. Brynjólfsson og séra Rúnólfur Marteinsson, en Mrs. Lincoln Johnson söng hina fögru Kvöld- bæn Björgvins Guðmundssonar, “Nú legg ég augun aftur”. Sig. Júl. Jóhannesson. Miss Barbara Johnson Islenzk stúika ráðin til að sýna skautaíþróttir Þegar list-skautaflokkurinn i Barbara mun fara suður aftur í Bæði börn hins viðstödd útförina. látna voru Ice Cycles kom hingað fyrir skömmu, vakti þessi 17 ára gamla stúlka athygli hans, vegna þess hve hún bar af í skautaí- þróttinni. Hún var þegar ráðin til að ferðast með flokknum og er nú nýfarin til Edmonton og ferðast þaðan með flokknum víðsvegar um Bandaríkin. Síð- asta sýning Ice Cycles þetta ár, verður 31. maí í San Diego, en September til Dallas, Texas, en þar æfir flokkurinn sig fyrir 1949 skautaíþróttasýningarnar. Barbara er dót-tir Mr. og Mrs. J. J. Johnson, 684 Simcoe Str.; hún er útskrifuð frá Daniel Mclntyre skólanum. Barbara hefir unnið Canadian Figure Skating Association medalíuna fyrir dans og íþróttir á skautum. Spáir grimmri orrahríð Forsætisráðherrann í Saskatc- hewan, T. C. Douglas, komst ný- verið svo að orði í tilefni af næstu fylkiskosningum, sem þar eru í aðsígi: “Eg er alveg sannfærður um það, að næstu fylkiskosningar í Saskatchewan, verða þær heit- Ustu og harðsóttustu, sem Cana- da hefir upplifað. “1 fyrsta sinn í sögu Norður- Ameríku, lánaðist það, að kjósa fólksstjórn í þessu fylki, er sýnt hefir í framkvæmd hverju ein- huga vilja kjósenda fær áorkað, sé honum ekki bundinn fjötur fót. Auðvaldið veit, að ann- aðhvort verður að kyrkja þessa stjórnmálavakningu okkar nú þegar, eða það muni aldrei tak- ast”. _ Frú Jakobína Johnson boðin til Íslands öreyting póstflutninga Samkvæmt fregnum frá Ott- awa þann 28. apríl, s. 1., verður ^eiri hluti fyrsta flokks pósts í þessu landi fluttur loftleiðis, frá h júlí næstkomandi að telja; — samningar þessu viðvíkjandi, hafa nýlega verið fullgerðir milli Póststjórnarinnar og Trans Canada flugfélagsins. Skáldkonan þjóðkunna, frú Jakobína Johnson í Seattle, hefir verið boðin til íslands í sumar, og mun nú afráðið, að hún sigli frá New York á vegum Eimskipa félags íslands þann 6. júní næst- komandi; þetta er í annað skipt- ið, sem frú Jakobínu hefir verið boðið heim, og má víst telja, að hún hafi engu minni unað af seinni heimsókninni en hinni fyrri. — Frú Jakobína hefir eigi aðeins auðgað íslenzkar bókmentir með mjúkstrengjuðum, frum- sömdum ljóðum sínum, heldur hefir hún einnig unnið íslenzku þjóðinni ómetanlegt gagn með snildarlegum þýðingum sínum af íslenzkum úrválsljóðum og leikritum á enska tungu; í þeim efnum er hún hreinn og beinn brautryðjandi. Enn í fararbroddi Við nýafstaðnar prófkosning- ar í Pennsylvania-ríkinu, fékk Harald E. Stassen, fyrrum ríkis- stjóri í Minnesota, mest at- kvæðamagn sem forsetaefni Republicana; næstur honum kom Thomas Dewey ríkisstjóri í York. Heiðurssamkvæmi Á laugardaginn 1. maí hélt Kvennasamband Hins samein- aða kirkjufélags, tesamkvæmi til heiðurs Mrs. R. E. Kvaran, í University Womens’ Club, 54 Westgate. í móttökuröð með heiðursgestinum