Lögberg - 15.07.1948, Blaðsíða 3

Lögberg - 15.07.1948, Blaðsíða 3
LÖGBERG FIMMTUDAGINN, 15. JÚLÍ, 1948 3 SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS TUTTUGU ARA Business and Professional Cards Slysavarnaíélag íslands varð 20 ára í lok janúarmánaðar s. 1. Það er einhver þaríasti félags- skapur, sem hér hefir starfað á undanförnum áratugum. Mikill og góður árangur hefir náðzt af störfum þess, sem orðin eru margþætt. Hér verða raktir nokkrir helztu þættir í þróunar- sögu félagsins. Slysavarnafélag íslands var stofnað 29. jan. 1928. Stofnfélag- ar voru 128 talsins, þar af 14 konur. 25 stofnfélaganna gerðust strax ævifélagar. Aðdragandi að félagsstofnuninni var sá, að Fiskifélag íslands og skipstjóra- félagið “Aldan” boðuðu til fundar 8. des. 1927 til að ræða björgunarmál, þ. e. skipströnd og druknanir við strendur landsins og varnir gegn þeim. Á þeim fundi var kosin fimm manna nefnd til að undirbúa stofnun Slysavarnafélags er næði til allra landsmanna. — í nefndina voru kosnir Geir Sigurðsson, skipstjóri, Guðmundur Björns- son, landlæknir, Sigurjón Á. Ólafsson formaður Sjómannafé- lags Reykjavíkur, Þorsteinn Þorsteinsson skipstjóri og Jón E. Bergsveinsson yfir-síldarmats- maður. Fyrsti fundurinn Að loknum undirbúningi boð- aði nefndin til fundar í Bárubúð 29. janúar. Á þeim fundi var Siysavarnafélag Islands stofnað, félag, sem nú hefir skráð innan sinna vébanda nærri 6. hvern landsmanna. I fyrstu stjórn fé- lagsins voru kosnir þeir Guð- mundur Björnsson forseti, Magn ús Sigurðsson bankastjóri, gjald keri, og Geir Sigurðsson skip- stjóri. Meðstjórnendur voru kosnir Þorsteinn Þorsteinsson skipstjóri og Sigurjón Á. Ólafs- son og hefir hinn síðarnefndi átt sæti í stjórninni óslitið frá stofn- degi. — Jón E. Bergsveinsson var stuttu síðar ráðinn erindrelíi fyrir félagið og hefir gegnt því starfi síðan. Núverandi stjórn Núverandi stjórn Slysavarna- félags Islands er skipuð eftirtöld um mönnum: Forseti Guðbjart- ur Ólafsson, hafnsögumaður, varaforseti Sigurjón Á. Ólafsson, alþm., gjaldkeri Árni Árnason kaupm., ritari Friðrik V. ólafs- son skólastjóri, meðstjórnend- ur: Frú Guðrún Jónasson,, frú Rannveig 'Vigfúsdóttir og Ólafur Þórðarson skipstjóri, og enn- fremur fyrir hönd landsfjórðung anna, Finnur Jónsson fyrv. ráð- herra fyrir Vestfirði, Gísli Sveinsson sendiherra, fyrir Suð- urland, Óskar Hólm Seyðisfirði, fyrir Austfirði og Steindór Hjaltalín Siglufirði, fyrir Norð- lendingafjórðung. Skömmu eftir að félagið var stofnað, skeði hið hörmulega strand, er togarinn “Jón forseti” fórst. Félagið var þá ekki búið að eignast nein tæki, en öll lík- indi bentu til þess, að hægt hefði verið að bjarga öllum mönnunum, ef fluglínutæki hefðu verið til á staðnum, þetta varð til þess að ýta undir marga að ganga í félagið og styrkja það. Deildir úli á landi Fyrsta félagsdeildin, sem stofn uð var út um land, var slysa- varnadeildin “Sigurvon” í Sand gerði, er stofnuð var að tilhlutan Björns Hallgrímssonar umboðs- manns félagsins í Sandgerði. — Stofnendur voru 77. Þetta fyrsta ár voru einnig stofnaðar félags- deildir á Akranesi, í Hafnarfirði, Sandi undir Jökli og Eyrabakka og Stokkseyri. Þessum deildum hefir farið sífjölgandi ár frá ári, þangað til nú að tala deildanna er orðin 128 og varla er sú byggð á landinu, sem ekki hefir slysa- varnadeild innan sinna vébanda. Sum héruðin, svo sem Akranes og nærliggjandi sveitir, hafa sett metnað sinn í að láta ekki finn- ast hjá sér utanfélaga í Slysa- varnafélagi íslands. Á Akranesi sjálfu eru nú starfandi 3 deildir, karla-, kvenna- og unglingadeild, með samtals 1460 félögum. Tvær nýjar deildir, “Faxi” í Innri Akraneshreppi og “Bjargmundur í Skilamannahreppi, voru stofn- aðar með hverju einasta