Lögberg - 15.07.1948, Blaðsíða 1

Lögberg - 15.07.1948, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 _ i ^ViV ^cxean*'* fHo&£2'$S2>* ^ yX3"B- ^ A Complele Cleaning Inslilulion PKONE 21 374 iot VieA ■;derers ljaU' ^ A Complete « Cleaning 4 Instilution 61. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 15. JÚLÍ, 1948 NÚMER 29 TIL KAUPENDA LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Útgeíendur íslenzku vikublaðanna, Lögbergs og Heims- kringlu, viðurkenna að þeir séu í þakklætisskuld við þá sem hjálpað haía til að gjöra það mögulegt að þau séu send viku- lega til kaupenda hér í álfu og til íslands; í þakklætisskuld við þá; sem sent hafa ljóð, skemiilegar og fróðlegar ritgerðir, og ekki sízt fréttabréf frá bygðum íslendinga hér. Þessi fréitabréf eru efnisviðurinn í brúnni sem blöðin hafa bygt milli bygðanna. Útgefendurnir finna til þess að þeir eru í þakklætisskuld við kaupendur blaðanna sem borga þau og hjálpa til að út- breiða þau. Án þeirrar hjálpar væri als ekki hægt að gefa þau út. — Eins og allir kaupendur blaðanna vita, þá er verðbólga hér svo að mest all sem fólk kaupir er nú frá 1 /3 til x/2 hærra i_verði. Útgáfukostnaður blaðanna hefir hækkað að sama skapi, og úigafa þeirra hefir verið slórkostlegt tap fyrir út- geíendur síðastliðna 12—14 mánuði, og hefði verið það svo árum skifti ef ekki hefði komið drengileg hjálp frá stjórn íslands. — Útgefendur beggja blaðanna hafa haft marga samtals- fundi um þetta síðastliðið ár. Þeir allir viðurkendu og vissu að verð blaðanna yrði að hækka að miklum mun, ef inntekíir ætlu að jafnast á við útgjöld, því $5.00 nú, hrökkva ekki lengra en $3.00 áður. En þeir vissu líka og viðurkendu að marg ir kaupendur blaðanna hefðu ekki úr miklu að moða, og væri það flesl gamalt fólk og það væri einmitt þeir kaup- endur, sem blöðin vildu sízt missa, var því afráðið að hækka ekki verð blaðanna að svo stöddu. En til að minka að noklcvu útgáfukostnaðinn, var afráðið að annaðhvert blað, eftir miðjan ágúst, verði aðeins fjórar síður, en aðra hverja viku átta síður eins og að undanförnu, og þessu sé svo hagað til að þá vikuna sem Lögberg sé fjórar síður, sé Heimskringla átta, og vikuna sem Heimskringla er 4 síður sé Lögberg 8. Umgetningar, fréttir og endurprentun takmörkuð í fjögurra blaðsíðu blöðunum, og sagan aðeins hálf blaðsíða, en í átta blaðsíðu blöðunum, sé sagan heil síða og endurprentun eins og hefir verið. Það eru margir sem kaupa og lesa bæði blöðin cg með þessu fyrirkomulagi fá þeir 12 blaðsíður vikulega. Þessi sparnaður er ekki nægilegur til þess að inntektir og útgjöld mætist, og biðja því úlgefendur beggja blaðanna velunnendur þeirra og kaupendur að hlaupa undir bagga og hjálpa til með því að borga ef þeir skulda, og með því að reyna að útvega nýja kaupendur. Ef þetta heppnast þarf ekki að hækka verð þeirra. Ef það heppnast ekki verður verð- hækkun að koma seinna. Góðir íslendingar, hjálpið íslenzku blöðunwm ykkar — beztu vinunum sem íslendingar eiga hér í álfu. Winnipeg, 30. júní, 1948 Dr. P. H. T. Thorlakson Sveinn Thorvaldson, M. B. E. forseti The Columbia Press Ltd. forseti Viking Press Ltd. Einar P. Jónsson Stefán Einarsson ritstjóri Lögbergs ritsijóri Heimskringlu FER TIL JAPAN Mrs. Dora S. Lewis Hin víðmenta, íslenzka kona, Mrs. Dora S. Lewis, prófessor í heimilishagfræði við Hunter College í New York, er nú á leið til Tokyo til þess að takast á hendur, fyrir hönd Amerískra hernámsvalda í Japan, fræðslu- málastjórastarf, varðandi endur- skipulagriingu skólakerfisins í landinu. Ur borg og bygð Áttatíu ára Ráðherraembætti fyrirhugað Þess er getið í nýlegum fregn- um frá