Lögberg - 15.07.1948, Blaðsíða 6

Lögberg - 15.07.1948, Blaðsíða 6
6 Ættmaðurinn Eftir THOMAS DIXON, Jr. IIV. KAPÍTULI Þjóðaræði Phil flýtti sér ásamt Elsie og Margréti í gegnum fólksþyrpinguna og til sjúkra- hússins, en skiidi við þær við sjúkrahúss dyrnar og flýtti sér til skrifstofu her- máladeildarinnar til að annast skyldu- verk sín. Það mátti þegar heyra fóta- tak herdeildanna eftir öllum aðalgötum borgarinnar. Honum hitnaði um hjartaræturnar á leiðinni, þegar að hann minntist nær- veru Margrétar í huga sér og hvernig að hún hefði leitað verndar hans með því að þrýsta sér fast að hlið hans. Og hann brosti þegar að hann þá, hefði naumast getað stillt sig um að leggja handleg^inn atan um hana, svo hún hefði getað gengið úr skugga um að hann hefði verið, og væri reiðubúinn að vernda hana frá allri óhamingju og ó- höppum. Já, ef hann hefði bara þorað að gjöra það! Elsie bað frú Cameron og Margréti að koma heim með sér, þar til um hægð- ist í borginni. — “Nei”, sagði frú Cameron. “Eg er ekki hrædd. Eg óttast ekki dauðann Við förum ekki frá Ben nú, hvorki á nótt eða degi. Eg er dauðveik út af að hugsa um, hvaða áhrif þessi óttalegi sorgar- atburður muni hafa á Suðurríkin! Eg get ekki hugsað um minn eigin óhult- leik. Getur nokkur ónýtt lausnarbréf Bens nú?” spurði hún áhyggjufull. “Eg er viss um að þeir geta það ekki. Nafnið, sem stendur undir lausnarbréf- inu, ætti að vera voldugra í dauðanum en það var í lifanda lífi”. “Já, en skyldi það verða? Þekkirðu hr. Johnson?” Getur hann ráðið við Stanton? Hann sýnist vera valdmeiri en forsetinn. Hvað skyldi hann gera við menn frá Suðurríkjunum sem falla honum í hendur?” “Hann getur ekki gert neitt við son þinn, þú getur verið viss um það”, mælti Elsie. — “Eg vildi að ég gæti verið viss um það”, sagði frú Cameron eftirvæntan- lega. — Fáum mínútum eftir að forsetinn dó, á laugardagsmorguninn, kom steypi regn. Sigurfánarnir sem dregnir höfðu verið að gyltum húnum, drupu nú í hálfri stöng, og grétu. Leyfar af eldbrennum dauðar og dauðvona mátti sjá víða á göt unum. Þrílit ljósker, og loftbátar héngu drjúpandi frá vírunum sem þau voru fest í og voru að byrja að liðast í sundur. Aldrei áður í sögu mannanna, hafði slík tenging viðburða komið fyrir hjá nokkurri þjóð. Að vera á augnabliki varpað frá hátindi himneskrar gleði of- an í heljar heimkynni, vonlausrar og skerandi sorgar! Frá hádegi dags, til miðrar nætur, millibilslaust. Martraða þögullrar sorgar, lagði hramm sinn yfir landið og þjóðina. Ekkert minna en landskjálfta- eða lúðurhljómur Gabríels hefði getað orsakað slíkt hugarangur og þögult vonleysi. Fólkið las blöðin og grét, en dagverðurinn stóð ósnertur á_ borðum þess. Enginn einn dauðans at- burður, hefði getað flutt eins einkenni- lega hrylling inn á hvert einasta heim- ili í landinu eins og þessi gerði. — Við stórmennið fallna, höfðu hjartastrengir fólks, óafvitandi verið knýttir. Jafnvel nú fóru pólitískum óvinum hans að þykja vænt um hann. En umfram allt, var hann á þessari stundu, sigulaflið sem sameinaði ríkis- heildina, sem hvert einasta heimili í landinu hafði fórnað