manns- barni í hreppunum. Öiulir forusíumenn í flestum deildunum stajrfa konur og karlar jöfnum hönd- um, en 1930 var fyrsta Kvenna deild Slysavarnafélags íslands stofnuð í Reykjavík, og nú eru starfandi 19 kvennadeildir víðs- vegar um landið ,og hafa kon- urnar í þeim deildum reynzt mjög ötular og stórvirkar í fjár- söínun og vinna að framgangi félagsins á allan hátt. Félagið hefir borið gæfu til að eiga marga ötula forvígismenn, sem unnið hafa að útbreiðslu fé- lagsins með ráðum og dáð, og þó sennilega engan fremri en sr. Jón Guðjónsson prest að Akra- nesi, sem stofnað hefir fleiri fé- lagsdeildir en nokkur annar. Almennar vinsældir Félagið hefir frá byrjun átt miklum og almennum vinsæld- um að fagna, þeix eru víst fæstir íslendingar, sem komnir eru til vits og ára, sem ekki hafa veitt því stuðning á einn eða annan hátt. Strax og félagið tók til starfa, erfði það ýmsa sjóði, er stofnað hafði verið til í slysa- varnaskyni, svo sem fé það, rúmar 4 þús. krónur, er safnað hafði verið til kaupa á björgunar bát í Reykjavík, eftir að Reyk- víkingar höfðu orðið að horfa á kútter “Ingvar” farast fyrir aug- unum á sér með allri áhöfn á Viðeyjarsundi, án þess að geta nokkuð aðhafst. Stjórnendur gamla þilskipa- ábyrgðarfélagsins í Reykjavík létu sjóðeign þess, tæpar 18 þús. krónur, renna til félagsins, og margir einstaklingar hafa gefið félaginu stórgjafir, bæði fyrr og síðar. Landsbanki Is- lands hefir tvisvar ánafnað fé- laginu 50 þús. króna gjöf á hátíð legum tímamótum sínum, Al- þingi, Reykjavíkurbær og ýms- ar tryggingastofnanir hafa styrkt félagið allverulega og gera enn með árlegum fjárfram- lögum, en aðaltekjur sínar fær félagið með fjáröflunarstarf- semi félagsdeildanna og með sölu merkja og samúðarkorta. Tekjur félagsins hafa aukizt með hverju ári og mest hefir tekjuaukningin orðið síðustu árin. — Á 5 ára afmælinu voru árs- tekjurnar kr. 27.857,25. Á 10 ára afmælinu voru árs- tekjurnar kr. 56.968,74. Á 15 ára afmælinu voru árs- tekjurnar kr. 119.501,80. Á 20 ára afmælinu voru árstekjurnar kr. 720.699,71. Á 15 ára afmæli félagsins námu skuldlausar eignir félagsins kr. 476.951,29, en nema nú krónur 1.667.132,82, að frádreginni ár- legri fyrningu. Er þá ekki með talið það fé, sem er í vörslu hinna ýmsu deilda og ákveðið hefir verið að verja í vissu augnamiði, svo sem til smíði björgunarskipa fyrir Vestfirði og Norðurland. Það er ósk allra sem slysavarnastarfseminni unna að félagið þurfi aldrei að skorta fé til kaupa á nýjum björgunartækjum né til að við- halda þeim tækjum sem það á fyrir. Björgunartæki I fyrstu lét félagið sig aðallega varða sjóslysin, sem þá voru hér ískyggilegust allra slysa. Ein- hver fyrsta samþykktin, sem fé- lagið gerði, var að skora á ríkis- stjórnina að “útbúa hin nýju varðskip sín fullkomnum björg- unarbátum er fljótlega mætti setja út og ekki gætu sokkið, eins að hafa um borð hjúkrunar- útbúnað og næg meðöl handa sjúkum mönnum”. “Einnig að vinna að því, að sjómenn á smærri bátunum tækju upp þann sið að ganga jafnan í björgunarvestum, er þeir færu á sjó”. — En það er sorgleg stað- reynd, að þótt liðin séu 20 ár sjoan þessar samþykktir voru fyrst gerðar, þá hefir hvorugri þeirra verið ennþá fullnægt. — Varðskipin eru ennþá ekki út- búin þeim fullkomnustu björg- unarbátum, sem þekkjast og sjó- menn róa enn á smærri bátum, án þess að hafa sundbelti með sér, hvað þá heldur að hafa sund belti á sér meðan þeir eru á sjón- um. En þetta hvorutveggja hefði áreiðanlega sparað mörg manns líf ef því hefði verið framfylgt. En árangurinn af annarri slysavarnastarfsemi félagsins hefir verið giftudrjúgur. Dauðs- föll af skipsströndum, sem áður voru svo tíð hér á landi, eru nú næstum úr sögunni, og má það að mestu þakka