Lögberg - 15.07.1948, Blaðsíða 7

Lögberg - 15.07.1948, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. JÚLÍ, 1948 7 Islenzk frásagnarlist Árni Óla: Fjöll og firnindi.' Frásagnir Stefáns Filippus- sonar. Iðunnar útgáfan. — Reykjavík 1948. Stefán Filippusson er fæddur að Kálfafellskoti í Fljótshverfi og ólst þar upp til fullorðinsald- urs. Þaðan fluttist hann til Aust- urands og bjó um 20 ára skeið í Brúnavík við Borgarfjörð eystra Eftir það brá hann búi og flutt- ist til Reykjavíkur. Um mörg ár var hann fylgdarmaður útlend- inga víðs vegar um landið, enn- fremur vann hann um skeið á vegum vitamálastjórnarinnar við byggingar og aðgerðir á vita- mannvirkjum hér og hvar. Hér kveður sér því hljóðs maður, sem ratað hefir í margt og sjaldnast vílað fyrir sér smá- muni. Efni bókarinnar skiptist í tvo meginkafla. Hinn fyrri er frá- sagnir úr heimahögum Stefáns, Skaftafellssýslu, bæði um dag- legt líf þar á uppvaxtarárum hans og ýmsa atburði, sem hann hefir verið við riðinn. Síðari hlutinn er frásagnir af ferðum Stefáns, hrakningum og mann- raunum. Skaftafellssýsla mun vera einna stórbrotnast hérað á ís- landi að náttúrufari og að ýmsu leyti frábrugðið öðrum landshlut um. Allir aðdrættir þangað eru afar langsóttir og til skamms tíma mjög torveldir vegna for- áttuvatna og eyðisanda, sem yf- ir er að sækja. Auk þess er hér- aðið leikvöllur mestu náttúru- hamfara, sem um getur á landi hér. Návígið við höfuðskepnurnar og fjarlægðin frá verzlunarstöð- um hafa því mótað menningu þessa héraðs að ýmsu leyti frá- brugðna því, sem var í öðrum landshlutum, og valdið því enn- fremur, að það hefir haldið menn ingarsérkennum sínum lengur en aðrir landshlutar. Af sömu á- stæðum hafa ferðalög orðið Skaftfellingum að list fremur en öðrum landsmönnum, og munu engir standa þeim á sporði, þeg ar við jökulvötn er að eiga eða ferðast skal á jöklum. Stefán kann því frá mörgu að segja, sem gaman og fróðleikur er að. Þarna er m. a. sagt frá bú- skaparháttum á Núpsstað á seinni hluta 19. aldar og Villi- fénu í Núpsstáðarskógi, lýst kola brennslu, selveiði o. fl. o. fl. — Sumar af ferðasögunum munu menn kannast við, svo sem sög- una af “drukknun” Stefáns við selveiðina í Hvalsíki, sem Árni Óla flutti í útvarpinu í fyrra- vetur, og ferðasögu Stuarts hins enska, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins, en hún þykir mér einna lélegust af því, sem í bókinni er. Margar ferðasögur eru þarna fleiri og allar að ein- hverju leyti sögulegar. Stefán segir listilega vel frá úm það munu allir sammála, sem til hans þekkja og heyrt hafa sögur hans. Orðaval hans er sérkennilegt og skemmtilegt, og hann er stálminnugur, eink- um hefir hann mjög gott staðar minni. Þó má vera, að frásagnar gleðin telgi sögu hans stundum meir að lögum listarinnar, en strangrar sagnfræði, en slíkt á sér stað um marga góða sagna- menn. Það er mikill vandi að setja frásagúir góðra sagnamanna á skrá, svo að þær missi ekki lit og líf, og miklu meiri þraut en marg an grunar. Árni Óli er enginn viðvaningur að fást við ýmsan þjóðlegan fróðleik, og hefir hon- um tekizt að mörgu leyti mjög vel í þetta sinn, en þó álít ég, að hann hefði getað gert betur. — Finnst mér honum einkum hafa mistekizt með síðari hluta bók- arinnar, ferðasögurnar, en þar lætur hann Stefán ekki tala sjálfan, heldur endursegir sög- urnar. Þetta deyfir frásögnina á tvennan hátt. Það færir sögu- manninn fjær lesandanum og gerir söguna ópersónulega, og það veldur því, að skrásetjand- inn á óhægara með að halda orð- færi Stefáns, en í því er mikil eftirsjá. Mér finnst greinilegur gæðamunur á