blóði sinna beztu sona til að ná. Sorgaratburðurinn var lamandi — hann var óhugsanlegur — ginning örlaganna. Menn gengu um götur borgarinnar eins og í leiðslu, út af sorgarkend sinni. Hvert hljómstig og glensyrði lék sem líksöngslag í eyru fólksins. Öll viðskifti stöðvuðust. Hvert hjól vélanna í verksmiðjunum stóð að- gerðarlaust. Umferðar-ys og hávaði LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. borgarinnar var þögull og ágyrndar æöið lét af brögðum sínum um stund. Iíerin var það eina seq;i var á flugferð, til þess að tryggja tök sín á Suðurríkj- unum sem alla reiðu voru yfirunnin og eyðilögð. Þegar á daginn leið fóru menn dálít- ið að ná sér, tala saman, fyrst í hálfum hljóðum um örlög lífs og dauða, um ó- dauðleik sálarinnar — Guð, og svo, þeg ar þeir fóru að koma orðum að harmi sínum, óx hugarraun þeirra og hatur, unz það brauzt út og svall eins og ofsa veður. — Hver frétt sem að norðan kom flutti sumu fréttirnar. Páskadagurinn rann upp bjartur og sólríkur og fagur, eftir úrhellis rigning- una. Fólkið fyllti kirkjurnar, meir en það hafði áður gert. Þær höfðu verið skreyttar frábærilega vel, bæði í tilefni páskahátíðarinnar og líka til minningar um hinn mikla þjóðarsigur. Prestarnir höfðu búið sig undir þá stóru stund. — Ilinn tvöfalda sigur — sigur yfir gröf og dauða, og sigur hinna fegurstu vona og hugsjóna þjóðarinnar. Kirkjurnar voru fagurlega skreyttar blómum, og frá prédikunarstólunum og gluggum þeirra féll í fögrum liðum, hinir rauðu, hvítu og bláu fánar lýðveldisins. Og nú, eins og til að storka þessari dásamlegu viðhöfn, hafði dauðinn á einni nóttu lagt slæður sorgarinnar yfir hvern einasta fána, og ofið hverri páska lilju sem inni í kirkjunum var, sorgar- serk. Þegar að prestarnir horfðu framan í mannfjöldan þögula, sem fyrir framan þá var — horfðu framan í andlitin á feðrum og mæðrum, bræðrum, systr- um og unnustum elskaðra sem fallið liöfðu í orustum, eða dáið í fangelsum reis óviðráðanleg sorgar- og haturs- alda upp í hugum þeirra, sem þeir réðu ekki við. Innihald páskaræðnanna gieymdist. Svo fimtíu þúsund kristnir prestar, stóðu með ofsa og æði við altari Guðs og heltu úr reiði skála sinna yfir söfnuðina, hrópi um hefnd, með stjórn- lausri frekju, blindri grimmd og ofsa. — Lengst í þeim ósköpum gengu prestarn ir í New York og í Boston. Morguninn eftir að ósköp þessi fóru fram sat Stone man garnli og las blöð sín, og það lék kaldranalegt glott um varir hans. Hann hnyklaði brýrnar og í augum og á and- liti hans var ánægjuglampi og hann tautaði við sjálfan sig: “Að síðustu! Að síðustu!” Jafnvel Beecher, sem hafði talað rétt áður svo prýðis vel og fallega í Fort Sumter, kvað þannig að orði: “Aldrei á meðan að menn lifa, á með- an himnarnir eru við líði, á meðan að kvalir helvítis ógna, gleymist það, að það voru þrælahaldsmeistararnir sem að drápu hann, og með því morði opinber- uðu öllum innræti sitt. í slíku andrúms lofti fær enginn þrifist. Eg mæti heilög- um manni í helvíti, áður en ég finn heið arlegan mann undir slíkum andstygðar áhrifum. Fæðingar og vaxtarskilyrði slíkra óvætta, verður að