Lögberg - 15.07.1948, Blaðsíða 4

Lögberg - 15.07.1948, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. JÚLI, 1948 --------2.ogtjerg-------------------- GefiS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift rltstjórana: EDITOR LÖGBERG 59!> Sargent Ave., Winnipeg, Man Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögbergr” ls printed and pubiished by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as-Socond Class Maii, • Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Oft var þörf, en nú er nauðsyn Það er óneitanlega með þungum huga, að hún er birt, yfirlýsingin á for- síðu íslenzku blaðanna þessa viku frá forsetum útgáfufyrirtækjanna og rit- stjórum Lögbergs og Heimskringlu; en hins ber þó jafnan að gæta, að hollast er að segja hverja sögu eins og hún er, krókalaust, vafningalaust; áminst yfir- lýsing felur ekki í sér neinar öfgar og með henni er heldur ekki reynt að smokra fram af sér neinni lögmætri á- byrgð; hún er grundvölluð á óhrekjandi staðreyndum, sem hvorki verða um- flúnar, né heldur mildaðar með orðum einum; einungis róttækar ráðstafanir, áður en það verður um seinan, fá greitt úr þeim fjárhagslega vanda, sem blöðin horfast í augu við, og hafa raunar gert svo árum skiptir, þrátt fyrir hörð átök og íölskvalausar tilraunir til úrbóta; — hvort sú leið, sem nú var afráðiö að velja, var viturlegasta leiðin, orkar sennilega tvímælis, enda verða jafnan skiptar skoðanir um flestar ályktanir dauðlegra manna; á hinn bóginn er þess að vænta, að allir þeir, sem fyrir brjósti bera framtíð íslenzkra menn- ingarerfða í þessari álfu, og þeir eru vitaskuld enn margir, ljái samúða»- ríkt eyra áminstum björgunarráðstöf- unum, og stuðli með nærgætni og glögg skygni að því, að vikublöðin, þessi mikilvægasta líftaug íslenzks þjóðernis í þessu landi og aðal menningarlegi tengiliðurinn við stofnþjóðina, fái reglubundið heimsótt íslendinga aust- an hafs og vestan, enn um langa hríð. Ailt, sem mennirnir unna, er vert nokkurra fórna, eins og hugtakið fórnargleði, ber svo glögg merki um. í demantsútgáfu Lögbergs, er fyrir almenningssjónir kom þann 13. nóvem- ber síðastliðinn, lýsti ritstjórinn per- sónulegri skoðun sinni, sem grundvöll- uð var á margra ára reynslu varðandi þá erfiðleika, sem útgáfu íslenzks blaðs á vestrænum vettvangi, óhjá- kvæmilega hlyti jafnan að verða sam- fara með daufar horfur um batnandi aðstæður með líðandi árum; en með hliðsjón af því, sem nú er komið á dag- inn þykir hlýða, að áminst ummæli úr demantsútgáfunni verði hér endurbirt: “Ritstjóri Lögbergs gerir til þess enga kröfu, að komast í spámannatölu, né heldur hefir hann fengist við rúnalest- ur; hann ætlar sér þar af leiðandi eigi þá dul, að spá fyrir um framtíð blaðs- ins, né rá£a þær rúnir, er framhalds- rekstri þess óhjákvæmilega hljóta að verða samfara; blaðið hefir tíðum verið starfrækt með tekjuhalla, sem prent- smiðjan hefir bætt upp, að svo miklu leyti, sem föng stóðu til; slíkt ásigkomu lag getur naumast haldist til frambúð- ar; flest, sem að útgáfu blaðsins lýtur, hefir hækkað geisilega í verði, vinnu- laun hafa hækkað nokkuð, þótt þau séu síður en svo of há með hliðsjón af vax- andi dýrtíð; prentpappír hefir tvöfald- ast í verði, og er hið sama um önnur efni að segja, er útgáfa blaða hefir í för með sér; þrátt fyrir alt þetta, hefir verð Lögbergs fram að þessum tíma haldist óbreytt; á þessum vettvangi ríkja auð- sjáanlega öfug hlutföll, sem greiða verð- ur fram úr óhikandi og umsvifalaust af fylstu hreinskilni og í samráði við þá, er blaðið kaupa og vilja eigi án þess vera; sanngjörn hækkun á