fyrri og síðari hluta bókarinnar að þessu leyti, og þó að Árni segi mjög vel frá, þá er ég samt viss um, að ferða- sögurnar hefðu notið sín betur ef Stefán hefði fengið að segja þær sjálfur á sínu hressilega og kjarngóða alþýðumáli. Um útlit bókarinnar og frá- gang af hálfu prentsmiðju og útgefanda er yfirleitt gott eitt að segja. Allmargar myndir eru í bókinni og eru þær til bóta og prýði, þótt myndapappírinn sé reyndar varla nógu góður, en þar mun pappírsskortinum um að kenna. Nokkrar villur hafa þó slæðst inn í skýringartextana við myndirnar, og á einum stað hafa orðið skipti á textum við myndir. Þetta eru raunar smá- munir og auðvelt að átta sig á, hvernig í þessu liggur, en það er óþörf hróðvikni, þar eð vel er til bókarinnar vandað að öðru leyti. Að lokum vil ég þakka Árna Óla og útgefandanum fyrir að hafa komið frásögnum Stefáns á framfæri og er þess fullviss, að margir munu lesa þær sér til fróðleiks og óblandinnar á- Árni Krisijánsson Tíminn, 15. maí. Islendingadagurinn að Gimli 2. ágúst fslendingadagshátíðin fer í j skemmtunarinnar til enda, láti hönd, þessi árlega og vinsæla sig ekki muna um það. Getur maðurinn orðið 1 50 ára gamall ? Öttaleg eyðsla fyrir áfengi Erindi flutt af próf. Waison Kirkconnell Lauslega þýtt af A. S. Bardal Áfengisskýrslurnar eru hræði- legar. Sem þjóð höfum vér fjór- faldað spíritusneyzluna á síðast- liðnum 25 árum. Á árinu 1947 þambaði Canadiska þjóðin 21 gallon af áfengi á hvert einasta mannsbarn 19 ára. og eldra, og kostaði það landið 460 miljónir dala. Þetta er aðeins stjórnarsal- an, en ágizkað er að alls hafi á þeim tíma verið selt fyrir 800 miljónir dala. Þó það áfengi hefði allt verið borgað að fullu, þá hefði þjóðin samt verið betur stödd ef þessari inntöku hefði verið helt niður í saurrennurnar heldur en niður í magann á þeim, sem þess neyttu. Áfengið er orðin mesta hættan í þjóðlífi voru. Vér erum nú orð in ein af mestu drykkjuþjóðum í heimi, og förum versnandi ár frá ári. — Drukkinn maður eða ölvuð kona eru bæði eins og stjórnlaus villudýr. Ekki líður hér í landi dagur eða nótt, án þess að ein- hver sé myrtur í ölæði eða af drykkjuskapar afleiðingum, að viðbættum allskonar meiðslum slysum og sifjaspellum. Foreldrarnir eyða tímanum inni á drykkjustofunum og svelgja þar eitrið, en skilja börn in ein eftir heima. Leiðir það oft til að þau slasast eða jafnvel missa lífið — annað hvort frjósa eða brenna til dauðs. Stundum koma foreldrarnir heim um síðir og eru þá svo viti sínu fjær, að þau misþyrma börnunum á ýms an hátt. Þá eru enn ótalin slysin og dauðsföllin á götum bæjanna, á járnbrautum, þjóðvegum og flug vélum. Oft eiga þau slys rót sína að rekja til áfengisnautnar. Það er ekki sjaldgæft að menn komi ölvaðir út úr áfengiskrán- um og lendi í áflogum á strætum úti, er þá líkara á að horfa, sem þar væri villidýr en menskir menn. Þá ber það ósjaldan við að drukknir menn verða úti og frjósa í hel þegar þeir hafa drukk ið frá sér ráð og rænu, og hafa hvorki vit né vöðvastyrk til þess að leita sér skjóls. Stundum leiðir ofdrykkjan góða og vel gefna menn inn í vit- skertra hælin eða þá til þess að fremja sjálfsmorð. Gagnlegar stofnanir, blómlegar verzlanir fara um koll og verða gjaldþrota sökum þess að áfengið nær tök- um á stjórnendum þeirra. Alt þetta er hægt að lesa í skýrslum stjórnanna og fréttum blaðanna. Það skeður daglega. Á þremur árum 1944—-1946 sýndu Canda skýrslurnar að þar bætt- ust við 120.000 nýir sjúklingar með kynferðisveiki. Það er stærri hópur en allir íslendingar á þeim aldri. Stærri hópur en allir á þeim aldri í Prince Ed- ward eyjunni. Og