Lögberg - 15.07.1948, Blaðsíða 8

Lögberg - 15.07.1948, Blaðsíða 8
/ LÖGBERG FIMMTUDAGINN, 15. JÚLÍ, 1948 Ur borg og bygð Buses írá Winnipeg og Gimla á íslendingadaginn 2. ágúsi, n.k. Þau taka fólk á eftirgreindum stöðum kl. 9 og kl. 10 að morgn- inum, miðað við fljóta tímann: 1. Valor Road og Sargent 2. Dominion og Sargent 3. Arlington og Sargent 4. McGee og Sargent. Notið tækifærið. Margir hafa undanfarið kvartað undan að Buses hafa ekki verið fengin undanfarið. Notið þau nú. — Eí ekki, þá verða þau ekki fengin oftar og þá þýðir ekki að kvarta við nefndina um það. Munið einnig, að inngangur í garðinn er seldur með farmiðunum pg y ICELAND Scandinavia OVERNIGHT Travel the modern way and fly in four-engine airships MAKE RESERVATXONS NOW. 17 PLANNING TO TRAVEI. TXIIS SUMMER We will help ycu arrange your trip. NO exira charge We also make Kotel Rjservations. For Domcstlc and Over:5.ús Travel Contact VIKING TRAVEl SERVICE (Gunnar Paulsson, Manager) • 165 Broadway, Ncw Yorlt City PHONE: REctor 2-0211 EATON'S býr yður undir sumarsund . . . Höfuðalriði Miðsumars-sölu verðskrár Rétt og þægileg baðföt Tízka fyrir alla fjölskyld- una » Heimilisáhöld Handa sumarbústaða-fólki Og margt fleira! 'T. eaton c?-™ WINNIPEG CANADA .r. •• • ■ EATONS munið, að fargjaldið er $2.10 og aðgöngumiðar í garðinn 50 sent fyrir fullorðna en frítt fyrir börn imian tólf ára. Miðasölu með Buses verður lokað föstudaginn 30. júlí. — Síðasta Bus fer frá Gimli kl. 12 á miðnætti. Leiðrétíing Inn í hina ágætu grein Vati- kanið sigraði, sem birtist í Lög- 'oergi í fyrri viku í þýðingu Ein- ars Sigurðssonar, slæddust tvær prentvillur, sem sjálfsagt er að veiði leiðréttar; konan, sem minst er á, heitir Anna Pauker en ekki Pautter, en í síðustu málsgrein stendur ósammála í staðinn fyrir sammála. . Þann 10. þ. m. lézt á Almenna sjúkrahúsinu í Vancouver, B.C., Mr. Noel Jones, mætur maður a bezta aldri, kvæntur Óllu Bar- dal dóttur iVír. A. S. Bardal af iyrra hjónabandi hans; sagt er að eitraður fiskur, er Mr. Jones neytti, hafi orðið honum að bana. Útför Mr. Jones fór fram á þriðju daginn þann 13. þ. m. * Mr. Thorarinn Gíslason frá Árborg kom úr skemtiför vest- an af Kyrrahafsströnd í lok fyrri viku ásamt Ingibjörgu dóttur sinni; höfðu þau feðgin ósegjan- legt yndi af dvölinni vestra. ♦ Mr. Jakob Vopnfjörð frá Blaine, Washington, kom til borgarinnar í fyrri viku í heim- sókn til barna sinna Axels skóla stjóra og frú Ásu Jónasson. Mr. Vopnfjörð rak um langt skeið mjólkurbú í grend við Winnipeg og á hér fjölda vina; hann brá sér norður til Nýja íslands, því þar er hann einnig vinmargur og mun dveljast hér um slóðir fram yfir íslendingadaginn á Gimli. Mr. Vopnfjörð er til heimilis hjá Axel syni sínum þann tímá, sem hann dvelur hér í borg. •f Mr. Böðvar H. Jakobsson skáld frá Geysir, Man., var staddur í borginni í fyrri viku. ♦ Mr. Sigurður Johnson lagði af stað vestur til Burnaby, B.C., á- samt frú sinni á laugardaginn var, og ætla þau hjón að setjast að þar vestra; þau bjuggu áður í grend við Wynyard, Sask., en dvöldu nokkur undanfarin ár í Winnipeg. ♦ Mr. Th. J. Gíslason frá Morden var staddur í borginni í byrjun vikunnar. Mr. og Mrs.. Skapti Guðmunds Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asplialt Roofs and Insulated Siding — Repairs 532 SIMCOE ST. Winnipeg, Man