Ottawa, að Ralph May- bank sé fyrirhugað ráðherra- embætti í sambandsstjórninni jafnskjótt og ráðuneytið verður endurskipað að afstöðnu flokks- þingi Liberala, er senn fer í hönd; ekki er þess getið hvaða stjórnardeild Mr. Maybank muni veita forustu; flestum, sem til þekkja, mun koma saman um það, að Mr. Maybank sé fyllilega hæfur til ráðherratignar, hann er ágætlega máli farinn og elju- maður með afbrigðum. Dánarfregn Þann 7. þ. m., andaðist á Lundar Kristbjörg Stefania Maria Jónsdóttir, Howardson. — Hún var fædd á Möðrudal á Hólsfjöllum, 3. febrúar 1866. — María sál. giftist Guðmundi Ho- vardssyni frá Gauksstöðum í Jökuldal, 3. október 1888. Þau hjónin komu til Canada 1905 og settust að í Sigluness-héraðinu; til Lundar komu þau 1923. Mann sinn misti hún 1942. Börnin, sem lifa móður sína, eru: Jón að Lundar; Gunnlaugur og Sigurð- ur í Winnipeg; einnig lifa systir sína þessi hálfsystkini: Aðal- björg í Winnipeg; Björn að Oak Point; Stefán að Vogar og Frið- rik Fljótsdal í Detroit. Fimm barnabörn og tvö barna-barna- börn lifa ömmu sína. — María sál. var jarðsungin af séra Skúla Sigurgeirssyni, s.l. fimtudag frá lútersku kirkjunni í Lundar. ♦ Edward Breckman, að Lundar, andaðist snögglega á Eiriksdale spítalanum, 4. þ. m. Hann skilur eftir sig ekkju og þrjú börn. — Dóttir hans, Mrs. Val Thorlak- son, býr á Gimli; Gordon Douglas, er heima og Jón Ed- ward er í sumarfríi sínu í Camp Borden Zul., þar sem hann fæst við heræfingar — C. O. T. C. — Hinn framliðni var víðþektur og á mikið og margþætt starf að baki sér. Hans verður nánar minst. — Einnig lifa hinn látna, ein systir og tveir bræður: Miss Karitas, í Vancouver, Gunnlaug- ur Magnús, í Winnipeg og Hall- dor Kristinn til heimilis í Ste. St. Marie, Ont. Edward heitinn var jarðsunginn af séra Skúla Sigurgeirssyni, 8. þ. m., frá lút ersku kirkjunni f Lundar, að fjölmenni viðstöddu. ♦ GefiS íil Sunrise Lulheran Camp Miss Vala Janasson, Winnipeg, $10.00; séra Kolbeinn Simunds- son, Seattle $20.00. — Til Childrens Trust ftind: Mrs. Jóna- sína Benson, Gimli, $10.00, minningu um elskaða systir Kristínu Helgason; Dr. og Mrs. Scribner, Gimli, $5.00; Miss S Stefansson, Gimli, $1.00. — Með innilegu þakklæti. Anna Magnússon, Box 296, Selkirk, Man. Alvarlegar horfur Þegar blaðið fer í pressuna, er nn alt á huldu um það, hvort als iierjar járnbrauta verkfalli í Canada verði afstýrt eða eigi; — töðugir fundir hafa daglega ver ,ð haldinn milli aðila, með það fyrir augum að miðla málum, en fram að þessu hefir alt komið fvrir ekki; elleftustundar sátta- til raunir standa nú yfir. Dr. Pétur Jakobsson frá Is- landi, er staddur hér um slóðir um þessar mundir ásamt frú sinni, og munu þau hjón bregða sér norður til Lundar í heim- sókn til ættingja og e. t. v. víðar. Dr. Pétur er bróðir Áka Jakobs- sonar fyrrum ráðherra; foreldr- ar þeirra dvöldu eitt sinn í Winnipeg, og mun Dr. Pétur, er hann var drengur, hafa borið Lögberg til kaupenda í Winni- peg- — Gefur kost á sér til forustu Landbúnaðarráðherra sam- bandsstjórnarinnar, Mr. James G. Gardiner, hefir gert lýðum Ijóst, að hann sé fús til að taka að sér forustu Liberalflokksins, er Mr. King lætur af henni að afstöðnu flokksþinginu, sem hefst í Ottawa í byrjun næsta mán.; tjáist Mr. Gardiner hafa fengið áskoranir úr öllum fylkj- um í þessa átt. Mr. Gardiner er 65 ára að aldri og á langan og litbrigðaríkan stjórnmálaferil að baki. Thomas Fuller: “Stærilæti og fátækt virðist ekki eiga samstöðu í tilverunni, en eru þó býsna oft samfara hvort öðru”. \ innur sér mikinn námsframa ...