eyðileggja um állar ókomnar aldir”. Dr. Stephen Tyng sagði: “Leiðtogar þessa upphlaups, verðskulda ekki með- aumkun frá nokkrum manni. Svo lát um okkur losna við þá. Þeir verða að reisa heimili í einhverju öðru landi. — Eignir þeirra falla réttilega til ríkisins sem að þeir leituðust við að eyðileggja”. Með stórletraðri fyrirsögn stóðu þessi beizku orð Dr. Charles S. Robinsons: “Þetta er fyrsta svarið, sem hugprýð- in gefur veglyndinu. Talið ekki við mig framar um sameiginlegan ættstofn, sameiginlega blóðbræður. Sá maður er ekki bróðir minn, og ekki minn ættmað- ur, sem kórónar villumanns landráð sín, með því að myrða varnarlausan mann í augsýn konu hans. Látið réttlátan dóm falla yfir fantinn sem valdur er að þess- ari óhæfu — fljótt og miskunarlaust. — Deyðið alla landráðamenn Suðurríkj- anna. Eltið þið þá uppi, einn og einn! Lokið fyrir þeim öllum dyrum, og látið yfir þá ganga dóm, fljótt og eins óbrigð- ulann og dauðann!” Dr. Theodor Eugler sagði: “Nú er ekki tími til að tala um vægð eða samkomulag! Eg segi í Guðs nafni, gjörið enga samninga við upphlaups- mennina, aðra en þá, að eyðileggja þá. Booth með morðvopnið í hendinni, er aðeins ímynd morðhnífsins í höndum barbarísku einræðis höfðingjanna”. Dr. J. P. Thompson sagði: Skafið hvert einasta af Suðurríkjun- um í burtu af kortinu. Takið eignir og þegnrétt af hverjum einasta uppreisn- JÚLÍ, 1948 armanni, og sendið þá í útlegð, alslausa eins og svívirðileg hrakmenni. Littlejohn biskup, sem ekki vildi vera eftirbátur hinna, fórust þannig orð: “Verknaðurinn er í samræmi við mál- efnið sem var getið í synd, flutt fram í ranglæti og leitt glæpsamlega til loka. Hendi morðingjans er sama höndin sem reiddi svipunni að baki þrælanna beru, lagði í gegn Senatorinn úr nýja Eng- landsríkinu, kveikti eld ófriðarins, myrti með köldu blóði menn í þúsunda tali, og svelti hermenn okkar hjálparlausa í fangelsunum. Slíkt er ekki píslarvætti, það er svívirðing”. Siinpson biskup sagði: “Lát hvern þann mann, sem sæti átti á þjóðþinginu og þátt tók í þessari upp- reisn, sæta bráðri hegning. Látum hvern herforingja, sem mentaður hefir verið fyrir almennt fé og sem hefir lyft sverði sínu gegn þjóð þessa lands, sæta landráðamanns dauðadómi!” Stoneman sat eins og í draumi, með þessar síðustu villiraddir klingjandi í eyr um sér. Svo sneri þessi mannhatari sér að dökkleitu konunni og sagði: “Ræðurnar mínar hafa þá ekki verið áhrifalausar eftir allt. Reiddu dagverð handa sex. Stjórnarráð mitt kemur hér saman í kvöld”. Á meðan að blöðin voru að flytja þess ar ræður, efni þeirra og áhrif sem barst til eyrna, oft aukið og afbakað, hverri einustu persónu í Norðurríkjunum, hóf líkfylgdin för sína í vestur. Hún lág, í mikilleik sínum, í gegnum hvern bæinn og borgina eftir annan og aðra, á hinni eitt þúsund og sex hundrtið mílna leið sinni, þangað sem að gröfin beið. — Dag eftir dag, í árdegisskímu, um hásólar- skeið, í ljósaskiftum líðandi dags, og við næturblys, gengu milljónir þögulla manna og kvenna framhjá börum Lincolns og litu á hið göfuga andlit hans í síðasta sinni. Við persónu hans, háa, hrjúfa og