verði blaðs- ins yrði naumast talin til hinna meiri háttar fórna”. Eins og yfirlýsing sú, sem gerð er stuttlega hér að umtalsefni, ber með sér, er hér miklu fremur um bráðabirgða bjargráð að ræða, en varanlega lausn viðkomandi vandamáls, sem í raun og veru varðar framtíðarmetnað íslend- inga í heild. Merkisrit um íslenzkar bókmenntir Eftir prófessor Richard Beck Hisíory of Icelandic Prose Wrilers 1800—1940. By Stefán Einarsson, prófessor of Scandinavian Philology, The Johns Hopkins University. — Cornell University Press, Ithaca, N.Y., 1948 — Islandica, 32.—33. bindi. Rit þetta er 32. og 33. bindi hins góð- fræga ritsafns dr. Halldórs Hermanns- sonoar, Islandica-safnsins, og er það í fyrsta skipti síðan það hóf göngu sína fyrir réttum fjörutíu árum, að hann hef- ir eigi sjálfur samið það. En vel hefir tekist um efni þessara árganga eigi síð- ur en hinna fyrri, því þetta rit dr. Stefáns Einarssonar, sem hér er um að ræða, er bæði yfirgripsmikið — yfir 260 bls. að meginmáli — og hið vandaðasta, og bætir jafnframt úr brýnni þörf. Að ! vísu hafa stuttar yfirlitsgreinar verið ritaðar áður, meðal annars á ensku máli, um íslenzkar nútíðarbókmenntir, en hér er þeim, eins langt og ritið nær, í fyrsta sinni gerð ítarleg skil í heild sinni. Þetta er því brautryðjendaverk, og þá ekki síst hvað snertir höfundana frá síðustu fimmtíu árum. En eins og heiti þess segir til, er ritið saga þeirra íslenzkra höfunda, sem ó- bundið mál hafa ritað, á tímabilinu 1800—1940. Jafnhliða er það að eigi litlu leyti saga íslenzku þjóðarinnar á umræddu tímabili í miklu víðtækara skilningi, því að höfundur hefir gert sér mikið far um að lýsa hinum þjóðfélags- lega og menningarlega bakhjalli bók- menntanna, og var það viturlega ráðið með hina erlendu lesendur ritsins í huga, því að þeim ætti að því skapi að verða auðveldara að átta sig á þróun og sérkennum hins íslenzka bókmennta gróðurs, því meir sem þeir vita um þann jarðveg, sem þær eru sprottnar úr. Efnisskipunin er hin skilmerkileg- asta. Eftir að hafa rakið í gagnorðum inngangi þróunarferil íslenzkra bók- mennta í óbundnu máli til loka 18. aldar, lýsir höfundur í megindráttum þjóðfé- lagslegu og menningarlegu ástandi þjóðarinnar í byrjun 19. aldar og greinir síðan frá upphafi íslenzkrar skáldsagna og leikritagerðar. Því næst skýrir hann frá tildrögum rómantisku stefnunnar á íslandi, í bókmenntum og á öðrum sviðum þjóðlífsins, en sérstakur kafli fjallar um Jón Sigurðsson forseta og samherja hans. Síðan segir frá íslenzkum þjóðsög- um, söfnun þeirra og sérkennúm, og er þá komið að rómantisku skáldunum sjálfum, sagnaskáldum þeim og leikrita, sem rituðu í anda þeirrar stefnu, og er þeim helgaður sinn kaflinn hvorum um sig. Skáld hinnar raunsæju stefnu — Realism — eru næst tekin til meðferðar í tveim köflum, og er hinn síðari um þingeysku höfundana, sem hölluðust á þá sveif í bókmenntunum. Andhverfu raunsæisstefnunnar, hinni hugsjónalegu framsóknar- og þjóðernis stefnu — Progressive Idealism and Nationalism — er braust fram í ýmsum myndum í íslenzku þjóðlífi á fyrstu tug- um þessarar aldar og höfundum þeim sem að henni hneigðust, er síðan lýst, og því næst fylgir kafli um þá íslenzka höfunda, sem leituðu út fyrir landstein- ana eftir stærri lesendahóp og rituðu bækur sínar á dönsku eða norsku. — Ræðir höfundur síðan um hina þjóðlegu rómantisku stefnu í íslenzkum bók- menntum á síðustu áratugum, en hennar gætir þar, eins og kunnugt er, mikið fram á þennan dag. Samhliða henni, einkum á seinustu árum, hefir róttæk nútíðarstefna í bók- menntum eignast vaxandi fylgi ís- lenzkra höfunda, og