björgunarstöðv- um Slysavarnafélags Islands, er komið hefir verið fyrir víðast hvar þar sem búast má við að skip strandi, og einnig þeim auknu öryggistækjum, sem skip- in sjálf eru útbúin með, oft og tíðum fyrir tilstilli Slysavarna- félags Islands. Árangursríkl starf Á fyrsta aldarfjórðungi þess- arar aldar er talið að um 377 skip ýmissa þjóða hafi strandað hér við land og af áhöfnum þess ara skipa er talið að 1960 hafi farizt. En á þeim 20 árum, sem liðin eru frá því Slysavarnafé- lag íslands var stofnað, hafa þessi hlutföll snúizt alveg við. Síðan 1928 er talið að hér við ströndina hafi farizt 155 skip, með um 2031 manna áhöfn. Af þessum rúmum tvö þúsund skipbrotsmönnum drukknuðu (Frh. af bls. 2) um við ekki trúmennsku og þegn skap. Á meðan við kunnum ekki að meta það, sem ve 1 er gert, hvorki í orði eða verki, ölum við okkur aðeins upp duglitla miðl- ungsmenn. Við þurfum að hrista af okkur þennan smáborgara- skap, að þora ekki, eða vilja ekki viðurkenna neitt, sem vel er gert hjá náunganum. Það er menningu okkar fjötur um fót, og í slíku andrúmslofti eru eng- in vaxtarskilyrði fyrir áhuga, þegnskap og skyldurækni. Mannkyn allt er nú statt á Heljardalsheiði ískaldrar járn- og stálmenningar. Spekingar og spámenn deila um, hvað gangi að heiminum, deila um áttirnar. Hver vill halda sína götu, en á meðan týnast menn úr hópnum og farast. Sumir hrópa á nýtt skipulag, sem muni bjarga heim inum og menningu hans, og sá hópur er fjölmennur. Aðrir láta sér detta í hug, að gott skipulag komi því aðeins að gagni, að til séu góðir og þroskaðir menn, sem geta framkvæmt það. 183, en 10 urðu úti af vosbúð og kulda, en öllum meginþorra þessara manna, eða samtalsl841 var bjargað úr bráðri hættu, þar af 356 beinlínis með tækjum Slysavarnafélags Islands og fyr- ir atbeina björgunarsveita þess. Hinir eru þó miklu fleiri, sem télagið hefir orðið að liði með því að kalla til hjálp og liðsinna á annan hátt. Það mun aldrei véfengt að það starf, sem félagið hefir unnið í þeim efnum er ó- metanlegt. 57 björgunarsiöðvar Félagið á nú og rekur samtals 57 björgunarstöðvar við strend- ur landsins, þar af eru 16 skip- brotsmannaskýli með góðum hjúkrunarútbúnaði, sem að j mestu má þalcka umhyggju! kvennadeildanna og frábærum1 dugnaði þeirra að safna fé í þessu skyni. Tvær stöðvar eru útbúnar með mótorbjörgunar- bátum og 9 með brimróðrabát- um. Þá eru 22 stöðvar útbúnar 1. flokks fluglínutækjum. Björgunarsveitir félagsins á hinum ýmsu stöðum eru kunn- ar fyrir hin ýmsu björgunaraf- rék sín, má þar nefna Grinda- vík, Sandgerði, Vík í Mýrdal og víða austur með ströndum, Ak- urnesinga, Snæfellinga og síðast en ekki sízt Barðstrendinga, er gátu sér verðskuldaða frægð fyrir björgunarafrek sín og íórnarlund við Látrabjarg. Sæbjörg Félagið á einnig björgunar- skipið Sæbjörgu, sem hefir ver- ið umbyggð og sett í ný og afl- mikil vél og mun vera eitt full- komnasta skip sinnar tegundar, að styrkleika og öllum útbúnaði. Þau átta ár, sem björgunarskipið Sæbjörg hefir unnið að björg- unarstörfum hér við Faxaflóa, aðstoðaði hún samtals 224 skip með samtals um 1257 manna á- höfn, oftast í óveðrum og undir verstu kringumstæðum og verð- ur sú hjálp, sem skipið er búið að veita íslenzkri útgeið og ís- lenzkum sjómönnum vart metin til fjár. Félagið hefir stöðugt verið að færa út verksvið sitt, og telur sér engar slysavarnir óviðkomandi, hvort sem er á sjó eða landi, þannig hefir félagið kappkostað að koma á víðtækri fræðslu í hjálp í viðlögum og umferða- menningu á vegum úti. Sjómannablaðið Víkingur ósk- ar Slysavarnafélaginu allra heilla. Megi störf þess blessast og bera heillaríkan árangur fyr- ir land og lýð. Sjómannablaðið Víkingur. En það sem spekingum er hulið, er smælingjum