voru þær Mrs. S. E. Björnson, Mrs. Ólafur Pét- urson og Mrs. P. S. Pálsson en við kaffiborðið skenktu Mrs. R. Péturson, Mrs. G. Árnason, Mrs. Philip M. Péturson og Mrs. J. B. Skaptason. — Mrs. S. E. Björns- son ávarpaði heiðursgestinn og mintist starfs hennar í þágu sam- bandsins og margra ánægju- legra samverustunda þegar hún dvaldi hér vestan hafs með manni sínum, séra Ragnari heitnum. Kvaran; og afhenti hún Mrs. Kvaran gjöf fyrir hönd Sambandsins í minningu um heimsóskn hennar. Mrs. Kvaran þakkaði vináttuhuginn og gjöf- ina með nokkrum hlýjum orð- um. Samkvæmi þetta var fjölment sumar konurnar komu langt að og nokkrar utanfélags konur voru boðnar; samkvæmið var hið ánægjulegasta í alla staði. Mrs. Kvaran fór suður til Minneapolis á þriðjudaginn og dvelur þar í sumar hjá dóttur sinni og manni hennar Mr. og Mrs. Jón Björnson, en gerir ráð fyrir að hverfa aftur til Islands í haust. Heimsókn Mrs. Kvaran var hinum mörgu vinum hennar hér ánægjuefni og hugheilar árnaðaróskir fylgja henni braut. I. J. Hafís landfastur fyrir Vestfjörðum í morgun Enn óvíst uxn, hversu mikinn ís er að ræða. Þær fregnir bárust í morgun vestan af fjörðum, að hafís hefði rekið þar að landi í nótt. Virð- ist hann hafa komið af hafi utan nú í norðangarðinum, þar eð ekk ert hefir orðið þar vart við ís á slæðingi áður. Ekki er þó enn unnt að segja, hversu mikil brögð eru að ísnum. Samkvæmt fréttum frá Galtar vita norðan Súgandafjarðar var ís orðinn landfastur þar klukkan níu í morgun. Ekki verður þó um það sagt á þessu stigi, hvegrsu mikinn ís er um að ræða, því að skyggni er vont, kafaldságang- ur og renningstormur. Einnig hafa borizt ísfregnir frá Horni. Er sagt, að töluvert af ís sé við bjargið og út af víkinni. Illa sést til hafsins, svo að ekki verður um það sagt, hversu mik- il brögð eru að ísnum. Fátt er um skip úti af Vest- fjörðum, svo að ekki hafa borist fréttir af sjó. Goðafoss mun ekki hafa verið kominn, nema til Þingeyjar í morgun. Tíminn, 5. apríl. Hlotnast makleg sœmd Séra Rúnólfi Marteinssyni hefir borist tilkynning þess efn- is frá Gustavus Adolphus College í St. Peter, Minn., að sú gagn- merka stofnun hafi ákveðið að sæma hann heiðurs-doktors- gráðu í guðfræði við uppsögn skólans, sem fram fer þann 30. þ. m. — í tilkynningunni frá áminstum skóla til séra Rúnólfs, er þess getið, að skólanum hafi verið hugarhaldið um það, að sýna íslenzka, lúterska kirkjufélag- inu virðingarvott, og hafi þá, að rannsökuðu máli, komist að þeirri niðurstöðu, að slíkum til- gangi yrði bezt náð með því, að kjósa hann að heiðursdoktor. Séra Rúnólfur lauk stúdents- prófi við áminstan skóla, og þar ar nutu einnig margir aðrir merkir íslendingar mentunar. Lögberg mun rita ítarlegar um séra Rúnólf, er hann hefir veitt doktorsskírteini sínu viðtöku. Virðulegt samkvæmi fyrir eldra folkið Á laugardaginn 1. maí efndi djáknanefnd Fyrsta lút. safnaðar fyrir hönd safnaðarins, til mið- degisverðar til heiðurs hinu eldra fólki, og jafnframt til þess að gefa því samverustund með séra Eiríki Brynjólfssyni og frú