er þeim og skáld- ritum þeirra gerð verðug skil í kaflan- um “Leftist and Modernistic Writers”. Ekki verða vestur-íslenzkir rithöf- undar í óbundnu máli heldur útundan í ritinu, því að um þá, sérstaklega sagna- og leikritaskáldin, er sérstakur kafli, en lokakaflinn fjallar um þann merki- lega mann Jón Svensson — Sveinsson — og hinar víðlesnu bækur hans. Meginkaflar ritsins skiptast síðan í fjölda smærri kafla, og eru eigi tök á að rekja það nánar í stuttri umsögn. — En þó að hér hafi aðeins verið stiklað á stærstu steinum, þá gefur það yfirlit éfnis ritsins nokkra hugmynd um það, hve yfirgripsmikið það er, og nákvæm- ari lestur leiðir það fljótt í ljós, hve þaul- kunnugur höfundurinn er íslenzkum nútíðarbókmenntum, enda hefir hann unnið að rannsókn þeirra og undirbún- ingi þessa rits síns árum saman. Meðferð efnisins ber einnig órækan vott glöggum skilningi höfundar á skáldum þeim, sem hann fjallar um, og ritum þeirra. Hitt sætir engri furðu, þegar um jafnt víðtækt efni er að ræða, þó skoðanamunur kunni að verða um einhverjar niðurstöður hans eða túlkun á skáldritum í einstökum atriðum. Yfirleitt mun eigi heldur verða annað með sanni sagt, en að honum hafi vel tekist að skipta ljósi og skugga milli hinna mörgu höfunda, sem hann tekur til meðferðar. Meðal skáldsagnahöfund- anna, og þá sérstaklega með tilliti til smásagna þeirra, hefði mér þó t. d. sýnst ástæða til að gera þeim Þóri Bergssyni — Þorsteini Jónssyni — og Jakob Thorarensen nokkru ítarlegri og ekki síst hinum síðarnefnda, í sam- anburði við sum önnur sagnaskáldin, enda þó höfundur fari um þá báða verðugum lofsyrðum. Frekar virðast mér einnig ritgerðahöfundarnir verða útundan hjá honum, en þar hefir hann sýnilega sérstaklega bundið sig við þá, sem gefið höfðu út ritgerðasöfn, sam- hliða tilliti til hins bókmenntalega gildis rita þeirra, en jafnframt lætur hann þess getið í formálanum, að ekki verði ólíklega skoðanamunur um það, hverj- um ritgerðahöfundum skuli sérstakur gaumur gefinn. Fræðimönnum og blaða mönnum hefir af ásettu ráði, eins og fram er tekið í formálanum, verið sleppt, að miklu eða öllu leyti, í síðari hluta ritsins, rúmsins vegna. í formála sínum slær höfundur einnig þann varnagla, að ýmsum muni þykja ritið óþarflega ítarlegt, og er því eigi að leyna, að þar muni rétt til getið, einkum um upptalningar af ýmsu tagi; á hinn bóginn er bókin' óneitanlega að því skapi fróðleiksríkari. Hún er einnig hin greinarbezta og læsilegasta að rithætti, þó að ég hefði hér og hvar kosið, að öðruvísi hefði verið að orði komist, en það verður jafnan mjög mikið smekks- atriði. — Þetta efnismikla, vandaða og þarfa rit, er, að öllu samanlögðu, höfundinum til mikils sóma, og fyrir það á hann skilið þakkir allra þeirra, sem láta sér í alvöru annt um kynningu íslenzkra nútíðarbókmennta í hinum víðlenda enskumælandi heimi. Og vel var það gert af Halldóri Her- mannssyni prófessor að taka ritið upp í íslandica-safn sitt og greiða með því fyrir útgáfu þess. Átti hann, eins og kunnugt er, sjötugsafmæli fyrir stuttu síðan, og er honum tileinkað ritið í til- efni af þeim merku tímamótum athafna ríkrar ævi hans. Fóf ágætlega á því í alla staði. Yfirmaður American-Scandinavian Foundation hér í heimsókn Fyrv. sendiherra í Noregi í gærmorgun kom hingað til landsins forseti American- Scandinavian Foundation, Lith- gow Osborne, sem verið hefir sendiherra Bandaríkjanna í Noregi, en nú veitir forystu þess um samtökum, sem meðal ann- ars hafa það markmið að auka áhuga Norðurlandaþjóðanna fyr ir Bandaríkjunum, og Banda- ríkjamanna fyrir Norðurlönd- um. Osborne