einmanalega, en umvafða al- varleegri tign og andans göfgi höfðu hugir, vonir, hugsjónir og draumar fólksins verið bundnir í gegnum öll rauna- og dauðaárin fjögur, þar til að hjartaslög þess, og hans voru í fuliu sam ræmi, að því, er því sjálfu fannst, og lífsslög þess, og hans óaðskiljanleg. Kúla morðingjans hafði þrýst sér inn í heila fólksins, og sundrað lífi þess. Lífsrót mannfjöldans var slitin, og hugsanir hans eyðilagðar. Það misti sjónar á öllum sögulegum fyrirmynd- um. Fyrsta forsetamorðið hjá þjóðinni okkar. í okkar sögu var engin fyrirmynd til samanburðar. Meira en tvö hundruð ár höfðu liðið í sögu veraldarinnar, síð- an að mikilhæfur þjóðhöfðingi hafði fallið fyrir hníf morðingjans. Villiam frá Orange. — Jarðarfara-daginn stóðu tuttugu miljónir manna og lutu höfðum í þög- ullri sorg. — Þegar að líkfylgdin kom til New York, stóð fólk í milljóna tali meðfram götunum, sem hún fór eftir. Djúp þögn grúfði yfir. Ekkert orð heyrðist, engin hreyfing sást, nema fótatak hermanna, og líksöngslagið sem lúðraflokkur lék lágt og þýtt. Að öðru leyti, þó að maður stæði manns við hlið, grúfði þögn eyði- merkurinnar og dauðans. — Hinir lif- andi sigurvegarar þjóðarinnar fóru framhjá fólkinu í þessari líkfylgd, en það sá þá enginn. Fjórum árum áður ók hann eftir Broadway, þá ný kosinn forseti og eng- inn veitti honum eftirtekt, og varðmenn irnir, sem að með honum voru, þorðu ekki að vera í einkennisbúningum sín- um, af ótta fyrir því að þeir og hann yrðu grýttir. Nú vikna prestarnir þegar þeir nefna nafn hans við bænargjörðir í kirkjum sínum og efldir karlmenn gráta eins og börn. Fánarnir drupu í hálfa stöng á turnum kirknanna o gþungi sorgarinn- ar titraði í slögum kirknaklukknanna. Hvert hús sem sigurfáninn blakti yf- ir, daginn áður, sat nú í skugga sorgar- innar. Fánar og merki þúsund skipa á höfnum landsins héngu í hálfa stöng, og svartar slæður voru strengdar frá einni burst til annars í borginni og báru við himininn sem var þungbúinn, eins og einhver óþekt og ógnandi loft- sjón. í þrjá daga var öllum leikhúsum, öllum skólum, dómsölum, bönkum, versl unum og iðnstofnunum, lokað í landinu. Menn hugsuðu með þungum huga í suður átt. — Þegar líkfylgdin fór yfir Broadwey, sáust eftirfarandi orð í geipi stórum stöfum, eins og hanga í loftinu: “Þjóð, sem er beygð undir þunga sorg arinnar, skal rísa í mætti sínum og sópa í burtu leiðtogum þessarar andstyggi- legu uppreisnar”. Lengra á leið líkfylgdarinnar, stóð þetta á hvítu tjaldi með svörtum ramma: Ráttlát refsing gegn landráðamönn- um, er krafa fólksins”. Og enn þá þetta: “Villumenska þrælahaldsins. — Get- ur villuæðið náð lengra?” Yfirskrift yfir vopnabúri níu-tíustu herdeildarinnar, í geypistórum stöfum, hljóðaði þannig: “Nú er táranna tíð. — En hefndin sefur ekki”. Þegar líkfylgdin kom til Buffalo, komu menn þar auga á hús eitt, sem ekki yar hjúpað sorgarslæðum og var gjörður aðsúgur að því. Inni í húsinu lág veikur maður, Millard Fillmore, fyr- verandi forseti, sem ekki hafði hugsað út í um morguninn, að auðkenna hús sitt. — Líkfylgdin liélt áfram til Springfield í gegnum raðir