Lögberg - 15.07.1948, Blaðsíða 5

Lögberg - 15.07.1948, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. JÚLÍ, 1948 5 il l < AUÁI IWENNA Bitstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Sögaríkar bygðir ii. Nú er ekið norður að Gimli, fyrsta íslenzka bæjarins í Vest- urheimi, en þangáð höfðu land- nemarnir selflutt farangur sinn frá víkinni sunnan við Víðirnes, þar sem þeir lentu. Við förum framhjá Johnson Memorial Hospital; stofnfé til byggingar þess, gaf íslenzkur frumherji, Björn B. Johnson. — Numið er staðar hjá landnema minnisvarð anum, sem reistur var á sextíu ára. afmæli landnámsins; varð- inn er hlaðinn úr hnullungs- grjóti en efst er heljarmikið rauðleitt granite bjarg, úr fjör- unni. Á vesturhlið varðans er letrað: íslendingar námu hér land 21. okt. 1875”, en á austur- hlið eru nöfn frumbygða Nýja Islands. Varðinn er stuttan spöl frá skemmtigarðinum, þar sem íslendingadagurinn er haldinn og einn þáttur hátíðarinnar er stutt minningarathöfn og Fjall- konan leggur blómsveig á minnis varðann. — Við förum nú rakleitt ofan að vatninu. Talsverð gola er að suðaustan og öldugangur. Við teigum hið hreina, svala og hressandi loft og hlustum um stund á öldusöng vatnsins. — Rétt fyrir framan þessa strönd lögðu íslendingar fyrst net sín í þetta mikla vatn og fyrsti fisk- urinn, sem þeir veiddu var gull- auga, fiskur sem síðar varð fræg ur fyrir ljúffengi sitt. — Þegar landnámsmenn komu, var gnægð af gullaugum í vatninu, en nú eru þau sjaldséð, þó var hægt að gæða konungshjónunum á reyktum Winnipegvatns-gull- augum, þegar þau heimsóttu Winnipeg 1936. Fyrsta veturinn höfðu land- námsmenn ekki lag á því að veiða fisk upp um ísinn og liðu skort á strönd þessa fiskisæla vatns, en þegar framliðu stund- ir lærðu þeir manna bezt að hagnýta sér fiskiveiðarnar og urðu manna fremstir að leggja undir sig vatnið alt norður í vatnsbotn. Gimli hefir ávalt verið og er enn mikill útvegs- bær. Fiskimenn eru allir ný- farnir norður á vatn í sumarver- tíð sína. — Hjá hinni voldugu bryggju er sambandsstjórnin hefir byggt þarna, standa rauðmáluð fiski- hús, er þar tekið á móti fiski norðan af vatni. Fiskilykt legg- ur að vitum okkar og okkur langar í fisk, helzt harðfisk. Við vitum hvert við eigum að fara — norður í Birkines. Bóndinn er að vísu farinn norður á vatn, en húsfreyjan tekur okkur opnum örmum og innan skamms erum við farin að borða harðfisk; þetta er nú herramannsmatur, og svo gefur hún okkur nokkra fiska í nesti. Ekki megum við fara hér um án þess að líta inn til sólseturs- barnanna á Betel, þau hafa á- nægju af heimsóknum, sérstak- lega þeirra, er nýlega eru komn- ir frá ættlandinu. Þessi frið- sæla stofnun er líka í sjálfri sér minnisvarði mannúðar-hugsjóna íslendinga. Við heimsækjum og prestshjónin í hinu snotra prestsetri, er söfnuðirnir í presta kalli séra Skúla, hafa nýlega reist, og við skoðum hina mynd- arlegu kirkju Gimli-safnaðar; kveðjum síðan hinn fallega, söguríka Gimlibæ. Við brautina rétt fyrir norðan bæinn er grafreiturinn. — Til