kemur _ við hér á léiðinni heim til Bandaríkjanna og mun að öllum líkindum dvelj- ast í Reykjavík til laugardags. Hann hefir nú um skeið ferðast um Noreg, Svíþjóð og Dan- mörku til þess að kynna sér starfsemi félaga þeirra, sem í þessum löndum vinna að því að treysta menningarsambönd Norðurlanda við þjóðina vestan hafs. — Mr. Osborne var eitt og hálft ár sendiherra Bandaríkjanna hjá stjórn Noregs og að styrjaldar- lokum fylgdist hann með norsku flóttamannastjórninni frá *Lond on til Oslo. Hann segist sérstak- lega hafa hug á því hér að auka skipti íslands og Bandaríkjanna á nemum eða lærlingum. Hann skýrir svo frá, að 109 danskir sænskir og norskir nemendur séu þegar komnir til Bandaríkj- anna, þar sem þeir með vinnu sinni kynnist starfsaðferðum starfsbræðra sinna í Bandaríkj- unum. Nú gerir hann sér vonir um, að íslendingar bætist í þenn an hóp. — Um þessi nemendaskipti hefir Mr. Osborne annars það að segja, að þau séu litlum tak- mörkum bundin. Áhugasamir ungir íslendingar ættu að geta leitað stuðnings American Scandinavian Foundation, til þess að ferðast til Bandaríkj- anna og kynna sér þar flestar starfsgreinar, eins og til dæmis landbúnað, lögfræði, bankastörf og verzlun. Danir, Norðmenn og Svíar hafa þegar nema á vegum félagsins í þessum iðngreinum í Bandaríkjunum. Mr. Osborne skýrði frétta- mönnum frá því í gær, að Ameri- can-Scandinavian Foundation, sem hann veitir forstöðu, hafi verið stofnað 1911. Það var Bandaríkjamaður af dönskum ættum, sem stofnaði félagið, og hann lagði því til um hálfa milj. dollara, með þeim fyrirmælum, að féð ætti að nota til að auka kynnj Norðurlandaþjóðanna af Bandaríkjunum. Síðan hefir fé- lag þetta vaxið og eflst, unnið mikið að því að auka vináttu Bandaríkjamanna og Nojður- landabúa og lagt megináherslu á að kynni þessara aðila mættú verða sem bezt og gagnlegust. Einn liður í þessu starfi kem- ur fram í starfsemi bandarískra fornleifafélagsins í -sumar. Os- borne skýrði frá því, að mikilli vinnu mundi verða varið til þess á næstunni að rannsaka betur ferðir fornmanna til Vínlands. Meðal annars munu fornfræðing- ar grafa í rústir nokkrar í New- port, sem ennþá leikur nokkur grunur á, að muni vera af nor- rænum uppruna reistar af inn- flytjendunum. Flestir bandarísk- ir sérfræðingar, sagði Osborne, álíta að vísu, að Bretar hafi reist þann kastala, en nú á að rann- saka þetta til hlítar. Osborne gerir ekki ráð fyrir, að honum gefist að þessu sinni tækifæri til þess að ferðast mik- ið um ísland. Héðan fer hann á laugardag, en hann hefir hug á að ræða við sem flesta þá menn, sem hann nær til og áhuga hafa á auknum menningartengslum Bandaríkjanna og íslands. En það er auðheyrt á honum, að hann vildi gjarna hafa hér lengri viðdvöl, vildi til dæmis gjarna fá að reyna veiðina í án- um okkar, sem hann hefir heyrt að séu sérstaklega fiskisælar. Mbl. 17. júní. Þeir VITRU sögðu: Cervantes: “Menn hafa minni mætur á því, sem er ódýrt, efi hinu, sem er dýrt”. Samuel Johnson: “Það. sem er stórkostlegt, getur ekki verið ó- dýrt, því að það, sem er ódýrt, er ekki stórkostlegt”. John Lyly: “Það, sem er arð- vænlegast, er rekið með minst- um kostnaði”. Montaigne: “Okkur þykir vænst um það, sem við höfum fórnað mestu fyrir”. er þér hriogið í síma ... Símaþjónar eru nú vandir við að hringja upp númer aðeins. Þegar þér hringið upp, þá skuluð þér gefa símaþjóni númer þess, er þér viljið ná sambandi við. EKKI NAFNIÐ. Þetta greiðir fyrir símaþjónunum og tryggir betri afgreiðslu í byggðarlagi yðar. Vm. mnniTOBR TEbiPHonE SOSTEm 1—48

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.