*>■ v.. *. $pi Guðrún Eggertsdóitir Borgfjörð Veglegt samsæti var haldið fyrir Guðrúnu Eggertsdóttir Borgfjörð frá Árborg, þann 26. júní hjá dóttur og tengdasyni hennar, Mr. og Mrs. S. O. Jónas- son, 370 Arlington St., hér í borg í tilefni af 80 ára afmæli hennar. Voru þar um 60 manns að óska henni til lukku með daginn; tvær systur hennar voru viðstaddar. Mrs. Paul Reykdal og Mrs. Dýr- finna Elding, öll systkinabörn og vinir. Var henni afhent budda með peningum í. Guðrún Eggertsdóttir Borg- fjörð var fædd í Fróðhúsum Stafholtstungum í Borgarfirði þ. 26. júní 1868. Voru foreldrar hennar Eggert Jónsson og Sigríð- ur Jónsdóttir kona hans, bæði látin fyrir mörgum árum. Hún átti 9 systkini, 4 bræður, sem allir eru látnir: Guðjón, Jón, Árni og Halldór; 5 systur: Halla Lundal, látin; Helga Paulson, Vancouver, B.C.; Dyrfinna Eld- ing og Kristín Reykdal hér í bæ, og Sigríður Sigurðson, Swan River, Man. Guðrún kom til þessa lands árið 1888 og giftist Jóni Magnús- syni Borgfjörð, 16. desember 1889 og settust þau að í Árborg, Man., og búa þar enn. Þau eignuðust 10 börn, 9 eru á h'fi, 4 dætur og 5 synir: Magnús- ína Helga Jónasson, Riverton, Man.; Sigríður Martha Kristján- son, Geraldton, Ont.; Dýrfinna Olson, Spokane, Washington; Lára Halldóra Jónasson, Winni- peg; Eggert Júlíus, Geraldton, Ont.; Árni Wilfred, Árborg; Guðni Edward, Winnipeg; Paul Valdimar og Magnús, heima. Þau ei^a 23 barnabörn og 11 barna-barna-börn. Guðrún er frábær dugnaðar- og fremdar kona og yfirleitt sér- lega vel gefin. Hún er fórnfús og góð móðir og fyrirmynd á heim- ili sínu, sem hún stjórnar ennþá og vinnur að þrátt fyrir háan aldur og alvarleg veikindi. er Fróðleg og falleg bók John Burwell Hillsman: Eleven Men And A Scal- pel. — The Columbia Press Limited, Winnipeg, 1948. — Útgefandi frú Margaret B. Hillsman. Hér er um fróðlega og fallega bók að ræða, er fljótt nær sterk- um tökum á huga lesandans, og ber til þess einkum tvennt; í fyrsta lagi það, hve viðkvæmt efni það er, sem bókin fjallar um, en í öðru lagi hitt, hve stíll- inn er sviphreinn og fagur. Höfundur þessarar bókar er íslendingum að góðu kunnur, sem mannkostamaður og ágætur skurðlæknir; hann er líka tengd ur þeim, með því að kona hans Margaret, er dóttir hins ágætasta höfðingja, sem uppi hefir verið með Vestur-íslendingum, Dr. B. J. Brandssonar og eftirlifandi ekkju hans, frú Aðalbjargar Brandson. Bók þessi skiptist í stutta kafla þar sem höfundur hennar, sem var herlæknir í síðasta veraldar stríði, lýsir hinum geigvænlegu styrjaldarátökum og þeim fjöl- þættu aðgerðum til linunar þjáningum, sem margbrotin tækni á sviði læknavísinda hefir sífelt verið að finna upp; bókin er svipmerkt hlýjum mannúðar anda áhugasams læknis, sem veit hvað hann vill og hikar heldur ekki við að framkvæma það; í bókinni er getið tákn-, rænna fyrirbrigða upp á flónsku legt stærilæti, svo sem í ljós kom unglings-hermaður, þýzkur, er orðið hafði fyrir því að kúlu- brot höfðu rifið opinn á honum magann, vildi ekkert með blóð- innsprautingu hafa að gera, sem þó hefði getað bjargað lífi hans, vegna þess, að blóðið, sem yrði notað, væri enskt blóð; víða bregður höfundur upp ljós- um og sálrænum myndum af hugprýði og viljaþreki her- manna, sem ekki láta bilbug á sér sjá, þótt þeir vissulega eins og aðrir menn, unni lífinu og óttist hættuna eins og aðrir dauðlegir menn. Þessari ljóshugsuðu bók lýkur með svofeldum orðum, sem hér eru birt í íslenzkri þýð- ingu: “Eg hefi verið vitni að dauð- daga fjölda manna; hefir slíkt jafnan runnið mér til rifja, um leið og ég fann til ófullkomleg- leika míns; ég hefi líka sann- færst um það, að allir menn ótt- ast hættuna; sá, sem þykist ekk- ert óttast, er annaðhvort fífl eða lygari; ég hefi sannfærst