vitnisburðirn- ir bera það með sér að flestir af þessum sjúklingum, konur jafnt sem karlar, höfðu veikst þegar þeir voru undir áfengis áhrif- um. — Áfengið er ginnandi og leiðir til ósiðferðis. Hjónaskilnaðir, sem aukast árlega hér í landi, eiga rót sína að rekja til áfengis nautnar að minnsta kosti 25 pró- sent eða meira. Þegar um algert bindindi er að ræða, verður kristinn maður að taka til greina fleiri en sjálfan sig; ef hann hefði það hugfast, þá gæti hann orðið öðrum til mikillar styrktar. Ábyrgðin hvíl- ir beinlínis á herðum þeirra sem öðlast hafa trúna á þríeinan Guð: þeirra er skyldan að vaka yfir velferð meðbræðra sinna. Á fyrstu öldum kristninnar urðu hinir trúuðu atf5 líða kvalir og dauða fyrir trú sína. f sumum löndum líður kristið fólk nú á dögum, og er jafnvel líflátið fyr- ir trú sína. Er það til of mikils mælst að kristið kirkjufólk í Canada sýni dálítið kristilegan kjark með sjálfsafneitun og bind indi til þess að hjálpa náungan- um og börnum hans? þjóðhátíð okkar íslendinga vest- an hafs. Það verður vandað til þessarar hátíðar, sem undanfarin ár og á hverju ári reynt að gjöra eitthvað betur og bæta það sem ábótavant er. Þar munu margir koma til að gleðja sig og gleðjast með öðrum. Þar verður gaman að vera. Að þessu sinni mun ég ekki greina frá öllu’ sem þar fer fram til skemmtunar að deginum, því ég hefi svo margt að minnast á, svo framhald verður að vera í næsta blaði. Það, sem ég vil sérstaklega vekja athygli á er, ferðin fram og til baka frá Winnipeg og Gimli. Far með járnbrautarlest er $1.75 fram og til baka. Gallinn við járnbrautarfar er, að enginn getur verið lengur en til klukk- an rúmlega sjö að kvöldinu og missir því bæði af kvöldsöngn- um og dansinum. Til þess að ráða bót á þessu og gefa fólki tæki- færi að fara þegar því lystir að kveldinu, hefir nefndin verið svo heppin að geta útvegað Buses, sem tekur fólkið á vissum stöð- um í bænum, á Sargent og Ellis, og fer með það aftur til sama staðar að kveldinu. Kris Halldórs son sér um flutning fólksins þannig frá Gimli og Winnipeg á íslendingadaginn. Fargjaldið á þessum Buses er $2.10 fyrir manninn, sem er að- eins 20 centum meira en með lest, þegar reiknað er farið niður á járnbrautarstöðina. Hygg ég þeir, sem langa til að dvelja fram eftir kveldinu og njóta En lakið efiir! — Þeir, sem fara með Buses, verða að kaupa að- göngumiða í skemmtigarðinn á Gimli um leið og þeir kaupa far- miðana, er það gjört til þess, að nefndin geti vitað með vissu hve margir fara með Buses, svo hún geti haft nægilega mörg eftir þörfum. Er það betra fyrir fólkið sjálft, því þá er engin hætta á að aðrir komi og taki sæti þess. Það verður engum leift í Buses, fram yfir það sem sætin leyfa. Önnur breyting, sem nefndin hefir gjört, er í sambandi við inn- ganginn í skemmtigarðinn. Áður hefir aðgangur verið seldur á 35 cent í garðinn fyrir fullorðna en 10 cent fyrir börn innan tólf ára. Nú verður aðgangur í garðinn seldur á 50 cenl fyrir fullorðna, en börn innan tólf ára aldurs fá frían aðgang. Veit ég að þessu muni vel tekið, því þar sem mörg börn eru í famelíu léttir það tals- vert á þeirn^ fátækari að börnin fá frían aðgang og frian borða í skemmtigarðinn á Gimli. Athugið þetta vel og takið vel eftir lókal í blöðunum um Buses, hvar þau stoppa á Sar- gent og Ellis Ave. Að göngumið- ar í Buses og skemtigarðinn eru til sölu nú þegar í Björnssons Book Store, 702 Sargent Eve. og The Electrician að 685 Ave. — Hljómsveit góð spilar að þessu sinni á íslendingadaginn. Auk þess verður góður söngur, góðir ræðumenn og margt fleira, sem getið verður nánar um í næsta