Guð- rúnu áður en þau hverfa heim til ættlandsins. Konurnar í djáknanefndinni, þær Mrs. C. Ólafsson, Mrs. H. G. Henrickson, Rannveig M. Bardal, Mrs. Fred Thordarson, Mrs. Guðrún Magnússon og Mrs. G. K. Stephenson framreiddu á- gæta “Turkey”-máltíð. Forseti djáknanefndar, Mr. A. G. Eggertson, K. C., var sam- kvæmisstjóri; séra R. Marteins- son flutti borðbæn. Til máls tóku Mr. S. O. Bjerring, heiðursfor- seti nefndarinnar og Mr. W. H. Olson, lífstíðarfélagi nefndar- innar. Dr. Sigurður Júlíus Jó- hannesson flutti frumsamið kvæði en Mrs. Pearl Johnson skemti með söng. Séra Eiríkur flutti undurfagurt erindi um ýmsa staði á íslandi og náttúru- fegurð þeirra, um ferðina vestur og margt fleira. Að lokinni mál- tíð og skemtiskrá gafst fólki tækifæri til að ræða við prest- hjónin og aðra vini. Yfir sam- kvæminu hvíldi blær yndislegs samræmis og barnslegrar gleði. Um hundrað manns sátu þetta boð og mun Mrs. G. K. Stephen- son hafa leitað uppi og komist í samband við flesta boðsgestina til þess að bjóða þeim í veizluna Auk þess fólks, sem þegar hefir verið getið, eiga sæti í nefndinni þeir Mr. Fred Bjarnason, Mr. Hannes Hannesson og Mr. Ed- ward Eggertson; munu þeir á- samt öðrum góðum mönnum, hafa séð þeim, er óskuðu þess, fyrir bílflutningi á staðinn. Þetta er í fyrsta sinn að djákna nefndin hefir staðið fyrir sam- kvæmi af þessari tegund; hug- myndin er falleg og mun vafa- laust mælast vel fyrir. Til lítils barist MORGUN BLÆR Eftir Sigurjón Friðjónsson: “Nú andar suðrið sæla”. J. H. Líður nótt. Léttir skugga morgunn af sveit og sjó. Roðar mildi rísandi dags hlíð og heiðalönd. Limi bjarkar og bláu sundi heilsar hlýjublær. Lækur kliðar með leiftur á kinn. Elfur við fjallahlið. Vorboði ljúfur og léttstíg bára rétta hendi hönd. Horfa úr holti hjarðsveinn og mey. Röðull af bjartri brún. Senda Ijúflingi sumartíða kveðju’ yfir ár og öld móðir og börn margra veðra. Öll af sama sinni. Bracken-menn og C.C.F.-sinn- báru eigi alls fyrir löngu fram, hvor fylkingin í sínu lagi tillögu til vantrausts-yfirlýsing- ar á hendur sambandsstjórninni vegna afstöðu hennar til farm- gjaldamálsins, sem vakið hafði megna óánægju í landinu eins og glegst kom í ljós við það, að sjö forsætisráðherrar fylkjanna mótmæltu hækkuninni og fóru allir til Ottawa í því augnamiði að reyna að koma fram leiðrétt- ing mála, þó enn sé ei kunnugt um árangur; en hvað, sem um það er, var auðsjáanlega til lít- ils barist fyrir áminsta andstöðu flokka stjórnarinnar, því báðar tillögurnar voru feldar með all- miklu afli atkvæða; aðeins einn Liberalþingmaður greiddi at- kvæði á hlið stjórnarandstæð- inga. — Morgunþeyr mjúkum höndum þerrar dögg í dal. Lokka greiðir við Galtará fögur sumarsól. Stígandi. “Hamarinn” vekur mikla athygli Einkaskeyti frá Akureyri. Leikritið “Hamarinn” eftir Jakob Jónsson var leikið á laug- ardags- og sunnudagskvöld við húsfylli áhorfenda og urðu marg ir frá að hverfa síðara kvöldið. Leikuririn vekur mikla athygli. — HAFR — Alþýðubl., 13. marz.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.