ÍSLENDINGADAGURINH I SEATTLE SILVER LAKE, WASHINGTON AUGUST 1., 1948, 2:00 E. H. PROGRAM: Star Spangled Banner Led by Tani Björnson Ó, Guð vors lands Ávarp forseta “Vestra” . H. E. Magnússon Einsöngur Tani Björnson Ræða á ensku: “Minni Ameríku”........... Séra Harald S. Sigmar Einsöngur ................. Dr. Edward P. Pálmason Ræða á íslenzku: “Minni íslands” .. Séra Rúnólfur Marteinsson D.D. Fiolin Solo .................. Kristin Jónsson Ávarp Kolbeinn S. Thordarson, Ræðismaður íslendinga í Washington-ríki Eldgamla Isafold --- America Iþróttir kl. 3:30 til 6 e. h. Dans byrjar kl. 6:30 e. h. Ókeypis kaffi allan daginn Neínd: Jón Magnússon, Halldór Sigurdsson, Hermann Thordarson, Skafti Johnson, J. J. Middal, Frederickson, S. B. Johnson, H. S. Sigmar. Fred son frá Chicago og Mr. og Mrs. Valgarður Guðmundsson frá Seattle, voru í borginni í fyrri viku; með hinum síðarnefndu var dóttir þeirra. ♦ Mrs. G. Lambertsen frá Glen- boro, og Margrét dóttir hennar kenslukona frá Vogar, Man., voru staddar í borginni í lok fyrii viku. ♦ Mr. og Mrs. Hermann Björns- son og þeir bræður Eiríkur og Kjartan Vigfússon frá Chicago, komu til borgarinnar í byrjun vikunnar. ♦ Mr, og Mrs. J. E. Bingeman frá Chicago, hafa dvalið hér um slóðir undanfarna daga. Mrs. Bingeman er Oddný, dóttir þeirra Mr. og Mrs. Ingvar Gísla son, sem lengi bjuggu í Reykja víkurbygð við Manitobavatn, en mú eru bæði látin. — Þau Mr. og Mrs. Bingeman fóru norð ur til Reykjavíkur, en eru nú nýfarin austur til Kenora, Ont., þar sem þau ætla að dvelja í nokkra daga. ♦ Að vestan 1110 W. Pender Sireel, Vancouver, B. C. Kæri ritstjóri! Mér þætti vænt um ef þú vild ir vera svo góður að birta fáein orð frá mér viðvíkjandi íslend- ingadagshaldi hér í Vancouver. Eins og mörgum er þegar kunnugt, höfum við í Vancouver haldið þenna hátíðisdag með löndum vorum í Blaine, Belling ' ham og Point Roberts í Banda- ' ríkjunum. Héfir það fyrirkomu- j lag haft góðar afleiðingar fram ‘ að þessum tíma. Fólki hefir fjölgað með ári hverju. Það var ánægjulegt að líta yfir hópinn í Friðarboga listigarðinum á landa mærum Canada og Bandaríkj- anna í fyrra sumar. 1 ár verður þetta sjöunda íslendingadagshá- tíð okkar á þeim fagra og indæla stað, sem laðar íslendinga til sín á þessum hátíðisdegi sem við eigum sjálf, og höfum í öll þessi ár sýnt ræktarsemi, hvar sem við lifum, að koma og heiðra þann dag með nærveru yorri, hvar sem hann hefir verið hald- inn. Nú til að gera fólki sem lifir í Vancouver og grendinni þægi- legra, og jafnvel ódýrara að koma á sinn hátíðisdag, hefir nefndin í ár ráðið fólksflutningabíla, sem leggja af stað frá bílastöð Van- couver borgar kl. 11.30 að morgni þess 25. þ. m. Frekari upplýsingar þessu og öðru viðkomandi degnium góð- fúslega veittar með að síma Os- car Howardson, FR5555, S. Ey- mundsson, PA3697. Með kærri þökk fyrir og beztu óskum. Þinn einlægur, S. Eymundsson. •f Mr. Stefán Sölvason hljómlist arfræðingur frá Vancouver, B. C., dvelur í borginni um þessar mundir ásamt frú sinni í heim sókn til ættingja og vina. •f Séra Kolbeinn Simundson frá Seattle, Washington, er nýlegá kominn til borgarinnar ásamt þremur börnum sínum, og dvel ur hér í gistivináttu þeirra Mr. og Mrs. S. O. Bjerring. ♦ Mr. John J. Johnson frá Vogar Man., hefir dvalið í borginni und anfarna daga ásamt frú sinni