blaði. D. B. Meðalaldur Bandaríkjamanns er nú um 68 ár, en sumir læknar halda því fram, að hann ætti að vera 150 ár. Dr. Bortz, forseti The Ameri- can Medical Association, segir að skepnurnar lifi tiltölulega leng- ur en menn. Hundurinn er full þroska þegar hann er tveggja ára, og meðalaldur hans eru tólf ár. Kötturinn er fullþroska eins og hálfs árs, aldur hans er 10 ár. Hesturinn er fullþroska fjögra ára, en verður 25 ára. Ef maður inn er fullþroska 25 ára, ætti hann að verða 150 ára samanbor ið við þessi dýr. Ein orsök þess, að máðurinn lifir tiltölulega skemur en hund- urinn er sú, að ýmsir hrörnunar sjúkdómar sýkja hjarta, nýru, heila og æðar þegar menn eru rosknir eða komnir á efri ár. Að minnsta kosti 4 milljónir af nú- verandi íbúum Bandaríkjanna ganga með hjartasjúkdóma, seg- ir dr. Bortz. Ef ekkert er gert til þess að koma í veg fyrir slíkt, mun helm ingur barna þeirra, er fæddust 1940 fyrr eða síðar verða að bráð hinum mismunandi tegund um hnignunarsjúkdóma blóðrás- arkerfisins eða nýrnanna. Pharmaceutical-Medical Re- search Foundation — Lyfjafræði lega rannsóknarstofnunin ætlar Sargent á næsta ári að verja 250 þús. doll 1 urum til baráttunnar gegn hrörn unarsjúkdómum og leggja lyfja verksmiðjur til upphæðina.' Féð mun aðallega ganga til stofnana sem vinna að rannsóknum á þessu sviði. —Time. Vísir 18. maí 1948 Séra Friðrik Friðriksson dr. theol., áttrœður 1868 25. maí — 1948 Eg var einn af þeim, sem ólust upp í Reykjavík á 2. og 3. tug þessarar aldar. Eitt af því, sem hlaut að hafa áhrif á uppeldi barna og unglinga hér í bæ, var starf séra Friðriks. Oss var það ljóst, að hann var guðsmaður og vildi leiða oss á rétta leið. — Hann gat að vísu dregið oss að Skopsögur Thomas heitinn Edison, upp- finningamaðurinn heimsfrægi, var býsna oft utan við sig. Þegar hann var að koma úr brúðkaups ferð sinni og stóð á járnbrautar- stöðinni, tók einn af léstarþjón- unum eftir því, að hann var æði viðutan og m'ælti: “Hafið þér nú ekki gleymt einhverju, herra Edison?” Edison þreifaði í alla vasa sína en gat ekki orðið þess var, að hann hefði tapað neinu. — Þá varð honum af hendingu litið upp í einn lestargluggann og kom þar auga á hina ungu konu sína, ógnarlega einmana og yfir- gefna. “Það er alveg satt, ekki má ég gleyma blessaðri konunni minni”, æpti Edison og þaut inn í lestina til að sækja kvenmann- inn. — ♦ Skömmu eftir að prófessor Piccard kom seinast ofan úr há- loftunum, hitti hann dr. Willi- am Beebe, sem þá var alveg ný- kominn neðan af hafsbotni. “Hvað sástu þarna uppi?” spurði Beebe. “Enga engla”, anzaði Piccard, “en hvað sást þú?” “Engar hafmeyjar”, anzaði Beebe. ♦ Sir Isaac Newton, heimspeking urinn frægi, sem uppgötvaði þyngdarlögmálið, var oft býsna mikið úti á þekju, eins og slík- um mönnum er títt. Allir kann- ast við söguna af því, þegar hann sauð úrið sitt í staðinn fyr- ir eggið. Hér er önnur saga um Newton, sem vér búumst við, að þér, heiðraði lesandi, hafið ekki heyrt. Maður nokkur kom eitt sinn að finna Newton. Spekingurinn var eins og venjulega önnum kaf inn og hafði ekki einu sinni gefið sér tíma til að snæða miðdegis- verð. Maturinn stóð á borðinu. Nú leið heill klukkutími, og ekki birtist Newton. Þá fór gestur- inn að verða svangur. Hann lyfti lokinu af fati, sem stóð á borð- inu. Þar var steiktur hænuungi, býsna girnilegur til átu. Gestur- inn át nú ungann með beztu lyst og lét beinin aftur á fatið. Síðan bað hann vinnukonu Newtons að steikja honum annan unga. Áður en því væri lokið, kom Newton inn í stofuna. “Góði fyrirgefðu, hvað ég læt þig bíða”, mælti Newton. “Nú ætla ég að