af fólki sem stóð meðfram veginum með lotnum höfðum og hrygð í hjarta. Bóndinn hætti að plægja, smið urinn lét hefilinn falla úr hendi sér, járn smiöurinn hamarinn, kaupmaðurinn iokaði búð sinni og glamrið í peningun- um heyrðist ekki og yfir öllu hékk þung þögn, sem einstaka sinnum var rofin, þó í hljóði aöeins, með sárum og ósam- hangandi beiskyrðum. Enginn maður hvorki fyr né síðar, hefir verið grátinn til grafar eins aiment og þungt og Abraham Lincoln. Minn- ingaathafnirnar í sambandi við þá Alexander, Cæsar og Wellington voru eins og skuggi hjá Lincolns. Og ekki hafði heldur andi Napóleons, sem réði yfir herskara konunga, sem hann hafði yfirunnið, litið neitt líkt því. Ekki einu i sinni á Frakklandi. Nú var þessi viðhöfn úti, og endur- minningarnar um hana biturleiki og aska, en það var þó einn maður, sem vissi uppá hár hvað hann vildi, og hvað hann ætlaði sér að gjöra. Aðrir gengu eins og í leiðslu. En augnaráð Senators- ins, leiðtoga leiðtoganna, var kalt og harðneskjubros lék um varir hans, og frá þeim hafði ekki eitt viðurkenningar eða saknaðarorð komið í sambandi við hinn dána. Hvað sem um Stoneman mátti segja, þá varð aldrei sagt að hann væri lygari. Þegar hann hataði, þá hat- aði hann frá grunni hjarta síns. Drjúpandi fánarnir, líkslæður borgar innar, hátíðarfylkingarnar, blysin, hin þögulu mannsandlit, beygðu höfuð, lík- söngslögin, klukknahljómurinn, hálf- lýstu kirkjurnar, grátþrungnu organ- tónarnir, eldheitu hótanirnar frá Öltur- unum, og ylmur blómanna sem safnað hafði verið saman í hrúgur af þögulum þénurum. — Allt þetta tilheyrði hon- um nú. Og fieira, hinir eldþrungnu, ótöluðu og órituðu hörmungar stríösins, hinar logandi ástríður þess, grimmd þess og miskunarleysi, þess óttalegu glæpir, og eymd, hin ótal krörndu mæðurhjörtu og tár, og grafir þeirra dauðu — allt það tilheyrði honum líka. Nýi forsetinn var á báðum áttum. í öðru andtakinu lofaði liann hátíðlega að framfylgja stefnu ' Lincolns. í hinu, sauð hefndarhugur hans og hótanir. Skipun var gefin út um að taka Lee hershöfðingja fastann. — Skyldi yfir- hershöfðinginn Grant dyrfast að mót- mæla? Það voru menn til sem héldu fram að ef Lee yrði tekinn fastur, og loforö Grants við Appomattox að engu gjört, að þá mundi hermaðurinn þöguli, ekki aðeins mótmæla, heldur, ef á þyrfti að halda, draga úr sliðrum sverð sitt, til að vernda heiður drengskapar síns og heiður þjóðarinnar. En skyldi hann þora að gjöra það. Við áttum eftir að fá að ganga úr skugga um það. Fangelsin voru öll full með föngum frá Suðurríkjunum, sem höfðu verið teknir fastir á heimilum sínum. Gamla Capital fangelsið var alveg fullt, og hver ein- asti klefi í öllum hegningarhúsum borg- arinnar var fullur, og þeir voru farnir að týna þá inn í herbergi í þinghúsinu sjálfu. Margrét, sem verið hafði úti í bæ um morguninn og kom heim með nokkur blóm í hendinni handa móður sinni, brá heldur en ekki í brún að finna móðir sína harmi losna, með morgunblað í hend- inni. Hún reis á fætur og rétti Margréti blaðið, steinþegjandi, og Margrét las:

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.