og tveimur sonum. •♦• Frú Ingibjörg Eggertson frá Vogar, Man., var nýlega stödd hér í borginni. ♦ Afhjúpun minnisvarða yfir hinn ástsæla rithöfund Jóhann Magnús Bjarnason, fer fram í Elfros, Sask., á sunnudaginn þ. 25. þ. m., kl. 3 e.h., — fljóti tím inn. Dr. Rúnólfur Marteinsson MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Guðsþjónustur í Fyrstu lút- ersku kirkju eftir sumarfríið, verða fluttar sem hér segir: — íslenzk messa sunnudaginn 8. ágúst, kl. 7 e. h. — Ensk messa sunnudaginn 12. sept., kl. 11 f.h. • f íslenzk guðsþjónusta verður flutt í GuðbrandssöfnUði við Morden, Man., sunnudaginn 25. júlí, kl. 2 e. h., standard time. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. ♦ Árborg-Riverlon presiakall 18. júlí: — Geysir, messa kl. 2. e. h. — Hnauso, messa kl. 8.30 e.h. — 25. júlí: — Víðir, ensk messa kl. 2 e. h. — Árborg, ís- lenzk messa kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason. ■♦• Gimli prestakall 18. júlí: Ensk messa að Gimli kl. 11 f. h.; messa að Árnesi kl. 2 e. h. — íslenzk messa á Gimli kl. 7 e. h. — Allir boðnir vel- komnir. Skúli Sigurgeirsson. Argyle prestakall Sunnudaginn 18. júlí, áttundi sunnudagur eftir Trínitatis: — Baldur, kl. 11 f.h. — Brú kl. 2 e.h. ensk messa. — Allir boðnir og velkomnir. • Eric H. Sigmar. stýrir athöfninni; frænka hins merka rithöfundar, Rósa Her mannsson—Vernon, syngur við athöfnina, en kvöldið eftir held ur hún, ásamt tveimur dætrum sínum, söngskemtun í Elfros þorpi. Líkur standa til að Dr. Richard Beck flytji ávarp við afhjúpun arathöfnina á sunnudaginn. •♦■ Þann 2. þ. m., lézt að heimili þeirra Mr. og Mrs. G. J. Myrdal að Lundar, Jón Indriði Jóhannes son, 78 ára að aldri. •f Samsæti fyrir Dr. Sig. Júl. Jóhannesson og frú, verður haldið í Lundar- Hall, sunnudaginn þann 25. júlí næstkomandi. — Allir velkomn- ir. — Aðgangur ókeypis. — Sam- sætið byrjar kl. 1.30 ei h. S. F. Nefndin -f Þann 3. júlí voru gefin saman í hjónaband að Kirkjubæ í Breiðuvík William Charles Har- kess, Poríage La Prairie og Krkiine Ingunn Maríin, Hnausa, Man. — Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. G. Martin, Hnausa. — Brúðguminn er af hérlendum ættum. Við giftinguna aðstoð- uðu George Herbert Harkess, bróðir brúðgumans og Guðrún S. Helgason, Hnausa. Mr. Her- mann Fjeldsted söng bæði á und an og eftir giftingarathöfninni. Mrs. Halldór Martin spilaði á hljóðfærið. Um hundrað gestir nutu ágætra veitinga á hinu indæla heimili Baldvinsson’s hjónanna á Kirkjubæ. •f Minningarhátíð verður haldin í Swan River, miðvikudaginn 21. júlí n. k. í minningu um 50 ára byggingu Swan River-dalsins. J. A. V. -f Mr. og Mrs. Alfred frá Chicago komu til borgarinnar og fóru til Reykjavík P. O., að heimsækja vini og vandamenn; var þeim haldin rausnarleg silf- ur-brúðkaupsveizla á heimili Kristjáns og Guðlaugar Alfreds. Var þar viðstaddur fjöldi bygð- arfólks sem skemti með söng, dans og indælis veitingum. — Biðja Alfreds-hjónin Lögberg að flytja innilegt þakklæti öll- um, sem tóku þátt í þessari skemtan og óska þeim als góðs í framtíðinni. ♦ Elínborg Lárusdóílir skáldkona frá Islandi, flytur erindi á Lundar, miðvikudags- kvöldið þann 21. júlí kl. 8 að kvöldi. Allir boðnir og velkomn- ir. — Enginn inngangur seldur, en samskot tekin. ♦ Aihygli skal hér með leidd að því, að tveir ungir menn, Frank