gleypa í mig matinn í snatri, því ég er orðinn alveg glorhungraður”. Því næst lyfti hann lokinu af fatinu. En þegar hann sá beinin úr fuglinum, sneri hann sér að gestinum, vandræðalegur á svip inn, og mælti: “Þarna er okkur rétt lýst, þess um vísindamönnum. Heldurðu ekki, að ég sé bara búinn að borða án þess að muna nokkuð eftir því”. fundunum í K. F. U. M. með þeim hátíðablæ, sem ríkti þar, og með sögunum mörgu og merkilegu. Þar heyrðum vér sagt frá Mowgli og Tarzan. Þar sungum vér þróttmikla söngva, sem vér elskuðum. En það var þó eitt, sem vér vissum, að séra Friðrik vildi framar öllu öðru. — Hann vildi færa oss boðskap frá Gúði, Guðs orð. Fallega græna biblían hans, sem Væringjarnir gáfu honum, og krossmerkið stóra, sem hann fékk í Ameríku, voru dýrgripir, sem ljómaði af, og hann kunni að nöta þá í starfinu. Ef ég ætti að segja eitt glöggt ein kenni á séra Friðrik, þá gæti ég sagt: Hann boðaði Guðs orð. — Hann kenndi oss að elska og virða orðið, Biblíuna. — Hann minnti oft á orðin: “Hvernig get- ur ungur maður haldið vegi sín- um hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu”. — Sálm. 119,9. — Ó, að ég hefði gert það betur! Til hvers komum vér á fundina hjá séra Friðrik? Það vissum vér. Ekki til að skoða myndablöð. Það gat verið skemti legt. Ekki til að ydda blýanta í yddaranum á lestrarstofunni. — Ekki til að hlusta á sögurnar. — Þó komum vér einnig til þessa. En tilgangurinn var þó annar og æðri. Það var tilgangur séra Friðriks: Til þess að heyra Guðs orð. — Og varðveita það. Vér vissum lítið um séra Frið rik annað en það, sem sneri að oss drengjunum. Starf hans með al unglinga fyrir ofan -fermingu var oss lítt kunnugt um, fyrr en vér fermdumst sjálfir, og starf hans meðal ungra manna, það var enn fjær oss. En einnig þar og á enn víðara vettvangi starf- aði séra Friðrik að þessu eina: að boða orð Guðs eins og það er í Biblíunni og ekkert annað. Þess vegna lét hann oss dreng- ina standa upp á fundunum og hafa yfir trúarjátninguna. Þar lærðum vér hana. Eg minntist á krossmarkið hans. Það var kjarninn í boðskap orðsins. Á föstudaginn langa, helgasta dag ársins, lyfti hann því upp fyrir oss og talaði um frelsarann, sem dó fyrir syndir vorar. Eða þegar hann talaði til vor um íslenzka fánann, kross- fánann, sem “minnir oss á merk- ið hátt, móti er skín oss rautt og hvítt og blátt. — Hvítt á hreina hjartað minnir, heimsins svall er varast æ, blátt á himins björtu kynni, beinan veg um lífsins sæ, rautt á Jesú benja blóð, bræðra- kærleik, von og trúar glóð”. Það ljómar enn af þeim tíma, og enn er séra Friðrik hjá oss. Guð blessi hann áttræðan og leiði hann alla ævidaga að tindum hjálpræðisins. — Jes. 12,3. — Magnús Runólfsson. Á Guernsey eyju á Ermar- sundi er enn í gildi sá ævaforni siður, að setja á svartan lista þá menn, sem eru ofdrykkiumenn. Fjölskyldan reynir að bjarga manninum og fer til réttvísinn- ar, og þaðan er gefin út opinber tilskipan um, að enginn megi selja manninum áfengi þaðan í frá. Til þess að árétta þetta og minna alla á að gera skyldu sína er fyrirskipað, að tekin skuli lögreglumynd af mannin- um og er myndin límd upp í hverri veitingakrá. Sefjun er máíiug. Nýlega var sýning haldin á því hvert vald ímyndunaraflið hefir yfir mönn um og því hvers dávaldurinn er megnugur. Maður var dáleiddur og honum sagt að innan 24 klst., mundu þjóta upp blöðrur hægra megin á neðri vör hans. Er hann kom aftur í sýningarsalinn að sólarhring liðnum, eins og fyrir hann hafði verið lagt, voru nokk urar blöðrur í hnapp hægra meg- in á munni hans.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.