skamms tíma hefir verið bogi yfir hliðinu með þessari áskrift: Gimli grafreitur. — Nú liggur þessi bogi á jörðinni, hefir senni lega nýlega fallið í óveðri. Væri ánægjulegt að sjá þetta íslenzka nafn hafið upp aftur og yfir þessum grafreit um alla ókomna framtíð. Flest nöfnin á leggstein unum í þessum grafreit eru ís- lenzk og þarna munu hvíla Mynd þessi var góðfúslega lánuð kvennasíðu Lögbergs úr úr þriðja bindi Sögu íslendinga í Vesturheimi eftir Þ. Þ. Þ. Mrs. C. P. Paulson Minningarorð Laugardaginn, 19. júní, andað- ist á sjúkrahúsinu á Gimli, eftir þriggja vikna legu, húsfrú Þor- björg Paulson, oftast nefnd Mrs. C. P. Paulson, á öðru ári yfir áttrætt. Þing Hins evangeliska lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi stóð þá yfir á Gimli. Hafði hún all-oft setið á þingum þess og mikið starfað í anda Kirkjufélagsins. Þorbjörg var fædd á Vind- heimum, á Þelamörk, í Skaga- firði, 18. sept., 1866. Foreldrar hennar voru þau hjónin Kristján Jónsson Kjernested og Sigur- laug Sæmundardóttir. Sigurlaug var ekkja Jóns Þorsteinssonar, er hún giftist Kristjáni. Hálf- systkini Þorbjargar frá því hjónabandi voru: Jónína, kona Jóns Júlíusar, í Winnipeg, og Vilhjálmur, er- dó vestur við Kyrrahaf. Kristján var ekkju- maður, er hann kvæntist Sigur- laugu. Hálfsystkini Þorbjargar frá því hjónabandi voru: Páll Kjernested, er lengi bjó við Narrows, Man., Þórdís, kona W. J. Finney, í Winnipeg, og Elín, kona Þorsteins Andersons í Winnipeg. Albróðir Þorbjargar var Halldór, er búið hefir allan sinn , búskap á landinu, sem faðir hans nam í Nýja íslandi. Kjernesteds-hjónin fluttu frá Vindheimum að Hólum í Hjaita- dal, og fóru svo þaðan, ásamt fólki sínu til Canada, í útflutn- ingsöldunni miklu, árið 1876. Þau settust að í suðurhluta Nýja íslánds og nefndu bæinn sinn Kjarna. Þar bjó Kristján og síðar sonur hans, Halldór. Þorbjörg ólst upp með foreldr um sínum, þangað til móðir margir hinna fyrstu íslenzku landnámsmanna. Svo er ekið greiðlega norður hina ágætu braut en hægt á'sér, þegar norður kemur að Árnesi, sem er vingjarnlegt lítið Jíorp. I þorpinu og umhverfis það gætir áhrifa íslendinga allmikið enn, þó annara þjóða menn séu nú óðum að færa þar út kvíar. Mílu norður af Árnesi og um mílu- fjórðung austur er staður sá, er heimsfrægasti íslendingurinn, sem uppi hefir verið, Vilhjálm- ur Steíánsson, fyrst leit dags- ljósið. Sex mílur norðar liggur Hnausa-þorp og skamt fyrir sunnan það Iðavöllur hinn nýi, þar sem íbúar Norður-Nýja- íslands halda nú árlega lýðveld- ishátíð sína. Hnausabyggðin er blómleg og sviphrein og þar býr margt gildra bænda, en einkum voru það þeir Hnausabræður, Stefán og Jóhannes Sigurðssynir, er frá landnámstíð settu svip* sinn á byggðarlagið vegna atorku og margháttaðra athafna. Þeir létu smíða hið glæsilega gufuskip, The Lady of the Lake, og í Bræðrahöfn, eins og Breiðuvíkin var oft nefnd, byggði sambands stjórnin fyrstu bryggjuna við vatnið, eftir því sem ég bezt veit. — Innan nokkura mínútna, er komið norður að íslendinga- fljóti; þar