stundum opinberað. Hinn fyrirlitni Hóla- biskup, sem alþýðan sæmdi þó hinu mesta tignarheiti, sem tung an á, gefur hér skýrt svar. For- dæmi hans á Heljardalsheiði, hetjulund og fórnarþel, er lex- ían, sem okkar hjartakalda menn ing þarf að nema. Það er fórnar og hetjulund hans og ósvikin skyldutilfinning, sem bjargaði litlu stúlkunum, og það er slíkt hugarfar og ekkert annað, sem getur bjargað okkar áttavilltu menningu ofan af þeirri Heljar- dalsheiði, sem hún er nú stödd á: Það verða ekki peningar, ekki skipulagið eitt, ekki einvaldsherr' arnir, sem drottna nú yfir hálf- um heiminum, sem koma menn- ingu okkar aftur á réttan kjöl, það verða miklu fremur menn með hugarþeli Guðmundar góða. Það verða hetjur hversdagslífs- ins. — Á gröf þess óþekkta hermanns eiga kynslóðir framtíðarinnar að leggja heiðurskrans sinn. Stígandi. SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeining, ný uppfynding, sparar eldiviö, heldur hita. KEIjHY sveinsson Simi 54 358. 187 Sutherland Ave., Winnípeg. S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Winnipeg Office Ph. 95 668 Res. 404 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B. Barrister, Solicitor, etc. 617 Mclntyre Block WINNIPEG CANADA 447 Poriage Ave. Winnipeg Manitoba Fisheries WINNTPEG, MAN T. Bercoritr.h, fmmkv.stj. Verzla i heildsölu með nýjan og frosinn flsk. 303 OWENA STREET Skrifst.sinit 25 355 Heima 66 462 DR. A. V. JOHNSON Dentlst 606 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Teiephone 202 398 Taisími 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOingur i augna, eyrna, nef og kverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutíml: 2.00 til 5.00 e. h. DR. ROBERT BLACK Sérfræöingur í augna, eyrna, nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy St. Skrifstofusimi 93 851 Heimasími 403 794 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. Islenzkur lyfsali F61k getur pantaö meöul og annaö meö pðsU. Fljót afgreiösla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur Ukkistur og annast um Ot- farir. Allur öthúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsfmi 27 324 Heimilis talsimi 26 444 Geo.^. Waldren, M. D. Physician and Surgeon Cavalier, N. D. Office Phone 95. House 108. PHONE 94 981 H. J. H. PALMASON and Company Chartered Accountants 219 McINTYRE BLOCK Winnlpegt Canada Phone 49 469 Radio Service Speclalists ELECTRÖNIC LABS. B. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Eguipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG JOHN A. HILLSMAN. M.D.. Ch. M. 627 Medical Arts. Bldg. Office-99 349 Home-403 233 PHONE 87493 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 7 VINBORG APTS. 594 Agnes St. Viötalstimi 3—5 eftir hádegl DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Offlce hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 Offlce Plione Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILÐING Cor. Portage Ave. Og Smlth St. PHONE 96 952 WINNIPEG Dr. Charles R. Oke Tannlœknir For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 34 555 For Quick Reliáble Service J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og elds&byrgö bifreiðaábyrgð, o. s. írv. PHONE 97 638 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœöingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG Portage og Garry St. Simi 98 291 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDBON Your patronage will be appreclated CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Frash and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries , Limited 404 SCOTT BLOCK SIMI 96 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Hinn óþekkti hermaður

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.