Frið- finnsson og Donald Barr, hafa nýverið opnað vinnustofu að 512 Notre Dame Avenue, þar sem þeir hreinsa og endurnýja karl- mannahatta og búa til kvenn- hatta; þetta nýja fyrirtæki geng ur undir nafninu Vouge Hat works. — Taka einnig á móti fötum til hreinsunar og press- unar; vandað verk ábyrgst. — Hreinsun á höttum lokið innan tveggja daga. — Sími 80 877. -f Gefin saman í hjónaband í : Fyrstu lútersku kirkjunni í jWinnipeg, laugardaginn 10. júlí, Earl Garth Melcalfe, og Katrín Árnason, bæði til heimilis í Winnipeg. Brúðguminn er af enskum ættum. Brúðurin er dóttir Eysteins Árnasonar kenn- ara, sem nú er látinn fyrir nokkr um árum, og eftirlifandi ekkju hans Helgu Árnason, nú búsett að Ste 2 Ttremont Apts. — Við giftinguna aðstoðuðu Mr. Kenneth Metcalfe og Miss Hilda Árnason, Evanston, 111., USA. — Stór hópur aðstand- enda og vina nutu ágætra veit- inga að 707 Strathcona St., að giftingu afstaðinni. Séra Sigurð- ur Ólafsson gjfti. -f Látinn er nýlega í Blaine, Wash., Mr. Áskell Brandson, bróðir Dr. B. J. Brandson og þeirra systkina; verður hans vafalaust nánar minst síðar. Minnlst BETEL í erfðaskrám yðar The Swan Manuíacfuring Co. Manufacturers of SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swan Eigandi Heimill 912 Jessie Ave. 281 James St. Phone 22 641 TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dáika þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur THE COLUMBIA PRESS LIMÍTED THE VIKING PRESS LIMITED VEITIÐ ATHYGLI! Hluthafar í Eimskipafélagi íslands, eru hér með ámintir um að senda mér nú þegar arðmiða sína fyrir síðastliðið ár, svo hægt sé að borga ársarðinn; þá er það og engu síður nauðsynlegt, í því falli að skipt sé um eigendur hlutabréfa vegna dauðsfalla eða annara orsaka, að mér sé gert aðvart um*slíkar breytingar. ÁRNI G. EGGERTSON, K.C. 209 Bank of Nova Scolia Bldg. Portage and Garry St. Winnipeg Manitoba íslendingadagurinn f Peace Arch Parh BLAINE, WASHINGTON 25. JÚLÍ, 1948 FORSETI DAGSINS Fr amkvæmdanef nd: Andrew Danielson Stefán Eymundsson Oscar Howardson A. E. Kristjánsson Jakob Westford Andrew Danielson SÖNGSTJÓRI H. S. Helgason PIANIST Mamie Popplé Rowland SKEMMTISKRÁ: 1. Ó, GUÐ VORS LANDS ............................... Allir 2. ÁVARP FORSETA ....................... Andrew Danielsson 3. EINSÓNGUR ........................ Miss Margrét Sigmar 4. RÆÐA ........................ Séra Albert E. Kristjánsson 5. SÖNGUR ............................... Söngflokkurinn 6. AARP GESTA: A. Hon. Byron L. Johnson, forsætisráðherra í British Columbia B. L. H. Thorláksson, Islenzkur ræÖismaSur I Vancouver. C. K. S. Thordarson, íslenzkur ræSismatSur í Seattle. 7. EINSÖNGUR .............................. Ninna Stevens 8. EINSÖNGUR ............................. E. K. Breidford 9. FRUMORT KVÆÐI .................... Gunnbjörn Stefánsson 10. EINSÖNGUR .............^................Ólöf Laxdal 11. EINSÖNGUR ........................ Dr. Edward Pálmason 12. KVÆÐI: “Bragarbót” eftir Matthías Jochumson, I enskri þýðingu eftir Pál Bjarnason. 13. SÖNGUR ............................... Söngflokkurinn Skemmtiskráin fyrjar STUNDVÍSLEGA kl. 2 e. m. Gjallar- horn, undir umsjón Leo G. Sigurðsson, flytur skemmtiskrána til áheyrenda — Veiiingar verða til sölu á staðnum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.