endar járnbrautin. — Þar er fjörugt atvinnulíf, og þar rísa hæst í viðskiftalífinu þeir Sveinn Thorvaldson M. B. E., S. V. Sigurdson og frændur hans, og þar er einnig búsettur hinn frábærilega vinsæli þing- maður Gimli-kjördæmis, Dr. S. O. Thompsson. Um kveldið og fram undir miðnætti sitjum við í boði að Víðivöllum hjá þeim Guttormi J. Guttormssyni skáldi og frú Jensínu. Skortir þar hvorki gnótt líkamlegrar og andlegrar kjarn- fæðu. Þar skiptast á “bombur” og brandarar í viðtali á hreina Gröndalska vísu og er þetta eftirminnilega kveld liðið áður en við vitum af. Framhald. hennar lézt, á heimilinu í Nýja- íslandi. Óefað hefir hún fengið tilsögn í heimahúsum, á Islandi, og ef til vil hér vestra. I Nýja- íslandi voru þá engir opinberir, löggiltir skólar, en einstaklingar gjörðust stundum sjálfboða kenn arar, eða fólkið fékk einhvern til að veita börnum kenslu. Einn slíkur skóli var um þær mundir á Gimli, og var Mrs. Lára Bjarna ^on, kona séra Jóns Bjarnasonar kennarinn, stundum með nokk- urri aðstoð frá öðrum. I þennan skóla gekk Þorbjörg. Hún var fermd af séra Jóni 27. apríl, 1879. Nokkru seinna mun hún hafa farið til Winnipeg; má vera að nokkru leyti, til að fá sér at- vinnu, en arður Winnipeg-ver- unnar lá samt fremur í öðru. — Systir hennar, Mrs. Thordís Finney sendi hana á mennta- stofnun, sem enn er í gildi, St. Mary’s Academy. Þar fékk hún meðal annars tilsögn í því að leika á hljóðfæri. Síðar fékk hún kenslu í þeim lærdómi hjá öðrum kennara, og mun íslenzka kvenfélagið í Winnipeg hafa styrkt það nám fjárhagslega. Árið 1881 reisti Framfarafélag- ið íslenzka, samkomuhús á Jemima-stræti í Winnipeg. Það stækkaði húsið að nokkrum mun árið 1884 þegar von var á íslenzkum presti, séra Jóni Bjarnasyni, til bæjarins, frá íslandi. En áður en séra Jón kom, voru haldnar lestrar-sam- komur í þessu félagshúsi. Söfn- uður og félag þetta höfðu sam- starf í þessu máli. Fyrsta orgelið til þessa húss var gefið af Jóni Júlíusi og Þorsteini Anderson. Þorbjörg var fyrsti organisti safnaðarins. Hinn 16. marz árið 1887, gift- ust þau Christian Pétursson Paulson og Þorbjörg, og var fyrsta heimilið þeirra í Winni- peg. Þar fæddist dóttir þeirra Violet. Þessu næst voru þau stuttan tíma í Mikley. Þaðan fluttust þau í syðri hluta Nýja íslands. — Heimili þeirra var á- kvarðað á Gimli, en meðan Mr. Paulson var að koma upp íveru- húsi handa þeiní þar, höfðu þau heimili hjá bróður hennar Hall- dóri Kjernested á Kjarna. Þar fæddist sonur þeirra Paulsons- hjónanna, Gordon. Á Gimli áttu þau svo heima ein 16 ár. Var af- koma þeirra þar ágæt og starf þeirra á heimili, í kirkjunni og í mannfélaginu, farsælt. Árið 1906 fluttu þau til Winni peg og áttu þar heima í 6 ár. Þá var Mr. Paulson falinn umsjón fiskiklaksins, sem þá var starf- rækt í Selkirk. Fluttu þau því þangað og voru þar önnur 6 ár. Klakið var þá flutt að höfninni, Gull 'Harbor, í Mikley. Þar var það starfrækt allmörg ár; Mr. Paulson vann þar stórt verk og Mrs. Paulson gjörði þar heimilis legt. Gott var að koma