um, að hugrekki er fólgið í því, að mað- ur geri skyldu sína þrátt fyrir það, þó hann finni til ótta; ég hefi lært allverulega að þekkja samferðamenn mína, og það hefir borgað sig”. Þessi prýðilega bók, sem vafa- laust marglr vilja eignast, kost* ar í snyrtilegu bandi, aðeins $2.50 og fæst í Björnsson Book Store, 702 Sargent Avenu, Winni peg Man. — Margir Islenzkir stúdentar heiman um haf, sem stund,að hafa nám á amerískum háskól- um undanfarin ár, hafa getið sér ágætt orð, og með þeim hætti orðið landi sínu og þjóð til sæmd ar á erlendum vettvangi Fram- arlega í þeim hópi stendur Ein- ar I Siggeirsson, en hann hefir nýlokið prófi með miklu lofi á Landbúnaðarháskólanum — State Agricultural College — í Fargo, Norður Dakota. Einar er sunnlenzkur að ætt, fæddur 26. ágúst 1921 í Smiðs- húsum á Eyrarbakka, sonur Sig- geirs Bjarnasonar og konu hans Guðrúnar Guðjónsdóttir. Fram- an af árum vann hann við ýms störf til sjós og lands. Stundaði síðan bóklegt og verklegt nám við Landbúnaðarskólann á Hól- um í Hjaltadal og útskrifaðist þaðan með fyrstu -einkunn 1938. Því næst var hann við verklegt nám í hálft annað ár við tilrauna stöðina á Sámsstöðum í Fljóts hlíð og árið 1940 hélt hann áfram verklegu námi við Garðyrkju- stöðina á Reykjum í Mosfells- sveit. Starfaði síðan við Garð- yrkju Reykjavíkurbæjar. Sumarið 1944 fór Einar til Bandaríkjanna og hóf nám við Landbúnaðarháskóla Norður Dakota-ríkis. Útskrifaðist þaðan 7. júní í ár með Bachelor of Science-prófi í landbúnaðarvís- indum, með sérgrein í ræktunar fræði, og hlaut við vorprófin á-' gætiseinkunn í öllum náms- greinum. Samhliða bóklega náminu stundaði hann á sumrin verk- legt nám við Tilraunastöð Norð- ur Dakota-ríkis í Fargo og Lang- don. Ferðaðist ennfremur um Vestur-Canada sumarið 1946, til að kynnast kanadiskum landbún aði, meðal annars við fylkishá- skólana í Saskatchewan og Manitoba. Á Landbúnaðarháskólanum hlaut Einar eftirfarandi verð laun: jarðræktar-gullbikarinn fyrir nám í ræktunarfræði og Norður-Dakota fjármannsstáf- inn fyrir nám í sauðfjárrækt. Einnig vann hann fyrstu verð- laun og $50.00 í ritgerðarsam- keppni, sem efnt var til af hálfu háskólans, en 700 stúdentar voru þátttakendur. Ennfremur var hann kjörinn félagsmaður “Alpha Zeta Honorary Fraterni- Einar I. Siggeirsson ty” í landbúnaði, en sá heiður fellur aðeins í hlut framúrskar- andi námsmönnum. Hann var í stjórn Náttúrufræðifélags há- skólans 1947—1948 og í fram- kvæmdarnefnd Landbúnaðarsýn ingar skólans 1948. Hann stund- ar nú framhaldsnám á háskólan um með það fyrir augum að ljúka meistaraprófi í landbún- aðarfræðum og hefir verið sett- ur aðstoðar grasafræðingur við Tilraunastöð ríkisins í sambandi við skólann. Einar Siggeirsson á 'því auð- sjáanlega yfir óvenjulega glæsi- legan námsferil að líta, og að því skapi aðdáunarverðari, þegar minni er borið, að hann hefir stöðugt orðið að vinna fyrir sér jafnframt námi sínu, enda hefir hann stundað það af slíkri kost- gæfni og dugnaði, að til fyrir- myndar má teljast. Hefir hann einnig unnið sér vináttu og virð- ingu kennara sinna og námsfé- laga og annara, sem hafa kynnst honum. Má því fyllilega ætla, að íslenzkur landbúnaður eignist hinn nýtasta og ágætasta starfs- mann þar sem Eihar er, þegar hann, að loknu námi, heldur aft- ur til ættlandsins, enda hefir hann fullan áhuga á því að helga ættjörðinni starfskrafta sína og láta hana njóta ávaxt- anna af víðtæku bóklegu og verklegu námi sínu. Vinir hans og velunnarar fagna yfir unnum sigrum hans og óska honum fram haldandi brautargengis í námi og starfi. — * Richard Beck

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.