þangað. Þrátt fyrir fámenni Islendinga í næsta nágrenni, tóku þau hjón- in þann þátt, sem þeim var unt, í félagslífi Mikieyinga. Þegar klakið var lagt niður í Mikley, fluttu þau hjónin aft ur að Gimli, reistu sér þar ein- staklega snoturt og þægilegt hús, með fagran garð umhverfis. Þó degi væri nokkuð farið að halla er þau fluttu þangað, biðu þeirra þar ýms^nytsemdarstörf. Meðal annars var Mr. Paulson um nokkurt skeið bæjarstjóri á Gimli. Heilsu hafði Mrs. Paulson eftir vonum, og áhuginn við störfin var enn sterkur. Útför Mrs. Paulson fór fram miðvikudaginn, 23. júní, bæði á Gimli og í Winnipeg. Sóknar- prestur hennar, séra Skúli Sigur geirsson, flutti kveðjumálin á Gimli, fyrir hádegi þann dag. Kl. 2 e. h. hófst athöfnin í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, og stýrði henni séra Eiríkur Brynjólfsson, en séra Rúnólfur Marteinsson flutti aðalræðuna. Jarðað var í Brookside-grafreit, undir umsjón séra Skúla Sigur- geirssonar. Við útför hennar í Winnipeg var bent á sérstakan ritningar- stað, 1. Kor. 15:58: “Þessvegna, mínir elskuðu bræður, verið fastir, óbifanlegir, síauðugir í verki Drottins, vitandi að erf- iði yðar er ekki árangurslaust í Drottni”. — Bent var á að þrír liðir þessa vers, sýni þrjú ein- kenni á lífsstefnu og starfi Mrs. Paulson. Hið fyrsta þeirra, er staðfesta — verið fastir, óbifanlegir, stöð- ugir. — í öllum góðum skilningi var þetta verulegt í sálareinkenn um og framkomu hennar. Kristin dómurinn hafði náð hjartarótum hennar í æsku, og hann hélt á- fram aó móta líf hennar til enda. Trúarbygging hennar virt ist grundvölluð á bjargi. Enginn þytur annarlegra skoðana rótaði henni. Trúmenska hennar við Frelsarann og boðskap hans, var ekki eins og reyr af vindi skek- inn, heldur eins og stæðilegt tré, sem stendur þó vindurinn blási. Eg hygg, að þetta hafi ver- ið verulegt í æfistarfi hennar sem heild. Hún myndaði sér ákveðn- ar skoðanir og stýrði beint að marki. Hið annað einkenni er kristi- leg ávaxtarsemi — síauðugir í verki Drottins. — Verk Drottins er ekki einungis það, sem í þr engstum skilningi er trúarlegt, heldur nytsemdar ávextir lífsins í heild. Guð gaf henni hljómlist- arhæhfileika. Hún æfði hann, ekki einungis til sjálfsunaðar, heldur einnig til þess að láta aðra njóta hans sem mest. Hún var um langt skeið organisti í kirkj- unni á Gimli og nærri óþrotleg í því að æfa unglinga og aðra til söngs, kenna þeim allar radd- irnar og gjöra alt sem unt var til þess, að alt mætti fara fram sem bezt. Hún var einnig síauðug í sunnudagaskólastarfsemi Áður en núverandi Gimlisöfnuður var stofnaður, árið 1900, kom hún á fót sunnudagaskóla, og hann hélt áfram og varð sunnudaga- skóli Gimli-safnaðar. 1 upphafi var hún eini kennarinn og hélt hún hann á heimili sínu. Börn hennar og fleiri muna vel eftir þeim sunnudagaskóla. Erfitt var með sæti; notaðir voru stólar, plankar og jafnvel naglakjaggar. Þetta var ekki hverfandi áhugi, því hún tók virkan þátt í sunnu- dagaskólastarfi, hvar sem hún var, eins lengi og nokkrir kraft- ar voru til áframhalds. Kvenfélagsstarf var einnig sterkt áhugamál hennar. — Eg hefi það fyrir satt, að hún hafi stofnað núverandi safnaðarkven félagið lúterska á Gimli. Með lífi og sál vann hún að því mál- efni fram á æfikvöld. Svipuð var afstaða hennar gagnvart kirkjustarfinu í heild. Á heimilinu var sami vakandi áhuginn: á hússtörfunum, á um- önnun ástvinanna, og á góðri meðferð blómanna í garðinum. Hún var síauðug í kristilegu starfi. Þriðja einkeenni hennar var traust á guðlegri handleiðslu — “vitandi, að erfiði yðar er ekki árangurslaust í Drottni”. — Slíkt traust skapar ánægjulegt hugarfar. Yfirleitt sá hún lífið í heilbrigðu ljósi og leitaði þess sem veitir ánægju. Sannfæring- in um guðlega hjástoð veitti henni öryggi og unað. Heimili áttu þau hjónin ávalt gott. Þar var prýði og þar var gestrisni. Sameinaðir kraftar veittu því fegurð og heill. Börn- in ólust þar upp til fullorðins ára og lærðu að rækja vel skvld ur lífsins. Þau fengu bæði góða mentun. Violet varð kennari, giftist síðar Ingimar Ingjaldson, mikilsmetnum manni, er varð þingmaður í Manitoba. Gordon varð lögfræðingur, kvæntist síðar Magneu, dóttur séra Frið- riks Bergmanns, vel menntaðri og ágætri konu. Samband Mrs. Paulson við alla ástvini sína var unaðslegt og elskuríkt. Af barna börnum sínum og börnum þeirrá hafði hún innilega gleði. Afkom- endur hennar á lífi eru, auk barnanna, 5 barna-börn og 10 barna-barna-börn. Dásamlegt demantsbrúðkaup var þeim hjónunum haldið 1947 og einnig vinamót á 61. giftingar afmæli þeirra. Þungar sorgir ruddu sér inn í þennan elskendahóp. Mr. Ingj- aldson dó af slysi og Thorburn sonur þeirra Ingjaldsons-hjón- anna dó síðar, er hann starfaði sem kennari í flugher Canada. Frederick Bergmann, sonur Paulsoris-hjónanna, féll í styrjöld inni, og hinn sonur þeirra, Gordon Alex, var særður og dó Winnipeg, og þarmeð þau skilin eftir ein. Þetta lá skelfi- lega þungt á hinni burtkölluðu, en ég veit, að Guð veitti henni hjálp og huggun í þessum þungu raunum. Hinn eilífi kærleikur umvefji nú ekkjumanninn og alla hina í þessum ástvinahóp. Mikill fjöldi fólks minnist hennar með þakklæti. Svohljóðandi samúðarskeyti var samþykt, á Lúterska kirkju- þinginu á Gimli, 21. júní síðastl.: “Kirkjuþingið vottar innilega samhygð sína Christian P. Paul- son, börnum hans og öðru ætt- fólki útaf fráfalli frú Þorbjarg- ar Paulson, og minnist með þakklæti hins mikla og góða starfs, sem hún inti af hendi með einlægni og áhuga um margra ára skeið í kirkjufélagi voru”. Blessuð sé minning henn- ar. Rúnólfur Marteinsson. Er þér SENDIÐ PENINGA ÚR LANDI Þá gerið það . auðvelt og fljótt . . . Með CANADIAN PACIFIC EXPRESS Erlendum greiðslum Þér farið rakleitt á Canadian Pacific skrif- stofu, greiðið upphæð- ina, er senda þarf og fá- ið kvitteringu. — Það gengur fljótt, að ná í Canadian Pacific sam- bönd erlendis svo pen- ingarnir komast greið- lega í hendur viðtak- anda. — Kvitteringin tryggir yður gegn tapi. Þessi afgreiðsla kostar lítið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.